Fowler og Lucas, fortíð og framtíð (uppfært)

Þá er búið að staðfesta það sem við vissum öll að væri á leiðinni. Dominic Fifield hjá Guardian segir að Rafa Benítez hafi tjáð Robbie Fowler það um helgina að hann muni ekki bjóða honum nýjan samning og því verði hann látinn fara frá félaginu í sumar. Þessar fréttir koma svo sem ekki á óvart, en það er samt skrýtið að þurfa að kveðja Fowler aftur.

Ég er þannig persónuleiki að ég tengist mjög fáum leikmönnum Liverpool eitthvað persónulega, fókusera frekar á klúbbinn, en þó eru alltaf nokkrir sem manni þykir bara svo sérlega vænt um að það er erfitt að sjá á eftir þeim. Michael Owen var einn slíkur, Ian Rush var annar og John Barnes þriðji. Robbie Fowler var og er einn af þessum hópi útvaldra sem manni þykir bara svo vænt um, sem Púllara, að það er erfitt að sjá á eftir honum. Hvað þá tvisvar. En hann getur þó huggað sig við það að hann fær almennilega kveðjustund í þetta sinn – þið megið gera ráð fyrir að hann byrji inná gegn Charlton um helgina og fái svo heiðursskiptingu eftir klukkutímann eða svo. Það verður ákveðið karmískt réttlæti að sjá The Kop fá að hylla hetjuna sína á þessari kveðjustund, þar sem menn kvörtuðu sáran í mörg ár að hafa ekki fengið að gera það í fyrra skiptið.

En nóg um það í bili. Við munum eflaust gera Robbie Fowler betri skil þegar sá tími kemur á næstu vikum (hann á jú enn eftir að koma (vonandi) við sögu í Aþenu). Rafa Benítez er ekki maður sem er þekktur fyrir að dvelja við hlið liðna. Það þori ég að fullyrða því gjörðir hans á leikmannamarkaðnum sýna að hann er þegar byrjaður að skipuleggja. Hverjum okkar hefði til dæmis dottið það í hug í gær að hann væri búinn að semja um kaup á brasilískum landsliðsmiðjumanni fyrir 8m punda? Það virðist þó vera raunin, en Sky Sports segja frá því í dag að hinn tvítugi Lucas Pezzini, sem hefur m.a. verið fyrirliði U-18 og U-21s árs liða Brasilíu, sé við það að semja við Liverpool og muni koma til Englands í sumar.

Lucas þessi ku vera mikið efni og ef kaupverðið sem Sky tala um er rétt, 8m punda, hlýtur að vera talsvert í hann varið. Samkvæmt lýsingum er hann brasilískur miðjuleikstjórnandi í ætt við menn á borð við Dunga, Socrates og jafnvel okkar eigin Xabi Alonso, en svo sá ég þetta myndband og tók eftir því að hann virðist vera talsvert duglegri við að skora en þeir sem honum er líkt við:

Hann sem sagt getur skotið á mark. Ég verð að viðurkenna að ég þekki þennan strák ekki neitt, hef aðeins einu sinni heyrt nafn hans þegar ég las einhvers staðar á netinu að hann hefði verið kosinn leikmaður ársins í Brasilíu í fyrra eða eitthvað álíka (finn þá grein ómögulega núna), en ef vídjóið hér að ofan er eitthvað að marka er þetta frekar aggressífur miðjumaður og minnir hann mig nú frekar á Steven Gerrard en Xabi Alonso. Hann leikur fyrir Gremio í Brasilíu, sem er liðið sem Ronaldinho lék með áður en hann kom til Evrópu. Þá er hann víst með ítalskt vegabréf þannig að hann kemst auðveldlega til Englands.

Hvað þetta þýðir fyrir miðjumenn liðsins er erfitt að segja. Þessi strákur er bara rétt tvítugur en kaupverðið, ef það er rétt hjá Sky, bendir varla til þess að Rafa ætli að setja hann í varaliðið eins og hina stráklingana. Hvað þýðir þetta þá fyrir þá Alonso, Mascherano, Sissoko, Gerrard og Zenden? Er úti um Zenden með þessum kaupum? Eða er eitthvað til í slúðrinu sem segir að Rafa ætli að nota Alonso sem vogarafl til að semja við Barcelona um Samuel Eto’o? Eða eru augnmeiðslin enn að hindra Momo Sissoko og ætlar Rafa því að losa sig við hann? Eða þýðir þetta að Gerrard verður framvegis nær eingöngu kantmaður hjá Liverpool? Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvað gerist hjá miðjumönnunum sem eru fyrir hjá Liverpool, en á meðan getur maður þó brosað yfir því að Liverpool sé að kaupa lítt þekktan en mikils metinn Brassa.

