Vindum okkur að helginni. Það styttist í risastóran leik okkar manna, þann fyrsta á Wembley í þrjú ár og þar af leiðandi líklega stærsta leik þessarar leiktíðar.
Andstæðingarnir eru Aston Villa. Við förum betur yfir þá og okkar menn í upphitun þegar nær dregur en mér fannst við hæfi að rúlla boltanum af stað með því sem ég tel vera þrjár lykilspurningar í nálgun Brendan Rodgers á leikinn á sunnudag. Liverpool hafa núna unnið tvo leiki í röð án þess að fá á sig mark með 4-3-3 leikkerfi en það eru að koma inn leikmenn sem setja bæði liðsval og taktík í ákveðið spurningarmerki.
Hér eru þrjár lykilspurningar mínar fyrir Wembley:
1: Martin Skrtel
Emre Can og Dejan Lovren héldu hreinu í hjarta varnarinnar gegn Newcastle. Þeir léku í raun bæði mjög vel og illa. Vel, af því að þeir héldu Ayoze Perez frá boltanum í 90 mínútur og voru í raun aldrei yfirspilaðir. Illa, af því að Can er enn að læra staðsetningar sem miðvörður og skilur stundum svæðið sitt eftir opið og af því að Lovren er enn of æstur í tæklingar stundum og átti réttilega að fá dæmt á sig víti gegn Newcastle.
Ég er nánast pottþéttur á því að Martin Skrtel kemur beint inn í liðið á sunnudag. Bæði er hann með reynsluna af Wembley sem hina tvo skortir og auk þess er hann einfaldlega okkar besti varnarmaður á meðan Mamadou Sakho er meiddur. Spurningin er bara, hver víkur? Setur hann Skrtel með Lovren og notar tvo eðlilega miðverði saman eins og hann gerði í upphafi tímabilsins með þá tvo, eða gegn Blackburn í síðustu viku með Lovren og Sakho áður en sá franski meiddist? Eða vill hann nota Emre Can áfram sem boltaspilandi varnarmann við hlið Skrtel? Eða fer hann aftur í 3-4-3?
Ég veit ekki svarið. Ef ég ætti að giska myndi ég segja að Skrtel komi inn með Lovren og Can annað hvort taki hægri bakvörðinn af skelfilega lélegum Glen Johnson eða setjist á bekkinn fyrir þennan leik.
2: Steven Gerrard
Annar sem lýkur þriggja leikja afplánun er fyrirliðinn sjálfur. Eins og Lucas, Allen og Henderson hafa spilað í síðustu tveimur leikjum væri þetta ekki mikil umræða ef það væri ekki Gerrard sjálfur sem um ræðir. Það er sama hvað þið segið um leikform hinna þriggja, þetta eru samt Gerrard og Wembley. Steven Gerrard. Wembley.
Eruð þið viss um að Rodgers setji hann ekki í liðið? Hann gæti komið inn í stað Lucas eða Allen, hann gæti líka komið inn í stað Jordon Ibe og þá myndi Henderson færa sig út til hægri. Rodgers hefur gert allt þetta áður í vetur.
Ég veit ekki svarið. Ef ég ætti að giska myndi ég segja að Gerrard spili síðustu 30 mínúturnar af bekknum, sé hans þörf, en það kæmi mér ekki á óvart ef annar af Lucas eða Allen fengi að víkja. Af því að þetta er Wembley.
3: Daniel Sturridge
Okkur vantar framherja. Í fjarveru Sturridge gegn Newcastle brá Rodgers á það ráð að nota Coutinho sem falska níu og engan eiginlegan framherja inná; Ibe sótti upp frá hægri, Sterling frá vinstri og Coutinho stýrði úr fölsku níunni. Henderson og Allen voru svo duglegir að mæta inn á teiginn sem skilaði marki Allen og ruglaði varnarmenn Newcastle í ríminu allt kvöldið.
Málið er að þetta virkaði vel af því að það kom Newcastle á óvart. Og jafnvel þá var átakanlega augljóst að liðið vantaði betri framherja til að klára öll færin sem sköpuðust.
