LFC 1 – Chelsea 0 (4-1 í vító)!!!

LIVERPOOL ERU KOMNIR Í ÚRSLIT
MEISTARADEILDAR EVRÓPU
Í AÞENU VORIÐ 2007!!!

reina_savesfrom_geremi.jpg

Þetta verður aðeins öðruvísi leikskýrsla, einfaldlega af því að það sem gerðist í kvöld er þegar komið í svo mikla móðu í hausnum á mér að ég á erfitt með að ætla að rekja gang leiksins í kvöld. En byrjum á því sem ég man:

Lið Liverpool

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Gerrard – Mascherano – Zenden

Kuyt – Crouch

Bekkur: Padelli, Hyypiä, Alonso, Arbeloa, Gonzalez, Bellamy, Fowler.

Lið Chelsea

Cech
Ferreira – Terry – Essien – A. Cole
Kalou – Mikel – Makelele – Lampard – J. Cole

Drogba

Bekkur: Hverjum er ekki sama?

Ókei, þetta gengur ágætlega hingað til hjá mér. Höldum okkur við það sem ég man. Í punktaformi:

  • Markið. Einhvern tímann á 23. mínútu eða svo tók Steven Gerrard aukaspyrnu frá vintri kanti. Fyrir leikinn hafði José Mourinho sakað Liverpool um að spila fyrirsjáanlegan bolta og að negla boltanum bara alltaf í loftið á þann stóra við hvert tækifæri. Heldur betur, asninn þinn! Gerrard hljóp að boltanum og á meðan augu allra Chelsea-manna beindust að Crouch á fjærstönginni renndi Gerrard boltanum inná miðjan teiginn þar sem Daniel Agger kom aðvífandi og negldi í nærhornið. Rafa Benítez 1 – José Mourinho 0.
  • Didier Drogba. Mig langar bara til að koma einu kvörtun kvöldsins frá. Þessi gæji er einhver albesti framherji í heiminum um þessar mundir, en hann er líka einhver almesti asni í fótboltanum í dag. Hann ákvað greinilega fyrir þennan leik að hann ætlaði að fá víti á Carragher, sama hvað það kostaði. Leikaraskapur hans, látalæti, sífellt væl í dómaranum og bolabrögð (sáuð þið þegar hann sló Reina í hnakkann í framlengingunni?) gerðu það að verkum að hann tapaði ekki aðeins knattspyrnuleik í kvöld, heldur gerði hann sig að fífli. Honum hefði eflaust gengið betur ef hann hefði bara ákveðið að standa í lappirnar og reyna að skora mark … þetta er ekki svo flókið, Didier! Now fuck off back to London!

  • Dirk Kuyt. Ef hægt er að tala um einvígi framherja í kvöld, þá var Kuyt frábær á alla þá vegu sem Drogba var ekki í kvöld. Ég var að verða brjálaður á því að Kuyt væri ekki búinn að skora þegar hann skoraði loks í framlengingunni – en þá var markið dæmt ranglega af. Gaman að sjá Mourinho væla yfir þeim dómi næstu tvö ár. Kuyt var búinn að skalla í slá, skjóta tvisvar rétt framhjá og láta Cech verja frá sér úr dauðafæri þegar hann skoraði loks mark sem dæmt var af. Aðstoðardómaranum til varnar var mjög erfitt að sjá rangstöðuna og þótt hann hafi dæmt vitlaust þarna var ég ekki brjálaður út í hann – svona gerist bara stundum. En ó hvað það var mikið réttlæti í því að Kuyt fengi að setja síðustu vítaspyrnuna og tryggja okkur farseðilinn til Aþenu! Dirk, þú ert snillingur!

  • Fyrri hálfleikur = yfirburðir. Seinni hálfleikur = yfirburðir. Framlenging = þreyta og þrátefli. Vítaspyrnur = aðeins eitt lið á vellinum. Látið engan segja ykkur annað, Liverpool átti það svo þúsund sinnum meira skilið en Chelsea að vinna í kvöld. Annað liðið sótti í hálftíma á heimavelli og lá svo í vörn í 150 mínútur + framlengingu, á meðan hitt liðið sótti í heila þrjá hálfleika og sýndi allan þann karakter sem einkennir sigurlið. Fuck off Chelsea, you ain’t got no history … 🙂

  • Javier Mascherano og Steven Gerrard. Það var vissulega huguð ákvörðun hjá Rafa að hafa Xabi Alonso á bekknum í dag, en sú ákvörðun var réttlætt. Miðjumennirnir okkar voru tveir gegn þremur á Chelsea-miðjunni í nær allt kvöld (þangað til Alonso kom inná) og þeir sýndu Makelele, Mikel og Lampard hvar Davíð keypti ölið! Byrjum á Gerrard: hann var leiðtogi í kvöld, barðist eins og ljón út um allan völl og leiddi liðið áfram eins og sannur fyrirliði. Ég var stoltur af honum í kvöld. Mascherano: hvað vann hann marga bolta? Hvað braut hann oft af sér á lykilstöðum án þess að vera bókaður? Þessi litli orkubolti er þyngdar sinnar virði í gulli – þvílíkur snillingur! Og á meðan Carlos Tevez berst fyrir lífi sínu hjá West Ham mun perluvinur hans frá Argentínu dansa stríðsdans í Aþenu! Hvernig í ósköpunum fengum við þennan gæja án baráttu við hin stórliðin?

