Okkar menn hófu leiktíðina þar sem þeirri síðustu lauk og niðurstaðan varð 1-0 baráttusigur í fyrstu umferð Úrvalsdeildarinnar tímabilið 2015/16.
Brendan Rodgers valdi nokkurn veginn það byrjunarlið sem búist var við. Aðeins fimm leikmenn úr 6-1 tapinu hérna í maí voru enn í byrjunarliðinu, fjórir leikmannakaupa sumarsins voru einnig í byrjunarliði og hinir fjórir á bekk. Daniel Sturridge og Joe Allen eru meiddir og Mamadou Sakho gat ekki æft í aðdraganda leiksins vegna barnsburðar konu hans, annars var fullskipaður hópur.
Liðið var sem hér segir:
Mignolet
Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez
Henderson – Milner
Ibe – Coutinho – Lallana
Benteke
Bekkur: Bogdan, Touré, Moreno, Can (inn f. Lallana), Firmino (inn f. Ibe), Origi, Ings.
Gangur leiksins: Það var fátt um fína drætti í þessum leik, sannkallaður sumarbragur á þessu. Bæði lið voru mjög skipulögð, gáfu fá færi á sér, okkar menn meira með boltann en hvorugt liðið skapaði sér mikið að ráði. Ég punkta venjulega hjá mér helstu atriðin yfir leik þegar ég á leikskýrslu og fram á 67. mínútu var ég bara búinn að skrifa niður gul spjöld og innáskiptingar. Það lifnaði aðeins yfir þessu síðasta hálftímann, Stoke ógnuðu með sköllum úr tveimur föstum leikatriðum en Mignolet kýldi frá, á meðan okkar menn ógnuðu lítið sem ekkert.
Ég var svona í huganum farinn að sætta mig við ágætt jafntefli á erfiðum útivelli þegar Phil Coutinho skaut upp kollinum á 86. mínútu, fékk rúllu frá Joe Gomez og sneri sig frá miðjumanni Stoke sem reyndi að toga í hann, fékk að hlaupa nálægt vítateig heimamanna og þá er ekki að spyrja að leikslokum, Phil smurð’ann upp í markhornið fjær án þess að Jack Butland gæti komið vörnum við.
Lokatölur 1-0, einfaldlega risastór þrjú stig og aðeins í annað sinn sem Liverpool vinnur deildarleik þarna. Aðeins Manchester United hafa unnið sinn fyrsta leik af keppinautum okkar í topp-6 á síðustu leiktíð – Chelsea, Arsenal, Tottenham og nágrannarnir í Everton töpuðu allir stigum – og því er frábært að ná að innbyrða þrjú stig á Britannia gegn sterku Stoke-liði.
Maður leiksins: Þetta var nokkuð þétt hjá okkar mönnum en lítið um sköpunargleði fram á við. Vörnin stóð sig vel varnarlega og þeir Hendo og Milner stýrðu miðjunni. Ibe var sprækur í svona hálftíma og datt svo út úr leiknum á meðan Big Ben komst aldrei inn í þetta frammi enda allt of einangraður fyrir minn smekk. Lallana spilaði sig sennilega út úr byrjunarliðinu með frammistöðu sinni í dag en hún var ekki upp á marga fiska og það er nánast öruggt að Firmino tekur stöðu hans gegn Bournemouth eftir rúma viku. Firmino og Can voru sprækir varamenn.
Ég ætla hins vegar að tuða aðeins yfir Brendan Rodgers, stuttlega. Þegar Benteke var keyptur var ég helst hræddur um að annað af tvennu myndi gerast: (a) Hann myndi ekki passa í okkar leikaðferð eða (b) við færum að spila stórkarlabolta af því að hann er stór, þótt það henti honum ekkert endilega. B varð fyrir valinu í dag, allt frá Mignolet til fremstu manna virtist dagsskipunin vera sú að koma háum boltum á Benteke eins fljótt og hægt er og reyna svo að vinna úr því.
Þetta skilaði einfaldlega engu og mun aldrei gera með Lallana og Ibe límda við hliðarlínurnar, langt frá Big Ben í skallaeinvígjunum. Ef þú værir með framherja við hlið hans? Kannski. Ég hefði allavega viljað sjá liðið reyna að spila meiri fótbolta, halda boltanum á jörðinni og finna glufur á milli lína andstæðinganna þar sem Benteke hefur sannað að hann er lunkinn að finna pláss til að skjóta (sjá markið hans gegn okkur á Wembley í vor).
Frábær sigur í baráttuleik með sumarívafi og risastór þrjú stig en ég vona að leikaðferðin sé ekki það sem koma skal.
Já og Coutinho er maður leiksins, að sjálfsögðu. Þvílíkt mark!
Næst er það Bournemouth á Anfield eftir rúma viku. Við brosum yfir sigurleik og hreinu laki þangað til. Top of the league!
3 stig við biðjum ekki um meira a erfiðum útivelli 🙂
Jæja, kanski ekki 6-1 en ég tek það…
IN YOUR FACE NEIKVÆÐU NÖLDURSEGGIR Á SÍÐUNNI!
Frábært, frábært, frábært!
Sæl og blessuð.
Þá er það ljóst. Ben Johnson er sex marka maður.
#3 Eitt mark breiðir ekki yfir spilamennsku liðsins heilt yfir í leiknum.
Minnti nú bara aðeins á opnunarleikinn haustið 2013. Sturridge þá, Coutinho núna.
Ekki sannfærandi, en 3 stig. Tek þau allan daginn , og alla daga. Takk fyrir litli brasilíski snillingur. 🙂
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!
Frábær úrslit. Gríðarleg þýðing í mörgu hérna og nú ætla ég að reyna að ná púlsinum niður, meira eftir skýrsluna hans Kristjáns en þetta var ofboðslega góður dagur finnst mér og þá gleðilegast að varnarleikurinn var góður að mestu leyti.
Takk elsku LFC strákarnir mínir….ég þurfti á þessu að halda!
Frábær sigur á gríðarlegum erfiðum útivelli. Heilt yfir var þetta sanngjarn sigur.
Félagar sem drulluð yfir Lovren hvar eru þið núna til gagnrýna hann?
#3 þú gleymdir að bæta við “ótrúlega leiðinlega niðurdrepandi, lífsviljaslökkvandi”
Frábært að sækja þrjú stig á þennan völl, þetta var ekki fallegt en so fucking what. Hversu mörg lið munu vinna á þessum velli í vetur? Það besta við þetta var samt að við náðum stigunum þrátt fyrir að spila illa og Rodgers veit núna aðeins betur hvernig hann á að stilla upp.
Það var alveg klárt mál að Rodgers færi rólega í þennan leik og myndi láta menn jafn og þétt fá meira sjálfstraust. Það hefði getað endað illa ef Stoke hefðu komist yfir í þessum leik.
Milner og Hendo vörðu vörnina vel og Lovren kom vel út og vonandi fer hann að sýna hvað hann getur. 3 stig í þessum leik er vel gert, menn eru að slípa sig saman og þeir sem áttu von á einhverri flugelda sýningu hef ég ekki skilning á.
Vörning hélt og við fengum 3 stig, ég er mjög sáttur með daginn.
3 stig í hús og skiptingar Rodgers virkuðu vel. Frábært að fá Can inná með því náði liðið tökum á miðjunni sem gerði það að verkum að það losnaði um leikmenn.
Vörnin mjög soild í dag, Skrtel og Lovren frábærir saman. Clyne kemur flottur inní þetta, en Gomes þarf meiri tíma. Mignolet varði svo það sem kom á markið.
Döpru punktanir voru klárlega Lallana og Ibe sem virtust ekki tilbúnir í leikinn. Benteke fékk úr litlu úr moða og hefði með smá heppni geta skorað.
Eina sem skiptir mál er sigur, Liverpool er þremur stigum á undan Arsenal og Tottenham og tveimur á undan Chelsea.
Flottur sigur.
Vonandi á spilamennskan eftir að batna. Rogers verður að finna lausn á flæði milli miðju og sóknar.
Það var haustbragur yfir þessum leik. Mér fannst vörnin hjá Liverpool frábær og liðið spilaði öruggt og gaf lítið af færum.
Stoke fékk reyndar sín fær en þau voru alls ekkert svo mörg.
Sóknaleikuri Liverpool var ekkert sérstakur. Ég myndi samt ekkert örvænta því þetta er fyrsti leikur á tímabilinu og t.d fyrsti leikurinn sem Benteke er að spila með A-liðinu.