Hitt málið er bara að Daniel Sturridge er varla sá maður í dag. Hann hefur alls ekki leikið vel síðustu vikur og átt erfitt uppdráttar. Langa fjarveran háir honum ennþá og við verðum líklega að bíða þolinmóð fram á næsta haust áður en við sjáum hann aftur á fullu gasi.
Spurningin er, stillir Rodgers upp sömu sóknarlínu gegn Villa og lék vel gegn Newcastle? Eða víkur Jordon Ibe fyrir Sturridge? (Uppfært: Eins og bent er á í ummælunum er Jordon Ibe ekki gjaldgengur í bikarleiki þar sem hann lék fyrir Derby í bikarnum. Hann verður því ekki með á sunnudag.)
Ef ég ætti að giska myndi ég segja að Sturridge komi inn fyrir Ibe, Skrtel inn fyrir Can og Gerrard verði á bekknum. Liðið leikur áfram 4-3-3. En það er bara mitt gisk.
Hvað segið þið? Finnst ykkur að Kafteinn Gerrard eigi að spila þennan leik? Skrtel, Lovren eða Can? Sturridge eða Ibe?
Má Ibe nokkuð spila þennan leik?
Ein önnur spurning….afhverju seldum við Suarez?
Sturridge á lýsi, Balotelli á vatni og brauði, Sterling með nýjan samning, Lambert 5 árum yngri, Borini skiptir út bleiku gallabuxunum…..
Ég myndi skipta á þeim öllum og að fá Suarez tilbaka.
Ibe má ekki spila, skrtel jemur inn fyri Johnson sturridge fyrir Ibe og Gerrard kemur inn fyrir Allen
1. Skrettell kemur alltaf inn í liðið og ég hugsa að hann setji hann með Ástinni í miðvörðinn og svo Khaaaan í hægri.
2. Stefán kemur svo inn í stað Allen, hann er úthvíldur og með hann beinstífan hann er svo graður. Wembley maður. Hann mun spila eins og hann sé tuttuguogníu og hálfs í leiknum. Sannfærður um það.
3. Ég er svo einfaldur í mér að ég hef fulla trú á Balla mínum. En ég er sennilega eini Liverpoolmaðurinn í heiminum sem vill sjá hann byrja þennan leik. Setjum bara litla peningaplokkarann á toppinn og látum þar við sitja. Hann nýtir ca. eitt af hverjum fimm færum. Vonandi kemur það í þessum leik.
Ókei nokkrir bjórar liggja í valnum en smá viðbót við svar nr. 2
Miðað við uppgefnar launatölur
Balotelli 100.000
Lambert ekki hugmynd en segjum 50.000
Borini ekki hugmynd en segjum 40.000
Sterling 35.000
Sturridge 150.000
það kannski brýtur í bága við almennt siðferði, móral, liðsheild og sitthað annað en hefði ekki verið betra ef Liverpool hefði boðið Suarez 3-400 þús. vikulaun.
Bara halda honum. Ekkert annað skiptir máli. Við fengum leikmann sem er langbesti leikmaður sem ég hef séð nokkurn tímann spila fyrir Liverpool. Vann nánast enska titilinn upp á eigin spýtur.
Gerði klúbburinn allt sem hann gat til að halda honum?
Guð minn góður sáuði Suarez í kvöld ? Hvað ég sakna hans!
Sorrý með mig. Algjör meinloka með IBE. Ég er búinn að uppfæra færsluna með viðbót um að hann sé ekki gjaldgengur í þennan leik.
Þakka ábendingarnar.
ég vill sja liðið svona
Can—Skrtel—Lovren—Moreno
Markovich—-henderson—-allen/gerrard—-sterling
Coutinho—Sturridge
mignolet er sjalfvalinn ef þið tókuð ekki eftir þvi
Persónulega væri ég til í að sjá Skrtel, Gerrard og Sturridge inn fyrir Lovren, Allen og Ibe. Skella svo í 4-4-2 diamond með lucas í holunni og Coutinho í tíunni fyrir aftan Sturrigde og Sterling.
Svona held ég að hann stilli þessu upp:
Mignolet,
Johnson, Skrtel, Lovren, Moreno
Gerrard, Can, Henderson
Sterling, Sturridge, Coutinho
Can situr með Gerrard og Henderson fyrir framan sig.
