Sterling til Man City (staðfest)

Staðfest: Liverpool hefur tekið tilboði Manchester City í Raheem Sterling. Kaupverðið er talið vera um 45m punda með bónusum upp í 50m á komandi árum.

Sterling mun væntanlega ganga frá skiptunum á næstu tveimur dögum eða svo og lýkur þá ljótri og skrautlegri sápuóperu síðustu mánaða með farsælli lausn fyrir alla: Liverpool fær risafé, City fá sinn mann og Sterling fær pundin sem hann dreymdi um.

Sterling kom til Liverpool árið 2010, þá 15 ára, og kostaði 600 þúsund pund. Liverpool er því að u.þ.b. sjötíufalda fjárfestingu sína (QPR fær 10%) í leikmanni sem er enn aðeins tvítugur. Hann skoraði 23 mörk í 129 leikjum fyrir félagið.

Nú snúum við okkur að næsta máli. Þessi saga hefur fengið fyrirsjáanlegan endi og ég bíð spenntur að sjá hvað Liverpool gerir við féð fyrir Sterling. Við höfum í raun þegar keypt staðgengil hans í Roberto Firmino og því má búast við að þessi sala hafi aðallega áhrif á framherjakaup sumarsins. Ég hlakka til að sjá hvað okkar menn gera næstu daga.

Allavega, enskur (hæfileikaríkur) vandræðapési út og brasilískur landsliðsmaður inn í staðinn á helmingi minni pening? Það kalla ég góð viðskipti. Meira svona í sumar, takk.

90 Comments

  1. Beneteke takk fyrir þó hann muni kosta mikið þetta er gaur sem veit hvar fjandans markið er!

  2. Vel gert FSG

    Það er samt sem áður ömurlegt að sjá hvernig þessi umboðsmaður er búinn að skaða þennan efnilega dreng. Upphæðirnar eru slíkar að umbinn þarf ekki að vinna mikið það sem eftir er en það er óvíst hvort Sterling muni standa undir þessum verðmiða.

    Nú verður að nýta fjármunina skynsamlega.

    YNWA

  3. Gott að þessu sé að ljúka, nú er bara að eyða þessum peningum “rétt”.

    Einn aðdáandi segir þetta um Sterling.

    “You´ll be remembered for holding a balloon, and acting like one”

    Við getum fengið tvo góða leikmenn fyrir þennan pening, nú er bara að vona það besta.

  4. Hreinlega neita að trúa því að Liverpool borgi rúmlega 20 milljónir punda fyrir Denis Cherysev. Þetta er 25 ára gamall leikmaður sem er ekki með nema 30 leiki undir beltinu í La Liga.
    Algjört brjálæði að borga þessa upphæð fyrir strák sem er ekki með meiri reynslu á stóra sviðinu en þetta. Vona að menn læri af kaupunum á Aspas og Alberto.

    Við erum með 50 milljónir punda á milli handanna núna. Þurfum að nýta þær í gæði. Þá dettur mér Pedro strax í hug.

  5. Góða sala.

    Nú vill ég fá heimsklassa djúpan miðjumann sem nær að binda vörn og miðju saman og síðan má skoða sóknarmann.

  6. Þessi peningur fyrir tvítugan leikmann sem vill ekki vera hjá félaginu, með ekki meira eftir af samningi, verður að teljast mjög góð lending. Við hljótum að sjá einn fremur dýran striker koma inn og hugsanlega 1-2 selda í staðinn.

    Varðandi Denis Cheryshev, þá segir Liverpool Echo orðrétt “The ECHO understands however that there is currently no interest at Liverpool in bringing the player to Anfield.”

    Komandi frá Echo, þýðir þetta í raun “Klúbburinn sagði okkur hins vegar að það sé sem stendur enginn áhugi hjá klúbbnum á að fá leikmanninn á Anfield.”

    Ekkert bitastætt til um þetta, líklega bara innantómt slúður/vangaveltur.

  7. Það er nákvæmlega ekkert að þessari sölu. Núna er næsta verkefni að fjárfesta í réttum gerðum af leikmönnum. Ef við t.d bætum 11 -15 – miljón pundum við – er hægt að kaupa tvo leikmenn upp á 30 miljón pund og ef það er gert á réttum stöðum, þá erum við að tala um að liðið gæti verið í harðri baráttu um meistaradeildarsæti.

    Ef við sjáum t.d hvað vissir leikmenn hafa kostað undanfarið

    Costa: £32m,Hazard: £32m,Sanchez: £32m,Fabregas,£30m,Silva: £30m – (tók þessar tölur af íslenskir Liverpoolaðhangendur á facebook)

    Þá sjáum við að þessar tölur staðfesta, á að það á vera innistæða að kaupa tvo heimsklassaleikmenn. T.d miðju mann og framherja, og standa uppi með stórhættulegt lið Nú stendur til að selja Borini og Balotelli og geri ég ráð fyrir að sala á þeim tveimur nái vel yfir þau 15 miljónir pund sem þyrfti til að styrkja hópinn all hressilega og því sé ég ekki betur en að stefna Liverpool er að ganga mjög vel upp. Skynsemin og viðskiptaharka leikmannakaupum er að skila sér í svakalegum framtíðarmöguleikum.

    Ólíkt öðrum er ég þakklátur fyrir að Sterling er að fara og get ekki fundið til sárinda í hans garð. Hann staðfestir í raun að stefna Liverpool er að virka og í framtíðinni munum við aldrei selja gulldrengi eins og Sterling frá okkur nema á uppsprengdu verði og kaupa tvo í hans stað sem eru jafngóðir eða jafnvel betri.

    Ég er mjög bjartsýnn eftir þessa sölu.

  8. Hefði selt hann í FM fyrir þennan pening og er sáttur í real life líka. 45 millur fyrir óánægðan pjakk er drullugott.

    Núna er bara spennandi hvaða striker kemur í staðinn. Lacazette eða Benteke væri skemmtileg kaup.

  9. City gæti hafa verið að gera mjög góð kaup.

    Sterling er ekki allt í einu lélegur leikmaður. Ef hann fer að nýta færin er hann orðinn ansi hættulegur.

    Ég er drullu fúll yfir þessu og vona bara þetta sé skítlegt eðli Sterling að kenna en ekki brotin loforð Rodgers/FSG.

    Það hefði kannski átt að semja fyrr, það var líka beðið ansi lengi með Henderson. Og á tímabili leit út fyrir Liverpool gæti misst þá báða til City.

    En allavega, vel unnið úr því sem komið var, 49m er flott. Vona innilega FSG komi mér skemmtilega á óvart og kaupi 2 menn sem gæti styrkt byrjunarliðið áður en sumarið er á enda.

  10. Með þessu líta FSG orðið út eins og raunverulegir gullgerðamenn. Það er ábyggilega úthugsað að gera langtímasamninga við nýgræðinga sem í plönum er að gefa tækifæri til að sanna sig. Ibe einhver?

  11. Dýrasti enski leikmaður sögunnar, það er kominn ansi mikil pressa á þennan unga strák.
    Þetta er góður díll fyrir Liverpool og vonandi verður verslað skynsamlega og fengnir 2 klassa leikmenn.

  12. Fin lending a vondu mali. Eg vona bara ad brottfor sterling marki upphaf bikarsofnunnar a anfield. Minni a owen i tessu sambandi.

  13. Var ekki Firmino keyptur hvort sem sterling yrdi afram eda ekki. Held ad vid faum nuna kaup a manni sem a ad replacea sterling.

  14. Ég held að það verði ekki keypt beint replacement fyrir Sterling. Við eigum nú þegar bæði Ibe og Markovic sem eru mjög svipaðir leikmenn. Ég sé fyrir mér að við kaupum núna Benteke, borgum það sem þarf fyrir hann. Spurningin er frekar hvað gerir Liverpool svo. Reus orðrómur var fljótur að fara af stað en af fenginni reynslu þá vill maður ekki láta sig dreyma um svoleiðis leikmann. Sömuleiðis yrði það mjög úr karakter fyrir FSG að hlaupa til að kaupa leikmann á 27. aldursári fyrir háa upphæð. Leikmaður á aldrinum 20-24 ára með hátt endursöluverð er frekar eitthvað sem við getum búist við held ég….

  15. Fólk er að lýsa sig ánægt með þessa sölu, en það ætla ég ekki að ger, í ljósi stöðunnar var litið annað að gera en það er fullt að missa líklega mesta efnið i Evrópu til keppinauta i deildinni. Það læðist að manni sá grunur að þessi sala hafi verið gerð bara til að fjármagna nýjan Ferrari fyrir auman umbætur.

