PSV 0 – Liverpool 3

Höddi Magg á Sýn kom glottandi inní stúdío eftir leikinn í kvöld og sagði við þá sem voru þar fyrir: *”Ef það er eitthvað lið að spila betur í Meistaradeildinni en Liverpool, þá bara bjalliði í mig.”*

_42762559_g416.jpg

Liverpool fóru í kvöld til Hollands og tóku þar hollensku meistarana í kennslustund í fótbolta. Þvílíka yfirburði man ég ekki eftir að hafa séð í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar lengi. PSV átti aldrei sjens og fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar var bara eitt lið á vellinum.

En allavegana, byrjum á byrjuninni. Rafa stillti þessu svona upp:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Aurelio

Gerrard – Alonso – Mascherano – Riise

Kuyt – Crouch

Semsagt, Aurelio í bakverðinum, Mascherano og Alonso á miðjunni líkt og gegn Arsenal og svo Kuyt og Crouch frammi.

Fyrstu mínúturnar þá var nokkuð jafnræði með liðunum en Liverpool þó sterkara liðið. Eftir korter átti Jamie Carragher góðan skalla eftir horn, sem að Gomes varði á ótrúlegan hátt. Stuttu síðar þá var Carra nálægt því að skora sjálfsmark og má í raun segja að það hafi verið besta færi PSV í leiknum.

Það var svo á 27 mínútu sem Liverpool komust yfir. Finnan gaf á Mascherano á miðjum vellinum, benti uppí hornið og fékk boltann frá Mascherano þar – gaf svo frábæra sendingu á **Steven Gerrard**, sem skallaði boltann örugglega í markið.

Fram að markinu höfðu PSV menn legið í vörn og ekki sett neina pressu á Liverpool. Það breyttist aðeins við markið og leikmenn PSV sóttu aðeins meira, en þó án mikils árangurs. Aðallega vegna þess að allar sendingar stoppuðu á miðjunni þar sem að Xabi Alonso og **Javier Mascherano** stjórnuðu **öllu!**

Í seinni hálfleik var þetta svo enn ójafnara, vörnin hjá PSV var í molum og bara spurning hversu fljótt Liverpool myndu bæta við marki. Það gerðist nánast strax því eftir mistök í vörninni hjá PSV fékk **John Arne Riise** boltann á lofti og þrumaði honum glæsilega uppí samskeytin. Algjörlega frábært mark.

Eftir þetta hélt einstefnan áfram og um korteri seinna skoraði **Peter Crouch** svo virkilega gott skallamark eftir frábæra stoðsendingu frá Steve Finnan. Það sem eftir lifði leiks virtust PSV menn algjörlega hafa gefið upp alla von og Liverpool menn kláruðu leikinn á hálfum hraða. Það eina, sem skemmdi fyrir var að Fabio Aurelio meiddist. Dirk Kuyt var meira að segja svo öruggur með sig að hann ákvað að ná sér í gult spjald, svo hann verður í banni í seinni leiknum, en hann var auðvitað farinn að hugsa strax til undanúrslitanna.

**Maður leiksins**: Það lék nánast allt Liverpool liðið ágætlega í kvöld. Það var samt alltaf einsog liðið ætti **fullt** inni. Í vörninni var það Steve Finnan sem stóð uppúr með sínar tvær stoðsendingar, en Reina, Carra og Agger höfðu nákvæmlega EKKERT að gera. Ástæðan fyrir því hversu lítið þeir höfðu að gera var að Liverpool rústaði hreinlega miðjubaráttunni. Frammi skoraði Crouch gott mark, og kantmennirnir báðir skoruðu fyrir okkur í kvöld, þrátt fyrir að Riise hafi nú ekki gert mikið meira en það af viti.

En maður leiksins er að mínu mati **Javier Mascherano**. Hann hefur verið að vaxa með hverjum Liverpool leiknum og í kvöld var ekki erfitt að skilja af hverju Rafa vildi fá þennan strák til liðsins. Hann vann boltann ótal sinnum af PSV mönnum og skilaði honum (ég leyfi mér að fullyrða alltaf) til samherja. Hann var kannski ekki mest áberandi leikmaðurinn á vellinum, en hann vann sitt hlutverk fullkomlega. Hann og Xabi Alonso hafa verið frábærir í síðustu leikjum.

