ManU á morgun

Það ræðst á morgun hvort byrjun þessa tímabils hjá okkar mönnum telst vera algjör hörmung, eða bara býsna gott. Já, þetta er bara í alvörunni svona stutt á milli. Auðvitað gefur þessi West Ham leikur aldeilis vont bragð í munn, en það mun algjörlega gleymast ef sigur vinnst gegn Gaal og drengjunum hans. Þessi tvö lið eru með jafnmörg stig, hafa verið jafn vonlaus fyrir framan mark andstæðinganna og í rauninni varla byrjað þetta mót. Sama má svo segja um Arsenal sem hafa náð jafn mörgum stigum og hafa skorað heil 3 mörk. Þrátt fyrir að hafa varla startað mótinu, þá sitja þessi lið í 5-7 sætinu, einu stigi frá 3ja sæti og 2 stigum frá öðru sæti (Man.City telst varla með í þessari byrjun móts). Það er því ekki hægt að segja að til sé betri tímapunktur til að setja hlutina af stað (fyrst menn gerðu það ekki fyrr). Tap í þessum leik myndi setja okkur í vonda stöðu, jafntefli væri svo sem allt í lagi, en sigur myndi bara setja “Game ON” stimpil á þetta dæmi allt saman.

Luis Van Gaal hefur á ótrúlega skömmum tíma náð að skapa sér þvílíkar óvinsældir að þær eru farnar að teygja sig inn í stuðningsmannahóp rauðu djöflanna, og þá er nú mikið sagt. Það virðist allt loga stafnanna á milli hjá þeim, en þeir sem hafa skoðað söguna, þá er það alls ekkert nýtt þegar þessi stjóri á í hlut. Það er að gerast (að því að virðist vera) sem maður óskaði sér helst þegar hann var ráðinn. Hrokinn lekur af manninum og það virðist byrjað að smitast út í leikmenn og víðar. Vandamálið er að hann hefur fengið Man.City fjármagn, bara ótakmarkað. Hann fær að henda skrilljónum í kaup á svotil óreyndum unglingi, fær að taka á sig mega tap á dýrasta leikmanni ManU fyrr og síðar og umbreytir liðinu fyrir rosalegar upphæðir án þess í rauninni að styrkja það. Hann segir það meira að segja sjálfur fyrir þennan leik að þeir geti ekki unnið deildina, en geti unnið þennan leik gegn Liverpool á morgun. Mikið væri nú gaman að stinga eins og einum illa úldnum og mygluðum sokk upp í manninn og sjá hann tuða sig í gegnum ástæður tapsins í fúlasta viðtali seinni ára. Ekki eins og að það sé nógu sætt að vinna þessa erki óvini okkar, það væri sérlega ánægjulegt núna við þessar aðstæður.

Bæði lið gátu státað sig af því að halda hreinu í fyrstu 3 leikjum tímabilsins og þau eiga það líka sameiginlegt að tapa fyrsta leiknum sínum (og þar af leiðandi að fá á sig fyrstu mörkin) í síðasta leik. Það ætti því ekki að vera um neinn mun að ræða þegar kemur að momentum eða sjálfstrausti. Það var líka ótrúlegt en sagt, landsleikjahlé, hjá báðum aðilum núna nýverið. Bæði lið misstu mjög marga leikmenn í burtu og menn rétt að tínast tilbaka þessa dagana. Undirbúningur á æfingasvæðinu hefur sem sagt lítið að segja núna, eða öllu heldur, mun munna en alla jafna. Því miður held ég að þessi leikur snúist um það hvor stjóranna geri stærri mistök og svo bara mótivering manna á sjálfum deginum. Það eru ekki margir í þessu ManU liði sem ég myndi vilja sjá í Liverpool liðinu, og eflaust á það sama við hinum megin. Mannskapslega séð þá er bara fátt um fína drætti miðað við fjárútlát hjá þeim. Ef ég hefði fengið að sjá byrjunarlið þeirra úr síðasta leik, fyrir svona tveim árum, þá hefði ég talið það hálfgert djók. En þetta er staðan og það sem verra er, er að okkar menn hafa bara verið ansi lítið skárri og maður hefði heldur ekkert hoppað hæð sína yfir byrjunarliðinu ef maður hefði kíkt á það fyrir svona 2 árum síðan.

