Á meðan við bíðum eftir upphitun fyrir Chelsea-leikinn kemur hér tilkynning frá Bókaútgáfunni Hólar. Endilega kynnið ykkur þetta:
Ágæti Liverpool-aðdáandi
Um mánaðamótin október/nóvember kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum og Liverpool-klúbbnum á Íslandi bókin STEVEN GERRARD. Höfundur hennar er Sigfús Guttormsson, Liverpool-aðdáandi frá blautu barnsbeini og höfundur margra greina í Rauða hernum, tímariti klúbbsins, og á vefsíðunni Liverpool.is. Í bókinni mun hann rekja feril þessa frábæra knattspyrnumanns frá því að hann hóf barnungur að æfa með Liverpool. Greint verður frá bæði sigrum og sorgum hans. Margt fróðlegt og skemmtilegt verður dregið fram í dagsljósið sem tengist þessari goðsögn hjá Liverpool og félaginu sjálfu.
Aftast í bókinni verður „Þakkarlisti“ þar sem Gerrard verður þakkað fyrir framlag sitt til félagsins af hálfu stuðningsmanna Liverpool á Íslandi. Þar verða nöfn áskrifenda bókarinnar birt, en Gerrard mun fá eintak af henni afhent við fyrsta tækifæri. Það er okkur mjög í mun að listinn verði sem lengstur og glæsilegastur. Áskriftarverð bókarinnar verður kr. 5.980 og greiðist fyrirfram.
Þeir sem vilja gerast áskrifendur að bókinni STEVEN GERRARD og fá um leið nafn sitt á „Þakkarlistann“ hafi samband sem fyrst á netfangið:
Nauðsynlegar upplýsingar verða að koma fram í póstinum, s.s. nafnið (hjón, feðgar, mæðgin, mæðgur geta skráð sig saman) sem á að skrá, heimilsfang viðkomandi og kennitala. Þá fær viðkomandi sent til baka reikningsnúmer til að leggja inn á verð bókarinnar. Eins má hafa samband í síma 692-8508 (eftir klukkan 16 á daginn) og skrá sig þar. Þeir sem vilja greiða fyrir bókina með greiðslukorti láti auk þess fylgja með kortanúmerið (16 stafir) og gildistímann (4 stafir).
Koma svo!
F.h. Bókaútgáfunnar Hóla ehf
Guðjón Ingi