Liverpool 1 – C.Palace 3

Ég virkilega ætlaði að láta mér verða sama hvernig þessi leikur færi varðandi leikskýrslu. Dagurinn snerist um SG.

Ég get það ekki eftir þessa frammistöðu. Hún var sennilega sú versta í vetur af mörgum sem hægt er að muna eftir, allavega miðað við um hvað var að tefla.

Byrjunarliðið í dag…

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren – Moreno
Gerrard
Ibe – Coutinho´- Henderson – Lallana
Sterling

Varamenn: Ward, Johnson, Toure, Lambert, Lucas, Allen, Sinclair

Enn á ný reynt að troða SG í holuna og senterinn Sterling, í bakverðinum Emre Can sem er góður leikmaður en svo alls ekki í réttri stöðu.

Þetta byrjaði ágætlega en strax í kjölfar þess að Lallana skoraði eftir mistök í vörn Palace tóku gestirnir völdin á Anfield. Já takk, þeir tóku völdin og héldu þeim þar til á 70.mínútu þegar að staðan var orðin 1-2, loksins búið að koma SG framar og setja inná framherja. Þó ég skilji ekki hversu Sterling þarf að vera lélegur til að verða tekinn útaf, en það var allavega orðið smá shape á þessu liði.

Það kom stuttur kafli þar sem við virtumst ætla að skora en vandræðalegur varnarleikur Can og klaufabrot Lucasar (vissulega utan teigs) skóp salt í sárin og ömurlegt tap staðreynd.

Þetta var ÓBOÐLEGT OG TIL SKAMMAR fyrir þá sem að leiknum komu. Eina sem mögulega gat lyft brosinu hefði verið að klára tímabilið almennilega fyrir Stevie en það tókst ekki.

Ég er alveg kominn með nóg af þeirri aðferðarfræði sem er í gangi á Anfield og heimta breytingar. Brendan Rodgers lítur vissulega afskaplega illa út enda voru slökustu leikmenn dagsins þeir sem hann keypti. Sérstaklega var sláandi að horfa á Alberto Moreno sem hefur sloppið létt við gagnrýni í vetur. Það er ekki hægt að hafa bakvörð í fjögra manna vörn sem kann ekki að verjast. Lovren leit hræðilega út á ný og vinstri væng í vörn hef ég ekki séð svo veikan síðan Harkness og Piechnik voru þar hlið við hlið.

Það að láta Can áfram vera í bakverði, troða Stevie í DM og hafa Sterling í senter gengur ekki. Það er FULLKOMLEGA vonlaust og við vitum það öll. Lambert hefur ekkert spilað vel en hann kann þó að vera senter og setur menn inn í leikinn eins og bæði Fowler og Warnock töluðu um fyrir leik. Svo gat Sterling ekkert en eins og að undanförnu hefur hann bara greinilega leyfi til að geta ekkert og fær að klára alla leiki.

Það þarf að hreinsa út í sumar. Af leikmönnum klárlega, Aspas, Luis Alberto, Allen, Lambert, Balotelli og Borini eiga ekki fleiri mínútur skilið. Lovren má fara ef við fáum tilboð í hann og ef við ætlum að spila fjögra manna vörn þarf þetta lið tvo bakverði og hafsent ofan á senteraþurrðina.

Stjórinn?

Ég veit bara ekki meir. Hann hefur staðið sig fullkomlega ömurlega frá leiknum gegn United á Anfield og virðist í dag vera þrjóskupúki sem horfir frekar til ákveðinna leikmanna en liðsins. Það finnst mér sjást í þvermóðskunni með Can í bakverði og endalausa notkun á Sterling.

Yfir honum starir dökkt ský og hann er í þeirri stöðu að þurfa að losa sig við fullt af mönnum sem hann lagði áherslu á að fá. Stóru spurningarnar eru tvær.

a) Eru FSG að stjórna innkaupastefnunni og áherslu á endalausa hauga af efnilegum leikmönnum og hann fær að halda djobbinu þess vegna?

b) Er honum treystandi að skipta út þessum tíu til tólf nöfnum sem ég tel hér upp og fá aðra betri í staðinn?

Hvort sem er þá þurfum við breytingar eftir þennan HRYLLILEGA vetur.

Ég er búinn að fá nóg af þessari aðferðarfræði og uppstillingu á liði og klúbbnum í heild

53 Comments

  1. Þetta er það sem margir hér inni vilja sjá á næstu leiktíð. Andlausan fótbolta með clueless þjálfara, ömurlegri taktík og ströggli gegn botnliðum og neðri deildar liðum. Klopp á kop. Þarf að rökstyðja þá ákvörðun eitthvað frekar eftir þetta?

