RISAhópferð Kop.is á Anfield / Liðið gegn Arsenal

Komdu með Kop.is á stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield í janúar!

Þá er komið að næstu hópferð okkar. Við förum aðeins eina í vetur og hún verður ekki af minni gerðinni en við ætlum á leik Liverpool og Manchester United á Anfield helgina 15. – 17. janúar n.k.!

Dagskrá ferðarinnar í grófum dráttum:

  • Íslensk fararstjórn
  • Flogið með leiguvél á vegum Úrval Útsýnar og Kop.is, eldsnemma á föstudagsmorgni
  • Flogið verður beint á John Lennon Airport í Liverpool
  • Innritun á frábært hótel í hjarta Liverpool fyrir hádegi á föstudegi
  • Skoðunarferð á Anfield fyrir þá sem vilja
  • Frjáls dagskrá á föstudegi
  • Morgunmatur, upphitun fyrir leik og leikur á laugardegi
  • Frjáls dagskrá á sunnudegi
  • Flogið heim frá John Lennon Airport seint á sunnudagskvöldi

Fararstjórn að þessu sinni annast:

  • Babú
  • Kristján Atli
  • Maggi
  • SSteinn

Þið lásuð rétt, fjórmenningarnir verða allir með að þessu sinni og lofa frábærri skemmtun að venju!

Við látum vita um nánari dagskrá og slíkt þegar nær dregur, til dæmis á eftir að koma í ljós hvort leikurinn verður færður yfir á sunnudag, en við hvetjum fólk til að hika ekki heldur bóka sitt pláss strax með því að hafa samband við Sigurð Gunnarsson hjá Úrval Útsýn á siggigunn@uu.is eða Árna Stefánsson hjá Úrval Útsýn á arnistef@uu.is.

Við bjóðum United-aðdáendur að sjálfsögðu velkomna líka (ef þeir þora á Anfield). Þetta verður frábær helgi í frábærri borg, hvoru liðinu sem fólk heldur með!


Liðið gegn Arsenal í kvöld er sem hér segir:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez

Milner – Lucas – Can

Firmino – Benteke – Coutinho

Bekkur: Bogdan, Sakho, Moreno, Rossiter, Ibe, Ings, Origi.

Virkilega sterkt lið hjá okkur. Þriggja manna miðjan sem ég bað um, sáttur við það, og Firmino í fyrsta sinn í byrjunarliði. Lucas lifir!

Af Arsenal er það helst að frétta að bæði Mertesacker og Koscielny missa af vegna meiðsla/veikinda. Annars er þeirra lið feykisterkt, en Benteke hlýtur að hlakka til að spila gegn varamiðvörðum Skyttnanna.

Áfram Liverpool! Og sjáumst svo í Liverpool í janúar!

99 Comments

  1. Enn og aftur Lucas. Það er marg reynt, of hægur fyrir þessa deild og miklu meira enn það.

  2. lýst vel á þetta lið hef trú á að við vinnum ef við hefðum haft sama lið og síðasta leik þá hefðum við verið flengdir

  3. Ánægjulegt að sjá Sakho í hóp.

    Ég er að verða bjartsýnni, það er ekkert grín að eiga við okkar fremstu 3 menn.

  4. Mertasacker og Koscielny ekki með sem eru góðar fréttir fyrir okkar menn þar sem Chambers og Paulista munu líklega eiga í meiri vandræðum með Benteke bæði í styrk og loftinu en Mertasacker.
    Einnig mjög gaman að sjá Rossiter á bekknum, alltaf gaman að sjá unga uppalda stráka í hóp

  5. hvaða grín er þetta alltaf með þessa blabseal linka? Væri sjúklega næs að fá það með? er þetta eitthvað spam

  6. Bullandi séns að ná stigi eða stigum í fjarveru fyrstu miðvarða Arsenal. Maður væri mjög bjartsýnn ef liðið hefði litið betur út í fyrstu tveimur leikjunum, en úff, þetta eru samt alveg kjöraðstæður til að narta í Nallana…

  7. Blabseal lykilorðið er ‘pls’. Þeir sem byrja snemma að horfa, þurfa ekkert lykilorð, því síðan byrjar bara að biðja um það þegar ákveðnum áhorfendafjölda er náð.

  8. Ekki hjálpaði það okkur mikið að hafa Lucas í liðinu þegar að Arsenal flengdu okkur á Emirates í vor þannig að við skulum vera alveg róleg þótt að hann sé þarna. En auðvitað vona ég að hann eigi góðan leik og að okkar menn vinni þennan leik.

    Come on you reds!!

    YNWA!

