Jæja, þessi ferð okkar manna á Stamford Bridge var ekki til fjár frekar en fyrri daginn.
Liverpool tapaði núna áðan fyrir Chelsea 1-0 í London og eru því í skítsæmilegri stöðu fyrir seinni leikinn á Anfield. Það er erfitt að vera ekki alveg hræðilega vonsvikinn eftir þennan leik, þar sem að Chelsea mark á Anfield mun nánast klára þessa viðureign. En ég ætla allavegana að reyna.
Rafa stillti þessu svona upp í byrjun
Arbeloa – Carragher – Agger – Riise
Gerrard – Alonso – Mascherano – Zenden
Kuyt – Bellamy
Á meðan að Mourinho stillti liðinu sínu svona:
Ferreira – Carvalho – Terry – A. Cole
Mikel – Makelele – Lampard
Schevchenko – Drogba – J. Cole
Allan fyrri hálfleikinn var Chelsea mun betra liðið. Chelsea menn pressuðu gríðarlega ofarlega gegn Liverpool og sóknir Liverpool runnu útí sandinn á frekar ódýran hátt. Aðallega fannst mér vanta að eitthvað gerðist á hægri kantinum, en oftar en ekki var Ashley Cole eini maðurinn á þeim kanti. Gerrard leitaði alltof mikið inná miðjuna og skiljanlega þá var Arbeloa ekki mjög gjarn á að spila mjög ofarlega á vellinum.
Hinum megin beittu Chelsea menn einni leikaðferð allan leikinn. Sú var að dúndra háum boltum inná Didier Drogba. Og það er svo sem erfitt að gagnrýna þá leikaðferð þar sem að Drogba vann **alla** þá bolta, sem hann fékk. Ef ekki í fyrsta, þá tók hann aðra snertinguna.
Hættulegustu sóknir Chelsea komu uppúr mjög hröðum sóknum. Pepe Reina varði glæsilega frá Frank Lampard í einni sókninni, sem var besta færi Chelsea þangað til að þeir skoruðu. Á 25. mínútu voru Liverpool menn í sókn, en Ricardo Carvalho vann boltann og tók boltann með sér upp völlinn og gaf svo langa sendingu innfyrir á Didier Drogba. Drogba sparkaði boltanum á undan sér og hljóp svo fyrir framan Daniel Agger. Þegar að Agger hafði náð honum, þá plataði Drogba hann uppúr skónum, gaf svo fasta sendingu fyrir þar sem að **Joe Cole** hafði komist framfyrir Arbeloa og skoraði þar glæsilegt mark. Einkar ömurlegt að þrír mest óþolandi leikmenn þessa Chelsea liðs hafi átt markið.
Eftir þetta batnaði leikur Liverpool að einhverju leyti, en samt ekki mikið og Chelsea var áfram sterkari aðilinn út fyrri hálfleikinn.
—
Í seinni hálfleiknum snerist þetta við og Liverpool var mun betri aðilinn. Alonso náði smá taki á miðjunni og Zenden var ógnandi á vinstri kantinum, en eftir sem áður kom lítið frá hægri, enda var Gerrard mikið inná miðjunni. Crouch kom svo inná fyrir Bellamy (sem hafði ekki getað neitt) og við það batnaði spilið enn frekar.
Hættulegasta færi Liverpool átti Gerrard, sem átti frábært skot að marki, sem að Cech varði frábærlega. Hinum megin á vellinum varði Reina svo aftur frábærlega frá Lampard. Því miður fyrir Lampard voru engir varnarmenn, sem gátu breytt um stefnu boltans.
Rafa gerði svo eina breytingu í viðbót þegar að Jermaine Pennant kom inná fyrir Alonso. Hann fékk hins vegar bara örfáar mínútur, svo lítið gerðist meira markvert. Liverpool var meira með boltann, en síðustu 10 mínúturnar náðu Chelsea aftur yfirtökunum, þrátt fyrir að hvorugt liðið væri líklegt til að skora.
—
**Maður leiksins**: Þetta er frekar erfitt. Reina varði frábærlega í tvö skipti, en gerði svo lítið annað en að pikka boltann úr netinu. Arbeloa var ótraustur og Carra ekki nógu öflugur. Einsog 99,9% allra miðvarða í heiminum átti Daniel Agger í miklum vandræðum með Didier Drogba og hafði Drogba mun betur í þeirri viðureign. Það er kannski sárt að segja það, en Didier Drogba er einfaldlega stórkostlegur framherji – og það er fáránlega erfitt fyrir varnamenn að ráða við hann. Munurinn á liðunum var oft sá að þegar að háar sendingar komu að Chelsea vörninni þá vann vörnin **alla bolta** en hinum megin var það svo Drogba sem tók alla bolta. Carra var skástur í vörninni, en yfir það heila má segja að öll varnarlínan hafi átt slæman dag.
Á miðjunni voru Gerrard, Mascherano og Alonso ágætir – en samt fannst mér einsog Chelsea hafi unnið baráttuna á miðjunni. Gerrard var alltof sjaldan úti hægra megin og sá kantur var oft einsog eyðimörk. Frammi gerðu svo framherjarnir afskaplega lítið, sérstaklega Bellamy – sem hefði mátt sleppa því að mæta (af hverju Crouch byrjaði ekki inná mun ég sennilega aldrei skilja.).
Og því er maður leiksins sá ólíklegasti á vellinum, nefnilega **Bolo Zenden**. Já, hann lék engan draumaleik og sumar sendingarnar mistókust. En hann var **nánast eina ógnun Liverpool** á löngum köflum í þessum leik. Eflaust eiga margir eftir að æpa yfir þessu og segja að Gerrard eða Carra eigi skilið að fá nafnbótin, en ég geri einfaldlega meiri kröfur til Gerrard og Carra.
