Jæja, flestir breskir fjölmiðlar virðast staðfesta það sem hefu verið til umræðu að undanförnum, það að Craig Bellamy sé til sölu. Margir fjölmiðlar, þar á meðal Guardian halda því fram að verðið sem að Liverpool vilji fá fyrir Bellamy sé 12 milljónir punda.
Nú var það svo auðvitað að Bellamy kom fyrir 6 milljónir punda, en það var eingöngu vegna þess að í samningi hans var klásúla um að hann gæti farið frá Blackburn fyrir þá upphæð til liðs sem væri í Meistaradeildinni. Það var öllum ljóst að það verð var undir hans raunverulega verðmæti. Í ár hefur Bellamy svo sem ekki sýnt neina stórkostlega hluti, en ég er handviss um að hann geti verið stjarna fyrir lið einsog Aston Villa líkt og hann var áður fyrr hjá Blackburn.
Aston Villa hefur verið orðað við Bellamy og Gareth Barry hvetur í dag liðið sitt til að kaupa Bellamy. Einnig hafa hinir Íslendingarnir hjá West Ham verið orðaðir við Bellamy. Bæði þessi lið eiga fullt af pening, svo það er vonandi að Liverpool geti nú náð fram ágætis gróða á Bellamy.
Ég persónulega hef verið nokkuð ánægður með Bellamy hjá Liverpool. Að mínu mati hefur hann hresst uppá leik liðsins, en þó má segja að hann hafi dalað seinni part tímabilsins. Hann átti sína bestu spretti í desember og janúar þegar hann var í raun besti maður liðsins. En víst honum var ekki treyst fyrir því að koma inná í Aþenu, þá er augljóst að Rafa ber ekki nægilega mikið traust til hans. Mér fannst hann þó alltaf miklu líklegri til að skora mörk þegar hann var inná en til dæmis Dirk Kuyt.
Það er svo alveg efni í annan pistil að sá framherji, sem mér fannst ávallt minnst líklegur til að skora mörk, af þeim fjórum sem voru hjá félaginu, er sá framherji sem Rafa ber greinilega mest traust til og sá sem Rafa spilaði með í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Já, og Mirror segja í dag að Liverpool hyggist kaupa Samuel Eto’o frá Barcelona fyrir 30 milljónir punda og að hluti af kaupverðinu verði Xabi Alonso. Þetta kallast víst slúður með stóru s-i.
Enda er Dirk Kuyt sá leikmaður sem sameinar kosti allra hinna þriggja. Bellamy er hraðastur og Kuyt er hraður (þó ekki jafn hraður), Crouch hefur góða fyrstu snertingu sem Kuyt hefur líka (þó ekki jafn góða), Crouch hefur hæðina sem Kuyt jafnar út með styrk sínum og Fowler hefur markanefið sem Kuyt hefur líka (þó ekki jafn mikið). Svo er Kuyt líka duglegri en þeir allir.
Það yrði nú aldeilis frábært að sjá skipti á Alonso og Eto´o verða að veruleika. Síðan gætum við skipt Steven Gerrard fyrir Robbie Savage til að fullkomna þvæluna!
Svo er verið að tala um að Gabriel Milito og Alves séu á leiðinni…..líst vel á fyrri manninn en þarf að reyna að venja mig við þennan Alves en ef við kaupum hann getum við hætt að tala um leikaraskap hjá Robben og Ronaldo því þessi kauði er tvöfaldur á við þá báða.
Það er þó spurning hvað verður með Sissoko. Alonso fer ekki, punktur. Ekki er Mascherano að fara né Gerrard. Síðan vorum við að kaupa ungan Brasilíumann á 8 milljónir punda sem er þá líklega fjórði maður á miðjuna, að því gefnu að Rafa kaupi hægri kantmann í sumar og aðalstaða Gerrards verði á miðjunni.
Þannig yrði Gerrard fyrsti maður á miðjuna, Alonso og Mascherano skiptast á og hinn Brasilíski fær nokkra leiki + bikarleiki og svona til að aðlagast. Sissoko hefur verið góður en það er spurning hvort Rafa vilji hreinlega ekki fjölhæfari mann en hann á miðjuna….
Ég væri allavega til í að sjá hann fara upp í kaupverðið á Eto´o…!
ég hef séð alves spila tvisvar eða svo… og í bæði skiptin hefur hann verið einn besti leikmaður vallarins, og í næstum hvert einasta skipti sem fjallað er um Sevilla í fréttum eða á netinu er Alves alltaf nefndur og sagður hafa átt stórleik. Ég hef ekki orðið vitni af leikaraskap í honum en eins og ég segi hef ég aðeins séð hann í örfá skipti… mig dauðlangar að fá þennann leikmann til Liverpool, aftur á móti langar mig að sjá Finnan spila þangað til hann fer að grána….
Er ekki bara Eiður Smári rétti maðurinn í liðið. Held að hann gæti náð vel saman með Kuyt í framlínunni. Væri líka gaman að sjá Owen aftur í Liverpool treyjunni en það myndi fylgja því talsverð áhætta að kaupa hann sökum meiðslatíðni.
Persónulega held ég að Eto’o muni aldrei fara til Liverpool meðan Benitez er þar, einfaldlega vegna þess að hann er prímadona að guðs náð og það er alveg vitað að Benitez er ekki mikið fyrir slíka eiginleika.
Striker nöfn sem ég væri til í að sjá á Liverpool búning væru Torres, Villa, Gudjohnsen og in my dreams, Henry 🙂
Það væri frábært að fá Eto’o og losna við Alonso..
Liverpool er án nokkurs vafa með einhverja best mönnuðu miðju í evrópu. Gerrard, Alonso , Mascherano og Sissoko eru allir frábærir miðjumenn á sinn hátt. Það sem hefur vantað eru betri “náttúrulegir” kantarar. Það er líka hægt að bæta sóknina og eins er pláss fyrir aukna breidd og gæði í vörninni. Markmannsstaðan er ekki vandamál. Allt tal um að “losna við” menn eins og Xabi Alonso er hreint og klárt rugl. Ef Alonso væri leikmaður einhvers annars liðs í dag og fjölmiðlar væru að orða hann við liverpool myndu menn vera að slefa yfir þeim möguleika. 😉
Af hverju ætti þetta að vera þvæla? Alonso var að leika sitt slakasta tímabil með Liverpool og kaupin á Lucasi og Mascherano, styðja þennan orðróm. Ef Barcelona vilja frá Alonso er staða okkar að ná í Eto mun sterkari. En hvað sem verður, sé ég ekkert óraunsætt í þessum vangaveltum. Ef Alonso fer, mun Gerrard vonandi leika fleiri leiki inná miðri miðjunni. Þetta gæti verið liðinu fyrir bestu, þó Alonso sé ávallt góður kostur og töluverð eftirsjá yrði af honum.