  16. Liverpool er as we speak um 20M punda í plús cirka eftir sumarið. Það var deginum ljósara að liðið þyrfti MIKLA styrkingu því við höfum misst núna Sterling, Gerrard og Luis Suarez á 9 mánuðum og þar að auki er Glen Johnson farinn (fyrir utan Coates, Aspas, o.fl.). Þetta eru 2 heimsklassamenn og tveir í alþjóðlegum klassa. Þar að auki má nefna að enginn veit í hvaða standi Daniel Sturridge verður eftir sumarið og í vetur. Í staðinn erum við búnir að fá 29 ára gamlan Milner frítt, Bogdan frá Bolton frítt, Ings á 4M punda frá Burnley og Nathan Clyne frá Southampton auk Firmino frá Hoffenheim sem á vonandi eftir að standast væntingar.
    Miðað við síðasta tímabil hefði ég sagt að Liverpool þyrfti að eyða þessum 20M og 30M til víðbótar til þess að eiga möguleika á topp 4 í vetur. Gætum við selt Lambert, Borini og slíka batta upp í það.
    Hefði ég keypt 2 framherja og 1 miðjumann fyrir þetta.
    Benteke 20M, Marco Reus/Mario Götze/Lacazette 20M, og á miðjuna Arturo Vidal 20M.
    Mignolet mark; DL Moreno/Enrique, DC Sakho/Skrtel/Lovren/Toure, DR Clyne/Wisdom.
    DM Can/Lucas/Henderson/Allen,
    AM Firmino/Coutinho/Markovic/Ibe/Vidal
    F Sturridge/Benteke/Reus/Balotelli

    Ég yrði mjög hamingjusamur með eitthvað svona og þetta væri lið sem gæti náð hvert sem er í deildinni…

  17. Nú eiga FSG að koma með statement. Kaupa eitthvað nafn, ekki 4 stykki Aspas, ekki 3 leikmenn frá Southampton, ekki 2-3 leikmenn sem gætu kannski orðið góðir, heldur 1 heimsklassaleikmann. Ég vona að þeir hafi lært af Suarez sölunni og sömuleiðis Torres sölunni og kaupi mann sem er ekki óslípaður demantur, heldur þann sem er tilbúinn!

  18. Þetta er bara snilld, snilld að losma við þennan leikmann sem er langt fra þvi eitthvað ómissandi.

    Núna vil eg að Ian ayre hendi i sig nýjum skammti af ofvirknos töflunum sem hann var að eta i júni og klari Benteke i hveli og svo eitthvað eitt en óvænt, kovacic eða eittjvað alika spennandi..

    Benteke allavega strax, væri sorglegt ef man utd næði að stela honum.

  19. Sterling á eftir að vera frábær fótboltamaður en þetta var rétt hjá liverpool og fagmannlega af þessu staðið. Óþarfi að vera með leikmann sem haga sér eins og smábarn og vill fara. Þá er bara settur upp mjög hár verðmiði og beðið eftir að ásættanleg tilboð komi í kappan en verðmiðinn er hár vegna möguleika á færni og ungs aldurs en ekki getuni í dag.
    Nú finnst mér að liverpool eigi að næla sér í flottan framherja og væri ég alveg til í Benteke enda svona Balo týpa nema með vinnslu og dugnað.

  20. Ég veit ekki hvort mér finnst verra að liðið missi Sterling eða að sjá Liverpool stuðingsmenn vera réttlæta fyrir sjálfum sér að hann sé ekki einn af bestu leikmönnum liðsins og gjörsamlega frábær leikmaður. Mig hryllir við tilhugsunni að sjá liðið kljást við Sterling í búningi City. Því ánægður Sterling er einn af bestu leikmönnum deildarinnar og alls ekki ofmetinn. Það er engin ofmetinn gaur sem er valinn besti ungi leikmaður Evrópu (Liverpool hefur aldrei átt leikmann sem hefur verið valin það)
    Sterling hefur klárlega ekki valið réttu leiðina til að fara frá félaginu og hefur klárlega hagað sér eins og smábarn (sem er hluta til honum að kenna og hluta til umboðsmanninum). Hins vegar er þetta bara fótbolti og viðskipti og okkar félag kemur mjög vel útúr þessum viðskiptum. Félagið hélt vel á spilunum og þótt Sterling hagaði sér eins og barn í fjölmiðlum gerði hann sjálfum sér engan greiða með því.
    Sterling er farinn og liðið þarf enn og aftur að lifa það af að missa sínar stærstu stjörnur, erum að missa okkar tvo markahæstu menn síðasta tímabilið. Vonandi að félagið nái að fjárfesta vel fyrir þennan pening. Síðast keyptum við Carroll og Suarez. Vonandi verða gerð svipuð kaup og á þeim síðarnefnda aftur. Þá gæti verið að við gleymum Sterling fljótt.
    Af því sögðu skulum við ekki fara niður á það plan að kalla dreginn illum nöfnum eða segja hann ofmetinn, því hann er klárlega góður leikmaður.

  21. Það var einn maður sem gerði Sterling betri inni a vellinum og það var Suarez. Eftir að hann fór þá hefur Sterling ekkert getað. Hann var skelfilegur a síðasta tímabili og mistökin voru að spila honum svona mikið. Mer fannst IBE betri þa leiki sem þeir spiluðu saman.

    Þetta verð fyrir mann sem klúðraði það mörgum dauðafærum að það var vandræðalegt a horfa á það er svakalegt. Eg man i fjotu bragði eftir 5 færum fyrir opnu marki þar sem hann klúðraði og ekki skoraði hann mikið.

    Úr þvi sem komið er þá er þetta flott sala, stutt eftir af samningi. Hann vildi fara og þá verður fyrir vikið betri mórall i hópnum.

  22. Talað um skipti á Balotelli og Mario Gomez til okkar, værum við þá ekki bara komnir með þennan target framherja sem Brendan vill og þá getum við lagt allt púðrið í Reus?? En ég veit alveg að Benteke verður eflaust keyptur og er ég hræddur um að það verði okkar aðal dæmi sem eftir er sumars.

  23. EN segjum sem svo að þetta gæti orðið að veruleika, þetta er lið sem berst um titilinn!
    http://lineupbuilder.com/?sk=7rx23 og með menn eins og Lovren, Can, Lallana, Ings, Origi, Markovic, Ibe, og Sturridge tilbúna og margir léttilega geta barist um starting. Veik von ég veit en þetta þyrftu bara að vera tvö kaup. Tvö kaup frá heimsklassaliði.

  24. Tvenn kaup* Má breyta og eyða þessu commenti og shitturinn núna er ég hættur að spamma þessa síðu, sorry!

  25. Algjörlega ásættanleg niðurstaða á ömurlegu máli. Flott að fá þessa upphæð fyrir Sterling en hingað til hefur nú ekki tekist að styrkja liðið vel í staðinn fyrir þá lykilmenn sem fara. Sterling var orðinn lykilmaður þrátt fyrir ungan aldur, við skulum ekki gleyma því.

    Mér finnst samt ömurlegt að ungur, efnilegur og mjög lofandi leikmaður sjái framtíð sinni betur borgið annars staðar en hjá Liverpool. Kannski er þetta bara 100% græðgi hjá honum. Kannski er þetta eitthvað annað sem snertir stjórnun liðsins, hæfileika Rodgers og möguleika liðsins til framtíðar. Ég veit það ekki. Ég vona bara að þessum peningum verði vel varið og liðið styrkt rækilega.

    Ég spái því að Sterling verði alls enginn Rodwell eða Sinclair heldur heimsklassa leikmaður. Ef sú spá rætist þá verður ömurlegt að sjá honum ganga vel í forljótri ljósblárri treyju.

  26. Til ritstjórnar:
    Sælir, það þarf að passa að hafa svo fréttaflutning réttan hér á síðunni þar sem margir stuðningsmenn vísa í þessa síðu í daglegu tali.
    Hið sanna er að Sterling var seldur á 44 milljónir punda með möguleika á 5 milljón punda aukabónusum eftir leikjafjölda á næstu þremur árum.
    Hlutur QPR er 20%, ekki 10% eins og Kristján Atli heldur fram. QPR fær því 8,8 milljónir og svo mögulega 1 milljón af aukagreiðslum.
    Hlutur Liverpool er því 35,2 milljónir sem endar mögulega í 39,2.
    Góður díll fyrir okkar menn.
    Sjá heimild hér af einni virtustu síðu heims soccernet og svo daily mail:
    http://www.espnfc.com/barclays-premier-league/story/2520334/liverpool-agree-raheem-sterling-transfer-fee-manchester-city
    http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/raheem-sterling-transfer-liverpool-pay-5747835

    Höfum þetta rétt og lögum þetta.

  27. Á mjög erfitt með að fagna þessari sölu.

    Þessi upphæð er auvitað fáranleg og vonandi til þess fallinn að LFC séu hættir að kaupa “tilbúna” enska leikmenn. Það er þó ekkert jákvætt við að selja einn af betri leikmönnum liðsins, 20 ára, til liðs á Englandi. Hvað erum við að fara að gera við þennan pening? Þetta er minni peningur en fór í Soton leikmenn síðasta sumar, allir svo lélegir að það er vont í augun og við hlægjum að City? Ég tæki Sterling á 100m fram yfir Soton þríeykið á 20m.

