Firmino kaupin staðfest

Liverpool FC hafa staðfest kaupin á hinum sókndjarfa leikmanni Hoffenheim og Brasilíu, Roberto Firmino. Nú verð ég að viðurkenna það fúslega að ekki hef ég fylgst mikið með liði Hoffenheim í Þýskalandi og hvað þá einstaka leikmönnum þess. En þeir sem hafa gert slíkt, halda því fram að þetta séu líklegast mest spennandi kaup félagsins síðan Luis Suárez var keyptur. Ég hreinlega meig og skeit á mig af spenningi þegar Luis var keyptur, held öllu slíku inni núna, en vona svo sannarlega að þeir sem til þekkja, hafi verulega rétt fyrir sér. Án efa, spennandi kaup og mun eflaust hjálpa sóknarlínu okkar næsta tímabil.

FirminoTalað er um að kaupverðið sé rétt undir 30 milljónum punda, það eitt og sér er merki um að um afar sterkan leikmann sé að ræða, enda voru fleiri félög í baráttunni um hann. Hann hefur spilað í Þýskalandi frá árinu 2010 og er á frábærum aldri, eða 23 ára gamall. Hann skoraði 47 mörk í 151 leik fyrir sitt gamla lið, en hann ku ekki vera síður í því að leggja mörkin upp og hefur hann átt stóran þátt í 45 mörkum í síðustu 66 leikjum í Þýskalandi. Hann er þó ekki framherji, heldur telst sem sóknarsinnaður miðjumaður. Okkar menn mega sko alveg við því að fá aðeins meira af mörkum frá miðjumönnunum og þessi mun væntanlega ekki liggja á liði sínu þar.

Nú er hægt að einbeita sér að næstu kaupum, enn vantar hægri bakvörð og framherja takk. Við fögnum engu að síður komu Firmino og blæti mitt fyrir Brössum minnkar akkúrat ekkert við þetta.

50 Comments

  1. Maður bíður alltaf eftir staðfest á liverpoolfc.com og hér takk fyrir mig hef fylgst aðeins með honum frá því þegar hann var orðaður við okkur fyrir tveimur tímabilum og get lofað ykkur að þetta er sjúklega spennandi leikmaður…

  2. Alger snilld!

    Klárlega kaup sem að við þurftum að sjá og nákvæmlega það sem þurfti að gera til að hræra til í skýjahulunni í kollinum á manni.

    Auðvitað veit maður aldrei hvernig kaup ganga fyrr en eftir einhvern tíma en það er morgunljóst að 23ja ára sóknarsinnaður Brazzi sem hefur verið að virka til langs tíma í Bundesligunni eru mjög spennandi tilraun og frábærar fréttir.

    Alveg ljóst mál að yfirmenn félagsins áttuðu sig á því að nú yrði að “step up” snemma og það er alger snilld að þeim tókst það núna. Nú er að horfa á Copa America, vona að Firmino eigi frábæran leik í 8 liða úrslitum en Brasilía falli út og hann komist í smá sumarfrí…

  3. Ég hef vitað af þessum leimanni síðan að LFC var orðað við hann fyrir 2 -3 árum, man ekki alveg. Fylgst með því hvernig honum hefur vegnað síðan þá. Fyrir mér er þetta stærri biti en Willian eða Mikitaryan kaupin sem við ,,mistum af”. Hvað þá Salah eða Konoplyanka og annað slíkt. Í þessu tilviki sér klúbburinn eitthvað sem hann vill og TEKUR ÞAÐ! Í mínum huga ekki síðri kaup en Depay til United

  4. Spurning hvort Babú sé tilbúinn með pistil um þennann dreng??

  5. Þetta eru mjög áhugaverð kaup. Sóknarsinnaður miðjumaður sem er í lansliði Braselíu hlýtur að vera góður í fótbolta.

  6. Þetta er geggjað og mjog spennnadi en hann hlytur að vera að koma inn fyrir Sterling og þvi vil eg enn fa klassa framherja líka.

  7. Frábærar fréttir!

    Nú vantar bara hægri bak, varnarsinnaðan miðjumann og einn pjúra striker sem er markamaskína – og þá erum við klárir í bátana!

    Áfram Liverpool!

