Okkar menn heimsóttu Chelsea á Brúnni í dag í 36. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Lokatölur urðu 1-1 jafntefli í frekar daufum leik.
Brendan Rodgers stillti upp þessu liði í dag:
Mignolet
Can – Skrtel – Lovren – Johnson
Henderson – Gerrard
Sterling – Coutinho – Lallana
Lambert
Bekkur: Ward, Touré, Moreno, Allen, Lucas (inn f. Gerrard), Ibe (inn f. Lallana), Sinclair (inn f. Lambert).
Þetta var bragðdaufur leikur á það heila. John Terry kom heimamönnum yfir strax á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Cesc Fabregas, hafði betur í skallaeinvígi gegn Rickie Lambert. Fabregas átti að fara út af í fyrri hálfleik, fékk gult spjald eftir tæpa mínútu fyrir glæfralega tæklingu á Raheem Sterling sem hefði getað gefið meira og svo sleppti dómarinn algjörlega að dæma á hann fyrir peysutog á 17. mínútu þegar Fabregas virtist halda sjálfur að hann væri að fara að fá rauða spjaldið.
Hvað um það, ekki í fyrsta og ekki í síðasta skiptið sem Mourinho-lið byrjar leik gróft til að draga tennurnar úr andstæðingunum. Chelsea voru sterkari í byrjun en svo jafnaðist fyrri hálfleikurinn fljótlega út og fátt var um fína drætti þar til Steven Gerrard jafnaði metin á 44. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Jordan Henderson úr aukaspyrnu. Þetta er annar leikurinn í röð sem Stevie G skorar með skalla.
Þetta mark og sennilega hálfleiksræðan virtist hressa okkar menn við og þeir voru miklu betri aðilinn í seinni hálfleik, pressuðu mikið en náðu ekki sigurmarkinu. Unglingurinn Jerome Sinclair kom inná fyrir Lambert en náði litlum tengslum við leikinn á meðan Jordon Ibe lífgaði upp á sóknina með innkomu sinni.
Sóknarlínan sem kláraði leikinn fyrir Liverpool var því svona: Sinclair (18 ára), Ibe (19), Sterling (20) og Coutinho (22). Þar að auki var Lazar Markovic utan hóps í dag (21 árs) og Divock Origi (20) er á leið inn í sumar. Það er björt framtíð í þessu liði, það er engin spurning.
Það sem þetta lið vantar samt – og það sást enn og aftur í dag – eru einn eða tveir heimsklassasóknarmenn á besta aldri, menn sem eru reiðubúnir að leiða þetta unga lið og stíga upp í svona leikjum.
Þessi leikur ítrekaði bara það sem liggur fyrir í sumar. Jafntefli gegn metnaðarlausum meisturum á heimavelli þeirra með kornungu liði – ekkert til að kvarta yfir en það hefði verið sætt að ná sigurmarkinu.
Þetta þýðir að sex stig og slæm markatala eru í 4. sætið í deildinni og aðeins tveir leikir eftir. Sú barátta er því búin þetta árið og með töpum Tottenham og Southampton er að verða ljóst að Liverpool endar í 5. sætinu þetta árið og verður í Evrópudeildinni á næsta ári.
Við höfum allt sumarið til að ræða hvort það er á pari eða ekki, en þetta er niðurstaðan eftir alveg hreint ótrúlega svekkjandi tímabil.
YNWA
Bless Meistaradeild 🙁
Góður leikur hjá Liverpool.
Mjög góð frammistaða. Rannsóknarefni af hverju þeir hafa ekki spilað svona vel í öðrum leikjum. Sterling loksins kominn í gang.
Aðeins þrennt í boði núna – öflugur framherji, öflugur framherji og … já… öflugur framherji.
Jafntefli sama og tap.
Djöfulsins aumingjaskapur að vinna ekki skelþunna meistaranna sem höfðu engu að keppa að.
BR er ekki off the hook.
Ef hann fær að halda áfram þá er eins gott að hann fái að versla a.m.k. einn almennilegan (ekki efnilegan) striker. Við eigum engan framherja, þetta er gersamlega óþolandi.
Ánægður með okkar menn…..
Verður óglatt að sjá okkur spila svona vel á móti Chelsea og geta ekki lagt sama í hina leikina undanfarið. Ef við hefðum tekið síðustu 3 leiki værum við í helvítis forystunni um þetta meistaradeildarsæti!
Verður óglatt og sýp kveljur þegar ég hugsa til leikjanna þar sem aumingjaskapurinn vall upp úr liðinu á móti Leicester, Hull og Aston Villa.
Fínn leikur. Gaman að Gerrard skoraði og gott post-viðtal við fyrirliðann. Það verður erfitt að brjótast inn í topp 4.
sáttur með þennan leik. fannst Sterling og Lallana frábærir i leiknum og sérstaklega seinni hálfleik ef þetta er það sem við erum að fara sjá á næsta tímabili er ég bjartsýnn á góðum árangri, bæta við í framherjastöðuna og hægri bakvörð eins góður leikmaður og emre can er þá er ég ekki hrifinn af honum í hægri bakverði hann leitar of mikið inna miðjuna skiljanlega svosem enda miðjumaður en það skildi oft eftir hellings pláss fyrir hazard til að hlaupa í kringum hann. það er talað um að það sé létt að mæta chelsea núna þeir búnir að vinna deildina og hafa að engu að keppa en það getur einnig verið mjög erfitt eins og það var í dag chelsea liðið mætti bara spilaði sinn bolta algjörlega pressulausir og afslappaðir og sjálfstraustið í botni.
Liverpool voru fínir í þessum leik og þetta tímabil er bara að renna sitt skeið. Við höfum ekkert að gera í meistaradeildina og þurfum bara að horfast í augum við það.
Gerrard er markahæstur á tímabilinu og frábært að hann endi sem það hjá okkur á síðasta tímabilinu.
Steven Gerrard: “Chelsea fans slaughtered me all day…but it was nice of them to turn up for once.”
Virkilega ánægður með framistöðuna í dag.