  9. Þeir sem eru með Acestream forritið (ef þið eruð ekki með það, mæli ég sterklega með að fá ykkur það) þá er þessi kóði: acestream://7dcf3c8daaad0efbef55af2d74d52a5f8f65783c
    HD linkur frá SkySports!

  10. Ok takk haha. ÞEtta er snilldin ein. Skýrt og flott. Kossar og knús á þig meistari

  11. Blabseal klikkar sjaldan ef þið byrjið að streama nógu snemma, það virðist vera eitthvað limit nefnilega, ég kemst alltaf inn og er inni núna, byrjaði 18:30 að streama!

  12. OK, það er greinilegt að Skrtel og Milner eru ekki miðvarðapar. Þvílík samvinna þarna, heh! 🙂

  13. Línuverðirnir halda áfram að bjarga okkar mönnum. Vörnin okkar alveg úti á túni það sem af er.

  14. Gameplanið hjá Arsenal greinilega að fara eins mikið á Gomez og þeir geta

  15. Veit Milner ekki að fyrirliðabandið eigi að vera á vinstri hendinni ekki hægri? 😀

  16. Andsk..!! Er einhver hérna með link á sopcast sem er ekki “Channel is offline now”

  17. Af hverju i andskotanum fekk Benteke ekki aukaspyrnu þarna áðan?

  18. Úff, Arsenal eru búnir að tapa boltanum svona 4x á aftasta þriðjungnum. Klaufaskapur að ná ekki að nýta sér það!

  19. Konan var að bjóða mér á þennan leik það væri sankallaður heiður að fá að vera í samfloti með ykkur

  20. Gæti orðið dýrt að klára ekki færin hérna. erum miklu betri aðilinn í dag

  21. Vá, virkilega vel varið hjá Cech. Frábær markvörður, það verður ekki af honum tekið.

  22. Ef við nýtum ekki færin og svona spilamennsku hjá Arsenal þá nær Liverpool engum árangri
    Inná með Ings

  23. Cech að halda Arsenal inn í þessum leik, frábærlega gert hjá Kútnum en þvílík varsla frá Cech

  24. Jahérna hér! Þvílík fótavinna hjá Coutinho, en Cech aftur að bjarga Arsenal með stórkostlegum töktum. Hrikalega flott builduppið líka, sem byrjaði hjá Gomez vinstra megin.

  25. Okkar menn bara frábærir i fyrri halfleik.. djofull er gaman að horfa a okkar menn i þessum. Ham.

    Halda svona afram og við förum með 3 stig heim til Liverpool 🙂

  26. Flottur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum og við erum betri aðilin í leiknum. Framlínan hjá okkar verið mjög ógnandi ásamt því að Milner og Can hafa verið flottir þar fyrir aftan en Coutinho er okkar besti maður í þessum hálfleik með tvö skot í stangirnar. Vantar bara markið sem að við eigum fyllilega skilið.

  27. Að vera ekki búnir að skora er ráðgáta, úff og greyið Coutinho, en þvílikur leikmaður er hann orðinn!

  28. Veit einhver hvað lykilorðið er inn á blabseal? Pls virkar ekki…

  29. ég á ekki orð, þvílík spilamennska, þvílíkur markmaður, algerlega frábær leikur so far. Ekki gleyma því að dæmt var fullkomlega löglegt mark af Arsenal. Leikurinn má alveg enda svona mín vegna……þó ég vilji auðvitað frekar sigur.

  30. Alveg stórkostlegur leikur hjá okkar mönnum. Einn besti fyrri hálfleikur sem liðið hefur sýnt í meira en ár. Vá. Nú er bara að setja hann inn. Arslenal hefur ekki roð í okkar menn.

  31. Það eru svona hálfleikir sem að lið eiga að klára leikinn í en hvort það sé klaufaskapur hjá okkur eða hversu frábær Cech er búinn er það því miður ekki raunin núna.
    Hverjir voru síðan að tala um að Cech hefði bara verið góður með sterka vörn Chelsea fyrir framan sig?

  32. Æðisleg spilamennska. En… Hefur engu skilað.
    Þetta gæti orðið saga okkar. En vil Ings inn og fáum smá öðruvísi ógn uppá topp

  33. Þetta er frábær leikur og mörkin hljóta að detta hjá okkur í seinni ef við höldum þessu áfram!

  34. Stórskemmtilegur fyrri hálfleikur! Líklega væri sanngjörn staða svona 1-2, en 0-0 var það heillin.

    Á köflum var liðið að spila virkilega flottan bolta og menn að ná betur saman fremst á vellinum. Koma svo, vinna þetta!!