En semsagt, 3-0 sigur á útivelli og seinni leikurinn hlýtur því að vera nánast formsatriði. Liverpool tapar einfaldlega ekki niður 3-0 forystu á Anfield. Við getum því verið ansi bjartsýn á að við fáum að sjá Liverpool spila gegn annaðhvort Chelsea eða Valencia í **undanúrslitum Meistaradeildarinnar**.

Frábært mál. 🙂

39 Comments

  1. Snilld. Annar leikurinn í röð sem Momo spilar ekki og Liverpool samtals með 7 mörk, tilviljun 🙂

  2. Góður og öruggur sigur. Finnan maður leiksins, hann verður bara betri og betri drengurinn

  3. Góður og öruggur sigur. Finnan maður leiksins, hann verður bara betri og betri drengurinn, og að lokum er ég sammála þessu með Mómó liðið er allt annað sóknarlega þegar hann er ekki með

  4. Það verður ekki mikið betra! Í punktaformi:

    1. Þetta var, ótrúlegt en satt, enginn stórleikur. Maður hafði allan tímann á tilfinningunni að liðið væri aðeins að gera það sem nægir og ekkert meira en það. Það er vægast sagt góð tilfinning að horfa á liðið vinna 0-3 á útivelli og finnast það samt eiga mikið inni. 🙂

    2. Mikið ógeðslega var Riise lélegur í þessum leik. Mikið ógeðslega var þetta mark hans flott. Þetta, dömur mínar og herrar, er það sem gerir hann að fastamanni í liðinu … jafnvel þegar hann er slæmur er hann líklegur.

    3. Greyið Aurelio. Var hann að slíta hásin í þriðja sinn á ferlinum? Það var vægast sagt pínlegt að horfa á hann borin útaf. Gaupi sagði að hann væri sárþjáður en það sást að hann hágrét bara, enda gífurleg vonbrigði ef hann var að slíta þau í þriðja sinn. Ná menn sér eftir svona mikið áfall?

    4. He’s big, he’s red, his feet stick out the bed … he’s Peter Crouch, Peter Crouch! :biggrin:

    5. Menn leiksins fyrir mér: Mascherano og Finnan. Massa og Alonso voru í meistaraklassa saman á miðjunni og sá argentínski var betri af tveimur góðum, á meðan Finnan var eins og ofurmenni á hægri vængnum, kálaði sóknum PSV þeim megin og lagði upp tvö mörk. Húrra fyrir því.

    Þetta er vægast sagt góð staða til að vera í. Ég hlakka til að horfa á seinni leikinn, spái því að Fowler fái að spila hann.

  5. Kristján. Viltu ekki segja núna að gagnrýni mín á Momo hafi verið ósanngjörn :biggrin:

  6. Páló, gleymdu þessu bara. Það að Mascherano spili vel þýðir ekki að Momo verði lélegri fyrir vikið. Þetta eru tveir alls óskyldir hlutir. Í stað þess að ráðast á Momo vegna velgengni Massa ættum við að gleðjast yfir því að eiga núna fjóra langbestu miðjumenn Englands í okkar röðum. 😉

  7. Við skulum bara vera sammála um að vera ósammála um ágæti Momo 🙂

  8. >Kristján. Viltu ekki segja núna að gagnrýni mín á Momo hafi verið ósanngjörn 🙂

    Allir, viljið ekki viðurkenna að gagnrýni ykkar á Peter Crouch var glórulaus?

    Vilja ekki líka þeir sem lýstu frati á kaupin í janúar glugganum skoða þau orð sín?

    Eða eigum við ekki kannski frekar að njóta þess að Liverpool hafi unnið 3-0 í stað þess að vera með einhverja “I told you so” stæla?