  • José Mourinho. Ég spái því að hann taki við stjórn Internazionale á næsta tímabili og að Guus Hiddink verði næsti þjálfari Chelsea. Hann skaut því að Benítez fyrir viku að ef hann léki þrjú tímabil án þess að vinna deildina yrði hann rekinn. En vitiði hvað? Eftir mánuð verður Rafa með jafn marga Meistaradeildartitla og Mourinho með sigra í Úrvalsdeild, og aðeins annar þeirra verður atvinnulaus … 🙂


Þá er því næstum lokið í bili. Mig langar til að geyma besta punktinn þangað til síðast. Í liði Liverpool er leikmaður sem:

  • varði sjö af níu vítaspyrnum með sínu gamla liði á Spáni
  • varði þrjár af fjórum vítaspyrnum gegn West Ham í úrslitum FA bikarsins í fyrra
  • á metið yfir að halda hreinu í Englandi – 20 sinnum í 34 leikjum í fyrra
  • hefur haldið oftast allra markvarða hreinu í vetur í Englandi
  • varði í kvöld tvær af þremur vítaspyrnum Chelsea-manna

Þessi leikmaður er ekki aðeins maður leiksins. Þessi maður er SNILLINGUR VIKUNNAR. Hann heitir

JOSÉ MANUEL “PEPE” REINA

og ég myndi ekki vilja skipta á honum og neinum öðrum markverði í heiminum í dag! Þvílík hetja!!!

livche15.jpg

103 Comments

  1. JJJJJJJJJJJJJJJJJJEEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin:

  2. Guð, hvað þetta er ótrúlega yndislegt. 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂

    Orð eru óþörf, ég er farinn að hella mig blindfullan og ætla fagna langt frammá næsta dag. SKÁL!

  3. *Kommenti eytt (EÖE)*

    *(Það er einhver annar alltaf að kommenta undir nafninu Andri Fannar og þau komment innihalda alltaf eintóm leiðindi, þannig að ég mun hér eftir eyða þeim út.)*

  4. rosalega er þetta gott. Ég brotnaði eftir leikinn Liverpool innilega til hamingju

  5. OHHHHHHHHHHHH! Ég er orðlaus…

    Aldrei hefði mig grunað að ég væri að fá miða á Liverpool leik þegar ég eignaðist miða á úrslitaleikinn…. :blush:

  6. ÉG ELSKA ÞETTA LIÐ! ELSKA ÞAÐ! ELSKA ÞAÐ!

    Hversu mikill snillingur er Pepe Reina? HA?

    Ó, ÉG ER SVOOOO HAMINGJUSAMUR!!!

  7. Hvernig færðu það úr Andri Fannar..Liverpool voru mun betri að mínu mati, óðu í færum 😀

    Þetta er snilld, til hamingju félagar

  8. Frábær upplifun. Aftur í úrslit. Rafa kann þetta, það er klárt. Ég las í Blaðinu í morgun að Liverpool yrðu hræddir við vítakeppni þar sem Cech væri mun betri markvörður en Reina. Þvílíkt kjaftæði! Pepe er vítabani #1.

    Andri Fannar, Liverpool átti þetta víst skilið. Ekkert annað hægt að segja en að Liverpool hafi verið betra liðið á vellinum lengst af í kvöld og átti hættulegri færi. Annars er mér skítsama um sanngirni svo lengi sem Liverpool heldur áfram að slá Chelsea út í undanúrslitum – frábær hefð :laugh:

  9. YES FU…ING YES!!! Frábær tilfinning – og djöfull getur maður verið nasty þegar maður brosir og hlær þegar maður sér þá bláklæddu grátandi eftir leik … úff hvað þetta var sætt.

    Andri Fannar – meira að segja Heimir, Guðni og Óli gátu ekki sagt að Liverpool hafi ekki átt þetta skilið. Af hverju? Jú – þeir áttu þetta skilið!! Hvernig í fjáranum færðu annað út???

  10. Þetta var ótrúlegt!!!!!!!!!!!!!!!!
    Réttlætinu fullkomnlega fullnægt eftir að Liverpool skoraði áberandi löglegt mark sem var dæmt af, er með nett magasár af stressi eftir leikinn, algjör snilld :biggrin2: :biggrin2: :biggrin2:
    Takk fyrir bestu fótbolta síðuna á netinu í dag.
    Eina sem vantar í dag eru miðar á leikinn í Aþenu og árið er fullkomnað!!!!!!!!!!

  11. Ótrúlega góð tilfinning sem hríslast um mann.
    Ég elska þá alla og ég elska að hafa unnið Chelsea á leiðinni inn í úrslitinn.
    Þar með sannast að þú getur ekki keypt þér árangur.
    Hvar fær maður svo miða á leikinn?

  12. Úff, þvílík hamingja, þetta er hrein og tær snilld, það er of ljúft að komast í þennan úrslitaleik og hvað þá að slá út Chelsea í undanúrslitum!!!

    Endalaus hamingja!

  13. Ahhhhhhhhh………….

    “Áttum þetta engann vegið skilið

    Andri Fannar sendi inn – 01.05.07 21:41 – (Ummæli #5)”

    Hvað leik sást þú væni minn?

    Til hamingju allir!!!

  14. Váááááá! AAAAAAAAAAAAARRRRRRRRGGGH! 🙂
    Alveg ótrúlegt! Rólegur doddi það er ekkert óeðlilegt við að hlæja að grátandi Chelski mönnum…AFTUR! :laugh: Pepe Reina er BESTUR! OG ALLT LIÐIÐ LÍKA! YNWA! 🙂

  15. Já já já!!!!

    Djöfull elska ég þetta lið!!!

    Djöfull elska ég lífið!!!!!

    Þetta er BARA besta tilfinnig sem til er!!!!

  16. Spennufallið var svo mikið að ég felldi þó nokkur tár eftir leikinn.man utd í úrslit? Örugglega dramatískasti úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu!

  17. Já, nákvæmlega Hlynur. Ég verð bara að segja það að eftir alla þá gagnrýni, sem Bolo Zenden hefur fengið, þá hljótum við að geta verið sammála um að hann er **hetja** fyrir að hafa stigið fram til að taka fyrsta vítið fyrir okkur í kvöld.

  18. …og að klára það Einar, gegn “TÖLUVERT betri markverði en Reina”

    Fyrir utan auðvitað þá staðreynd að hann átti auðvitað bara fantaleik hann Zenden. Maður efaðist um hann lengi vel en það kom bara á daginn að hann var rétt gíraður í þetta og það er það sem skiptir þegar á völlinn er komið.

    Einfaldlega algjör snilld, ætla mér ekki að velja neinn mann leiksins, liðið einfaldlega gerði þetta.

