Kop.is Podcast #84

Hér er þáttur númer áttatíu og fjögur af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 84. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru SSteinn, Babú og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við þær fréttir að Brendan Rodgers fái að halda áfram sem knattspyrnustjóri Liverpool.

37 Comments

  1. afhverju þessi neikvæðni á móti Danny Ings þess má geta að Burnley er ekki gott lið og skoruðu einugis 28 mörk og Danny Ings skoraði 11 mörk af þeim á sínu fysta tímabili.. Og einsog Maggi sagði þegar Balo var keyptur í fyrra þá er ég til í að sjá hann spila í liði sem mun sækja og er mun sókngjanari en Burnley.. Kannski er ég of bjartsýnn og jákvæður en ég treysti þeim leikmönnum sem koma inn.. og mér líst vel á framlínuna Sturridge, Ings, Origi og jafnvel einhvern sannaðan framherja og talandi um að sæmilegar/góðir framherjar verða betri með góða AM fyrir aftan sig

    In Brandan I trust

  2. já og ég styð þessa hugmynd um að hafa þetta bara stutt og laggott.. maður er stundum kominn með nettan hausverk eftir langt podcast en alltaf gaman að hlusta á ykkur þó maður sé oft ósamála…

    Keep op the good work

  3. Ég get nú ekki verið sammála því að FSG eru bara að kaupa einhverja unglinga og free transfer gaura. Þeir fóru alla leið að reyna ná í Costa og Sanchez sem dæmi. Þeir eru að reyna en eins og Henry orðaði það sjálfur þeir eru að keppa við lið sem eiga endalausan pening. Þannig að þeir bara að gera þetta skynsamlega, eru að byggja upp félagið, eru að stækka völlinn sem hefur líklega kostað félagið meira heldur en nokkuð annað síðustu ár.

    Þessir gaurar eru að horfa á aðeins meira heldur en síðustu 6 leiki held ég….

  4. Ítreka annars það sem ég skrifaði um FSG í síðustu viku. Niðurstaðan eftir að ég smiðaði þá færslu var fyrst (fyrir mánuði) að ég hefði enga trú á að framtíð Rodgers væri í hættu en er ég setti færsluna inn, stuttu eftir lok tímabilsins setti ég þó töluverðan fyrirvara.
    http://www.kop.is/2015/05/27/fsg-og-hvernig-their-vinna-i-bandarikjunum/

    FSG metur það semsagt sem svo að hann sé ennþá að vinna eftir þeirra plani og hafi líklega fengið vond spil á hendi í vetur. Þeir treysta honum til að laga það sem fór úrskeiðis og ætla að laga það sem uppá vantar í sínu starfi. Ekki umturna öllu enda hafa þeir sýnt það hjá Red Sox að þeir hafa ekki trú á slíkum stjórnunarstíl og hafa auk þess sannað mjög góðan árangur með sinni aðferð og trúa mikið á stöðugleika.

    Ég er á því að starfsmannavelta þjálfara í dag sé algjört bull og fagna því að stjórinn núna fái annan séns. Það hefur ekki verið nokkur einasti stöðugleiki hjá Liverpool á þessum áratug og ekkert gengið, alltaf að byrja upp á nýtt með nýjan stjóra, nýtt staff og fullkomlega nýja stefnu sem vantar hentuga leikmenn inn í. Félagið fór úr pressu bolta Benitez yfir í VARFÆRNISbolta Hodgson, þaðan í Dalglish og loks Rodgers sem er nánast andstaðan við alla þrjá og ákvað það við undirskrift að dýrasti leikmaður í sögu Liverpool (keyptur árið áður) hentaði honum svo illa að hann var lánaður án þess að neinn kæmi inn í staðin.

    FSG eru ólíklegir til að reka stjóra á miðju tímabili og ég mynd ALLS EKKI gera mér einhverjar væntingar um Klopp eða Ancelotti í haust, ekki nema allt fari á versta veg. En það er ljóst að liðið þarf að ná MIKLU betri árangri næsta vetur og Rodgers (o.fl.) lifir ekki tvö svona tímabil í röð af. Enda er stefna allra að bæta árangurinn þó ekki séu allir sammála þeirri leið sem á að fara að því.

    FSG þarf svo að sýna á næstu vikum hvernig þeir ætla að gefa Rodgers betri hönd næsta vetur, það var talað um það strax eftir síðasta sumarglugga að næsta sumar yrði hægt að kaupa tilbúna (alvöru) leikmenn. Félagið þarf að fara landa Mkhitaryan, Costa, Willian og Sanchez bitunum sem miðað er á fyrir sumarið.

    Er einhver hérna sem heldur að Liverpool hefði ekki náð topp 4 með Sanchez í Liverpool sl. vetur (já eða bara með Sturridge í 30 leikjum)? Það var ekkert mikið lengra í a.m.k. 4. sætið. Félagið náði í undanúrslit í báðum bikarkeppnum sem er spennandi keppikefli (mælistika) fyrir einhverja.

    Það verður annars fróðlegt að lesa alla jákvæðnina sem verður hérna í sumar/vetur úr því allir sem eru á móti þessu virðast nú að mestu komnir í pásu frá áhorfi á Liverpool (einmitt).

