Kop.is Podcast #79

Hér er þáttur númer sjötíu og níu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 79. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni vor Babú, SSteinn og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við leikina gegn Swansea, Man Utd og Arsenal, stöðu Raheem Sterling, framtíð Brendan Rodgers og spáðum í spilin fyrir bikarleikinn gegn Blackburn.

9 Comments

  1. Sterling til R.Madrid, Hendo til City. Good days. Held að Henderson sé ekkert rauður inn að hjarta, félagið og þjálfarinn vildu losna við hann fyrir ekki svo löngu. Afhverju ætti hann ekki að leita á önnur mið. Er á besta aldri.

  2. Þarf ekki LFC að hreinsa út hjá sér í sumar eins og önnur lið? Þeir sem ekki standa undir verðmiðanum eða laununum hljóta að fá stígvélið. Ég get ekki ímyndað mér að stjórinn sætti sig við frammistöðu marga sem þarna eru.

  3. Sterling er nú bara 20 ára gamall, mjög efnilegur leikmaður. Sumir gjörsamlega springa seint út á meðan aðrir springa út strax (Sterling) og eru einhvernveginn strax góðir, en því miður eru ekki allir sem ná að fylgja því eftir og verða aldrei neitt betri en það.

    Því miður þá hef ég það á tilfinningunni að Sterling sé sú týpa sem sprakk strax út en nær ekki að verða betri en það, og þá er ég að horfa á heildarframmistöðu í vetur og tala nú ekki um færanýtinguna hjá honum, ekki hefur hún lagast núna á heilu tímabili. Við getum alltaf sagt að hann sé nú búinn að skora mörk miðað við þokkalegasta framherja þegar hann hefur spilað frammi, en hefði hann færanýtinguna væri hann búinn að skora mikið meira því hann er reglulega duglegur að koma sér í færi, eða var það allavega til að byrja með þegar hann var frammi.

    En ekki ætla ég að afskrifa hann strax, hann er allavega mikið betri en ég, þó vægt sé til orða tekið og eins og sagt er, mjög ungur að árum 🙂

    Hann má samt fara mín vegna, vil ekki hafa svona menn í liðinu sem hafa ekki áhuga á að spila með liðinu (eða það er allavega tilfinningin sem maður fékk út úr viðtalinu).

  4. Sterling ætti kanski að kynna sér það frekar hvernig enskum leikmönnum hefur vegnað eftir að hafa yfirgefið Liverpool…

  5. Tja…..mowen…t.d. carra segir nu fra tvi i bok sinni ad Owen hafi verid mjog nalaegt tvi ad koma aftur en hann spiladi kjanalega Og endadi hja nykastala

  6. Vúhú! Rútuferð til Selfoss og til baka í kvöld (Grótta – Selfoss í átta liða úrslitum Olís-deildar kvenna). Fullkomið að hlusta á þetta á leiðinni, þótt ég missi vissulega af bikarleiknum. :S

  7. Það skelfilegasta við stöðuna á Sterling er að við fáum ekkert fyrir hann. Vissulega munum við fá nálægt 50m punda inn á bókina. Í hvað fer það samt ef við tökum mið af leikmannakaupum klúbbsins undanfarin ár og sér í lagi undir Rodgers?

    Munum eyða í mestalagi svona 30 milljónum punda umfram söluna á Sterling. (c.a. 80m í heild) Meðan klúbbarnir í kringum okkur kaupa allir fyrir 100m punda plús án þess að selja einn af lykilmönnum sínum. Auðvitað drögumst við aftur úr.

    Getum áætlað að einn leikmaður springi út í sumar ef við gefum okkur það að 5-6 leikmenn komi inn. Skelfilegt.

Blackburn á miðvikudag

Liðið gegn Blackburn