  2. Ég fer að leggjast á Rodgers Out vagninn bráðum. Þetta er skelfilega lélégt með öllu.

  3. Mikið betra liðið vann,svo má þessi blessaður BR hverfa frá Anfield strax þvílíkir aular.

  4. Rosalega er þetta blessaða lið okkar orðið lélegt. Aumingja SG að þurfa að þola þessa niðurlægingu í lokaleik sínum.
    Alger hörmung.

  5. Svona í alvöruni… Er ekki hægt að fara gera eitthvað í þessum málum. Öll athygli hefur verið á Gerrard núna síðustu vikur sem er alveg skiljanlegt. En nú er það búið og núna VERÐUR að fara gera róttækar breytingar! Finnst FSG þetta virkilega vera bara allt í lagi??

  6. takk fyrir Gerrard YNWA. Þessi leikur var háðung fyrir klúbbinn og BR er ábyrgðarmaður þar það er mál að linni.

  7. Sá ekki leikinn, skrifa því með þeim forsendum. Held að leikurinn og undirbúningurinn hafi fallið i stóóran skugga af títt nefndri kveðjustund. Klárlega leikmaður stærri en félagið í dag, enda tapaði liðið.

  8. Sælir félagar

    Í stöðunni 1 – 2 skiptir BR inná varnarmanni og batta sem hann keypti í sumar í stað tveggja sóknarmanna. Hin taktíska skipting BR leiddi til þess að varnarmaðurinn gaf svo víti til að heiðra snillingin BR. Battinn stóð sig ekki einusinni sem batti í leiknum og er vandséð hvað hann átti að gera inná í hugmyndaheimi BR.

    Þetta fór nákvæmlega eins og ég spáði í leikhléinu að Crystal Palace vann leikinn sangjarnt í seinni hálfleik enda miklu hættulegri í öllum sínum aðgerðum. Snillingurinn Brendan Rodgers sem allir stjórar í deildinni eru búnir að lesa ofan í kjölinn kom með sínar steingeldu hugmyndir inn í þennan leik og eins og venjulega hafði hann hvorki hugmyndir ná vitsmuni til að breyta nokkru. IN BRENDAN VI TRUST borðinn sem flogið var með yfir vellinum varð að háðslegu fokkmerki þegar allt kom til alls.

    Það er ömurlegt að einhver besti leikmaður sem hefur spilað í búningi Liverpool þyrfti að taka þátt í steingeldu hugmyndaflæði BR í sínum lokaleik á Anfield. Þakkir fyrir allt sem þú hefir gefið okkur í genum tíðina Steven Gerrard. Brendan Rodgers vil ég hinsvegar burt af Anfield því eins og ég hefi sagt þá skyldi ekki dæma þann mann endanlega fyrr en að leiktíð lokinni. Nú er sá dómur að falla og bæði Southamton og Tottenham geta farið upp fyrir Liverpool í síðustu umferð. Ekki skyldi mig undra ef það gerðist. Með þennan „snilling“ við stjórnvölinn.

    Það er nú þannig

    UNWA

  9. Ótrúlegt að sjá miðlungslið spila á móti Liverpool og það er eins og þeirra bestu menn séu messi… Þessi puncheon leit bara út eins og %$& Messi að rústa okkur…
    Þetta er bara ekki í lagi.
    Rogers er ekki bara eina vandamálið. Fullt af meðalmönnum og jafnvel lélegum.
    Engin endir þótt að sterlingspundið fari … það kemur ekkert út úr honum. Hey skiptum bara á puncheon….

    Ég þoli ekki meira af Brendan

  10. Nú sjáum við hverskonar mannskap BR keypti,,, miðlungs menn, sem eru ekki þess virði að spila með LIV.

  11. Skólaðir af crystal palace á Anfield á síðasta leik Gerrard , Það þarf ekki meiri motivation en það en vá hversu lélegt var þetta.

  12. Við erum lélegir í vörn þegar við erum að reyna sækja. Við erum getulausir í sókn gegn hverjum sem er. Þetta tímabil misheppnaðist bara. Gerrard snýr aftur síðar!!

  13. Já já Lovren er bara allur að koma til. 20 millz gjöf en ekki gjald!

  14. Þegar þú ert að tapa á Anfield Roda fyrir Crystal Palace 1-2 og skiptir Rickie Lambert og Lucas Leiva (árið er 2015) inn á fyrir Adam Lallana og Jordan Ibe þá ertu hugmyndafræðilega gjaldþrota. Brendan Rodgers er gjaldþrota og ég treysti honum ekki fyrir 10 pundum í sumar til leikmannakaupa.

    Lovren – Skrtel – Can voru vandræðalegir í dag.

