Í beinu framhaldi af síðustu færslu, þá hafa eigendur Liverpool tjáð sig og segjast munu styðja Rafa sama hvern hann vilji kaupa! Það er vonandi að þeir standi við þetta.
Það er líka greinilegt að nýju eigendurnir eru mikilir kunnáttumenn um hip-hop tónlist. Gillett segir:
>”If Rafa said he wanted to buy ‘Snoogy Doogy‘ we would back him,”
Því miður þá má “Snoogy Doogy” ekki koma til Englands þar sem hann er í banni hjá enskum tollayfirvöldum, þannig að við getum útilokað þann spennandi kost að hafa Snoop á hægri kantinum.
Alves – Carra – Agger – Aurelio
Snoop Dogg – Gerrard – Alonso – Masch – Garcia
Villa
Jæja, maður getur alltaf látið sig dreyma.
Jæja, þá er búið að upplýsa leyndarmálið um Snoogy Doogy 😉
Sjá hér
Gat nú verið að Chelsea myndi blanda sér í baráttuna um Snoogy. En ég held að Rafa sé hvort sem er ekki að hugsa hann fyrir byrjunarliðið, meira til að auka breiddina í hópnum 🙂
Snoop er eflaust mean, lean goal scoaring machine shizzle man hizzle.
Tæki samt Villa fram yfir hann hehe.