—
Og þannig er það. Núna fyrst reynir á þetta Liverpool lið. Þetta voru ekki alslæm úrslit, en þau eru heldur ekki góð – sérstaklega þar sem Liverpool náðu ekki útivallarmarkinu. Ef að Chelsea skorar á Anfield þá er þetta nánast búið, því það er ólíklegt að Liverpool skori 3.
En maður veit þó aldrei hvað gerist á Anfield. 3000 Liverpool aðdáendur sungu hærra en 40.000 Chelsea menn í kvöld og það er alveg ljóst að stemningin á Anfield verður 100 sinnum betri en í kvöld. Við unnum þá 2-0 í deildinni og það sama getur alveg gerst.
Liverpool hefur farið í gegnum þessa Meistaradeild án þess að vera í verulegri pressu fyrir seinni leikina, en núna er það breytt. Liverpool menn geta klárað þetta, en það verður erfitt.
Vá við vorum heppnir að sleppa með 1-0.Þurfum að manna allar stöður betur fyrir næsta tímabil að frátöldum Gerrard.
Eigum við ekki að segja að við séum nú ágætlega staddir með Carragher, Finnan, Reina, Agger, Xabi Alonso og fleiri þó þeir hafi ekki höndlað einn leik á móti Chelsea á útivelli.
Láttu ekki svona Þröstur. Við vitum að það er best. Selja alla nema Gerrard og kaupa alveg nýtt lið. Langbest. Vinnum alla titla þannig.
Þetta var bara ömurlegt. Það þarf bara einhver að fara segja Rafa að það er ekki nóg að leggja leikinn taktískt upp, heldur þarf að skipuleggja sóknarleik líka. Sóknarlega voru Liverpool STEINGELDIR í kvöld. Það var ótrúlegt að sjá “stjörnur” vita ekkert hvað þær áttu að gera við boltann í sóknarleiknum. Þetta var skelfilegt í fyrrihálfleik og mjög lélegt í þeim seinni. Við vorum þó meira með boltan í seinni hálfleik, en gerðum EKKERT. Við áttum ekki eitt einasta færi í öllum leiknum. Cech varði frábærlega langskot frá Gerrard en það var okkar eina ógnun í 90 fucking mínútur. Ótrúlega lélegt. Það var eins og mönnum væri bara skítsama, það var engin ákafi og engin pressa. Nú þurfa menn sko heldur betur að taka sig saman í andlitinu ef við eigum að eiga séns í seinni leiknum!
Er hunfúll með mína menn í kvöld!
En sá einhver hvað Arbeloa átti mikin þátt í markinu í kvöld? Var fyrir framan Cole alveg frá miðju, en þegar kom að vítateignum hægði hann á sér og Cole stakk sér auðveldlega framfyrir hann og skoraði.
Arbeloa er búinn að standa sig frábærlega hingað til í vetur, mun betur en maður þorði að vona, en í kvöld gerði hann langt uppá bak!!!
Ekki skil ég þetta væl í mönnum hérna inni eftir leikinn. Við töpuðum bara 1-0 sem mér finnst fínt þar sem ég bjóst við einhverju verra. Það er eins og fyrri daginn þegar tveir taktískir og frekar leiðinlegir framkvæmdastjórar spila við hvorn annan að þá verður aldrei neitt athyglisvert í leikslok. Sjáum t.d. Scums í gær gegn italian scums, þar sóttu þeir rauðklæddu þar sem þeir vissu að þeir voru með holur í vörninni. Sókn er besta vörnin og það borgaði sig í gær. Moaningho virtist vera sáttur í hálfleik og Chelsea liðið bakkaði í þeim seinni eða allavega fór lítið fram á við (sem gæti hafa verið vegna hins snillingsins hjá Liverpool) en það er ljóst að ef Chelsea fer áfram 1-0 gera þeir það sama og við gerðum síðast. Pakka og halda þessu eina marki. Sanngjarnt tap 1-0 staðreynd. Seinni hálfleikur eftir þar sem við verðum að skora og þeir ekki.
Fín umfjöllun. En eitt er ég langt frá því að skilja, svo langt að það er með ólíkindum.
Hvernig getur EÖE sjálfur valið Zenden mann leiksins????? Vissulega var hann sá eini sem e-ð var með boltann í leiknum fram á við. EN AF HVERJU VAR HANN MEÐ BOLTANN?????
Maðurinn er svo gríðarlega slakur knattspyrnumaður að það nær engri átt. Hann sannaði það enn og aftur hve virkilega lélegur hreinlega hann er og hve gróðarlega langt hann er frá Meistaradeildarklassa. Persónulega man ég ekki eftir einum leik þar sem ég get sagt vera sáttur mað Bolo.
Hann klikkaði á stuttum sendingum og einnig löngum. Hann á engar fyrirgjafir sem skapar usla og hann var aldrei nálægt því að gera e-a hættu við Chelsea markið – þrátt fyrir að vera með boltann lang mest LFC manna. Hann tók rangar ákvarðanir og var alltof lengi að koma boltanum frá sér.
Persónulega vildi ég þennan mann aldrei enda “meðalmaður” en það að láta hann spila í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er skandall. Hvers vegna er það svo lagt upp með það að sækja upp vinstra megin þegar þar eru klárlega tvær okkar veikustu stöður???
Eins mikill skipulagssnillingur og Rafael er þá olli hann mér vonbrigðum í dag. Kannski varð hann að hafa Bolo inná, en það er skandall að það virðist vera lagt upp með að sækja á honum númer 1.
Annað sem olli mér vonbrigðum með Benitez og er eini hluturinn sem gæti orsakað það að LFC vinnur ekki þessa keppni er það að hann virðist ekki vera hann sjálfur þessa dagana. Hvenær sáum við hann til dæmis áður svara Mourinho eins og hann gerði fyrir leikinn????? Vanalega hefði hann látið þetta eiga sig og látið verkin og skipulagið á vellinum tala en núna var það talið sem virtist vera númer 1 og skipulagið á vellinum slakara en oftast áður í CL.