  19. Verulega ljúft. En váááá hvað Mascherano var góður. Drengurinn hljóp sennilega hátt í 20 km og vann fleiri bolta en allt chelski liðið til samans. Ef einhver finnur tölfræðina yfir þá vegalengd sem leikmenn hlupu þá má hann setja hana hingað inn. En þó ekki strax því maður verður bara að njóta þessa augnabliks!!!

    We shall not be moved!

  20. Villi … þeir birtu þetta í lokin á þættinum og það var Kuyt sem hljóp mest allra á vellinum, svo kom Lampard og svo Gerrard sýndist mér. Kuyt hljóp 15 km.

  21. Nú þarf maður bara að finna plakat á netinu með Benitez sitjandi á hliðarlínunni. Flottasti managerinn í bransanum

  22. Kuyt hljóp vísr mest í Liverpool liðinu, skv. því sem ég sá hjá Heimi og co.

  23. Frábært til hamingju púllarar nær og fjær, ég held að maður verði lengi að sofna í nótt því maður er ennþá alveg á iði eftir þennan magnaða leik og enn og aftur sannaði Benitez hvað hann er mikill snillingur, ég tek hatt minn ofan fyrir Benitez 🙂

  24. Shiiiit.. þetta var einum of rosalegur leikur.

    Það var bara rosalegt að sjá liverpool liðið í kvöld.. hver einasti maður barðist eins og ljón (hefði verið til í að sjá hvað Kyut hljóp marga Km í leiknum t.d. :)..meira segja Zenden átti góðan leik, eitthvað sem ég átti ekki beint von á fyrir leikinn.

    Liverpool sýndi það bara að þá átti fyllilega skilið að fara í þennan úrslitaleik.

    Eitt sem ég get ekki orða bundist yfir einnig og það eru lætin sem voru á vellinum.. hávaðinn í áhorfendum var rosalegur.. að sjá Cech vera að reyna að kalla á manninn fyrir framan sig í upphituninni og sá sem hann var að reyna ná sambandi við heyrði ekkert í honum. 12 (og hugsanlega 13) leikmaðurinn var gjörsamlega einstakur.

    Þetta er bara einum of magnað

    You´ll never walk alone!

  25. Áttum þetta engann vegið skilið

    Ertu að grínast!?
    Skrifaðu í guðanna bænum undir öðru nafni hér.

    Annars eitt orð um þennan leik, SNILLLLLLLLLLLLLD!
    :blush: :blush: :blush: :blush: :blush: 😉 😉 😉 😉
    Ég sagði þegar við drógumst gegn Barca að liðið sem myndi vinna þann leik yrði Evrópumeistari og stend enn við það.

    Mikið djöfull voru Agger og Maschs góðir í kvöld, ægilegir.

  26. Ég verð að viðurkenna það að ég sá Frank Lampard aðeins átta sinnum í kvöld, og í öll skiptin var hann að taka auka- eða hornspyrnur!

  27. allir spekkarnir á itv voru sammála um það að liverpool hefðu verið mun betri aðilin og átt sigurinn fyllilega skilið. t.d. sam allyrdise,andy townsend ofl……

    löglegt mark tekið af…..og……

    LIVERPOOL……LIFIR…..
    i am going to athena…..se you there:)

  28. Til hamingju Púllarar nær og fjær…. :biggrin:

    I love life…I love Liverpool…(já..konuna mína og börnin líka..:-))

    Þetta er bara gjörsamlega magnað…að sitja með hendur fyrir andliti og kíkja rétt á milli fingra sér….og sleppa sér síðan algjörlega í taumlausri gleði.. OOOOO hvað er gott að finna strákinn í sér og leyfa sér að vera til.. :blush:

    Þvílíkar tilfinningar…

    You will never walk alone..

    Við erum á leiðinni í úrslitaleikinn í annað sinn á tveimur árum. Hver hefði trúað því fyrir Barcelona leikinn????? Afar fáir. Ég elska Benites..Ég elska Pepe Reina….aaaaa fuck…ég elska Liverpool eins og leggur sig.. :biggrin:

    Getið þið ímyndað ykkur upplifun nýju eigendanna á Anfield í kvöld..!!!! Þeir verða aldrei samir.
    Þeir eru endanlega komnir með Liverpool hjarta út í gegn. Ekki annað hægt eftir svona leik..bara ekki annað hægt. Verður gaman að lesa viðtöl við þá.

  29. Snilld

    Reina er besti markmaðurinn í heiminum í dag. Ég segi það og skrifa.

    Og það er enginn í banni í úrslitunum:)

  30. Djöfulsins helvítis fokkings SNILLD!!!! Og Mourinho eftir leikinn: “við vorum betri aðilinn, einungis eitt lið reyndi að vinna…” og kommentið frá Gerrard: “he makes us laugh sometimes”

    HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA :laugh:

  31. Æðislegur leikur.. Fáránlegt að West Ham getur ekki notað leikmann eins og Mascherano! Geggjaður leikmaður og ungur að árum:)

    Samkvæmt hálfleikstölum í leiknum hljóp var Gerrard búinn að hlaupa 5,8 kílómetra í hálfleik;)

    Kuyt er algjör gullmoli! Að koma svona sterkur inní nýtt land og umframallt erfiðustu deild heims segir allt um getu hans:D Þetta er leikmaður sem að á eftir að vera með 20+ mörk á næsta tímabili því get ég lofað;) Frábær kvöld og alltaf gaman að sjá Chelsea lúta fyrir okkur í undanúrslitum!!

    Mourinho [getur ekki sætt sig við það að Liverpool var fair and square mun betri aðilinn í kvöld](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=464433&CPID=5&clid=8&lid=4161&title=Mourinho:+We+were+better)!! en leyfum því karlgreyi að lifa í sínum eigin draumaheimi;)

    YNWA
    Áfram Liverpool!!!!

  32. Stórkostleg skýrsla hjá þér Kristján og hverju orði sannara. Kvikyndið í mér hló og brosti eftir leikinn þegar blá tár sáust á vöngum Chelski-manna … ég fór svo úr Liverpooltreyjunni minni (happa??) og setti hana út í gluggann á útidyrahurðinni – svo blaðberinn í fyrramálið fengi nú að vita svart á hvítu (eða öllu heldur rautt á gráu) hvaða lið væri best!

