Liðið gegn Blackburn

Steven Gerrard, Martin Skrtel and Emre Can eru auðvitað allir í banni í kvöld, en Rodgers stillir þessu svona upp:

Mignolet

Johnson – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Lucas – Allen

Coutinho – Sturridge – Sterling

Ég stilli þessu nú viljandi upp svona. Þessi uppstilling býður upp á ýmsar uppstillingar, Johnson getur verið aftastur í sama kerfi og við höfum verið að spila, við getum líka farið í 4-4-2 með tígulmiðju (Lucas aftast, Allen&Henderson á miðjunni og Coutinho fyrir aftan Sterling og Sturridge).

Sjáum hvað setur.

Allt undir. Klárið þetta, plís!

YNWA

83 Comments

  1. Það verður allt að falla með okkar mönnum til að ná sigri.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!

  2. Gott að Balotelli hefur ákveðið að taka sér frí í kvöld.
    Áfram rauðir!

  3. Vona að þetta sé demantur með Coutinho fyrir aftan Sterling og Sturridge.

  4. Eigum alla daga að klára þetta blackburn lið með þessum 11 leikmönnum. Vona að leikmenn mæti til leiks frá fyrstu mínútu núna og bæti aðdáendum upp skituna í síðustu tveimur leikjum.

    Koma svo LIVERPOOL ! ! ! !

  5. Það vantar í hópinn okkar Lallana, Ballotelli, Can, Gerrard, Skirtle. Þetta eru engir meðalmenn. En verst er að hafa ekki Skirtle og Can í dag, þeir eru nautsterkir sem er nauðsynlegt í svona leik.

    Vinnum þetta í Vító, Lambert með lokavítið.

  6. Þetta verður rosalega erfitt held eg en okkar menn verða að klára þetta. Vonandi hrökkva okkar menn i gírinn í kvöld og komast aftur a beinu brautina.

    Vona að við seum með tígulinn .

    Spai 1-2

  7. Líst vel á þetta lið – Ætli Balo sé búinn að leika sinn síðasta leik?

    1-3. Sterling , Coutinho og Sturridge hver með sitt markið.

  8. Hefði verið gott að fá Dossena inn fyrir Moreno en því miður var Dossena handtekinn fyrir búðarhnupl í Harrods í dag.

    Ég hef fulla trú á Moreno þó svo að móti hafi blásið undanfarið.

  9. Eru undanúrslitin spiluð a sunnudegi eftir 11 daga ? Af hverju er þetta ekki a laugrdegi ?

  10. Við HLJÓTUM hreinlega að vinna þennann leik,stjórinn hjá Blackburn þurfti að skrapa botninn til að finna leikfæra menn,þó það séu forföll hjá okkur þá fer ég fram á,nei ég krefst sigurs í þessum leik!!!

  11. eru þið með gott stream á þetta ?…. Linkarnir mínir eru allir í rugli

  12. Sakho að haltra og að fara meiddur útaf, ekki góðar fréttir, vonandi sýnir Toure að það sé enn eitthvað spunnið í hann!

  13. Ekki gult fyrir þetta spark í hnakkann á Coutinho. Af hverju eru menn ekki að hópast að dómaranum brjálaðir yfir þessu?

  14. Sami maðurinn búinn að kíla moreno í andlitið og “tækla” cotinho í hnakkann án þess að fá spjald. Vel gert.

  15. nu fer maður að aflima einhvern uppi 365 hvað er i gangi með ozið eiginlega alltaf ehv vesen a þessu i þau örfáu skipti sem eg nota þetta..

  16. Þetta er ekki uppá marga fiska, er ekki að sjá að Liverpool nái að vinna þennan leik.
    Mér finnst þetta verið komið á svipaðan stað og við vorum á fyrir áramót.

  17. Þetta er ALLS EKKI eins léleg spilamennska og fyrir áramót. Erum að byggja þetta allt saman vel upp og ef þetta heldur áfram að spilast svona hefur maður litlar áhyggjur.

  18. magnað hvernig þetta lið nær að fara úr besta liði í evrópu yfir í championship deildarlið útaf 1 tap leik eða eittsamningsmal klarast ekki.. mer finnst eins og það se alvarleg krýsa innan félagsins akkurat nuna

  19. Góður punktur hjá Trausta, af hverju mótmæla menn ekki svona bulldómum ? Finnst vanta meiri karakter og liðsheild í þennan hóp, eins og menn séu meira með hugann við Playstationið eftir leik frekar en leikinn sjálfann.

  20. Um leið og við skorum þá hrynur Blackburn,sýnist þeir bara vera að reyna að komast í vító,skiljanlega kanski miðað við forföllin hjá þeim.