En þökk sé töframanninum okkar, hinum mikilfenglega snillingi, COUTINHO þá fengum við 3 stig úr þessum leik og það er það sem telur mest að að lokum.
Frábær úrslit og skiptingarnar skiluðu okkur miklu meiri gæðum en oft áður. Vinnusemi og þolinmæðitil fyrirmyndar en áræðni vantaði kannski smá sóknarlega. Coutinho með frábæra takta. Næsti leikur takk.
Frábær 3 stig í einhvejum leiðinlegasta leik sem Liverpool hefur spilað, Greinilegt að uppleggið var að tapa leiknum ekki frekar en vinna. Litli brassinn káti sýndi magnaða takta í markinu og kláraði leikinn. Seinar og takmarkaðar innáskiptingar BR sýndu að hann er við sama þráhyggjuhornið og á sípðustu leiktíð og það er kvíðvænlegt. En góð 3 stig í hús fær mann til að gleyma öllu öðru.
Góðar stundir
Mikið ósköp þykir mér mikill munur að hafa SOLID hægri bakvörð. Liðið leit bara ágætlega út varnarlega fyrir utan nokkrar rygðurispur hjá honum Skrtel sem mér fannst hvað slakastur í liðinu.
Frábær sigur á erfiðum útivelli – 3 stig og smá hefnd eftir síðustu leiktíð.
Coutinho með frábært sigumark eftir frekar dapran leik hjá kappanum .
Skrtel/Lovren voru frábærir í þessum leik. Maður hafði smá áhyggjur af Lovren en þetta var frábær leikur hjá kappanum.
Mignolet mjög öruggur í dag
Clyne var flottur og gaman að sjá bakvörð sem kemur með hraða og tekur vel þátt í sóknarleiknum.
Gomez var í smá vandræðum varnarlega en Walters fór stundum illa með hann.
Millner/Henderson djöfluðust á miðjuni og Millner virkar sem mikil leiðtogi.
Lallana náði sér ekki á strik frekar en aðrir á þeim tíma sem hann var inná.
Ibe komst eiginlega aldrei í gang en var ógnandi.
Benteke lét finna vel fyrir sér en fékk ekki mörg tækifæri(eitt hálfæri þegar Lallana gerði vel og sendi hann fyrir).
Rodgers gerði vel í þessum leik. Þetta var liðið sem maður hefði tippað á fyrir þennan leik. Hann fór ekki í hápressu og hafði liðið þétt varnarlega og skilaði það því að liðið hélt hreinu. Hann setti E.Can inná miðsvæðið til þess að vinna það og fékk Henderson/Millner þá mun meiri hjálp og vann Liverpool þetta svæði.
Firminho kom með smá kraft inní þetta og var það líka fín skiptin.
Það var ekki hægt að gera betur en þetta í þessum leik. 3 stig og næst er það heimaleikur gegn nýliðunum og getur maður varla beðið eftir þeim leik. Sá þá spila í gær og þeir djöflast og láta finna vel fyrir sér svo að það er ekkert gefið í þessari deild eins og 1.umferðin sýndi okkur.
Fyndið þegar að menn hrauna yfir leikinn þegar að við tökum 3 stig, en þegar að Mourinho gerir það sama þá er hann snillingur.
Að tala um þennan leik sem þann leiðinlegasta sem Liverpool hefur spilað.
Þá spyr ég, sástu ekki leikinn á móti Stoke sem fór 6-1 fyrir Stoke, mér persónulega fannst hann mun leiðinlegri en þessi.
Coutinho litli snillingur lang besti leikmaður okkar bjargaði okkur þurfum að vera miklu betri til að ná topp 4. Vorum mikilu betri eftir að lallana fór útaf og skiptum í 443 hef enga trú á 4231 can og firmino verða að byrja fyrir lallana og ibe sem er ekki alveg tilbúin að byrja alla leiki. Með can á miðjunni frelsast milner og henderson. Og með coutinho og firmino þá erum við með pressulið dauðans. Mun styðja rodgers ef hann spilar þessi liði. Ég er einn af þeim sem hef enga trú en hann steig ekki feilspor í leiknum. Koma svo rodgers enga þrjósku í ár. Og koma liverpool man utd gátu ekkert í gær chelsea og arsenal byrja illa við getum þetta we are liverpool
Rodgers var að fara taka Coutinho útaf fyrir Ings rétt áður en að hann skoraði.
Gríðarlega mikilvæg þrjú stig þó að spilamennskan hafi ekki verið góð að þá er ansi sterkt að landa öllum stigunum!
YNWA!
Lallana á eftir að verða flottur á þessu tímabili sanniði til. Þetta var mjög hægur leikur frama af og lítið tækifæri til þess að skapa eitthvað. Þegar Lallana var tekinn af velli hafði Coutinho og Ibe ekkert gert neitt merkilegara.
Mörk breyta leikjum og er ég viss um að menn væru að byðja um að reka Rodgers og að liðið væri ömurlegt ef Coutinho hefði ekki skorað.
Ég hef fulla trú á Rodgers og strákunum og hefði haft það þótt að þessi leikur hefði endað 0-0.
YNWA
Frábær sigur á þessum erfiða útivelli. Hreint lak og sterk byrjun. Tek alltaf 1-0 sigur eða 0-1 no matter what. Þetta var virkilega gott og sterkt!!
#5. Enginn að tala um að spilamennskan hafi verið eitthvað frábær, menn fagna hinsvegar sigri 🙂
Leikurinn spilaðist smá þannig að maður setti Liverpool og Stoke á sama stað hvað gæði varðar. Á Brittania snýst allt um vörn og það var erfitt fyrir ómótaða sóknarlínu okkar manna að komast í gegnum hana. Að sama skapi frábært að sjá hvað menn pressuðu framarlega, að sjá anda í liðinu, varnarsinnaða sóknartækni sem fór langt með að skila okkur titlinum fyrir ekki löngu. Allan tímann augljóst að það þurfti stönner til að klára leikinn. Coutinho bjargaði deginum. Kannski vetrinum. Sjáum til.
35 milljónir fyrir annan Balotelli???? Ég vona ekki en mér fannst Benteke ekki geta nokkurn skapaðan hlut og aðrir en Coutinho voru varla á pari, því miður.
En , þetta kemur.
Við skulum ekki að vera dæma einstaka leikmenn né liðið sem spilaði þennan leik því að það tekur tíma að spila sig i gang, leikmenn eru mislangt komnir í formi og fl.
Ég tek sáttur við þessum sigri í dag þvi að sagan segir það að þessi leikur hefur reynst Liverpool erviður í gegnum tíðina.
Lallana var alveg vonlaus, svo er hann alltof aumur, hann er axlaður af boltanum aftur og aftur.
Verulega ánægjulegt að sjá Lovren eiga brilliant leik, kannski er hann loksins að koma til.
Úffff…þetta var gott, bjargar alveg helginni.
Nokkrar góðar greiningar eru komnar fram hérna. Mér fannst Gomez eiga í miklum vandræðum með Walters, reyndar hefur hann nú yfirleitt reynst okkur erfiður. Held að önnur lið horfi sérstaklega til þess að sækja á vinstri bakvörðinn hjá okkur. Aðrir varnarmenn stóðu sig mjög vel, sem og miðjumennirnir. Lítið kom út úr Lallana, Ibe og Benteke en Coutinho bjargar auðvitað deginum. Hann hafði raunar átt flest það sem skapaði hættu hjá okkar mönnum. Reyndar átti Henderson að gera betur þegar hann ætlaði að senda á Benteke.
Sóknir Stoke voru á köflum hættulegar en Mignolet þurfti aðeins að verja einu sinni, það var eftir hættulega aukaspyrnu Charlie Adam. Sá bolti hefði hæglega getað dottið í netið. Þá voru nokkrar “last ditch tackles” hjá okkar mönnum.
Það er síðan augljóst að Clyne hefur mikinn áhuga á að taka þátt í sóknarleiknum og mér fannst Milner og Henderson ná að kovera vel það svæði sem hann skildi ítrekað eftir.