    Fyrir mér er náttúrlega Reina maður leiksins, en það voru annars engin vonbrigði í kvöld og ég var gífurlega ánægður með Kuyt og Mascherano í kvöld. Carra er snillingur og Agger … Agger er bara frábær!!!!! Þetta Liverpool lið með snillinga á borð við Finnan, Carra, Agger, Reina, Gerrard, Alonso, Mascherano, Pennant… hmm… ég gæti talið allt liðið upp… en án gríns: frábær leikur. Reina maður leiksins en heiðurstilnefningar fá þeir Mascherano, Agger og Kuyt.

    Ég elska Liverpool!

  33. Já og Gerrars vildi meina að Mourinho hefði séð um að motivate-a Liverpool liðið….
    Agger er maður leiksins ásamt Reina..

    Nú er bara að vona að leikurinn á morgun verði grófur og allt morandi í spjöldum, nei annars það skiptir engu

  34. andri fannar hverni færðu út að liverpool átti þetta ekki skilið við vorðum meira með boltan fengum fleiri sóknir, chelsea var að gera lítið annað en alltaf liggjandi í jörðini, veist chelsea kom með nokkra sóknir en vörnin tók það svo góð vinna skilar sigur ekkert nema sóknin drogpa eða hverni sem það er skirfað fékk gott færi sem hann sköt yfir.

  35. upps sá ekki þræðinn sem eitthver var víst að skirfa undir þínu nickið 😛

  36. Á Sky News var José spurður: “Is this the most heart-breaking night of your career” Hann blaðraði eitthvað og sagði svo: “Yes, I think it is”

    Í sirka tvær sekúndur vorkenndi ég honum pínu (ég veit, ég er alltof góður), en svo sér maður svona komment frá honum eftir leikinn einsog:

    >”We were the best team today, even against a team only playing for the Champions League.

    …og þá getur maður ekki annað en brosað yfir því að “most heart-breaking moment” á ferli José Mourinho hafi komið á **ANFIELD** 🙂

  37. Og ég var líka búinn að gleyma sögunni sem Reina og Robben eiga – þegar Robben fiskaði Reina út af á síðasta sísoni… Hefndin er sæt, ha, Robben? :biggrin:

  38. Já þetta er alveg merkilegt með Mourinho. Tapsárari stjóri finnst varla austan Atlantshafs. Af hverju er það svo ómögulegt að segja einu sinni að betra liðið hafi unnið? Af hverju er alltaf allt samsæri og ósanngjarnt hjá honum? Við unnum leikinn, ekkert draugamark í kvöld, löglegt sigurmark dæmt af okkur í framlengingu og Pepe skúraði gólfið með Chelsea-mönnum í vító … og svo segir hann að betra liðið hafi tapað?!?

    Sumir eru að berjast fyrir framtíð sinni hjá Chelsea með svona ummælum, held ég … :laugh:

  39. Já vá Kiddi, var búinn að gleyma því. Get ímyndað mér að Pepe sendi honum SMS í kvöld: “He who laughs last laughs loudest.” 🙂

  40. Þetta var dásamlegt!
    – Pepe er snillingur, ég sá nú ekki endursýningu á aukaspyrnunni sem hann varði frá Lampard í fyrri hálfleik en í fyrstu sýn leit það út fyrir að vera ótrúleg varsla. Hann er bara frábær, öryggið og hraðinn af línunni er stjarnfræðilegur. Gaman fyrir hann að ná fram hefndum gegn Robben.

    – Mascherano var frábær og ég var ánægður þegar ég sá Zenden, hugsaði með mér að hann kæmi með reynslu inn í þetta.

    – Drogba er fáviti!

    – Ekki leiðinleg staða sem gæti komið upp eftir 23. maí, ef við vinnum Mestaradeilina, þá þurfa Chelsea að fara í undankeppnina og ef United vinnur þá í FA Cup þá getur Rafa sagt við Mourinho: “Ég yrði sjálfsagt rekinn ef ég ynni ekkert nema deildarbikarinn”. :biggrin:

    -Respect til Tom Hicks sem sýndi Liverpool-kúrekastígvélin sín á Sky!

    – Að lokum, respect til Claude Makelele sem er 34 ára og var langbesti maður Chelsea að mínu mati auk þess að vera herramaður á velli.

  41. Ég segi bara frábært, frábært frábært. Drogba er samt ekkert annað en floper. Lætur sig alltaf detta líkt og menn gera i körfubolta til að fiska sóknarvillu.

  42. “Steven Gerrard hefur gert það sama fyrir knattspyrnu og Jesú Kristur gerði fyrir kristna trú.”

    – Gummi og Óli (2007), Tower Bridge, London.

  43. Nokkrir linkar sem ég held að menn verði ánægðir með 🙂

    Markið hjá Agger:
    http://www.youtube.com/watch?v=raaNZYV4LRQ

    Skotið frá Drogba:
    http://www.d1g.com/video/show/?id=959396

    Skotið frá Joe Cole
    http://www.d1g.com/video/show/?id=959540

    Cech ver frá Crouch
    http://www.d1g.com/video/show/?id=959555

    Skallinn frá Kuyt í slánna:
    http://www.d1g.com/video/show/?id=959568

    SKotið frá Pennant:
    http://www.d1g.com/video/show/?id=959589

    “Rangstöðumarkið” hjá Kuyt:
    http://www.d1g.com/video/show/?id=959704

    Og svo að sjálfsögðu vítaspyrnukeppnin:)
    http://www.soccertube.nl/champions-league/liverpool-vs-chelsea-0-0-live.html

    Þetta er svo alltof magnað. Áfram Liverpool

  44. Didier! Now fuck off back to Chelsea! Þeir sýna ekki einu sinni fótbolta á börum í Chelsea, þvílíkt hverfi!

    Frábært kvöld og sammála öllu í leikskýrslunni.