  8. Ég ætla ekki að endurtaka mig en þetta eru ótrúlega spennandi kaup. Firmino er 24 karata demantur sem var byrjað að undirbúa undir slípun í Hoffenheim. Almennt er Firmino talinn efnilegasti ungi leikmaðurinn í Þýskalandi – það fullyrði ég. Bundesligan er troðfull af frábærum ungum leikmönnum og að teljast fremstur meðal þeirra segir það sem segja þarf um hvað gæti búið í þessum strák.

    Ég hef tvisvar séð Firmino spila live og það er hreinlega ekki hægt að taka augun af honum. Hann minnir á Suarez en er jafnvel enn mýkri í hreyfingum og gerir hrikalega erfiða tæknilega hluti algjörlega áreynslulaust á 1000 km hraða. Get ekki beðið eftir að sjá hann í rauðu treyjunni #7.

    Nú er ég spenntur eins og graðfolinn Orri frá Þúfu á leið í skagfirska merarétt forðum (blessuð sé minning Orra) og vil síst af öllu skemma stemminguna en vil samt deila smá áhyggjum.

    Firmino hefur spilað með Hoffenheim. Hoffenheim er í rauninni hvorki fugl né fiskur sem klúbbur. Félagið er sérstakt áhugamál Dietmar Hopp, stofnanda SAP, sem er frá Hoffenheim. Hoffenheim (á stærð við Ísafjörð) er sem sagt ekki neitt neitt og eins langt frá Liverpool með stærð sína, sögu og afrek eins og hljómsveitin Skítamórall er frá Radiohead í tónlistinni.

    Dietmar Hopp veit hins vegar sínu viti og Hoffenheim er þjálfað af mjög góðum stjóra sem heitir Marcus Gisold. Þess má geta að Gisold er úr hópi margra frábærra þjálfara af landsvæði hér í Þýskalandi sem kallast stundum Svabía (Baden-Wurttemberg). Klinsmann, Thomas Tuchel og Jurgen Klopp eru allir Svabar svo dæmi séu nefnd.

    Gisold er líklega sá sem hefur mótað Firmino sem fótboltamann meira en aðrir og hér koma áhyggjur mínar.

    Firmino er helsta stjarna smáfélagsins Hoffenheim sem er stjórnað af hinum frábæra þjálfara Marcus Gisold. Liverpool er hins vegar risafélag stjórnað af Brendan Rodgers sem ég veit ekki hvað á að halda um. Jú, ég veit það auðvitað, en ég ætla ekki að segja það. Enough said.

    Ég tel engan vafa leika á hæfileikum Firmino og nú er það spurningin hvort Rodgers ráði við verkefnið?

  9. Sæl öll.

    Frábærar fréttir . Liklega verða blaðamenn að breyta fyrirsögninni úr ” Liverpool úr leik áður en tímabilið hefst” í ” Liverpool mæta velmannaðir og tilbúnir í toppslaginn”

    En líklega verður þessi fyrirsögn til þess að margir andstæðingar okkar afskrifa liðið og nenna ekki að fylgjast með hvað er að gerast og vakna svo vonandi við vondan draum þegar mínir menn mæta til leiks með dansandi brassa sem vilja bara vinna og spila flottan bolta. Ég ætla allavega að trúa því að næsta tímabil verði á pari við þar síðasta og við verðum í topp 4 baráttunni allan tíman.
    Get ekki beðið eftir því að þessi geðveiki byrji
    YNWA

  10. Þetta er vissulega mjög jákvætt og frábært að hann hafi líka reynslu af alþjóðlegum stórmótum. Það er reyndar óvenju auðvelt fyrir framherja að komast í brasilíska landsliðið um þessar mundir. Strikerinn Brasilíumanna í Copa America var grafinn upp hjá Shandong Luneng

  11. Frábært.
    Þetta virðist ver mjög góður leikmaður. Hann er á góðum aldri og eigendurnir eru að smella stórri upphæð mjög snemma sumars, sem ætti að róa suma.
    Nú vonar maður bara að Firmino og Coutinho nái vel saman innan sem utan vallar, og líki vel lífið í Liverpool svo maður þurfi ekki að vera með hjartað í buxunum að Barcelona eða Real komi og steli öðrum hvorum þeirra.

  12. Þetta er sannarlega spennandi og gott að heyra frá Guderian sem hlýtur að teljast sérfræðingur kop.is um þýsku deildina. Einnig má benda á tölur frá Stuðningsmönnum Liverpool FC á Íslandi á Facebook sem gefa ansi góða mynd af því sem við erum að fá:

    “Hér er smá tölfræði um Firmino.