Mótherjar okkar hafa skorað 3 mörk í deildinni, í rauninni samt bara tvö. Kyle Walker sá um að setja boltann í eigið net í fyrstu umferðinni, Januzaj setti mark í öðrum leiknum (og hann er farinn til Dortmund) og Mata skoraði í síðasta leik. Hjá okkar mönnum er eitthvað svipað uppi á teningnum, höfum skorað 2 mörk og aðeins annar þeirra leikmanna má spila í leiknum á morgun. Það er því engin rosaleg tölfræði sem byggir upp spennu fyrir markaleik á morgun. Stóra spurningin hlýtur að vera hvort þeirra besti leikmaður síðustu 2ja tímabila komi á ný í markið hjá þeim. Hann fékk ekki draum sinn uppfylltan að komast í burtu frá liðinu fyrir lok leikmannagluggans. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann verði í markinu, eða hvort Romero haldi áfram eftir dapra frammistöðu gegn Swansea. Mér er eiginlega nokk sama, ég held að De Gea sé ekki í réttu standi til að spila þennan leik og ég held að hinn sé einfaldlega ekki nógu góður.

Þrátt fyrir litla markaskorun, þá eru þeir með nokkra sterka menn fram á við. Mata er flottur leikmaður, Rooney er jú Rooney og svo á míkrófónninn það til að stanga inn bolta og bolta. Depay er svo leikmaður sem menn eru spenntir fyrir, en hefur enn sem komið er, lítið sýnt annað en gegn slöku liði Club Brugge. Það væri svo sem eftir því ef hann myndi loks blómstra gegn okkar mönnum. Einu meiðslin hjá mótherjum okkar eru þau að Michael Carrick verður líklegast ekki með, annars eru þeir með fullskipað lið samkvæmt síðustu fréttum. Þeirra sterkasta hlið er svo miðsvæðið, og þá helst varnarlega. Schneiderlin voru flott kaup og hann skýlir vörninni betur en flestir aðrir. Eins virðast þeir hafa gert fín kaup í þessum ítalska hægri bakverði og Luke Shaw er að verða sífellt sterkari. Þeir verða því erfiðir varnarlega, en stóra tækifærið hlýtur að vera áhlaup frá manni eins og Benteke á Blind í miðverðinum.

Svona held ég að þeir komi til með að stilla liðinu sínu upp:

De Gea

Darmian – Smalling – Blind – Shaw

Schneiderlin – Schweinsteiger

Mata – Fellaini – Depay

Rooney

En að okkar mönnum og þar verður langt því frá hægt að tala um nánast fullskipað lið. Coutinho er í banni og engar líkur eru taldar á að fyrirliðinn, Jordan Henderson, nái leiknum. Þar fyrir utan eru svo Adam Lallana, Joe Allen, Jon Flanagan og Daniel Sturridge meiddir. Sem sagt töluverð skörð í hópnum sem aðrir verða að stíga upp í. Það er þó engin afsökun að þennan og hinn vanti, þetta eiga allt að vera topp fótboltamenn og núna þurfa menn bara að stíga upp. Menn hafa mikið kallað eftir tígulmiðjunni sem hentaði okkur svo vel þegar við vorum með tvo flotta framherja, vel skiljanlegt að menn vilji sjá hana aftur. Ég er bara á því að menn eigi að fara að fá sénsa með þessu liði, menn eins og Danny Ings og Origi. Af hverju ekki? Ekki hafa hinir verið að mála bæinn rauðan. Enn og aftur, til hvers eru þessir ungu spræku menn keyptir ef menn ætla svo ekkert að nota þá þegar á reynir. Hvað er meira upp peppandi en að fá að starta sinn fyrsta alvöru leik fyrir Liverpool á Old Trafford? Haldið þið að menn gefi sig ekki alla í dæmið? Jú, svo sannarlega.