Gerrard/Henderson/Coutinho miðjan mjög sterk í dag.
Mér fannst Sterling mjög góður í dag, Lallana var sprækur og áræðin og vonandi losnar hann við meiðsli. vörninn var mjög góð og er gaman að sjá Lovren eiga annan solid leik.
En extra skemmtileg fannst mér að sjá 18, 19, 20 og 22 ára sóknarlínuna okkar. (Sincler, Ibe, Sterling og Couthinho).
Nú bara klárum við síðustu tvo leikina og býðum eftir siliseason og höldum áfram að reyna að bæta okkur.
Vonandi nær Ibe, Sterling, Couthinho, Can, Origi og Sakho að halda áfram að bæta sig.
Vonandi nær Lallana að halda sér heilum því að alltaf þegar manni finnst hann vera að komast í formið sitt þá meiðist hann.
Vonandi nær Sturridge að spila helminginn af tímabilinu í fínu standi.
Vonandi koma 2-3 sterkir leikmenn inn í liðið í sumar.
Vonandi kemur Flanagan sterkur tilbaka
Vonandi vex Henderson sem fyrirliði liðsins og heldur áfram að bæta sig
Vonandi spilar Lovren eins og í síðustuleikjum en ekki eins og í upphafi tímabilsins.
Já maður notar orðið vonandi en það er af því að það er ekkert til sem er öruggt í þessum bolta.
Ég allavega var sáttur við framistöðu liðsins í dag og vonandi sjáum við fleiri svona framistöður hjá liðinu á næsta tímabili.
YNWA
ætla ekki a? skemma gle?ina me? fìnan leik hjà lfc.
en a? mínu mati sàst langar lei?ir a? chelsea var ekki a? keppa a? neinu…..
Sælir félagar
Þá er það á hreinu. Ekkert, ég endurtek, ekkert af markmiðum leiktíðarinnar mun nást. Engin bikar af neinu tagi ekkert sæti sem skiptir máli. Meira er svo sem ekki að segja þó þessi leikur hafi verið sæmilega leikinn af hálfu Liverepool á móti áhugalitlum meisturum þessarar leiktíðar þá náði liðið ekki máli. Að vinna þennan leik hefði getað haldið meistarafdeildarvonum okkar á lífi en nú eru þær dauðar. Ömurleg leiktíð og ömurleg frammistaða liðsins, stjórans og allra sem að liðinu komu á leiktíðinni er staðreynd. Ekkert afsakar það sem við horfumst í augu við nú í lok leiktíðarinnar. Ekkert!
Það’ er nú þannig
YNWA
Frábær skemmtun og góð barátta hjá Liverpool. Áttu skilið að vinna þennan leik. Skemmtilegt að Gerrard nær að rétta af kúrsinn á lokasprettinum eftir dapra frammstöðu í vetur. Liðið lítur vel út fyrir næsta tímabil. Vonandi minnkar neikvæðnin á spjallinu á næsta tímabili.
Yndisleg ummæli hjá Gerrard að skjóta á stuðningsmenn Chelsea. Vissulega er það partur af fótboltanum að gera grín að leikmönnum annarra liða og er Gerrard ekki undanskilinn því eins og aðrir. En það er ekki þar með sagt að Sky Sports þurfi að gera úr því Disney mynd þegar Chelsea stuðningsmenn klappa einu sinni fyrir honum í nokkrar sekúndur eftir að hafa hraunað yfir hann í 90 mínútur.
Ágætis leikur og mun betri frammistaða en í undanförnum leikjum. Augljóst að Chelsea var ekki á fullu gasi og við áttum skilið að vinna þetta sem hefði haldið draumnum á lífi aðeins lengur. Gaman að Gerrard skyldi setja mark og nái að enda þetta á jákvæðum nótum og sennilega sem markahæsti maðurinn. Ég held að ég vilji sjá ungu mennina fá að klára þetta tímabil og hvíla þá sem eru á förum. Fimmta sætið auðvitað gríðarleg vonbrigði en sennilega verðum við að sætta okkur við að vera með 5. besta liðið í dag. Ljóst að það verður að fjárfesta verulega í að komast í topp 4 sem verður ekki léttara næsta ár. Hef miklar efasemdir um að BR sé maðurinn til að taka liðið þangað.
markahæsti leikmaður LFC í deildinni er með 8 mörk! Liðið er búið að skora 50 mörk í deildinni sem er tveimur mörkum minna en bara Sturridge og Suarez voru með í fyrra!
Það er greinilegt hvað hefur vantað á þessari leiktíð.
Minnkar neikvæðnin á spjallinu?
Ef menn eiga að vera sáttir við þennan aumingja gang sem hefur verið oft á tíðum í vetur þá eiga menn að snúa sér að Newcastle spjallinu.
Hér hafa menn talað raunsætt um þá skitu sem hefur átt sér stað síðan við náðum öðru sæti í fyrra. Algjört hrun. Algjört.
Missum einn besta leikmann veraldar og hvað gera eigendur og stjórinn? Fylla í eyðurnar með Lambert og Balotelli. Sem sagt selja Ferrari og kaupa hnakklaust þríhjól og Trabant.
Ef við sem höfum fylgt þessu liði í tugi ára eigum að vera hoppandi yfir því og 5.sætinu þá er eitthvað mikið að.
Klúðrum sjálfir PL í fyrra, grátlega þar sem stjórinn okkar gerði uppá bak t.d gegn Chelsea á Anfield. Fylgja menn 2 sætinu eftir og CL sætinu?
Já með einhverjum versta Evrópu bolta sem Liverpool FC hefur spilað í sögunni. Deildin er svo einn sér sorgar kapítulinn – varnarlínur annara félaga setja fleiri mörk en allir frumherjar okkar samanlagt.
Þrefalt húrra.
Nú er að bíða og vona eftir sumar transfers
Southamton ættu að eiga bílfarma af rusli.
Ég vil ekki vera svartsýni og leiðinleg gaurinn en #14 Sverrir:
“Liðið lítur vel út fyrir næsta tímabil” What???