    Nú virðast Manu vera að kaupa einn besta miðju mann heims síðastliðin 10 ár, sem unnið hefur allt ásamt hinum góða leikmanni Soton (okkur tókst jú að kaupa einn, það tók bara fjórar atrennur). Þeir eru hvergi hættir. Þetta er liðið sem er líklegast að við náum en mér bara finnst það ekkert líklegt eins og staðan er í dag. Hin þrjú eru bara mörgum klössum ofar en okkar lið.

    Ég man eftir svipuðum fréttum síðasta sumar að “kaupin hingað til væru óháð Suarez” sem endaði á að vera algjört rugl. Nú er aftur talað um að kaupin “hingað til eru óháð Sterling” (og þar með talin væntanleg framherja kaup). Liverpool notar þessa blaðamenn óspart til að koma þeim upplýsingum sem þeir vilja að rati í fjölmiðla, þessa sem eru “áreiðanlegir”. Hvernig ættu þessir menn að vita að Sterling hafi hringt sig inn veikan, en ekki bara skrópað? Liverpool lekur svona hlutum og jafnframt leka þeir “kaupin hingað til eru óháð…” fréttunum. Algjört rugl.

    Ég er mjög hræddur um að eftir þetta verði rugl upphæð hent í Benteke og það látið duga. Við eigum tvo ömurlega vinstri bakverði, engan varnartengilið (þegar Lucas fer) og miðvarðarsafn sem samanstendur af einum símeiddum góðum leikmanni, þrem hrikalegum og svo unglingum.

    Firmino jákvæðnin löngu runnin af mér. Þetta tímabil leggst ekkert sérstaklega vel í mig nema við förum í ALVÖRU styrkingu héðan af.

  28. Eftir að hafa skoðað hópinn nokkuð vel, sýnist mér vanta menn í þrjár stöður. Það vantar framherja, miðjumann og vinnstri bakvörð, ef það er rétt að Jose Einrique er á förum.

    Markverðir

    Mignolet
    Bogdan

    Hægri bakverðir
    Clyne
    Wisdom.

    Geri ráð fyrir því að Gomez verði sendur á lán og wisdom verður varaskífa fyrir Clyne.

    Miðverðir

    Toure
    Lovren
    Skrtel
    Illori
    Sakho

    Sýnist miðvarðastöður liðsins vel mannaðar og er ég sannfærður um að Lovren komi sterkur inn í ár og verði baráttu um byrjunarliðssæti við Sakho og Skrtel. Það er ekkert nýtt að fyrsta tímabil byrjar hjá nýjum liðum. Nærtækasta dæmið er Fellaini hjá Man Und.

    Vinstri bakverðir

    Moreno
    Einrique. Ég sé ekki ástæðu að selja Einrique, nema að það sé einhver sem er í sigtinu, hver sem það nú er.

    Miðjumenn

    Lucas
    Can
    Milner
    Henderson
    Allen

    Ég á bágt með að trúa því að fimm miðjumenn dugi til að standast mjög erfitt tímabil sem er framundan í ensku deildinni. Meiðsli eru óhjáhvæmileg og trúi ég ekki að einum leikmanni verði bætt við. Eftir söluna á Sterling gæti opnast fyrir möguleika á kaupum á mönnum eins og t.d Pjanic eða einhverjum í svipuðum gæðaflokki.

    vængmenn /sóknartengiliðir
    Ibe
    Marcovic
    Coutinho
    Firmino
    Lallana

    Að mínu mati best bannaðasti hópurinn á vellinum. Væri samt ekkert á móti því að fá Reuz í þennan hóp, en tel samt að fénu verði frekar eitt í þessar þrjár stöður sem ég nefndi hér að ofan. Ings og Origi geta líka spilað þessar stöður, svo ég held að þarna séu minnstu áhyggjur af því að verða uppiskroppa með leikmenn.

    Sóknarmenn

    Sturridge
    Ings
    Origi

    Það þarf greinilega einn sóknarmann, nema að þeir ætla að gefa Baloteli enn eitt tækifærið. Tel það samt ólíklegt.

    Nú skiptir miklu máli að kaupin séu rétt og ég held að það er öruggt að einhver stórstjarna sem bætist í hópinn. Spurningin er hver það er. Held að Firmino hafi brotið ís og núna séu fleirri til í að koma eftir að hann samdi við Liverpool.

  29. Blendnar tilfinningar með þetta.

    Liverpool selur alltaf sýna bestu menn
    Enn er Liverpool að selja sýna bestu menn og um leið styrkir það andstæðinginn. Mér er nákvæmlega sama hvaða fjárhæðir eru í spilunum, þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Liverpool og nú þarf FSG að fara rífa félagið á næsta level svo hægt verið að halda þessum mönnum hjá Liverpool. Salan á Sterling núna svíður ekki nærri jafn illa og sölurnar á Alonso, Mascherano, Torres og Suarez gerðu en Liverpool er engu að síður að selja einn af sínum bestu leikmönnum, mann sem getur vel komist í þennan flokk heimsklassaleikmanna.

    Eins og vanalega er ekkert mál að skilja það að félagið selji hann og fyrir mér var þetta no brainer úr því sem komið var en svona er þetta í hvert skipti, það er alltaf eitthvað.

    Skarð Sterling í liðinu.
    Skarðið sem Sterling skilur eftir sig er nánast ekki neitt og hefur líklega nú þegar verið fyllt með mun betri leikmanni. Sterling var fyrir það fyrsta ekki að spila mikið á kantinum í fyrra og þó hann sé nú farinn á félagið Firmino, Coutinho, Lallana, Markovic og Ibe. Allt leikmenn sem kostuðu í fyrra eða myndu kosta núna rúmlega 20m. Ofan á það eru allir efnilegustu leikmenn Liverpool í sambærilegri stöðu og Sterling spilaði, t.d. Ojo og Wilson

    Ef við horfum á Sterling sem sóknarmann hefur félagið nú þegar fengið efnilegri/betri sóknarmenn í Origi og Ings. Þá auðvitað m.v. stöðuna núna, ekki endilega potential. Það er svo morgunljóst að kaupa á einn til viðbótar í sóknarlínuna. Sterling var aldrei hugsaður þar fyrir næsta tímabil.

    Satt að segja hefur Sterling bara átt 6 góða mánuði í liði Liverpool, eðlilegt fyrir 20 ára strák en hann var frábær seinni hluta þar síðasta tímabils. Þetta voru samt sömu 6 mánuðir og Coutinho, Suarez, Sturridge, Henderson o.s.frv. voru einnig að spila sína bestu leiki fyrir Liverpool (til þessa).

    Liverpool þarf að nýta þennan pening vel en ég sé ekki þessa þörf á kantmanni sem alltaf er orðað við Liverpool, t.a.m. þennan rússa sem ég hef aldrei heyrt um og raunar ekki Pedro heldur sem þó væri auðvitað velkominn. Mikið frekar vantar sóknarmann ásamt varnartengilið og vinstri bakverði.

    Fyrir Alonso kom Aquilani sem voru ömurleg skipti, fyrir Macherano komu Poulsen og Spearing sem eru enn verri skipti þó auðvitað hafi félagið einnig átt Lucas Leiva. Suarez kom blessunarlega í stað Torres sem var á vakt FSG en skarð hans (Suarez) hefur ekki enn verið fyllt. Sanchez hefði verið fullkominn þar og Liverpool þarf núna að senda slíkt statement í kjölfar sölunnar á Sterling.

    Firmono er klárlega skref í rétta átt hvað það varðar. Benteke væri miklu öflugra en allt sem félagið kom með í fyrra en alls ekkert statement, Benteke frá Villa væri rosalega líkt því og þegar Suarez peningurinn fór að mestu til Southamton.

    Viðskiptin.
    Eins og staðan er núna hefur Liverpool fengið 49m og James Milner frá Man City í sumar sem fengu í staðin Raheem Sterling. Ef við tökum 49m út úr jöfnunni er enn ekki vitað hvort Liverpool eða City gerðu betri díl.

    Sterling kom 15 ára til Liverpool og stefna félagsins er klárlega að ala upp leikmenn sem eru nógu góðir til að spila fyrir aðalliðið, eins eru þeir alveg meðvitaðir um að einhverja þeirra muni þeir selja og væntanlega verður Sterling ekki síðasta stóra sala LFC á vakt FSG. Öll lið gera þetta svosem, líka Arsenal, United og Tottenham. Sterling er líklega búinn að borga upp ansi mörg ár af ungilingastarfi Liverpool undanfarin ár. Félagið ávaxtaði pundið a.m.k. vel og getur vonandi haldið áfram að styrkja sig fyrir vikið.