  5. Ég samt botna ekki nú né áður í þessari “hönd” sem FSG sé að gefa Rodgers? Hann verslar við Össur hér á landi og fær að velja hana sjálfur. Ef hann velur löpp til að skrúfa á handlegginn á sér, er það þá FSG sem “gaf” vitlaust? Ég er þó farinn að missa talsverða trú á þeim FSG mönnum eftir tíðindi dagsins. Sumir vilja meina að nýtt þriggja ára plan myndi hefjast við stjóraskipti, ég lít þannig á að í staðinn séu 4 ár í að við getum séð markmiðin nást með því að bæta einu Rodgers ári framan við hin þrjú. Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér og að hann nái að snúa þessu dæmi fullkomlega við, hef þó því miður nákvæmlega enga trú á því.

  6. Að missa Sturridge í meiðsli, að missa af helsta skotmarkinu (Sanchez), að fá Lambert, Balotelli og Borini sem 2. 3. og 4. kost í stað Suarez (og Aspas).

    Þetta er t.a.m það sem ég tala um slæma hönd sem ég er ekki viss um að Rodgers hafi ráðið öllu um og við erum bara ósammála þar. Hann sýndi mjög góðan árangur á seinni hluta fyrsta tímabilsins er hann fékk Coutinho og Sturridge inn í janúar. Hann náði frábærum árangri í fyrra með góða sóknarmenn og þeir eru kannski að vinna með það núna að hann geti þetta í þriðja sinn fái hann betri menn í framlínuna en þetta grín sem var hjá félaginu í vetur.

  7. Ömurlegar fréttir ! Stjóri sem getur ekki mótiverað einn einasta leikmann, meðalmennskan skal það vera áfram fyrir LFC. Hreint ömurlegar fréttir !

  8. Babu #6. Heldurðu að Can verði ekki bara settur í striker næsta tímabil ?;-)

  9. “Þetta er t.a.m það sem ég tala um slæma hönd sem ég er ekki viss um að Rodgers hafi ráðið öllu um og við erum bara ósammála þar. Hann sýndi mjög góðan árangur á seinni hluta fyrsta tímabilsins er hann fékk Coutinho og Sturridge inn í janúar. Hann náði frábærum árangri í fyrra með góða sóknarmenn og þeir eru kannski að vinna með það núna að hann geti þetta í þriðja sinn fái hann betri menn í framlínuna en þetta grín sem var hjá félaginu í vetur.”

    Ofangreint, súmmerar vandamál síðasta tímabils eins vel og hægt er í stuttu máli sagt. Það er dagljóst að sóknarlínan verður endurnýjuð að mestu í sumar ásamt því að keyptur verður amk einn hægri bakvörður og einn til tveir miðjumenn. Við höfum verið að sjá ca 30m punda sett í leikmannakaup sl tímabil í sumarglugganum (give or take) og ég hef alla trú á því að þessi fjárhæð verði aukin talsvert í sumar, jafnvel í allt að 50m punda.

    Nú þegar liggur fyrir (nánast) að Ings og Milner séu að koma og sennilega vantar ekki nema hársbreidd til að klára Clyne kaupin.

    Milner og Clyne ganga sennilega beint í byrjunarliðið en Ings og Origi koma svo sem 3. og 4. kostur í framherjastöðuna. Sturridge og marguee kaup sumarsins verða svo 1. og 2. valkostur í sóknarlínuna.

    Ings (5m tribunal fee), Clyne 12-15m og Origi var sennilega borgaður í fyrra + Milner sem kemur frítt.

    Ef við gerum ráð fyrir að LFC setji 40-50m punda í leikmannakaup +´sölur (50m Sterling?) ( Balo, Borini, Lambert ofl, kannski 25m samtals) þá höfum við ca 105-115 milljónir til að versla í sumar. Þar sem nú þegar er búið að ráðstafa 20m þá eigum við sennilega 85-95m eftir til að versla. Stór hluti þeirrar upphæðar hlýtur að vera eyrnamerkt kaupum á öflugum striker. Afgangur fer í að kaupa varamarkmann, cover fyrir vinstri bak og kannski einn miðjumann, væri ekki slæmt að fá sterkan DMC leikmann.

    Sumarlistinn gæti þá litið svona út
    3 sóknarmenn – Ings, Origi og marquee signing
    2 miðjumenn – Milner +
    1 vinstri bak –
    1 hægri bak – Clyne
    1 varamarkvörður –
    Samtals 8 nýjir leikmenn, þar af 3 sem fara beint í byrjunarliðið.

    Ef þetta gengur svona eftir, geng ég sæll og glaður inn í næsta tímabil, Sturridge, Ings, Origi og nýr spennandi striker hljómar mikið betur en Sturridge, Borini, Lambert og Balotelli.

  10. Já þetta voru heldur betur ömurlegar fréttir sem bárust frá Liverpool í meðalmennska skal það vera heillin fer ekki bara að koma tími á að dusta rykið af YANKS OUT! skiltunum ég held það bara. Ég held ég taki mér bara frí frá fótbolta þangað til að þessir vitleysingar sem að eiga klúbbin átta sig á að þeir munu aldrei vinna neitt með Rodgers sem stjóra. En ætli þeir viti það ekki og sé bara hreinlega alveg drullu sama. Þegar þessi völlur hefur loksins risið þá verður liðið orðið svo sorglega lélegt að þeir eiga ekki eftir að geta fyllt hann.

