Samanburður

Burt séð frá allri umræðu um heildar launapakka eða kaupverð núverandi leikmanna hjá liðunum í efstu fimm sætum Úrvalsdeildarinnar þá langar mig aðeins leggja huglægt mat á hvar hópurinn okkar stendur í dag gagnvart liðunum fjórum sem eru fyrir ofan Liverpool í töflunni. Auðvitað er ekki til neitt sem heitir byrjunarlið hjá þessum liðum enda öll með á þriðja tug leikmanna í hóp, en ég set þetta upp nokkurnvegin eins og stjórar þessara liða hafa verið að spila í vetur í bland við það sem mér finnst henta best í hverja stöðu. Þetta er bara til gamans gert og til að opna á umræðu, geng út frá því að menn hafi um þetta mjög mismunandi skoðanir. Liði Liverpool stilli ég upp á svipaðan hátt og liðin sem við erum að bera þá saman við hafa verið að gera, enda veit enginn hvaða leikkerfi Liverpool spilar.

Liverpool – Arsenal
LFC og AFC
Bekkur LFC: Jones, Lovren, Can, Markovic, Gerrard, Ibe, Balotelli
Bekkur AFC: Szcz?sny, Gabriel, Debuchy, Arteta, Wilshere, Chamberlain, Welbeck

Arsenal hafa verið að vinna með fjögurra manna vörn og varnartengilið undanfarið og því set ég þetta upp sem ca. 4-2-3-1. Það var leiðinlega mikið léttara að velja á bekkinn hjá Liverpool. Liðið hef ég litað því hvernig Rodgers hefur verið að nota hópinn og vantar því t.a.m. Can (og Flanagan) í liðið sem væru líklega alltaf í mínu liði.

Miðað við þessi lið finnst mér markmannsstaðan líklega á pari hjá þessum liðum en báðir hafa stigið vel upp á þessu ári. Þessi lið hafa fengið álíka mikið á sig af mörkum og finnst mér miðverðir liðanna vel sambærilegir. Sakho var í sumar fyrir framan Koscielny í landsliði Frakka á meðan Mertesacker og Skrtel eru nokkuð sambærilegir, hafa sína galla og gera mistök en meiðast sjaldan og er hægt að treysta. Frakkarnir í báðum liðum hafa verið mikið frá og kostar það bæði lið mjög mikið. Til vara á Liverpool Lovren og þeir Gabriel, dæmum á næsta ári hvor er betri.

Munurinn á liðunum er hinsvegar mikill þegar kemur að bakvörðum, Bellerin er þriðji kostur hjá Arsenal á eftir Debuchy og Chambers en samt betri en Johnson og raunar allt sem Liverpool hefur að bjóða, veikasta staða Liverpool. Gibbs er eins mun reyndari og meira solid vinstra megin en Moreno sem er nær landa sínum Monreal sem er þó töluvert betra cover en annar landi þeirra, Jose Enrique. Moreno springur vonandi út næsta tímabil.

Aftast á miðjunni hafa bæði lið verið í miklum vandræðum, varnarleikur Liverpool fór loksins að batna þegar Lucas var settur í sína stöðu í kringum áramótin rétt eins og gerðist hjá Arsenal eftir að Coquelin var kallaður úr láni. Væru líklega á pari hefði Lucas ekki meiðst en Coquelin hefur vinninginn núna. Hefði Rodgers ekki dottið niður á 3-4-3 værum við mögulega að bera saman Coquelin og Can, Lucas og Flamini og Gerrard og Arteta.

Líklega eru ekki allir ekki sammála um miðjumennina sem ég stilli upp en fyrir mér er heill Ramsey einn mikilvægasti leikmaður Arsenal rétt eins og Henderson er hjá okkur. Ramsey sýndi í fyrra hvað hann getur orðið reyndar líkt og Henderson, ekki alveg sambærilegir leikmenn en álíka mikilvægir sínum liðum. Wilshere, Chamberlain og Rosický veita hinsvegar betra aðhald en Allen (og Can) hafa gert í vetur.

Fyrir aftan sóknarmanninn eiga bæði lið marga fjölhæfa leikmenn sem geta spilað allar stöðurnar. Lallana hefur spilað meirihluta leikja Liverpool í vetur þegar hann er heill og því hef ég hann í liðinu fram yfir t.d. Markovic og Ibe, enginn af þeim hefur verið nærri því jafn góður og Cazorla í vetur og eiga þeir Walcott til vara þegar hann er heill.

Lið Liverpool myndi ég byggja upp í kringum Coutinho í þessari stöðu. Hann er tilnefndur sem maður tímabilsins í deildinni þrátt fyrir að vera í þessu hikstandi Liverpool liði. Verst er að ég myndi líka byggja lið Arsenal upp í kringum Özil, mann sem þeir keyptu sem tilbúin gæði á 40m, leikmann sem var í byrjunarliði Þjóðverja í úrlsitaleik sem vann HM. Özil hefur reyndar bara spilað helming leikjanna í vetur og báðir geta þessir menn spilað enn betur.

