Eftir stórar fréttir í upphafi síðustu viku hefur róast aðeins yfir vötnum hjá klúbbnum okkar.
Þó bárust af því fréttir í lok vikunnar að okkar þriðji markmaður, Danny Ward, hefði verið lánaður til Aberdeen í Skotlandi í kjölfar þess að hafa skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið. Ég var rétt nýlega búinn að reikna með að hann fengi mínútur á alheimsreisunni okkar áður en hann yrði lánaður en menn voru greinilega frekar á því að lána hann í alvöru verkefni í skosku úrvalsdeildinni. Gaman verður að fylgjast með þessum strák sem gæti alveg átt framtíðina fyrir sér á Anfield.
Ofboðslega mikill fókus búinn að vera á Firmino kaupunum, mér varð að ósk minni að Brassar féllu út úr Copa America svo að hann geti þá farið í sitt frí og komið á skikkanlegum tíma til æfinga. Gamlar hetjur eins og Hamann og Aurelio hafa undanfarna daga lýst þeirri skoðun sinni að þessi strákur muni styrkja okkur næsta vetur og mikið væri það nú gott.
Mér finnst á silly season alltaf öruggast að skoða slúðrið sem Echo-ið framreiðir, það hefur margsannast að þeir standa langnæst klúbbnum, auk auðvitað blaðamannanna þeirra á twitter, ég er eiginlega hættur að kippa mér upp fyrr en eitthvað kemur hjá þeim.
Þar er nýjast að Clyne fari í læknisskoðun á morgun og að Liverpool hafi verið að skoða Bacca allt þangað til að tilkynnt var í dag að hann færi til AC Milan, en það hafi verið til að skoða aðra möguleika en Benteke og nú sé líklegt að farið verði enn ákveðnar í að gera tilboð í hann.
Í morgun kom svo upp umræða um að við værum að skoða sænska vinstri bakvörðinn Ludwig Augustinsson hjá FC Kaupmannahöfn. Sá strákur hefur verið á radar einhverra stórliða eftir að hafa verið kosinn besti varnarmaður Allsvenskan 20 ára gamall þá leikmaður IFK Gautaborgar og leikur nú stórt hlutverk í liði Svía í EM U-21s árs. Viðurkenni alveg að vera smá spenntur fyrir því að fá skandinavískan varnarnagla til að keppa við Moreno um þessa leikstöðu, en það er auðvitað ekki forgangsmál.
Enn er líka slúðrað um sölur, Coates, Borini og Balotelli fara hæst þar en ennþá er ekki neitt fast í hendi utan þess að líklegt er að Seb Coates fari til Sunderland i næstu viku.
Sjáum til, þráðurinn er opinn í alla enda!
þetta eru ágætis uppstillingar á leikmönnunum sem við höfum 😉
http://www.empireofthekop.com/2015/06/28/lfcs-1st-2nd-and-3rd-xi-with-new-signings-including-firmino-clyne/
Flott kaup og sölur fram til þessa. Sölurnar skipta líka máli.
Auðvitað erfitt að missa Gerrard en það er skiljanlegt að hann velji þessa leið og hann hefur valið lið fyrir okkur til að halda með í MLS deildinni 🙂
Launakostnaður lækkar líka verulega við það að Gerrard og Johnson fari af launalistanum
Hópurinn lítur svona út núna
Markmenn: Mignolet, Bogdan
Bakverðir: Clyne, Flanagan, Manquillo, Moreno, Enrique, Wisdom
Miðverðir: Sakho, Skrtel, Lovren, Toure, Ilori, Gomes, Coates
Miðja: Henderson, Milner, Allen, Can, Lucas, Firmino, Ibe, Sterling, Markovic, Coutinho, Lallana, Alberto
Framverðir: Balotelli, Origi, Sturridge, Borini, Lambert, Ings
Vonandi munu Enrique, Coates, Alberto, Borini og Lambert finna sér nýjan vettvang og við fáum eitthvað fyrir þá.
Það er sömuleiðis líkur á að Manquillo, Lovren, Allen, Lucas, Balotelli og Sterling fari einnig er rétt verð verður boðið.
Það er því alveg ljóst að striker er forgangsmál. Er að færast nær því að Benteke sé góð hugmynd en hef samt efasemdir. Hefði viljað sjá Lacazette en það virðist ekki vera að detta inn. Rondon er maður sem ég veit ekkert um. Eru fleiri nefndir til sögunnar.
Það er góð hugmynd að endurnýja á miðjunni og sterkur miðvörður væri vel þeginn.