  45. Essien, Makalele og Cech eru einu leikmenn sem ég tek ofan fyrir hjá þessu chelski lið. Allir hinir eru eintómar steikur þá sérstaklega Drogba (þó besti framherji í heimi) og Ashley Cole. Það er ekki eðlilegt hvað einn maður getur vælt mikið í dómara. Sást best þegar hann var að væla í dómaranum meðan hann var enn með boltann.

  46. Hérna er myndin af Jóga-Rafa sem fólk er að tala um. Smellið á hana til að sjá myndina í fullri stærð:

    Þvílíkur snillingur maður! Sat bara á hliðarlínunni, sallarólegur á meðan við hin vorum að fara á límingunum. Þegar ég sá þetta bjóst ég hálfpartinn við að hann tæki upp nestisbox og færi að borða kalt pasta eða e-ð … talandi um “calm under pressure” :laugh: :biggrin:

  47. Takk, takk, takk, takk, TAKK Stjáni fyrir myndina! Ég elska þennan mann. Ég myndi giftast Rafa á mínútunni sko. Mrs. Rafa hljómar svakalega vel. :biggrin:

  48. Eina liðið sem vildi sigra í framlengingunni my ass!!!

    Hitt liðið, sem þá væntanlega vildi ekki sigra, skoraði þó mark sem var á vafasaman hátt dæmt af :laugh:

    Ég segji nú bara eins og Steve G. …þessi gæji fær mann til að brosa :laugh:

  49. Til hamingju með frábæran leik.

    Snorri þetta verða að teljast frábærar fréttir er það ekki? :biggrin2:

    en nú brennur ein spurning á vörum mínum, hvernig er staðan á þessum lánsamningi á Mascherano? höfum við einhvern forkaupsrétt á honum þegar samningnum lýkur og hvenær lýkur honum? Djöfull var gæinn góður í kvöld. Ég vil fyrir alla muni halda þessum manni hjá Liverpool.

  50. >Ég var fyrst núna að taka eftir djókinu hjá Kristjáni varðandi liðsuppstillingu Chelsea. 🙂

    Ég segi bara frá því sem ég sé. Í kvöld sá ég hundrað og áttatíu Chelsea-menn á eigin vallarhelmingi og Didier Drogba frammi. Og svo segja menn að við séum leiðinlegir … við stilltum þó upp tveimur framherjum á Stamford Bridge. 🙂

  51. Hey, manstu eftir tölfræðinni sem ég var að tala um í símann, Kristján? Chelsea fékk í kvöld 31 aukaspyrnu, Liverpool 21. Ekki alveg 15 fleiri, en samt nálægt því.

    Chelsea fékk því semsagt nær 50% fleiri aukaspyrnur í leiknum. En það dugði samt ekki. 🙂

  52. Ég var fyrst núna að taka eftir djókinu hjá Kristjáni varðandi liðsuppstillingu Chelsea. 🙂

    Haha – ég hélt þetta væru bara einhver mistök fyrst þegar ég las þetta. En þetta er fyndið. Góður punktur 🙂

  53. Já Einar ég tók eftir þessu líka. Dómarinn virtist ákveðinn í að láta Drogba ekki komast upp með neinn leikaraskap, en í staðinn gaf hann aukaspyrnu á nær allt sem allir hinir Chelsea-leikmennirnir báðu um. Að öðru leyti verð ég að segja að dómarinn stóð sig ágætlega; get lítið sakast við hann eða aðstoðardómarann í rangstöðumarki Kuyt og hann hleypti okkur í úrslitin án þess að setja nokkurn mann í bann. Það er frábært! 🙂

  54. Snilld, gargandi snilld. Frábæri þjálfarinn Mourinho setur inná vítaskyttuna Geremi og Reina nánast greip frá honum boltann í vítinu :laugh:

  55. Hmmm… Minnir á annan þjálfara sem smellti varnarmanninum Robert Huth inná í sóknina til að skora mark þegar þegar 10 mínútur voru eftir í einhverjum leik… Hver ætli það hafi verið? Og við hvaða tækifæri? :laugh:

  56. Já, Mourinho er svo sannarlega snjall með sínar innáskiptingar. Þess má einmitt geta að síðasta vítaskytta Liverpool í þessu einvígi hefði orðið Robbie nokkur Fowler, sennilega öruggasta vítaskytta síðan Matthew Le Tissier var og hét. 🙂

    Þegar Reina varði frá Geremi fór ég að fagna sigri. Ég vissi að við ættum tvær eftir og nægði bara að skora úr annarri þeirra, þannig að ef Kuyt hefði klúðrað hefði þetta annað hvort komið í næstu markvörslu hjá Reina eða hjá Guði í síðasta vítinu. 🙂

  57. Myndin af Rafa sitjandi á vellinum er bara algjör snilld….SNILLD. Þetta verður cult mynd..ekkert minna.

    Og aumingja Móri..kvartar og kveinar yfir því á BBC radio að það séu búin að vera svo mikil meiðsli hjá þeim í vetur….well in your face Muhuino…man einhver eftir leiktíðinni 2004/2005 hjá Liverpool..Ég man eftir því..þvílík meiðsli að það hálfa hefði verið nóg!!

    Fyrir mér er meistaradeildin unnin í ár..!!! Slá Chelsea aftur út í fjögra liða úrslitum. Hvað getur slegið því við??

    Nú er bara að njóta…Here we come Athens…

    AC-Milan eða Man. Unt. skiptir ekki máli!!!

    Ég veit bara að Liverpool verður þar…. :biggrin2:

  58. Nánast fullkomið kvöld ! Það eina sem hefði fullkomnað það ALGJÖRLEGA er ef Fowler/Guð hefði fengið að taka síðustu spyrnu leiksins og tryggt okkur með því sigurinn. :blush:

  59. Ég elska að halda með Liverpool. Þetta var svo mikil spenna á pub-num þar sem ég var að þetta endaði með slagsmálum milli einhverja breta… hehehe

    Mourinho, Drogba, Lampard o.s.frv. komu ekki til Liverpool í gær til að sækja, heldur til að halda. ÞÚ GERIR ÞAÐ EKKI, því þá tapar þú.