    🙂

  9. Ég vitna í The Office: Let´s agree that you agree with me 🙂 Momo er mjög góður, mögulega sá besti, í ákveðnum aðstæðum og ákveðnum leikjum, t.d. á móti Barcelona. Mascherano er verulega góður kostur í öðrum leikjum. Persónulega gæti ég ekki verið sælli með að hafa báða þessa menn í liðinu okkar. Ég vil hvorugan missa, og í raun engan úr þessari mögnuðu miðju okkar. Momo er einhver allra vinsælasti leikmaður liðsins hér í Liverpool, og með svipaðri frammistöðu og í kvöld verður Mascherano það vonandi líka.
    Eitt er samt að plaga mig: Á maður að vonast eftir úrslitaleik við Man U eður ei? Auðvitað skiptir mestu að vinna dolluna en ekki hverja við vinnum í úrslitaleiknum, en svona lít ég á þetta: við unnum fyrir 2 árum og ég veit bara að þann sigur verður aldrei hægt að toppa NEMA! að við skyldum vinna Man U í úrslitaleiknum. Spurningin er því hvort maður eigi að vonast eftir að spila við Man U sem eru, let´s face it, andskoti hættulegir og tap yrðu gríðarleg, gríðarleg vonbrigði – eða – að vonast eftir öðru liði sem maður er kannski ekki alveg jafn hræddur við en sigur á móti yrði ekki jafn GRÍÐARLEGA sætur?

    Þetta er reyndar fullkomlega ótímabær umræða, og afsakið þessa langloku, en ég er búinn að fá mér nokkra bjóra og er afskaplega hamingjusamur. :laugh:

  10. Sælir drengir,

    flottur leikur hjá Liverpool í kvöld. Er reyndar ekki Lpool-maður, hrifnari af liðinu sem er 45 mínútum austar.

    Ég hef aðeins eitt við þennan málflutning að athuga. Er það virkilega mat manna að Liverpool eigi fjóra bestu miðjumenn Englands?

    Mér svelgdist amk á kaffinu þegar ég las þetta.

  11. Menn eiga að brosa:)

    samt finnst mér ótrúlegt að hlusta á lýsinguna á sýn áðan…..Liverpool var ekki að vinna 3-0 út af því hversu góðir þeir voru heldur af því PSV voru svo lélegir..
    Alveg óþolandi.

    p.s. ef Momo nær að bæta sendingagetuna sýna verður hann heimsklassa leikmaður.Í dag er hann bara í heimsklassa varnalega séð.
    Ég hef furðað mig á því í allan vetur að Peter Crouch skuli ekki vera alltaf(eða oftast)í byrjunarliðinu.Eins og Jamie Reddknapp benti á.Maðurinn er búin að vera í byrjunarliðinu í 16 leikjum í deildinni og er búin að skora 9 mörk!!!!!!!!!Vinnur vel fyrir liðið og hleypur oftast meira heldur en Gerrard t.d. í leikjum.

  12. Frábær frammistaða og alveg á hreinu að Rafa er algjörlega með þetta í meistaradeildinni.

    Liðið spilar með þvílíkri yfirvegun að það er næstum ólýsanlegt. Og að vinna PSV svona sannfærandi á útivelli er ótrúlegt!

    Mascherano er greinilega góður knattspyrnumaður og ljóst er að Rafa var ekki að taka mikla áhættu þegar hann fékk Javier til liðsins. Hann vissi NÁKVÆMLEGA hvað hann var að fá en West Ham hafði greinilega ekki HUGMYND hvað þeir voru með.

    Heimaleikurinn er formsatriði EN samt mikilvægt að við vinnum þann leik og sínum að við getum klárað þannig leik þótt við séum að spila nánast “pressulausir”. Nýta allt liðið og mæta fullir sjálfstraust í undanúrslitin.

    Þá er það Reading á föstudaginn. Bring on Ívar og Brilla.

  13. Og ekki orð um Aurelio greyið í skýrslunni?

    Liverpool defender-midfielder Fabio Aurelio has ruptured his Achilles tendon, it emerged after the 3-0 Champions League win over PSV.

    Aurelio pulled up in agony after catching his studs in the turf and was stretchered off in agony after 73 minutes.

    His right Achilles seemed to be the problem and it was confirmed after the match that he will miss the rest of the season – and a significant past of the next campaign – with the injury.

    The left-sided Brazil player, 27, had recently begun to impress for the Reds and provided two assists in the 4-1 thrashing of Arsenal the previous weekend. Aurelio was signed from Valencia in the summer and missed a large part of the 2003/4 season with a broken leg.