Væri sáttur við hópinn ef hann væri svona:
Markmenn: Mignolet, Bogdan
Bakverðir: Clyne, Flanagan, Moreno, Wisdom + Digne
Miðverðir: Sakho, Skrtel, Toure, Ilori, Gomes, + Bartra/Abdennour
Miðja: Henderson, Milner, Can, Firmino, Ibe, Markovic, Coutinho, Lallana, + Illarramendi, Kovacic en helst vildi ég sjá Vidal og Pjanic
Framverðir: Origi, Sturridge, Ings + Lacazette/Benteke
Þessi hópur væri sterkur en það má ekki einblína á nýja leikmenn. Hef fulla trú á því að Moreno, Sakho, Can, Ibe, Markovic, Lallana muni bæta sig frá því í fyrra.
Verum bjartsýn 🙂
YNWA
Ég held að það muni koma okkur örlítið á óvart hvaða framherji verður keyptur og hvaða miðjumaður verður arftaki fyrir Gerrard. Forráðarmenn þögðu allavega yfir kaupunum á Firmino og því finnst mér mjög líklegt að mjög lítil vitneskja sé hjá blaðamönnum um hver verður keyptur sem framherji, nema þegar búið er að rita eiginhandaáritun leikmannsins niður á kaupsamning við félagið.
Það er merkilegt hvað eftirfarandi lýsing, sem Arsenal aðdáandi nokkur skrifaði fyrir nærri áratug, á vel við um mig og fleiri lesendur þessarar síðu, þökk sé góðri byrjun silly season.
“Ár hvert við byrjun Reykjavíkurmaraþonsins raða kappsfullir mongólítar sér á ráslínuna. Sól skín í heiði og greina má bros á hverju andliti, hor á sérhverri kinn. Hver og einn ætlar sér sigur án þess að gera sér nokkra einustu hugmynd um eigin takmarkanir. Yfirlýsingarnar eru stórkarlalegar, vonin og trúin barnslega einlæg. Svo heyrist hvellur og allir leggja mongólítarnir af stað á spretti lífs síns. Brosið víkur. Einbeitingin tekur völd. Þegar fyrstu beygju er lokið sjást engir mongólítar lengur í fremstu röð. Stoltið er tímabundið sært. En áfallið gleymist fljótt og ári seinna munu sömu mongólítar raða sér á ráslínuna, belgja út brjóstið og lýsa yfir væntanlegum sigrum. Bros á hverju andliti, hor á sérhverri kinn.
Svona er upplifun mín af Púlurum í eilífu kapphlaupi þeirra við enska meistartitilinn. Fyrstu beygjan er svo augljóslega október/nóvember.”
Mér finnst þessi barnslega einlæga trú mín miklu eftirsóknarverðari en óskeikul vissa Arsenal aðdáenda um að enda í 3. eða 4. sæti, ár eftir ár.
Talað um það að FSG gæti verið a útleið. Er það eitthvað sem menn vilja sja gerast ?
Það yrði skrýtið ef ríkur oliukall myndi allt i einu eiga liverpool eg neita þvi ekki. En eg vona að það gerist ekki.
Síðasta tilvitnun (#4) er ekki tilfallin til vinsælda og samlíkingin miður heppileg, alveg sama hver skrifaði eða í hvern er vitnað.
Örn ( Fuglinn )
Hvaðan hefurðu þetta með FSG ?
Ég væri alveg á báðum áttum, ég væri alveg til í að fá eigendur sem gætu komið félaginu á toppinn aftur og geta barist um bestu leikmennina á hverju ári.
Það er bara staðreynd að við eigum langt í land með að ná titli nema að ná að nálgast hin liðin í fjármagni.
Ekkert yfir mig spenntur fyrir Benteke. Þó Balotelli hafi valdið vonbrigðum
í vetur finnst mér þeir einhvern veginn svipaðir target centerar.
Hvað með Divok Origi? Er hann ekki strikertegundin sem við viljum? Kominn með reynslu í öllum yngri og aðallandsliðum Belgíu. Hefur m.a.s. skorað gegn Íslandi!
Er hann framtíaðrmaður okkar með Sturridge?
Kom mikið um þetta a twitter i gær samt ekkert fra neinum áræðanlegum. Þess vegna hent svona fram til að ræða þetta herna i slúður þræðinum
Mér fannst Divok Origi líta mjög vel út á HM. Gæti trúað því hann væri góður leikmaður í liði sem er að leika vel.
P.s ég er ennþá að vonast eftir að Sterling skrifi undir samning við Liverpool. Finnst grátlegt að missa hann núna. Og ef hann vill ekki skrifa undir þá halda honum í eitt ár til viðbótar ef það er hægt. Semja við hann eins og gert var við Suarez. Gæti þessvegna dregið það best út úr honum og hann jafnvel hækkað í verði (eins og Suarez), ég er samt ekki að bera þessa mann saman á vellinum.
