Benteke-brjálæðið

Liverpool er heldur betur komið á fullt á leikmannamarkaðnum í sumar og er nú þegar búið að tryggja sér þjónustu fjögurra leikmanna fyrir komandi leiktíð. Adam Bogdan, James Milner og Danny Ings komu á frjálsum sölum eftir að samningar þeirra við fyrrum félög sín kláruðust eftir leiktíðina og ungstirnið Joe Gomez var keyptur frá Charlton.

Þetta virðist allt bara vera rétt að byrja!

Þrálátir orðrómar um miðjumennina Mateo Kovacic og Asier Illarramendi heyrast frá Ítalíu, Króatíu og Spáni en hafa lítið ratað yfir í ensku pressuna. Liverpool ætlar líklega að bjóða aftur í Nathaniel Clyne hægri bakvörð Southampton og bæta við sig einum eða tveimur sóknarmönnum virðist vera ásamt því að klára að því virðist óhjákvæmilega sölu á Raheem Sterling til Manchester City.

Það virðist vera að hitna aðeins undir orðrómum þess efnis að fjölhæfi sóknartengiliðurinn Roberto Firmino gæti verið að nálgast Liverpool á meðan það virðist kólna undir orðrómum um hugsanleg félagsskipti Christian Benteke til Liverpool.

Skoðanir og álit stuðningsmanna Liverpool á Christian Benteke virðast svona heilt yfir vera í frekar neikvæðari kantinum. Einhverjir telja hann ekki nægilega góðan, peningana virði eða hreinlega ekki passa inn í lið og stíl Liverpool.

Fair enough og kannski margt til í því þar sem saga Liverpool og svona líkamlegra sterkra og hávaxna framherja er ekki sérstaklega góð og besti árangur liðsins í langan tíma kom þegar liðið var ekki með neinn slíkan. Af hverju í ósköpunum ætti Rodgers þá að vilja fá Benteke í sínar raðir eftir að hafa hent frá sér Andy Carroll og ekkert hefur gengið með Rickie Lambert og Mario Balotelli sem hafa nokkra af sömu eiginleikum?

Til að byrja með þá held ég að margir hverjir séu að tapa sér kannski aðeins í því að finnast Benteke eitthvað lélegur framherji eða meðalmaður í lélegu liði. Það er alls ekki raunin að mínu mati en fyrir einhverjir 25-35 milljónir punda þá get ég ekki sagt að hann toppi óskalistann hjá mér en að vissu leiti getur maður skilið af hverju menn vilja hann í sínar raðir. Hann er að meðaltali með mark í öðrum hvorum leik með lélegu liði Aston Villa, er öflugur leikmaður og ekki nema 24 ára gamall – það er margt í þennan leikmann spunnið.

Ég póstaði þessu inn í pistli um Danny Ings hér um daginn en þar talar Rodgers um hvernig hans hugmynd að framherja í sinni útfærslu á 4-3-3 leikkerfi virkar og þarf að geta gert. Hann þarf að geta verið hreyfanlegur á miðsvæðinu, draga varnarmenn úr stöðum, draga sig niður tengja spilið og snúa, geta sótt hratt og ákaft í skyndisóknum og hafa það í eðli sínu að koma sér í stöðu við markið. Á svolítið bæði við um Ings og Benteke, þetta átti við um Lambert og ætti að eiga við Balotelli.

Hér* er grein frá árinu 2012 þar sem rýnt er ítarlega í hugmyndafræði og liðsuppsetningu Rodgers hjá Swansea en þá má sjá hvað hann vill fá úr framherjanum sínum og virðist vera að hann vilji byggja upp á ‘target framherja’ sama hvað okkur aðdáendum kann að finnast um það. *sjá Zone 7

Danny Graham var framherji Swansea í Úrvalsdeildinni undir stjórn Rodgers og fittar hann ágætlega undir þessa hugsjón Rodgers þó hann hafi aldrei verið einhver heimsklassa framherji þá hentaði hann því liði vel. Eins og bendir á þarna í greininni fyrir ofan þá átti Carroll líklega aldrei séns því hann var einfaldlega ekki nógu góður með og á bolta sem er afar mikilvægt fyrir þessa framherja týpu. Lambert, Balotelli og Ings eru allir flinkir á bolta en allavega einn þeirra var bara einfaldlega ekki nógu góður og hægur, einn var algjörlega með allt niðrum sig og einn á eftir að fá tækifærið. Þeir allavega passa nokkurn veginn inn í þessa jöfnu þó útkoman hafi ekki verið sú sem vonast var eftir.