Við skulum aðeins fara yfir þetta:
1) Liðið fer úr því að vera næstum því búnir að vinna deildina yfir í 5. – 6. sætið. Algert hrun.
2) SG er að hætta. Hver tekur við sem leiðtogi liðsins?
3) Sterling mun örugglega fara.
4) Við erum með engan nothæfan framherja, þá meina ég engan!
5) Við getum ekki boðið “targetum” okkar upp á meistaradeildarfótbolta á næsta ári. Hvernig eigum við að lokka til okkar reynda háklassaleikmenn.
Ég er ekki að segja að það sé heimsendir og liðið sé allt ómögulegt, alls ekki. Erum með slatta af góðum og efnilegum leikmönnum, en klárlega ekki nógu marga.
Þegar framangreint er skoðað get ég ekki deilt þeirri skoðun þinni að líðið líti vel út fyrir næsta tímabil eins og staðan er í dag. Nema þú sért sáttur við að við verðum áfram að berjast um 5. – 7. sætið í deildinni. Ég er það allavega ekki.
LFC forever #18
Afþví leikmenn eins og Moreno,Markovic,Ibe,Can eiga allir eftir að verða mun betri leikmenn búnir að fá núna eitt tímabil til að venjast deildinni og verða allir 1 ári eldri svo eru menn eins og Henderson,Coutinho,Sterling,Sakho,Lallana eru allt ungir leikmenn sem eru að bæta sig með hverjum leik sem þeir spila sterling er kannski ekki að spila eins vel núna og hann gerði í fyrra en hann er að þroskast mikið sem leikmaður og leikskilningurinn hjá honum að verða betri og betri svo munum við kaupa 3-4 góða leikmenn, ef við hugsum útí það þá erum við svo nálægt 4 sætinu eftir hræðilegt tímabil og ef þú tala við united menn þá eru margir hverjir hjá þeim mjög sáttir. Markahæsti maður Liverpool er 34 ára gamall Steven Gerrard með 8 mörk, pælum í því ef við værum með mann sem myndi þó bara skora 15 mörk fyrir okkur þá er maður ekki einu sinni að biðja um mikið lið eins og qpr og west brom eru með þannig mann en ekki Liverpool ég er sannfærður ef keyptur verður heimsklassa striker í sumar er Liverpool að fara í meistaradeildina að ári.
LFC forever það að steven gerrard sé að hætta er ekki neikvætt hann er búinn að mjög erfitt tímabil og liðinu hefur gengið miklu betur með henderson sem leiðtoga. Þú segir að sterling muni örruglega fara bæði Brendan og Fsg hafa sagt að hann verði áfram þótt hann skrifi ekki undir svo það er bull. Það er rétt að við eigum engan nothæfan framherja en við höfum sumarið til að laga það og við vitum að við fáum einn mjög efnilegan framherja Origi. Þú segir að við getum ekki lokkað til okkar heimsklassa leikmenn er það eitthvað nýtt við ekki heldur fengið sanchez i fyrra þótt við værum í meistaradeildinni.
19 og 20# Vona svo sannarlega að allt verði betra á næsta tímabili og þessir leikmenn sem þið nefnið þarna munu blómstra. Vona svo sannarlega að það rætist. Ef við horfum hins vegar ískalt á hlutina þá er það engan veginn sjálfgefið. Leikmenn eins og Moreno og Marko hafa heilt yfir valdið vonbrigðum. Samt alveg hárrétt hjá ykkur að það er allt of snemmt að afskrifa þá.
Myndi einnig vera rólegir með að fullyrða að Sterling muni EKKI fara, sama hvað þjálfarar og eigendur segja (hef reyndar ekki orðið var við svona afdráttarlausa yfirlýsingu frá þessum aðilum). Miðað við hvernig drengurinn hefur talað í fjölmiðlum þá er ég ansi hræddur um að hann sé á útleið. Þau mál munu samt vonandi skýrast sem fyrst.
Eitt af vandamálum Liverpool er einmitt það að það vantar fleiri solid reynslubolta á besta aldri, 25 – 28 ára, m.ö.o. fullmótaða öfluga leikmenn.
Vissulega er það ekkert nýtt að við missum af targetum, en það er morgunljóst að það verður enn erfiðara eftir þetta hörmungartímabil (já, ég flokka þetta tímabil sem hörmungartímabil) að lokka til okkar heimsklassaleikmenn sem við svo sannarlega þurfum til að koma okkur aftur í top4.
Langar svo til að vera jákvæður og bjartsýnn en það er erfitt eins og staðan er í dag. Þau lið sem við erum að keppa við (Chelsea, City, Utd. og Arsenal) hafa yfir miklu meiri fjármunum að spila en við og munu öll mæta enn sterkari til leiks á næsta tímabili. Það verður gríðarlega erfitt að ná þessum liðum. Ekki ómögulegt en gríðarlega erfitt.
LFC forever – Liðið er ungt og varnarleikurinn hefur stórlagast frá fyrra tímabili, Moreno og Markovic er ungir og efnilegir þó allt hafi ekki gengið upp. Allir þessir ungu verða ári eldri á næsta tímabili og reynslunni ríkari. Vissulega vantar framherja en það er varla óleysanlegt vandamál þó undanfarandi kaup hafi misheppnast illilega og enginn sá fyrir að Sturridge yrði svo til ónothæfur allt tímabilið vegna meiðsla.
Eigendur og stjóri LFC hafa drullað svo rækilega lengst upp á bak að skítafýlan finnst í ilmvatnsdeild Hagkaupa í Kringlunni. “Skortir gæði fremst”, segir Brodge. Er það virkilega ?Hversu erfitt er að fá almennilegan framherja í tveimur leikmannagluggum ?!?! “Við ætlum ekki að gera eins og Tottenham” .. SERIOUSLY !
Brodgarinn er ekki, og verður aldrei top stjóri. Mark my words. Og þessir Kana lúðar sem hafa EKKERT vit á fótbolta ( “soccer”), geta einbeitt sér að því að REYNA lúkka svalir með trophy wifes á kanntinum. Væri í alvörunni til í að vera með rússneskan semi mobster fyrir eiganda, því þeir virðast allavegana hafa smá passion fyrir þessu.
