Jæja, þá er komið að því að ég misnoti þessa síðu eins og einu sinni. Þetta verður stutt og vonandi sársaukalaust, enda ekki mikið LFC-tengt um að vera í dag.
Íslenska rokksveitin Diagon hefur ákveðið að setja nýja plötu sína á netið. Platan ber heitið The Volumes of Misconception og er fyrsta plata sveitarinnar. Hún er sett á netið í þeim tilgangi að vekja athygli á hljómsveitinni, sem er þegar byrjuð að vinna að efni fyrir væntanlega aðra plötu sína.
Ég set þetta hér inn því þetta er mér hjartans mál, og einnig af því að allmargir lesa þessa síðu sem myndu ekki frétta af þessu af umfjöllun á minni eigin síðu. Sveit Diagon er skipuð þremur ungum drengjum; Baldur syngur, Jón Mar trommar og bróðir minn, Haukur Ísfeld, spilar á gítar, píanó, syngur bakraddir og semur öll lög og alla texta. Þar með vitið þið það.
En allavega, endilega þau ykkar sem hafið áhuga á góðri íslenskri tónlist, tékkið á þessu. Þið getið hlustað á fjögur lög af plötunni á MySpace-síðu sveitarinnar og svo getið þið sótt plötuna á Diagon-Music.com, eða með því að smella á myndina hér að ofan. Þetta er frítt, tekur ekki mikinn tíma og ég lofa að fólk verður ekki fyrir vonbrigðum!
Þar með lýkur plöggi vikunnar. 😉
Ég náði í þetta og heyrist þetta vera gúdd stöff. Er reyndar bara búinn að hlusta á nokkur lög en þetta lofar góðu… 🙂
Ég vissi það. Eitthvað ferskt í eyrun í próflestrinum fyrir þig … 🙂