  35. Enn og aftur á markvörður í einu af litlu liðunum stórleik á móti Liverpool.

  36. Hversu góður hefur Lucas verið?

    Það væri vitleysa að selja þennan leikmann!

  37. Ætla að hrósa liðinu fyrir virkilega flottan fyrirhálfleik og eiginlega ótrúlegt að liðið sé ekki að vinna leikinn.
    Liðið byrjaði af miklum krafti og Coutinho með skot í slá.
    Benteke hefur verið frábær og þeir ráða ekkert við hann og hefði hann líklega átt að vera búinn að skora.
    vörnin hefur líka verið nokkuð solid og hefur Arsenal lið sem skapar sér oftar en ekki fullt af færum ekki fengið mikið. Nema auðvita rangstæðu markið(sem var ekki rangstæða).

    Virkilega ánægður með Millner/Can/Lucas miðjuna.
    Eini sem mér finnst hafa verið lítið með er Firminho sem hefur verið pínu týndur og spurning um hvort að Ibe leysir hann ekki af hólmi ef hann heldur svona áfram næstu 15 mín.

    Vill líka hrósa Rodgers. Liðið er mjög þétt en líka mjög skapandi og tel ég uppstillinginn mjög góð. Það má vel vera að liðið tapi 0-1 og menn vilja reka hann en fyrstu 45 mín litu mjög vel út.

    Ef við spilum eins vel í þeim síðari þá vinnum við þennan leik en þetta Arsenal lið er stórhættulegt og maður veit að þeir eiga eftir að skapa sér eitthvað.

  38. Ings segja menn. Þá inn fyrir Benteke??? Hann er búin að vera mjög flottur. Sífellt ógnandi, tekur og heldur boltanum. Myndi vilja bíða eitthvað með þá skiptingu.

  39. Shiiit hvað þessi hálfleikur er búinn að vera góður!!
    Það eru bara allir að standa sig fanta vel 🙂
    Vantar bara herslumunin, gætum verið komnir í 1-2 ef allt væri að skila sér.

  40. #54 Lucas verður ekki seldur.

    BR sagði einfaldega í viðtali rétt fyrir leikinn að Lucas væri besti varnarmiðjumaðurinn í liðinu og því mjög mikilvægur liðinu.

    Þarf að segja eitthvað meira?

  41. Sælir félagar

    Ég stenst ekki þá áskorun sem félagi Friðþjófur setti fram í upphitunarþræðinum og í leiðinni vil þakka félaga Steini fyrir góða upphitun. Eins og ef til vill einhver man(?) þá lýsti ég yfir Liverpool fríi til jóla. Auðvitað hefi ég ekki staðið við það og hefi fylgst vel með öllu. Ekki brottrekstur BR var ástæða þess að ég bilaðist í vor og nú sé ég ekki betur en Brendan sé að troða upp í mig sokk af stærri gerðinni. Það finnst mér gott á mig og reyndar fleiri.

    Okkar menn eru búnir að stjórna leiknum algerlega það sem ég hefi séð. Ég missti af fyrstu 10 mín en Nallarnir hafa varla átt sókn síðan. Stóri Tékkinn hgefir algerlega haldið þeim á floti því miður. Það hefði verið gaman að sjá svona 3ja hvert skot inni og staðan 2 til 3 núll. En því miður er þessi skemmtilegi leikur alltaf sanngjarn og frammistaða Stóra Tékkans ólýsanlega leiðinleg. En hvað um það. Ef okkar menn halda áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik þá enda rþetta bara á einn veg.

    Það er nú þannig

    YNWA

  42. Frábær spilamennska hjá okkar mönnum.

    Virðist þó ætla að vera einn af þessum leikjum þar sem boltinn vill ekki í netið. Cech er í þvílíkum ham og á þennan leik skuldlaust.

    Vonandi verður þó heppnin með okkur í seinni.

    En vörnin VERÐUR að halda.

    Áfram Liverpool!

  43. fyrir þá sem eru i vandræðum með link á leikinn. Farið á fotballol.com . og þrátt fyrir að chrome komi með einhverja viðvörun þá haldið ótrauðir áfram inná síðunna. Náið í win Ace forritið og það eru alltaf góðir linkar í gangi. Ég get t.d núna valið um 5 mjög góða Acer strauma þarna í full HD gæðum.

  44. Að skipta Bentake út er rugl, hann er að valda allskonar vandræðum fyrir Nallarana þeir mega ekki líta af honum.

    Dauðöfunda Nallarana af að hafa Tékk í markinu svona markmenn landa stigum.