Mourinho einfaldlega vann. Með þessum ummælum sinum þá náði hann að vinna leikinn og vinna skipulag LFC. Alla vega var þjálfari LFC greinilega að hugsa um þessi ummæli fyrir leikinn og fyrst svo var þá tókst José ætlunarverk sitt.
Til hamingju José en ég vona að við vinnum þig þó.
Það er klárlega akkillesarhæll okkar að sækja þegar hitt liðið spilar þétta vörn – eins og við höfum séð á móti mörgum “smærri” liðum í allan vetur. Enn erfiðara verður það þegar lið með jafn öfluga vörn og Chelsea á í hlut. Þetta veit Mourinho og þess vegna spilar hann þessa taktík á móti okkur – láta okkur mása og blása, en beita síðan skyndisóknum.
Við verðum að finna einhverja mjög góða lausn á þessu fyrir seinni leikinn, vegna þess að Chelsea eru núna einmitt í frábærri stöðu til að liggja aftarlega og beita skyndisóknum…
Okkar von er hins vegar sú að þessi staða sparki okkar mönnum í gang – við erum komnir með bakið upp við vegginn og sjálfsagt munu margir afskrifa okkur í fjölmiðlum næstu dagana. Við höfum farið í gegnum þetta nokkuð auðveldlega; síðast þegar við sóttum þessa dollu þurftum við tvisvar að mæta eftir hálfleik og skora þrjú mörk til að eiga möguleika á að landa titlinum… Spurning hvort Chelsea nái fyrsta markinu á Anfield og þá hrökkvum við fyrst í gang?
Zenden var inná vegna þess að kostir númer 1,2 og 3 voru ekki til staðar. Semsagt, Kewell, Garcia og Riise (þar sem Riise varð að vera í bakverðinum útaf meiðslum Finnan).
Gonzalez er svo einfaldlega ekki treyst í svona verkefni.
Það er hins vegar góð spurning af hverju allt sóknardæmi fór í gegnum Zenden. En það er ekki honum að kenna. Hann reyndi allavegana eitthvað og fyrir það veitti ég honum nafnbótina. Ef einhver getur bent mér á einhvern Liverpool mann sem lék nógu vel til að eiga þetta skilið, þá er ég opinn fyrir öllu.
En ég vissi vel að þetta yrði umdeilt val. Ég nennti bara ekki að vera svo neikvæður að velja engan.
Annars hittir Kiddi að mínu mati naglann á höfuðið.
Myndi velja Reina. Gat ekkert gert í markinu, varði tvisvar frábærlega og var öruggur í öllum öðrum aðgerðum…af mínu mati sá eini sem komst skammlaust í gegnum leikinn.
Hvað er að gerast hérna.. eru menn að velja Zenden mann leiksins og enginn segir neitt … ? Þú sagðir að menn eiga örugglega eftir að skíta yfir það val og ég er alveg til í það (með fullri virðingu). Zenden er lélegasti maður sem hefur spilað í Liverpool treyju… ég segi þetta oft og menn segja common gefðu honum séns en málið er að hann hefur ekki gert einn góðan hlut í leik með liverpool. Engar sendingar hans komast framhjá fyrsta varnamanni, hann er ótrúlega hægur og getur ekki skotið. Hann er orðinn gamall og á enga framtíð fyrir sér ! Hann hægir á spilinu og ógnar engan veginn eins og Riise á móti Barcelona. En af hverju ekki að gefa Gonzales séns því þó hann sé ekki alveg að finna sig þá er hann ungur og er ótrúlega snöggur. Munið þið hvernig ronaldo var fyrsta eina og halfa árið hja man utd, það kom ekkert útur honum en hann hafði alltaf sjalfstraust og fékk að spila alla leiki! Benitez á að leyfa Gonzales að spila og þá getur hann fengið sjálfstraust, bætt á sig smá massa eins og ronaldo og verið bara hörkuleikmaður. Er enginn sammála mér.. ? Til hvers að spila manni sem hefur aldrei sýnt neitt og á enga framtíð í liverpool ? Ég hefði viljað sjá Pennant þarna líka því hann hefur verið i fanntaformi og er alltaf að bæta sig. Ég vil líka bæta því við að ég hefði viljað sjá Crouch einan frammi með Gerrard fyrir aftan sig og Alonso-Mascerano-Sissoko á miðjunni og Riise og pennant á köntunum.. þá hefðum við hraða og ógn frammi og stoppað allt á miðjunni. En við verðum að treysta Benitez því hann hefur oft sýnt það að hann er vitrari en við allir :blush: takk fyrir mig, sorry hvað þetta er langt.
Gott og vel, Benni – Reina átti ágætan leik – en þetta voru þó bara tvö skot sem hann varði.
En ykkur er svo sem velkomið að tapa ykkur yfir þessu vali einsog Jói er að gera. Ég hefði þó valið hann á undan Gonzalez í liðið. Þú notar ekki leiki í undanúrslitum Meistaradeildarinnar til að gefa mönnum sjálfstraust, heldurðu treystirðu á mennina með reynsluna. Ég er sammála mörgu í þessari gagnrýni, en ég nenni bara ekki að rífast við fólk um Zenden. Allavegana ekki í kvöld. 🙂
Nefndu mér þá tvennt sem Zenden gerði jafnvel/betur en Reina sem verðskuldar þessa nafnbót…þyrfti þó að vera mun meira til að vinna upp á móti öllu sem miður fór hjá honum.
Annars vil ég ekki kenna neinum einum leikmanni um hvernig fór. Allt liðið(Rafa er þar meðtalinn) var bara lélegt(fyrir utan kannski Reina) og þá sérstaklega sóknarlega.
