Risaleikur á laugardag – Top 4 baráttan í húfi!

Fyrir tveimur vikum tapaði Liverpool í ömurlegum leik gegn Manchester United og í kjölfarið fylgdi landsleikjahlé. Þessi leikur hefur eflaust setið fastur í höfðum stuðningsmanna Liverpool og vonandi leikmönnum líka. Biðin eftir næsta leik getur oft verið löng en hún er einstaklega löng eftir tapleiki.

Það verður vissulega ekki auðvelt fyrir Liverpool að rétta úr kútnum um helgina en liðið þarf að sækja Arsenal heim. Liðið hefur oftar en ekki átt í vandræðum með Arsenal og þá sérstaklega á útivelli. Maður hefði alveg getað óskað sér ögn þægilegri viðureign í þynnkunni eftir tapleik.

Arsenal hefur verið á mikilli siglingu og eru að spila heilt yfir mjög vel. Leikur þeirra er afar heilsteyptur, varnarleikurinn nokkuð fínn og sóknarleikur þeirra ógnandi eins og alltaf. Giroud er í stuði og leikmenn eins og Ozil, Rosicky, Walcott, Cazorla, Ramsey og Sanchez eru alltaf hættulegir. Miðju- og varnarmenn Liverpool þurfa að mæta til leiks frá fyrstu mínútu á laugardaginn, ekki spurning.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Flanagan spilaði sínar fyrstu mínútur í vetur í góðgerðarleiknum um síðastliðna helgi, Lucas líka sem spilaði að mig minnir allan eða mest allan leikinn sem eru mjög góðar fréttir sérstaklega í ljósi þess að Gerrard er í banni. Raheem Sterling fékk hvíld eftir að hafa dóminerað með enska landsliðinu í fyrri leik þeirra í landsleikjahléinu. Lallana og Lovren eru líklegast enn tæpir fyrir leikinn en það virðist sem svo að meiðsli Sturridge séu ekki eins alvarleg og haldið var í fyrstu og gæti hann verið með um helgina. Frábærar fréttir ef satt reynist.

Mignolet

Can – Toure – Sakho

Johnson – Henderson – Allen – Moreno

Coutinho – Sterling – Markovic

Ef Sturridge er ekki í nógu góðu standi til að byrja þá gæti ég alveg trúað að liðið muni líta út nokkurn veginn eins og hér að ofan. Ef hann er það þá kæmi hann líklega inn í liðið á kostnað Johnson og Markovic færist þá á kantinn og Sterling í holuna.

Liðið hefur ekki spilað nógu vel í síðustu tveimur deildarleikjum sínum gegn Swansea og Mancester United svo það er aldrei að vita nema Rodgers breyti aðeins til og leggji öðruvísi upp með liðið sitt. Jafnvel fari í þetta 3-tígulmiðja-2 sem hann breytti aðeins í gegn Swansea og virtist ætla að leggja upp með áður en Gerrard var rekinn útaf. Þá gæti Lucas jafnvel dottið inn í liðið á kostnað Moreno/Johnson eða jafnvel Balotelli til að spila með Sturridge eða Sterling í fremstu víglínu. Það er óvenju erfitt að spá fyrir um líklegt byrjunarlið fyrir þennan leik en oft áður vegna meiðsla og leikbanna!

Þetta verður afar erfiður leikur fyrir Liverpool í erfiðri baráttu um að ná í eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar. Manchester City, Arsenal og Manchester Utd eru með 61, 60 og 59 stig en Liverpool með 54. Liðið má því ekki við því að tapa þessum leik ef það ætlar að ná í eitt þessara sæta. Lið eins og Tottenham og Southampton eru svo alveg í rassgatinu á Liverpool og gætu hoppað yfir það ef illa fer um helgina. Takist Liverpool að vinna leikinn setur það aftar gífurlega pressu á þessi lið, sérstaklega í ljósi þess að Man Utd á eftir að spila gegn City, Chelsea og Arsenal svo einhver stig tapast í innbyrðisviðureignum svo Liverpool þarf að vera nálægt þeim til að nýta sér það.