Af hverju búið? 6 stig í pottinum og Utd á eftir Arsenal og Hull og við Palace og Stoke. Ef Utd gerir jafntefli við Ars og við vinnum rest þá er þetta ekki búið. Er það ekki rétt skilið hjá mér?
Sælir félagar
Það er auðvitað rétt að það er alveg möguleiki að ungu leikmennirnir eigi eftir að blómstra. En er það ekki til of mikils ætlast af forsjóninni að þeir blómstri allir og verði alvöru byrjunarliðsmenn í efstu deild. Er það ekki að ögra tölfræðinni ansi mikið að ætlast til þess.
Ég tek undir allt sem LFC forever segir hér fyrir ofan. Ég hefi áður spurt þá sem segja að það séu bjartari tímar framundan hvað er það sem bendir til þess. Við erum með mjög ungt lið og það er auðvitað stórkostleg bjartsýni að halda að þeir muni allir blómstra á næstu leiktíð. Inkaupastefna liðsins undir BR og Könunum hefir ekki verið með þeim hætti að ásræða sé til bjartsýni. Ég hefi áður spurt um þetta engin svör fengið sem mark er á takandi. Sem sagt af hverju ætti allt að batna svona rosalega í sumar að ástæða sé til bjartsýni. Mér er einfaldlega spurn.
Það er nú þannig
YNWA
Utd tapar auðvitað aldrei báðum
Hugsaðu nú aðeins Maður að austan. Það eru tveir leikir eftir og það munar 6 stigum á Liverpool og United. United er með 14 mörkum meira í plús en Liverpool. Þannig til að Liverpool vinni þarf United að tapa báðum leikjunum og þá helst 3 eða 4 núll og Liverpool að vinna með þá 4 til 5 mörkum. Það má alvega vera bjartsýnn og vona að það gersist en líkurnar á því eru stjarnfræðilega litlar. Eða kannski eru það bara jafn miklar líkur á því að þetta takist og að Liverpool kaupi heimsklassa leikmann í sumar.
#24
Rétt, en við verðum þá að vinna báða leikina ca 4-0 og manu að tapa með sama mun.
Það sannaðist á þessu tímabili að árangurinn í fyrra var ekki Rodgers að þakka, heldur einungis Suarez. Í raun voru það heimskulegar ákvarðanir Rodgers sem að gerðu það að verkum að við unnum deildina ekki í fyrra né komumst í Meistaradeildina í ár. Það er kominn tími á að fá alvöru stjóra sem leikmenn virða og hræðast, í raun höfum við ekki haft þannig stjóra síðan Benitez var látinn flakka. Klopp væri góður kostur en því miður held ég að hann vilji einungis taka við Meistaradeildarliði ef hann fer eitthvert. Í raun veit ég ekkert hvern við ættum að fá… Carragher kannski.
Það er nú þannig.
YNWA
Svona fyrir þá sem eru komnir í klóakið, andlega, þá má alveg halda því til haga að fyrir ofan okkur eru tvö olíufélög; Arsenal, sem er eitt best rekna lið heims; og manutd þar sem stjórinn var kominn í sjötta sæti yfir mestu eyðsluna í sögu deildarinnar í haust og það eftir einn sumarglugga og ekki Depay talinn með.
Við erum með ungan stjóra, ungan hóp og þannig séð unga eigendur líka. Við megum ekki fá glígju af óvenju góðum árangri síðasta tímabils, þótt við séum auðvitað ekki helsátt við fimmta sætið.
Í dag eru 29 ár síðan LIverpool vann sína fyrstu og einu tvennu, þ.e. Deild og FA Cup. Finnst eins og það hafi verið í gær. Hvenær ætli að það gerist aftur ?
Sælir félagar
Rúnar Þór svona bara vegna þekkingar þiinnar á klóakinu. Færðu einhver rök fyrir “bjartsýni” þinni sem hlýtur að vera til staðar þrátt fyrir þekkingu þína á frárennsli mannlífsins. Að benda á þá þekktu staðreynd að “allir” eru ungir er hrein rökleysa.
Það er nú þannig.
YNWA
Okkur gekk nú vel í fyrra þrátt fyrir svipað ungan hóp…
#29
ànn þess a? vera me? e?a à mòti rodgers ùt e?a klopp inn.
þà held ég perssónulega a? klopp væri raunhæfur kostur fyrir liverpool í sumar í þa? minnsta hann er atvinnulaus og horfir líklega til englands.
þa? væri helst a? man city myndi freista hans meira me? peningunum sem geta bo?i? honum
annars ver?ur ekki stærra starf í bo?i fyrir hann í sumar en hjà liverpool af því gefnu a? rodgers ver?i ekki àfram.
annars gæti ég vel trùa? því a? leikflèttan sè byrju? a? klopp sé a? fara taka vi? beyern þar sem gurdiola sé à lei? til city….
Nenni ekki að eyða púðri í ræða sjálfan leikinn ????
Þvílíkur KÓNGUR sem Gerrard er og karakter, smellir í sigurmarkið á móti QPR eftir að hafa klúðrað víti í síðustu umferð og setur í jöfnunarmarkið á móti Chelsea núna í dag og tróð aðeins uppí Chelsea aðdáendur sem voru með spjöld á lofti og söngva gegn honum allann leikinn.
Alltaf stígur hann upp við mótlæti eða þegar mikið liggur við einsog t.d markið á móti Olympiakos, markið á móti West Ham í FA Cup og síðast en ekki síst markið á móti Ac Milan.
Núna er hann orðinn 34 ára og er markahæstur í liðinu, við erum með prúðasta liðið í deildinni en Gerrard er með flestu gulu spjöldin í liðinu sem sýnir að það er ennþá baráttþrek til staðar.
Ok okkur vantar klárlega framherja sem skorar mörk, en okkur vantar algjörlega leikmann í staðinn fyrir Gerrard einhvern sem getur dregið vagninn með baráttu
anda og gefið tóninn fyrir hina.