Ég er ósammála þeim sem gagnrýna Rodgers í dag. Mér fannst skiptingarnar góðar, Can kom með aukna festu inn á miðsvæðið sem frelsaði t.d. Coutinho. Firmion átti erfitt þessar mínútur sem hann spilaði, reynir flotta hluti en tapaði boltanum oftast. Hann þarf að fá tíma til að komast smátt og smátt inn í þetta. Ég var í hausnum á mér að kalla eftir því að Moreno kæmi inn á en líklega var uppleggið þannig að Clyne hefði meira fríspil hægra megin og Gomez héldi sig bara í vörninni. Megnið af leiknum var það samt svolítið skrýtið því Ibe er mun meiri kantmaður en Lallana – sumsé lítil sem engin ógn af vinstri kantinum en tvöföld ógn af hægri kantinum. Vantar jafnvægi þarna og ég myndi hiklaust spila Moreno gegn Bournemouth.
Að því sögðu þá efast ég um að Rodgers breyti byrjunarliði mikið eftir þennan leik. Hugsanlega Can fyrir Lallana, kannski fær Lallana annan séns, hugsanlega Firmino fyrir Ibe. Kemur allt í ljós. Allaveg, þrjú fáránlega góð stig og vonum að við náum að vinna næstu heimaleiki og stríða Man U og Arsenal.
Sigur á erfiðum útivelli gegn erfiðu liði. Ekki endilega gegn góðu liði, en erfiðu.
Ég vona bara að pressan sem liðið var að skila á þarsíðasta tímabili fari að detta inn, þá eru okkur allir vegir færir.
Þetta var frábær sigur. Ég reikna með að bæði leikmenn og stjórinn hafi verið með í maganum útaf úrslitum síðasta leiks þarna. Mér fannst þeir komast vel frá þessu ekki síst stjórinn. Mjög góðar skiptingar á tíma sem menn voru farnir að þreytast.
Flott byrjun seigi ég bara, og þeir sem eru að dissa Gomes þá sá ég þetta á fb :
18 ára Joe Gomez var að spila sinn fyrsta opinbera leik fyrir félagið og byrjaði á að splæsa í þessa tölfræði!
100% unnar tæklingar
8 hreinsanir
1 stoðsending
Frábær úrslit !
Svona leikir eru ekki fyrir augad…tad er vist. En sigur er sigur og vid tokkum fyrir hann to sidar verdi. Ljost ad naesta byrjunarlid verdur breytt
Ekkert sérstakur leikur en úrslitin frábær og egner mjog glaður .
Nennir samt einhver að segja mer hvað Þorvaldur Örlygsson meinti þegar hann sagði við Hjörvar eftir leik að það væri engin sens fyrir okkar menn að enda i topp 4 ef að Milner yrði mikið a miðjunni. Ég var mjög glaður með Milner i dag..
Það hefði verið athyglisvert að lesa kommentin hérna ef Lpool hefði tapað 0-2 á móti West Ham heima eða “bara” náð jafntefli 2-2 heima á móti Swansea……
Þessi völlur hefur reynst Lpool sérlega erfiður gegnum tíðina. Það eina sem skiptir máli í dag eru 3 stig!! Stoke leikir eru ALDREI skemmtilegir, sama við hverja þeir eru að spila!
Þetta var sætur sigur hahahahaha
Áfram Liverpool
Mignolet- Toppleikur, í þau skipti sem hann þurfti að beyta sér, eina sem ég man var að hann fékk sendingu frá gomez og sendi boltan dálítið illa fram. En hvað vörslu varðaði þá var hún upp á topp.
Clyne – Toppleikur, gerði enginn mistök og sótti vel fram.
Skrtel- Toppleikur, Traustur eins og alltaf.
Lovren – Toppleikur – Er hægt og bítandi að verða þessara 20 miljón punda virði sem hann var keyptur fyrir.
Gomez- að mínu mati besti maður leiksins. Spilaði sinn fyrsta leik og steig ekki feilspor og áttu auk þess stoðsendinguna á Coutinho. Fáranlegt að hlusta t.d á síðuhaldara vera stöðugt að hamra á því að hann er veiki hlekkurinn í liðinu. Það kæmist ekki krókudíll framhjá honum öðrísi en að breytast í stígvél.
Henderson- Góður leikur. Verð að viðurkenna að ég saknaði stundum smá Gerrards þegar kom að fyrirgjöfum. Fannst eins og Gerrard hefði gefið betri sendingar á Benteke og mögulega gefið hættulegra færi. En varnarlega er Henderson miklu betri en gerrard og hvað yfirferð varðar.
Milner – Góður leikur. Hann sýndi stundum góða takta en var mikið í vinnslunni og hlaupum. Held að hann eigi mikið inni og fannst hann vaxa ásmegin þegar leið á leikinn og held ég að hann verði stöðugt sterkari eftir þvi sem hann þekkir betur inn á liðið.
Coutinho – Hefur oft verið betri, en sýndi svo sannarlega takta í þessum leik, sem minna mig á ahverju mér finnst hann vera skemmtilegasti leikmaðurinn í deildinni og einn af þeim allra bestu. Held að það sé það sama með hann og fleirri. Mikið af nýjum leikmönnum og hann þarf að læra betur að spila inn á þá.
Lallana – Mér fannst hann ekkert arfaslakur, en ekkert allt of góður heldur. Spilaði vel – en gerði ekkert aukalega.
Ibe- átti góða spretti, sérstaklega í fyrri hálfleik og getur greinilega verið stórhættulegur. Gæti vel trúað að hann verði alltaf í kringum byrjunarliðið í vetur.
Benteke- Sást lítið hans. Hann var alltaf að reyna og barðist vel en fékk sára lítið af færum. Finnst hann samt t.d betri en Balotelli að hann hættir aldrei að berjast og er að öllum stundum. Held að það þurfi að læra betur inn á hann. Fannst eins og leikmenn væru ekki enn komnir með hreifingar hans á hreinu. T.d komst henderson inn – en sendi ekki boltan beint í lappirnar eins og Benteke skammaði hann fyrir að hafa ekki gert. Held að hann komi bara til með að batna.
Sóknarlega var Liverpool ekkert sérstakt- en varnarlega stóð það sig mjög vel. Spilamennskan fín en hún ögraði ekki nógu mikið. Finnst það frábær grunnur til að byggja á og mér finnst sóknarleikurinn miklu líklegri að fara í gang en í fyrra. Tala nú ekki þegar Sturridge kemur aftur til baka.
Vá hvað liðið var ævintýralega lélegt. Nákvæmlega ekkert að gerast og þetta leikkerfi með einn framherja er alls ekki að ganga frekar en í fyrra. Og til hamingju, við keyptum annan Balotelli til að vera fremstan. Eins og einn hafi ekki verið nóg. Benteke nennti aldrei að hreyfa sig án bolta og gerði aldrei tilraun til að trufla boltamanninn. Hvílíkur ræfill. Ég er alltaf að hallast meir og meir að því að það þarf að skipta um stjóra í brúnni. Alls ekki nógu gott. 🙁
Sigur fátt annað merkilegt í gangi þar sem spilamennskan var ekki upp á marga fiska. Vörnin þó góð. Það sem mér þótti verst að sjá voru þessar löngu sendingar á Benteke, fannst það vera smá flashback til Heskey tímabilsins. En ekki fannst mér við Benteke mikið að sakast í þessu leik. Sjaldan sem menn voru nógu nálægt honum til að eitthvað yrði úr þessum boltum sem duttu niður í kringum hann.
Nökkvi ?
Vann Liverpool ekki leikinn og var ekki ljóst allan tímann að liðið væri ekki að fara að tapa leiknum ? Er ekki öllum ljóst (nema þér væntanlega) að þeir voru að spila við eitt af topp 10 liðinum í ensku deildinni á einum erfiðasta leikvangi á Englandi ?
Liverpool var með 4 skot á leikinn en Stoke 3
Liverpool var 3 skot á mark – en Stoke 2
Liverpool var með tveimur fleirri hornspyrnur í leiknum
og liverpool hélt boltanum meira heldur en Stoke.
Ef þetta var svona ævintýralega lélegt, hvernig stendur þá á því að nánast hver einasti maður í vörninni var t.d með 100 % unnar tæklingar í öllum leiknum.
Chelsea gerði jafntefli, Arsenal tapaði, Tottenham tapaði og þú kvartar sáran yfir því að við vorum að vinna eitt af 10 bestu fótboltafélögum á Englandi og þú bara skilur ekkert í því að við spiluðum ekki einhvern sambabolta á fyrsta leik í tímabilinu, gegn liði sem við töpuðum 6-1 í fyrra.