Mig hefur reyndað alltaf langað til að Sturridge og Balotelli fái nokkra leiki í röð saman, þá yrði þetta:
Mignolet
Johnson, Skrtel, Lovren, Moreno
Can, Gerrard, Henderson, Coutinho(tígulmiðja)
Balotelli, Sturridge
Varðandi þessar pælingar með launakostnað núverandi sóknarmanna vs. það sem væri hægt að borga Suarez. Setjum sem svo að hann hefði verið áfram hjá okkur, komið inn í lok október eftir bann, en meiðst í nóvember og verið frá í 8 vikur. Hversu margir hefðu gagnrýnt það að reiða sig á einn mann? Eftirá að hyggja hefði verið gott að hafa hann á 300.000 pundum, heilan og skorandi á fullu, en það hefði aldrei verið neitt tryggt. Og hvað svo ef hann bítur nú einhvern í næsta leik með Barcelona? Erum við ekki að tala um a.m.k. 2ja ára bann þá?
Ég a.m.k. skil vel af hverju hann var seldur, þó svo ég hefði auðvitað helst viljað hafa hann áfram.
Ég vil Skrtel og Sturridge beint inn í liðið. Slóvakinn er okkar langbesti varnramaður og er ljósárum betri en Dejan Lovren sem var stálheppinn að fá ekki á sig víti gegn Newcastle. Þannig að þessi nagli á klárlega að byrja leikinn enda með eldrautt Liverpool hjarta.
Þá er Sturridge einnig betri framherji en Lambert, Borini og Balotelli – jafnvel á öðrum fætinum.
Það er vissulega rómantískt að kveðja Steven Gerrard á Wembley eftir bikarsigur. Þetta á hinsvegar ekki að snúast um hann. Ansi hræddur um að þetta klúðrist ef þessi bikar á að vinnas fyrir SG. Vil sjá hann byrja á bekknum og nýta svo tækifærið ef honum er skipt inná.
Klárum þennan leik 3-2 eftir að hafa lent tvívegis undir. YNWA!
Svona vil ég sjá liðið í þessum leik.
—————-Mignolet
E.Can—-Skrtel—-Lovren—-Moreno
——Hendo—Lucas—Gerrard
—————-Coutinho
———Sterling—–Studge
Talandi um Suarez, þá er þetta bara alltof, alltof gott:
[img]https://pbs.twimg.com/media/CCqaAZvUIAE7Dnh.jpg[/img]
Annars held ég að Brendan haldi sig við fjögurra manna varnarlínu á meðan Sakho er frá, Lovren og Moreno er báðir of sjeikí til að hægt sé að treysta á þá í þriggja manna vörn. Kannski helst möguleiki á Can – Skrtel – Moreno, ef stillt er upp með þrjá (eða jafnvel Can – Skrtel – Johnson), en á blaði virkar það ekki mjög traustvekjandi og Moreno nýtist betur ef hann fær færi á að taka meiri þátt í sóknum.
Ég get alveg séð röksemdina að Rodgers haldi áfram spilla 4-3-3 enn þá er það við höfum áttum vandræðum með Aston Villa undanfarin ár þegar við höfum spillað með 4-manna. varnarmiðju. Þetta skýrist eitthvað útaf taktík en Aston Villa hafa verið erfiðir.
Ég sé samt ekkert i fyrirstöðu að fara aftur i 3-4-2-1 kerfið sérstaklega þegar við fáum Skrtel til baka. Ég finnst Skrtel hafa blómstrað mest þegar Liverpool fór að spilla með þriggja mannna varnarlínu.
Byrjunarliðið mitt:
————————Mignolet——————–
Can—————–Skrtel————–Lovren
Johnson—–Hendo-Gerard——Moreno
Sterling—————Lallana
—————–Coutinho————–
p.s. Studge er hálf meiddur og Balo óútreiknalegur svo ég set bara Coutinho fremstan.
Allan daginn inná með Gerrard í þennan leik. hann átti að spila frá byrjun gegn Man Utd, bara heimskuleg þrjóska í Rodgers að sýna vald sitt. Gerrard snýr árunum tilbaka og andstæðingarnir óttast hann í þessum stórleikjum.