  14. stefano, án þess að vera að gera lítið úr leik Liverpool, sem vissulega spiluðu stórkostlega og(mér til mikillar gremju) á löngum köflum stórskemmtilega í kvöld, þá voru PSV samt alveg að skíta í heyið í þessum leik. Big time. En þótt þeir hefðu spilað vel þá efast ég reyndar stórlega um að þeir hefðu unnið, hugsanlega nuddað inn einu marki eða svo en Liverpool átti of góðan dag til að vera nokkurn tíman ógnað.

    Svo kannski full stór orð með að vera með þá langbestu í ykkar röðum en ok, þið eruð í sigurvímu.

    með Man.Utd kveðju og von um úrslitaleik sem gæti orðið stærsti knattspyrnuleikur í áratugi

  15. Doddi, tja..kannski ekki alveg. En allaveganna best mönnuðu miðju í heiminum. Bara það að það skuli vera debat hvort Mascherano, Gerrard, Alonso og Sissoko skuli vera þeir 4 bestu miðjumenn ensku deildarinnar eða hvort það séu kannski tveir, þrír sem nái að skjóta sér þarna á milli segir ansi mikið.

  16. Gunnar, þú hefur ekki lesið skýrsluna nógu vel. 🙂

    En verulega slæmt að heyra með Aurelio. Hann er með ólíkindum óheppinn, þar sem hann var loksins byrjaður að spila vel.

    Við eigum kannski ekki fjóra langbestu miðjumennina á Englandi, en við eigum svo sannarlega bestu miðjuna á Englandi. 🙂

    Þetta með Man U í úrslitum er svipað og með Chelsea í undanúrslitum. Er maður til í áhættuna? Það verður alveg þolanlegt að tapa fyrir Valencia og sigurinn væri sætur, en vonbrigðin/gleðin margfaldast einfaldlega tífalt þegar að Chelsea er annars vegar. og hún margfaldast enn frekar þegar að Man U á í hlut.

  17. Ég er í skýjunum, hreint út sagt. Það er alltaf dodgy að vera að spila á móti svokölluðum “underdogs” og mér fannst frábært þegar þeir á Sýn (utan Hödda) ÞURFTU að reyna að hrósa liðinu. Þeir reyndu hvað þeir gátu að spila þetta niður, en það var varla hægt.

    Palli, í andskotans helvítis djöfulsins bænum reyndu nú að draga einhverja jákvæða punkta fram ef þú þarft að frussa á lyklaborðið. Ef það er eitthvað persónulegt á milli þín og Momo, haltu því þá þannig og það fyrir þig. Í kvöld erum við stoltir af liðinu okkar og erum að hylla Javier nokkurn. Hvernig í ósköpunum þú nærð því að koma fram eftir afar jákvæðar frammistöður með liðinu og nýta það tækifæri til að drulla yfir Momo er ofar mínum skilningi. Gerðu það frekar þegar hann á slæman dag. Ekki hef ég allavega séð þig hrósa honum þegar hann hefur svo sannarlega átt það skilið. Skil ekki svona lagað.

    Allavega, það nær mér ekkert úr sigurvímunni núna, og fyrir mér stimplaði Finnan sig endanlega inn hjá mér sem einn besti hægri bakvörður sem við höfum átt í seinni tíð. Og talandi um miðju. Það er alltaf hægt að segja að einn einstaklingur sé betri en annar, fer bara eftir hver segir frá. Eeeeeen, getur einhver sagt mér frá betra úrvali miðjumanna í dag en Liverpool hefur á að skipa? Momo, Stevie, Xabi og Javier! Come on. Hvernig í ósköpunum fengum við að snappa þeim síðast nefnda upp án truflunar? 22 ára og engin samkeppni? Frábært, maðurinn er algjör klassi.

  18. Sammála um að Mommo er ágætur, en Massi hefur meira til brunns að bera. Hann getur sent boltan og skapað meira.

    Annars frábær leikur og frábært veganesti inní páskana. Liðið er greinilega að toppa núna, rotation systemið loksins farið að skila sér. Hef trú á að við náum 3. sætinu og úrslitum í meistaradeildinni.

