Býsna góðar fréttir bárust í morgun frá borg Guðanna við Merseyána.
Varafyrirliðinn okkar, hann Jordan Henderson kvittaði undir samning við félagið í morgun og er það MIKIÐ gleðiefni.
Eins og áður eru upplýsingar um samninginn ekki gefnar upp en miðað við yfirferð yfir bresku miðlana þá er talað um 100 þúsund pund á viku til fimm ára.
Þessi gjörningur var einn þeirra sem ég kallaði eftir í síðasta Podcasti sem merki um það að menn ætluðu sér að gera alvöru hluti í framtíðinni og því er fínt að sjá FSG menn skila þessu í hús.
Hjartanlega til hamingju með samninginn Hendo, ég vona að þú verðir sannspár og við förum að raka inn titlum!!!
Lykilmaður að velgengni. EF það tekst að sannfæra Sterling er framtíðin afar björt. Hitt er að ég er ekkert á móti því að hann fari ef hann er seldur á háu verði og við fáum topp stræker í staðinn.
Frabærar frettir!
Virkilega sáttur.
Mér fannst Henderson vera einfaldlega lélegur þegar hann byrjaði sinn Liverpool feril sem ungur leikmaður en hefur tekið þvílíkt framfaraskref og spilar þar auðvita inní reynsla og metnaður.
Pælið í því ef aðrir ungir leikmenn hjá liðinu taka framfaraskref með meiri þroska og reynslu.
Lið með betri Couthino, Sakho, Ibe, Markovitch, Moreno,og leyfist mér að segja Sterling. Gæti orðið spennandi.
#4: Er afar ósammála þér með að hann hafi verið lélegur, en það er auðvitað þitt persónulega álit 🙂
Hann var á þeim tíma búinn að vera fyrirliði U21 liðs Englands og alveg frábær hjá Sunderland og mætti í A-landsliðið hjá Englandi tvítugur.
Allt liðið okkar var í nettu tjóni þegar að hann kom í það, finnst hann ekki hafa gert annað en að vaxa allan tímann hjá okkur.
Hann var aldrei mesta raw talent, en gaurinn er með ódrepandi metnað og vilja til að verða betri, og líka með réttan anda, hann er með hjarta fyrir klúbbnum sínum.
Frábærar fréttir!
Skref í rétta átt. Það þarf alvöru menn inn í sumar, ekki börn!
Jæja spýta svo í lófana Liverpool!
http://fotbolti.net/news/24-04-2015/memphis-sagdur-hafa-flogid-i-vidraedur-vid-man-utd
Nú er að sjá – voru eigendur okkar að semja við Henderson til þess að fá hærra verð þegar hann verður seldur eða ætla menn að negla þennan kjarna og styrkja liðið með “reyndum” gæða leikmönnum?
Þessi sumargluggi mun endanlega segja okkur hvort FSG ætli sér eitthvað með Liverpool eða ekki. Skv fréttum ytra þá eru United nú þegar byrjaðir á sínum helstu skotmörkum, Memphis Depay kominn í viðræður sem dæmi.
Í draumaheimi þá myndi Liverpool ræna honum undan þeim en svo verður ekki.
Bíð spenntur eftir þessum glugga en geri engar vonir, því ef sagan er dæmd þá erum við ekki að fara að keppa um heitustu bitana heldur eins og venjulega gramsa í leftovers og útsölurekkanum
En hver veit, kannski hafa FSG some balls. Vonandi.
vildu menn ekki næla sér í heimsklassaleikmenn þá er memphis depay ekki í þeim flokki þar ertu að kaupa efnilegan ungan strák á sky high verði.
21 árs rétt….. 15A landsleik með Hollandi. 2 frábær tímabil með PSV. Vissulega ungur en jafnframt talsverð reynsla á 21 árs leikmanni.
Einn feitasti bitinn
Getur Liverpool keppt um hann?
Eitt sem eg er ekki skilja “tregur” nuna er mikið fjallað um að hin og þessi lið eru komin i viðræður með hina og þessa leikmenn. Afhverju er fast i mer að það er bannað að ræða við leikmenn fyrr en eftir timabilið og svo ganga þeir formlega till klubbsins i agust. Einhver fròður sem veit hvernig landið liggur?
Staðreyndin er sú að Man Utd verður í aðstöðu til að bjóða Meistaradeildarbolta, titilbaráttu og betri laun en Liverpool á næsta tímabili. Hefur Liverpool eitthvað fram yfir fjögur efstu liðin í deildinni þegar kemur að því að lokka til sín heimsklassamenn sem eru öruggir um að fá spilatíma hvar sem er? Ég sé ekki af hverju títtnefndur Depay eða einhver annar ætti frekar að horfa til Liverpool í dag en Man Utd. Ég veit að við stuðningsmenn klúbbsins getum talið upp ýmsar ástæður en fyrir þá sem hafa enga hollustu til Liverpool gegnir öðru máli.
Sælir félagar
Þetta eru auðvitað frábærar fréttir og Hendo til sóma. Hvað eitt pund Sterling varðar þá má selja það mín vegna. Það eru til tugir leikmanna á hans aldri sem lofa alveg jafn miklu og hann. Oftast verður ekki meira úr þessum strákum en “góðir meðalmenn” á heimsvísu og þá svo sem ágætis leikmenn fyrir sinn hatt. En þeir verða aldrei keyptir til stórliða til að fá ofurlaun.
Að ætla að fara að semja við svona pottorma upp á einhver geðveik laun er bara bull. Ef einhver vill kaupa þennan vonarpening fyrir 50 – 60 m. pund á auðvitað að selja og það strax. Það getur svo sem vel verið að Sterling verði afburðaleikmaður, hvað veit ég. En hann er það ekki í dag og verður ef til vill aldrei. Þar af leiðir – seljann!
Það er nú þannig.
YNWA
ég held að liverpool geti léttilega borgað hærri laun til leikmanns heldur en utd þetta snýst bara um að vera sniðugur. ef utd kaupir 4 leikmenn og borgar þeim öllum 100 þús í laun. og við kaupum 2 virkilega góða leikmenn og borgum þeim 200 k á haus þá er það sami peningur eða sleppa því að kaupa einn leikmann á 10 milljónir punda og vera að borga honum 40 þús pund og eyða þá þessum 10 milljónum og 40 þús í vikulaun í laun á ákveðinn leikmann sem er virkilega þess virði að signa þá er hægt að borga 230 þús í laun á viku tek bara svona sem dæmi