    Félagið núna er miklu öflugra en það var þegar Alonso og Mascherano var skipt út og lærðu vonandi helling af síðasta sumri.

    Gott að þetta er buið.
    Sterling er í mínum huga miklu ósvífnara og vanþakklátara fífl en Suarez var nokkurntíma þó í grunninn hafi krafa þeirra verið sú sama. Sterling gat ekki gefið mikið meiri skít í félagið, stuðningsmennina og stjórann en hann hefur gert undanfarið og ekki reyna að klína þessu öllu á hálfvitann sem hann er með sem umboðsmann. Þetta var allt gert með samþykki Sterling sem stjórnar umferðinni. Þeir fá núna heldur betur það sem þeir báðu um.

    Liverpool kemur ágætlega frá þessu, Man City/Sterling/Ward náði ekkert að lækka verðmiðann þrátt fyrir skrautlegar yfirlýsingar og Liverpool var með öll spilin á sinni hendi. Frábært að þeir greiði yfirverð og mjög gott að þetta er búið áður en undirbúningstímabilið hefst fyrir alvöru. Flott að losna við þetta illa rotna epli úr æfingaferðinni og eins mjög gott að félagið hafi góðan tíma til að eyða þessu í nýja leikmenn. Minkar vonandi líkur á Balotelli panic kaupum aftur.

    Sterling hefur verið viðbjóðlegur allt þetta ár og sýndi alls engan karakter þegar á móti blés hjá Liverpool á síðasta tímabili. Þegar hann sá að Liverpool gengi ekki nógu vel missti hann áhugann og á alveg sinn þátt í því að ekki gekk betur á síðasta ári. Rodgers var ekki í öfundsverðri stöðu með hann og spilaði honum allt of mikið í restina er ljóst var að hann var ekki að leggja sig 100% fram fyrir félagið.

    Sjaldan hef ég óskað fyrrum leikmanni Liverpool jafn slæms gengis í framtíðinni og ég geri nú. Megi þetta verða næsti Shaun Wright-Phillips þó ég óttist að hann verði það nú ekki.

    Echo súmmar þetta vel upp hér
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/leaving-liverpool-sterling-wants-go-9624718

  30. Goðar frettir enda best að losna við skemmd epli ur körfunni. Nu er bara að fa 1-2 sterka leikmenn i staðinn og við verðum tilbúnir i mótið i haust!

  31. Ég vill minna menn á að já kaupinn í fyrra voru ekki góð í nútíðinni en leikmenn eins og Can, Moreno, Markovitc og Origi eru allir mjög ungir og eiga sín bestu ár eftir við lítim kannski til bakka eftir nokkur ár og sjáum að þetta var kannski einn af okkar bestu gluggum. Ég er líka Lallana maður og held að hann eigi eftir að reynast okkur vel. lovren byrjaði skelfilega en átti skári síðarihluta og er èg tilbúinn að gefa honum annað tækifæri.

  32. Þarna vorum við að missa mann sem á góðann möguleika á að verða heimsklassa ef hann fær að spila sína stöðu, það er einhver ástæða fyrir því að hann og aðrir heimsklassa menn vilja fara frá Liverpool og það er eithvað sem þarf að laga ef þessi klúbbur á að geta keppt við hin top liðin, þetta viðskipta kerfi hjá FSG virkar ekki ef þessir ungu menn sem að blómstra fara alltaf.

    Ég held að sterkari þjálfar hefði höndlað þetta mál betur.

    En samt sem áður var þetta góður díll fyrir 20ára leikmann með litla reynslu af stórum keppnum, en við getum ekki logið því að sjálfum okkur að við séum sáttir við að missa efnilegasta leikmann Englands til andstæðingana okkar sama hvað við fengum fyrir hann, sérstaklega þegar við erum með kaup nefnd sem hefur ekki verið að ná í öfluga menn fyrir peningana sem þeir fá að eyða.

    Nú vill ég að Liverpool kaupi einn heimsklassa mann fyrir þessa upphæð með reynslu og segulsvið til að draga fleiri klassa leikmenn til Liverpool

    50M tilboð í Benzema á morgun TAKK!

    YNWA – stefnum á 4.sætið eftir næstu leiktíð og svo 1.sæti þar á eftir 😉

  33. necessary evil. (tekið úr grein í Liverpool echo.) Segjir allt sem segja þarf.
    Til að ná topp fjórum þarf Liverpool að slá út ars che mut eða city og síðastnefnda liðið var einn líklegasti kosturinn..Fyrir söluna á Sterling.

  34. Millner og £49 millur fyrir eitt rotið epli. Takk kærlega Man City fyrir viðskipti ársins.

  35. Sterling er klárlega leikmaður sem maður á eftir að horfa á eftir 5 ár og hugsa með sér hvað við létum flottan leikmann fara (fótboltalega séð).

    Ég sé bara töluvert eftir honum til ManCity þar sem þeir eru eitt af þeim liðum sem okkar menn eru að keppast við. En svo er spurning, mun hann fá einhver tækifæri hjá City eða er bekkjarseta framundan hjá honum. Ég persónulega vona að seinni kosturinn verði ofaná.

    Ég tel ekki miklar líkur á því að Benzema / Reus kaup verði gerð úr þessu. Mögulega verður Benteke keyptur en þar verður settur punktur. Djúpur miðjumaður væri alger draumur eða Sissoko hjá Newcastle. Hefði viljað sjá Cabaye til betra liðs en C.Palace en það er kannski ástæðan fyrir því að B.Rodgers er við stjórnvölin en ekki maður sjálfur.

    Já, þetta er SúrSæt sala á Raheem.

    YNWA – In Rodgers we trust!

  36. Þetta var besta lausnin fyrir klúbbinn og Rogers hefur sjaldan verið jafn vinsæll núna eftir þetta mál. Hugsa að allir poolarar styðji hans aðkomu að þessu máli.

    Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að hann væri of meðvirkur með ákveðnum leikmönnum eins og Balotelli, Allen og svo Sterling núna. Sterling var orðinn fjarlægur og leiðinlegur leikmaður undir lokin, hendandi sér niður, var fúll og fjarlægur.
    Ég man eftir því að hafa séð brot þú amerísku þáttunum fyrir tveimur árum og þar var Rogers að skamma Sterling fyrir að vera ekki með fókusinn í lagi. Þannig að þetta kemur mér ekkert á óvart núna.

    Það lofar ekki góðu þegar gráðugur umboðsmaður og “low IQ” leikmaður fara saman.
    Fín lausn eftir allt saman.

    ps. ég væri mikið til í að sjá Sissoko og Benteke sem síðustu kaupin í sumar (Flanna getur svo tekið vinstri bakvörðinn með Moreno).

  37. Ég segi nú bara eins og margir á twitter, good riddance.
    Leikmaðurinn er vissulega mjög efnilegur og hefur verið það síðustu árin en höfuðið á honum er rangt skrúfað á.
    Ég spái því að hann verði mikill bekkjarsetumaður fyrsta tímabilið og það kæmi mér ekki á óvart þó ferill hans fjari út í skugga margra stjarna City.

    Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!

  38. Ég held að sterkari þjálfar hefði höndlað þetta mál betur.

    Já Rodgers var enganvegin nógu góður fyrir Sterling, þetta er klárlega það sem við tökum helst úr þessari ljótu sögu!

  39. Hefði Sterling verið vinstri bakvörður hefði maður kannski grátið þetta meira. Hann er rosalega efnilegur, en raunin er bara sú að klúbburinn er nokkuð vel settur með efnilega leikmenn í hans stöðu og 37-40 milljónir punda er bara ansi gott verð fyrir hann.
    Nú þegar ættu Markovic og Ibe að geta stigið inn og staðið sig vel. Síðan eru Sergi Canos, Sheyi Ojo, Ryan Kent og að sjálfsögðu Harry Wilson leikmenn í hans stöðu sem eiga vel að geta komið inn og gert góða hluti í úrvalsdeildinni. Það má jafnvel gera ráð fyrir því að allavegana einn þeirra geti orðið að virkulegum klassa leikmanni (Wilson…). Það virðist alltaf koma maður í manns stað og sú verður raunin með Sterling líka, sérstaklega sé tekið mið af stöðunni sem hann spilar.

  40. Ég verð að segja að mér finnst klúbburinn hafa gert virkilega vel úr því sem komið var. Alltof hátt verð sem Shitty er að borga fyrir þennan annars mjög svo efnilega dreng sem á eflaust eftir að verða frábær. En ef þú skoðar aðra leikmenn sem eru heimsklassa eins og Hazard sem dæmi og kostaði 30 milljónir punda er þetta verð algjört rugl. Sterling er ekki komin í heimsklassa enn.