  19. Frábær sigur og síst of stór. Massi er að heilla mig meira og meira, og ég tek undir það, að við hljótum að vera með bestu miðjuna í ensku deildinni í dag. Mér finnst hún alla vega ansi óárennileg. Bara svo fólk sé ekki að halda að um tvíklofa sé að ræða, þá er Doddi fyrr i færslunni ekki ég! Ég er sannur og eitilharður Liverpool aðdáandi, því það er ekkert lið í heiminum sem ég held meira með…! 🙂

    Áfram Liverpool!
    (og Kuyt viljandi að ná sér í spjald…. he he he!)

  20. Til Hamingju púllarar, ég sá ekki leikinn en sé að þetta hefur verið stórgóð tilfinning. Ég er bara með óttarleg fiðrildi í maga og kökk í hálsi yfir því að Aurelio hafi meiðst svona mikið. Mér hefur fundist hann vera að stimpla sig alvarlega inn í bakvarðarstöðuna undanfarið og bæta sig töluvert varnarlega séð. Hann á að vera frá langt fram á næsta tímabil og því finnst mér staðan vera orðinn ansi þunnskipuð á ný. Agger, Riise og Arbeola geta leyst stöðuna en væntingaprósenta mín á að þeir vaxi í hana eins og Aurelio er lítil. Reyndar er von (eða er hann kominn) á manni sem ég man ekki nafnið á sem spilar þessa stöðu og vonandi höfum við þar spennandi kost sem hefur núna möguleika á að takast á við þá 3 fyrrnefndu um að verða sá sem fyllir í skarðið. Hvað finnst ykkur?

  21. Já síðan var athyglisverð tölfræði sem kom fram hjá þeim dönsku sjónvarpvertarnir (Peter, Preben og Brian) hver meðalaldur allra liðanna í 8-liða úrslitum (miðað við byrjunarliðin í síðasta leik).

    Þar var Milan elst allra liða með ca. 30 ára meðalaldur, Man U var þarna með um 28 ára meðalaldur og Chelsea var þarna með 27 ára meðalaldur… og Liverpool með 25 ára meðalaldur! Athyglisvert!

  22. Það væri svo frábært ef Valencia myndi vinna Chelsea og við myndum svo leggja Valencia. ManUtd myndi vinna Roma en tapa svo fyrir Ac eða Bayern og við myndum svo vinna Ac eða Bayern í úrslitaleiknum. Þá værum við búnir að vinna liðin sem slógu út Arsenal, Chelsea og ManUtd… Þá erum við náttúrulega bestir í Evrópu og besta enska liðið í Evrópu líka

  23. Frábær leikur þó að PSV hafi svo sem ekki sýnt mikla tilburði í þá átt að vinna hann. Gamla klisjan segir þó að enginn spili betur en andstæðingurinn leyfi og Liverpool hreinlega dómineraði þennan leik frá A til Ö og gáfu PSV engan frið til að gera eitt né neitt. Mascherano er stórkostlegur leikmaður og gjörsamlega óskiljanlegt að west ham skuli ekki hafa geta notað hann. Ég kaupi ekki þessa kenningu með að þeir hafi ekki viljað nota hann vegna einhverrar pay per game klausu því ekki hafa þeir nú beint virst gjaldþrota eftir að Eggert og félagar tóku við. Ég skelli skuldinni alfarið á dómgreindarleysi Pardew og Curbishley. Peter Crouch hefði svo mátt nefbrotna mikið mikið fyrr, það er eins og nefið hafi bara verið fyrir honum því í síðustu tveim leikjum er hann búinn að eiga 2 frábæra skalla sem er mikil tilbreyting frá því sem áður var þegar hann virtist einhvern veginn alltaf bara fá boltann í hausinn og tilviljun ráðið stefnu hans í staðinn fyrir að skalla hann með þeim krafti og þeirri nákvæmni sem síðustu tvö skallamörk hafa svo sannarlega sýnt að hann geti.

    Og hvaða endemis vitleysa er þetta hjá Páló að nota tvo frábæra leiki í röð til að dissa momo? Ekkert verið að hrósa liðinu fyrir fína leiki eða hrósa þeim leikmönnum sem spila vel heldur bara bent á fjarveru momo. Hann spyr “hvar eru momo aðdáendur núna” og ég spyr á móti, hvar varst þú eftir barcelona leikina. Ég fullyrði það að án Sissoko hefðum við ekkert verið að spila þennan leik við PSV í gær. Mascherano er vissulega betri fram á við og betri alhliða leikmaður en momo (að mínu mati) en momo er einfaldlega í sérflokki hvað varðar að trufla miðjuspil ansdstæðinganna og í leikjum þar sem við virkilega þurfum á því að halda er hann ómetanlegur.