    – Hann hefur skapað fleiri færi úr opnu spili (138) heldur en allir aðrir í Bundesligunni.

    – Aðeins Kevin De Bruyine hefur átt fleiri lykilsendingar (74) úr opnnu spili heldur en Firmino í Bundesligunni (69)

    – Hann getur spilað mismunandi stöður á borð við sem framliggjandi miðjumaður, framherji (forward), framherji vinstramegin (left forward) og á miðjunni.

    – Hann átti 939 sendingar, 72% af sendingunum rötuðu á réttan mann, 87% af þeim voru sendingar fram á við.

    – Aðeins Messi (258) og Hazard (254) hafa farið oftar framhjá leikmönnum heldur en Firmino (244) seinustu tvö tímabil.”

    Nokkrir fyrirvarar á leikmanninn:
    – Hann var ekki í HM hóp Brasilíumanna í fyrra líkt og Coutinho, varla er hægt að tala um hann sem fastamann í brasilíska landsliðinu
    – Hann er á svipuðum aldri og Coutinho, gæti verið brokkgengur
    – Hann á eftir að aðlagast ensku deildinni og hörkunni og hraðanum þar
    – Mark í fjórða hverjum leik, það þýðir 9-10 mörk í deildinni pr. season. Það er vissulega betri en margur, en samt ekki þannig að hann einn og sér geri okkur að meisturum
    – Enn vantar topp klassa striker, þessi leikmaður mun eiga erfitt uppdráttar ef hann hefur ekki topp striker sem skapar pláss og ógnun.

    Að þessu öllu sögðu og að opinbera síða Liverpool FC er búin að staðfesta þá flokkast þetta undir marquee signing og ekkert annað. Vonandi ganga þessi kaup upp.

  13. Firmino er helsta stjarna smáfélagsins Hoffenheim sem er stjórnað af hinum frábæra þjálfara Marcus Gisold. Liverpool er hins vegar risafélag stjórnað af Brendan Rodgers sem ég veit ekki hvað á að halda um. Jú, ég veit það auðvitað, en ég ætla ekki að segja það. Enough said.

    Talaði ekki Suarez um það að Rodgers hefði gert hann að betri leikmanni og verið ástæða þess að hann náði að springa út og komast til Barcelona?
    Hef engar áhyggjur af að Rodgers ráði ekki við verkefnið. Sérstaklega ekki þegar það er búið að fjarlægja skemmda Sterling eplið úr ávaxtakörfunni.

  14. Sæl og blessuð.

    Það þarf nú minna en þetta til að opnist á manni þverrifan. Nú mega Þróttarar vara sig. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hann rífa liðið upp úr nagladekkjahjólförum meðaljónskunnar í fyrsta leik komandi tíðar.

    Sé þetta alveg fyrir mér. Löturhægar þversendingar milli miðju og varnar en svo … klobbi, skeið og firminjófast skot sem endar á réttum stað í sóma og snilld. Fimm svona til viðbótar og hreint lak í fyrsta leik myndi sannarlega lofa góðu fyrir veturinn.

    Gott mál.

  15. Takk fyrir allar upplýsingarnar og margar góðar greiningar, eins og frá Guderian og Ívari Erni.

    Það er mjög langt síðan ég hef verið jafn spenntur fyrir nýjum leikmanni. Firmino er að tikka í öll mín box og ég tek hattinn ofan fyrir transfer nefndinni…og það er sko langt síðan ég hef gert það!

    Mér finnst liklegt að NBA champs Golden State Warriors hafi líka verið að sækjast eftir Firmino. Maður sem getur tekið sér bolta í hönd og gert svona er ekkert annað snillingur 🙂
    http://www.dailymail.co.uk/video/football/video-1194347/Roberto-Firmino-takes-no-look-skill-basketball-court.html?ITO=1490&ns_mchannel=rss&ns_campaign=1490

  16. Til hamingju með Firmino kæru samherjar.

    Frábær innkaup og afar spennandi leikmaður. Klárlega einn af bestu 5 leikmönnum í Bundesliga síðustu 2 ár og öflug yfirlýsing að landa honum.

