Brisbane Roar FC – Liverpool 1-2

Annar leikur undirbúningstímabilsins fór fram í morgun þegar Liverpool lagði Brisbane Roar FC 1-2 á Suncorp Stadium.

Liverpool byrjaði með nokkuð sterkt lið:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Gomez

Lucas
Henderson – Milner – Lallana
Ings – Origi

Bekkurinn:Toure, Lovren, Lambert, Moreno, Allen, Ibe, Bogdan, Kent, Rossiter, Wisdom, Markovic, Teixeira, Ojo, Wilson, Maguire, Cleary, Chirivella, Fulton.

Fyrri hálfleikur var nokkuð líflegur. Liverpool voru öllu sterkari og áttu flest færin, það var þó Petratos sem kom heimamönnum yfir 1-0 en Lallana jafnaði metin með frábæru marki eftir sendingu frá Milner. Sakho átti svo að koma okkur yfir á 44 mínútu en bjargað var á línu.

Milner var flottur í fyrri hálfleik en sá sem heillaði mig hvað mest var Gomez í vinstri bakverði. Sterkur, fljótur og öruggur á boltann.

Milner skoraði svo annað mark Liverpool, sem reyndist sigurmarkið, korteri fyrir leikslok. Hann fékk boltann frá Henderson, klobbaði einn varnarmann og setti boltann yfir markvörð Brisbane Roar, sá ekki alveg hvort hann hafði viðkomu í varnarmanni.

Ibe átti frábæran sprett rétt eftir það en markvörðurinn sá við honum.

Heilt yfir var þetta fín æfing. Flestir að eiga fínan leik.

Aðrar fréttir eru þær að Liverpool er búið að virkja klásúlu Benteke. Verið er að ræða hvernig greiðslur munu fara fram og mun Benteke svo fara í læknisskoðun í Liverpool áður en hann fer út og hittir (verðandi) liðsfélaga sína.

25 Comments

  1. Fín æfingar leikur og menn að leggja sig virkilega fram því að það verður hörð barátta að komast í liðið og tala nú ekki um þegar ungir strákar eins og Gomes, Texeira og Rosetter eru að sparka upp hurðinni( ekkert bank í gangi)

  2. Jæja hvernig var þetta? Hverjir voru góðir og svona?

    HATA þessa helvítis leiktíma.

  3. Henderson og Milner eru gott par á miðju vallarins.

    Hrikalega lýst mér vel á þennan Gomes.

    YNWA

  4. þetta var ágætis æfing,, en bara ein pæling!! markið sem við fengum á okkur er kunnulegt. Allir miðjumennirnir að pressa einn mann með bolta, sem þýðir að svæðið fyrir framan vörina er autt. Boltinn berst þangað á einn óvaldaðan sem skorar. Alltof margir að hlaupa út úr stöðum í hjálparpressu sem skilur sér bara í opnum svæðum og oftast fáum við mark á okkur. Annars lítur hópurinn bara vel út og nokkrir enn ekki fengið að spila. En mér langar í miðjuvarnartröll í viðbót og þá er þetta orðið gott.

  5. Milner ,Ings (smá óheppinn), Gomez( var lang mest heillaður af honum), Origi, Hendo og já mér fannst þeir flestir góðir… er þetta lið þarna er það einsog sæmilegt/lélegt úrvalsdeildarlið eða einsog gott Championshiplið??? en það er alveg ótrúlegt að Moreno hafi ekki fengið eina mínótu fram að þessu er hann meiddur??

  6. James Pearce ?@JamesPearceEcho 31s32 seconds ago
    Rodgers says that left-back Alberto Moreno has been injured and has only just started training again. #LFC

    þá var því svarað fyrir mig

  7. Ég er mjög hrifinn af þessum hvítu og rauðu varabúningum Liverpool og gaman að sjá Hames Milner sé að stimpla sig inn.