Það að Lambert og Balotelli komu í fyrra sumar þarf ekkert endilega að koma á óvart því það virðist sem Rodgers hafi einhvern veginn alltaf viljað fá slíka týpu í sitt lið. Ef marka má slúður síðustu ára þá hafa þeir Diego Costa og Wilfried Bony verið nokkuð sterklega orðaðir við félagið og í dag eru framherjar eins og Carlos Bacca leikmaður Sevilla, Fernando Llorente leikmaður Juventus og Salomon Rondon leikmaður Zenit sagði hugsanlegir valkostir ásamt Benteke. Þetta eru allt svona target framherjar, með fína tækni og með líkamlegu burðina til að geta verið múrbrjótar í liðinu.

Að sjálfsögðu geta fundist framherjar eins og t.d. Luis Suarez og Daniel Sturrigde hafa sýnt sem geta uppfyllt mikið af þeim kröfum sem hinir ættu að þurfa að uppfylla en það er afar erfitt að reikna ekki með að slík týpa komi til félagsins og reynt verði að skipta út Lambert og Balotelli fyrir nýrri týpu.

Ég held að hugmyndin sé bæði að finna einhvern sem getur spilað með Ings, Origi og Sturridge ásamt því að geta spilað fremstur í einhvers konar 4-3-3/4-2-3-1 kerfi. Persónulega held ég að við munum spila aftur nokkurs konar demant með tveimur framherjum og/eða reyna að ná fullkomnara og betra jafnvægi í kerfin hér að ofan og leggja leikina upp á svipaðan hátt og Arsenal gera oft með Giroud fremstan og ógn af köntunnum og úr holunni frá utan-á-liggjandi sóknarmönnum og sóknartengiliðum.

Við nánari umhugsun þá virðist Benteke kannski passa betur í þessa hugmyndafræði Liverpool og Rodgers heldur en maður gerði sér kannski grein fyrir og því tel ég afar líklegt að slík týpa af framherja muni verða keypt til félagsins í sumar. Like it or not, sama hversu ósammála við gætum verið því þá held ég að við ættum að undirbúa okkur fyrir það!

23 Comments

  1. Alveg sammála þessum pistli en held að það hljóti að vera hægt að finna leikmann í þessa stöðu sem kostar ekki allt að 35 milljónir punda!

    Við erum í góðum málum hvað Enska leikmenn varðar þannig að það mætti alveg leita til meginlandsins núna.

  2. Flottur pistill en myndi seint setja Bacca í hóp með mönnum eins og Rondon, Benteke og Llorente enda “aðeins” 1.81 cm og ekki þessi target center eins og fyrrnefndu leikmennirnir. Bacca er algjör gammur inní teig og elskar að hlaupa inn fyrir varnir andstæðingsins.
    Finnst hann vera svipaður og Hernandez hjá united þó aðeins eldri. En það er leikmaður sem er að mínu mati töluvert sniðugri kaup en Rondon og Llorente en Benteke er hins vegar virkilega spennandi leikmaður og aðeins 24 ára.
    En fyrir 32 m punda eins og talað hefur verið um er alltof mikið en hann er ekki meira virði en 25 m punda.

  3. Finnst fyndið hversu margir hafa auga fyrir því hvort menn séu auka 5-7 milljóna virði eða ekki.. Svo síðan þegar menn eru keyptir í annað lið er vælt yfir því að ekki hafi verið týmt að eyða 5-7 milljónum meira til að ganga frá kaupum..
    En hvað veit ég

  4. Annars þegar Liverpool er sagt vera kaupa world class leikmann!

    [img]https://pbs.twimg.com/media/CD_JI5ZXIAEHDWR.jpg[/img]

  5. Þetta er nú ansi fjörug byrjun Silly Season. Strax fjórir leikmenn komnir í hús á meðan lítið virðist vera gerast hjá öðrum liðum. Svo berast fréttir sem þessar í dag á Sky:

    http://www1.skysports.com/football/news/11669/9893319/liverpool-hold-talks-with-roberto-firmino-carlos-bacca-and-salomon-rondon

    Kovacic, Firmino, Bacca og Rondon. Nú er að klára öll liðskaup fyrir pre-season og vera tilbúnir í fyrsta leik.

    Ég þekki ekki Illarramendi en Benteke á 32.5m finnst mér alltof hár verðmiði.