    Firmino er klassísk nr.10 og virkar bestur fyrir aftan fremsta stræker þó að hann sé nógu fjölhæfur til að spila víðar á vellinum. Hjá Liverpool er þannig leikmaður reyndar oft nr.7 og hann passar vel í samlíkingunni við Keegan, King Kenny og Beardsley sem þess háttar tegund af leikmanni. “He’s a maker and taker of goals”.

    Mjög lofandi líka að sjá hversu ógnarduglegur hann er varnarlega með hátt hlutfall af tæklingum, pressar stíft og fær slatta af gulum spjöldum en skynsamlega engin rauð spjöld. Ætti að passa vel inn í þann leikstíl sem Rodgers og nútímafótbolti krefst.

    Núna geta menn sett í samhengi hin skynsamlegu innkaup síðustu vikna með Milner, Ings, Bogdan og Gomez þar sem litlum upphæðum var eytt. Það var einfaldlega verið að spara pundin fyrir eina massífa tívolíbombu. Svona eiga hagsýnar húsmæður í Vesturbænum að vera! Vel gert Ian Ayre og co.

    Ef við seljum Sterling fyrir 50 millur (20% fara til QPR) þá mun sú upphæð duga slétt fyrir öllum innkaupum það sem af er á ca. 40 millur. Ég myndi segja að það væri mikill gróði í okkar viðskiptajöfnuði í þessum kaupglugga það sem af er að fá þessa 5 inn á verði þessa eina fýlupúka.

    Ég var mjög sáttur við innkaupin það sem af var sumri en núna er maður himinlifandi. Vonandi að þetta haldi áfram með Kovacic, Clyne og öflugum fremsta stræker. Þá fer landið að rísa og vonir að kvikna fyrir komandi tímabil.

    YNWA

  17. Var það ekki þessi sem hélt Gylfa út úr liðinu þegar hann var hjá Hoffenheim ?

  18. Flott mál.

    Svo virðist sem Brendan Rodgers verði með lið á næsta ári sem hefur getu til að enda ofar en 5. sætið. Ein signing enn fram á við og þá er það loksins raunhæf krafa að LFC verði í top 4 og jafnvel geri atlögu að titlinum. Þetta virðist skref í þá átt.

  19. ok flott kaup, er ekki komið nóg af mönnum fram á við ? Þurfum við ekki menn sem þétta miðjuna, höfum bara Can. Og hvað ef hann verður settur á sinn stað í bakverðinum?? hvað höfum við ? Lucas er ekki að fara gera neitt, og Allen nei takk…þurfum sterka menn sem þola slagsmál og sem mynda vegg á miðjunni. Getum endalaust bætt í sókn og vörn en þetta má ekki gleymast.

  20. Ég vil helst ekki tala illa um okkar leikmenn og minni á að Sterling er það ennþá. EF hann fer, sem verður að telja líklegt, þá erum við með í Friminio meiri aldur/reynslu og aðeins fleiri mörk á minni penning. Þvílíkt spennandi Brassa-tímar (að undarskildum Lucas) framundan.

    Fáum við Kovacic, sem ég vona er það klárlega fyrir Gerrard, Clyne fyrir Johnson. Emre Can er fær í flestar stöður á miðjunni og vona að hann sé hugsaður þar. Hef þá trú á að annað hvort Lucas eða Allen verði seldir og allt gamla sentera gengið, utan Sturridge eru á sölu. Spurning um einn góðan center inn í viðbót…. draumur.

    Glasið er skyndilega hálf-fullt aftur eftir viðskiptin í gær, þvílíkt flott kaup 🙂

  21. Þetta líta út fyrir að vera afskaplega flott og metnaðarfull kaup. Ekki annað hægt en að hrósa mönnum fyrir þann metnað að klára loksins svona stór kaup.

    Ég vil sjá annan hægri bakvörð koma inn og þá ættum við að vera í ágætis málum varnarlega. Spurning hvort djúpur miðjumaður ætti ekki að vera á innkaupalistanum ásamt einum heimsklassa striker.

    Ég vil ekki sjá Benteke, ekki af því að hann sé slæmur leikmaður, heldur vegna þess að ég tel hann ekki henta leikstíl liðsins eins og maður myndi halda að liðið ætli að spila. T.d. myndi leikstíll Chelsea henta honum betur. Ég er t.d. mun spenntari fyrir Carlos Bacca, sem er með 0,5 mörk í leik fyrir Sevilla, og myndi vilja sjá Liverpool reyna við hann.

