Rafa stillir upp sterku liði í kvöld og ljóst að spilað verður til sigurs. Gerrard og Carragher eru á bekknum, Kuyt í banni og Finnan fær alveg frí.
Arbeloa – Agger – Hyypia – Riise
Pennant – Alonso – Sissoko – Zenden
Bellamy – Crouch
Bekkurinn: Dudek, Gerrard, Fowler, González, Mascherano, Carragher, Paletta.
Mér líst bara vel á þetta lið. Þetta er sókndjarft lið með jafnvægi á miðjunni með þá Sissoko og Alonso.
Ég spái okkur 2-0 sigri.
Og gleymdi að minnast á það að Sami Hyypia mun leiða liðið í kvöld sem fyrirliði þar sem bæði Gerrard og Carragher byrja á bekknum.
Ég hefði frekar kosið að Benitez stillti upp okkar allra sterkasta liði. Ég sé ekki tilganginn í því að hvíla okkar bestu menn nokkurn skapaðan og betra væri að skipta þeim út af snemma ef tilefni er til þess.
Vonandi skiptir þetta engu máli og Liverpool vinnur 3-0 með þrennu Bolo Zenden 🙂
Þetta lítur ágætlega út. Gæti alveg trúað því að Rafa skipti Momo og Xabi út í hálfleik fyrir Gerrard og Mascherano.
Spái því að Liverpool verði í svipuðum ham og ManUtd í gær og taki þetta 5-0. Bellamy 2, Crouch 1, Pennant 1 og Fowler 1.
er til linkur þar sem maður getur hlustað á þetta live? radio!!
er til linkur þar sem maður getur hlustað á þetta live? radio!!
þeir sem eru með e-season ticket á liverpoolfc.tv geta hlustað live og séð video á eftir.
mæli með því, eftir leiki í öllum keppnum er samantekt, mörk og viðtöl aðgengileg.
Þar sem svo margir eru að spyrja um hvort sé hægt að sjá/hlusta á þetta live á netinu, þá má ég til með að benda á þessa síðu hér:
http://www.asiaplatetv.com/aptv_today.htm
Þarna er hægt að horfa á live P2P strauma af nánast öllum íþróttaviðburðum sem eru í gangi í heiminum, og virðist vera sérstaklega gott úrval af fótbolta þarna 🙂
Það koma ýmsir spilarar til greina, en sá sem mér finnst virka lang best og ég nota mest er SopCast.
SopCast spilarann má nálgast hérna: http://www.asiaplatetv.com/tuto_sopcast.htm
Svo bara finnur maður leikinn þarna sem maður vill sjá, kíkir á alla straumana og finnur straum þarsem er verið að nota SopCast og smellir á hann. SopCast spilarinn opnast og eftir andartak byrjar þetta að spilast.
Gæðin eru alveg ásættanleg og þetta virkar bara prýðilega. Ég er a.m.k búinn að horfa á alla meistaradeildarleikina með Liverpool þarna síðan í útsláttarkeppninni.
Á meðan maður getur horft á leikina frítt á þennan hátt og það ókeypis, þá kvartar maður ekki :tongue:
Ef þetta er eitthvað á gráu svæði hérna, þar sem það má jú deila um lögmæti þessara útsendinga/áhorfs, þá bara eyðið þið þessu commenti út strákar :blush: