Ég get vel skilið að Paul Jewell, stjóri Wigan, sé ekki sáttur við hversu marga leikmenn Rafa hvíldi gegn Fulham og í raun gerði það að verkum að Fulham vann leikinn. Wigan er í harðri baráttu við Sheff Utd, West Ham, Charlton og Fulham um fall í The Championship. Jewell viðurkennir vissulega að staða þeirra í dag sé ekki neinum öðrum um að kenna en þeim sjálfum EN…
“We are not down in this position because of Fulham or because of the situation at West Ham or because Liverpool have rested nine players, but events have conspired against us.”
Hvað ætli stjórarnir segi eftir Charlton leikinn? Ég skal reyndar viðurkenna að ég er ánægður með Rafa að láta leikmenn sem eru í kringum byrjunarliðið ásamt ungum spila þessa leiki sem í raun skipta okkur engu EN ég vil sjá þá nýta tækifærið betur. Við eigum að vinna bæði Fulham og Portsmouth með hálfgert varalið og ef ekki þá eru þessir leikmenn einfaldlega ekki nógu góðir fyrir Liverpool sbr. Paletta og Gonzalez.
Kallinn bullar bara úti eitt “What if Sheffield United had won at Aston Villa and decided to play a reserve team against us next week? It’s the same scenario” hvað ef? Það er náttúrulega ekki hægt að líkja saman því sem gerðist og því sem hefði getað gerst. Af hverju á andskotanum ætti Sheff utd að hvíla leikmenn á móti wigan ef þeir hefðu unnið Aston villa, sem þeir gerðu ekki (þetta er nú heimskulegasta setning sem ég hef skrifað, en þið áttið ykkur á ruglinu ). Er Sheff Utd að fara að keppa til úrslita í CL? VÆLL VÆLL og aftur væll, Wigan og liðin í botnbaráttu geta sjálfum sér um kennt hvar þau eru stödd í dag, það er ekki mál Liverpool eða Rafa.
ÞAð voru 8 landliðsmenn (Reina, Hyypia, Alonso, Sissoko, Bellamy, Gonzalez, Kuyt, Kewell) í hópnum hjá Liverpool og nokkrir sem hafa spilað með landsliði sínu (Fowler, Pennant) nokkuð marga leiki og svo ungir unglingalandsliðsmenn (El Zhar, Paletta, Insua). Þessi hópur átti að sjálfsögðu að vinna Fulham.
Að menn skuli nenna að væla yfir þessu, ef Chelsea hefði átt að spila leik gegn einu af neðri liðunum í deildinni og skipt út 9 mönnum úr byrjunarliðinu, þá heðfu samt verið allmargir landsliðsmenn inná, hefðu þeir kvartað þá?
Það er fínt ef Wigan fellur niður. Hefði helst vilja sjá þá og Boro niður, en lið einsog West Ham og Sheffield Utd uppi. Af þeirri einföldu ástæðu að þau tvö lið fylla vellina sína nánast í hverri viku, en á Riverside og JJB er hálf tómt allan tímann.
Svo er þetta væl náttúrulega bara rugl. Það er ekki hægt að ætlast til að Rafa hætti mönnum einsog Gerrard bara til þess að Wigan eigi einhvern betri sjens á því að halda sér uppi eða vegna þess að það sé “sanngjarnt”.
Skil ekki svona væl. Rafa er framkvæmdarstjóri Liverpool og tekur ákvarðanir sem hann telur bestar fyrir Liverpool en ekki einhverja aðra. Svo er ég ekki sammála þeirri gagnrýni að hann hafi sýnt algjört metnaðarleysi í liðsvalinu. Vissulega var þetta langt því frá okkar sterkasta byrjunarlið en liðið sem hann valdi bæði á móti Portsmouth og Fulham var það sterkt að það átti alveg að geta tekið þessi lið. Það voru leikmennirnir sem brugðust, ekki Rafa.
Var ekki Rafa Benitez einmitt að nota squad rotation í byrjun tímabilsins og hvíla helling af leikmönnum þá?
Eru menn ekki að spá í að lögsækja Rafa fyrir það líka?! 🙂
Er mjög sáttur við það sem Rafa er að gera í þessum leikjum þ.e. að hvíla lykilmenn og leyfa þeim sem eru að berjast fyrir lífi sínu í klúbbnum að spreyta sig. Einnig sammála að ég hefði viljað sjá marga leikmenn nýta þessi tækifæri betur. Sýnist að það verði langt að bíða þangað til að næsti Owen, Gerrard eða Fowler komi uppúr yngri flokka starfinu. Verð að játa það það hefur enginn af þessum leikmönnum sem maður hefur séð í síðustu tveimur leikjum hrifið mann eitthvað sérstaklega. Gonzalez tvímælalaust vonbrigði tímabilsins!
Algjörlega sammála, um að gera að hvíla lykil-leikmenn, fór að hugsa um það fyrir svefninn í gærkvöldi hvernig það yrði ef Gerrard myndi meiðast í lokaleiknum í deildinni, varð andvaka í kjölfarið…
Það kemur okkur ekkert við hvernig Wigan stendur í deildinni. Rafa á að hugsa um sína leikmenn og ekkert annað 🙂