40 milljónir fyrir Rafa

Nokkur blöð [þar á meðal Daily Post](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=benitez-to-be-given-major-cash-boost%26method=full%26objectid=18850393%26siteid=50061-name_page.html) og [Guardian](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,2048815,00.html)halda því fram að Rafa hafi fengið staðfestingu á því á sunnudaginn að nýjir eigendur muni leggja til umtalsverða fjármuni í leikmannakaup í sumar. Daily Post halda því fram að sú upphæð sé **meiri en 40 milljónir punda**.

Nöfnin sem eru nefnd eru þessi hefðbundnu, það er Alves, Villa og Eto’o (ekki að það sé eitthvað að þessum hefðbundnu nöfnum) en þó er alveg ljóst að allir þessir leikmenn geta kostað gríðarlegar upphæðir.

Ég væri sáttur við Alves (17) + Eto’o (23). 🙂

En það er allavegana ljóst að þetta verður spennandi sumar.

Guardian láta svo fylgja með athyglisvert yfirlit yfir kaupin síðustu ár:

04-05 Total spending £15.85m
Costliest buy Xabi Alonso, £10.8m

05-06 Total spending £28.9m
Costliest buy Peter Crouch, £7m

06-07 Total spending £29.7m
Costliest buy Dirk Kuyt, £10.9m

8 Comments

  1. Já og Independent segir eitthvað yfir 30 milljónir punda. Málið er einfalt, þeir hafa ekki minnstu hugmynd um hversu mikið fé verður sett í leikmannamál í sumar. Rafa hitti þá eigendur á sunnudaginn, þar inni voru engir fréttamenn og ég efast um að nokkur viti hvað var rætt á fundinum og ég leyfi mér hreinlega að efast um að þar hafi verið ákveðin einhver ein ákveðin upphæð.

    Framhaldið verður væntanlega það að Rick Parry og Rafa setjast niður, fara yfir hvaða stöður þeir vilji styrkja og hvaða leikmenn koma til greina í þær. Menn setja sér upp ákveðið verð sem menn telja vera virði leikmannsins og svo verður farið með listann í þá félaga. En auðvitað er alltaf gaman að spá og spekúlera í þessum hlutum, en ég er samt handviss um að þessar tölur sem eru að birtast í dag, eru eingöngu ágiskanir sem við hefðum sjálfir geta slegið upp. Rafa fær 50 milljónir punda í sumar :biggrin: Hvað hef ég fyrir mér í því? Ekkert. Nákvæmlega það sama og blaðamenn á Bretlandi. 😉

  2. Veit heldur ekki alveg hvernig þeir fá töluna út fyrir tímabilið 04/05. Segja að Xabi hafi verið dýrastur og kostað 10,8. Svo er heildartalan 15,85? Samt keyptum við menn eins og Luis Garcia, Fernando Morientes, Scott Carson og Josemi líka. Passar bara ekki hjá þeim blessuðum.

  3. Eru þeir ekki bara að tala um sumarið?

    Annars veit ég að þessar tölu eru ábyggilega gripnar útúr lausu lofti, enda myndi það vera fáránlegt ef menn myndu leka því að Liverpool hefðu 200 milljónir til að eyða, þar sem að þá myndi það þýða að verð á leikmönnum myndu rjúka uppúr öllu líkt og hjá Chelsea.

  4. Er ekki málið einfalt. Rafa fær pening þegar hann finnur þá leikmenn sem hann vill. Hvort leikmaðurinn kosti 5 eða 25 milljónir punda þá getur hann keypt hann. Hann fær þannig back up frá stjórninni og fjármagnið er til staðar!

    Ég lít þannig á að þegar einhver stórt nafn hugsar sér til hreyfings þá verður Liverpool ávallt nefnt ásamt Chelsea, Man U , Real Madrid, Barcelona, Inter Milan, Juventus o.s.frv. Áður fyrr kom bara ekki til greina að leikmaður sem kostaði meira en 15 milljónir punda myndi vera á leið til okkar, við höfðum ekki efni á því.

  5. Ég er nokkuð viss um að Liverpool mun fá töluvert hærri upphæð en þetta í leikmannakaup næsta tímabil. Spái c.a. 70-80m punda. Benitez kæmi ekki skælbrosandi útaf fundinum nema hann vissi að hann hefði pening til að kaupa 2-3 heimsklassaleikmenn auk skiptimyntar fyrir lítt þekkt nöfn.

    Forráðamenn Liverpool vilja skiljanlega forðast að lenda í sama rugli og Chelsea og því gefa út þau skilaboð til annarra liða að fjármagnið sé ekki ótakmarkað á Anfield. Þá er ólíklegra að lið séu að krefja okkur um fjárhæðir eins og 22 millur fyrir SWP.
    Svipað statement í þessa átt var að gera Voronin að fyrstu kaupum Liverpool. Sýna að við erum sama, gamla góða Liverpool…

    Gott mál.

  6. Nokkuð sammála Arnóri og fleirum…

    Ég held amk að það sé ekki til nein ein upphæð til leikmannakaupa, ef Rafa langar í Eto´o, Alves, kaupir þá, þá getur hann samt eytt pening líka í Queresma (aðeins draumórar og vangaveltur :))

    Auk þess er nú líklegt að hann eyði kannski 5-8 milljónum í nokkra unga og efnilega leikmenn til að styrkja varaliðið og unglingaliðin enn frekar.

    Hvað sem líður er spennandi sumar framundan. Já og einhverjir leikir líka… 😉

  7. Það er alveg magnað samt hvað íslensku fjölmiðlarnir gleypa þetta upp um leið. Sýnir svolítið á hverju þeir eru að byggja heimildir sínar. Svona svipað eins og golf atriðið fræga sem Hansi og fleiri gleyptu við eins og heilögum sannleik.

  8. Af hverju eru allir að nefna Eto’o sem möguleg kaup?

    Það væri frábært að fá hann, but get real, það er álíka líklegt og að Watford falli ekki í vor.

PSV Eindhoven á morgun

Liðið gegn PSV komið!