    Og fyrir þá sem eru ekki ánægðir skal ég eitt segja. Klúbburinn bauð honum rausnarlegan samning. Samning sem allir aðrir hefðu tekið fegins hendi fyrir utan kannski Ronaldo og Messi. Allir aðrir tvítugir leikmenn hefðu tekið þessum samning og hlaupið í burtu hlægjandi ánægðir með niðurstöðuna. Þetta ástand sem skapaðist get ég ekki skrifað á klúbbinn. OK við höfum verið að missa okkar bestu leikmenn en þegar Barcelona eða Real Madrid koma inn í spilið er Liverpool bara því miður ekkert match. Ekki heldur Man Utd, Man City, Chelsea eða Arsenal. Suarez hefði yfirgefið alla þessa klúbba fyrir Barcelona enda var alltaf stefnt á að verða Barcelona leikmaður. Fyrir Sterling var þetta bara spurning um meiri pening sem er auðvitað fáránlegt fyrir leikmann af hans kaliber. Alveg eins fáránlegt og þetta verð sem að Liverpool er að fá fyrir hann.

    Fyrir mér er Firmino sá sem kemur í stað Sterling. Í dag er Firmino betri leikmaður en Sterling án efa. Talsvert betri meira segja. Eftir fimm ár verður Sterling kannski orðin betri samt sem áður. En ef við skoðum daginn í dag er liðið sterkar með Firmino og án Sterling. Held að þetta sé gott fyrir nútíðina en hvort að þetta verði verra til framtíðar á eftir að koma í ljós.

    Fyrir mér er þetta gott sumar í leikmannakaupum so far. Vantar þó þennan blessaða framherja sem kemur eflaust núna eftir þessi viðskipti. Það verður eflaust einhver annar en Benteke úr þessu. Þetta verð sem Liverpool er að fá fyrir Sterling og sú staðreynd að þeir stóðu í lappirnar í því máli mun gera Aston Villa enn ákveðnari að fá sitt fyrir sinn mann. Persónulega myndi ég helst vilja leikmann eins og Higuain eða Lacazette. Mun samt ekkert gráta það að fá Benteke enda virkilega góður leikmaður.

    Þessi sala er góð fyrir Liverpool. Sterling telur annað vera mikilvægara en fótbolta. Hann mun ekki spila eins mikið fyrir City enda engin smá nöfn þarna sem hann þarf að berjast við. Það er hans súra epli að bíta í. Liverpool kemur betur út úr þess og ég hef fulla trú á að Rodgers takist ætlunarverk sitt að gera Liverpool að meisturum áður en Sterling nær að lyfta sinni fyrstu dollu.

    Góðar stundir og YNWA

  41. Þetta á því miður eftir að reynast góður og dýr díll fyrir City – úr því sem komið er er þetta ásættanlegt fyrir LFC. Fáum sennilega í kringum 40m í okkar hlut, sem er 10m meira en við borguðum fyrir Firmino. Þessum pening verður að eyða og gott betur!

    Tilhugsunin við að sjá hann þjóta yfir og taka menn á Anfield í lillabláum búning á næsta ári er hræðileg. Sterling er eitt mesta efni sem kemur hefur upp úr akademíunni í fjölmörg ár og það er hrein afneitun að halda því fram að það sé ekki missir af þessum leikmanni.

    Það var enginn tilviljun að hann var valinn besti ungi leikmaður heims í fyrra. Ég er hundsvekktur – það var illa tekið á málum hans frá upphafi og hvernig Sterlin sjálfur hagaði sér er fyrir neðan allar hellur. Brendan Rodgers kofléll á þessu man-management prófi. Hefði leikmaður undir stjórn Mourinho eða Ferguson fengið að leika svona lausum hala?

    Í sumar hefur Liverpool misst bæði Sterling og Gerrard. Vissulega hefur mikilvægi og geta Gerrard dalað að undanförnu en ég leyfi mér að efast um að 30 ára Milner (með loforð um að spila á miðri miðju) sé bæting á Gerrard, Emre Can, eða Henderson. Mér finnst ömurlegt að við höfum ekki keypt/reynt við Schnederlin.. 20-25m er grín fyrir þennan, segi og skrifa, besta varnarsinnaða miðjumann ensku deildarinnar. Southampton verður allt annað lið á næsta ári án hans. Hann var nálægt því að fara til Spurs í fyrra en fékk ekki og í ár lítur út fyrir að hann endi hjá Arsenal eða United.

  42. Heyrði að við vorum að pæla í Uloha argentínska framherjanum hjá Leicester. Framlínan næsta vetur verður þá væntanlega FUC

  43. Nenni ekki að tala meira um Sterling, þetta er augljóslega drengur sem hefur fengið vonda leiðsögn í gegnum tíðina og allt það, kaupverðið er mun hærra en eðlilegt er í dag en gæti alveg orðið þjófnaður seinna.

    En…

    ÉG ER AÐ FÁ ALGERT ÓGEÐ Á ÞVÍ AÐ LIVERPOOL ÞURFI AÐ SELJA SÍNA BESTU MENN!!!

    Fyrirgefið hástafina.

    Þetta er alls ekki að gerast í fyrsta sinn en í gamla dag yfirgaf enginn Liverpool…Liverpool yfirgaf þig.

    Kannski ætti maður að byrja að horfa á McManaman og Owen bara, þá Xabi, svo Masch og Arbeloa. Torres málinu gleymi ég bara ekki svo glatt, Suarez málið og núna Sterling.

    Er Liverpool í alvörunni bara orðið selling club…og allir sáttir? Ekki hann ég allavega – það er bara ömurlegt að leikmenn telji klúbbinn ekki hafa til þess að bera að vinna titla, eða kannski bara vera til í að borga sömu laun og aðrir stórklúbbar. Þessi þróun er að mínu mati augljós og nú VERÐUR að snúa henni við. Það eru margir óslípaðir demantar í liðinu og klúbbnum og það fær hárin til að rísa á bakinu ef að við erum bara orðin sátt við það að við missum leikmenn til Barca, Real, PSG, Chelsea eða City…og notum alltaf hvað við fáum frábært verð fyrir þessa leikmenn.

    Aftur, þetta er bara að hluta um Sterling – en ef einhver hefði sagt mér það í ágúst 2014 að þessi farsi kæmi upp á borðið hefði ég sagt það lygi. Verða það næst Ibe, Markovic eða Coutinho?

    Þessum kúltúr verður að breyta! Það er fáránlegt að maður kvíði sumarglugganum hvert ár og ekki þá bara hvort við kaupum enn einn Iago Aspas…heldur líka er það orðið, hver verður nú seldur?

    Hvað þá núna þegar við erum að selja leikmann til okkar keppinauta um það heilaga Gral sem Meistaradeildin er. Við þurfum að slá niður fyrir okkur tvö þeirra fimm liða sem enduðu fyrir ofan okkur, það að selja þeim okkar stjörnuleikmenn mun ekki hjálpa við það.

    Ég segi eins og Babú varðandi Sterling, ég vona að honum gangi ekki vel…og það pirrar mig að Rodgers hafi varið þeirra samskipti á blaðamannafundi í gær. Hann átti að mínu viti að segja það sama og 90% fótboltaaðdáenda, að Raheem hafi vanvirt klúbbinn og félaga sína…ekki eitthvað uppskrúfað um hversu gott samband þeirra er og að þeir hafi kvaðst bara í góðu. Raheem verður þurrkaður út úr sögu Liverpool innan nokkurra ára og það er örugglega bara fínt að hann dró okkur ekki á asnaeyrunum fleiri ár en þetta.

    Það verður samt að horfa innávið. Eitt af stóru markmiðum þessa félags í framtíðinni finnst mér eiga að vera að klúbburinn sé ekki enn einn “feeder club” fyrir olíugarkana og spænsk lánalið.

    There…off my chest!

  44. Líklegast eina lendinging á þessu leiðindamáli og jákvætt að þessu sé lokið.

    Ég get eins og aðrir tekið undir það að klúbburinn er að fá mikla fjárhæð fyrir þennan leikmann og deginum ljósara að lfc hefur svo sannarlega gert öðrum liðum ljóst að þau þurfi að borga toppverð fyrir góða leikmenn frá lfc (annað en það sem var þegar menn eins og owen og mcmanaman fóru frá klúbbnum). Líklegast spilar sterling stöðu þar sem við eigum fleirri möguleika þó svo að ég telji það bjartsýni að ibe og markovic sem hvorugur náði að skila neinu sem markvert var á síðasta tímabili muni fylla hans skarð. Þeir fá samt vonandi tækifærið í vetur því það er akkúrat það sem þeir þurfa….tækifærið, líkt og sterling hefur fengið undanfarin ár og stundum óverðskuldað.