Já en Zenden hefur enga alminnilega reynslu, jú hann hefur spilað í Psv og barcelona, en þá var hann ungur og efnilegur. Strax eftir Barca þá hætti hann að vera efnilegur og varð bara lélegur leikmaður !
Mourinho [fer á kostum í viðtali eftir leikinn](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/c/chelsea/6588559.stm):
>”I don’t understand why we don’t have penalties when they are so clear.
>”I don’t think anybody can say it was not a penalty. It’s happening and happening and happening. It’s a big chance for 2-0 – and 2-0 is a completely different game.
Það þarf einhver að sýna Mourinho hver tilgangur vítateigslínunnar er.
Mourinho flottur og sýnir enn einu sinni sinn mikla klassa. Hér er bara alger snilld sem er mjög viðeigandi eftir þetta viðtal kappans.
Zenden fær 4 á sky…
Reina og Carra hæstir Lpool manna með 7,
Drog og Carvalho (sem er btw fáránlega líkur Beckenbauer) hæstir með 8.
Nánast allir hjá Liverpool með 5 í einkunn.
Annars finnst mér þetta heldur ósanngjörn gagnrýni á Zenden, þó hann hefði getað gert betur stundum þegar hann var kominn framhjá Ferreira, sérstaklega þegar hann komst inn í teiginn í seinni hálfleiknum.
Annars yfir höfuð slakur leikur hjá okkar mönnum, en Chelsea gerðu í sjálfu sér ekkert til að verðskulda sigurinn.
Ég persónulega hefði verið til í að sjá Crouch koma inná 50min fyrr og Pennant hefði alveg mátt koma inn fyrr, þá helst fyrir Javier.
VIÐ TÖKUM ÞETTA Á ANFIELD EFTIR VIKU
YOULL NEVER WALK ALONE
Zenden er frekar slakur þessa dagana. Ég er að reyna að muna af hverju hann var keyptur…eða kom hann frítt? Allavega ætttum við að reyna að gefa hann í neðri deildirnar í sumar.Karlgreyjið…það trúir enginn að hann hafi spila með öllum þessum greifum i gegnum tíðina.Hann mun vera talin galin.
Zenden er frekar slakur þessa dagana. Ég er að reyna að muna af hverju hann var keyptur…eða kom hann frítt? Allavega ætttum við að reyna að gefa hann í neðri deildirnar í sumar.Karlgreyjið…það trúir enginn að hann hafi spila með öllum þessum greifum i gegnum tíðina.Hann mun vera talin galin.
Zenden var sá eini sem var með lífsmarki, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo einfalt er það.
Get ekki verið sammála að velja Zenden mann leiksins, þó svo ég myndi heldur ekki treysta mér í að velja einhvern einn.
Okei, Zenden er alveg heilan helling með boltann en nær voðalega lítið að vinna úr því, kom alveg trekk í trekk eitthvað sem böggaði mann við hann í kvöld. Er alls ekki að drulla yfir Rafa yfir að hafa valið hann í liðið í kvöld, hefði mjög líklega gert það sama! En hinsvegar hefði ég skipt honum ÚT, klárlega.
Bellamy gerði voðalítið í kvöld, hefði jafnvel skipt útaf í hálfleik. Riise fannst mér líka ekki vera að spila voða vel, hefði viljað sjá hann meira koma framm.
En hey það er alltaf hægt að finna eitthvað að öllum!
Samt heiltyfir er ég alls ekki ósáttur með niðurstöðuna, 1-0 tap. Förum létt með að éta það upp á Anfield! Klárlega.
Áttum skelfilega lélegan leik og Chelsea toppleik. Við eigum ekki tvo slaka leiki í röð gegn Chelsea. Anfield bíður, þar gerast stórkostlegir hlutir á stórkostlegum kvöldum. Þetta er allt hluti af taktíkinni hjá Hr. Benitez ! Ég er fullur bjartsýni og veit að við fáum draumaúrslitaleik; Liverpool – Man. Utd.
YNWA
“Einkar ömurlegt að þrír mest óþolandi leikmenn þessa Chelsea liðs hafi átt markið.”
Joe Cole er nú með skárri persónuleikum í chelsea að mínu mati, en úff það eru vissulega mörg gömul epli í chelsea og man utd.
Annars leiðindamál hvað Benitez gengur illa á Stamford Bridge.
YNWA
Ég hef ekki áhyggjur – ég hef trú á okkar mönnum í úrslitaleikinn. Af hverju ætti ég að missa trúna eftir 1:0 tap? Við getum auðveldlega unnið Chelsea 1:0 eða 2:0 – höfuð gert það.
Er einhver ástæða til að halda það að við getum það ekki?
Ég ætla að velja Zenden sem mann leiksins. Frábær umfjöllun hjá þér Einar!
Við bara megum ekki fá á okkur mark á Anfield ! þá verður róðurinn erfiður…
Merkilegt hvernig Einar getur valið Zenden mann leiksins en skv. Skysports er hann lélegasti maður leiksins http://home.skysports.com/matchratings.aspx?fxid=318837&clid=14&cpid=5
Reina var klárlega besti leikmaður Liverpool en Drogba er að sjálfsögðu maður þessa leiks, alveg óþolandi fyrir mótherja Chelsea að þurfa að eiga við hann.
Já, það er alveg merkilegt að Einar og fleiri skulu hafa aðra skoðun á því hver sé maður leiksins … :biggrin:
(eða ætti ég að velja Reina sem mann leiksins, bara svo aðrir haldi ekki að ég sé frávita fáviti?)
þetta er nú ekki búið.En verður erfitt.
Ég varð reyndar mjög hissa á uppstillingunni í kvöld.Bellamy átti ekki að vera inná eins og sást.