Þetta er eitt af því sem ég hræðist þegar Gerrard fer einhvern sem hægt er að líta upp til því við höfum alltaf verið með þannig menn í liðinu sem hafa haft drifkraft hvort sem er með markaskorun, eða baráttu eða menn voru drullu hræddir að fara í klefann eftir leik ef þeir stóðu sig illa t.d Gerrard, Garragher, Reina, Hyypia, Mascherano, Torres, Alonso, Dalglish, Sounes, Hamann, McCallister og fleiri, ég hreinlega sé svona leikmann í hópnum í dag, því það verður borinn von að mæta bara með kjúklinga til leiks næsta tímabil.
Sjáum hvað glugginn gerir í sumar vonandi bætir BR við reynslubolta(um) inn með ungviðinu í sumar.
Sé ekki svona leikmann í hópnum okkar í dag átti þetta að vera????
Þetta tímabil er algjört hrun frá A til Ö.
Rodgers hefur ekki enn fundið sína taktík með lið fullt af leikmönnum sem hann hefur sjálfur gefið vilyrði fyrir að kaupa. Að sama skapi hefur liði virkar andlaust á köflum þ.á.m. á Wembley og Meistaradeildarafhroð er enn í fersku minni.
Á sama tíma hefur hann látið menn eins og Agger, Reina, Kuyt, Suso og Shelvey fara – og mennirnir sem komið hafa í staðinn verið flestir arfaslakir. Núna er Gerrard á förum – markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu og fyrirliði til fjölda ára. Löngu kominn af sínu besta skeiði.
Svo eru agamálin annar handleggur þar sem Rodgers virðist aldrei getað tekið á misförum leikmanna s.s. Sterling. Í viðbót við þetta er svo augljós leiki í búningsklefanum þar sem byrjunarliðið lekur trekk í trekk án þess að menn fái við það ráðið.
Leikmannakaupin eru svo sér katítuli á tíma Rodgers – flest misheppnuð og einkennast af algjöru stefnuleysi.
Til að bæta gráu ofan á svart er Rodgers farin frá því að vera maðurinn sem sagði alla réttu hlutina í að vera maðurinn sem segir alla þá röngu. Með tilheyrandi óánægju stuðningsmanna klúbbsins.
Ég kaus “að halda Rodgers” í kosningunni hér fyrir ekki alls löngu – nú er ég virkilega komin á báðar áttir.
Sigkarl #31
Þessi árátta þín um að bölsótast út í ástand LFC er algjörlega lýsandi fyrir þann anda sem svífur yfir vötnum á kop.is, en fyrr má nú rota en …
Nú ætla ég bara að fá að taka upp hanskann aðeins fyrir Rúnar Þór #30, sem þú svarar með þessum hætti:
“Rúnar Þór svona bara vegna þekkingar þiinnar á klóakinu. Færðu einhver rök fyrir „bjartsýni“ þinni sem hlýtur að vera til staðar þrátt fyrir þekkingu þína á frárennsli mannlífsins. Að benda á þá þekktu staðreynd að „allir“ eru ungir er hrein rökleysa.”
Eru menn ekki orðnir full örvæntingarfullir, já eða bara uppfullir af eigin ágæti, þegar þeir heimta að aðrir færi rök fyrir bjartsýni sinni ??
Nú er ég til dæmis almennt bjartsýnn maður að eðlisfari. Ég þarf engin sérstök rök fyrir því, ég er bara sú týpa, en þegar ég ræði við svartsýna manninn – þig, í þessu tilfelli – þá myndi ég þurfa að færa rök fyrir því af hverju ég sé bjartsýnn!
Og ekki bara hvaða rök sem er, því eins og þú segir hér aðeins ofar, þá viltu rök sem mark er takandi á.
Pistlarnir á þessari síðu gera hana að einnig þeirri bestu sinnar tegundar á veraldarvefnum, en umræðan hér er farin nákvæmlega sömu leið og spjallið á liverpool.is forðum. Það er mjög miður. Enda er maður svo til hættur að nenna að lesa athugasemdir hér.
Vonandi batna umræðurnar þó núna í kjölfarið að einhver opnar á þessa umræðu. Því, eins og bjartsýni maðurinn ég held, þá er sumar á næsta leiti, sólin komin upp, lífið fallegt og gott, þrátt fyrir að einhverjum boltastrákum takist ekki að koma leðurtuðru yfir einhverja línu í útlöndum 🙂
Sumarkveðja, gamli!
Homer
Einn punktur sem vert er að benda á er mikilvægi Lucas í liðinu. Megi guð forða okkur frá því að hann verði seldur, en ég held því miður að hann sé ekki í áliti Rodgers. Man að hann fékk séns á móti Real úti ásamt b-liðinu sem teflt var þar fram og í kjölfarið fékk hann sénsa. Hvað gerðist svo? Jú, hann var það sem skipti máli þegar að koma að “runninu” eftir áramót. Það var svo þegar hann meiddist að við fórum að standa okkur verr og fá á okkur fleiri mörk.
Það er svo mikilvægt að vera með varnartengilið í liðinu, hvað þá þegar hann er sá eini sem liðið hefur! Ég verð ekkert smá reiður og svekktur út í Rodgers ef hann ákveður að selja Lucas frá okkur.
Ég kaus Rodgers áfram um daginn, en nú er ég eins og Ben á báðum áttum.
Sjáið bara muninn á stríðsandanum í Chelsea vs. Liverpool.
Brúarskríllinn veður út á völl og byrjar leikinn á því að reyna að fótbrjóta prúðustu drengi deildarinnar. Auðvitað eru John Terry og co. algjörir ruddar, en þetta er samt statement. Við erum með nægan “kjark” og ætlum að vinna ykkur.
Prúði herinn virkar svo oft númeri of lítill. Flínkir fótboltadrengir margir hverjir, en vantar alveg grjótmulningsvélina, grittiíð. Er það kannski þjálfaranum að kenna?