  11. Líst vel á þessa breytingu. Þó mér hafi fundist hitt mjög fínt líka. Var einmitt búinn að spá hvort ekki væri hægt að setja inn 5sek upphaffstef til pimpa þetta upp. En þetta er spennandi breyting.

    Varðandi umræðuna þá er ég mikill Babú maður þó allir séu þið flottir í þessu. Var með í 51% Rodgers hópnum og er því ekkert ósáttur með niðurstöðuna.

    En þetta er allt undir sumarkaupunum komið eins og síðastliðin ár. Verð að vera sammála Steina með að Rodgers hefur sloppið vel með gangrýni þar.

    Takk

  12. Nú verður maður að sætta sig við það sem maður fær ekki breytt og hlusta á rökin með því að BR sé áfram.

    Babu kemur inn á að stöðugleika hafi vantað í kringum félagið (stjórar inn og út) í nokkur ár og alveg sammála. Það sem hefur ekki hjálpað til síðasti vetur hefur finnst mér fréttaflutningur um allt utan vallar sem truflar á endanum starfsmenn og leikmenn félagsins. Bara sem ég man í svipinn sem var að trufla starfslið og leikmenn mis mikið; Roger með nýtt lúkk og nýja konu, vallarmálin (þó yfirleitt jákvæð umræða), hækkandi miðaverð, Hillsboroug endurupptakan, Gerrard tilkynnir að hann sé að hætta, Balotelli endalaust, Origi gæti hugsanlega komið inn um áramót (truflaði kannski mest okkur stuðningsmenn), Sterling of þreyttur í landsleik, Sterling í BBC, Sterling vill fara annað og meiðsli DS. Það mætti klárlega stjórna betur í þessu samhengi og bara að taka út Sterling, SG og Balotelli faktorinn lagar mikið.

    Meiri ró yfir félagið og fleiri stig í hús takk! YNWA.

  13. Heitasta óskin var að sjá Klopp taka við en þar sem hann er ákveðinn í að taka hvíld fram yfir áramót, þá finnst mér skásti kosturinn að gefa BR tækifæri til þess að snúa við blaðinu. Um áramótin ætti að vera hægt að meta stöðu liðsins á þeim tímapunkti. Ef liðið er ekki að ná ásættanlegum árangri þá, þá er ekkert annað í stöðunni en að taka stöðuna á Klopp.

    Vonum bara að síðasta tímabil hafi verið lærdómstímabil, smá bakslag og að sumarið verði nýtt vel og liðið taki stórt skref fram á við á næsta tímabili.

  14. http://lineupbuilder.com/?sk=79vy6

    Smá hugmynd fyrir næsta season, mikið af möguleikum, smá hausverkur reyndar að púsla þessu saman en held þetta væri sterkasta liðið. Gæti alveg séð Yarmolenko sem og Origi á vængjunum líka. Þetta lið ætti að geta komist langt. Lovren að sjálfsögðu möguleiki í vörnini. Bekkurinn hjá okkur í fyrsta leik gæti verið : Lovren, Lucas, Allen, Ibe, Markovic, Origi, Kovacic (þar sem Sturridge verður ekki með strax)Ekki amalegur bekkur það.

  15. Mikið var gott að sjá innleggið frá Babu#4

    þvílíkt svartsýniskast sem gripið hefur mannskapinn!! Það er bara eins og klúbburinn sé gjaldþrota og í sölumeðferð slitastjórnar og að þjálfarinn sé Roy Hodgson.

    Hvernig væri að anda aðeins og hætta að láta síðustu leiki tímabilsins eingöngu ráða hug ykkar.

    Þetta var tímabilið sem ekkert gekk upp en samt vorum við bara 8 stigum á eftir þessu blessaða 4. sæti. Ég held að menn hafi lært sína lexíu á þessu ári og sömu mistökin gerist ekki aftur.

    Eru menn búnir að gleyma hvernig FSG stóðu í fæturnar þegar Suarez (sem stuðningsmenn kölluðu öllum illum nöfnum) fór fram á sölu? Þeir sögðu bara NEI og hann var í leikbanni langt inní veturinn. Það ár var eitt það skemmtilegasta sem við höfum séð síðan farið var að senda út meira en eina beina útsendingu í viku. Djöfull finnst mér menn hafa ofmetnast í sófanum ef allt er svo bara ómögulegt og menn ætla jafnvel ekki að horfa næsta vetur.

    Finnst sorglegt að klúbbur sem syngur YNWA alla leiki sé búið að snúast gegn jafn efnilegum stjóra og BR um leið og harðnar á dalnum, talað um í podkastinu að 75% stuðninsmanna sé á móti honum!!! Kannski erum við ekki jafn frábærir stuðningsmenn og maður hélt.

    BR er að fara að troða svo feitum ullarsokk ofan í kokið á mönnum í vetur og ég get ekki beðið 🙂

  16. Sem United stu?ningma?ur sem les þessa sí?u reglulega(einn af fáum sem hatar ekki Liverpool) held èg a? Liverpool gæti ná? topp4 á næsta tímabili. Vegna þess a? Gerrard er farinn held a? hann var of gó?ur me? sig og þótt hann var einu sinni besti leikma?ur í evrópu er hann þa? ekki lengur.