Dettum líklega aftur í 3 manna vörn til að loka á Benteke og fyrirgjafirnar á hann. Hef engar áhyggjur af þessum leik, hann mun vinnast.
Afsakið þráðránið en núna er þessi maður á lausu. Finnst Rodgers alltof mistækur og muni aldrei ná jafnvægi með þetta Liverpool lið. Það var eldmóður og mörk Suarez sem lyftu Liverpool uppí 2.sæti í fyrra. Rodgers er bara á pari í ár miðað við geta hans sem ungur óreyndur þjálfari. Virðist einnig stöðugt fara undantekningarlaust á taugum í stórleikjum. Rodgers nær líka engan veginn að laða heimsklassaleikmenn til Liverpool. (elítuleikmenn vita vart hver hann er) Það myndi Klupp hinsvegar gera. Það vantar einhvern grjótharðan og agaðan Þjóðverja til að koma skikki á þessa vörn okkar og þétta liðið til að við getum barist um titilinn. Nei þetta myndi ekki þýða 3-4 ár í nýja uppbyggingu. Klassa Striker, miðjumaður og miðvörður og alvöru þjálfari gæti farið með þetta efnilega Liverpool lið mjög hratt uppá við. http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2014/08/10/1407670501317_Image_galleryImage_arewgsferg_jpg.JPG
Skrtel kemur alltaf inn í liðið. Ég held að Gerrard fái að svara fyrir það að hann hafi verið á bekknum í síðasta leik sínum, undir honum komið hvernig hann svarar aðdáendum LFC.
Er Lallana ekki enn meiddur ? og Balo “veikur” ?
Ég held að þetta verði svona
Migno
Can Skrtel Lovren
Johnson Hendo Lucas Moreno
Coutinho
Sterling Sturridge
Nr. 15 AEG
Nei andskotinn nú hefur einhver stolið notendanafninu hans AEG okkar! Eftir öll árin af efasemdum um fyrirliðann.
Nei þetta er víst ennþá ég kæri Babú!
Gerrard er nefnilega ennþá maður stórleikjanna, öfugt við Rodgers og myndi spila þennan leik vel úthvíldur. Brendan er bara orðin einhver ofurþjóskur Bjartur í Sumarhúsum ef hann notar ekki aðalstórleikjavopnin sín í svona mikilvægum leikjum. Ég myndi vilja ekkert frekar í lífinu en að Gerrard yrði verðlaunaður fyrir ofurhollustu sína fyrir Liverpool og lyfti FA-bikarnum á Wembley í kveðjuleik sínum.
P.s. Þar sem ég er 99,9% öruggur að Liverpool fari í úrslitaleikinn á Wembley 30.maí gegn Arsenal dauðlangar mig í miða á þann leik. Skilst á heimasíðu Wembley að miðar verði seldir beint í gegnum félögin. Vitiði við hvern hjá Liverpool klúbbnum er best að tala við?
#18 Addi, ertu bara 99,9% öruggur? Það hlýtur að vera í fyrsta skiptið ????
Djöfull er ég þreyttur á þessu Suarez væli, get over it hann er farinn.
Það hefði engu máli skipt ef hann hefði fengið £300.000 á viku.
Hann vildi fara í öflugra lið og end of story
Skella aftur í 3-4-3. Það svínvirkar gegn “slakari” liðunum, og mun virka þarna. Skrtel og Can geta þá haft Lovren/kolo með sér. Þeir eru báðir verri en hinn, svo það skiptir litlu hvor.
Gerrard á svo að koma beint inn í liðið. Aldrei spurning.
Sælir
Skemmtileg grein og áhugaverðar pælingar. Mér finnst þetta skorta hjá okkar mönnum einfaldlega vegna þess að þetta er mjög ungt lið og hinn sterki leiðtogi liðsins Steven Gerrard er ennþá á Anfield. Það eru í raun margir innan liðsins sem gætu stigið upp. Held að að með árangri og sjálfstrausti muni þetta lið fá einstaklinga með þennan karisma. Í augnablikinu er Henderson maðurinn.