Clyne og Mignolet verða að sjálfsögðu á sínum stöðum ásamt Skrtel. Ég reikna með Lovren áfram, en myndi svo sannarlega ekki gráta mig í svefn yfir að sjá Sakho koma inn fyrir hann. Ég bara botna þetta Sakho dæmi ekki, verð bara að viðurkenna það. Valið stendur svo á milli Moreno og Gomez vinstra megin og ég hallast að Gomez, þó svo að hann sé með minni reynslu en hinn. Hann er bara sterkari varnarlega og það er nákvæmlega það sem þarf í þennan leik. Svo er það vandamála dæmið á miðjunni. Ég vona að við verðum með þétta miðju í þeim Lucas, Milner og Can, með þann brasilíska aftastan og hina með leyfi til að sprengja upp. Firmino og Ings verða svo á vængjunum og Benteke frammi. Ég væri reyndar alveg til í að sjá Origi byrja þennan leik en ég er bara ekki viss hvern ég myndi vilja sjá byrja útaf í staðinn. Engu að síður reikna ég með Ibe í byrjunarliðinu, þannig að enn og eftur verðum við Brendan að vera sammála um að vera ósammála. Svona held ég að Brendan stilli þessu upp:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez

Milner – Lucas – Can

Ibe – Benteke – Firmino

Mikið lifandis skelfingar ósköp langar mig til að vinna þennan leik. Til þess að það megi takast, þá verða menn að fara í hann alveg á gjörsamlega fullu og keyra á þetta ManU lið. Hlaupagetan þarf að vera extra mikil og nú þýðir ekkert jogg tilbaka. Menn þurfa líka að halda haus og helst að ná að pirra andstæðinginn aðeins. Það er pressa á báðum stjórum, það er pressa á báðum liðum, en pressan verður sko alls ekki minni á andstæðingum okkar þar sem þeir eru á heimavelli. Ég reikna ekki með skemmtilegum leik, hvorugur stjórinn mun taka einhverja óþarfa áhættu og þetta mun ráðast af litlu atriðunum. Ég var búinn að spá okkur sigri í Podcastinu, 1-2 að mig minnir, og ég ætla bara að standa við það. Ég ætla að spá því að Benteke éti Blind og setji bæði mörkin fyrir okkur. Mikið yrði ég glaður á margan hátt, jeremías góður.

58 Comments

  1. shit hva? ver?a margir frà í þessum leik…
    margir vilja meina a? utd ver?i okkar a?alkeppinautur um 4 sæti? og þess telja þessir innbyr?isleikir vi? þá svakalega miki?. ger?i þa? í fyrra og mun geta þa? nùna vi? vorum 8 stigum frà þeim á sí?asta tímabil.
    stoke hef?i aldrei fari? eins og hann fór hef?i liverpool unni? 6 stig gegn utd og veri? í bìlstjòrasætinu fyrir loka umfer?ina…

    þa? er allt undir ì þessu à morgun sem er trùinn à framhaldi?!

    ég ætla a? henda í 1-2 sigur og benteke og firmino stimpli sig inn í nágrannahatri?… mark utd skorar einhver eftir fastleikatri?i hva? anna??

  2. Vonandi vinnur Liverpool en því miður þá er ég ansi hræddur um að Man Utd vinni þennan leik og vinni stórt 4-1

  3. Gríðarlega erfiðurleikur framundan og er maður eiginlega brjálaður útí Coutinho fyrir þetta heimskulega rauðaspjald sem hann nældi sér í því að hann væri frábær í að hlaupa í kringum hinum hæga þjóðverja Man utd.