  17. Aðeins varðandi það að FSG standi í lappirnar og séu að reyna.

    Mér vitanlega hafa þeir ekki unnið eina svona “stand off” keppni við önnur lið þegar kemur að leikmönnum og þá getum við líka bætt við Salah, Konoplyanka og þess vegna Gylfa Sig við þau nöfn sem menn eru svo glaðir að við höfum “næstum því” fengið. Roy Evans sagði í ævisögu sinni það hafa verið tvær ástæður framar öðrum að Liverpool náði ekki að landa titlinum með hið frábæra “Spice Boys” lið.

    Sú fyrri var Roy Keane og sú seinni var Teddy Sherringham. Ég myndi nú reyndar vilja bæta við nafni Eric Cantona sem Leeds vildi frekar selja okkur en United. Við semsagt töpuðum eltingaleik um þessa menn á síðustu metrunum plús líkt og með þessi nöfn sem rætt hefur verið og ég bætti aðeins við.

    Svo eigna menn FSG það að halda Suarez, sem er reyndar þvert ofan í það sem hann segir sjálfur. Hann talar um það að eina ástæða þess að hann fór ekki var út af því að Steven Gerrard fékk hann til að taka “eitt ár enn og fara svo í stærra lið”…sem var svo gert með því að hækka hann í launum og setja inn klásúlu um kaupverð. Ég sjálfur ergi mig á því að FSG hafi ekki bara sagt einfaldlega við Barca…”eina leiðin til að þið fáið Suarez er að við fáum Sanchez”.

    Svo að ég fer ekki enn ofan af því að ég er bara enn ekki sannfærður um það hvernig menn hafa haldið á spilunum þegar kemur að styrkingu liðsins.

    En ergelsi mitt að undanförnu er fyrst og fremst vandræðalega lélegt upplegg liðsins á síðustu mánuðum tímabilsins, fullkomið úrræðaleysi þjálfarateymis sem stillti leikmönnum upp í alveg galnar stöður í leikkerfi sem var löngu búið að sanna að gekk ekki. Það snýst ekkert um peninga eða neitt annað en það hvernig liði er stjórnað.

    Um það sér engin leikmannanefnd og það er það atriði sem ég hef mestar áhyggjur af og þess vegna taldi ég ástæðu til breytinga. Fyrst að ekki á að breyta um stjóra þá hljóta menn að ætla annað hvort að redda honum öflugri aðstoð við stjórnun liðsins eða heimsklassa leikmenn til að vinna með.

    Hvernig sem þetta sumar fer þá auðvitað styðjum við liðið og þá sem stjórna því. Er ekkert á leiðinni að verða jafn pirraður og þegar að RH stýrði þessu liði því mjög margt kann ég við hjá Rodgers.

    En úrræða- og reynsluleysið hans pirrar mig gríðarlega!

  18. Maggi minn, við erum furðulega sammála varðandi FSG og BR. Samt vona ég svo heitt og innilega að við munum þurfa að elda saman ullasokka pottrétt og snæða saman eftir næsta tímabil. 🙂

  19. Gæti ekki verið meira sammála #15.

    Eins gaman og það er að hlusta á ykkur hafa síðustu 2 þættir verið mjög daprir að mínu mati. BR er orðinn einn versti manager fyrr og síðar, FSG mega hoppa upp í ass-ið á sér, leikmenn eru komnir í hatursflokka… róum okkur aðeins.

    Það var óenskutalandi Suarez sem hélt peppræðurnar fyrir leiki í fyrra sem gerði það að verkum að við vorum grátlega nálægt því að landa fyrsta PL titlinum í 24 ár, mætti halda… Fyrir utan það að missa þennan frábæra framherja og 100% reyna gera það besta úr stöðunni, þá missti BR heldur ekki hinn frábæra sóknarmanninn okkar út fyrstu mánuði tímabilsins, jú reyndar.. Byrjunin var ferleg og það var ekki Brendan að kenna. Það var leikmönnum liðsins að kenna sem hreinlega sýndu engan ástríðu fyrir leiknum (Í bland við meiðslaóheppni og að þurfa breyta leikskipulaginu). Sömu leikmönnum og náðu svo í frábært 12 leikja run á sama tímabili. Get fullyrt að Suarez kom ekkert við sögu þá, heldur BR sem fann leið til að gera það besta úr hópnum.

    Það er svo margt sem spilar inn í slakt gengi á þessu tímabili og ég blame-a ekki BR fyrir því heldur þakka ég honum fyrir að hafa allavegana komið okkur í evrópu. Suarez-salan (Hann sjálfur), Sturridge-meiðslin (líkaminn), Sterling-á-gelgjunni (umboðsmaður), Gerrard-yfirlýsingin (Hann sjálfur), Sakho-meiðslin(líkaminn), Lucas-meiðslin (Líkaminn), Balo-sem-skorar-ekki (Hann sjálfur), Mignolet-þunglyndið (Hann sjálfur).. Frábærir leikmenn og lítið sem BR gat gert í vandamálum/ákvörðum þeirra og það er erfitt að ætlast til betri árangurs með milljónaliðin í kringum okkur.