  8. James Pearce @JamesPearceEcho
    Rodgers says there’s no chance Joe Gomez will go out on loan this season. ‘He will stay here and compete for a place.’ #LFC

    Gott mál, enda á þessi strákur alveg rétt á byrjunarliðssæti, gætu orðið gjörsamlega frábær kaup.

  9. Bragi #6
    Ég gæti trúað því að ástralska deildin sé svipuð að styrkleika og Championship deildin enska.

  10. Í Guðs bænum ekki kalla James Milner, Hames. Maður er eins enskur og hægt er.

  11. Hvað varð samt um Ross Barkley? þetta er strákur sem mér fannst gjörsamlega vera besti arftakinn hans Gerrard en ég veit ólíklegt að Everton selji til Liverpool, ég veit hann er búinn að vera glíma við meiðsli en finnst skrýtið að hann er ekki orðaður við nein lið…

  12. Nr. 11

    Come on þetta er létt spaug, svipað kjánalegt og í tilviki James Rodriguez.

  13. Gomez var maður leiksins, Lallana, Milner, Ibe og Henderson voru einnig góðir.
    Mignolet 6
    Clyne 6
    Skrtel 6
    Sakho 6
    Gomez 8
    Lucas 6
    Henderson 6,5
    Milner 7
    Lallana 7
    Ings 6
    Origi 6
    Kent 6
    Toure 6
    Maguire 6
    Rositer 6
    Ibe 7
    Lambert N/A

  14. Joe Gomez 3,5 m punda gætu verið ein bestu kaup liverpool í langan tíma. Strákurinn er 18 ára og í fyrstu tveimur æfingarleikjunum þá hefur hann sýnt að hann getur varist, sótt og we með góðan hraða og snerpu.
    Rodgers sagði eftir leikinn að hann hefði séð nóg og að þessi strákur er ekki að fara á lán og að hann fái leiki í vetur. Hann spilaði í miðverðinum og hægri bak en leit mjög vel út í vinstri bak í dag. Spennandi strákur og vona ég að Rodgers gefur honum tækifæri í vetur.

  15. Ég held að mörg hver leikmannakaupinn frá því í fyrra reynast okkur gæfufengur á þessu tímabili. Adam Lallana,Emre Can,Lazar Markovic,Dejan Lovren,Divock Origi búa allir yfir hæfileikum sem gætu blómstrað í vetur og orðið jafnvel orsök þess að okkar menn verði í baráttu um Englandsmeistaratitilinn en líklega samt ekki.

    Verr og miður held ég að Liverpool endi á svipuðum slóðum í ár og á síðasta tímabili. Við erum enn að byggja upp lið og góðir leikmenn þurfa yfirleitt 2-12 mánuði til þess að aðlagast nýju liði svo það sjáist að þeir skari fram úr öðrum. Gott dæmi er Alexis Sanchez sem byrjaði ekki tímabilið ekkert allt of vel í fyrra hjá Arsenal en óx hægt og bítandi ásmegin. Sama held ég að gæti gerst fyrir Firmino, Milner og fyrir marga af þeim sem eru að byrja sitt fyrsta tímabli hjá Liverpool í ár.

    Einnig eru öll hin stóru liðin að styrkja sig og ég fullyrði að í ár hafa sex strærstu klúbbarnir aldrei búið yfir jafn mikillri breidd. Tottenham, Liverpool. Man Und, Chelsea, Arsenal, Man City eru komin með heimsklassa gæði í hverja stöðu og það væri í raun hreinræktuð veruleikafirring ef einhver er heldur að það sé sjálfsögð krafa að við séum ofar heldur en, Man Und, Chelsea, Man City, Arsenal í deildinni, því liðin eru augljóslega í hópi best mönnuðu liða í öllum heiminum. Reyndar held ég að Liverpool er að fá svipaða breidd og þessir klúbbar en þeir þur ár til viðbótar til aðlaga nýju leikmenina landinu og deildinni.

    Í ár er klúbburinn okkar búinn að fjárfesta í ámóta mikið af leikmönnum og í fyrra. Þeir virka allir spennandi.