Benteke spilaði ágætlega í þessum leik og hreifði sig víst mjög mikið. Hann t.s skilaði mikillri varnarvinnu og virkaði sem auka miðvörður þegar það Stoke var að taka aukaspyrnur á okkar vallarhelmingi og við þurftum á dekkningu að halda frá háum manni sem er góður í loftinu.
Þessi leikur var ekkert rosalega góður, Það er rétt, en nei þetta var ekki ævintýralega lélegt, miðað við hvað andstæðingurinn var rosalega sterkur.
#41 Til hamingju með sigurinn samt, sjáumst vonandi ekki seinna.
Erfiður leikur að baki og þrjú stig í hús 🙂 Það má síðan ekki gleyma því við hverja við vorum að spila. Stoke liðið er firnasterkt og hvað þá á heimavelli. Leikurinn var kannski ekki mikið fyrir augað en mér fannst liðið virka vel á mig og hef trú á þeim í vetur.
Ja hérna hvað margir eru að drepast úr þunglyndi hér. Man nú ekki betur en 3 fyrstu leikirnir tímabilið 13-14 hafi endað 1-0. Töluvert basl og heppni en sigur hafðist. Það var ekki fyrr en eftir slatta af leikjum að flóðgáttir fóru að opnast.
Ef við náum að kría út svona úrslit í fyrstu 5-10 leikjunum á meðan liðið er að slípast saman verð ég hel sáttur.
Ívar ??
Þetta er bull í þér
ég læt mér nægja að vísa í liveproolaðhangendur á íslandi
” 18 ára Joe Gomez var að spila sinn fyrsta opinbera leik fyrir félagið og byrjaði á að splæsa í þessa tölfræði!
100% unnar tæklingar
8 hreinsanir
1 stoðsending”
Hann var ekkert í neinum vandræðum með sinn mann og stóð sig virkilega vel. Miklu betri heldur en Moreno er varnarlega.
Mjög jákvætt að við unnum ekki stærra. Það hefði verið leiðinlegt að missa eitthvað lið undir Arsenal.
Stoke er ekki að tapa mörgum heimaleikjum og Liverpool er ekkert að dóminera útileiki þannig að 3 stig og koma vagninum af stað er ómetanlegt….Gomez og Clyne verið hjartanlega velkomnir í vörnina!
Frábært pistill, gefur góða og rétta mynd af leiknum. Mörg mjög góð comment hérna en svo alveg hreint glötuð og ömurleg comment sem maður skilur ekkert í. Eins og það er gaman að koma inn á kop.is þegar Liverpool vinnur. Tala nú ekki um að vinna fyrsta leik mótsins þegar aðal keppinautar okkar eru að tapa stigum. Eru menn virkilega að finna að þessum 3 stigum. Skítt með spilamennsku þegar þú vinnur og þá sérstaklega þennan leik. Spilaði Arsenal ekki glimrandi gegn Chealse um daginn en tapaði svo 0-2 í dag. Það er bara eitt sem skiptir okkur máli þessa dagana og það eru að taka 3 stig úr sem flestum leikjum. Við erum ekki með efni á því að fara fram á meir. Við erum ósigraðir á toppnum – höfum ekki fengið mark á okkur 🙂 íhaa!!! Vonum að þessi stig gefi drengjunum og stjóranum byr undir báða vængi og við höldum áfram að safna stigum. Brendan you are the man !!!
Brynjar #46 og Helgiva#33:
Það telur ekki sem tækling þegar t.d. Gomez stekkur upp í skallabolta út við hliðarlínu, missir hann yfir sig, Walters nær honum, hleypur með boltann upp kantinn og á endanum skapast tvö skotfæri, það seinna þegar Glen Johnson skýtur yfir. Svo voru amk. tvö önnur atriði í leiknum þar sem Walters náði að valda usla.
Það er ekkert mál að búa til tölfræði sem bakkar upp málstað. En það þarf að taka allt inn í þegar frammistaða leikmanna er skoðuð, t.d. sendingaprósenta, lykilsendingar og fleira og fleira. Ég veit vel að hann er 18 ára, spurningin er hvort hann sé nógu góður fyrir Liverpool, hvort hann sé veikasti hlekkurinn þegar fram líða stundir og hvort hann sé betri en Moreno. Þá er ekkert spurt um aldur heldur getu og frammistöður.
Hafandi sagt það, þá er fáránlegt að þessi drengur sé 18 ára og hafi verið að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik. Hann stóð sig fáránlega vel miðað við það allt, og fyrir utan að Walters veldur fjölmörgum varnarmönnum í þessari deild miklum vandræðum.
Hann þarf að fá tíma til að smokra sér hægt og rólega inn í liðið. Hann gerði ekkert sóknarlega.
Þetta var frábær sigur en það er ekki þar með sagt að allt sé fullkomið.
Eins og við þekkjum þá er það stigasöfnunin sem skiptir máli, sérstaklega á haustin þegar lið eru enn að spila sig saman. Rétt eins og leiktíðina 2013/14. Þá unnum við t.a.m. þrjá fyrstu deildarleikina 1-0, allt MJÖG ósannfærandi sigrar. Þá leiktíð enduðum við svo á að spila besta fótbolta sem ég hef séð frá liðinu á minni ævi. Þetta snýst um stigasöfnun, frammistaðan kemur vonandi í kjölfarið.
Hvað varðar leikinn í dag þá er ég virkilega sáttur við stigin þrjú. Frammistaðan var ekkert spes, líklega hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit eins og Mark Hughes talaði um. Þannig er það samt oft með þessi lið, það sem skilur að er einstaklingsframtak rétt eins og með Coutinho í dag. Ég myndi t.a.m. ekki segja að spilamennskan á Old Trafford, Stamford Bridge eða Emirates hafi verið eitthvað sérstök í gær og í dag. Ef við erum ekki farnir að spila betur og ná betur saman eftir 10 leiki þá skal ég byrja að hafa áhyggjur. Ekki eftir 0-1 baráttusigur á leikvelli sem við töpuðum 1-6 fyrir þremur mánuðum síðan.
Að leikmönnum:
Lovren á hrós skilið. Ég hef verið einstaklega neikvæður í hans garð en credit where its due, hann var flottur í dag.
Gomez var heilt yfir ágætur. Átti tvenn slæm misstök sem blessunarlega kostuðu okkur ekki. Hrikalega efnislegur strákur.
Clyne var frábær, bæði sóknar- og varnarlega.
Milner og Henderson skiluðu sínu. Fannst þeir þó mun mun betri eftir að Can kom inn. Þá fóru þeir aðeins framar og pressan virkaði betur að mínu mati.
Ibe átti kaflaskiptan leik, eins og við er að búast af svona ungum strák. Hann getur náð eins langt og hann vill. Hefur nánast allt. Virkilega spennandi leikmaður sem ég sé vera byrjunarliðsmann hjá okkur í vetur m.v. leikinn í dag og undirbúningstímabilið.
Lallana – vonbrigði dagsins, ef svo má að orði komast. Komst aldrei í takt við leikinn. Fannst hann úr stöðu varnarlega og of hægur og lélegur sóknarlega. Geri ráð fyrir að Firmino komi inn um næstu helgi og það verður á kostnað hans.
Coutinho – átti fína spretti í leiknum. Var ragur að skjóta í fyrri hálfleik og byrjun þess síðari. Var það blessunarlega ekki á 84 mínútu. Menn töluðu um það í fyrra að það sem hann þyrfti að ná í sinn leik væri að verða 10+ marka maður og ná aðeins meiri stöðugleika í sinn leik, Var nánast eini jákvæði hluturinn við liðið í fyrra – heldur áfram þar sem frá var horfið. Galdramaður á sínum degi! MOM.
Benteke var mjög einangraður. Eflaust liðið eins og hjá Aston Villa lengi vel. Sýndi þó mikinn styrk og var fínn að fá boltann í fæturnar.
Liverpool liðið þarf að verða þannig lið að það sé erfitt að vinna það (dööö). Þegar liðið er ekki að spila frábærlega (eins og í dag) þá þurfa þeir samt að skila sínu og vera inn í leiknum. Vonandi eru við með rísandi stjörnur í okkar liði sem geta svo stigið upp og klárað þá leiki sem lítið skilur á milli. Það er ekki bara nóg að vera flottur og skora/leggja upp í 4-0 sigrunum. Margar spurningar voru eftir síðasta leik þessara liða – leikmennirnir svöruðu hluta þeirra í dag. Gáfu sig í þetta, gáfu fá færi á sér og kláruðu verkið. Engin flugeldasýning en stigin eru okkar.