    Hef sagt það áður og ég segi það aftur. BR er ekki bara efnilegur heldur frábær stjóri sem á eftir að gera góða hluti með Liverpool. Ég er virkilega ánægður að hann sé á hliðarlínunni að ári. Mér finnst sumarið byrja býsna vel. Milner eru clever “kaup”, það sem ég hef séð af Ings er það akkúrat sem okkur vantar, gæji sem mætir í vinnuna og mögulega Clyne sem er akkúrat leikmaður sem okkur vantar. Eins og þið segið þá þarf stöðugleika á vörnina og ég trúi því að Clyne geti orðið sá leikmaður sem spilar 93% af mínútunum í sinni stöðu. Skrtel gerir það væntanlega líka og það væri óskandi ef Sakho héldist heill út eitt season og Moreno fengi að eiga vinstribak. Þá væri þetta klassi!. Þýska tröllið gæti coverað þá vel, eftir misjafnt en lærdómsríkt fyrsta season og þá vantar mörkin. Er sammála Kristjáni að einn stór biti í senterinn, Sturridge, Ings, Origi og Balo??? lítur bara þokkalega vel út og þá er hægt að kaupa minni pósta í ómannaðar stöður (mark, vbak, miðja).

    Klúbburinn er á réttu róli fjárhagslega séð. Áttum dapurt season en höfum séð það svartara. Erum að gæla við að verða meistaradeildarlið aftur og við getum huggað okkur við það að það styttist allavegana í titil með hverju árinu 😉

    In Brendan we trust!

  20. Það eiga náttúrula öll lið sína sögu um leikmenn sem ekki tókst að landa. Efast um að við séum í einhverjum “sérflokki” þar.

    Ég ætla ekki að gráta það að hafa ekki náð Gylfa og tekið Coutinho í staðinn. Við höfum líka gert frábær kaup í gegnum tíðina og frábærar sölur.

    FSG eiga auðvitað mestan þátt í því að Suarez fór ekki. Þetta með Gerrard var bara það rétta að segja fyrir Suarez. Gaurinn fór í fýlu eins og krakki, fór fram á sölu. Ef þeir hefðu verið svona lélegir og þá hefðu þeir selt hann á 40 m. og eitt pund. Gerrard kom hvergi nærri þessum málum.

    En niðurastaðan er þessi hjá mér… ég ætla að gefa þessum stjóra og eigendum einn leikmannaglugga í viðbót áður en ég dæmi þá. Getur vel verið að ég verði sá sem verð með sokkinn í kokinu en þangað til…

  21. United maðurinn Villibesti kemur hérna inná hlut sem ég hef verið að reyna troða inní Liverpool aðdáendur lengi: Að egóið hans Gerrard hafi verið orðið of stórt og hreinlega hamlað þróun leiks Liverpool í mörg ár.
    Hef heyrt ýmsa aðdáendur annarra liða segja að þeir hafi engar áhyggjur af Liverpool í toppbaráttunni á Englandi á meðan Gerrard sé aðalmaðurinn á Anfield. Dont shoot the messenger. En það virðist að þegar maður gagnrýnir goðið okkar t.d. hér á kop.is þá taka menn því eins og maður hafi verið að segja að systir þeirra sé feit og ljót. Stórkostlegur leikmaður en bara of villtur til að geta stýrt liði ár eftir ár í toppbaráttu. Skorti alltaf yfirvegun í slíkt eins og sást vel á þessum 38sek á Anfield gegn Man Utd í vor. Það er ekki leiðtogahæfni að lúðra inn mörkum af 30 metra færi af og til í mikilvægum leikjum. Alvöru leiðtogi hefði haft stjórn á og jafnvægi í liðinu yfir heilt tímabil gegn stórum og litlum liðum til að þurfa ekki að lenda í svoleiðis reddingar aðstæðum.

    En hjartanlega sammála Magga að það er varnaskipulagning og upplegg Brendan Rodgers sem maður óttast verst. Það kemur launakerfum, nefndum og leikmannakaupum ekkert við. Ótrúlegt hvað Rodgers sleppur alltaf billega við gagnrýni á þeim hluta. Hvernig maðurinn kemur eins og algjör phony fram í viðtölum og hvernig hann spilar mönnum útúr stöðum leik eftir leik er líka bara hryllingur. Hann fór greinilega á taugum núna undir lok tímabilsins, tók kolvitlaust á Sterling málinu og réð ekki neitt við neitt. Stjórnaði Liverpool eins og algjör viðvaningur. Samt klappa FSG honum bara á kollinn og humma…..”Þetta gengur bara betur næst.”

    Eftir að hafa í mikilmennskubrjálæði rekið Reina og Agger með offorsi frá Liverpool og komið sínum mönnum eins og Allen og Borini að þá er bara komið að því að meta fyrstu 3 ár BR hjá Liverpool. Hann bað sjálfur um að vera dæmdur eftir 3 ár. Skiptir engu hvað er komið inn, maðurinn hefur fengið að eyða ógrynni peninga í leikmenn á þessum 3 árum og búa til sinn eigin hóp nánast frá a-ö. Heimskulega hrokafull ummæli hans um Tottenham óma enn og koma í bakið á honum. Ef Tottenham ætti að vera í baráttu um titilinn eftir að hafa eytt 100m punda á seasoni hvað kröfur gerir Rodgers þá á sjálfan sig eftir +250m punda eyðslu? Það er töluvert meira en 6.sæti og vera fyrsti þjálfari í sögu Liverpool til að vinna ekki einn einasta helvítis bikar á fyrstu 3 árum sem þjálfari. Miklu miklu miklu meira.