Alezis Sanchez er síðan líklega helsta ástæða þess að Arsenal er í öðru sæti í vetur og Liverpool í því fimmta, ekki öfugt. Hann hefur verið þeim svona mikilvægur á meðan Liverpool fór í Balotelli úr því kaupin á honum klikkuðu. Raheem Sterling hefur staðið sig vel í vetur og bætt sig mikið sem leikmaður þó það sé ekki eins mikið og hann haldi sjálfur. Verði hann einhverntíma í sama klassa og Sanchez og ennþá hjá Liverpool verða allir sáttir.

Giroud er ekki hægt að hafa ekki í byrjunarliði Arsenal, líklega væri réttar að hafa Balotelli þarna frekar en Sturridge m.v. þetta tímabil en hvor sem það yrði hefur sóknarlína Arsenal verið mikið betri en sóknarlína Liverpool. Mögulega myndi Balotelli henta betur inn í leikstíl Arsenal á meðan Welbeck myndi líklega blómstra meira hjá Liverpool en eins og staðan er núna gerði Arsenal mun betri díl í sumar en Liverpool er þessir kappar voru keyptir.

Samantekt: Arsenal er ekkert að fara selja af sínum bestu mönnum í sumar og halda líklega áfram að styrkja sig. Þeim verður mjög erfitt að ná þeim held ég og spái að þeir verði ennþá nær titilbaráttu á næsta tímabili. Síðasta sumar gat ekki farið neitt verr í samkeppni við Arsenal enda keyptu þeir arftaka Suarez fyrir framan nefið á okkur og við sjáum hvað það hefur kostað. Suarez var einmitt helsti munurinn á þessum liðum á síðasta tímabili.

Þetta er auðvitað ekki eina ástæðan en líklega er þetta nokkurnvegin svona einfalt. Til að eiga séns á að ná þeim verður Liverpool að kaupa sóknarleikmann í þessum gæðaflokki.


Liverpool – Man Utd
LFC - MUFC
Bekkur LFC: Jones, Lovren, Markovic, Allen, Gerrard, Lallana, Balotelli
Bekkur MUFC: Valdes, Rojo, Shaw, Blind, Fellaini, Falcao, RVP

Bæði lið hafa verið að vinna með 3-4-3 kerfi í vetur við mismikla hrifningu stuðningsmanna liðanna. Aftur var full mikið auðveldara að velja á bekkinn hjá Liverpool en United, þeirra bekkur er ógnarsterkur.

Markmannsstaðan hefur verið helsti munurinn á þessum liðum í vetur, De Gea hefur unnið ótal mörg stig fyrir United í vetur í leikjum sem þeir áttu ekkert skilið úr. Mignolet hefur komið verulega til líka og raunar oftar haldið búrinu hreinu en heilt yfir mótið er þarna stóri munurinn á liðunum í vetur.

Vörnin hefur verið vesen hjá báðum þó þeim hjá United var ekki nærri jafn oft refsað þökk sé De Gea og reyndar mun betri varnartengiliðum lengst af tímabili. Á pappír finnst mér vörn Liverpool mun betri en vörn United m.v. þessi byrjunarlið og raunar hefur þessi varnarlína skrúfað fyrir mesta lekann en á þessu tímabili hafa varnirnar verið svipað ósannfærandi og báðar í afar miklum meiðslum. Sakho finnst mér mikið betri en Evans, Skrtel er engu síðri en Jones og þó Smalling sé betri miðvörður en Can myndi ég ekki skipta á þeim tveimur. Rojo og Lovren eru svo klárir á bekknum og hafa báðir valdið vonbrigðum. Hér geta bæði lið bætt sig mikið á næsta tímabili.

Vængbakverðir United hafa verið mjög góðir undanfarið og báðir fengið endurnýjun lífdaga á meðan ungir leikmenn í sömu hlutverkum hjá Liverpool hafa dalað eftir því sem lengra líður á tímabilið. Líkt og í mörgu hjá United þá eiga þeir svo þrefallt dýrari mann (Shaw) upp á að hlaupa í vinstri bakverði heldur en Liverpool er að nota (Moreno).

Carrick er hjartað í liði United þegar hann er heill og þeim álíka mikilvægur aftast á miðjunni og Gerrard var hjá Liverpool eftir áramót á síðasta tímabili. Carrick hefur verið mikið öflugri en Lucas á þessu ári þó Lucas hafi staðið sig vel. Blind hefur einnig komið vel til og er klárlega gæðaleikmaður, hann hefur spilað betur aftast á miðjunni en Gerrard í vetur.

Á miðri miðjunni er Herrera loksins farinn að sýna þau gæði sem hann býr yfir þó erfitt sé að bera hann saman við Henderson enda ólíkir leikmenn. Væri nær að bera saman Herrera og Allen og þar vinnur Spánn sannfærandi.