Það er jú ekki langt síðan annar slíkur kom yfir til Evrópu á svipuðu kaupverði og menn ráku upp stór augu – hvaða Kaká er þetta eiginlega? 🙂


Uppfært (EÖE): Það hefur verið staðfest á Official vefnum að Liverpool eru búnir að kaupa Lucas Leiva. Rafa tjáir sig um Lucas:

He is the captain of the Brazil under-20 side and won the Golden Boot in his country last year so we know he has quality and we also believe he has the mentality and the character you need to do well in England.

“He can play as a holding midfielder but he can also get from box to box and so I am looking forward to seeing him score goals for Liverpool in the future.

“A lot of clubs in England and Spain were asking about him but our scouting department has again been working really hard and it’s good that he’s coming to us.

“He will arrive in the summer and then will start adapting to football in this country. We know it can take time but I think he has the quality to be putting pressure on Gerrard, Mascherano, Xabi and Sissoko next season.”

Hljómar vel. Og athyglisvert að nákvæmlega enginn slúðurvefur hafði talað um þessi kaup fyrr en í morgun.

Það hefur einnig verið staðfest að [Robbie Fowler mun leika í síðasta skipti fyrir Liverpool á Anfield á sunnudaginn](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N155897070511-1407.htm). Robbie tjáir sig m.a. um málið:

“At least this time I will get a chance to say goodbye properly because I was gutted the way it happened last time. Since I’ve been back, the support I’ve had from the fans has been tremendous. It’s been even better than it was first time around.

“Maybe you appreciate it even more when you’ve been away and missed it so much, but I’ll never forget the reception they gave me and will always be thankful for it. I just hope I can finish with a few goals and a Champions League win.

“That would be the perfect way to end the season.”

Þetta gerir allavegana leikinn á sunnudaginn aðeins athyglisverðari.

22 Comments

  1. Á Wikipedia síðunni um Lucas er staðfest að hann hafi verið valinn leikmaður ársins í Brasilíu árið 2006.

    Ég er ekki jafnmikill fanatískur aðdáandi Robbie Fowler og margir aðrir stuðningsmenn Liverpool, en samt er auðvitað leiðinlegt að sjá hann kveðja. Vona að hann fari þó ekki til Bolton, heldur að þetta verði síðasti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni.

    Það var allavegana gaman að fá hann aftur í 1 og hálft tímabil.

    En þessi Lucas virðist spennandi kostur, þó ég viti nákvæmlega ekkert um hann. En einsog Kristján bendir á, þá vissu menn nú ekkert rosalega mikið um Kaka og fleiri þegar þeir komu fyrst til Evrópu.

  2. Var ekki kaká í Brasilíska landsliðinu sem spilaði á móti Íslandi í síðasta leik sínum fyrir hm 2002?
    og ef mig minnr rétt þá skoraði hann 2-0 í 6-0 sigri.. þá vissi enginn hver hann var..

  3. Brasilískur miðjumaður sem getur tæklað hlýtur að vera góð tíðindi. Þeir eru nú með aðeins meiri boltatækni heldur en meðal David Batty/Nicky Butt. Auk þess eru nú mjög fáir Brasilíumenn sem eru í raun virkilega varnarsinnaðir. Það getur ekki verið verra að fá svona mann í hópinn. Nema allt sumarið verði svona og það verði bara keyptir varnarmiðjumenn, markmenn og vinstri bakverðir. Hef samt enga trú á því.
    Og Einar ég mæli með því að þú verðir þér útum syrpu með mörkum Fowlers þarna fyrstu fjögur, fimm árin eða svo. Það gæti kannski aukið á fanatíkina

  4. Ég man þá tíð að Benitez sagðist ekki geta eytt sömu fjármunum í unglinga og Arsene Wenger. Sýnist hann vera að eyða ágætlega í einhvern leikmann sem enginn veit neitt um núna, ef 8m eða 5m punda reynist réttur verðmiði.