Ef raunsæið ræður för þá myndi maður reikna með tapi eða jafntefli um helgina en þar sem glas mitt er oftar hálf fullt en hálf tómt og ég reyni frekar að vera bjartsýnn þá ætla ég að segja að Liverpool vinni 1-2 sigur. Arsenal mun pottþétt skora mark á Liverpool held ég og því þarf liðið að freista þess að ná í að minnsta kosti tvö mörk til að gera út um leikinn. Coutinho kemur Liverpool á bragðið, Giroud jafnar og Sterling skorar sigurmarkið sem hann fagnar með því að rífa upp penna úr sokknum sínum, hlaupa að hliðarlínunni og skrifa undir nýjan samning sem Rodgers bíður eftir honum með. Það verður upphafið af fínni páskahelgi þar sem að Tactics Tim vinnur á Old Trafford, Burnley kaffærir Tottenham og Pardew klárar City. Hvernig líst mönnum á það? 🙂

Gleðilega páska, étið nú ekki yfir ykkur af páskaeggjum!

22 Comments

  1. úff get ekki beðið eftir þessum leik ætla að planta mér í sófan með einum nallara vini mínum og lifa mig í botn í fræknum sigri og skvetta bjór á hann þegar mínirmenn skora áfram Liverpool YNWA 😀

  2. Austanmenn. Er leikurinn sýndur á bar/kaffihúsi á Eskifirði, Reyðarfirði eða Egilsstöðum?

  3. Ég á alveg eins von á að Sterling verði ekki í hóp. Það er ekki eins og nærvera hans rífi upp móralinn í mannskapnum. Síðan væri ég alveg til í að losna við Toure úr vörninni, spurning með að bakka köntunum í bakverði . Smella Lucas svo aftast í tígul með Allen og Henderson sitthvoru meginn og Coutinio fremstan. Hafa svo super Mario og Sturridge fremsta 🙂 Koma öllum á óvart.

  4. #3 Algjörlega sammála, sterkasta spilið sem að Liverpool getur gert núna er að hafa Sterling ekki í hóp og vinna samt leikinn.

    Ef hinsvegar við vinnum ekki þá mun sú ákvörðun verða umdeild en persónlega væri ég tilbúinn að láta á það reyna. Drengurinn fór ansi ílla með Rodgers og Liverpool football club.

    Risa statement ef það myndi virka!

  5. Ef Lucas byrjar er útlitið bjart. Ef Allen byrjar held ég hinsvegar að þetta verði erfiðari sigling.

  6. Er ekki alveg sammála því að hafa Johnson í byrjunar liðinu. Mín tillaga er þessi.

    Mignolet

    Can – Toure – Sakho

    Markovic – Henderson – Lukas – Moreno

    – Sterling – Balotelli – Coutinho

  7. Ég ætla að tippa á að Rodgers komi á óvart og fari aftur í 4-3-3 með hárri pressu! Með fyrirvara um að Lucas sé heill heilsu:
    Mignolet
    Johnson, Skrtl, Sakho, Moreno
    Allen, Henderson, Lucas
    Sterling, Sturridge, Coutinho

  8. Sammála Ólafi varðandi liðsvalið. Ég væri einmitt til í að sjá Markovic í vinstra megin frammi, tækni hans og hraði eru ekki að njóta sín nógu vel út á kanti. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef við ætlum að ná þessu 4. sæti. Er samt ekki bjartsýnn.

  9. Risa risa leikur, þetta er Liverpool-Chelsea leikurinn í fyrra. Make or break hvort að tímabilið er gott eða lélegt. Ef liðið spilar illa eins og gegn United þá er þetta búið en ef liðið finnur einhvern ofurkraft og nær að vinna á Emirates þá verður lokakaflinn háspenna lífshætta.

    Spái 2-2 – so close yet so far away

  10. Ég er alls ekki bjartsýnn fyrir þennan leik. Liverpool menn hafa verið að spila illa undanfarið og framundan leikur á útivelli sem ekki hefur verið gjöfull síðustu ár.