Það læðist að mér sá grunur að ef til vill væri best fyrir Rodgers að halda áfram að þjálfa ungmennaliðin og “skáta talent”, þar er hann sterkur. En á stóra sviðinu vantar allt of oft aðeins uppá. Stillir vitlaust upp eða er of seinn með skiptingar – og allsekki nógu brjálaður á hliðarlínunni.
Held líka að hann hafi ofmetnast í trú á eigin kraftaverkagetu. Eða hvernig í dauðanum datt honum í hug að kaupa Balotelli?
Ég er efins um næsta vetur.
Skil ekki alveg þessa umræðu að þetta tímabil sé algjört hrun. Ju vissulega klár vonbrigði en þetta er samt næst besti árangur okkar í deildinni í einhver 6-7 ár. Ég gæti skilið það að það væri kallað algjört hrun að lenda i 5 sæti ef liðið væri buið að vera lengi í top 4 en myndi allt í einu detta út óvænt en það er ekki alls staðan.
Veit bara fyrir víst að menn væru ekki vælandi hér um okkar getuleysi ef Sturridge hefði verið í sama formi og i fyrra. Einfaldlega klikkaði allt varðandi framherja pakkan hjá okkur, ef við hefðum verið með 1 stk 20+ marka mann í framherja stöðunni værum við í það minnsta í 4 sæti núna og hlæjandi af man utd fyrir neðan oss. Slakið aðeins á og eftir næsta tímabil verðum við aftur komnir í C.League hvort sem Brendan verði áfram eða ekki . Ég segi gefum Brendan 1 ár en.
YNWA
Klopp á kop, hverjum líst ekki vel á það: sjá hér
Menn voru að búast við alltof miklu á tímabilinu. Þeir skildu ekki að liðið í fyrra var bara Suarez og fátt annað. Í ár vorum við með svipað lið og hafði lent í 8. og 7. sæti í deildinni en náðum að fjárfesta í nokkrum aukamönnum fyrir Suarez-peninginn. Þeir aukamenn gerðu það að verkum að við náðum að blanda okkur í baráttuna um 4. sætið. Ekkert meira.
Að Suarez hafi náð að rífa okkur úr meðalmennskunni í titilbaráttu var ótrúlegt, en það sem er ótrúlegra er að menn héldu í alvöru að liðið myndi aftur eiga svipað tímabil eftir að kjarni liðsins hvarf á brott.
Ég er sáttur með 5. sætið. Ef við lítum á meðalstöðu okkar í deildinni síðastliðin 7 ár er sú staða 6. sæti, þannig að lenda fyrir ofan það sæti er bara gott og blessað.
YNWA
Þá er þessu tímabili 2014-15 formlega lokið og spretta því upp misgáfulegar ef, kannski, hefði-umræður upp. Það er eðlilegt, og mannlegt.
Hvernig er hægt að gera þetta tímabil upp öðruvísi en að lýsa yfir heilmiklum vonbrigðum svo vægt sé til orða tekið. Þá fara þeir af stað, svartsýnismennirnir, bölsótararnir og allir þeir (fyrirgefið, þau öll). Ég er sennilega einn af þeim, en ég trúi bara ekki á þetta hjá Brendan Rodgers. En að ég ætli að sætta mig við það, að ég sé þá úthúðaður einhver svartsýnismaður – Nei takk.
Það glumdi hátt í viðvörunarbjöllunum s.l. sumar þegar Mark Clattenburg flautaði fyrsta leik liðsins í gang, heimaleiknum gegn Southampton og fór maður hreinlega dauðkvíðinn inn í tímabilið enda hafði enginn, ef frá er talinn Mario Balotelli, leikmaður sem félagið hafði fjárfest í komið upp á stóra sviðið. Það er eitt sem mér finnst fólk gleyma hérna inni, það er það að við vorum runner-up liðið á síðustu leiktíð og hefðum því ef allt væri eðlilegt getað mætt með alla vöðva uppspennta á leikmannamarkaðinn og sett á öngulinn bestu beiturnar en því miður var það ekki gert. Það er sennilega búið að fara yfir það í svona 10.000 skipti hérna inni hversu lélegur sumarglugginn 2014 var og í raun óþarfi að bæta eitthvað við það. Í dag snýst þetta um framtíð Liverpool F.C. en þegar horft er til framtíðar, og áætlanir gerðar, er nauðsynlegt að læra af fortíðinni.
Ég er ekki í RodgersIn-bátnum en geri mér þó grein fyrir því að félagið er aldrei að fara að reka Rodgers. Það er þess vegna sem ég ætla að styðja hann áfram sem stjóra Liverpool, því ekki ræð ég því hver er stjóri félagsins. Þá þurfa þeir sem ekki trúa á Rodgers að sætta sig við að hann er ekki að fara og gefa honum sjens, jafnvel þó það sé í óþökk minni.
Eru einhverjar ljóstýrur í myrkrinu – Já, það er auðvitað alltaf týra. Liðið verður blessunarlega einu ári eldra á næsta tímabili en það var í ár, og vonandi (sem ég efast um) mun þessi kaupnefnd með Rodgers í broddi fylkingar hafa uppi á einhverjum 2-3 gæðaleikmönnum, og þá er ég ekki að tala um leikmenn í Danny Ings-klassa. Það bókstaflega öskrar á alla, að félagið þarf leikmenn af stóra sviðinu, sigurvegara. Það væri óskandi að félagið færi nú með eitthvað af þessum sjónaukum sínum inn á Bundesligu-markaðinn en ekki að eltast við “frábæra” leikmenn í liðum í sætum 12-17 í premíunni.
Einn júnæded-félagi minn sagði við mig s.l. sumar “Þið poolarar eruð auðvitað svo heppnir að vera í meistaradeildinni, þess vegna getið þið náð ykkur í leikmenn eins og Lambert, Lovren, Balotelli & Lallana en við þurfum að sætta okkur við Di Maria, Falcao og Blind”. Þessi orð hans vekja hjá mér von, von um að Liverpool geti fengið leikmenn í hæsta gæðaflokki til liðs við sig. Þá spyr maður sig um aðdráttarafl Brendan Rodgers.