    FRÁBÆR SIGUR og það sem skiptir líka máli, sanngjarn.

    Til hamingju…. yyyyeeesssssssss

  60. það á bara eftir að bæta við einni línu í þessa umræðu:

    OLE…OLE-OLE-OLE…OLE…OLE !

    6peat í Athenu?

    áfram Liverpool!

  61. “He´s got the power of a bull, the pain threshold of a lamb”

    Sögðu ensku lýsendurnir á ITV um Didier Drogba.

    Algjör snilld.

    – Ég hef ekki verið hrifinn af því að hafa Bolo Zenden í byrjunarliði Liverpool en í kvöld tek ég hattinn ofan fyrir manninum.

    – Mascherano…hvað getur maður sagt.

    – Óli Þórðar og co. hvað getur maður sagt. Vinur minn fékk í magann af bullinu í þeim fyrir leikinn og varð að fara á klósettið. Besta vitleysan sem “sérfræðingar” SÝN sögðu var þegar Heimir hélt ræðu um að Peter Cech væri svo stór og mikill og því yrði að veðja á hann í vítakeppninni. Vita þessir menn ekkert um Pepe Reina vítabana?

  62. Þetta komment um Drogba, Daði, er SNILLD! 🙂

    Mikið var ég feginn að þurfa ekki að hlusta á Óla Þórðar eftir leikinn. Alveg makalaust að hann skuli hafa verið fenginn til að hjálpa til við umfjöllun á Liverpool leik.

  63. Ég ætlaði að horfa á Guðna & Co. eftir leik en um leið og þeir byrjuðu að ræða vítaspyrnurnar varð ég að slökkva. Óli Þórðar tönnslaðist á því hvað Robben og Geremi tóku lélegar spyrnur og enginn þeirra minntist á það hversu vel þetta var gert hjá Reina. Samt ræddu þeir vítin í fimm mínútur eða svo. Ég slökkti á endanum.

    En að skemmtilegri málum. Má ég kynna Tom frænda og George frænda:

    Þetta eru bara snillingar! 🙂

  64. Frábær leikskýrsla að vanda!

    Óli Þórðar er nátla manju kjelling ef ég man rétt og auðvitað svíður þetta þá að Liverpool skulu vera kóngarnir í Evrópu.

    Mikið verður gaman að horfa á ac-milan-manju í kvöld! :biggrin:

  65. Það er æðislegt að horfa aftur á þá þurfa að labba grenjandi af Anfield þegar það átti að vera motive-ið þeirra fyrir leikinn að minnast þessa fyrir 2 árum.

    Mér fannst ágætt að hafa unnið chelsea en mér finnst frábært að vinna morinho.

    chelsea hefði örugglega alveg átt eitthvað í þennan leik ef þeir hefðu reynt að standa í lappirnar í leiknum! Hvað er þessi helvítis leikaraskapur óþolandi? Sérstaklega þegar hann kemur frá hinum “lambsterka” drogba?

  66. “Mikið var ég feginn að þurfa ekki að hlusta á Óla Þórðar eftir leikinn. Alveg makalaust að hann skuli hafa verið fenginn til að hjálpa til við umfjöllun á Liverpool leik.”

    Einar…. ég var í heimahúsi að horfa á leikinn og hlustaði á bullið í Liverpool hatara númer 1 á Íslandi eftir sigurinn. Mitt fyrsta verk þegar ég kom heim var að senda Heimir Karls og co mótmælanetpóst! Þvílíkt og annað eins. Þurfa að hlusta á tjöruna í Óla þar sem hann hélt fyrirlestur um að árangur Liverpool í Evrópu væri ekki raunverulegur..þeir hefðu nú eiginlega bara orðið Evrópumeistar einu sinni!!!!!! Maður er í sigurvímu og bíður eftir fótboltaskýringum af viti eftir leikinn en fær þá þetta í andlitið frá Sýnarmönnum…argasta Liverpool hatara gera lítið úr Liverpool sem hann mest má. Þetta er óþolandi. Maður nýtur þess meira að hlusta á útsendingu á arabísku en helvítis bullið í “Boltinn með Guðna Bergs”.

    Langaði bara að koma með þetta hérna þar sem þetta bar á góma.

    En ekkert fær tekið gleðina frá mér að vera Púllari þessa dagana…Nú getur Liverpool bara notið þess að vera komnir alla leið. Nýbúnir að vinna Evrópubikarinn. Pressan verður bara á AC-milan eða Man. Unt. í Aþenu. Jibbbbíiiiiii

  67. Ég verð að segja, þetta eru flottustu og “the most sweetest” úrslit sem maður hefði getað fengið.

    Ástæður:
    -þagga niður í the “special one”;)
    -Sýna Chelsea “you aint got no history” hvaða lið hefur history og er stórlið.
    -Sjá hversu góðan manager við höfum sem gjörsamlega outsmartaði Jose enn einu sinni!!!
    -Við höfum 12. manninn.
    -Höfum besta miðjumann heims og efnilegasta líka, sem rasskelltu 3 toppklassamiðjumönnum í gærkvöldi.
    -Höfum besta markvörð í deildinni og einn sá besta ef ekki besta í heimi, Pepe Reina.
    -Höfum varnarlínu með sál og stálhjarta.

    Ég var á Anfield í gær, ef einhverjir sáu íslenska fánann, þar var ég;)…..og váááááááááá, stemningin, upplifunin, veðrið, you name it, þetta var fullkomið kvöld sem gat bara endað á einn veg. Ég fór einnig til Istanbul árið 2005 og þessi leikur var nánast eins rafmagnaður og sigurinn í Tyrklandi (kannski var Istanbúl aðeins sætara…hehe).

    Athens here we come!!!! 🙂 Ohh, hvað það er gott að vera liverpool stuðningsmaður í dag, ég get ekki hætt að brosa!!!