  45. hæhæ er hægt að ná í þetta Ace á apple? er að læra á þennan nýja grip…

  46. er einhver með link á leikinn án þess að það þurfi að downoada einhverju forriti?

  47. #65 það er bara algerlega þess virði að ná í acer stream, bara eins og að vera með leikinn á stöð 2, nema betri þulir. Svo býður forritið uppá að pása leiki, eins og t.d í gær þegar ég þurfti að hoppa ut í hálftíma á meðan city var að spila. pásaði bara og hélt síðan áfram 😉

  48. Acer stream virkar ekki á Apple en þú getur sótt þér Sopcast, það virkar mjög svipað og Ace. Er að horfa á leikinn í HD í iMaccanum as we speek.

  49. Ibe virðist bara vera alveg gagnslaus. Hvað hefur komið fyrir greyið strákinn? 🙁

  50. Gomez flottur þarna, sá fyrsti sem náði að létta látlausri pressu í 10-15 mínútur.

  51. Lucas búinn að vera frábær, ekkert rugl!
    Þetta er hörð barátta fyrir einu stigi.

  52. Loksins fer lucas útaf hrikalega slakur og vonandi hans síðasti leikur

  53. Rossiter inn fyrir Lucas, sérstök skipting í svona leik ef Lucas er ekki tæpur eða gjörsamlega sprunginn.

  54. Jordan Rossiter að koma inná í sínum fyrsta PL leik, athyglisvert í stöðunni 0-0 á Emirates Satadium

  55. Það er borðliggjandi að við laumum inn sigurmarki í uppbótartíma!

    Mignolet er búinn að vera rosalegur.

  56. Jæja, stórmeistarajafntefli á mjög erfiðum útivelli. Hefði þegið það fyrir fram. Þrjú clean sheets í röð líka!

  57. Geðveikt!
    Virkilega sáttur með stigið.
    Við vorum flottari í fyrri hálfleik og héldum út í þeim seinni.
    Bara flott.

  58. Frábær úrslit og margt jákvætt í frammistöðunni. Clean sheet eftir 3 leiki og 7 stig í sarpinn. Hver hefði ekki þegið það í fyrra ?

  59. Jafntefli eru gríðarlega góð úrslit og margt jákvætt hægt að taka út úr þessum leik;

    – Mignolet var frábær að mínu mati og maður leiksins.
    – Gomez og Clyne voru einnig mjög góðir.
    – Lucas er ekki búinn og stóð sig vel.
    – Benteke og Coutinho voru mjög ógnandi og hefðu báðir getað skorað.
    – Dagskipunin var að loka svæðum og fannst mér það takast mjög vel á móti góðu og skapandi liði Arsenal. Rodgers fær mörg prik frá mér fyrir uppleggið og sýndi að liðið getur spilað góða vörn.

    Það eina neikvæða sem ég tek frá þessum leik er innkoma Ibe, sem mér fannst vægast sagt slök.

    7 stig af 9 er svo sannarlega framar mínum vonum og því ber að fagna.

  60. Besti markalausi leikur sem ég hef séð – ég vel Skrtel mann leiksins!

  61. Ings og Origi eru ekki að fá tækifæri og samtnwr Sturridge ekki komin til leiks.

    Væri ekki snjallt að lána Origi til klúbbs i úrvalsdeildinni ?

  62. Hverskonar Lucasar grýla er í gangi hérna hvaða hlutverk hefur Lucas í þessu liði vinna skítverk reyna að vinna tapaða bolta tefja fyrir sóknaraðgerðum andstæðinganna sópa upp, öll lið þurfa svona mann .Lucas er nauðsynlegur leikmaður í hóp okkar meðan enginn betri finnst. Ég held að menn ættu frekar að spá í það hvort Henderson sé í þeim klassa að hann eigi að vera einhver gúru í LIVERPOOL liðinu mér finnst það ekki.

  63. Vörnin orðin flott og markmaðurinn nýtur góðs af því. Firmino er vonandi ekki í leikformi annars virkar hann ekki 30 m punda maður. Ibe er að verða tvítugur en virðist ekki alveg tilbúinn í þetta, er átakanlega týndur í varnarvinnunni. Milner, Can og Lucas flottir á miðjunni, duglegir. Benteke er ný vídd í spilið hjá liv, verður gaman að sjá hann við hlið Sturridge. Þetta lið okkar lítur bara ansi vel út en held að það mætti alveg við því að fá einn miðjumann sem getur skorað mörk.

  64. Sælir.

    Það gengur eitthvað illa að fá samband við úrvalútsýn gæjana. Hver er prísinn á ferðinni félagar?

    kv. Óli Freyr

Arsenal á morgun

Arsenal – Liverpool 0-0