    Var Rodgers nógu mikið karlmenni til að axla ábyrgð á eigin kjaftháka orðum og taka pokann sinn eftir tímabilið? Nei hann spilaði sig sem fórnarlamb og hálf grét það í gegn eftir Stoke leikinn ömurlega að FSG og aðdáendur myndu vorkenna sér. Sem tókst og hann fær enn einn leikmannagluggann í sumar til að spandera peningum Liverpool FC.

    Ég býst reyndar við fínum sumarglugga í ár og við munum ná í nokkra mjög góða bita í sumar en því miður er Rodgers bara okkar Barack Obama. Orðavaðallinn í manninum er endalaus og hann virðist ekkert nema kjafturinn, lítur vel út þegar vel gengur og en reynist svo innihalds og ráðalaus þegar gefur á bátinn eins og sýndi sig í vor. Velflestir í The Kop útí Liverpool vilja hann út. Flestir á kop.is vilja hann út. Flestir pennarnir og eigendur á kop.is vilja hann út. Ég vil hann út.

    En því miður virðist komið fyrir Liverpool eins og fornfræga plötufyrirtækinu EMI þessa dagana sem er í eigu vogunarsjóðs fyrirtækjasamteypunnar Citigroup. Við erum orðin hluti af bandarískri vörukeðju, lítið útskiptanlegt Excel spreadsheet í Portfolio-inu hjá FSG. Við erum svo mikilvægir í huga John Henry að hann nennti ekki með Tom Warner og co. til að ræða við Rodgers augliti til auglitis. Hlutirnir bara afgreiddir á klukkutíma eins og Maggi segir með augljóslegri skipun að ofan og sennilega búið ákveða að Rodgers yrði áfram fyrir fundinn. Hélt að Liverpool væri stærra og merkilegra félag en þetta. 🙁

  22. Hér eru nokkrir bara ánægðir með FSG og Rodgers en á öllum öðrum Liverpool síðum eru flestir brjálaðir yfir metnaðarleysi eigandanna og getuleysi þjálafarans frá N-Írlandi.
    Ég held að ástandið á þessum klúbbi okkar hljóti að vera miklu verra en maður hefði nokkur tíma trúað . Ég er virkilega leiður yfir þessum fréttum og það kemur heldur engin skýring frá eigendonum,það er eins og við stuðningsmennirnir skirftum þá engu máli.
    Og á sama tíma koma fréttir af því að Rafa okkar gamli stjóri sem vildi hvergi vera nema í Liverpool sé orðinn þjálfari stærsta fótboltaliðs í heimi,hversu súrealístiskt er það?
    Standardinn á Anfield er orðinn svo lágur að 6.sæti og 6-1 tap fyrir Stoke virðist bara vera allt í lagi árangur hjá fimmföldum evrópumeistuonum.
    Pleace some body wake me up áður en ég hengi mig..
    En maður getur þó farið að halda með Real Madrid í haust og því hefði ég aldrei trúað upp á sjálfan mig svo að gamli málshátturinn um að ekkert sé svo illt að það boði ekki nokkuð gott á vel við í dag fyrir mig.
    In Rafa we trust!!

  23. Þar sem ég fer ekki með ákvörðunarvaldið í klúbbnum mínum þá ætla ég að standa við bakið á þeim sem það hafa.
    FSG er að taka eins góðar ákvarðanir og fjárhagurinn leyfir, eru að stækka völlinn og reyna að byggja eitthvað upp sem var algerlega fast í drullupytti þegar þeir tóku við.
    Það er rétt ákvörðun á þessum tímapunkti að halda sig við Brendan. Flestir sæmilega sprækir menn læra mest við mótlæti og þá sérstaklega þegar þeir gefa sér færi á að líta yfir farinn veg þegar öldur hafa lægt.
    BR þarf að fá þetta tækifæri til að nýta lærdóminn af síðasta tímabili og ljóst er að þar er af nógu að taka.
    Ég er sannfærður að kaup sumarsins verða til bóta og menn komi vel undirbúnir og mótiveraðir inn í fyrsta leik í ágúst.
    Ef það gengur ekki eftir þá mun BR þurfa að taka pokann sinn um áramót en ég met líkurnar 60/40 að þetta takist og við eigum gott haust.
    Einfaldlega út af því að það sem drepur þig ekki herðir þig.
    YNWA

  24. Ein spurning… Á að hafa niðurstöðuna úr síðasta leik tímabilsins á síðunni í allt sumar?
    Ekki beint gaman að láta minna sig á þetta í allt sumar

  25. Ég hef bara eitt að segja varðandi þá sem Drulla yfir Gerrard

    Þið hafið greinilega aldrei komið til Liverpool eða á Liverpool leiki öðruvísi en í FIFA eða Champions manager.

    Líklega hafið þið horft á takmarkaðan fjölda LFC leikja síðustu 10. árin.