YNWA
Hver er með slóðina að vefsíðu þar sem hægt er að sjá leikinn í heild sinni aftur?
Missti af leiknum og nenni ekki að bíða fram yfir miðnætti þegar LFC GO opnar á leikinn…
fann þetta 🙂
http://www.fullmatchesandshows.com/2015/08/09/stoke-city-vs-liverpool-highlights-full-match-2/#5
Frábær sigur í bragðdaufum leik. Sem einn þeirra neikvæðu nöldurseggja sem kommentari nr.3 sér meiri ástæðu til að drulla yfir í stað þess að tala um leikinn vil ég segja að ég var feikilega ánægður með varnarleik liðsins í dag, yfirvegaðir og massívir í öftustu línu. Hins vegar hrífst ég engan veginn af sóknarupplegginu, skiljanlegt vissulega að fara rólega inn í leikinn en mér finnst Rodgers vera fastur í sama fari og í fyrra, Benteke var vorkunn, einangraður frammi. Hefði verið áhugavert að sjá Ings með honum. Það að ætla að nota Benteke sem batta þarna fremst er hrikaleg sóun á 32,5 millum að mínu mati.
En sigur er sigur og því ber að fagna og það geri ég fölskvalaust.
#52
https://www.reddit.com/r/footballhighlights/comments/3gd39n/stoke_city_vs_liverpool_premier_league_09aug2015/
Frábær sigur og ánægður með hafsentana. Skrtel magnaður. Maður er aðeins uggandi yfor undirbúningi Liverpool í sumar. Búnir að vera spila út um allan hnött við einhver blöðrulið sem ekkert geta á meðan andstæðingar okkar eru öll að keppa við sterka andstæðinga. Liverpoolliðið á eftir að slípast til en ég kalla eftir því að Rodgers hafa meiri pung á tímabilinu en það að hafa Benteke einn frammi gjörsamlega ALEINAN og Coutinho dansandi þar fyrir aftan með engan til að gefa á. Þar fyrir utan með 3 sóknarmenn á bekknum a.m.k. (Ings, Origi, Firmino og meira að segja Sturridge meiddur og Balotelli auðvitað.
Meiri sóknarleik!!! Vil frekar 2-2 en lélegt 0-0 og reyna lítið sóknarlega.
Frábær sigur!
Minn MOM er Captain Jordan Henderson…
Hef áhyggjur af united væðingunni hérna inni. Ótrúlegt að hlusta á vælið í sumum, við áttum ekki svona stuðningsmenn hér áður fyrr.
#3 Eitt mark breiðir ekki yfir spilamennsku liðsins heilt yfir í leiknum. ???
Fyrsti leikur tímabilsins og eru þeir yfirleitt rúlletta… Sjáum Arsenal, United, Everton, Tottenham og Chelsea…
Annar deildarsigur okkar manna á þessum velli… Frábært!
YNWA
Flott úrslit í leik sem ég var búin að sætta mig við jafntefli úr. Hvorki áferðarfallegt né sérlega skemmtilegt en ótrúlega mikilvægt að hefja tímabilið á sigri og koma einmitt þessum leik frá.
Jæja…púlsinn orðinn nettur aftur, hann flökti vel í dag.
Enn jafn fáránlega glaður með leikinn því þrjú stig voru framar mínum væntingum og skiptu alveg gríðarlegu máli finnst mér, eitt hefði verið fínt en það að vinna á Brittania eru frábær úrslit, punktur.
Fyrri hálfleikurinn var eins og maður sá í eiginlega öllum leikjum helgarinnar – lið að þreifa fyrir sér og bara eðlilegur. að mínu viti. Vissulega hefði Joe Gomez getað orðið fyrirsögn morgundagsins með sínum einu stóru mistökum, en svo fór ekki og hann hefur farið glaður útaf í leikslok.
Eins og varnarlínan öll og markmaðurinn sem eru án vafa það jákvæðasta í mínum augum í dag. Menn láta hér eins og Stoke séu einhverjir Muggar, en við hér t.d. spáðum þeim 7.sæti og þeir hafa verið á svipuðum slóðum annars staðar, sér í lagi þar sem sóknarleikur þeirra hefur verið töluvert góður og talað um heimavöllinn sem vígi. Fyrir utan þetta færi í fyrri hálfleik sem Johnson bjargaði fyrir okkur með að dúndra yfir, hvað fengu þeir þá mörg færi. Jújú, hættuleg set-piece atriði og allt það, en þeir fóru ekki svo glatt aftur fyrir varnarlínuna okkar og Milner, Hendo og síðan Can voru að verja svæðið þar fyrir framan afar vel. Ég ætla auðvitað ekki að fagna öskrandi upphátt strax en það er algert lykilatriði að varnarleikurinn virki í vetur…það er stærsta “EF-ið” í mínum huga sem þarf að virka til að tímabilið endi betur en ég geri væntingar til og byrjunin er góð.
Svo hef ég líka sagt að mér finnist vanta einstaklinga sem klára leiki. Í dag steig upp okkar helsta von þar með frábæru “gæsahúðarmarki” – þó auðvitað kaldhæðnin hafi verið sú að Ings átti að koma inn fyrir hann í næsta stoppi – þá var hann nákvæmlega sá klassi sem skildi á milli þessara liða. Menn tala mikið um að Firmino komi inn fyrir Lallana í næsta leik, ég myndi miklu fremur vilja sjá breytinguna sem varð þegar Can kom inná, Milner fór undir senter eða leikkerfinu breytt í 4-3-2-1 og Coutinho fór út á kant til að kötta inn á skotfótinn og til að fá meira svæði, sú skipting fannst mér breyta leiknum og var glaður að sjá stjórann gera hana. Firmino var mjög ryðgaður og þarf held ég meiri tíma, en gaman var að sjá hvað hann var að reyna.
Ef maður vill vera neikvæður þá var Benteke í erfiðu hlutverki en mér finnst hann leiða línuna vel, hann er af einhverjum ástæðum ekki í leikæfingu og þá mun hann koma, auk þess sem ég er viss um að hann mun oft spila 4-4-2 með senter sem mun hlaupa undir hann. Mest auðvitað er svekkelsið með Lallana, hann er ofsalega mikill “lúxusleikmaður” sem gerir flotta hluti en dettur svo alveg út úr leikjum bæði í sókn og vörn. Með svona frammistöðu eins og í gær hef ég trú á því að hann verði fljótt dottinn aftarlega í goggunarröð sóknarmiðjumannanna.
Auðvitað breytir þessi leikur ekkert öllu í kollinum á manni og maður fer að spá liðinu öruggu Meistaradeildarsæti. En það er HRIKALEGA jákvætt að hafa grafið ógeðsdrauginn frá í vor og vinna fyrsta útileikinn sinn. Fyrir þetta unga og nýja lið, hvað þá fyrir stjórann, var þetta frábært dagsverk!
Og hættum nú að metast með einhverjum leiðindaorðum eftir svona leik – við hljótum öll að vona að þetta sé upphafið að því að Rodgers vagninn verði þveginn og bónaður og við stökkvum öll uppí hann…því það viljum við öll allra helst innst inni!
Dásamlegt, dýrðlegt, yndislegt…
Ívar
þú nefnir nokkur dæmi sem ég er alveg til í að skoða atriði fyrir atriði og sjá hvort þau séu rétt hjá þér.
En heilt yfir var Gomez með þá leikmenn sem voru hans meginn í vasanum. Þessi gaur les leikinn rosalega vel, staðsettningar voru nánast fullkomnar, hann er teknískur, góður skallamaður og er rosalega sterkur líkamlega og hann sýndi þetta allt í leiknum.
Ég get einfaldlega ekki skrifað undir það að hann sé veiki hlekkurinn í vörninni, því það væri nú eitthvað undarlegt við það ef besti maður Stoke, sýni ekki tilburði svona öðru hvoru inn á vellinum. Þegar allt kom til alls þá voru þeir ekkert svo miklir. Í það minnsta skapaði Stoke ekki mikið af færum.
Liverpool vörnin fékk ekki svo mörg færi á sig. Vandinn í þessum leik, eins og í flestum leikjum Liverpool undanfarið var einfaldlega sóknarleikurinn. Við sköpuðum ekki nógu mikið af færum og þetta mark frá Coutinho kom algjörlega upp úr bláu.
Reyndar var sóknarleikurinn í sjálfu sér enginn vandi því það er eðlilegt að lið spili sig í gírinn svona fyrstu tvo mánuðina.