  6. Ef Bacca og Rondon eru jafn góðir og talað er um þá er þetta veruleg styrking á leikmannahópnum.

    Það hlýtur að vera framherjasumarhreingerning í vændum. Balotelli, Lambert, Borini fara út og ef það er rétt að það á að bæta við tveimur framherjum. hlýtur Origi vera sendur aftur í lán. Þeir verða varla með fimm framherja í hópnum.
    Origi, Ings, Sturridge, Bacca, Rondon. Það kæmi mér ekkert á óvart að annað hvort Bacca eða Rondon verði keyptur, en ekki báðir tveir.

    Mér finnst þetta skýr skilaboð út í heiminn að liðið ætli sér meistaradeildarsæti í sumar. Segi það með þeim fyrirvara að þessi kaup eru ekki genginn í gegn og þetta eru enn sögusagnir.

  7. Alltaf finnst manni þetta vera sama tuggan í leikmannakaupum. Við stuðningsmennirnir erum svo alltaf jafn meðvirkir og réttlætum hver þvælukaupin á fætur öðrum, sama hvort um er að ræða einhvern leikmann sem kanski/eftilvill/einhverntímann á eftir að geta eitthvað í fótbolta á stóra sviðinu, leikmann sem við yfirborgum óskiljanlega eða eitthvað útbrunnið dæmi sem er langt komin niður brekkuna – jafnvel á flatann.

    Maður býst við því að fá nautasteik og rautt með’í en endar sársvekktur með goða-pylsu og svala. Enda oftast nær árangurinn eftir því.

  8. Í Fowlers bænum ekki Benteke, getum við ekki frekar fengið Heskey frítt aftur til LFC. Að eyða yfir 30 milljónum punda í Benteke er svona eins og að selja sterling á 100 milljónir punda plús, Villa er bara að reyna að halda honum, en þeim tekst það varla og vilja selja áður en hann rennur út á samningi, sama og á við um sterling pundið. Þeir eru báðir orðnir “bad apple” fyrir sinn klúbb, og þurfa að fara.

    Ég vona að við fáum frekar ódýrari og betri menn af meginlandi Evrópu, eða Suður Ameríku, því enskir leikmenn eru mjög fáir í heimsklassa, og allt of dýrir miðað mið gæði.

  9. Ef við fáum Firmino og Bacca og annan hvorn, Kovacic eða Illeramendi, þá verður þessi gluggi það sem hann átti að vera síðasta sumar, sá besti mjög lengi. Þótt Sterling sé fórnarkostnaðurinn þá þurfum við ekki að gráta það ef þessir leikmenn koma í staðinn. Sterling er hvort eð er done hjá LFC.

  10. Við erum varla að fara að borga uppsett verð fyrir Benteke með alla þessa framherja hjá klúbbnum (og jafnvel þó þeir væru færri). Annars hefur maður smá áhyggjur af því að við erum frekar orðaðir við framherja en strikera þessa dagana.

  11. Ef að Illeramendi er að koma þá hlýtur Lucas að vera að fara frá félaginu. Ég hef ekki trú á því að þeir verði báðir hjá okkur, sérstaklega þar sem að Emra Can getur vel spilað þessa stöðu líka.
    Annars væri ég frekar til í að fá Song á 5 millur en Illeramendi á 16 millur. Nota þá peninginn í að borga það sem Inter vill fá fyrir Kovacic .

    En með þennan Firmino , er hann ekki aðallega sóknarmiðjumaður eða er hann striker ?

  12. Firmino er AMC sem getur spilað sem striker, miðað við það sem maður hefir lesið allavega. Auk þess að geta leyst fleiri stöður af hólmi. Þannig að þarna virðist vera á ferðinni öflugur og fjölhæfur leikmaður. Væri mjög svo til í að fá hann.

    Varðandi Framherjakaupin myndi ég segja Bacca>Rondon>Benteke. Bacca virðist vera mjög underrated leikmaður, 21 mark 13/14 og 28 mörk 14/15, í öllum keppnum með Sevilla, og er einn af lykilmönnunum á bakvið back to back Evrópudeildartitlum hjá þeim. Þó maður geti ekki alltaf tekið mark á myndböndum á youtube (allir geta litið vel út þar), en þá sýnist manni að hann sé alger poacher, sem er góður að hlaupa á bakvið varnarmenn, auk þess að hann er vítaskytta og skorar með haus og báðum fótum.

    Benteke væri held ég engin martröð, en þegar menn sem eru jafngóðir eða betri eru lausir á minni penning sé ég ekki ástæðu til þess að kaupa hann. Nema BR sé að leita að leikmanni sem er búinn að sanna sig í ensku deildinni, sem því miður er ekki alltaf ávísun á góða frammistöðu þegar til Liverpool er komið.