    Það er verið að draga alla karlmennsku úr þessu liði og fylla af ofdekruðum kjúklingum

    Scouserar farnir eða fá ekki séns og Manager sem hugsar meira um að hvíta á sér tennurnar heldur en að drulla ekki á sig á móti man utd……

    úf ff hvílíkt kjarkleysi hjá eigendunum…. #RODGERSOUT

  26. Í alvöru?….var egóið hans Gerrard of stórt fyrir Liverpool?

    Ef svo væri hefði Gerrard löngu verið farinn frá Liverpool. Þessi fullyrðing ætti betur við leikmenn eins og Owen eða Sterling.

  27. Brendan Rodgers lét ekki hvítta í sér tennurnar – hann fékk sér NÝJAR. Bara svo það sé á hreinu.

  28. Ssteini “5”

    ef að það væri skipun frá þeim að hann myndi versla hönd hjá Össur á Íslandi og hann fengi löpp…. þá væri það klárlega þeim að kenna….

    Því Össur framleiðir og selur engöngu hné og ökla 🙂

  29. Er ekki fullharður tónn í mörgum hérna. Staðan sem klúbburinn er í er engin tilviljun og ekki nema að takmörkuðu leiti núverandi eigendum að kenna. Fyrri eigendur auðvitað vörðu miklum fjármunum í að hanna völl sem ekki var byggður, skuldsettu félagið og réðu þjálfara sem fór með liðið niðurá við og kostaði svo fúlgu að losna við.

    Núverandi eigendur eru engir sykurpabbar þannig að þeir fara einu leiðina sem er þeim fær, að vaxa innan frá frekar en að kaupa árangur. Fjárhagsstaðan breytist ekkert þó að Rodgers fari og þar með ekki stefnan. Við erum bara í miðju langhlaupi

    Mér er það til efs að þjálfaraskipti myndu valda einhverri byltingu þó að mögulega gæti betri þjálfari náð fram marginal breytingu. Eins og sjá má af árangri Real Madrid er þó ekki að vísan að róa með það.

  30. Þetta er fínasta podcast hjá ykkur drengir og eðlilegt að menn skiptist í sitthvort hornið með þetta mál. Það er mikilvægt að vega og meta kostina og gallana við það að reka eða hafa Brendan Rodgers áfram og það er það sem við erum auðvitað að reyna að gera. Eitt er öruggt og það er að enginn okkar sér inn í framtíðina og við vitum án efa frekar lítið um það sem gerist í stjórnarherbergjum og á Melwood. Þó hef ég trú á því að flestir sem tjá sig hérna hafi töluverða þekkingu og reynslu af knattspyrnu í einni eða annarri mynd.

    Ef við byrjum á kostunum við það að reka Rodgers þá eru þeir eftirfarandi:

    1. Mjög færir og virtir þjálfarar á heimsvísu er á lausu (Klopp, Ancelotti, Benítez fyrir viku) og eflaust fleiri. Það eru auðvitað alveg til betri þjálfarar en Rodgers, það er eitthvað sem við þurfum að átta okkur á.

    2. Brendan Rodgers hefur gert fjöldan allan af mistökum. Hann spilar mönnum út úr stöðu, bregst oft seint og illa við, er óviss með leikkerfi og hefur keypt illa, hvort sem það er honum og/eða einhverjum öðrum að kenna.

    3. Mögulega er Brendan Rodgers búinn að missa klefann þannig að leikmenn hafa ekki trú á aðferðum hans lengur. Þá verður haustið hans stutt og við sjáum það fljótlega.

    4. Hann kann ekki að þjálfa vörn. Liðið fær ennþá allt of mörg mörk á sig.

    Eflaust hefur hann fleiri galla karlinn og menn mega alveg telja upp fleiri, en þetta er svona þetta veigamesta sem kemur fram hjá honum og ákvörðunum hans með liðið.

    Kostirnir eru síðan nokkrir:

    1. Þörf er á stöðugleika hjá félaginu. Of margir stjórar hafa komið og farið síðustu ár

    2. Hann er á pari miðað við fjárhag félagsins. Árangurinn í fyrra var langt fyrir ofan “normið”

    3. Hann hefur sýnt frábæran árangur á köflum. Kaflarnir hafa verið mis langir en hann hefur samt sem áður náð að setja liðið á frábær, taplaus rönn í langan tíma. Það svarar að nokkru leyti því hvort hann sé búinn að tapa klefanum, en tölfræðin sýnir okkur hið gagnstæða þótt þetta tímabil hafi endað með slömpi.

    4. Hann er ungur og efnilegur og ætti að passa vel fyrir ungan og efnilegan hóp. Liðið á nokkur ár í að toppa og hann gæti mjög vel verið rétti maðurinn til að þroska og þróa leikmenn liðsins. Hann hefur sýnt með suma leikmenn að hann nær mjög miklu út úr þeim.

    Ég er ennþá á því að Rodgers sé rétti maðurinn í starfið þótt rökin gegn honum séu alveg til staðar. Ekkert er svart eða hvítt í þessu. Ég tek undir með Babú að hann hefur ekki fengið góða hönd til að spila með, liðið er á sama stað og það á að vera miðað við þá hönd. Það er hins vegar alveg rétt að hann hefur klikkað, en það gerði meira að segja Rafa Benítez líka á sínum tíma. Allir stjórar fara í taugarnar á okkur fyrir eitthvað. Það að 75% stuðningsmanna vilji Rodgers burt segir ekkert um það hversu rétt það er. Meirihlutinn getur og hefur margoft í sögunni haft rangt fyrir sér.