    Og Aggi, smá smáatriði varðandi aldurinn á liðunum að þá sýndi aldurstölfræði þeirra kumpána á TV3 bæði ár og daga og Liverpool liðið var með meðalaldur upp á 25 ár og 355 daga sem í mínum bókum telst nú svona næstum því 26 ár 😉 Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Liverpool er með yngsta liðið í 8 liða úrslitum keppninnar og er það bara jákvætt upp á næstu ár að gera.

  24. Já, Haukur, Ronald Koeman er þá líka aumingi samkv. þínum orðum því hann sagði að þetta væri búið spil eftir leikinn í gærkvöldi.

    Fáránlegt komment hjá þér Haukur.

  25. Ég elska Momo. Það að hann sé ekki sá besti með boltann breytir því ekki að hann er sá besti í að ná í hann.

    Massi átti stórleik í gær en það er ekki þar með sagt að hann leysi Momo af hólmi. Ég vil halda þeim báðum , við viljum ekki lenda aftur í svona Hamann dæmi (þegar hann var ekki með var liðið varnarlega bæklað).

    Eins og Meistarinn er að spila – rótera osfrv. Þá er alveg öruggt að hann á eftir að nota þá til skiptis – eftir því hvað hann telur henta hverju sinni.

  26. Dásamlegur sigur í gær, miðjan sannarlega í góðum málum og að mínu mati finnst mér að það ætti að leggja meiri áherslu á að redda Vinstri kantmanni þar sem Stevie G og Pennant munu sjá um hægri kantinn næstu árin, er alveg sáttur við að hafa Stevie á kantinum meðan við höfum Mascherano, Alonso og Momo.

    Hrikalegt með Aurelio, loksins kominn í gang og mun núna missa af bróðurpartinum af næsta tímabili. Mér finnst hann frábær leikmaður en hann er með svolítið Kewell heilkenni. Ánægður með innkomu Gonzales í gær, graður á markið og beittur, meira svona frá honum!

  27. Engin samkeppni um Javier Mascherano SSteinn?

    Juve vildi hann og voru komnir ansi nálægt honum en Liverpool/Benitez “stal” honum af þeim.

  28. Þetta er farið að vera of spooky … að sjá Dodda skrifa færslu 🙂 En linkurinn er annars eitthvað sem mér finnst vera búið að ræða, þ.e. innihald greinarinnar. Við höfum alltaf miklar væntingar og það er gott. Með nýjum eigendum er komið tækifæri til að sanna þá kenningu að við þurfum 1-2 súperplayers til að gera tilkall í titilbaráttuna … – sem ég án efa í dag hef trú að við gerum næsta tímabil!

    Áfram Liverpool! (hinn Doddi linkar á joninuben…)

  29. Glæsilegur sigur og ekkert nema gott um hann að segja, þó að spekúlantarnir á Sýn í gær vildu meina að 3-0 sigurinn væri til kominn vegna þess að PSV væri svo lélegt lið.

    Enn og aftur er Momo-umræðan komin í gang, orðið frekar þreytt umræða og orðinn hálfgerður sandkassaleikur. Samt er ég dottinn ofan í sankassann núna og farinn að taka þátt í umræðunni einu sinni enn :confused:
    Menn tala alltaf um Momo sem svo góðann stoppara og svo yndislegann varnarmiðjumann. Ég er hjartanlega sammála. Ég gef honum 9 í einkunn fyrir þessa hluti.

    EN, ER ÉG SÁ EINI SEM VILL SJÁ HANN SPILA SEM AFTURLIGGJANDI MIÐJUMANN?? ALLAVEGA 2-3 LEIKI.

    Ég hef trú á því að hann sé góður í þeirri stöðu þar sem kostir hans nýtast mun betur og ókostir hans eru ekki jafn afdrifaríkir á þessum stað á vellinum.