    Annars væri ég líka til í að sjá góða varnarmenn orðaða við okkur, Clyne umræðan hefur aðeins kólnað þykir mér og ekkert komið neitt bitastætt slúður um aðra varnarmenn. Spurning svo hvort að BR ætli að treysta á Lovren, Skrtel og Sakho í miðverðinum auk þess að gefa mögulega pjökkunum (Ilori og Gomez) séns?

    Ég er persónulega kominn í mun meiri og betri fíling fyrir þessu sumri en því síðasta, sem einkenndist af Súarez fíaskói og að lokum sölu auk sub-par kaupa. Sterling er svo gott sem farinn, eins leiðinlegt og það er að missa einn efnilegasta Englending síðari ára þá er lítið hægt að gera í því þegar menn eru ekki með hausinn rétt skrúfaðan á og vilja hreinlega fara frá félaginu. Við hlaupum þá bara með vot augu í bankann og kaupum eitthvað gott í staðinn (vonandi).

  13. Heyrt á http://www.kop.is:

    “Djöfulsins rugl að kaupa miðlungsmenn úr miðlungsliðum!”

    Svo erum við orðaðir við Firmino og Kovacic sem voru báðir í 8undasætis liðum í slakari deildum. Þá eru menn gríðarlega glaðir. Mér finnst þetta gaman.

  14. Ég er alls ekki svartsýnn á Benteke. Eini þyrnirinn sem ég sé er meiðslatíðnin en ég er ekki sjúkraþjálfi né læknir svo ef þeir gefa grænt ljós þá treysti ég því mati.

    Mér finnst mjög skondið að sófaspekingar skuli vera að pæla í 5-10 milljónum punda til eða frá.

    Ég veit að þetta er gömul tugga en mér finnst Benteke búinn að sanna sig meira ein öll þessi “djúsí”wild card sem spila í miðlungsliðum í lakari deildum. Ég veit að það er ekki ávísun á árangur en það hlýtur að eiga að spila inn í heildarmatið.

    Við munum ekki fá neina Suarez týpu til okkar því hún er ekki til/í boði fyrir klúbb sem er ekki í toppbaráttu.

    Í versta falli verður Benteke mikil bæting á hópnum frá seinasta tímabili og þá er ég kátur. Við hefðum náð meistaradeildarsæti í vor hefðum við verið með hann innanborðs í staðinn fyrir Balo/Lambert/Borini.

  15. Nr. 16

    Hvar kom þetta fram hér á síðunni?

    Þarna ertu að tala um 22-23 ára landsliðsmenn Krótatíu/Brasilíu sem hægt er að fá fyrir lægra verð heldur en Lallana kostaði sem dæmi, eini verðmunurinn er að Lallana var að spila í ensku úrvalsdeildinni. Mitt argument er a.m.k. að Liverpool eigi að skoða heiminn mikið meira og setja þennan pening í bestu leikmennina í öðrum deildum enda EPL ekki 1% af öllum fótboltamarkaðnum. Ef hægt er að fá svona gæði í EPL þá er það auðvitað gott mál, Milner vonandi dæmi um það en heimurinn er mun stærri en bara Bretlandseyjar.

    Firmino fer fyrir mér í flokk með Mkhitaryan, Willian, Costa og Sanhcez sem allir hefðu sannarlega verið meira velkomnir á Anfield heldur en það sem kom í staðin fyrir þá.

  16. Ég er í skýjunum ef við fáum Firmino. Þetta er skapandi leikmaður með þennan “Suares-effect”, áræðinn, teknískur og graður í að vinna leiki … eitthvað sem við höfum sárlega saknað. Ég segi það hér að þessi verður næsta idolið á Anfield ef þessi kaup rætast og Utd stela honum ekki á síðustu stundu.

  17. Minn draumur i þessum glugga er að kaupa

    Clyne
    illaramendi
    kovacic eða firmino
    og Bacca i senterinn

    Þessir 4 leikmenn ættu að fást fyrir 75 milljonir punda en við erum alltaf að fara selja fyrir allan þann pening með solu a sterling fyrir 50 milljonir plus Borini , Balotelli , Lambert, alberto , aspas og fleirum.

  18. Sky sport source segja liverpool búna að ná samkomulagi um kaupin á Firmino

    BREAKING: LIVERPOOL AGREE FIRMINO DEAL

    Sky sources understand that Liverpool have agreed a deal with Hoffenheim for forward Roberto Firmino.

  19. Nú er bara að krossleggja fingur um það hbort honum verði stolið af okkur.

    Mjog spennandi kaup og bara plís klára þetta STRAX !!!

Joe Gomez til Liverpool (staðfest)

Unglingar í ferðalag?