  31. Nú veinar hæst í þeim sem sungu hvað hæst ,,poetry in motion” á síðasta tímabili og kalla Rodgers out!! hann er ekki nógu snjall!

    Þetta unga lið missti tvo mestu markaskorara úrvalsdeildarinnar í fyrra. Gerrard 35 ára varð skugginn af sjálfum sér og var dragbítur á liðinu öfugt við flott tímabil í fyrra. Sterling ákvað að haga sér eins og ofdekraður krakki og Emre Can þurfti að leysa Glen Johnson af vegna skyndilegrar getu og áhugaleysis þess síðarnefnda. Já það sprungu ekki allar út á fyrstu leiktíð enda verið að byggja lið frá grunni og meira að segja mjög ungum grunni. Allt saman hefur þetta togað liðið niður TÍMABUNDIÐ!!

    Þetta hefur orðið þess valdandi að prímadonnurnar sem sungu hvað hæst ,,poetry in motion” horfa á Klopp eins og einhvern frelsara eftir afleitt tímabil með Dortmunt (já svoleiðis gerist af og til hjá góðum þjálfurum!)

    Það er nefnilega oft þannig að góðir hlutir gerast hægt og þó að planið sé gott þá er ekki hægt að taka allar breytur inn í jöfnuna og krefjast immediate success, þannig virkar lífið ekki. Menn hafa rekið sig á ofangreinda erfiðleika og það þarf að bregðast við þvi. Klopp er flottur karl en það er Rodgers líka. Nú síðast steig Suarez sjálfur fram og benti stuðningsmönnum pent á að Rodgers hafi hjálpað sér og gert hann að betri leikmanni og markamaskínu. Þetta gerði hann algjörlega frjáls undan samningum og tryggð við félagið.

    Ég hef tekið eftir því að það er fylgni á milli þeirra sem öskra á endalaus kaup, marquee eitthvað! og þess að vilja höggva þjálfaran við fyrstu erfiðleika. Af þvi að hann keypti ekki einhvern hvítan riddara á hestinum sem er Mr. Marquee. Eða af því að þjálfarinn treður sokknum ekki alveg jafn ört í kokið á honum og í fyrra.

    Liverpool er ekki rekið af soldánum eða rússagulli heldur er rekið hér hart business model með stefnufestu á augljósa skynsama uppbyggingu liðsins og vallarins. Nokkuð sem að erfitt er að kyngja fyrir ofdekraða stuðningsmenn liðsisn eftir síðasta tímabil. Þvílíkt tímabil þar sem leiftrandi sóknarþungi liðsins bar önnur lið ofurliði.

    Ég vil sjá Poetry in fucking motion með Brendan Rodgers, hann hefur sýnt að hann er fær um það með réttri samsetningu liðsins.

  32. Er ekki ósanngjarnt að segja að það sé galli að spila mönnum út úr stöðu? Síðan Hollendingar fundu upp “total football” í kringum 1970 hefur verið ætlast til þess að menn hefðu einhverja hugmynd um hvað hinir mennirnir á vellinum ættu að gera. Að spila Gerrard á hægri kant virkaði mjög vel hjá Benitez. Þetta heppnast auðvitað ekki alltaf en atvinnumenn þurfa að ráða við að fara eftir fyrirmælum þjálfarans. Það má hins vegar halda því fram að Rodgers hafi gert of mikið af þessu eða ætlast til þess að sumir leikmenn sinntu hlutverki sem þeir réðu illa við.

  33. #33 Ágúst , ofdekraða stuðningsmenn. Ertu á því að stuðningsmenn LFC séu ofdekraðir eftir eitt tímabil sem við lendum í öðru sæti ? Þú hlýtur þá að vera fæddur eftir að okkar lið vann allt sem var hægt að vinna ,á árunum 1978-1990. Þá vorum við ofdekraðir, núna er bara ….. Við vinnum þetta næsta tímabil hugarfar eða við náum kannski topp 4, eða topp 7 ! Eintóm meðalmennska með þessa Kana, og BR.

  34. Jæja. Skrtel næstur.

    Skrtel: "I don't feel old enough to sign that type of contract. I don't have any health problems. That contract is unacceptable."— LFCTS (@LFCTS) June 3, 2015

    Skrtel on new contract: "I think these types of contract are offered to players, who are older than me, or players who had injury problems."— LFCTS (@LFCTS) June 3, 2015

    Tekið úr þessu viðtali í gær: http://aktualne.atlas.sk/martin-skrtel-zmluva-ktoru-ponuka-liverpool-je-pre-mna-neakceptovatelna/sport/futbal/?utm_source=hp-atlas&utm_medium=box-spravodajstvo-asktualne&utm_campaign=hp

    Ef þetta eru sönn quote þá get ég ekki séð Skrtel vera áfram.

    Hvað er samt með leikmenn Liverpool og þetta agaleysi í fjölmiðlum?! Þetta er þessum leikmönnum og klúbbinum til skammar.

Rodgers verður áfram!

James Milner til Liverpool (staðfest!)