    Ég hafði ekki miklar áhyggjur af málum Sterling þangað til að ég las pistillinn hans Babu. Núna er maður bara pirraður útí Sterling. Það ætti að refsa honum fyrir viðtalið en erfitt að gera það rétt fyrir mikilvægan leik. Ef QPR væri að koma á Anfield um helgina þá væri maður alveg til í að sjá Sterling fyrir utan hóp. Þetta er orðið svo þreytt að hafa endalaust áhyggjur af bestu leikmönnum liðsins fari annað að ég meika ekki að sumarið fari í vangaveltur um framtíð Sterlings.

    Af því að spilamennska liðsins hefur verið frekar léleg undanfarið vill ég sjá BR skipta um kerfi. Nú hafa lið einhvern veginn kortlagt 3-4-3 kerfið sem virkaði svo vel. Ef að Lovren er klár(er víst eitthvað tæpur samkvæmt fantasy allavega) þá kæmi hann við hlið Sakho í miðverðinum, Moreno í vinstri bak og Can í þann hægri. Það eru örugglega 2 ár síðan að ég fékk nóg af Johnson þannig að allan daginn Can frekar í rightback. Lucas og Hendo á miðjuna. Coutinho í holuna, Sterling og Markovic á köntunum og Sturridge frammi. Vonandi að Ibe verði klár á bekkinn.

  11. Sterling á bekkinn…með Joe Allen. Það er eina krafan sem ég geri fyrir morgundaginn.Megi sá drengur vera sem lengst á bekknum þar til hann fer.

  12. hafa balotelli og sturridge upp á topp.. ekki hika við að prufa þá uppstillingu.

    hvað varðar sterling þá er hans tími hjá liverpool búinn þannig að ég vona að hann verði bara skilinn eftir heima.

  13. Ég tel að það sé búið að finna veikleika þessa kerfis og vil sjá 4-3-3 aftur.

  14. Sæl öll,

    þetta er alls ekkert flókið. Á bekkinn með þá sem vilja kaupa sér meistaradeildarsæti. Aðrir meiga fara út á völlinn og koma liðinu í þær hæðir sem vinnusemi þeirra skilar þeim. ÁFRAM LIVERPOOL.

  15. Ég hef mjög slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Mun horfa á leikinn með Arsenal félaga mínum í þokkabót. Sterling á þó eftir að setja mark og fá nýjan samning á borðið!

    2-2!

  16. Engin spurning að bekkja litla gutt. Hann hefur verið arfaslakur í síðustu leikjum og hann má fara í sumar fyrir rétt verð. Við vinnum þennan leik og eg hef trú á AV á móti scums. Þetta verða góðir páskar.

  17. Engin spurning með Sterling að mínu viti, setja hann í byrjunarliðið og ekkert kjaftæði. Allt annað er bara olía á eldinn fyrir pressuna og þennan 20 ára gutta! Allt tal um að beggja krakkann er út úr kú og BR hefur gefið í skyn að guttinn muni svara fyrir sig á vellinum.
    Hef fulla trú á liðinu og held að Allen henti betur á miðjuna gegn Arsenal en Lucas en eiginlega sammála liðsvalinu hvað sem verður og styð mína menn hvernig sem fer. Áfram Liverpool – YNWA

  18. Sterling uppi á topp, og Lucas, Allen og Henderson allir inni á. Hvernig ætli þessu sé stillt upp?

  19. Staðfest lið
    Liverpool: Mignolet, Can, Toure, Sakho, Allen, Lucas, Moreno, Henderson, Coutinho, Markovic, Sterling.

    Subs: Jones, Johnson, Lovren, Sturridge, Manquillo, Borini, Brannagan.

    Enginn Balotelli í hóp, Sturridge tæpur á meiðslum á bekk og Borini þarna líka, skil þetta ekki þ.e.a.s ef Balo er ekki meiddur.

Sterling er ekki framtíð Liverpool

Liðið gegn Arsenal