Byrjunarlið United er líklega rangt hjá mér því þarna vantar Fellaini en persónulega væru Mata og Di María alltaf frekar inni. Þar er United með tilbúin gæði sem kostuðu samtals tæplega 110m og annað eins í laun á móti efnivið hjá Liverpool sem kostaði samtals 13m og bara brot í laun. United hefur verið að finna taktinn undanfarið og þessi gæði sem þeir keyptu loksins að skína í gegn, það hefur alls ekkert verið þannig allt þetta tímabil. United með mun sterkari mannskap á pappír í þessari stöðu en hér eru á móti efnilegustu leikmenn Liverpool líka.

Hver hefði trúað að maður gæti stillt um raunhæfu byrjunarliði United án Falcao og RVP fyrir þetta tímabil? Sturridge getur verið í sama klassa og Rooney þegar hann er í toppstandi en hefur verið ákaflega langt frá því á þessu tímabili. Samt er Rooney bara með 12 deildarmörk í vetur.

Samantekt: Síðasta tímabil var auðvitað smá gálgafestur á United og raunar hafa þeir gefið hellings færi á sér í vetur sem Liverpool hefur ekki náð að nýta. Það verður fróðlegt að sjá hvað þeir gera í sumar og eins hvort LVG sé búinn að finna taktinn endanlega með þetta lið. Geta unnið deildina og eiga að blanda sér í þá baráttu en LVG getur alveg eins sprungið á næsta tímabili og þeir hikstað líkt og þeir hafa gert í vetur. Hópnum verður klárlega breytt eitthvað og mögulega mun aukið leikjaálag með Evrópukeppni hafa einhver áhrif.


Liverpool – MCFC
LFC - MCFC
Bekkur LFC: Jones, Lovren, Can, Markovic, Gerrard, Ibe, Balotelli
Bekkur MCFC: Caballero, Sagna, Mangala, Fernando, Milner, Bony, Dzeko.

Man City styrkti hópinn fyrir þetta tímabil en hefur þrátt fyrir það dalað í deildinni rétt eins og þeir áttu að gera í fyrra. Hef þetta 4-2-3-1 þó það hefði líklega verið hægt að hafa þetta 4-4-2.

Markmaður City held ég að sé ekkert mikið betri en markmaður Liverpool þó hann hafi hærri profile sem landsliðsmarkmaður Englands og hafi betri vörn fyrir framan sig. Hart hefur gert sín mistök og liðin fengið álíka af mörkum á sig.

Hvað miðverði varðar held ég að Sakho sé betri en Demichelis á meðan Mangala og Lovren hafa verið álíka góð kaup hjá báðum liðum. Kompany hefur ekki verið neitt skárri en Skrtel í vetur og líður að mig grunar mikið fyrir samherja sína í vörninni. Þetta er a.m.k. tímabil til að gleyma hjá Kompany þó hann sé langbesti miðvörðurinn á pappír af öllum í boði hjá báðum liðum.

Bakverðir Man City er miklu betri en bakverðir Liverpool og þá sérstaklega hægra megin þar sem samanburðurinn er brutal.

Fernando hefur ekki náð að aðlagast nógu vel í vetur og því hef ég Fernandinho til höfuðs Lucas aftast á miðjunni. Ég veit hreinlega ekki hvort ég myndi vilja til að verja vörnina ef báðir væru heilir en sóknarlega er dinho mikið betri.

Henderson hefur svo hreinlega verið betri en Toure á löngum köflum í vetur sem þó helgast af því að þetta hefur verið off ár hjá Toure. Líklega verður Toure aldrei jafn góður og hann var á síðasta tímabili og hefur verið undanfarin ár, kæmi ekki á óvart ef hann færi í sumar til PSG eða annars félags sem getur fætt hann og klætt. (ATH: Hjá Liverpool fengi hann alltaf afmæliskveðju, Kolo myndi sjá um það). Hópurinn hjá City er svo auðvitað þannig að til vara í þessa stöðu eiga þeir t.a.m. James Milner.

Coutinho verður síðan vonandi einhverntíma svipað góður og Silva er hjá City. Svindlkall hreinlega. Sterling og Navas eða Lallana og Nasri er samanburður sem kemur ekki eins illa út fyrir Liverpool.

Aðalmunurinn á þessum liðum í vetur er þó sá að Liverpool seldi Suarez meðan City hélt Aguero. Hefði þessu verið öfugt farið væri Liverpool líklega fyrir ofan Man City í dag. Meiðsli Sturridge hafa ekki hjálpað frekar en innkoma Balotelli en þá er hægt að bera saman við hina sóknarmenn Man City, allt leikmenn sem hafa kostað 20-35m. Suarez og Aguero eru svona X-factor leikmenn sem tekur meira en eitt sumar að skipta almennilega út.