    Jordan Henderson, eins vel og hann vill, er bara ekki nógu mikill hákarl til þess að leiða þetta félag næstu árin, næsta áratug sem fyrirliði liðsins.

    Sóknarlína liðsins er aðhlátunarefni úti um allan heim.

    Afsakið þetta, en þegar ég horfi á Captain Fantastic kveðja og einhverjum lítrum af líkamsvöka fátækari horfi ég yfir sviðið og er að kafna úr svartsýni. Ég ætla að reyna að sofa á þessu í kvöld en staðan er vond, mjög vond.

  15. Mér segir svo hugur að þessi leikur hafi verið síðasti heimaleikur BR sem stjóri LFC.

  16. Getur verið að við viljum lenda í 7 sæti og sleppa við Evrópudeildina?

  17. Maður sem getur ekki fengið liðið til að spila fyrir sig í svona leik er ekki hæfur til að stýra liði í úrvalsdeild. Virtust ekki einu sinni langa til að vinna.

  18. Við hverju er svo sem að búast þegar enginn af sóknarmönnum okkar er nothæfur og enginn af þeim var í byrjunarliðinu í dag.

    En ég vil gefa Brendan eitt tímabil í viðbót og fá að lata reyna a hvernig hann stendur sig án Stevie Gerrard.

  19. 16# skiptir engu mali þvi 7sæti gefur evropudeildarsæti ef arsenal vinna bikarinn auk þess er lfc prúðasta lið deildarinnar þannig þo við værum i fallsæti fengjum við samt sæti i evrópudeildinni

  20. en djöfulsins hringskita var þetta jesus hvað leikmenn liðsisns eru með lága greindarvisitölu geta ekki einu sinni stillt upp varnarvegg og allar sendingar heimskulegar. þetta er eins og að horfa á 12 ára fæðingarhálfvita spila fótbolta á malarvelli

  21. #18

    “Við hverju er svo sem að búast þegar enginn af sóknarmönnum okkar er nothæfur og enginn af þeim var í byrjunarliðinu í dag.”

    Lestu þessa setningu aftur. Hægt. 🙂

  22. Þessi skýrsla er greinilega skrifuð í reiði skiljanlega, ömurlegur leikur hjá okkar mönnum staðreyndin er sú sama hver er að spila þessa framherja stöðu hjá okkur í vetur þá er sama alltaf sama útkoman lampert var ömurlegur í síðast leik og Sterling ömurlegur í þessum leik. Leiðinlegur endir á ferli Gerrard og best fyrir hann og félagið að þetta sé komið að lokum hann er ekki varnarsinnaður miðjumaður og síðan hefur hann ekki þá snerpu sem hann hafði einu sinnu til að spila framar. Nú þurfum við einfaldlega að styrja nokkrar lykill stöður sérstaklega framherja stöðunna. Ég gef ekkert fyrir þetta að nú eigi að selja 10 leikmenn og fá inn 7-8 nýja byrjunarliðsmenn það værir það síðast þurfum á að halda og væri alveg galið

  23. Það er ekki minni skita á spjallborðinu en hjá liðinu sjálfu, meiri ef eitthvað er. Ég öfundaði BR ekki neitt sérstaklega fyrir þennan leik, SG varð náttúrulega að vera inn á hvort sem hann gæti eitthvað eða ekki. Gífurleg pressa úr öllum áttum og margir kjúklingar reynslunni ríkari eftir þennan leik og alla umgjörð og umfjöllun um hann. Við vorum ekki góðir það er bara staðreynd og þetta tímabil stendur ekki alveg undir væntingum. En ég er til í eitt tímabil í viðbót og láta reyna á getu bæði stjóra og leikmanna. Gleymum heldur ekki að lukkudísirnar voru ekki alveg að dansa með okkur í dag……þær þurfa líka að vera til staðar. Við spjallborðsstjóra og síðu eigendur vil ég segja….takk fyrir frábæra síðu og elju og dugnað við að viðhalda henn. Það er ekki sjálfgefið að menn nenni svona og mér finnst að við sem notum hana eigum að sína smá virðingu og aðeins að hugsa áður en við setjum hugsanir okkar fyrir almenningsjónir (þarna er eins og svo oft um lítinn hóp að ræða sem ekki virðist kunna að koma frá sér neinu öðru en skítkasti)
    YNWA

  24. Aspas, Luis Alberto, Lambert, Balotelli , Borini,Johnson (fer), Toure, Lambert, Lucas, Allen, sterling, Það hlýtur að fást einhverjir aurar fyrir þessa til að fá alvöru dúdda……tæklara á miðjunna og alvöru strikera. að spila með sterling á topp ?? og Brendan burt….