Mér fannst Gomez fínn á móti þessum öfluga kantmanni Stoke og svo átti hann þessa fínu stoðsendingu sem gaf mark. Getur verið að Gomez hafi verið með fyrirmæli um að sækja ekki mikið, því ef menn gera ekki eins og stjórinn biður um þá spila þeir væntanlega ekki mikið. Ég er sammála að fá Can inn fyrir Lallana fannst sú skipting breyta leiknum.
Plîs ekki dæma eftir einn leik að Liverpool séu að fara að spila long ball á Benteke !!
Brendan sýndi það einmitt að hann hefur læst af síðasta leik þar sem menn eins og áðan og fl voru kærðir í hápressu þegar við vorum að spila frá markinu okkar.
Í dag gáfum við Stoke ekki tök á því og það var einmitt það sem kom Hughes í opna skjöldu.
Það má vel velja Coutinho mann leiksins en fyrir mér var Skrtel lang lang lang besti maður leiksins, Skrtel bjargaði á linu og bjargaði líka Lovren einu sinni og líka bakvörðunum með því að falla bakvið þá og éta upp skítinn.
Í guðanna bænum ekki fagna Mignolet og Lovren of snemma , fyrir mér eru þeir ennþá langt frá því að vera í heimsklassa.
Svo var magnað að hlusta á Þorvald Örl segja að Liverpool muni ekkert geta ef Milner spilar á miðjunni , aðra eins vitleysu hef ég ekki heyrt lengi, Milner og Hendo eru ótrúlega duglegir og verða flottir þegar við förum að pressa meira, Hendo hefði t.d átt að skjóta eftir vippu sendingu frá Milner.
Johnson á skilið hrós fyrir það sem hann gerði fyrir LFC en mikið er gott að sjá alvöru bakvörð þarna loksins.
Gomez hagaði sér eins og 25 ára bakvörður með 50 landsleiki, þvílíkt efni þessi gutti.
Ibe fannst mér vera að reyna en þeir pössuðu hann vel en hann mun springa út eftir andlát Sterlings 🙂
Í dag var lagt upp með að tapa ekki á erfiðum velli þar sem við stein lágum 6-1 og nokkrir eru að kvarta yfir leiðinlegum bolta, þetta var akkúrat málið og 1 stig þarna hefði verið fínt, eg vona innilega að þetta verði upp leggið í svona leikjum því stundum eigum við það til að spila gegn sjálfum okkur í vörninni og hvað þá markmaðurinn okkar.
BRENDAN out, nei takk, hann verður betri enda ungur og ferskur
Eg mun standa áfram með honum eins og eg hef alltaf gert
YNWA
Þrátt fyrir fyrra komment mitt þá vil ég taka undir með honum Magnúsi hér fyrri ofan með að vera ekki að hnýta hvert í annað hér inni. Við erum öll stuðningsmenn og þó við höfum mismunandi skoðanir á þessum leik sem öðrum þá er það allt í lagi. Við höfum líka mismunandi skoðanir á stjóranum og það er líka allt í lagi. Okkur finnst einnig misjafnleg um frammistöður einstaka leikmann og einnig það gerir ekkert til.
Við erum stuðningmenn sama liðs en erum samt ólík. Það sem sameinar okkur er liðið okkar og látum ekki mismunandi skoðanir á einu og öðru sundra oss. Að lokum vil ég gera orð Magnúsar að mínum. “Hættum að metast með einhverjum leiðindaorðum eftir svona leik – við hljótum öll að vona að þetta sé upphafið að því að Rodgers vagninn verði þveginn og bónaður og við stökkvum öll upp í hann . . .”
Það vona ég svo sannarlega því þó ég hafi vilja BR burtu í vor þá er hann stjóri liðsins og við verðum að styðja hann til allra góðra verka. Ég viðurkenni þó að mér fannst sem aðgerða- og ráðaleysið sem einkenndi síðustu leikina í vor láta á sér kræla í dag. En það slapp og frábær 3 dtig eru í húsi. Það er fyrir mestu.
Góðar stundir
Sammála Ívari, hugsa að Moreno komi fljótlega inn. Það þarf að spila Gomez inn í liðið…fyrir utan það að hann er réttfættur í vinstri bak. Það mun alltaf há honum í ákveðnum aðstæðum. En gríðarlegt efni…það vantar ekki.
Svo,langar mig að nefna það sem ég hugsaði á síðasta tímabili. Can setti gríðarlegan kraft í liðið, svakalegur leiðtogi. Hann gerði þetta líka í nokkur skipti á síðasta tímabili þegar hann var færður á miðjuna. Hann er alveg tilbúinn til að vera prímusmótorinn á miðjunni og hleypa Hendo og Milner í hlaupin sín.
Að mínu mati lendum við alltaf í vandræðum ef ekki er spilað með DM í liðinu. T.d. Í dag er ekki hægt að gagnrýna Lallana og Benteke eingöngu því vandamáliðið er frekar holningin á liðinu og hjálpin sem þeir ættu að fá….en var frekar veik í þessum leik.
En þó er ösanngjarnt að dæma liðið eftir þennan leik. Leikmennirnir eru búnir að horfa á dagatalið síðustu vikur með óbragðið af lokaleiknum í munninum. Mestu skipti að komast í gegnum leikinn skammlaust og brilljant að klára hann með 3 stig. Í næsta leik verður sjálfstraustið í botni og menn hafa þor til að pressa hátt og spila boltanum úr erfiðum stöðum frekar en að lúðra honum fram á tröllið.
Holningin á liðinu breyttist mjög mikið við innkomu Can. Þá kom hann sér fyrir á miðjunni fyrir aftan Henderson og Milner sem þurftu þá ekki lengur að koma alla leið aftur að sækja boltann. Milner færði sig líka aðeins til hægri á miðju (ekki út á kant, en var samt nokkuð mikið hægra megin).
Mér fannst tilraunin með Henderon og Milner tvo á miðjunni í raun ekki alveg vera að ganga. Sérstaklega ekki þegar boltanum var svo bara dúndrað yfir þá beint á Benteke – en það er önnur (skrítin) saga.
Mikið óskaplega var þetta rándýr sigur gegn liði sem tapaði aðeins sex leikjum á þessum velli á síðustu leiktíð. Það sem maður saknar mest frá leikmanni eins og Suarez er að hann er oftar en ekki það sem sker úr um svona leiki. Coutinho hefur sýnt það undanfarin ár að hann hefur hæfileikana til að verða slíkur leikmaður og var það svo sannarlega í dag.
Frammistaða liðsins í heild fannst mér ekkert slæm þó menn séu augljóslega ekki í mikilli samæfingu og ég tek alls ekki undir að uppleggið hafi bara snúist um að bomba boltanum hátt fram á Benteke. Hinsvegar er ágætt að hafa þann möguleika gegn liðum eins og Stoke.
Mignolet 6,5 – Hélt búrinu hreinu og hafði reyndar ekkert mjög mikið að gera. Mér fannst hann alveg óskaplega lengi að losa sig við boltann aftur í leik og samherjar hans (Gomez 0g Skrtel) voru ekkert að hjálpa honum á köflum með vafasömum sendingum til baka.
Gomez 6,0 – Fagna því mjög að hann hafi staðið sig vel í dag og vörnin haldið hreinu. Hann var að spila sinn fyrsta leik og það sást nokkrum sinnum í þessum leik en hann komst upp með það. Það er alltaf áhætta að henda svona ungum leikmanni í djúpu laugina og hann kann greinilega vel að synda, líklega er hann betri varnarlega en Moreno. Það pirrar mig samt að Liverpool hafi ekki planað sumarkaupin betur en svo að í fyrsta leik er gefið 18 ára miðverði debut sem vinstri bakvörður. Umræðan væri aðeins önnur hérna núna hefði Walters náð að refsa honum í dag. Flott byrjun en sjáum hvort hann haldi dampi, hann verður klárlega sigtaður út sem veikur hlekkur fyrstu vikurnar.
Skrtel 6,5 – Fannst hann reyndar á köflum sleppa svipað vel og Gomez en á móti var Stoke lítið sem ekkert að skapa sér af færum og Skrtel kemur betur frá þessum leik en þeim síðasta sem hann spilaði á þessum velli.