Ég hefði viljað sjá liðið spila eins og það gerði fyrir 2.árum.miklu meira varnarsinnaðara.Nota Sissoko og hafa bara 1.frammi.
Mín skoðun:
1. 1-0 tap er slæmt en ekki hræðilegt. Staðan er sú að við þurfum einfaldlega að vinna á Anfield og halda hreinu. Ef við getum ekki unnið 1-0 eða 2-0 á Anfield eigum við ekki skilið að fara í úrslit. Ég hef trú á Anfield, ég hef trú á liðinu og ég hlakka til þriðjudags. Ef við meikum það ekki þá bara safna menn liði í sumar og reyna betur næst. Ég er alltént undarlega bjartsýnn, þrátt fyrir tap.
2. Að því sögðu, þá spilaði liðið ömurlega í 30 mínútur, mjög illa í kortér og svo rétt sæmilega í 45 mínútur. Ég skil ekki hvernig Drogba fór að því að skora ekki mark í þessum leik, hann átti að ná a.m.k. einu á fyrsta hálftímanum. En eftir að Cole skoraði gerðu Chelsea-menn það sem þeir gera best; drógu sig aftar á völlinn og lokuðu sjoppunni. Okkar menn unnu sig hægt og bítandi inní þetta aftur fyrir hlé og áttu svo leikinn eftir hlé. Hins vegar olli það mér vonbrigðum að þrátt fyrir yfirburðastöðu á miðjunni í seinni hálfleik sköpuðum við varla færi inní teig. Segir margt um styrk varnarlínu Chelsea sem og bitleysi okkar framherja í kvöld.
3. Pepe Reina hélt þessu einvígi í spennu með tveimur frábærum markvörslum í kvöld og tveimur góðum úthlaupum. Bolo Zenden var eini leikmaðurinn sem yfirhöfuð reyndi að ógna í fyrri hálfleik og einn af örfáum í seinni hálfleik. Hann átti tvær sendingar fyrir sem enduðu í tómu svæði á fjærstönginni í fyrri hálfleik og þá sagði ég við sessunauta mína að ef Gerrard væri skynsamur myndi hann passa að vera mættur þar fyrir næstu fyrirgjöf. Fimm mínútum síðar henti Riise löngu innkasti fyrir sem datt niður í sama svæði … og enn var Gerrard fjarri, á miðjunni. Niðurstaða: fyrirliðinn var með slakari mönnum okkar í kvöld á meðan Zenden reyndi þó og bjó til færi sem menn voru ekki að nýta sér. Jú, hann klúðraði málum með slöppu skoti í fyrri hálfleik þegar hann hefði betur gefið og hljóp of lengi með boltann í seinni hálfleik eftir að Ferreira misreiknaði sig en hann var þó ógnandi. Ef Gerrard hefði spilað eins og Zenden í kvöld hefðu menn hrósað honum fyrir það eitt að vera Gerrard, en af því að menn eru búnir að ákveða að Zenden sé lélegasti leikmaður liðsins dugir ekkert minna en þrenna frá honum til að hann fái hrós. Hann var ekki frábær í kvöld, en hann var góður og reyndi þó. Látum hann vera, svona einu sinni til tilbreytingar.
4. Rafa beið örlítinn ósigur gegn Mourinho í taktísku skákinni í kvöld, að mínu mati. Verðum að geta viðurkennt það þegar slíkt gerist. Í fyrsta lagi las Mourinho Rafa hárrétt hvað Bellamy varðar, og skipaði Terry og Carvalho einfaldlega að liggja aftarlega svo að Bellamy hefði ekkert pláss til að hlaupa í. Af hverju byrjaði næst markahæsti maður Meistaradeildarinnar ekki inná í kvöld? Í öðru lagi þá unnu Chelsea-menn miðjubaráttuna í kvöld. Lampard, Mikel og hinn síungi Makelele kæfðu plássið sem Alonso og Mascherano höfðu í kvöld. Ef Rafa hefði gert hið augljósa og byrjað með Momo inná í kvöld – en í svona leikjum er hann einmitt bestur -hefði hann unnið fleiri bolta fyrir Gerrard, Alonso og Zenden og um leið verndað Alonso og Mascherano sem hefðu fyrir vikið haft aðeins meiri tíma á boltanum. Í þriðja lagi, þá leysti Mourinho Carra/Agger-vandamálið hjá Drogba með því að spila öllum boltum á hann upp í loftið. Rafa valdi Agger fram yfir Hyypiä vegna hraðans, en ef sá finnski hefði byrjað inná í kvöld hefði Drogba ekki komist upp með að vinna alla skallabolta. Það er vissulega auðvelt að vera vitur eftir á, en Mourinho vann lítinn sigur á Benítez í kvöld. Vonandi verður það leiðrétt eftir sex daga.
5. Við vorum undir gegn AC Milan, 3-0 í hálfleik, í Istanbul. Ef þið haldið að þetta einvígi sé búið hafið þið greinilega haldið með Liverpool FC skemur en 24 mánuði. Við hin sem munum eftir þeim leik vitum að það á ansi margt eftir að ganga á áður en úrslit einvígisins eru ljós. Lokið augunum og sjáið skiltið fyrir ykkur: THIS IS ANFIELD!
Allt getur gerst. Ég er bjartsýnn, þrátt fyrir tap. 🙂
Ég gjörsamlega skil ekki hvað Bellamy var að gera inná í byrjun enda gat hann líka ekki rassgat. Varnarmönnum Chelsea hentar mjög vel að spila á móti litlum og teknískum leikmönnum og þetta er því bara klár aulamistök hjá Rafa.
Myndi telja Reina skásta mann Liverpool í leiknum en Zenden finnst mér nú fá ómaklega gagnrýni hérna, hann reyndi allavega. Hann er sæmilegur leikmaður sem kom á free transfer og langt frá því að vera versti leikmaður í sögu Liverpool eins og einhver mannvitsbrekkan orðaði það.