  25. Djöfull finnst mér leiðinlegt að kveðjuleikur SG sé eyðilagður með þessum hætti. FFS Brendan!

    Gerrard, ég var 11 ára þegar þú spilaðir fyrir Liverpool í fyrsta sinn. Fowler og Mcmanaman voru vissulega fyrstu hetjurnar mínar en ég man ekki eftir ferli þeirra í heild sinni, sem voru heldur ekki svona langir. Ég hef fylgt þér og séð flesta leiki þína þennan Liverpool feril og ég vil bara þakka fyrir mig. YNWA.

    Liverpool hefur verið meðal efri hluta lið undanfarin 25 ár en undanfarin 5 ár höfum við verið á hraðri leið í að verða meðallið og þaðan er ekki snúið við svo auðveldlega, nema með Chelsea aðferðinni. Ég er reyndar mjög hrifinn af henni en fólk virðist vera á þeirri skoðun að aðeins djöfullinn sjálfur geri fótboltanum slíka hluti.

    FSG þarf að setja peninga í eins og þrjú risa nöfn í sumar og borga þeim sóðalega há laun, ef ekki, þá höldum við áfram að síga niður töfluna. Þeir hinsvegar gera það aldrei og því ættu þeir að hafa vit fyrir því að koma klúbbnum í hendur annara aðila eða hvað? Nú er Gerrard og Johnson á förum, Reina þegar farinn og hver er þá eftir með +100k í laun? Þurfa þeir meistaradeild til að græða á klúbbnum? Þeir selja bara leikmenn sem vilja hærri laun, halda áfram að dæla unglingum í liðið og passa bara upp á að falla ekki. Fanbase Liverpool sér um rest, allavega til skamms tíma, þar til þeir drepa hann líka.

    Maður spyr sig, var þetta áætlun þeirra frá byrjun? Koma launakostnaði niður í ekkert, stækka völlinn og gera liðið að stabílu meðalliði með stóran fanbase og þurfa ekki að vera í meistaradeildinni. Þetta gefur vel í aðra hönd, einskonar Arsenal módel þar sem deilt hefur verið í metnaðinn með tveimur.

    Eins og ég þoli FSG lítið, þá bara hljóta þeir að reka Rodgers því hann er að fara beina leið með þetta lið í championship deildina. Það eru 4 góðir leikmenn í liðinu, restin gæti allt eins verið úr hópi Crystal Palace, og sennilega værum við betur settir þannig, og þessir 4 eru engir heimsklassaleikmenn.

    Ég held að ég hafi ekkert jákvætt að segja um Rodgers eftir þesssi 3 ár, bara ekki neitt. Hann getur fengið sér sæti með Souness og Hodgon, og þeir geta kapprætt hver sé versti stjóri í sögu þessa liðs.

    En hey, ég er kannski bara svona svartsýnn, já það hlítur að vera málið. Liverpool er alveg með þetta. Allavega 99% líkur á að það séu 100% líkur að þeir verði meistara næsta season.

  26. Heyr heyr fyrir þessari skýrslu. Hins vegar vil ég losna við einn leikmann til viðbótar, Lucas, burtu með hann.

  27. Það sem Höddi Magg sagði…. Þegar Gerrard byrjaði hjá Liverpool voru karlmenn hjá liðinu, í dag eru þetta bara nánast börn sem Rodgers og FSG eru búnir að hrúga til liðsins. Bregðast svo alltaf á stórum stundum þegar spennustigið er hátt og mikið undir eins og í dag. http://fotbolti.net/news/16-05-2015/hoddi-magg-leikurinn-sem-eg-yfirgaf-brendan-rodgers

    Óþarfi að skrifa einhverja hátimbraða og hallærislega reiðipistla hér. Það sjá allir sem eitthvað vita um fótbolta að það er eitthvað mikið að hjá Liverpool og mannskapurinn bara algjörlega áhuga og stefnulaus. Hvernig Sterling fær að hanga inná leik eftir leik er ótrúlegt og mönnum eins og Can o.fl. stanslaust spilað útúr stöðu af engri ástæðu.

    Það vita allir hvað þarf að gerast næsta sumar…

  28. Þeir sem gera Lucas að blóraböggul í þessum leik _skilja ekki fótbolta_.

    Eini fótboltinn sem Liverpool hefur spilað af viti á þessu tímabili hefur átt sér stað þegar Lucas er inni á vellinum. Það er ekki tilviljun.

    Í dag var hann settur inn á miðjuna og Gerrard færður framar (Gerrard var ekki áfram inni á vellinum af fótboltalegum ástæðum, það vita allir). Þá breyttist leikur liðsins til hins betra, alveg eins og í síðasta leik þegar Lucas var settur inn á miðjuna.