Clyne kominn úr læknisskoðun, styttist í staðfestingu.
[img]https://pbs.twimg.com/media/CIqKrmTWgAArXCS.jpg[/img]
#4
Þessi athugasemd þín er mjög óviðeigandi og lýsir lélegu innræti. Svona lagað á hvorki heima hér né annars staðar.
Svona í alvöru talað #4. Við hljótum að gera meira kröfur til sjálfra okkar en þetta….
#4 þetta er ekkert fyndið ekki það að menn meigi ekki grínast en þetta er kjánalegt ,egum við ekki bara leggja flest öll fótboltalið niður afþví þaug munu hvort eð er ekkert vinna titilinn ? nei segi svona..til hvers að vera fylgjast með þessu yfirhöfuð.
Helduru að Liverpool væri búið að vinna alla þessa titla í gegn um tíðina ef menn hugsuðu svona ? nei hélt ekki ekkert frekar en önnur félög!
Maður heldur bara með sínu liði í gegn um súrt og sætt annars ertu ekki stuðningsmaður bara eitthver jump on the bandwagon típa!
Að nr 4 hafi fengið 12 læk er sorglegra en sjàlft kommentið.
Sæl og blessuð.
Þetta er klárlega besti tími ársins, hvað sem líður úrtölum #4 og svoleiðis leiðindum.
Þrátt fyrir glæsilega endurnýjun er á margt að líta sem kann að halda okkur örlítið á jörðinni:
1. Önnur lið eru að fá til sín stærri nöfn en við… Schweinsteigerinn, Check, Zlatan … fullt af stórum köllum að koma í topp fjóra.
2. Flókið verður að samstilla nýja krafta. Fæ þegar klígju við tilhugsunina um FGE (Frequently Given Excuses) frá okkar elskulega BR í október eftir brösótta byrjun.
3. Enn vantar okkur strækerinn. Rosalega verð ég glaður ef við fáum einhvern spólgraðan og ólman klár sem mun berjast til síðasta svitadropa í hverjum leik og lætur ekki meiðsli stöðva sig. En þangað til …
En líkindin segja okkur að senn fari að koma að því að rofi til og eitthvað ættu menn að hafa lært af þessum masterklassi sem undanfarin ár hafa verið félaginu. Það bara hlýtur að vera að reynslan þessi fari að skila sér. Ehaggi?
Menn tala mikið um að mikilvægt sé að klára öll kaup snemma svo menn geti fengið undibúningstímabil til að aðlagast hópnum og þeirri stefnu sem BR setur fram og svo framvegis. Ég hef hinsvegar miklar áhyggjur af því að ekkert sé að frétta í ráðningum á þjálfaramálum hjá okkur. Hvernig er það þið sem eruð með eyrað við jörðina er eitthvað að frétta af því.
Sá einn sem var að ræða þetta í gær sem vildi fá Graeme Souness eða Roy Evans sem aðstoðarstjóra…. Veit ekki með það…
Hver vær sá sem þið vilduð alls ekki sjá sem númer 2 hjá BR.
Sá einhvernsstaðar að við ætluðum að reyna að fá fyrrverandi aðstoðar mann Klopp.
Talandi um Schweinsteiger þá hugsar maður bara um Ballack. Ég mynd fagna því ef manure keypti sem flesta sem eru á síðustu metrum ferilsins fyrir háar fjárhæðir. Þá vil ég nú heldur Benteke.
Mér fannst nú #4 svolítið fyndinn! 🙂
Lovren er góður leikmaður. Hann verður aldrei seldur og er framtíðar leikmaður. Allen fer aldrei enda fínt að hafa hann upp á breiddina. Ég vona líka að Lucas verði áfram, nema að annar komi í hans stað. Væri flott ef Sterling sæi að sér og yrði áfram. Væri ekki ágætt að hafa Manquillo áfram sem backup?
Lambert, Borini, Enrique, Balotelli, Coates og Alberto verða örugglega seldir.
#6, #12, #13, #14, #15
Speed dial 1: 533-3943
Ég bara get ekki skilið af hverju menn eru yfirhöfuð að reyna að fá Benteke. Svona hörundsdökkann Carrol, er það ekki fullreynt og BR vildi ekki svoleiðis menn í liðinu af því passa ekki inní leikstíl hans.
Ég var að vonast eftir Bacca, en nú virðist hann vera að fara til Milan. Við þurfum einhvern með svona X factor, helst frá Suður Ameríku.
Higuain
Já takk!