    James Milner, Danny Ings, Joe Gomez, Roberto Firmino, Nathaniel Clyne og líklega Benteke eru allt leikmenn sem gætu slegið í gegn í sumar og gert liðið samkeppnishæft um meistaradeildarsæti og ég held að Bogdan er það góður markvörður að hann gæti slegið Mignolet úr byrjunarliðinu og haldið honum fyrir utan það allt tímabilið ef hann fyndi S-ið sitt í bílskúrnum heima hjá sér. Allavega var hann besti maður Bolton þegar hann spilaði gegn í fyrra.

    Tilfinningin mín er sú að fyrstu leikir tímabilsins munu einkennast af harki. Stefnan verður væntanlega að að nýjum leikmönnum verði hægt og bítandi hleypt inn í byrjunarliðið en ekki öllum stillt upp á sama tíma. það kæmi mér t.d ekkert á óvart, að Liverpool myndi fyrst um sinn spila aðeins þremur af þessum nýju leikmönnum. Milner, Clyne og Benteke (ef hann gengur til liðs við okkur) og svo fá aðrir leikmenn tækifæri eftir að líður á tímabilið.

    Léttleikandi lið þurfa tíma til að spila sig sama og á þeim tíma gæti allt verið orðið brjálað hjá aðhangendum okkar, því krafan er bæði ósanngjörn og óraunhæf. Liverpool er enn augljóslega í mikillri uppbyggingu. Það sést best á hvað margir leikmenn voru keyptir í vetur.

    Suarez skoraði td bara 11 mörk sitt fyrsta heila tímabil hjá okkur, 23, það næsta 31 það síðasta.

    Það eitt og sér segir mér að þolinmæði er lykill að gæðum.

  16. Sturridge, Origi, Ings, Benteke, Lallana, Markovitch, Ibe, Coutinho, Firmino og Texeira það verður smá vandamál að velja liði tala nú ekki að það verður bara pláss fyrir 4-5 af þessum í hverjum leik. Svo má ekki gleyma að Lambert og Balo eru enþá á launaskrá en ég reikna með að þeir fara.

  17. verður gaman að fylgjast með liðinu í vetur, og útileikjunum í EL sem vonandi ungu strákarnir fá að spila.. en getur einhver sagt mér hvernar Firmino, Coutinho emre og Ilori eiga að koma til móts við hópinn??

  18. Nr. 13
    Skil ekki alveg hvað er kjánalegt við það að bera fram nafn James Rodrigues sem Hames.
    Ekki segjum við MaLLorca, við berum það fram sem Majorca..

  19. Ef Lambert er partur af Benteke dílnum þá eru þau kaup skiljanleg. Bókhaldið í lagi þó ný “eign” sé stórlega ofmetin. Þá eru þetta kaup á 20M eins og lagt var upp með. Lambert er ekki í Liverpool klassa.

  20. ofmetin 49 mörk í 101 leik með liði eins og Aston Villa haha bullshitt!

  21. Er að horfa á leikinn í endursýningu á LFCTV.

    Talandi um “hit the ground running” – svakalega virðist Milner njóta sín vel. Kæmi mér ekki á óvart að Rodgers gerði hann að varakafteini. Hann skyggir hreinlega á Henderson með vinnusemi og þá er nú mikið sagt.

  22. Þeir leikmenn sem eru enn í fríi ættu að koma til móts við liðið í byrjun vikunnar (man-þri).
    Brasilía tapaði gegn Paraguay 27. júní sl. og þá eru þeir félagar búnir að vera í fríi í 3 vikur.

  23. Á meðan liðið okkar er að sprikla á grænum völlum andfætlinga, er Balotelli vinur okkar að skalla plastbolta-fyrirgjafir í ruslatunnu, af segway úti í garði (skv. Instagram)
    Eru meiðsli hans líkamleg eða andleg, og hversu slæm?

Brendan og “bakköppið”

Joe Gomez fer ekki fet!