Liðið gegn P’mouth – Insua byrjar!

Ja hérna! Byrjunarliðið er komið og maður hafði svo sem rétt fyrir sér með flestar stöður og þá staðreynd að Rafa myndi hvíla nær allt aðalliðið sitt. En þetta sá ég ekki fyrir: Emiliano Insua, hinn átján ára gamli Argentínumaður, byrjar sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í dag!

Liðið:

Dudek

Arbeloa – Hyypiä – Paletta – Insua

Zenden – Alonso – Sissoko – Gonzalez

Fowler – Bellamy

Bekkur: Padelli, Hobbs, El Zhar, Pennant, Kuyt.

Það sem sagt vantar í hópinn: Reina, Carragher, Finnan, Riise, Agger, Gerrard, Mascherano og Crouch. Þetta er einfaldlega rosaleg rótering!

Þessi leikur verður í meira lagi áhugaverður.

3 Comments

  1. Þetta þykir mér renna stoðum undir það að Alonso verði ekki í byrjunarliðinu gegn Chelsea og Pennant muni verða í byrjunarliðinu. En hvað veit maður svo sem um áform Rafa Benitez?!

    En það verður vissulega forvitnilegt að fylgjast með vinstri hluta varnarinnar; Palletta og Insua. Ég væri til í að sjá Hobbs spila eitthvað, vona að hann komi inn á.

  2. Aaaaarrrrghh! Akkúrat núna er maður að vinna (tók að mér að skipta vöktum) og hvað gerist?? Mjög áhugaverður leikur sem maður missir af … damn! En þetta er áhugavert og vonandi sér maður endursýningu fljótlega. Fowler og Bellamy skora báðir í dag!

Portsmouth á morgun

Portsmouth 2 – Liverpool 1