Luis Suarez fór og Raheem Sterling er hættur að nenna þessu og met ég stöðuna 50/50 með hann í sumar. Svo verð ég ekki rólegur fyrr en glugganum lokar í haust hvað varðar Coutinho. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir nýjan samning að þá er það þannig í dag, að Bic-blekið er ekki þornað á samningum leikmanna þegar þeir eru farnir. Getur verið að besta vinkona langömmu Coutinho hafi átt íbúð í Madríd og hann heimsótti hana oft þegar hann var yngri þegar hann útskýrir fyrir okkur ástæðuna að hafa valið Real Madrid ? Ekkert kemur mér lengur á óvart í þessum leikmannaviðskiptum.
Ef þetta er dregið saman í einhverja örstutta samantekt, að þá er hún hér:
Brendan Rodgers mun leggja af stað inn í næsta tímabil með liðið, og hann verður að brýna sverð sitt í sumar og bæði að verjast ágangi liða í Sterling og Coutinho, en jafnframt vera á vaktinni eftir frábærum leikmönnum. Þolinmæði allra (hjá sumum er hún farin) mun ekki vara allt næsta tímabil ef uppskriftin af næsta tímabili verður eitthvað svipuð og hún var á því sem nú er að ljúka.
Homer #39
Heyr heyr.
#Sigkarl
Anda inn, anda ùt. Þetta sífellda svartsýnis raus ì þèr er að verða ansi mikið þreytt.
Auðvitað er þetta tímabil alveg massíft klúður. Okkur var spáð fyrsta sætinu í messunni ef ég man rétt. Hins vegar ber að líta a það að Sturrige hefur bara ekkert verið með. Hendið inn svona tíu deildarmörkum frá honum (mjög raunhæft) og staðan væri einfaldlega allt önnur. Svo hefur Balotelli verið algjör vonbrigði. Síðasta haust var hann hins vegar mjög spennandi og kaupin á honum voru ákveðið statement. Þegar hann kom þá var ég bara VÁ! og flestir hér voru á sama máli. Hann stóð hins vegar ekki undir neinu.
Ég held að Rodgers verði áfram og það sé engin spurning. Hins vegar er ekki hægt að líta hjá því að Klopp er á lausu og í raun ekkert af stærstu félögunum með starf fyrir hann (City er bara að bíða rólega eftir Guardiola og ég held hann færi ekki til Bayern ef Guardiola hættir þar).
Jæja… Draumurinn minn um CL-einvígið Liverpool – Stjarnan er úti, í þetta skiptið!
Þetta er ótrúlega svekkjandi niðurstaða í deildinni, sérstaklega þegar maður sér að manjú sé að tryggja sér umspilið og ekki voru þeir góðir í vetur. Þetta tímabil væri kannski ekki svona svekkjandi ef við hefðum ekki spilað besta og skemmtilegasta fótbolta veraldar í fyrra. Við erum klárlega með ágætan hóp en þurfum að styrkja hann á nokkrum vígstöðum, það er deginum ljósara, eins og menn hafa bent á milljón sinnum hérna.
YNWA!
Menn eru eðlilega mjög vonsviknir yfir þessu tímabili og ég svo sannarlega í þeim hópi. Hitt er svo annað mál að helvítis tímabilið er búið og kemur sem betur fer ekki aftur. Það eina sem er nú að gera er að anda með nefinu og reyna að læra eitthvað af þessu tímabili.
Ég hef áður lýst hvað mér finnst um Brendan Rodgers. Fínn stjóri en vantar töluvert upp á að ráða við að stýra stóru félagi. Nóg um það en ég skal játa að ég skvetti 12 ára McCallan viskíi í frjóan svörð og hét á æðri mátt að færa okkur Klopp.
Innkaupastefnan miðar að hluta til að því að fá mikið fyrir lítið. Stefna sem ég styð í sjálfu sér og það er fráleitt að tala um að hún sé misheppnuð hjá Liverpool. Raunar þvert á móti og þarf ekki annað en að nefna leikmenn eins og Couthino, Ibe, Moreno, Markovic og Emre Can til að sjá að stefnan hefur borið ávöxt. Svo eru þarna nokkur spurningamerki s.s. með Southampton leikmennina sem voru keyptir en t.d. Lovren er augljóslega að finna leikformið aftur.
Heilt yfir tel ég Liverpool vera á réttri leið þarna og þróað módel sem spottar unga og efnilega leikmenn sem vilja koma og spila fyrir félagið auk þess sem að unglingaakademían er sterk og skilar yfirleitt árlega einum góðum leikmanni í hópinn. Vel að verki staðið finnst mér.
Annar þáttur innkaupastefnunnar, þ.e. að taka calculated risk, hefur ekki tekist eins vel þetta tímabilið. Balotelli var áhættufjárfesting sem misheppnaðist eins og blasir við hverjum manni. Á hitt ber að líta að you win some, you lose some þegar að þú tekur áhættu. Ég á því ekki von á öðru en að menn hafi vitað af þeirri sviðsmynd sem kom upp þ.e. að Balo væri gagnslaus. Worst case scenario getur alltaf raungerst og ekkert við því að gera. Þetta er sokkinn kostnaður og nú er bara að henda þessum leikmanni út með ruslinu og afskrifa tapið.
Ég áfellist því FSG ekki fyrir Balotello verkefnið nema að síður sé. Ekki gleyma að Suarez var líka áhættufjárfesting og þó að ferill hans hjá Liverpool væri skrautlegur myndi fáir bera á móti að áhættan borgaði sig heilt yfir. Ég hef margoft talað fyrir að kaupa Roberto Firmino hjá Hoffenheim sem er snillingur í fótbolta sem þarf að stilla hausinn á. Halda áfram þarna en vanda sig grammi betur næst.
Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að stórspilarar vilja ekki koma til Liverpool. Ég get ekki sett fingurinn á af hverju? Tal um að borgin sé ekki nógu spennandi stenst ekki neina skoðun. Hafið þið t.d. komið til Manchester? Kannski vantar hreinlega grimmdina til að negla stóra leikmenn. Þetta þarf að laga.