Er ég sá eini sem finnst Xabi Alonso stundum vera alveg geldur og of hægur til að stjórna sóknarleik Liverpool? Aldrei sér maður hann sóla neinn, brjótast fram sjálfur inní teig eða búa til færi fyrir sóknarmennina heldur bara stöðugar þversendingar sem litlu skila á endanum.
Mér finnst spil Liverpool gegn liðum sem pakka í vörn oft vera ansi fyrirsjáanlegt og hægt. Gvuð hvað okkur vantar líka sárlega alvöru kantmenn og bakverði sem geta tekið virkilega þátt í leiknum með overlappi.
Chelsea unnu þennan leik á Drogba en Liverpool á sæmilegan séns í seinni leiknum ef þeir skora fyrsta markið. Essien verður með á Anfield og við áttum að nýta okkur fjarveru hans betur. Held það hafi verið stór mistök að spila ekki 4-5-1. Rafa er stundum að reyna vera of klókur.
Myndi meta stöðuna núna 65-35 Chelsea í hag.
Zenden á bara ekki skilið að vera í Liverpool, eins og Benitez er nú klár þá hef ég aldrei skilið hvað hann hefur mikla trú á honum. Ástæðan fyrir að hann sást svona mikið í þessum leik var að Ferreira gat ekki neitt, ef við hefðum getað keyrt á hann með alvöru kantmanni hefði eflaust dottið inn 1 ef ekki 2 mörk eftir upphlaup vinstra megin. En aðalmálið er náttúrulega að við eigum ekki mikið af virkilega góðum kantmönnum.
Einar á samt hrós skilið fyrir góða umfjöllun.
Afar sammála Kristjáni Atla, Mourinho vann taktískan sigur í kvöld. Bellamy virkaði alls ekki þar sem Chelsea lá til baka og blés til sóknar með skyndisóknum þegar að boltinn vannst, oft á vinstri kanti af Riise og Zenden.
Þeir eru reyndar ekki margir leikirnir þar sem Bellamy hefur farið á kostum. Held bara að hann sé ekki maður til að spila á þessu leveli.
Maður er hæfilega bjartsýnn fyrir seinni leikinn. Mark á útivelli breytir ansi miklu og Chelsea getur hæglega sett eitt á Anfield.
En Steven Gerrard er í okkar liði og þá getur allt gerst…
hvað? hvað? er í gangi gerrard á kantinum hefur aldrei gengið upp skiptingar alltof seinar vonandi verðim við betri heima hef margt að sega um leikinn en nenni því ekki
“Já, það er alveg merkilegt að Einar og fleiri skulu hafa aðra skoðun á því hver sé maður leiksins … 🙂
(eða ætti ég að velja Reina sem mann leiksins, bara svo aðrir haldi ekki að ég sé frávita fáviti?)
Doddi”
Já gerðu það, veldu Reina mann leiksins og ég mun ekki halda að þú sért fáviti.
🙂
ps. Ég gaf aldrei í skyn samt að Einar væri fáviti.
Þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu. Maður eiginlega sá strax í hvað stefndi í fyrri hálfleik. Slakar sendingar, óöryggi, örlítil hræðsla og enginn eldmóður. Markið hjá Chelsea var sanngjarnt en samt stór mistök hjá Agger og Arbeloa. Agger átti að vera löngu búinn að brjóta á Drogba og Arbeloa átti að vera vakandi og sjá mann og bolta. En þannig koma mörking, 0-1.
Sóknarleikur okkar var dapur í fyrri hálfleik, Bellamy var að berjast við vindmyllur og leikkerfi Rafa gekk einfaldlega ekki upp.
Við mætum með meira sjálfstraust í þeim seinni en samt einhvern vegin ljóst að við vorum ekki að fara að skora mark.
Reina bjargaði meistaralega frá Lampard sem og Cech frá Gerrard. Annars var þetta endalaus stöðubarátta og feilsendingar. Í það heila frekar bragðdaufur knattspyrnuleikur.
Svona yfir heildina þá eru þetta alls ekki vond úrslit miðað við hvað við spiluðum illa. Við eigum að gera unnið hvaða lið sem er á Anfield sem og það verður áhugavert hvernig liðið bregst við því að spila undir pressu að verða að skora í þessum leik.
Vörnin:
Mér fannst Reina standa sig vel og vera heilt yfir okkar besti maður. Carragher og Agger áttu í erfiðleikum og einhvern veginn vantaði að sjálfstraustið geislaði af Carra í þessum leik. Agger var að berjast við einn besta framherja heims og hefur væntanlega lært óhemju mikið bara á þessum leik í gær. Drogba notar öll brögð sem til erum sem og hann er óhugnarlega sterkur, með fína tækni og góðan leikskilning. Arbeloa var ekki góður í gær og tók ég gjarnan eftir því í gær hvað Finnan er mikilvægur okkar liði. Ítrekað var Arbeloa of aftarlega þegar Alonso eða Gerrard voru að leita af honum enda orðnir frekar vanafastir með Finnan í bakverðinum sem getur gefið frábærar sendingar fyrir markið. Riise var einnig ósannfærandi í þessum leik.
Miðjan:
Gerrard var klárlega í rangri stöðu og oft á tíðum var enginn á hægri kantinum. Mascherano, Alonso og Gerrard voru stundum allir á miðri miðjunni og svolítið fyrir hvorum öðrum. Mascherano var slakur í gær og tapaði oft einvígum og sást greinilega að hann þarf að bæta líkamlegan styrk til að geta barist á miðjunni. Fín tækni en stundum utan gáttar. Alonso var fínn en samt of passívur. Kannski voru enginn hlaup frammá við sem hann gat gefið á en… Gerrard barðist og reyndi en eins og ég sagði áður þá var hann bara settur í vitlausa stöðu og nýttist lítið (þau fáu skipti sem hann hélt sér á kantinum). Zenden má eiga það að hann hélt sér vinstra megin og reyndi en kom ekki á óvart að hann skildi einungis koma 2 sendingum af 20 fyrir markið. Að hann sé með skástu mönnum liðsins segir nákvæmlega allt að mínu viti.
