Við erum ekki fyrr komnir yfir á nýtt kerfi og með nýtt útlit að stórsnillingurinn og heiðursmeðlimur Liverpool Bloggsins, Kristinn Geir Pálsson, lætur okkur í té nýja mynd fyrir haus síðunnar. Og ég verð að segja að þessi er alveg stórkostlegur!
Ég vona að það sjái þetta allir, það hefur verið eitthvað vesen með birtingu nýju síðunnar (sumir sjá bara gamla lúkkið) en þið sem sjáið þennan borða ættuð að taka eftir því að það eru 16 dagar, 2 klst, 5 mín og 10 sek í úrslitaleikinn gegn AC Milan. Nei, sjö sek, fimm sek, þrjár sek … 🙂
Ég spyr bara: hversu flott er þetta?
Sælir piltar skoða þessu síðu daglega stundum oft á dag hjá ykkur algjör snilldarsíða…:) en það var einn tengill á gömlu síðunni sem hét eikkvað newsnowliverpool sé hana ekki í tenglunum hjá ykkur…ef þið vilduð vera svo vænir að bæta honum við eða skrifa urlið hénna i commentin…:) P.S keep up the good work…:) og að sjálfsögðu áfram Liverpool…:)
Ekkert mál. Ég á eftir að fara í gegnum tenglana og bæta fleirum inn aftur, en NewsNow-tengillinn er HÉRNA.
Og já, eins og er næ ég hausnum ekki inn á stakar síður í kerfinu, hann birtist bara á forsíðu Bloggsins, en það er bara tímabundið vandamál. Verður lagað við fyrsta tækifæri. 🙂
Þetta lítur stórvel út.
já það styttist í LEIKINN.
Frábær haus á síðunni og ef manni leiðist getur maður bara komið hingað inn og talið niður í leikinn gegn Milan 🙂
Strákar, klukkan er vitlaus í hausnum, leikurinn byrjar kl. 18:45 að íslenskum tíma, en samt flottur haus.
Reddum því á morgun, ég miðaði við 19.45!
Sælir strákar! Loksins sé ég nýja útlitið hér heima og auðvitað er það bara snilldin ein. Kiddi Geir: snillingur. Kristján Atli, Einar, SSteinn, Aggi og Hjalti … snillingar líka.
til hamingju með þetta! Áfram Liverpool.
(ok… hvernig get ég svo “tekið frá” og passað það að enginn skrifi undir nafninu “Doddi” hérna nema ég? 🙂 )
Vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með nýju síðuna, bara snild.
Nýji Hausinn er líka snild.
Hausinn minnir mig á haus sem var á sýn.is árið 2005, þegar sýnarmenn voru að telja niður í úrslitaleikinn í Tyrklandi.
Annas brilljant síða.
Stórkostlegt! Frábær haus, enn og aftur….
LOKSINS kemst ég inn á síðuna eftir rugl síðustu daga, mikill léttir 🙂
Stórkostleg síða strákar til hamingju!!! Áfram LIVERPOOL!!!!!!!!
Ótrúlega flott eins og alltaf! 🙂
Snilldarhaus – algjörlega pro !
Þessi síða er bara gargandi snilld. Takk fyrir strákar, alltaf góð umfjöllun um málefni LFC hér
Núna erum við að tala saman… var farinn að sakna rauða litsins !
Þessi síða er algjörlega “essential” fyrir mann einsog mig þar sem að hér fer ég fyrst inn til að fá update á Liverpool… svo fer maður á official síðuna ef maður nennir því… 😉 Frábært framtak, keep up the good work
YNWA
Glæsilegur haus!
Hausinn ætti að sjást í stökum færslum akkúrat….NÚNA!
Þessi síða er fyrsta stopp í Liverpool síðum. Frábær síða, er soldið eins og gott vín, verður bara betra með aldrinum.