  68. Ég verð bara að lýsa yfir aðdáun minni á Javier Mascherano. Þrátt fyrir frábæran leik Reina og hetjuskap í vítakeppni verð ég að velja hann mann leiksins.
    Hann vann sína varnarvinnu fullkomlega og tókuð þið eftir nokkrum sendingum frá honum ala alonso. var með nokkrar frábærar skiptingar. þegar hann braut af sér þá var það mjög smekklegt og alls ekki of gróft. Lét miðjumenn Chelsea aldrei vera og hjálpaði miðvörðunum mikið með Drogba og hann var alltaf mættur í bakvörðinn þegar annaðhvort riise eða Finnan voru mættir fram.
    Ég held að Mascherano hafi verið að treysta veru sína í byrjunarliði Liverpool og erfitt verður að horfa fram hjá honum þegar velja á byrjunarliðið.

    Ef þú myndir blanda saman sissoko og Alonso þá fengirðu held ég út Mascherano, hefur svona 80% af hæfileikunum hjá báðum þannig að hann er samtals betri…allavega eins og hann spilaði í þessum leik. Nú held ég að endanlega sé hægt að segja að Liverpool sé með LANGBESTU miðjuna í enska boltanum og líklegast í heiminum…..vantar bara 1-2 kantmenn og þá verður þetta ekkert vandamál á komandi árum

    Mascherano maður leiksins…ekki spurning

  69. Nei. Eg get ekki nefnt annan varnarmann i heiminum punktur sem eg vildi hafa i stadinn fyrir Agger, sama a hvada aldri hann er. Hvilikur leikmadur, nautsterkur, klokur, fylginn ser, skorar frabaer mork og svo er hann bauni i tokkabot, sem er alltaf stor plus i minum augum. Toppleikmadur, a eftir ad vera hja Liverpool i 10-12 ar i vidbot vonandi.

  70. Alveg sammála með Agger. Ég átti alltaf von á að sjá hann með einhver byrjendamistök í vetur en hann fyrsta heila leiktíð hefur verið frábær. Vissulega tapaði hann fyrir Drogba í síðustu viku en það var bara fyrri hálfleikur og Agger vann viðureignina 🙂

    Annað, varðandi vítakeppnina. Mikið var ég feginn að sjá hana fara fram fyrir framan aðdáendur beggja liða. Ef hún hefði farið fram við Kop stúkuna þá hefði Móri eitthvað til að væla yfir næstu tvö árin en nú hefur hann nákvæmlega ekki neitt til að kvarta yfir :laugh:

  71. Það eru komin 80 comment og núna 81 – ekki eitt neikvætt. Nema einn sem commentaði undir annars manns nafni. Það var bara nokkuð fyndið í ljósi viðbraðganna og þess tíma sem var þegar grínið var gert. Góð vinnubrögð hjá síðustjórnanda að hreinsa þann dónaskap upp sem felst í því að commenta undir annara manna nafni.

    Það er gaman að vera til!

    Agger er ótrúlegur! Síðan þreytist ég ekki á að tala um hvert framlag Finnans er til þessa liðs.

  72. Gummi Halldórs – ég tók eftir því við upphaf vítaspyrnukeppninnar að dómarinn benti strax í átt að markinu fyrir framan báða áhorfendur, og þá varð Steve Gerrard vitlaus. Hann vildi greinilega fá að kasta upp á það, eiga sénsinn á að hafa vító fyrir framan The Kop, en dómarinn tók greinilega ákvörðun um að hafa hana hinum megin. Það breytti svo sem ekki miklu á endanum. En mig langar til að spyrja þá sem til þekkja – Elías Már, ertu að lesa þetta? – má dómarinn taka slíka ákvörðun? Ber honum ekki skylda til að kasta uppá þetta eða ákveða með öðrum hætti en bara einn og hjá sjálfum sér? Elli dómari, hvað segirðu um málið?

    Ásgeir – rúm 80 komment og aðeins eitt neikvætt er frábær tölfræði. Hvort sem þú trúir því eða ekki höfum við ekki þurft að ritskoða eða banna eitt einasta komment í þessum þræði. Það eru bara allir svo jákvæðir eftir gærdaginn. :biggrin:

  73. Og full ástæða til !
    En að öðru, Reina var víst rændur á meðan á leik stóð og var meðal annars Porche tíkinni hans stolið og síðan eyðilögð !
    Gerðist ekki nákvæmlega það sama fyrir Dudek þegar að hann var að spila úrslita leikinn í CL fyrir 2 árum síðan ?
    Man þetta einhver ?

  74. Ensku þulirnir sögðu að dómarinn hafði ákveðið að velja þennan enda vegna öryggisástæðna …

    Meira veit ég ekki.

  75. Öryggisástæðna? Hvað, óttaðist hann að áhorfendur í The Kop myndu ryðjast inná völlinn ef Chelsea ynnu? Tja, ég get svo sem skilið að sú stúka sé frekar ógnvekjandi manni sem hefur aldrei séð hana á Evrópukvöldi áður. :laugh:

  76. Svo ég er á undan félaga mínum honum Elíasi þá segir um framkvæmd vítaspyrnu eftirfarandi (fyrstu tvö atriðin þar):

    Vítaspyrnukeppni

    Framkvæmd
    Dómarinn velur markið fyrir vítaspyrnukeppnina.
    Dómarinn varpar hlutkesti og liðið sem vinnur hlutkestið ákveður hvort það taki fyrstu eða aðra spyrnuna.

    Þannig að eina hlutkestið sem fer fram er það hvort liðið tekur fyrstu vítaspyrnuna.

  77. Já, þetta með vítaspyrnukeppnina var ákveðið fyrir leikinn að því er mér skildist á ensku þulunum.

    Bara svona til að bæta við 91. kommentinu. 🙂

  78. Þess má til gamans geta að við erum búin að slá fyrra kommentamet, sem var [86](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/11/25/16.49.43/). Frábært mál! Og það allt jákvætt. Vanalega eru menn miklu gjarnari að kommenta þegar illa gengur.

    En líka athyglisvert að eftir Chelsea leikinn fyrir tveim árum þá voru kommentin bara [31](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/05/03/21.08.45/). Þannig að vinsældir síðunnar hafa væntanlega þrefaldast, eða þá að menn eru bara svona miklu hressari núna. 🙂

  79. Væri ekki amalegt að ná þessu í 100 stk.!

    Alla vega er hálfleikur hjá Milan og Man U og það lítur ekki vel út fyrir Ferguson og co. 2-0 fyrir Milan í hálfleik.