    Fótbolti er einfaldur leikur. Lið sem spila manni færri stærstum hluta leiksins eiga yfirleitt erfitt með að vinna leiki. Það hefur Liverpool liðið gert ótrúlega stóran hlut tímabilsins og þegar tölfræðin er skoðuð sést að með eitt nafn í byrjunarliðsuppstillingu er þetta Liverpool lið búið að vera hörmulegt á tímabiliu. Það nafn er ekki Lucas Leiva.

  29. Kom þetta eitthvað á óvart? Held það sé best að ég segi ekki meira að sinni…

  30. Jæja, orðinn rólegur, kveðjuathöfnin var class act.

    Við erum ekkert á neinni endastöð sem klúbbur. Vatnaskil já, en ég trúi að það séu góð vatnaskil.

    Völlurinn loksins að stækka, Liverpool andinn fengið mikla umfjöllun þessa dagana.

    Nú þarf bara að kafa í veskið, styrkja hópinn hressilega og vera klárir í bátana næsta haust.

    Næsta tímabil … verður spennandi.

    YNWA

  31. Ég var að velta fyrir mér hvort þetta geti verið nokkuð verra en þetta er í dag og leiðin sé bara uppá við á næsta tímabili.
    Brendan var búinn að gefa það úr að á næsta ári yrði árið það sem Liverpool mundi gera harða atlögu að titlinum.
    Er ekki bara málið að þarna er leikmaður sem er orðinn stærri en klúbburinn og á næsta ári verður hann ekki að spila fyrir Liverpool og þá fer allt að gerast? Bara smá pæling.

  32. Held að við verðum að skipta út stjóranum eftir andleysi, ekki bara þessa leiks heldur undangenginna mánaða. Ég er á Roger vagninum EF hann fær alvöru leikmenn með keppnisskap í liðið því honum vantar það sjálfur. Smá geðveiki sem vantar, ekki nóg að spila flottan sendingarbolta. Allt of stór hluti leikmanna eru passívir í samskiptum og þora ekki að bera ábyrð og fá varla gul kort heldur. Svefnormur #20 , það er ekkert teingt greindarvísitölu að geta spilað einfaldan og góðan fótbolta og um það vitnar Joe Barton. Hefði alveg þegið JB inn í liðið í dag að öskra menn áfram og rífast við dómarann, allt of litlaus hópur undanfarna mánuði í það minnsta. Þarna á þjálfarinn að geta hrist upp í mannskapnum sem gerist ekki og því held ég að Roger sé out!
    Margir fleiri en SG voru að kveðja Anfield í dag en næstu mánuðir skera úr um það.

  33. Veit einhver hvað varð um hápressuna og sendingaboltan sem Brendan sagðist vilja spila og sást vel í fyrra??

  34. Ég gafst upp í vetur þegar Liverpool, sigursælasta lið Englands gaf útileikinn á móti Real Madrid og sáu aldrei til sólar í heimaleiknum. Það hefur margt farið niður á við síðan Rafa Benitez var við stjórn

  35. Þar sem ég er með spádómsgáfu get ég upplýst að Gerrard fer til USA og snýr sér svo að stjóraferli.
    Í framtíðinni á hann eftir að taka við stjórastarfi hjá Liverpool og stýra liðinu til sigurs í deildinni.
    Fyrirliðinn (Henderson ?) sýnir respect og leyfir Gerrard að taka við bikarnum.
    Skrifað í skýin….. Sjáuð það fyrst hér!….

  36. Ég get ekki varið þjalfarann lengur ne nokkurn leikmann liðsins. Þetta er afar slæmt á flesta vegu. Þjálfarinn veit ekki sitt sterkasta byrjunarlið né hvaða leikskipulag hann vill spila.

    Nú er tímabilið að enda og líklegast ekkert sem kemur í veg fyrir falleinkunn BR og flestra leikmanna. Það er vissulega efnilegt liðið okkar en það vantar sárlega gæði. Skynsemin segir mér að vera þolinmóður en hjartað öskrar á breytingar.

    Ég vil gefa BR næsta haust en því miður get ég ekki rökstutt það með neinu öðru en “af því bara” og þeirri staðreynd að ég er ekki til í að gefa þessa tilraun alveg strax upp á bátin.

    Leikmannalega séð þá er liðið okkar að mínu viti 5 sætis lið sem er með lakari mannskap en öll liðin fyrir ofan okkur. Það er afar svekkjandi eftir 3 ára uppbyggingarstarf. Það sem veldur mér þó meiri vonbrigðum er skelfileg spilamennska nánast samfleytt í allan vetur og algert áhugaleysi leikmanna, þetta hef ég ekki séð jafn áberandi, ekki einu sinni þegar hodgson var að rústa liðinu. Það er engin baráttuandi hjá leikmönnum finnst mér.