  21. Helvítis tíminn búinn að breytast, var að koma inn í þetta núna 🙁

  22. Það er ekkert flæði í sóknarleiknum. Nánast 90% líkur á að ef leikmaður gefur boltann að hann fái hann strax aftur. Völlurinn vondur og allt það en come on varla færi í leiknum.
    Verða að vinna þetta

  23. þetta er álíka mikil skemmtun og að horfa á málningu á vegg þorna

  24. Þolinmæðisvinna sem vonandi gefur af sér ávöxt í formi marka í síðari hálfleik. Liverpool á þennan leik en hefur ekki verið að skapa sér marktæk færi. Geri ráð fyrir því að það er verið að þreyta Blackburn með því að láta þá elta boltann. Kæmi mér ekkert á óvart ef það væri sett aukapressa á Blackburn í síðari hálfleik.

    Gæti verið sniðugt að senda Lambert inn á og reyna meira skallabolta.

  25. Erum með boltann og Blackburn bakka. Okkur skortir gæðin til þess að skapa færi og alvöru hættu.
    Þetta Blackburn lið er afar dapurt. Segi það og skrifa að það er stórslys ef þessi leikur tapast.

    Við klórum inn eitt mark enda sennilega slakasta lið sem við höfum mætt í allan vetur.

    Lið okkar er samt bara svona la la. …

  26. Fyrirsjáanlegt allt hjá okkur, ekki nóg að vera með boltann 70% í reitarbolta bara. Hljótum að geta laumað inn marki í gegnum þennan 11 manna varnarvegg !

  27. 14 – 2 í skotum Liverpool í vil. Það hlýtur eitt að rata inn í seinni hálfleik……

  28. Þú ert ekki að missa af neinu Styrmir, þetta er ekki uppá marga fiska

  29. Ógeðsleg byrjun á seinni hálfleiknum en ÞVÍLÍK markvarsla hjá Migs!

  30. Jæja , hvernig er veðurspáin á klakanum ? Risinn gestede við það að koma inna hjá blackburn, úff , við verðum að geta höndlað tröllaboltann

  31. Komst loksins í tölvu til að streama þessu. Djöfull eigum við alltaf erfitt með svona rútu lið!

  32. jæja hvað er búið að reyna þetta lengi að hafa Sturridge einan frammi of hversu þreytt er það orðið að sjá hann einan þarna skokkandi á 30 metra auðu svæði svæði? Hentu nú Rodgers öðrum fram með honum for crying out loud.

  33. Blackburn að hamra járnið meðan það er “heitt” við gætum nýtt okkur þetta ef þeir reyna að sækja

  34. gary bowyer var nú aldrei skemmtilegur leikmaður og enn daprari þjálfari

  35. Það vantar karakterinn í liðið okkar. Hvar er maðurinn sem gargar á liðsfélagana og rífur liðið upp þegar þeir eru farnir að falla aftur eins og nú er farið að gerast? Koma svo, einhver.

  36. Jæja, þá er fyrsta markið komið helvítis vælukjóarnir ykkar.

  37. Nákvæmlega það sem þurfti. Nú getur þetta leiðinda Blackburn lið ekki lengur reynt að drepa niður tempóið með taka langan tíma í föst leikatriði og þykjast þurfa aðhlynningu eftir smá byltur. Nú er bara að halda markinu hreinu og helst pota inn einu til viðbótar.

  38. Ef þú ætlar að heimta ofurlaun er nú lágmark að geta skotið á markið!

  39. Af hverju notar Rodgers ekki allar skiptingarnar? Það sjá það allir að coutinho er gjörsamlega búinn á því. Kallar bara á meiðsli.

  40. Kevin Friend blæs aldrei í þessa flautu. Til hvers hefur hann slíka utan um hálsinn á sér???? Jesus

  41. Ef það hefur einhvern tíma verið vafi með þennan dómara hvað hann hatar Liverpool þá er það endanlega afgreitt í dag… skiptir ekki þó menn séu teknir niður fyrir framan nefið á honum… hann dæmir ekki víti!!!! Ótrúlegt að sjá þetta.

  42. Miðið við frammistöðu hans þá ætti hann skrifa undir strax sem Liverpool eru bjóða honum.

  43. Það að leikmður nr 17 hjá blackburn sé að fara klára þennan leik inná vellinum er kraftaverk og ekkert annað. Þetta var síðan einhver lélegasti ekki vítadómur síðan suarez var MMA-aður hérna um árið

Kop.is Podcast #79

Blackburn – Liverpool 0-1