Lovren 8,0 – Frábær frammistaða hjá Lovren, sérstaklega í ljósi þeirrar pressu sem var á honum fyrir leik, líklega hans besti leikur fyrir Liverpool og vonandi það sem koma skal. Meðan hann spilar svona er það Skrtel sem ég vill fá út fyrir Sakho, hef reyndar lengi viljað gefa því séns nokkra leiki enda hafa flestar óöruggar varnarlínur Liverpool undanfarin ár innihaldið Skrtel.
Clyne 7,0 – Augljóslega ekki búinn að spila lengi hjá liðinu og þessi leikur ekkert besta dæmið fyrir nýjan bakvörð. Hann lofar samt gríðarlega góðu og kemur vel frá þessum leik, þó aðallega varnarlega.
Henderson 7,0 – Hann virðist vera aftastur í þessu miðjutríói með Milner og Coutinho sem er allt í góðu en nýtir alls ekki best hæfileika Henderson. Hann hefur yfirferð og kraft til að verða frábær DMC eða playmaker milli varnar og miðju og eflaust er hans hlutverk hugsað þannig í dag (rétt eins og það var hugsað með Gerrard). Hann naut sín þó mun betur þegar hann fékk Can fyrir aftan sig og fékk meira frelsi til að sækja.
Milner 7,5 – Fannst hann bestur í liði Liverpool í dag ásamt Lovren. Gríðarleg vinnsla í honum á miðjunni og hann virtist vera allsstaðar. Hápunktur þegar hann lét Charlie Adam grenja yfir of síðbúinni tæklingu. Hann og Henderson eiga eftir að þróa sitt samstarf mikið meira á næstunni. Stoke virtist ekki pressa líkt og öll lið gerðu gegn Liverpool í fyrra og því erfitt að meta það hvort þeir hafi náð að leysa betur þessar opnu sætaferðir í gegnum miðjuna hjá okkur en vörninni virtist a.m.k. líða mikið betur í dag en oftast í fyrra þannig að varnarvinna Henderson og Milner held ég að sé aðeins vanmetin þar sem þeir litlu svo mikið betur út sóknarlega eftir að Can kom inná.
Coutinho 6,5 – Markið togar hans einkunn vel upp því fram að markinu hafði nánast ekkert gengið upp hjá Coutinho. Hann virkaði ekki alveg í leikæfingu en þó alltaf að reyna skapa eitthvað. Ég fagna því að fá hann inn á miðjuna því hann á að vera sem allra mest í boltanum. Hann hvarf í allt of mörgum leikjum í fyrra sem hluti af sóknartríóinu.
Ibe 6,0 – Mjög flottur fyrsta hálftímann og fór það illa með Pieters að hann fór útaf í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun erfiðari hjá Ibe sem virtist alveg sprunginn þegar hann fór útaf.
Lallana 4,0 – Afleitur dagur fannst mér hjá Lallana sem náði engum takti við leikinn. Hann er í mjög harðri samkeppni um stöðu við Firmino, Markovic, Ings og Origi (og Can), með svona frammistöðu heldur hann ekki sæti sínu. Dæmum hann þó ekki út frá fyrsta leik tímabilsins en þetta var mjög langt undir pari. Hans helsta vandamál hjá Liverpool er að ég held að Coutinho spilar hans stöðu. Lallana er ekki kantmaður og líður best fremst á miðjunni. Hann var með 18 ára Joe Gomez með sér á kantinum í hans fyrsta leik og mögulega hamlaði það eitthvað Lallana að sækja af fullu gasi. Eðlilegt framhald hjá Lallana væri að verða maður leiksins gegn Bournemouth og meiðast svo gegn Arsenal.
Benteke 6,0 – Fyrst og fremst er gott að hafa aftur sóknarmann inná sem maður trúir að geti skorað. Benteke var að spila sinn fyrsta leik með langflestum samherjum sínum í dag og því eðlilegt að þetta hafi ekki hrokkið í gír eins og skot. Hann fékk alveg sinn skammt af löngum háum sendingum sem gekk misvel að vinna úr en það má ekki horfa fram hjá því að einnig var töluvert reynt að finna hann landleiðina. Þetta er eitthvað sem hægt er að fínpússa með betri samæfingu.
Can 7,0 – Liðið sem endaði leikinn á miðjunni hjá Liverpool myndi ég ætla að verði hornsteinninn í miðjuspili liðsins í flestum leikjum vetrarins. Can fyrir aftan Milner og Henderson þar sem allir geta gert árásir úr djúpinu og/eða varist. Coutinho þar fyrir framan með Benteke og Firmino/Sturridge fremst. Tígulmiðja.
Can kemur með hellings ógn sjálfur inn á miðjuna en með því að setja hann fyrir aftan Milner og Henderson gaf Rodgers þeim varnartengiliðinn sem frelsar þá í sóknarleikinn.
Firmino N/A – Flott að fá hann inná, því fyrr sem við fáum hann í gang því betra, þarna held ég að við séum með annan leikmann í ætt við Coutinho, þ.e. einhvern sem getur skorið úr um svona leiki. Lallana ætti að vera í þessum flokki en hefur ekki nema brot af þeirri áræðni sem Firmino hefur. Mjög spennandi leikmaður.
Sigur í fyrsta leik er þó það eina sem við komum til með að muna og enginn hér nærri eins pirraður og þessi frábæri stuðningsmaður Arsenal var eftir leik sinna manna
https://twitter.com/awkwardunique/status/630428992319918080/video/1
3 stig í hús er bara allt það sem hægt er að biðja um í fyrstu umferp EPL á Brittania, allaveganna bið ég ekki um meira.
Mér finnst vitlaust að dæma menn út frá fyrsta leik tímabilsins sama hvort þetta sé fyrsti leikur fyrir félagið, fyrsti leikur í deildinni eða ekki. Gomez stóð sig mjög vel, ætla ekkert að draga úr því og er mjög ánægður með hans verk, en áður en ég mynda mér skoðun á honum sem leikmanni vill ég sjá hann spila fleiri leiki og miðað við frammistöðuna í dag ætti hann að byrja næsta leik. Ég man eftir því þegar Damien Plessis spilaði sinna fyrsta leik fyrir félagið gegn Arsenal og átti gjörsamlega miðjuna, síðan sást ekkert meira til hans, svo ég ætla ekki að uppfyllast væntingum alveg strax. Ekki taka þessu sem neikvæðni, þvert á móti.
Mjög ánægður með Rodgers í dag, lagði sennilega upp með 0-1 sigri og það tókst. Nú get ég ekki beðið eftir næsta leik til að sjá hvernig menn slípast til á einni viku.
Frábær 3 stig, ekkert áferða fallegur bolti en við hverju eru menn að búast svona í byrjun móts?
Algjörlega ósammála Kristjáni Atla að Liverpool hafi verið að spila einhvern stórkallabolta, í flestum tilfellum létu menn boltann rúlla eftir jörðinni fyrir utan nokkra langa bolta til að losa pressu og vonlausa fallhlífabolta frá Mignolet sem ekkert kom út úr.
Mjög ánægjulegt að vörnin var nokkuð solid. Loksins verið að covera svæðið fyrir framan vörnina almennilega sem lætur hana líta miklu betur út. Finnst hins vegar hvorki Henderson né Milner nógu öflugir í að stjórna leik liðsins sem kemur mjög niður á sóknarleiknum. Það var ekki fyrr en Can kom inn á sem það kom allt annar og betri bragur á liðið. Henderson og Milner nýtast þá betur sem box to box leikmenn þar sem þeir eru flottir spilarar og góðir að finna svæðin og Can þarna fyrir aftan að covera vörnina og koma boltanum í fæturnar á leikmönnunum fyrir framan sig.
Finnst orðið frekar þreytt þegar menn eru alltaf að henda einhverjum fúkyrðum í framherjana. Hvað eiga þeir að gera þegar þeir fá enga þjónustu? Coutinho var ekki að finna sig, Ibe tók fínar rispur í fyrri hálfleik en var svo nánast alltaf tvöfaldaður í seinni hálfleik og Lallana finnst mér bara ekki góður. Verst illa og býr lítið til. Finnst líka uppleggið hjá Rodgers varðandi vinstri vænginn frekar einkennilegt. Lallana leysir alltaf inn og það er líkast sem hann er bara í einhverju free role-i á vellinum. Með Gomez þar svo fyrir aftan, sem augljóslega átti að vera passífur, kom náttúrulega ekkert úr þeim vængi sóknarlega þrátt fyrir að hann hafi verið galopinn trekk í trekk. Annars fannst mér Gomez eiga ágætisleik þrátt fyrir að lenda stöku sinnum í smá vandræðum.