    Hinsvegar er þetta bara alveg glatað að sjá hversu mikill feeder klúbbur lfc er orðinn. Eins og Babu segir það er “alltaf eitthvað” sem gerir það að verkum að við missum okkar bestu menn og það sem verst er núna erum við að missa okkar efnilegasta mann, leikmaður sem hefur látið matic, cahill og courtois líta út eins og kjána í sömu sókninni og tekið þá á einn síns liðs. Manni sem skoraði ótrúlega flott og yfirvegað mark á móti city í stærsta leik ævi sinnar á þeim tíma, leikmaður sem hefur hæfileikann til þess að stíga upp á hæsta leveli. Það er eins og klúbburinn sé að elta skottið á sér. Við rembumst eins og rjúpa við staur að spotta menn um alla evrópu og um leið og þeir geta eitthvað þá missum við þá. Vonandi erum við hinsvegar að ná að kaupa menn sem munu vilja vera eitthvað lengur hjá lfc. Ef eitthvað er að marka fjölmiðla þá átti klúbburinn aldrei séns á því að halda sterling m.v. 200þ punda vikulaun sem city býður.

    Sterling er í mínum huga alveg sjúklega efnilegur og að mörgu leiti nú þegar orðinn ansi góður leikmaður. Ef hann væri betri slúttari þá væri hann einfaldlega klassaleikmaður. Vissulega getur verið að hann nái ekki meiri hæðum og það mun tíminn leiða í ljós og þá telst þetta væntanlega góður díll fyrir lfc. Hinsvegar held ég að hann muni verða lykilleikmaður í ensku deildinni næstu árin og óttast það að hann muni gera leið lfc enn torveldari í topp4.

    Ég veit það er ómálefnalegt en það mun persónulega veiti mér töluverða gleði ef Sterling gerir upp á bak í city búning.

    Ég hef afar takmarkaða trú á því að við sjáum eitthvert risanafn koma, líklegast verður benteke kláraður og ég vona að menn nái líka að landa varnarsinnuðum miðjumanni. Hvort að það dugi fyrir topp4 verður svo bara að koma í ljós. Núna er sviðið fyrir ákveðna aðila að bera uppi þetta lfc lið þ.e. Henderson, coutinho, lallana, sturridge, sakho.

    YNWA

  45. get ekki einu sinni hugsað um aguero/sterling/silva þarna frammi hja city og þeir sem halda þvi fram að hann verði a bekknum er vitkilega heimskulegt það bekkjar enginn 50 milljóna punda leikmann sama hversu slakur hann á eftir að vera aguero er suarez “týpa” og sterling á eftir að blómstra með honum frammi hefði frekar verið til í að fà 10 milljonir fyrir hann til rússlands þar sem peningunum er í 95% tilvika eytt í einhvað sorp

  46. Talað um að Jerome Sinclair hafi neitað að skrifa undir samning. Ég á a.m.k. erfitt með að hafa trú á þessu verkefni þegar við getum ekki einu sinni haldið í okkar efnilegustu leikmenn.

  47. svefnormur#50
    Bekkjar engin 50 mp leikmann sama hversu slakir þeir eru 🙂

    Einmitt
    Kannastu við leikmann sem heitir Fernando Torres, sá kostaði 50 mp líka og hann var ansi mikið á tréverkinu hjá hinu olíuliðinu.

  48. Vona bara að Sterling gangi jafn vel og Torres eftir að hann yfirgaf Liverpool!!!

  49. Ef ég hefði mátt velja, þá hefði ég alltaf valið að halda Sterling og hafa hann mótíveraðann. Það virtist bara því miður ekki vera í boði, og þá er líklega það besta í stöðunni að fá þessar 40m fyrir hann (eftir að QPR fær sitt).

    Sammála Magga að nú þarf liðið að sýna það að þetta sé lið sem ætli á toppinn, þannig að a) okkar bestu menn vilji vera áfram, og b) það sé hægt að laða að fleiri topp leikmenn.

  50. Það hefðu allir hér kosið að halda Sterling ánægðum og hjá Liverpool. En þegar menn vilja fara og klúbburinn gert allt til þess að halda honum er ekkert annað í stöðunni en að selja þá. Ég vona svo sannarlega að Liverpool sé ekki orðinn selling club. Þá er ég einfaldlega hættur að fylgjast með þessu. Hef samt trú á verkefninu ennþá og ef fleiri af bestu leikmönnum liðsins verða á faraldsfæti í framtíðinni kasta ég inn handklæðinu.

  51. Er algerlega ósammála Magga.
    Þetta Sterling mál snýst ekki um að bestu leikmennirnir fari alltaf frá Liverpool. Sterling er bara í ruglinu og þá þarf að velja um að hafa hann áfram eða ávaxta peninginn með öðrum góðum leikmönnum sem stytta fríin sín til að spila með klúbbnum….af lífi og sál.

    Við erum t.d. að fá tvo góða og unga leikmenn í Clyne og Ings. Gomez er meira spurningamerki, en þetta eru samt leikmenn sem hefðu getað farið annað og jafnvel í stærri lið í þessum eða næstu gluggum.

    Ég held því að við séum í góðum málum miðað við flest lið. “You win some, you loose some”. En auðvitað myndi vera minna um þetta ef við værum established meistaradeildarklúbbur. Það er ekki staðreyndin strax…en við erum á leiðinni þangað miðað við alla þessa spennandi leikmenn í liðinu í dag. Sumir þeirra eiga eftir að vera betri en Sterling…..belive me!

    Ég er líka ósammála þér með blaðamannafundinn hjá Rogers. Mikil ábyrgð fylgir því sem Rogers segir og þá sérstaklega í þessu máli. Ef hann hefði (sagt hug sinn) komið með drulluna yfir Streling þá hefði það haft mjög mikil áhrif á stuðningsfólk liðsins og réttlætt að það yrði púað á hann og gert honum mjög erfitt fyrir. “In the end of the day” þá er þetta bara ungur frekar vitlaus leikmaður sem vill spila fótbolta í öðrum klúbb en okkar. Enda má hann alveg óska eftir því þrátt fyrir alla vitleysuna sem hann gerði í aðdragandanum.
    Ég tel þetta því þroskað og ígrundað svar hjá Rogers þó hann hefði örugglega viljað segja eitthvað allt annað.

    Fyrir utan það þá er ég stoltur að halda með félagi sem reynir að reka sig sjálfbært. Byggir upp sterkt unglingafélag með mjög efnilegum leikmönnum sem vonandi eiga eftir að sanna sig á stóra sviðinu, jafnvel þó einhverjir verði seldir fyrir margfalda upphæð ein þeir voru keyptir. Eitthvað annað en olíupeningarnir sem kaupa allt sem hreyfist fyrir ofurprís og leiðrétta svo bókhaldið með einhverjum excel æfingum.

    Ég hafði meiri áhyggjur þegar við vorum að kaupa allskonar rusl frá Spáni, Ítalíu og fleiri löndum. Og jafnvel leikmenn frá ótrúlegustu löndum….Úkraínu og jafn Íslandi!! (með fullri virðingu).

  52. Verðum að styrkja miðjuna. Var að renna yfir miðjuna hjá Utd og hlakkar ekki til að mæta þeim í vetur. Væri gríðarleg styrking að fá Lucas Biglia í varnartengiliðinn, Pedro , Reus eða Lacazette fyrir Sterling auk Benteke. Þá færi ég sáttur inn í tímabilið.
    Það er a.m.k. morgunljós að menn eins og Denis Cherysev og Gary Medel eru ekki að fara að gera neitt fyrir okkur.

  53. off topic

    Veit einhver hvort vináttu leikurinn á morgun verði sýndur einhvers staðar?

    Þá kannski helst á Spot?

  54. þurfum fleiri jaxla á miðjuna, ekki verður Can einn. Þurfum meira kjöt á miðjuna til að halda. Eða búa til miðjubuff úr Wisdom ???

  55. Skiljanlegt að mönnum hitni í hamsi vegna Sterling viðbjóðsins. Það eru ekki bara Púlarar sem horfa á atburðarrásina með skelfingu heldur flestir þeir sem elska þessa íþrótt. Sterling mun sitja undir púi og svívirðingum á flestum völlum Englands býsna lengi. Vera má að menn unni svikunum en svikarinn er alltaf fyrirlitinn.

    Ég verð samt líka að segja að ég vorkenni stráknum. Það er raunar helvíti langt síðan ég var 20 ára en þó er ég nokkuð viss um að samviskulaus og ófyrirleitinn umboðsmaður eins og þessi Ward hefði átt létt með að rugla mig gjörsamlega í ríminu. Stóri skúrkurinn heitir Aidy Ward og illt til þess að hugsa að hann labbi skítaglottandi í bankann með 4 milljónir punda. Við skulum sjá til hvað verður úr Sterling. Hann er enn fyrst og fremst vonarstjarna þar sem ekkert er í hendi um framtíðina.

    Ég fæ ekki af mér að óska honum neins ills. Sé ekki tilganginn með því, allra síst þar sem að þessi díll er fáránlega góður fyrir Liverpool. Ef rétt reynist að verið sé að hlaða í risatilboð í Marco Reus fyrir Sterling peningana væri það fyrir minn sjóhatt eins og að skipta út ukulele fyrir Fender Stratocaster. Þvílíkt statement ef Reus kæmi til Liverpool fyrir 46 millur!