  5. hvað er í gangi, af hverju ekki að styrkja sig í stöðum sem við erum slappir í svo sem kanntmenn, sóknina, jafn vel vinstribak. En nei það af því að við erum með eina bestu miðju í heimi um að gera að kaupa einn nýjan þar…. Eins gott að hann selji annaðhvort alonso eða sissoko. S.Gerrard á heima á miðjunni og bara þar. takk fyrir takk
    Ég ætla að vona að meistari benni viti hvað hann er að gera, treysti honum fullkomlega, enda einn af bestu þjálfururm í heimi, en skil þessi kaup samt ekki ef þau verða.

  6. Já þá velur maður góðan leik til að fara á 🙂 Ekki leiðinlegt að sjá tvær hetjur kvaddar á Anfield 🙂

  7. Mér líst agalega vel á þennan Lucas. Fyrst Rafa segir að hann geti átt möguleika í aðalliðið á næsta tímabili hlýtur hann að geta eitthvað. Rafa veit nú hvað hann segir karlinn. 🙂

  8. Já þetta lýtur allt saman vel út. Tek líka eftir því að Rafa segir að Lucas eigi að setja pressu á Gerrard, XABI, Mascherano og MOMO svo að þessir menn eru alls ekkert á förum en einhverjir hafa verið að tala um að Xabi sé jafnvel að fara. Sem betur fer!

    Svo er þetta auðvitað bara svona með Fowler, hann er Guð en það þurfa líka aðrir að komast að og taka við. Kæmi mér ekki á óvart að sjá hann koma aftur eftir 2-3 ár sem þjálfari eða eitthvað í þá áttina.

  9. Allt í lagi að kaupa einn efnilegan leikmann og styrkja svo stöðurnar sem í vantar með HEIMSKLASSA-TOPP MÖNNUM.

    Við höfum líklega meiri pening núna en oft áður og því er þetta líklega ekki stór upphæð af heildarfjármagninu sem við getum eytt í leikmenn.

    Sjáum hvað gerist…

  10. Veit nákvæmlega ekkert um þennan leikmann. Það eru hinsvegar nokkrir hlutir sem ég staldra við og gera það að verkum að ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð spenntur. Í fyrsta lagi er þetta fyrirliði undir 21 árs liðs Brasilíu og var líka fyrirliði undir 18 á sínum tíma. Þá var hann valinn besti leikmaður brasilísku deildarinnar 2006. Fyrir 20 ára gutta eru þetta hörku meðmæli. Síðan er hann keyptur á 5 milljónir punda sem er nokkur peningur fyrir ungan leikmann sem hefur ekki sannað sig í sterkum deildum í evrópu. Hugsanlega höfum við hér náð í hörku leikmann. Ef ég á að vera neikvæður þá má svo sem líka segja að hann spili þá stöðu á vellinum sem við þufum hvað síst að styrkja eða inn á miðri miðjunni. Vonandi höfum við náð í hörku leikmann og vonandi nær hann að aðlagast enska boltanum.

  11. Hvenær klárast tímabilið í Brasilíu? Þ.e. hvenær mætir kappinn? Fyrir undirbúningstímabilið eða bara rétt fyrir fyrsta leik?

  12. Þetta virðist vera pödduflinkur drengur þessi….uuu…nafnið hans hér og fagna ég því að við fáum svona efnilega drengi, fremur sem framkvæmdastjórinn verði hér næstu 5-8 árin. Það er algjörlega nr 1,2,3 osfrv að Rafa fái að vinna með þennan hóp í eins langan tíma og honum langar til til að fá að byggja upp sitt lið.

    Hvað Robbie Fowler varðar…..ekkert til að reita menn til reiðis hér en ég er þrusu ánægður með að fá eitthvað nýtt blóð inn fyrir hann en er samt ekki viss með þennan Úkraínumann sem kemur í sumar. Hann er þó allavega með lífsmarki.

  13. Þeir sem eru valdir menn leiktíðarinnar í Brasilíu eru tilvonandi leikmenn framtíðarinnar…. sama hvernig litið er á það ! Það er hins vegar viðurinn sem fær að blómstra undir handleiðslu einhvers sem virkilega kann að meðhöndla það… við skulum vona að Mr. Benitez viti hvað hann er að gera með þennan afburðasnilling….
    Hvað annað varðar… þá er einsog síðast.. það vantar, sárlega, annað enn nokkurt annað, hægri kant og framherja… (ekki annan Gerrard eða Xabi Alonso)…. Alaves og D.Villa væru góð kaup….

    YNWA
    kv,

One Ping

  1. Pingback:

Eto’o á 40 milljónir punda?

Charlton á morgun.