Sóknin:
Kuyt var aftarlega og átti að hefja vörnina snemma og djöflast í varnarmönnum Chelsea. Hann gerði það ágætlega en þess í stað átti hann eiginlega aldrei möguleika á að koma sér í marktækifæri. Barðist vel líkt og ávallt og fórnaði sér fyrir málstaðinn. Bellamy var ömurlegur og sýndi í gærkvöldi að hann er ALLS EKKI nógu góður á þessu leveli. Crouch kom inn og breytti miklu. Það kom strax meira öryggi í sóknaraðgerðir okkar og hann hélt boltanum vel. Hefði átt að byrja leikinn eða koma miklu fyrr inná.
Bottomline:
Af hverju breytti Rafa ekki fyrr um leikaðferð þegar það var augljóst að þetta var ekki að ganga upp?
Af hverju byrjuðum við leikinn með þessari leikaðferð?
Ég held að Rafa sé nákvæmlega að velta þessu fyrir sér í dag og í viðtalinu eftir leikinn þá viðurkendi hann að Liverpool hefði ekki verið gott í fyrri hálfleik og að það sem hafði verið lagt upp með hefði ekki gengið upp. Chelsea mætti vel undirbúið og vissi ávallt hvað við ætluðum að gera. Andlega og líkamlega voru þeir tilbúnir í þennan slag og unnu sanngjarnan sigur.
EN fyrri hálfleikurinn er búinn að og það er allt hægt. Við hefðum getað tapað þessum leik með stærri mun því við vorum slakir í gær, arfa slakir. Það gefum mér von um að við getum slegið Chelsea út á heimavelli. Ef við náum ekki að setja mark á heimavelli þá eigum við ekki skilið að fara í úrslitaleikinn, svo einfalt er það.
Rafa hlýtur að breyta um leikaðferð sem og vonandi er Finnan orðinn þá leikfær. Crouch fær að spila frá upphafi sem og Pennant. Það er allt hægt því við erum með frábæra stuðningsmenn og ÖLL lið hræðast að spila á Anfield.
Áfram Liverpool!
Við vorum allt of linir og sköpuðum nánast engin færi … svo einfalt er það. Náðum ekki að spila boltanum nógu vel saman.
Annars fannst mér Daniel Agger maður leiksins þar sem hann sýndi Drogba hversu mikill vælukjói hann getur verið og sagði honum að þurrka tárin og hætta að grenja… Snillingur!
Algjörlega, hryllilega, rosalega, skelfilega ósammála að Zenden hafi verið maður leiksins í kvöld.
Það kom ekkert út úr honum. Ekki neitt.
Það er lágmarkskrafa að menn í svona liðum drífi fyrir markið.
Munurinn á Chelsea og Liverpool í þessum leik var að hvergi var veikan hlekk að finna í Chelsea. Zenden er veikur hlekkur. Ekki nóg fljótur og ekki nógu afgerandi með hvorki skot né fyrirgjafir.
Er búinn að lesa önnur komment á Zenden og vil segja þetta. Zenden var mikið með boltann útaf því að góðir þjálfarar og góð lið beina boltanum á slakasta leikmanninn.
Allir sem hafa spilað í yngri flokkum muna að góðir þjálfarar sögðu manni að loka á betri kantinn til að beina spilinu á slakari kantinn.
Það gerði Mourinho í gær.
Og Zenden skapaði ekki neitt.
Tek undir með einari og Agga að varnarlína Liverpool hafi verið mjög óörugg í gær. Ótrúlegt að Riise, Arbeloa, Carra og Agger skuli allir hafa átt frekar dapran leik. Vissulega er Drogba góður en menn verða að láta hann hafa meira fyrir hlutunum.
Eins og Aggi kom inná þá segjir það margt um spilamennsku Liverpool að Zenden hafi verið einn af okkar betri mönnum í leiknum. Gerrard náði sér aldrei á strik, Alonso og Marcherano lentu undir í miðjubaráttunni í fyrri hálfleik og hluta af þeim seinni. Saknaði þess að sjá Sissoko ekki inn á miðjunni með Alonso, hann er akkúrat maðurinn í svona leiki.
Bellamy verðu klárlega seldur í sumar, var slakasti maður vallarins og ótrúlegt hvað kom lítið út úr honum í gær.
Seinni leikurinn verður mjög erfiður, eins og menn hafa bent á þá kemur Essien aftur inn í lið C$$$$$$$ og ekki verður miðju oig varnarmúrinn þeirra minna þéttur við það.
Vonandi munum við verða eftir viku vitni af einu ótrúlegasta evrópukvöldi í sögu Liverpool, þó ég sé persónulega mjög svarsýnn á góð úrslit.
Kv
Krizzi
Þessi úrslit eru ekki alsæm fyrir Liverpool, hefði getað verið svo miklu verra miðað við hvernig leikurinn var að spilast.
Varðandi Chelsea þá mega þeir eiga það að þeir eru með fantagott lið og vel mannaðir í nánast hverja stöðu (sem Morinho vill nú reynar ekki meina). Það er samt orðið eitt sem mér finnst orðið leiðinlegt við Chelsea, sem þú sérð orðið nánast miklu mun meira hjá því liði heldur en öðrum liðum og það er þessi leikaraskapur hjá þeim endalaust. Þetta er bara til skammar. Áhangendur mæta ekki á leiki til að sjá stjörnurnar sínar detta á vellinum. Mér finnst samúð dómaranna með þessum hluta hjá Chelsea vera alltof mikil, dómarinn á frekar að setja mönnum línuna strax í upphafi, verði menn uppvísir að leikaraskap þá fá þá þeir spjald við annað brot.