    Þess má geta að fyrir utan að vera hrikalega góður í fótbolta selur nafn Marco Reus ótrúlegt magn af treyjum. The boy got hell of a mojo eins og sagt er.

  56. Liverpool verður að kaupa tilbúna leikmenn sem eru sigurvegarar en ekki alltaf vera að versla hálf tilbúna leikmenn sem gætu slegið í gegn eins og kaupin á Firmino. Ég vona að hann spjari sig á komandi tímabili en hann þarf örugglega tíma að venjast enska boltanum.
    Nú voru man utd að kaupa tvo sterka miðjumenn þá Schweinsteiger og Schneiderlin og eiga þeir örugglega eftir að styrkja man utd mjög mikið á miðsvæðinu.
    Schweinsteiger er þessi týpa sem er búinn að vinna allt í boltanum og hefur gríðarlega reynslu á bakinu bæði með landsliði og félagsliði.
    Þó að hann sé orðin 30 ára þá hann eftir nokkur góð ár eftir.
    Okkar stærstu kaup hingað til eru Firmino og hann gæti slegið í gegn í vetur og vonandi gerir hann það en við þurfum að kaupa reynslubolta sem er sigurvegari og kann leikinn og hefur reynslu á að lyfta bikurum.
    Svona leikmenn kosta mikið en við getum ekki alltaf verið að versla unga og hugsanlega góða leikmenn endalaust.

  57. Útfrá viðskiptasjónarmiðum er þetta ábyggilega hin besta sala, og margur lífeyrissjóðurinn myndi birta heilsíðuauglýsingu í dagblöðum ef þeim myndi lukkast að ávaxta pund sitt jafn vel og Liverpool gerði í þessu tilfelli. En fyrirgefið mér, við erum ekki lífeyrissjóður og ég byrjaði ekki að fylgjast með enska boltanum til að fylgjast með arðsemi eigin fjár

    Ég verð bara að viðurkenna það, að með hverri sölunni til olíufélaganna, þá minnkar ástríðan hjá mér fyrir íþróttinni um svona 1%. Ég veit ekki hvaða samlíkingu ég á að nota, en í augnablikinu dettur mér helst í hug að enska úrvalsdeildin sé vaxtaræktarkeppni þar sem flestir keppendur hafa verið duglegir svo árum skiptir við að borða hafragraut og skyr og mæta í leikfimi, meðan 2-3 keppendur vöknuðu bara viku fyrir mót, úðuðu sig með sterum og eru með mestu vöðvana á sviðinu. Standa þar á efsta palli, reyna að virðast stoltir yfir árangri erfiðisins en allir sem á horfa vita að þeir lögðu ekkert á sig og finna hvorki til aðdáunar né samgleðjast fölskum árangri

    Það er voðalega auðvelt að vera harður og þykjast ekki láta tilveru þessara gerfi-liða angra sig neitt, en þegar svona félagsskipti eiga sér stað, líkt og þegar Torres fór til Chelsea, og núna þegar Sterling fer til City, þá verður það raunverulegra fyrir manni við hvurslags ofurefli er að etja fjárhagslega, og það frá liðum sem ekkert hafa gert eða lagt á sig til að réttlæta stöðu sína. Þau geta einfaldlega bara slappað af upp í sófa, meðan hin liðin puða við það að reyna að finna og búa til góða leikmenn. Þegar það svo heppnast hjá einhverjum, standa þau upp úr sófanum í nokkrar mínútur til að skrifa ávísun til að kaupa viðkomandi og setjast svo aftur niður, og leyfa hinum að puða áfram við að búa til leikmenn og viðhalda íþróttinni

    Ég vona að þetta verði í síðasta skipti sem við neyðumst til að selja frambærilegan leikmann til slíks liðs, þó að í þessu tilfelli virðst sem viðkomandi aðilar séu sem skapaðir fyrir hvorn annan

    Að öðru leyti er ég bara hress sko…

  58. Football Italia (líklega ekki áreiðanlegasti snepillinn…frekar en annað frá Ítalíu) var að segja frá skiptum á Balotelli og Mario Gomez…ég táraðist næstum því við tilhugsunina.

  59. Ég hef áhyggjur á meðan Utd eru að kaupa Snítterlín og Svínið á miðsvæðið og við fáum Milner frítt. Þeir eru að styrkja sig gífurlega á miðsvæðinu á meðan við erum að fylla í skarðið sem Gerrard skildi eftir. Gott betur ef duga skal! VIÐ ÞURFUM ALMENNILEG KAUP Á MIÐJUNA. Ef Rodgers ætlar að treysta á Allen/Lucas og að það rætist úr Can verður mér ekki til klósettsetunnar boðið.

  60. ég segi fokk Reus… kaupum frekar Kevin De Bruyne sáleikmaður er geðveikur.. getiði ymundað ykkur …

    Benteke/Sturridge

    De Bruyne Coutinho Firmino

    hversu geðveikt væri þetta og svo með Lallana/Ibe/Markovic til vara í þessar stöður…

  61. AF HVERJU ERUM VIÐ ALLTAF FÓRNARLÖMB??

    Ok ég er líklega of seinn inní þennan þráð og allir hættir að lesa en ég skora á fróðari menn að skoða aðeins betur þessi mál með “sölu á okkar bestu leikmönnum” og fara aðeins í ástæður þeirra og á hvaða tímapunkti þær voru. Finnst við vera að gera eitthvert agalegt drama úr þessu og sammerkja allar þessar sölur. Eins væri nær að skoða aðra klúbba í þessu samhengi. Arsenal eru til dæmis búnir að selja slatta af leikmönnum og nokkra innanlands.

    Ronaldo fór frá manutd þegar hver bikarinn á eftir öðrum komu inn og meistaradeild og ég veit ekki hvað. Suma leikmenn dreymir að spila fyrir ákveðin lið og það er lítið sem við getum gert í því.

    Held að þegar þú ert 3-6. besta lið í þínu landi og tvö af bestu liðum heims bjóða þér að koma frá kaldri Liverpool borg, þangað sem fólk talar þitt tungumál og menningin sú sama og launin miklu hærri þá eigum við ekki séns, og í raun fæst lið. Þess vegna held ég að menn eins og Mashcerano, Arbeloa, Alonso og Suarez séu tilfelli þar sem ekki engöngu sé hægt að skella skuldinni á eigendur klúbbsins, en bíddu… það voru ekki einu sinni sömu eigendur þegar megnið af þessum mönnum fór og í dag! Og í þokkabót vorum við korteri frá gjaldþroti þegar Torres fór og þá furðuleg þjálfaraskipti líka ef ég man rétt. Fannst FSG höndla Suarez söluna stórkostlega og aftur núna þessa sölu á Sterling. Sterling er kannksi erfiðust því í fyrsta skipti í langan tíma vorum við að gera eitthvað af viti (2013-2014) en hann vill samt fara.

    Torres fór og var að mig minnir dýrasti leikmaður innan deildarinnar á þeim tíma.
    Sterling fer og er dýrasti enski leikmaðurinn.

    í þessum tilfellum sem við seljum innanlands gerum við það með met hagnaði.

    Þessi tveir spænsku risar hafa rosalegt aðdráttarafl og lítið sem litla Liverpool getur gert.

    en bíddu nú við, skoðum Arsenal:
    A cole til chelsea
    Diarra til Real
    Jose Antonio Reyes til Real
    Adebayor til City
    Nasri til city
    Hleb til barcelona
    Clichy til city
    Fabregas til barcelona
    Vieira til juve
    Henry til barca
    Robin van Persie til manutd

    Liverpool er ekkert einsdæmi í þessu. Þessi listi lítur ekki vel út. Svona er boltinn. Þetta er ákveðin goggunarröð og við erum og verðum seint efst í henni og við erum klárlega að gogga í leikmenn annarra liða… svona virkar þetta bara!!

  62. Eins og þú segir, Ibbi minn #64, þá lítur miðjan hjá United ansi vel út núna með menn eins og Herrera, Mata og Fellaini í samkeppni um stöður í byrjunarliðinu við nýju gaurana og fleiri. Þér er guðvelkomið að styðja United ef þér líst betur á það. Ég óska þess hins vegar fyrst og fremst að Liverpool kaupi markaskorara í toppklassa.