    Það verður engin hreinsun nema þa a samningslausum leikmönnum og nokkrum sóknarmönnum hugsa ég. Stóra spurningin er bara hvað fsg gerir og með hvaða hætti þeir ætla sér að róa stuðningsmenn.

  37. Var á Anfield í dag og þetta var hörmung, stuðningsmennirnir hljóðir meðan C Palace menn sungu allan tíman. Brendan er á leiðinni út, það er andleysi í gangi hér.

  38. Glaður að hafa farið í ferð um síðustu helgi og sjá capten Gerhard skora síðasata mark sitt á Heimavelli. Óttast framtíðina hjá þessum klubb sem maður hefur stutt fra bernsku. Sennilega er eina lausnin að araba-fustar, eða rússagull kaupi félagið. Sorgleg staðreynd en þetta gengur ekki svona lengur.

  39. Erum við samt ekki aðeins að flækja málin of mikið menn geta endalaust þrasað um leikkerfi og hvað sé okkar best lið en er ekki bara staðreyndið að liðið verður aldrei gott fyrr en það er komið með framherja sem getur skorað en þetta mun ekki lagast fyrr en bætt er úr því

  40. Podcast helst í gær til að sefja reiðina í múgnum og fá umræðuna í gang hvaða breytingar séu nauðsynlegar í sumar! Ég er svo mikið á báðum áttum með að láta Rodgers fara að annað eins veit ég ekki.

  41. Miðlungs stjóri , miðlungs árangur. Nú má hann fara aftur til swansea. Góði Fowler, viltu senda RÁFA aftur heim.

    Skammarlegt að liðið geti ekki kvatt Gerrard betur. Shankly snýr sér við í gröfinni.
    Rodgers out !

  42. Matti # 33 – hættu nú með þetta Lucas kjaftæði. Hann kannski var ekki valdur af tapinu í dag en sannarlega aðstoðaði við það með lélegri varnarvinnu í þriðja markinu.

    Og hættu þessum helv…. hroka að þeir sem ekki finnast Lucas vera slakur leikmaður sem hann er (amk fyrir LFC) hafi EKKI vit á fótbolta. Ég veit ekki betur en besta Run Liverpool í vetur var þegar hann var meiddur. Hann er. Engan veginn nógu góður fyrir það Liverpool lið sem við viljum sjá.

  43. Ég átti verulega erfitt með að fella ekki tár þegar að þessi stórkostlegi leikmaður gekk með dæturnar sínar fallegu út á Anfield í síðasta sinn sem leikmaður. Eins og Dalglish, Redknapp og Carra sögðu einum rómi á Sky; Gerrard er ekki besti leikmaðurinn heldur líka besti og heilsteyptasti persónuleikinn. Gerrard var örugglega bara að kveðja til að koma aftur og þá í annað hlutverk.

    Ég ætla ekki að láta þennan hörmulega leik eyðileggja Gerrard mómentið fyrir mér. Ég átti alveg eins von á þessum úrslitum miðað við formið á liðinu undanfarið.

    Ég get samt ekki orða bundist vegna þeirra sem telja að Brendan Rodgers ráði við verkefnið að stýra LFC í þær hæðir sem liðið á skilið og ætti að vera t.d. miðað við efnahagsreikning félagsins. Vitanlega hefur maður ekki alla myndina; kannski er eitthvað í rekstri og þjálfun liðsins sem truflar Rodgers. Þó er ekkert sem bendir til þess að svo sé. Þvert á móti blæs byrinn í seglin og fleyið er á fullri ferð á flestum sviðum rekstarins nema inni á vellinum.

    Þannig ef að maður einangrar vandamálið stendur aðeins einn maður eftir. Sá maður er Brendan Rodgers og hann þarf að víkja strax. Við erum ekki að tala um einn leik þar sem úrslitin og frammistaðan eru nánast fáránleg í öllu samhengi. Lið geta átt slæma daga og góða eins og allir vita en þegar það fyrrnefnda er orðin reglan hjá risastóru liði er eitthvað stórkostlegt vandamál við að glíma.

    Við erum að ræða um að í undanförnum leikjum hefur LFC spilað við Aston Villa, West Brom, Hull, QPR, Chelsea og Palace. Uppskeran er 5 stig af 18 mögulegum og það með mikilli fyrirhöfn og þegar að gífurlegir hagsmunir eru í húfi.

    Öll þessi lið, að Chelsea undanskildu, eru í hópi lélegustu liða PL!

    Svo er einhver hissa á úrslitunum í gær. Þau voru í rauninni bara eftir bókinni eins og formið er núna undir stjórn Rodgers. Samt vilja einhverjir halda þessum þjálfara!