    Mikið er þetta annars búið að vera yndislegur dagur.

  80. Bara 31 komment eftir Chelsea-leikinn fyrir tveimur árum? Ég held að þetta sé skýr vísbending um það hvað við erum orðnir vinsælir. Enda var þessi síða á sínu fyrsta ári þá, nú erum við að ljúka við umfjöllun um okkar þriðja tímabil. Einar, það eru liðin þrjú ár síðan við byrjuðum þetta!

    Ég verð að segja að það hefur oft hvarflað að mér að hætta að skrifa hérna í vetur. Of oft. Stundum hefur umræðan orðið of neikvæð fyrir minn smekk og gagnrýni á okkur Bloggarana farið fram úr hófi, en það eru svona dagar eins og gærdagurinn og dagurinn í dag sem gera mig svo feginn að þessi síða skuli vera til. Hvar annars staðar gæti maður fengið þessa útrás fyrir gleðina eftir leik?

    Já, ég segi það hér með: ég elska Bloggið mitt. 🙂

  81. Mér finnst alveg hræðilegt að heyra að þig langaði að hætta Stjáni því að eftir allt þá eru þið bara venjulegir aðdáendur og eigið rétt á ykkar skoðunum eins og allir hinir. Það er ekki eins og þið þurfið að gæta hlutleysis hvort eð er, þar sem þetta er ekki einhver official fótboltasíða eða neitt svoleiðis. Þetta er aðdáenda síða sem þið stofnuðuð því að meirihluti lesenda hinna blogganna ykkar nennti ekki að lesa allar Liverpool færslurnar ykkar… (minnir mig allavega) 😉

  82. Haha, ég var samt að fatta….hversu oft hefur þig langað (og reynt) að hætta með hitt bloggið þitt?! Það hlaut að vera að þetta væri ekkert öðruvísi! :laugh:

  83. Jæja, heimtur úr helju og komið að því að fara að tjá sig á ný (sumir eflaust hrikalega ánægðir eða hitt þó heldur :biggrin:).

    Það er búið að ræða þennan leik í hnotskurn og litlu við það að bæta. Sá fyrri var ferlegur og ekki var sérlega gaman að sitja á knæpu í Færeyjum og horfa á þau ósköp. Sá seinni stóð undir nafni.

    En það er bara eitt sem ég hef að segja um þetta sem er einhver viðbót (og kannski ekki). HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM FÓRU ÞEIR WEST HAM MENN AÐ ÞVÍ AÐ GETA EKKI NOTAÐ JAVIER MASCHARENO?????

    Mér er nákvæmlega sama hversu marga seðla pr. leik þeir hafa þurft að borga fyrir hann. Ég er 100% viss á því að þeir væru ekki að berjast svona hatrammlega á botninum ef hann hefði spilað flesta leiki þeirra. Hvað myndi það svo kosta þá að falla um deild. Þetta er eitt af því allra furðulegasta sem ég hef séð í boltanum og þá er nú mikið sagt.

    Annars með leikinn, þá var ég búinn að naga neglur upp að öxlum allan þennan tíma sem hann stóð yfir, alveg þar til að við fórum í vítaspyrnukeppni. Þá var ekki til stress í mér. Vissi algjörlega að Pepe myndi klára það.

    Ekki er ég oft sannspár maður, en það eru mörg vitni af því þegar ég horfði á beina útsendingu frá drættinum í 8-liða úrslitin (var staddur á Players) og sagði að þetta yrði bara re-match, það lægi hreinlega í augum uppi. Þeir hlógu dátt að mér þeir Gilzeneggeerasdfara og félagar hans þegar ég sagði það, en sá hlær best sem síðast hlær :laugh:

  84. Þetta er allt öðruvísi. Hitt bloggið er meira svona eins og dótakista þar sem ég set það sem mér sýnist. Ég legg næstum enga vinnu í það, nema bara að skrifa af og til þegar mér leiðist og leika mér af og til með vefhönnun. Ég hef hins vegar lagt heilmikið skipulag og ómælda vinnu í Liverpool Bloggið. Annar munur er sá að það kemur sárasjaldan fólk inná hitt bloggið mitt og kallar mig öllum illum nöfnum fyrir skoðanir mínar, en það var farið að gerast ansi reglulega á tímabili á þessari síðu.

    Annars er það allt á bak og burt núna. Framtíðin er björt og ég er glaður að vera enn að Liverblogga. 😉

  85. Steini! Welcome back from the dead! :biggrin:

    Hvað Mascherano varðar hélt ég að það væri orðið löngu ljóst að þeir Pardew og Curbishley héldu honum ekki utan liðsins vegna getu heldur vegna þess að þeir vissu að reglur höfðu verið brotnar með “kaupunum” á honum og þorðu ekki að nota hann meira. Hvers vegna ættu þeir annars að hafa verið svona æstir í að losna við einn efnilegasta miðjumann heims strax í janúar?

    Ég segi bara að þeirra heimska í haust reyndist okkar lán í janúar. Og nú vona ég, þrátt fyrir Íslendingatengslin, að þeir fari alla leið og falli svo að við getum fengið Carlos Tevez líka. Sá drengur myndi sóma sér vel á Anfiel við hlið sálufélaga síns frá Argentínu.

    Bíddu, gerði Gilzenegger grín að þér? Haha, ef þú hefðir sagt það strax hefði ég ekkert verið stressaður yfir þessum leikjum. Sleikipinnar eins og hann eiga svo mikið slæmt karma inni fyrir allt egóið að hann gat ekki annað en verið til lukku fyrir okkur! :laugh:

  86. Ekki það að það skipti máli, en það er ekki ennþá búið að setja upp úrslitin á manurine.is . Menn enn eitthvað að sleikja sárin eftir eina mestu yfirspilun seinni ára.

2 tímar í leik!

Milan vs. Man Utd (Uppfært: MILAN!!!)