  63. Aðeins um þessa leikmenn sem Man utd voru að kaupa einn er 31 árs og hefur verið að berjast við meiðsli spilaði aðeins 20 deildarleiki í fyrra og 23 árið á undan. Þetta var svona Gerrard þeira Bayern manna leiðtogi en miða við það sem ég sá af honum á síðustu leikitíð á niðurleið á ferlinum en þeir eru kannski mest að hugsa um reynsluna.
    Hinngaurinn reyndi þetta sterling bull á síðustu leiktíð til þess að komast til Spurs, var veikur og gaf ekki kost á sér í æfingarferð hann er samt mjög góður en var líka búinn að berjast við stór meiðsli. Lykilinn hjá þeim var De gea og ef hann fer þá missa þeir mikið.
    Ég vona að liverpool nái að berjast um meistaradeildar sæti á næstu leiktíð allt til enda og ná í þetta 4 sæti en það verður gríðarlega erfitt. Ég sé Chelsea og Man city alltaf fyrir ofan liðið og Arsenal virðast vera á hraðri uppleið og eina spurningin er hvað Man utd gerir.

  64. Ingi Torfi var rétt á undan mér með þessa góðu athugasemd. Eitt sem ég vil bæta við hana. Við erum á þeim stað sem Arsenal var fyrir 7-8 árum. Núna sýnist mér þeir vera hættir að selja og farnir að ná í heimsklassaleikmenn, hægt og rólega. Núna síðast Cech í markið, þar áður Sanchez, og þar áður Özil. Við þurfum eflaust að bíða í 5-6 ár þangað til Liverpool verður komið á þann stað – með sölum sem þessari og á Suarez, auk (vonandi) klókra innkaupa. En það veltur líka á því. Klókum innkaupum og góðri stýringu á liðinu. Hvort Rodgers og innkaupanefndin taki réttu ákvarðanirnar verður bara að koma í ljós.

    Ég segi með félaga Júlíusi, ég er stoltur af því að félagið sé á þessari vegferð og er orðinn helvíti þolinmóður eftir allt saman. Nú koma leikmennirnir sem voru keyptir í fyrra mun sterkari til leiks og liðið verður í hörkukeppni um 3-4 sætið. Man U. skítur á sig í ár.

  65. Nr. 70

    Ég held nú að Arsenal hefði lent í nákvæmlega sömu stöðu með Sterling og efast um að þeirra módel sé svo mikið breytt. Jú vissulega eru þeir farnir að kaupa flottari leikmenn en mig grunar að þegar Olíufélögin komi muni Arsenal ekkert frekar en Liverpool eiga gott með að ráða við það. Þar fyrir utan held ég að mjög mörg félög væru til í að selja Sterling á 40-50m. Það eru engin 7-8 ár síðan félagið seldi Song og RVP sama sumarið.

    Arsenal hefur ekki átt neinn Sterling undanfarin ár, Ramsey, Wilshere og Walcott væru allir kandídatar en hafa allir verið mjög mikið meiddir.

  66. Algjörlega Spot On Ingi Torfi, leikmenn koma og leikmenn fara. Loyalty hjá leikmönnum í fótbolta er ansi hreint lítið og menn taka ákvarðanir út frá persónulegum högum sínum og löngunum. Það er svo lengd og stærð samninga sem setja spilin í hendur liða, leikmanna og umboðsmanna.

    Owen og McManaman dæmin eru ennþá þau sem hafa skilið eftir mesta óbragðið í mínum munni, Sterling blessaður er þar svo rétt á eftir. En að merkja okkur sem einhvern “selling club”, það skrifa ég ekki uppá og finnst hálf klént.

  67. Babu – punktur #70 er samt 100% réttur. Það verður að taka olíugreifaleikföngin út fyrir sviga og einbeita sér að því að vera “best of the rest” eins og staðan er.

    Arsenal hefur jafnt og þétt styrkt efnahagslega stöðu sína með því að reka agaða leikmannastefnu sem hefur þó svo sannarlega ekki verið við alþýðuskap í norðurhluta London. Ég myndi raunar halda að við værum ekki nema 2-3 árum á eftir Arsenal og t.d. hefur markaðsstarf Liverpool gengið frábærlega. Þetta fer vitanlega eftir hvað Brendan getur á vellinum en við erum örugglega skemur en 7-8 árum frá Arsenal.

    Annars er það bábilja að mínumn dómi að ekki sé hægt að búa til heimsklassa fótboltafélag án þess að það sé á framfæri nýríkra auðmanna sem þurfa að kaupa sér heimsins dýrustu leikföng af því að þeir eru orðnir getulausir. Fjögur stærstu félög heimsins eru það t.d. ekki.

  68. Sterling mættur i læknisskoðun. Hann mun að öllum líkindum verða tilkynntur leikmaður Man city a eftir

  69. Aðeins út fyrir, veit einver hvort leikurinn klukkan 13:00 verður sýndur á einverjum barnum?

  70. Þið sem teljið ykkur hafa aðgang af Liverpool stöðinni eruð þið líka að lenda í því að hún sé lokuð á afruglaranum?

  71. Þessi sala til city er fyrir mér algjörlega galin. Hann er enganveginn um 50 m punda virði. Liverpool á ekki að þurfa að selja sína bestu leikmenn, allavega ekki til liða í sömu deild. Benitez hefði frekar átt að kaupa hann til Madrid.

  72. Veit ekki hvort þetta eigi við hér inni en Lazar Markovic er búinn að skora, hann skoraði á 3 mín.

    KV JMB

  73. Eins og ég hef áður sagt þá hef ég ekki trú á BR. Er þó sáttur fram að þessu og nú er bara að vona að Sterlingspundin verði nýtt af viti.

  74. Maður getur ekki annað en hugsað til allra þeirra leikmanna sem á undan honum Sterling hafa komið og toppað of snemma.

    Shaun Wright Phillips, Aaron Lennon, Scott Sinclair, Kieron Dyer, Danny Cadamanteri. Mögulega er hægt að setja Theo Walcott, Oxlade Chamberlain og Andors Townsend á þennan lista líka. Leikmenn með svipaða hæfileika og líkamsburði og Sterling, leikmenn sem hafa brunnið út ungir. Ungir enskir kantmenn, sem hafa þurft að treysta of mikið á hraðann snemma á sínum ferli og þar með blindað augu margra á raunverulega fótboltahæfileika þeirra.

    Að mínu mati eiga þeir það sameiginlegt að orðstír þeirra óx hraðar en hæfileikar þeirra og sumir náðu aldrei að uppfylla væntingar annara til þeirra. 49 milljónir fyrir Sterling er út í hött og Liverpool sem klúbbur ætti að þakka honum fyrir þessa gjöf frá City og hlaupa. Sterling verður eflaust betri en Sinclair, pottþétt betri en Cadamanteri en hann verður aldrei world class að mínu mati. Því miður fyrir hann. Því fagna ég þessari sölu og lofa stjórn klúbbsins fyrir staðfestu sína í þessu máli.

  75. Afhverju halda allir að þessum peningum verði eytt i leikmenn?
    Aftur skita CL og minni aur til,nei held að þessi peningur fari annað t.d i nyja völlinn eða eitthvað annað t.d borga eitthvað af þessum nyju leikmönnum,
    Mitt mat að engin stor nöfn komi og serstaklega ekki Benreke þvi hann vill yfirgefa A villa. fyrir lið i CL????

  76. Oxlade-Chamberlain er fæddur 1993 (22 í Ágúst), eigum við ekki að fara varlega í að segja að hann sé útbrunninn.

  77. Til er gott máltæki, Farið hefur fé betra, það á svo sannarlega við í þessu tilfelli.

  78. Lucas Leiva byrjaði inná í dag…en Kolo Toure var samt fyrirliðinn….

  79. Ein spurning til ykka/okkar allra.

    Viljum við frekar að félag okkar verði keypt af Abdulla bin al ahmed sheik osfrv. ?

    Viljum við halda með félagi eins og Man City?

    Eða viljum við komast á þann stað sem Barcelona er?

    Auðvitað fara stjörnur með enga rót í félaginu frá okkar klúbb fyrir félög sem bjóða miklu meira sviðsljós (ergo peningar og frægð) eða klúbba með olíu risa og stút fulla vasa af peningum (húrra fyrir FIFA fairplay).

    Okkar klúbbur á langt verkefni fyrir höndum að koma okkur á þann stað sem klúbburinn áður var. Tímarnir hafa breyst og við þurfum að aðlagast! Núna er ekki 1980 eða 1990, núna er 2015 og við þurfum að berjast með annari hersókn!

    Við verðum að vera liðið sem laðar unga og efnilega leikmenn til sín ásamt reynslu mönnum. Vinnur sig svo upp þar til að það kemst í stöðu eins og barcelona!

    Liðið er ekki rangri braut með það. En það verður súrt og sætt á leiðinni. Svo mikið er víst!

    Kv
    Haddi

  80. Að mínu mati full langt gengið að bera Sterling saman við Lennon og þessa gæja þar sem Sterling var valinn besti ungi leikmaður í evrópu. Hlýtur að vera betri en bara með hraða ef þú ætlar að vinna þér inn þann titil.

Roberto Firmino – mikilvægasta púslið?

4-0 sigur á Thai all stars.