    Stokkhólms heilkennið? Maður verður að spyrja.

  44. Amen Guderian.

    Við vorum nefnilega í fáum tilvikum að spila við góð fótboltalið en þau létu okkur líta illa út. Og aftur erum við hættir að kunna að pressa og látum reka okkur inn í skelina.

    Enn brjálaður eftir gærdaginn, held að þetta hafi verið versta frammistaða í lokaleik á Anfield bara í sögunni…og það birtist algerlega í steindauðum vellinum í blíðviðrinu og afskaplega trist stemmingu í lokaathöfn Gerrard.

    Skammarlegt að hafa tapað báðum leikjum vetrarins fyrir C.Palace – rasandi brjálaður hérna!

  45. Gutti.

    > Matti # 33 – hættu nú með þetta Lucas kjaftæði. Hann kannski var ekki valdur af tapinu í dag en sannarlega aðstoðaði við það með lélegri varnarvinnu í þriðja markinu.

    Mei – ég ætla ekki að hætta með þetta “Lucas kjaftæði” (þetta er fyrsta athugasemdin mín á kop.is í marga mánuði, það er ekki eins og ég sé hér að tjá mig reglulega um Lucas).

    Þriðja markið var brot fyrir utan teig, ranglega dæmt víti.

    > Og hættu þessum helv…. hroka að þeir sem ekki finnast Lucas vera slakur leikmaður sem hann er (amk fyrir LFC) hafi EKKI vit á fótbolta.

    Ég ætla bara að leyfa mér að vera hrokafullur og halda þessu fram. Lucas er ekki slakur leikmaður og alls ekki fyrir LFC. Þeir sem segja þetta hafa EKKI vit á fótbolta. Staðan sem hann spilar er mikilvæg og bestu liðin í Englandi eru með öfluga leikmenn í henni. Þegar þessi staða er ekki vel mönnuð gengur liðum yfirleitt ekki vel. Því miður hefur staðan ekki verið vel mönnuð á þessu tímabili.

    Í leiknum í gær breyttist spil Liverpool til hins betra þegar Lucas kom inn í stöðu afturliggjandi miðjumanns vegna þess að aðrir leikmenn gátu þá fært sig framar. Fyrir utan það að Lucas er duglegur við að koma boltanum í fætur leikmanna fyrir framan hann á miðjunni. Nákvæmlega sama gerðist í leiknum á undan. Lucas átti að byrja báða leiki. Henderson átti að vera með honum á miðjunni. Gerrard átti að vera á bekknum eða einn af þremur fremstu leikmönnum.

    > Ég veit ekki betur en besta Run Liverpool í vetur var þegar hann var meiddur. Hann er. Engan veginn nógu góður fyrir það Liverpool lið sem við viljum sjá.

    Nei, nú ertu að rugla saman Lucas og Gerrard. Þetta er furðulega algengur misskilningur. Skoðaðu tölfræði vetrarins. Lucas var á bekkjum alla byrjun tímabilsins og þá átti Liverpool verstu byrjun liðsins í meira en fimmtíu ár. Svo kom hann inn í liðið og liðinu gekk vel. Hann meiddist, fyrirliðinn mætti aftur í byrjunarliðið og allt hrundi. Nú getur vel verið að þetta sé tilviljun en ekki bein orsakasamband (þó ég telji svo vera) en það er a.m.k. ljóst að liðinu hefur gengið betur með Lucas á vellinum en án hans.