Spurning hvort Mourinho sé búinn að horfa á Radamel Falcao spila í Copa America og sé hættur við að bjarga honum. Þá gæti FSG kannski farið af stað og boðið honum samning.
Það bendir margt til þess að ferill Falcao sé á hraðri niðurleið en svipað og með Balotelli, stórt nafn heillar.
Áhugavert
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/barcelona-wonderkid-to-join-liverpool-9550531
Af þúvarpinu að dæma þá virkar hann sem Sterling-týpa. Öskufljótur og flinkur.
https://m.youtube.com/watch?v=nBC8_SFV2CA
Ég hef áhyggjur af hryggjarstykkinu í liðinu. Vörn og markvarsla var með allra daprasta móti á síðasta tímibili og í raun það sem gerði útslagið um vonir okkar á meistaradeildarsæti. Vandamálið með framherjastöðuna er svo augljóst.
Því miður kostaði Mignolet okkur of mörg stig til að geta talist topp klassa markmaður. Hann átti fína spretti en liðin sem við berum okkur við eru einfaldlega með mun sterkari mann á milli stanganna og nú var Arsenal að bætast í þann hóp.
Ég hefði líka viljað sjá áherslu á kaupum á heimsklassa miðverði. Skrtel er fínn en hefur átt misjöfn tímabil og Sakho er góður en því miður of mikið meiddur. Lovren er því miður alls ekki nógu góður og þó hann hafi inn á milli átt góða spretti þá kostaði hann okkur allt of mörg stig eins og Mignolet.
Bakvarðastöðurnar sýnist mér svo verða í lagi með komu Clyne og ef minn maður Flanagan hristir af sér meiðslin hef ég engar áhyggjur.
Og svo er það miðjan eða þeir sem eiga að bera boltan upp völlinn og verjast um leið. Henderson, Allen, Lukas, Can, Milner. Ég veit ekki. Finnst þetta því miður ekki burðugt. Er á því að þarna þurfi að koma heimsklassa leikmaður sem einnig er sterkur í loftinu. Hef mesta trú á Henderson og Can en finnst þeir eiga töluvert í land til að ná þeim gæðum sem við höfum séð áður á miðjunni hjá Liverpool.
Sýnist svo á öllu að við séum komnir með fína sóknartengiliði en þeir geta því miður ekki spilað inná allir í einu.
Já og svo þetta með senterinn. Við þurfum heimsklassa senter og ekkert minna. Nú þegar eigum við góða sentera en vandamálið er að enginn þeirra hefur náð að sýna þá frammistöðu sem vænst er af leikmanni Liverpool. Sá senter sem spilar verður alltaf borinn saman við þá heimsklassa leikmenn sem við höfum haft í þessari stöðu undanfarin ár og áratugi. Veit satt best að segja ekki með Danny Ings. Góður leikmaður en það var Borini líka áður en hann kom til Liverpool. Bara ekki í Liverpool klassa. Benteke er því miður ekki í þessum klassa að mínu mati.
Þetta eru smá vangaveltur um framhaldið. Ég verð þó að viðurkenna að nú væri maður virkilega til í að sjá hluti gerast sem myndu losa mann við hið súra bragð sem kom í munninn undir lok síðasta tímabils.
Áfram Liverpool!
Sports Mediaset, an Italian publication, are not prepared to admit defeat on this one, so they’re reporting that Higuain has informed Napoli of his desire to leave the club, “pleading” with the Italian club to accept Liverpool’s (unspecified, unconfirmed) bid.
Tekið af Liverpool Echo, gúrkutíð ég veit en það má láta sig dreyma.
https://www.youtube.com/watch?v=JG_3xiEGRHE
Ég veit að þú getur látið Joe Allen líta vel út á Youtube, en eftir að hafa fylgst vel með kappanum í vetur og horft á meðfylgjandi myndband, þá vil ég að Liverpool setji þennan mann sem aðalmarkmið í Striker-kaupum. Alexandre LACAZETTE.
#22
Það er einmitt svona pakk eins og í #4 sem er líklegt til að tilheyra dyggum hlustendahóp Útvarps Sögu.
Gott move hjá þér að bakka upp náunga sem er til í að níða skóinn af mongólítum á þennan hátt. Blesaður settu bara sjálfur númerið hjá Útvarp Sögu í speed dial, þér verður sjálfsagt vel tekið!
Hver er nú þetta ? Einhver ? Halló ? Einhver?
http://www.express.co.uk/sport/football/587670/Sean-O-Driscoll-Liverpool-Brendan-Rodgers-assistant-manager
#22 hringdu á sjúkrabíl það er búið að blæða inná heilan á þér.