Vera má að FSG hafi þurft að bíða með stóra samninga sökum undirliggjandi rekstar félagsins sem var frekar slæmur þangað til í fyrra. Tekist hefur að laga reksturinn stórlega og núna fara stórir póstar af launaskrá s.s. Gerrard, Johnson og Balotelli (geri ég ráð fyrir). Ég sé í það minnsta ekki neina fyrirstöðu út frá efnahags- og rekstarreikningi Liverpool að semja við stórspilara. Ég myndi t.d. vilja að Liverpool gerði atlögu að Gonzalo Higuain hjá Napoli.
Allavega…þetta tímabil er búið og ég ætla að hrista af mér vonbrigðin og líta tiltölulega bjartsýnn til næsta tímabils.
sælir félagar
Sá ekki leikinn en eftir umræður við nokkra chelsea aðdáendur þá skilst mér að þeirra menn hafi virkað hálf þreyttir og ekki alveg eins og þeir eiga að vera að sér. Persónulega tel ég það vera fín úrslit að taka eitt stig á brúnni en í ljósi aðstæðna þá er það vonbrigði í þetta skipti.
BR er svosem ekki að impressa mann með miklum töktum og taka Gerrard útaf fyrir lucas til þess að fá eitthvað klapp í leik þar sem við nauðsynlega þurfum mark virkar pínu skrítið og fer þetta í pott með fleirri furðulegum ákvörðunum stjórans.
Innkoma manna af bekknum er sem fyrr rannsóknarefni. Við setjum inn 19 ára Ibe sem var kallaður til baka úr láni í jan ásamt jerome sinclair sem ég held að sé langt frá því að vera tilbúinn í verkefnið og fékk ekki mikil tækifæri sem lánsmaður í fyrstu deildinni í vetur hjá Wigan. Hvort þetta sé enn ein skilaboðin frá BR til eigenda eða bara ráðleysi þá veit ég ekki alveg en ekki misskilja mig ég er mjög hrifinn af ungum leikmönnum og að gefa þeim sénsinn en þetta einfaldlega öskrar á mann hvað lfc stendur keppinautum sínum langt frá hvað varðar gæði á fremsta hluta vallarins.
Það er ótrúlega skemmtileg blanda af ungum hæfileikaríkum leikmönnum í hópnum en það eru alveg hreinar línur að þeir fara ekki mikið hærra með þetta lið en það er í dag. Ef stefnan verður áfram að kaupa unga efnilega leikmenn ásamt reynslumeir average / góðir leikmenn frá andstæðingum sem eru neðar en við í töflunni þá mun það taka nokkur ár í viðbót áður en raunverulega er hægt ætlast til þess að gera atlögu að liðunum fyrir ofan okkur (ef það er þó hægt að ætlast til þess því vissulega eru andstæðingar okkar ekkert að ætla sér að standa í stað).
Ég hjá eftir einu jafnframt í liðsuppstillingunni en það voru johnson, lambert og Gerrard og Can í hægri bakv. Mér finnst enginn af þessum leikmönnum fitta leikstíl BR og ekki furða að liðinu gangi illa að pressa þegar stór hluti hópsins er annaðhvort útúr stöðu eða henta illa leikstílnum. Þetta hefur svosem verið gegnumgangandi í vetur. Það virkar heldur betur augljóst á mann að sumarglugginn síðasti gekk illa og er í raun Emre Can eini sem hefur virkilega heillað þó svo að ég ætli mér nú alls ekki að útiloka menn eins og Moreno, Markovic og jafnvel Lovren kallinn en það verður tíminn að leiða betur í ljós.
Þessi líknarmeðferð á tímabilinu er löng og erfið og getur maður varla beðið eftir að hún klárist en ljósið í myrkrinu er það að við erum með þrusuefnilegan hóp og í fyrsta skipti í ansi mörg ár þegar menn eru óánægðir með gengi liðsins þá er það actually nokkuð góður grunnur í liðinu að mínu mati það bara vantar þessi extra gæði í örfáar stöður til þess að smyrja vélina áfram. BR má alveg fara með liðið inní næsta tímabil að mínu mati en bæði hann og FSG þurfa að eiga gott sumar bæði á æfingasvæðinu og í leikmannamálum til þess að ná að gera betur en í vetur.
Umfram allt þá óska ég þess að BR finni aftur þann leikstíl sem hann vill spila og kaupi menn í sumar sem henta þeim leikstíl, ekki kaupa menn af því að þeir séu með gott endursöluverði o.s.frv. og spila þeim útúr stöðu.
YNWA
al
Sælir félagar
Auðvitað er ástæða til að anda inn og anda út. Auðvitað er svartsýnisrausið í mér orðið þreytt. En er það ástæðulaust? Ég bara spyr? Mikið vildi ég að svo væri og þetta væri bara nöldur í gömlum fret sem sér ekki til sólar fyrir elliblindu og allt. En því miður. Og svo skal ég hætta enda búinn að koma mínu á framfæri.
Það er nú þannig
YNWA
Var að sjá þetta…er eitthvað að marka þennna miðil annars?
http://www.football-insider.co.uk/exclusive/exclusive-liverpool-chiefs-set-to-meet-jurgen-klopp
Sigkarl!
Too much information… “Mikið vildi ég að svo væri og þetta væri bara nöldur í gömlum fret sem sér ekki til sólar fyrir elliblindu og allt”.
Annars ertu algjör toppmaður:-)
Guderian ég vona meira en allt að þetta sé satt því að ég er nákvæmnlega 0 spenntur fyrir Liverpool með BR sem stjóra.
Jæja félagar nú stefnir klúbburinn okkar í meðalmennskuna einu sinni enn, Ef að þessi framkvæmdarstjóri verður áfram verðum við mun neðar næst. Hann er búinn að fá 3 ár, er það ekki nóg!!!!!!!!
Burt með hann og hans meðalmennsku!!!!!!!!!!!
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!