Samantekt: Það er gríðarlega ólíklegt að City gefi eftir en næsta sumar gætu þeir verið í mesta rótinu af toppliðunum og það tekur oft tíma fyrir lið að ná takti á ný. Pellegrini fer mjög líklega og eins hefur hópurinn virkað þreyttur hjá þeim og er klárlega kominn á endurnýjun. City hafa verið undir smásjá vegna FFP og því spurning hvort það komi í veg fyrir 200-300m leikmannaglugga sem þeir myndi líklega annars fara út í. Gangi allt upp hjá Liverpool er hérna mögulega smá séns.


Liverpool – Chelsea
LFC - CFC
Bekkur LFC: Jones, Lovren, Can, Markovic, Gerrard, Ibe, Balotelli
Bekkur CFC: Cech, Luis, Zouma, Mikel, Ramires, Cudrado, Remy

Hópurinn sem er hjá Chelsea núna er ekkert of stór og Mourinho ekki mikið fyrir að breyta miklu milli leikja en á láni eiga þeir annað eins af góðum leikmönnum. Hópurinn sem CFC hefur úr að spila er hinsvegar klárlega sá besti á Englandi í vetur.

Markmenn liðanna þarf varla að bera saman, Mignolet var fyrir framan Courtis fyrir 2 árum en staða þeirra hefur snarbreyst og til vara á Chelsea markmann sem væri í byrjunarliðinu hjá öllum öðrum liðum nema kannski United.

Miðvarðapar Chelsea er mjög vel varið af bæði markmanni og miðju og upplegg liðanna gerólíkt og mikið hentugra fyrir varnarmenn Chelsea. Terry spilar eins og kóngur undir stjórn Mourinho á meðan hann var í miklu basli áður en hann kom. Cahill er síðan ekkert endilega besti miðvörður í heimi en mjög solid í vörn Chelsea. Líklega væru Sakho, Skrtel og Lovren allir að spila betur í liði Chelsea og eru ekki endilega verri leikmenn á pappír, sáum það kannski núna eftir áramót. En á þessu tímabili hefur hjarta varnar Chelsea verið mikið sterkara en kollegar þeirra hjá Liverpool.

Bakverðir Liverpool í samanburði við bakverði Chelsea er líklega mesti munurinn á þessum liðum. Auðvitað hefur Johnson lítið spilað og Liverpool raunar ekki spilað mikið með bakverði en bilið er allt of mikið í þessum stöðum. Það hjálpar líka bakvörðum Chelsea að þeir vita sitt hlutverk 100% og gerðu það líklega fyrir tímabilið, ég er ekki viss um það sé eins hjá Liverpool núna fyrir næsta leik einu sinni.

Matic hefur kannski aðeins dalað þegar leið á tímabilið en hann er einn af mönnum ársins í vetur á meðan þetta hefur verið vandræðastaða hjá Liverpool. Hefði viljað sjá Can þarna frá byrjun og kannski jafnar það eitthvað muninn. Fyrir Matic eða með honum eiga þeir svo Mikel, Ramires og hafa verið að nota Zouma einnig sem tók t.a.m. Fellaini úr leik í síðasta leik.

Mourinho gerði gríðarlega góð kaup í Fabregas í sumar og hefur notað hann í stöðu sem hentar honum mikið betur en staðan sem hann var að spila á Spáni. Ég mun aldrei skilja þessa sölu hjá Barcelona en hún hefur skipt sköpum hjá Chelsea. Ég er mikill aðdáandi Henderson en hann hefur ekki verið í sama klassa og Fabregas í vetur. Hvað þá Joe Allen.

Fyrir afran sóknarmennina er þetta ekkert auðveldara, Hazard er besti leikmaður tímabilsins og spennan í þeirri kosningu er engin. Coutinho hefur þó verið mjög góður einnig. Að bera saman Lallana og Oscar er ekki spennandi fyrir Liverpool og það breytist lítið þó við myndum nota Markovic eða Ibe. Mögulega breytist það á næstu árum.

Sterling og Willian eru síðan afar ólíkir leikmenn, Willian er meira rándýra útgáfan af Kuyt og mjög mikilvægur þessu liði, rosalega vinnusamur. Sterling er líklega mun hættulegri sóknarlega og verður vonandi engu síðri en Willian á sama aldri og Brassinn er núna.

Hvað fávitann í sókninni hjá þeim varðar væri ég allann daginn og allt árið mikið frekar til í að hafa svona óargadýr með mér í liði frekar en á móti. Costa tæki ég framyfir allt sem er á mála hjá Liverpool í sókninni. Gjörsamlega óþolandi mótherji, áttum einn þannig í fyrra og ég skil ekki menn sem væla yfir svona leikmönnum í sínu liði meðan þeir sigra hvern leikinn á fætur öðrum og gefa gjörsamlega allt sem þeir eiga til að vinna.

Samantekt: Þetta endist aldrei lengi hjá Mourinho þó núna sjái maður alveg fyrir sér að hann slái metið sitt í að vera lengi á sama stað. Hann er ekki eins dýrkaður og dáður annarsstaðar og er að byggja upp gríðarlega sterkt lið hjá Chelsea. Þeir hafa grunn og fjárráð til að vera í titilbaráttu næsta áratuginn og yrði það því enginn breyting frá síðasta áratug. Sé Liverpool ekki fara framúr þeim aftur á næsta ári eins og tókst í fyrra.