Hvað Liverpool varðar held að þessi leikur hafi verið einn af afar fáum þar sem ég var virkilega ósammála Benites um liðsuppstillingu.
Hvað vörnina varðar þá tel ég að um uppstillingu hennar hafi ekki verið hægt að segja neitt slæmt um. Stöðu Carragher og Riise þarf ekki að fara nein rök fyrir, Arbeloa var að lesa af Finnan, og er hann augljóslega fyrsti kostur á eftir Finnan, auk þess er Arbeloa búinn að vera spila mjög fína leiki, einna best á móti Barcelona þar sem hann kom óvænt inn. Kom mér á ákveðinn hátt á óvart að sjá Agger (þó hann sé vissulega búinn að vera fyrsti kostur þarna inn) þar sem Hyppia hefur verið sem einna best hefur veirð að spila gegn chelsea undanfarin ár, og þá sérstaklega vegna stærðar sinnar og líkamsburðar. (hraðann vantar hann vissulega og það hefur Agger framyfir, en ég átti samt von á að Benítes setti Hyppia í þessa stöðu). En varðandi vörnina var í raun ekkert hægt að setja útá uppstillingu, Arbeloa og Agger hefðu mátt vera meira vakandi, hefðu getað komið í veg fyrir markið sem Cole skoraði, en Chelsea mega eiga það að þetta var vel gert hjá þeim.
Varðandi miðju og sókn þá fannst mér uppstilling Rafa vera eiginlega alveg stórfurðuleg á þeim parti. Það var gefið fyrir þennan leik að Liverpool myndu þurfa verjast mikið og Chelsea myndu sækja mikið framan af. Það kom mér því mjög á óvart að Sissoko myndi ekki byrja þennan leik, þar sem hann fer í alla bolta og gefur andstæðingnum lítinn tíma með boltann. Einnig hafði Benites Gerrard útá hægri kanntinum og Zenden á vinstri.. ég hef yfirleitt bölvað Zenden í hvert skipti sem hann kemur inná en hann átti skárri leik í gær en oft áður en því miður þá er orðið ljóst að hann á ekki heima í þessu liði. Macherano olli mér smá vonbrigðum í þessum leik, hlutverk hans á miðjunni leysti hann að mínu mati alltof varnarsinnað, það kom ekkert skapandi framá við útfrá honum.. fannst svona eins og honum vantaði eitthvað ego búst, eins og hann beri það mikla virðingu fyrir öðrum á miðjunni að hann komi boltanum frekar til þeirra en að reyna gera eitthvað skapandi.
Varðandi sóknarleikinn þá fannst mér eins og hann hefði framan af ekki verið inní plönunum hjá Benítes. Chelsea voru að spila með Ferreira í hægri bakverðinum (sem hefði átt að vera nokkuð augljós kostur fyrir Liverpool að sækja á), en maðurinn sem við höfðum gegn honum var Zenden og hann virtist ekkert komast gegn Ferreira. Bellamy var auk þess alveg arfaslakur í dag, sem ég tel nú ekki vera beint við hann að sakast, hann er settur með Kuyt (sem var að vinna mjög mikið til baka á miðjuna) einn á móti 4 manna chelsea vörn. Það er bara einfaldalega ekki stíll sem hentar Bellamy.
Ef ég reyni að draga mál mitt saman þá varð ég eins og áður sagði fyrir ákveðnum vonbrigðum með Benites og hvernig hann ákvað að stilla upp liðinu. Var það nokkuð augljóst að mínu mati eftir að liðsuppstillingin varð ljós, hvernig Chelsea menn myndu sækja á Liverpool og sömuleiðis loka á sóknir Liverpool sem þeir gerðu með því að mæta þeim strax ofarlega á vellinum og neyddu Liverpool til að fara senda langa bolta fram (þar sem enginn Crouch var að sjálfsögðu).
það sem ég hefði viljað sjá var að Benites myndi bregðast við þessum vandamálum strax, gera breytingar þar sem þeirra varð helst þörf. Benites tók út Bellamy og setti Crouch inná. Það sem mér finnst að Benites hefði mátt gera á þeim tímapuntki í stað fyrir að taka Bellamy útaf, var að taka út Zenden og færa Bellamy út á vinstri kanntinn, setja Pennant á hægri kanntinn og Gerrard inná miðjuna, Macherano útáf og Crouch fram með Kyut.
Með þessu hefði Bellamy geta virkilega ógnað veikasta hlekk Chelsea (Ferreira) með hraða sínum og væruð við með þessu að opna leið fyrir góðar háar sendingar inní teig af báðum köntum, þar sem við værum með tvo virkilega góða skallamenn til að klára færin. Þeir boltar sem færu út fyrir teig síðan aftur þá værum við með Gerrard til að klára til að mæta með þrumuskot á markið.
Jæja svo ég fari að hætta þessu röfli þá kom þetta mér þannig fyrir sjónir sem áhorfanda, að það sem Benites setti upp með að gera sóknarlega séð (hvað sem það átti að vera) þá gekk það einfaldlega ekki upp. Vil ég meina að Benites hafi ekki verið að fullnýta þá möguleika í stöðunni en vissulega má gagnrýna það þar sem það sem ég segi er einungis spá, auk þess sem hann ætti að vita sitthvað meira um fótbolta en ég 🙂
En annars er ég mjög brattur fyrir leikinn á þriðjudaginn, ég er fullviss um að Liverpool fer áfram eftir þá viðureign eftir magnaðann fótboltaleik.
Oft verið svartara en þetta 🙂
You´ll never walk alone.