  46. Matti #33 og 51.

    Ég er sammála þér að DM er mjög mikilvæg staða og sést það best á því að þar sem Mourinho hefur starfað hefur hann alltaf verið með mjög öfluga DM. Matic, Essien, Makelele hjá Chelsea, Alonso hjá Madrid og Vieira hjá Inter svo dæmi séu tekin. Arsenal hefur verið í miklu veseni með þessa stöðu undanfarin ár eða síða Vieira hætti og svo má ekki gleyma Keane hjá United á sínum tíma. Það er hægt að færa rök fyrir því að ef þessi staða er ekki vel mönnuð þá er lið ekki að fara að taka þátt í titilbáráttu af neinu viti. Varðandi Lucas, þá er hann langt frá því að vera á sama kaliberi og þessir gæjar. Hann er í besta falli average DM. Hann er fínn að coverasvæði og kann náttúrúlega þetta hlutverk en getur ekki unnið bolta og byggt upp sókn, brýtur alltof mikið af sér og mjög oft á hættulegum stöðum. Er fáránlega hægur og svona mætti halda áfram. Liverpool hefur ekki verið með góða/góðan DM síðan Alonso og Mascherano spiluðu með liðinu og má glögglega sjá hvaða áhrif það hefur haft á liðið. Fyrir utan síðasta ár, þar sem ég held að liðið hefði tekið titilinn með góðum DM innanborðs, hefur liðið verið að bjóða upp á meðalmennsku. Allt tal um að Lucas sé öflugur leikmaður finnst mér fyrir neðan allar hellur og ég sé ekki hvernig hægt er að bakka upp nema útaf því að liðinu hefur gengið betur með hann sem DM heldur en Gerrard. Eins og allir vita er Gerrard frábær leikmaður en það er ekki þar með sagt að hann sé frábær DM. Það er ekki hans hlutverk og hefur aldrei verið að sitja eftir og covera svæði. Ég er viss um að hann hefði verið í fanta formi á þessu tímabili hefði hann spilað sína hefðbundnu stöðu með öflugan DM sér við hlið eða fyrir aftan.
    Þessi DM staða hefur verið að breytast dálítið síðustu ár þar sem playmaker-ar hafa verið að detta niður í hana, Pirlo, Kroos, Carrick og fleiri sem eru ekki þessir týpísku DM sem brjóta upp sóknir eins og þeir sem ég taldi upp að ofan, heldur eru þeir frábærir að byggja upp sóknir djúpt frá eigin vallarhelmingi. BR hefur eflaust hugsað hlutverk Gerrard eitthvað svipað, þe sem djúpur playmaker en ekki beint til að brjóta upp sóknir – ef satt reynist að Liverpool sé að reyna að fá Pirlo ýtir það undir þá pælingu. Það sem skilur hins vegar á milli Gerrard og hinna er að þeir hafa haft miklu öflugri miðjumenn sér við hlið sem bæta það sem upp á vantar varnalega. Því miður hefur Gerrard litið út eins og skugginn af sjálfum sér í þessari stöðu en tel ég að það sé að öllu leiti BR að kenna sem virðist hafa mjög takmarkaða getu til að láta liðið verjast.

  47. Þurfum miklu betri leikmann en Lucas í þessa mikilvægu DM stöðu til að komast í toppbaráttuna á Englandi. Allir sem hafa eitthvað vit á fótbolta sjá þetta.

    http://www.dailystar.co.uk/sport/football/442412/Man-United-star-Memphis-Depay-I-wanted-to-join-Liverpool
    Veit að þetta er frá ótraustum miðli en þetta er of ótrúlegt ef satt er. Að Liverpool hafi nánast verið búið að tryggja sér Depay og hann viljað koma en Liverpool hætt við og hleypt PSG og Man Utd að borðinu. Rodgers segir að Liverpool hafi í raun ekki haft neinn áhuga á honum því við höfum nú þegar 4 kantmenn hjá félaginu. Maður er þó nánast alveg hættur að trúa orði sem kemur uppúr Brendan Rodgers.

    Ef hann reynist fyrir Man Utd eitthvað næstum í líkingu við C.Ronaldo (okkur bauðst líka að kaupa hann á 4m punda) þá yrði það algjör dauðasök yfir FSG og Rodgers að gefa hlaðið vopn í hendurnar á Man Utd. 4 wingerar my ass. Rodgers virðist í hroka sínum gera ráð fyrir að honum takist t.d. að halda Raheem Sterling hjá Liverpool. – Hvað hann er að gera með að spila 20m punda manninum Markovic stöðugt sem hægri wing-back í stað alvöru kantara er anyone´s guess.

    Þetta hefðu verið fullkomin FSG kaup álíka þeim á Suarez. Mjög efnilegur ungur kappi úr hollensku deildinni á rétt rúm 20m punda. Ungur graður og fjölhæfur strákur sem gæti orðið world-class eftir 2-3 ár með réttri meðhöndlun. Ef við ráðum ekki við að klára svona díl, hvað ræður þá Ian Ayre, FSG og Rodgers við? Hver stjórnar í Liverpool FC í dag? Hvað er planið? Er ætlunin að gera eins og Everton gerðu með Lukaku, eyða mestöllum peningunum í 1 risa Striker? (menn sáu nú í vetur hvað það gekk frábærlega fyrir þá)

    Svo er það þetta. http://www.thisisanfield.com/2015/05/liverpool-dealt-a-blow-as-uefa-ease-ffp-rules/?
    Öll plön FSG með klúbbinn eru útum gluggann ef UEFA slakar mjög á þessum reglum um Financial Fair Play að ósk olíufurstanna. FSG treystu 100% á að þessar reglur myndu halda. Hvað er planið núna þegar FSG er búið að spara svo mikla peninga og launakostnað að við erum varla á radar lengur hjá bestu knattspyrnumönnum Evrópu?

Byrjunarlið á SG-daginn

Lokadagur Stevie