Tek bara liðin fyrir ofan okkur þó vel væri hægt að hafa Tottenham og Southamton með líka. Það er morgunljóst að það er rándýrt að vera ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili, skrefið afturábak sem verið er að taka á þessu tímabili er mjög stórt. Leikmannakaupin verða að heppnast miklu betur en þau hafa hingað til gert undir stjórn FSG.

Hópnum þarf samt alls ekkert að gjörbreyta og kominn er ágætist kjarni sem byggja þarf vel við. Bakvarðastöðurnar eru enn á ný allt of veikar, þar losnar stórt pláss er Johnson fer. Það er mikil þörf á a.m.k. einum miðjumanni jafnvel þó við reiknum með að Can komi þar inn á næsta tímabili og losar Gerrard mikið pláss þar.

Mest þarf þó að kaupa sóknarmenn, þar er sárið mest gapandi. Nóg fer svo út af minni spámönnum sem vonandi verður hægt að skipta út fyrir betri leikmenn.

Enda þetta á nokkrum tístum sem mér fannst áhugaverð í gærkvöldi, engin heilagur sannleikur í þessu og ekki stórt dæmi en mögulega væri þarna tækifæri verði breytingar hjá einhverjum í sumar. Þessi tók þetta saman:


These teams went against the top 4/wage bill logic.
04/05: Everton
09/10: Arsenal + Spurs
10/11: Arsenal
11/12: Spurs
13/14: LFC


Wage:
04/05: Che, Utd, Ars, Liv
09/10: Che, City, Utd, Liv
10/11: Che, City, Utd, Liv
11/12: City, Che, Utd, Ars
13/14: City, Che, Utd, Ars


04/05: Che and Liv changed manager, Everton didn’t, made top 4.
09/10: Che and City changed, Spurs didnt, made top 4.
10/11: Liv changed, Ars didnt, made top 4.
11/12: Che changed, Spurs didnt, made top 4
13/14: Che and Utd changed, Liv didnt, made top 4.


Every time one of the top 4 wage bill clubs has a change of manager, there is a chance for an outside club to snatch top 4.


Þannig að Man City, ef þið borgið nógu mikið getið þið eflaust lokkað Roy Hodgson til ykkar.

15 Comments

  1. United er þessa dagana að spila variation af 4-3-3. 3-4-1-2 Hefur ekki verið spilað í þónokkurn tíma.
    Bestu kveðjur.

  2. Ok, liðið gegn Liverpool um daginn var svona
    01 de Gea
    25 A Valencia
    12 Smalling
    04 Jones Booked
    17 Blind (Rojo – 94′ )
    16 Carrick
    08 Mata
    21 Herrera Booked (Falcao – 83′ )
    31 Fellaini
    18 Young (Di María – 55′ )
    10 Rooney

    De Gea
    Smalling – Jones – Blind
    Valencia – Herrera – Carrick – Young
    Mata – Fellaini
    Rooney.

    Eflaust hægt að stilla þessu upp á alla kanta svosem en heilt yfir þetta tímabil hélt ég nú að 3-4-3 væri næst því að lýsa taktík LVG í vetur. Þú veist þetta þó auðvitað betur en ég hvað þitt lið varðar.

  3. jæja þá er maður kominn útí náttúruna og lífið aftur eftir að hafa innikróað sig í 3 daga með dregið fyrir alla glugga og mér sýnist vera góðir hlutir að gerast hjá félaginu um þessar mundir.
    fsg voru rétt í þessu að framlengja samninginn við standard chartered úr 20 m í 30m.
    Henderson á víst að skrifa undir í vikunni
    Jordon Ibe að samþykkja nýjan 5 ára samning sömuleiðis.
    og Glen johnson er á förum í sumar 😉

  4. Ein spurning, þegar við ætluðum að kaupa Willian á himinháa upphæð.. Hvert fór sá metnaður? Við Liverpool vorum virkilega tilbúnir að big spenda á einn leikmann. Haldiði að við höfum ennþá þann pung í dag?

  5. Við verðum að kaupa leikmenn í sumar sem virkilega bæta optimal byrjunarlið okkar. Menn sem gera beint tilkall á byrjunarliðið. Ekki eitthverja ‘maybe’ leikmenn.

    Ég geri mér grein fyrir því að Liverpool er ekki að fara berjast við Real Madrid eða City um leikmenn á borð við Cavani eða Pogba en það er fullt af leikmönnum þarna úti sem við eigum að geta barist um.. annað er bara metnaðarleysi.