  22. James Pearce – A fee of £21million will be paid up front for Firmino with a further £8million to be paid in add-ons

  23. #11
    Suarez skoraði 12 mörk í deildinni tímabilið 11-12
    Eftir að Rodgers tók yvir skoraði hann 23 í 12-13, síðan 31 í 13-14.

    Ef að það er eitthvað sem Rodgers kann að géra, þá er það að fá það besta úr leikmönnum.

  24. Maður er i skyjunum með þessi kaup en ef þetta verður eina bomban i sumat og sterling fer þa er maður alls ekki sattur. Maður getur alls ekki nuna metið hvort sumarið verður gott eða vont . Við vitu ekki einu sinni hvort Firmino er keyptur fyrir sterling til að vera uti a kanti eða i holunni eða hvort hann se keyptur sem framherji til að vera með sturridge.

    Eg vona að það eigi eftir að koma klassa senter og Firmino se ekki hugsaður sem framherji.

    Nuna er eitthvað sluður að tala um að við ætlum líka i Kovacic, ef það gerist þa hlytur Firmino að vera keyptur sem framherji, varla kaupum við bæði Firmino og Kovacic asamt framherja þott eg væri meira en til i það.

    Vonandi verður þetta bara stórt sumar og að við eigum enn eftir að kaupa 3 klassa leikmenn, bakvorð, miðjumann og framherja.

    Þurfum svo að fara lika að na að losna við eitthvað af farangri og losa Balotelli, Lambert, Borini, Alberto , Coates og kannski Lucas eða Allen.

    Æðisleg kaup a Firmino en eg vill meira !!

  25. Kovacic er varla í neinni samkeppni við Firmino um stöðu á vellinum. Muni ég rétt spilar sá fyrrnefndi mun aftar á vellinum og gæti jafnvel verið hugsaður fyrir framan vörnina.

    Kovacic er sá sem gerði út af við HM drauma okkar Íslendinga 2013 í Króatíu með snilldar stoðsendingu. Strákurinn tók 50-60 m hlaup og dró 5-6 íslenska leikmenn til sín og spilaði Darijo Srna dauðafríann muni ég rétt. Þarna voru Króatar aðeins 10 á vellinum þannig að þetta var mjög vel gert hjá Kovacic.

    Við réðum ekkert við þennan gutta í Zagreb eins og ég man þennan leik. Virtist alveg grjótharður. Hann mun vera falur fyrir um 20m þar sem Mancini vantar fjármagn eftir að kaupa Kondogbia sem mun vera svipaður leikmaður.

  26. Það sem ég elska við kaupinn á þessum manni eru skýr skilaboð til annarra klúbba. Ef þið viljið kaupa einn hjá okkur,þá kaupum við tvo í staðinn sem gætu jafnvel orðið betri en sá sem þið keyptuð.

  27. Þekki ekkert til þessa leikmanns en það hljóta að vera gleðitíðindi að fá 23 ára brasilískan landsliðsmann. Töluverð samkeppni um að komast í sóknarmiðjumannsstöðuna þar.

    Þetta hljóta því að teljast stór og spennandi kaup. Svo vona ég að við seljum Sterling sem ég held að muni vera góður í framtíðinni en aldrei frábær þar sem hann vantar klárlega upp á karakterinn og er allt of mikil prímadonna. Ef salan á Sterling fer í gegn þá hljómar það mjög vel að ná í Kovacic líka.

  28. ——–Sturridge——Firmino——
    —————–Coutinho————–
    ——–Milner—-Can—Hendo——-
    Moreno—Sakho—Skrtel—Nýr bak
    ——————Mignolet

    Erum við að tala um sirka svona byrjunarlið á næsta tímabili ?

  29. Frábær tíðindi að bæta við enn einum Brassanum í hóp okkar, núna vantar okkur einhvern framherja sem kann að skora mörk, og svo þennan Clyne frá áskriftaklúbb okkar.

    Við þurfum líka að fara að losa okkur við menn eins of Coates, Borini og helst Balotelli og Lambert líka, þá ættum við að geta bætt við tveimur góðum framherjum 🙂

  30. Frábærar fréttir og virkilega spennandi.

    Eitt sem ég var að velta fyrir mér samt.