Líst mjög vel á Firmino, gekk reyndar lítið upp hjá honum en sýndi samt takta sem aðrir í liðinu eru ekki að bjóða upp á. Þrátt fyrir að ég sé lítill Rodgers maður er ánægjulegt að sjá að hann virðist vera að átta sig á því að meðan við fáum ekki mark á okkur þá fáum við allavega eitt stig, og tilþrif eins og Coutinho bauð upp á í lokin gefa 3! Vona svo að við fáum sóknarleikinn í gang fljótlega þá er okkur allir vegir færir.
Var tessi shaqiri sem stoke er ad elta ekki target hja okkur her einu sinni en kaus ad fara annad??
Skulum ekki alveg missa okkur í að hæpa Gomez samt eftir þennan leik, þetta eru flottir statsar en hann ofurseldi sig nokkrum sinnum þegar að hann var að reyna ná sköllum útí á kanti.
Ég held að allflestir hafi verið sammála mati þeirra kop.is skríbenta fyrir tímabilið að fram undan væri fullkomin óvissa. Búið að hrúga inn nýjum (og spennandi) leikmönnum sem við vitum ekkert hvað tekur langan tíma að keyra í gang, fullt af eins árs gömlum mönnum sem við vonum að skili meiru í ár en í fyrra, Rodgers á síðasta séns en með nýju þjálfarateymi, Utd og Arsenal metin talsvert sterkari en í fyrra, útileikjaplani okkar raðað saman af skrattanum sjálfum og sjálfsagt ýmislegt fleira sem tína má til.
Sem sagt: Fullkomin óvissa um tímabilið.
Mín prívat spá fyrir tímabilið er ca. 4-7 sæti. Fjórða sætið ef lykilmenn stimplast hratt inn og eitthvert hinna fjögurra á toppnum á off-tímabil. Líklegasta niðurstaða 5-6 sætið á móti Tottenham, en sannarlega svigrúm til að fara neðar en það ef allt fer á versta veg.
Enska deildin er alltaf að styrkjast, ekki síst núna eftir síðustu peningaúthlutun. Það sér maður glöggt á kaupum liða eins og Stoke og Crystal Palace, sem eru farin að keppa um leikmenn við topplið Frakklands, Ítalíu og Spánar. Að ekki sé talað um Everton, Newcastle, Swansea og Southampton. Pælið aðeins í því að eitthvert þessara liða mun lenda í 12. sæti deildarinnar eða neðar. Svo sterk er þessi deild orðin.
En aftur að Liverpool. Eitt af stóru atriðunum sem ræður því hvort tímabilið þróast með okkur eða á móti eru úrslit í fyrstu leikjunum. Lið sem vinnur fyrstu leikina sína (heppni eða ekki) losar samstundis um opnunarpressuna, stjórinn öðlast aukna trú, nýju mennirnir verða öruggari með sig og umhverfi sitt, leikmennirnir gefa extra prósent í að fylgja fyrirmælum og spila samkvæmt kerfinu sem þeir treysta, töframennirnir færa sig aðeins upp á skaftið í að reyna óvænta (og oft leikvinnandi) hluti og síðast en ekki síst, upp rís bylgja stuðnings og bjartsýni á meðal aðdáenda sem fleytir liðinu yfir erfiða hjalla.
Mér fannst þessi Stoke leikur frábær. Dagskipun Rodgers var: Við látum Stoke ekki búllýa okkur. Við sýnum aðdáendum okkar, andstæðingum okkar og okkur sjálfum að við erum mættir til leiks. Við endurreisum stolt okkar, sem var svo illilega traðkað niður í svaðið á þessum sama velli fyrir örfáum mánuðum síðan. Hvað sem gerist, TAKIÐ Á ÞESSUM ANDSKOTUM!
Og það var nákvæmlega það sem gerðist.
Auðvitað var leikurinn engin snilld framávið. Þó það nú væri. Ekki bara höfðu menn eins og Coutinho og Benteke ALDREI spilað saman, heldur var rok á Brittania, grasið var slegið í hippasídd og allt gert til að hægja á leiknum.
En þetta var hörkuleikur. Það var tekist á. Ekki gefin tomma eftir. Allir 100% með á nótunum. Sumir áttu góðan leik, aðrir ekki, eins og gengur. Samspil la-la en þó ágætis glætur þegar líða tók á leikinn. Færi, skot á mark, possession og slíkt öskraði allt á jafntefli. En þá eru það gæði einstakra leikmanna sem oft ráða úrslitum. Og sem betur fer erum við með nokkra svoleiðis og einn þeirra steig upp og við UNNUM HELVÍTIS LEIKINN – og ég verð að segja það að ég er óendanlega þakklátur fyrir það.
Þessi sigur er einn af lyklunum að því að tímabilið þróast með okkur en ekki á móti. Að við eigum séns á CL sæti en séum ekki að berjast við Stoke um 6. sætið í apríl. Að menn öðlist trú á verkefnið og gefi sig allan í þetta. Að við aðdáendur komum með og lyftum liðinu upp um nokkur prósent hér og þar.
Trúið mér, eftir mánuð, ef við náum að hreinsa upp þessa heimaleiki og komum þokkalega út úr útileikjunum, verða allir búnir að steingleyma því hvernig við unnum Stoke, það eina sem máli skipti var að VIÐ UNNUM og að við erum með í þessu móti.
Gomez er mjög ungur og fékk erfit verkefni og mér fannst hann leysa það. Walters er mjög physical og klókur leikmaður sem náði að fiska á hann aukaspyrnu og vann hann í loftinu( einu sinni þar sem hann vann hann í loftinu og komst í gegn). Heilt yfir var hann mjög solid og það sem meira er hann er fljótur, fín á boltanum og það sem meira er sjálfur physical).
Hann á eftir að verða hörkuleikmaður fyrir okkur en á leiðinni þá munum við sjá hann gera mistök en ég held að þegar við lítum til baka þá verður hann ein af bestu kaupum sumarsins.
Vill svo benda eina ferðina en á frábæran leik hjá Lovren en miða við umræðuna þá var hann ekki vinsæll valkostur fyrir leikinn.
3 stig á erfiðum útivelli = frábær byrjun. Verðum að læra að njóta þegar vel gengur því að það er nokkuð ljóst að margir láta sér líða illa þegar illa gengur.
Glen Johnson sýndi af hverju Liverpool losaði sig við hann 🙂 . Ef hann leikurinn hefði spilast akkurat á hinn veginn og hann hefði klúðrað svona svakalega fyrir Liverpool, guð minn góður hvað hann væri mikill blórabögull núna.
http://www.dailymail.co.uk/news/article-3192051/Raheem-Sterling-s-125-000-Mercedes-crashed-hippy-crack-canisters-inside-lending-friend.html
Sterling að fá sér !!!
#66 Babu, ég er svo hjartanlega sammála þér í öllu þarna og Lovren var minn MOM í gær. Virkilega solid og spilaði eins og kóngur. Vonandi heldur hann áfram svona! Coutinho var að eiga hálfgerðan stinker fram að markinu að mínu mati. Hann var of lengi að klára hlutina í gær fannst mér og ég átti von á að hann yrði tekinn út af. Frábært að láta troða svoleiðis sokk í kokið á sér. Frábær 3 stig og liðið verður liprara eftir 3-4 leiki. Þetta tekur alltaf smá tíma að “gelast”.
Ánægður með leikinn. Emre Can þarf að spila meira og á mikið inni.
Benteke á eftir að komast inn í leikinn og þarf smá meiri tíma.
Fannst aðallega vanta upp á betri aukaspyrnur og hornspyrnur en verulega jákvætt að sækja öll þrjú stigin og þvílíkt mark! Coutinho aldeilis bjargaði deginum.
Smá útúr dúr en verður ekkert hægt að sitja i main stand stúkunni fyrir áhorfendur alla þessa leiktið eða?
Var buin að sja ykkur tala um að það yrðu einhverjar breytingar vegna þessara framkvæmda..
Menn eru að missa sig í undirbúningi. Splæstu í æfingaleik fyrir varaliðið gegn TNS. 5 – 1 voru úrslitin og Firmino með þrennu!
Mér fannst þetta frábær leikur. Planið var sennilega að halda hreinu í 70 mín og vonast eftir að pota einu marki og hrista svo uppi þessu í lokinn. Ekta chelsea,og það gekk upp snilld. Ánægður með Brendan snilld bara frá á til ?..