    Við klúðruðum A. Sanchez baráttunni í fyrra. Við hefðum átt að gera _allt_ til að ná í þann leikmann – hann er fyrir Arsenal það sem Suarez var fyrir okkur í fyrra. Ég neyta að trúa þeirri ‘afsökun’ að hann hafi bara viljað búa í London! Haldiði að Di Maria vilji frekar búa í Manchester heldur en London? Auðvitað ekki. Arsenal bauð betur og Wenger gerði bara betur heldur en Rodgers til að sannfæra hann um að Arsenal væri rétti klúbburinn fyrir hann.

    Markvörður
    Ég stend með Mignolet – hann á mörg ár inni og er okkar maður númer eitt.

    Vörnin

    Ég er virkilega ánægður með Moreno. Skrtel verður áfram á sínum stað og en ég vil nýjan hægri bakvörð og hafent inn.
    Clyne: Hefur verið frábær hjá Southampton og hægri bakvörður Englands. Kaup okkar frá Southampton hafa ef til vill ekki verið miklar rósir í ár en þennan dreng vil ég sjá í Liverpool treyjunni – hann færi beint í byrjunarliðið.
    Hummels: Fer líklegast frá Dortmund í sumar. Hann er fyrirliði Dortmund, hefur unnið allt í þýskalandi, núverandi heimsmeistari og þekkir að vinna. Okkur vantar leader’a og við eigum að geta barist um þennan mann.

    Miðjan
    Sennilega okkar besta vígi. Betur má ef duga skal. Nú er önnur barátta í uppsiglingu, um Depay – eitt helsta efni Holland í langan tíma og þó víðar væri leitað. Þetta er leikmaður sem myndi styrkja liðið okkar og alls ekki ‘out-of-reach’.

    http://www.theguardian.com/football/2015/apr/20/memphis-depay-psv-liverpool-manchester-united

    Svo fer Samir Khedira líklega á önnur mið líka í sumar. Aftur, leikmaður sem myndi bæta liðið og við eigum raunhæfan séns í.

    Liverpool var orðað við Reus allt fyrrasumar og það stefnir í svipað í ár. Ég er ekki viss um að við eigum jafn raunhæfa möguleika á honum. En ef það er vonaglæta þá á Liverpool er rífa upp helvítis veskið!

    Framherjar
    Balotelli er gamble sem mistókst. Sturridge er stórkostlegur en hefur oftar en ekki eytt helmingi tímabilsins á sjúkrabekknum. Það er verið að orða okkur við Falcao, ekki líst mér vel á það.

    Ings er klassískur ensku framherji. Ég er ekki hans stærsti aðdáandi en ég treysti honum til að standa sig betur en Lampert og Balotelli. Hugsanlega gott kombó með Sturridge.

    Ég fer ekki fram á mikið, bara smá styrkingu á byrjunarliðinu 😀

  6. Sælir félagar

    Takk Babu fyrir góðan pistil og ég geri ekki ágreining um þennan samanburð. Þras MU manns/manna um uppstillingu skiptir engu máli þegar verið er að bera saman einstaklinga í stöðum. Þar af leiðir að ástyæðulaust er að elta ólar við nöldrið í þeim.

    Ég hefi áhuga á fyrir hvern núverandi varnarmanna Mannstein#6 vill skipta fyrir nýjan miðvörð. Vonandi er hann að tala um einn til viðbótar. Við eigum að eiga sæmilega varamenn í Lovren og jafnvel Toure. Fyrir mér eru Skrtel og Sakho alltaf fyrsta val eins og staðan er í dag. Það þarf svakalega miðverði til að henda þeim út þó Sakho sé of mikið meiddur. Þar þarf að vinna álíka vinnu í sumar eins og á að fara að vinna með Sturridge. Heill er Sakho okkar besti varnarmaður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Virkilega flottur pistill.

    Það sem ég myndi vilja sjá sem forgang í sumarkaupum er framherji það vantar allann sóknarkraft í liðið.

    -Sturridge verður áfram, hér þarf alvöru center með honum ef til vill stærsta fjárfestingin þar sem ekki er hægt að stóla á Sturridge sem er sífellt meiddur..
    -Origi kemur inn, ungur leikmaður sem mun fá eitthvað af leikjum
    -Balotelli halda honum ef hann er til í að vera squad player.
    Lambert fer
    Borini fer.

    Miðjumaður hér þarf að fjárfesta í 2 stöður, einn á miðjuna CM og annan djúpann DM.
    – Gerrard farinn þarna verður að fjarfesta í hörku leikmanni.
    -Henderson verður áfram verður forvitnilegt að sjá hann ekki með skugga Gerrards yfir sér, er hann karekterinn til að stíga upp og draga liðið þegar illa gengur þá reynir mest á menn.
    -Allen virkar nr of lítill á móti stærri liðum, má vera áfram sem squad player.
    – Lallana verður áfram á eftir að sýna sínar bestu hliðar.
    -Lucas selja hann alltof oft meiddur og kaupa alvöru DM er samt efins hvort Can gæti eignað sér þessa stöðu.
    -Coutinho úff hann á bara eftir að verða betri.