    Rafa notar hann alltaf sem framliggjandi miðjumann. Mitt mat er að framliggjandi miðjumaður á hafa sömu kosti og hlutverk og Lampard hefur hjá Chelski, Gerrard hafði/hefur hjá Liverpool og Ballack hafði hjá Bayern M. Semsagt menn sem eru hættulegir fram á við, og ekki er verra að þeir verjist vel eins og mér þykir Gerrard oftast gera þegar hann spilar á miðjunni.

    Momo fær hjá mér 1 í einkunn fyrir sóknartilburði sína.

    Semsagt 9 fyrir varnartilburði og 1 fyrir sóknartilburði sem gerir 5 í meðaleinkunn (af 10 mögulegum) = meðalmaður sem framliggjandi miðjumaður.

    Ég vill sjá góða stoppara/tæklara og baráttuhunda eins og Momo sem afturliggjandi miðjumenn og mér finnst ekki annað boðlegt fyrir lið eins og Liverpool en að hafa framliggjandi miðjumann sem getur ógnað marki andstæðinganna með skotum og stoðsendingum.

    Svo eru til menn (eins og sumir sem skrifa hérna á síðunni) sem vilja láta Liverpool spila varnarsinnað með tvo varnarsinnaða miðjumenn inni á vellinum.

    kær kveðja og til hamingju með 2 síðustu glæsilegu sigra.

  30. Þessi Momo umræða er bara heimskuleg. Það að Barcelona er að spá í að kaupa strákinn ætti að segja Páló allt um gæði hans. Auk þess er hann aðeins 22 ára svo hann á bara eftir að bæta sig sem fótboltamaður.

    Mascherano er allt öðruvísi týpa. Á meðan Momo er nánast fullkominn í að vinna bolta og pirra andstæðinginn með djöfulgangi og lappalengd sinni er Argentínumaðurinn með fullkomnar staðsetningar, ótrúlega yfirvegun og dreifir spilinu vel. Ég er ekki frá því að í honum sé Liverpool fyrst komið með afburðaleikmann sem getur fyllt uppí holurnar sem Gerrard myndar þegar hann hleypur útúr sinni stöðu og tekur þátt í sókninni.
    Benitez hefur verið gjarn á að setja Gerrard útá hægri kant útaf þessu, hann þarf sitt frelsi frá miðjuskyldunum til að spila vel vegna skorts á stöðuskilningi. Eins og sást í gær er hann alltaf líklegur til að skora þegar hann kemur á ferðinni inní teig. Sjálfur er ég á því að Liverpool verður líklega aldrei Englandsmeistari með Gerrard sem fyrirliða á miðjunni í 4-4-2 leikkerfi.

    Annars var leikurinn í gær sigur liðsheildarinnar. Stórfínn reitabolta á köflum í bland við langar sendingar sem skiluðu sér upp kantana. Reyndar finnst mér Kuyt farinn að detta of mikið aftur í undanförnum leikjum, vonandi að Morientes-syndromið(reyna að sanna sig fyrir aðdáendum með því að vinna vel aftur en vera aldrei inní teig) sé ekki að hrjá hann. Finnan var algjörlega frábær og maður leiksins að mínu mati ásamt Mascherano.
    Það er síðan auðvitað þvæla að Lverpool hefi eingöngu unnið svona stórt vegna þess hve meiðslum hrjáð lið PSV var. PSV eru alltaf sterkir á heimavelli og litu ágætlega út fyrstu 20 mín en Liverpool hafði styrk til að núlla þá út þann tíma.
    Það er einmitt þetta sem gerir Liverpool svona gott í CL, við höfum varnar og miðjustyrk til að verjast því þegar lið setja allt á fullt og ætla skora gegn okkur. Síðan þegar þau missa kraft og einbeitingu finnum við það á okkur og setjum allt á fullt. Liverpool er þökk sé Benitez lið sem spilar fótbolta með heilanum. Slíkt er eitthvað sem “fótboltaspekúlantarnir” á Sýn munu líklega seint fatta.

  31. Svenni: Varðandi daganna þá er það rétt hjá þér. En klárlega breytir því ekki að við erum með lið á besta aldri og gæti þess vegna spilað á þessu liði næstu 5 árin.

    Framtíðin er björt!

  32. Í guðanna bænum ekki byrja á því að kalla Mascherano, massa 🙂

Liðið gegn PSV komið!

Okkar maður, Tomkins