    Við erum búin að kaupa Milner, Ings, Bogdan, Gomez og Firmino en það heyrist ekki píp frá Rodgers. Engin viðtöl varðandi kaup á þessum leikmönnum á official síðunni. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð.

    Pascoe og Marsh eru farnir. Ætli B-Rod sé farinn líka, en það eigi eftir að tilkynna það?

    Vona ekki samt.

  31. [img]http://assets3.lfcimages.com/uploads/5473__7215__firmino_ian-ayre_v2-1000_517X310.jpeg[/img]

    [img]http://assets3.lfcimages.com/uploads/1632__5599__firmino_ian-ayre_2[2]-517.jpg[/img]

  32. 38# Kristján
    Was that before or after Ayre gave him a lift on his bike?

  33. ————-Sturridge————————–(Ings, Origi)
    Coutinho——–Firmino—- Lallana——( Ibe, Markovic)
    ————-Hendo——Milner—————(Can, Allen)
    Moreno—Sakho——Sktel——-Ilori—–(Lovren, Flanagan)
    ———————Mignolet——————-(Bogdan)

    Þetta er nú allt farið að líta töluvert betur út. 2 brassar og Lallana að spila fyrir aftan framherjann…..hver svo sem það verður hehe. Held við eigum 6 til að velja úr en 1 er meiddur og hinir 5 eru ekki nógu góðir eða óreyndir.

    Verður keyptur markaskorari? Hvað verður um alla hina framherjana þá? Verður spilað með 2 frammi?

    ….Brendan er að velta þessu rólega fyrir sér.

  34. Flott kaup en enn og aftur óttast ég að þessu sé ekki fylgt nógu vel eftir með betri leikmönnum með honum. Vantar sterkan hægri bakvörð og afburða senter. Eigum nóg af miðlungsleikmönnum sem vægt væri að selja uppí nýja menn t.d. má Lucas Leva fara og fl.

  35. Áfram heldur Liverpool á leikmannamarkaðnum! http://www.telegraph.co.uk/sport/football/football-transfers/11697503/Liverpool-transfer-news-Nathaniel-Clyne-12.5m-deal-almost-done.html

    Á 12 mánuði eftir af samningi og þetta því nokkuð sanngjarnt verð. Þá er bara að bruna í að kaupa 1-2 alvöru sóknarmenn. Hreinsa út ruslið og kaupa byrjunarliðsmenn í staðinn. Væri alveg til í alvöru miðvörð eða varnarmiðjutröll til að þétta vörnina. Alveg hægt að finna betri menn en Skrtel og Lucas á góðum prís. Rodgers ætti að vera kominn með alvöru fullorðins lið í hendurnar þegar tímabilið byrjar. No excuses anymore…

  36. var að lesa á twitter (mirror) sem er systrablað Liverpool echo að Liverpool ætli að borga klásúluna hjá Carlos Bacca… hvrsu fokkinggeðveikt yrði það maður

  37. Greinilegt að FSG eru búnir að vinna heimavinnuna sína. Kaupin gerast hratt og örugglega og lítið lekur út fyrr en að hlutirnir gerast. Ekkert stress að selja Sterling, City vantar enska leikmenn og þeir munu örugglega bjóða betur.

    Spurning hvort búið verður að bæta Clyne við líka áður en að glugginn opnar 1. júlí??

    En hvernig líst mönnum annars á nýja þjálfarann Pepijn Lijnders ??

  38. Smá pæling.

    Ef að sala á Sterling gengur ekki upp af einhverjum ástæðum (t.d. verðmiði). Verður hann þá ekki kominn í þá óþægilegu aðstöðu að vera í fýlu, spila lítið, gleymast og staðna eða þurfa draga fram á sjónarsviðið þessa glimrandi snilld sem hefur vantað til að hafa eitthvað í samkeppnina að segja?

  39. Bacca ehh já endilega, frábær framherji en samt finnst mér þetta svo ólíklegt miðað við að þetta er FSG. Bacca verður þrítugur á næsta ári og er FSG að fara henda 21 mills í svo “gamlann” leikmann? Veit hann er jafngamall Milner en hann kom frítt en gott mál ef þeir eru hættir sinni ungu kynslóðar þrjósku!

Kop.is Podcast #86 – Firmino á leiðinni

Nýtt tilboð í Nathaniel Clyne – UPPFÆRT, tilboð samþykkt!