    Kantmenn, væri jafnvel til í að sjá kaup á öflugum leikmanni hér ef hann býðst.
    -Sterling áfram svo framarlega sem hann semur
    – Ibe ekki spurning framtíðar leikmaður
    -Markovic áfram sýnir á köflum hvað í honum býr vonandi á hann eftir að springa út.

    Vörn hér þarf að bæta inn CB
    -Skrtel okkar besti maður
    -Sakho algjör trukkur sem á bara eftir að verða betri, er samt frekar mikið meiddur
    – Can bestu kaupinn í fyrra, BR á eftir að finna honum endanlega stöðu.
    – Lovren á allt eftir að sanna hann á eftir að hrista af sér hrollinn og öðlast sjálfstraust er
    klárlega backup fyrir Skrtel og Sakho.
    -Toure hann fer.

    Bakverðir hér þarf eitthvað að gera eigum ágætis bakverði í byrunarlið en nánast ekkert backup.
    -Moreno virkar full viltur á köflum en á eftir þröskast í þessari stöðu
    -Manquillo efnilegur en þarf leiki BR virðist ekki treysta honum
    -Flanagan klára samning við strákinn ég hef trú á honum, ekki sá flinkasti enn hefur hjartað í þetta.
    – Johnson fer
    – Enrique fer

    Þetta verður örugglega nokkuð stórt sumar í leikmannakaupum, það sem ég vil sjá gerast er gæði umfram magn.

  8. Sambandi við þessa Sanchez umræðu hvað er svona ótrúlegt við það að hann vilji frekar búa í london en liverpool. Held reyndar að stærri ástæða fyrir því að hann valdi Arsenal er að liðið er búið að vera stöðugt í meistaradeildinni frá stofnum og voru ekki að missa sinn besta leikmann eins og liverpool gerði. Og sambandi við Di Maria þá voru enginn lundúnarlið tilbúinn að borga þessa upphæð fyrir hann þannig hann átti ekki marga kosti.

  9. #11 psg var samt tilbúið að borga þessa upphæð en hann valdi manchester. Borgin skiptir ekki máli toppleikmenn hafa ekki áhuga á að koma til liverpool vegna þess að liðið hefur ekki verið stöðugt og er orðið eins og lið á svipuðu kalíberi og tottenham fyrir leikmenn. Leikmönnum er mörgum sama þó við höfðum verið besta lið englands 1988.

  10. Það er reyndar ekki rétt að Psg hafi verið tilbúnir að borga þessa upphæð þeir bökkuðu út líklega ekki út ffp. En ég er samt sammála að borgin er ekki aðalmálið heldur hvaða stöðuleika liðið er búið að sýna yfir lengri tíma.

  11. Samanburður sem þessi er góður, svo langt sem hann nær. Þetta er hins vegar ávallt spurning um tilfinningar hvers og eins – hverja hann myndi velja frekar í liðið sitt. Það, hvort manchester united spili 343 eða 811 eða hvað annað leikkerfi, er svo mikið aukaatriði að það tekur því ekki að svara slíku.

    Það er líka hægt að taka annan samanburð, og spyrja sig hvort einhverjir leikmenn LFC gætu komist í toppliðin (manchester united og City, Arsenal og ekki síður, Chelsea).

    Heilt yfir, þá held ég að það séu pottþétt einn leikmaður sem gæti farið í hvert þessara liða og spilað jafnvel enn betur – það er Daniel Sturridge (þegar hann er heill).

    Myndi setja ákveðið spurningarmerki við Sterling, Henderson og Skrtel. Á þeirra besta degi þá myndu þeir labba inn í öll þessi lið, en sérstaklega Sterling og Henderson þurfa að byrja að spila mun betur mun oftar. Skrtel hefur staðið sig mjög vel undanfarin misseri og gæti því hæglega dottið í einhvert þessara liða.

    Aðrir leikmenn eru farþegar eða einfaldlega of ungir til að eiga séns.

    Það er alveg ljóst að það er mikil þörf á gæðum í okkar hóp, og ef Rodgers heldur áfram með liðið á næsta tímabili, þá þarf einfaldlega að gera u.þ.b. 100% betur á leikmannamarkaðnum en Rodgers og FSG hafa gert hingað til.

    Stöður sem þarf að styrkja:
    – Markmannsstaðan – ef það á að treysta á Mignolet, þá þarf alvöru varamarkmann
    – Hægri bakk – Johnson að fara, Flanno búinn að vera meiddur og Manquillo óreyndur
    – Miðjumaður x2 – Gerrard að fara og Lucas fylgir honum í burtu. Allen á ekkert heima í þessu liði.
    -Sóknarmaður – Halló! Sterling er ekki framherji og það er ekki hægt að treysta á Sturridge.

    Þarna þarf allavega að bæta 4-5 stöður í sumar, plús þá sem eru að fara. Ég sé alveg fyrir mér að Jones, Toure, Enrique, Lucas, Balotelli, Lambert og Borini fari allir í sumar. Þeirra skarð þarf að fylla. Allen er leikmaður sem á að fara frá félaginu því hann er ekki nægilega góður, þannig þetta gætu verið 7 stöður aukalega sem þarf að fylla upp í. 8 stöður ef menn hafa hreðjarnar til að láta Sterling fara frá sér.

    Origi kemur, og þá eru framherjarnir orðnir tveir. Wisdom kemur úr láni, og mun væntanlega taka stöðu Toure/Johnson. Og hvað svo?

    Ég held að við séum einfaldlega að búast við of miklu of snemma. Síðasta tímabil var óhapp, liðið náði óvart svona góðum árangri og við ætlumst til þess að liðið sé betra en það raunverulega er.

    Allt tal um að erfiðara verði að fá leikmenn til félagsins vegna þess að LFC er ekki í CL, er bull. Okkar menn voru í nákvæmlega þeirri stöðu í fyrra að vera í CL, og til félagsins voru keyptir algjörir pappakassar, og svo Can. Sem er ekki pappakassi.

    Boltinn er hjá FSG og Rodgers. Það þarf virkilega að gera miklu betur en síðasta sumar. Og það er aldrei, aldrei, aldrei nein bæting að fá Danny Ings og James Milner til félagsins. Með fullri virðingu fyrir þeim. Það þarf alvöru markaskorara og Jamie Carragher miðjunnar. Þeir tveir eru ekki nægilega góðir til þess að koma liðinu upp í næsta styrkleikaflokk.

    Ég er ekki bjartsýnn fyrir sumarið, en við getum þó huggað okkur við það að FSG og Rodgers náðu að kaupa Sturridge og Coutinho í sama leikmannaglugganum. Þeir eru okkar bestu menn í dag (nema þegar Sturridge er meiddur, sem er alltaf!), þannig það er alltaf von.

    Homer

  12. Þetta er flottur samanburður eins og Babú er von og vísa. Og ef síðan bekkirnir eru bornir saman líka sést að í dag er Liverpool einfaldlega með slakari leikmannahóp heldur en liðin fyrir ofan þá. Það er út af fyrir sig ágætt að vera með efnilegan hóp en það kallar á óstöðugleika ásamt því að reynsluleysi eykur hættuna á því að menn standa sig illa í stóru leikjunum. Þegar reynsluboltarnir stíga síðan heldur ekki upp í stóru leikjunum þá er einfaldlega ekki von á neinu öðru en tapi. Það kallar líka á það að hægt er að ná upp stemmingu og rönni eins og gerðist þangað til menn lentu á vegg í líki Man Utd.

    Það er rétt sem menn segja hérna að ofan að nú er fyrst og fremst þörf á að bæta 2-3 mjög sterkum leikmönnum við. Hvort FSG séu sammála okkur er hins vegar annað mál. Ég hreinlega efast um að þeir séu það, því þeir vilja hreint ekki kaupa 40-50 milljón punda leikmenn sem eru síðan með minna endursöluvirði. Eini sénsinn að fá góða leikmenn er því að fá 22-24 ára leikmenn sem eru á mörkunum að springa út, spila t.d. í Hollandi, Frakklandi, jafnvel Tyrklandi, Spáni, Þýskalandi eða Ítalíu. Ég hef ekki hugmynd um hverjir þessir leikmenn gætu verið og allir gætu þeir klikkað.

    Að því sögðu þá hefur Liverpool margsinnis keypt tilbúna leikmenn með reynslu úr ensku deildinni. Nýjustu dæmin eru auðvitað Lallana, Balotelli og Lovren, þar á undan Downing, Cole, Carroll, og svona mætti lengi telja. Leikmannakaup eru einfaldlega alltaf happdrætti. Ég hef t.d. alveg trú á því að Lovren og Lallana geti sprungið út næsta vetur. Hef reyndar ekki trú á Balotelli með það, en það er aldrei að vita. Hér voru t.d. margir sem voru til í að losa Henderson út á sínum tíma, Lucas er sívinsælt target og Allen auðvitað líka. Báðir þessir síðarnefndu hafa trekk í trekk sannað gildi sitt þótt meiðsli hafi sett strik í reikinginn og þeir eigi sína slæmu daga.

    Ég myndi segja að allt öskur á blóð Brendan Rodgers sé úr lausu lofti gripið því liðið er einfaldlega nákvæmlega á þeim stað sem hægt er að reikna með út frá mannskap. Það má alveg segja að árangur í bikarkeppnunum sé slakari en leikmannahópurinn segir til um, að þeir hefðu átt að fara í gegnum Aston Villa. Það er samt bara einn leikur sem lýsti sér eins og ég sagði hér að ofan.

    Við þurfum að vera þolinmóðir nokkuð áfram býst ég við. Kannski gengur betur á næsta ári en titill er ekki í sjónmáli. Hlutirnir geta þó alveg breyst mjög hratt í fótboltanum og 2-3 kaup sem heppnast geta auðvitað gert gæfumuninn.

Kop.is Podcast #80

“Meistara”-deildin