    Ég vona að Ings fá tækifæri í þessum leik því að mér finnst hann einfaldlega mjög góður leikmaður sem hræðist engan og hleypur úr sér lungun.
    Ég vona að Benteke lími sig við Blind því að ef Blind lenti í vandræðum með Gomez þá get ég sagt honum að Benteke er stærri útgáfan.
    Ég vona að Sakho komi inn í liðið. Lovren var flottur fyrstu 3 leikina en ég vill að þegar menn gefa mörk þá detta þeir úr liðinu.
    Ég vona svo að Liverpool vinni þennan leik en gæti lifað það af ef þetta endar jafntefli. Maður er samt eldri en tveggja vetra og veit að svona leikir geta farið allskonar en tölfræðinn er sú að síðan um aldarmótinn höfum við að ég held aðeins unnið 5 leiki á þessum velli og því óþarfi að spenna væntingarnar of mikið.
    Hvernig sem fer þá vona ég eftir að liverpool leikmenn gefi allt í leikinn og verður framistaðan líkari Arsenal leiknum en ekki West ham leiknum. Því að maður veit að svona leikir ráðast oft á stöngin inn eða stönginn út og getur framistaða liðið verið góð en leikur tapast og svo ekki merkileg og leikur vinnst á einni hornspyrnu eða vafasamri vítaspyrnu.

    YNWA og styðjum liðið í blíðu og stríðu.

  4. Flott upphitun og spenningurinn magnast – eins og alltaf fyrir leiki þessara liða.

    Ég, sem var kominn aftur með trú á Rodgers eftir sumarið, er alveg að missa trúna á hann aftur – og þar spilar auðvitað WestHam-skelfingin stóra rullu.

    Rodgers á svo lítið inni hjá manni eftir hörmungina á síðasta tímabili að úrslitin í þessum leik munu hafa mikið að segja um hvort maður verði á RodgersIn- eða RodgersOut-vagninum eftir helgina. Sjálfsagt eru margir stuðningsmenn á sama máli og því pressan á karlinum gríðarleg.

    Nú er að duga eða drepast, það er ekkert flóknara en það.

    Áfram Liverpool!

  5. Vont fyrir þá að missa Carrick. Vont fyrir okkur að missa Henderson. Ég held að Henderson sé að verða mikilvægasti leikmaðurinn okkar.

    Almennt séð eru bæði byrjunarlið frekar óspennandi. Miðað við þessi byrjunarlið, þá munu United vera með unditökin á miðjunni. Ég hugsa að við dettum í stórkarlaboltann, því miður.

    Ég verð illa svekktur ef Benteke borðar ekki Smalling og Blind í morgunmat.

  6. Sæl og blessuð.

    Það er með ólíkindum hvað Henderson skiptir miklu máli fyrir þetta lið. Hann hefur náð að gera sig að lykilmanni en vonir standa til að Millner og Can fylli í það skarð.

    Nema hvað. Ég heimta tvo framherja í þetta lið. Ings og Benedikt væru minn draumur.

    Gefum okkur að töflufundir og þrotlaus heimavinna hafi skilað árangri. Þá verður þetta einhvern veginn svona:

    Setjum á þá mark snemma í leiknum og ærum þá með þremur skilvirkum skyndisóknum. Fiskum einhvern fýlupokann út af vellinum með fagurrautt spjald – líklega verður það De Gea sem þvælist í fótum Ings í annarri skyndisókninni. Víti dæmt og það kemur engum spænskt fyrir sjónir að sá álappalegi verður sendur í sturtu.

    Kop-arar yfirgefa stúkuna, rétt fyri miðnætti – hásir eftir linnulausa níðsöngva um skrattakollana með þríforkinn.

  7. Ef allt verður eðlilegt þá ættum við að tapa þessum leik. Við förum ekkert á Old Trafford og gerum ráð fyrir sigri, sama hversu lélegir þeir eiga að heita. Það er hárrétt hjá Ssteini að liðin eru ekki söm og þau voru fyrir nokkrum árum og miklar breytingar hafa átt sér stað hjá báðum – varla til hins betra ef þú spyrð mig.

    Að því sögðu þá vonast ég eftir jafntefli en óttast tap. Þessi leikur sker ekkert úr um starf Rodgers en væntanlega verða allir kolbrjálaðir og heimta höfuð hans á fati ef illa gengur. Ég óttast líka að Rodgers stilli liðinu upp eins og Ssteinn leggur upp en held að það þurfi betri leikmann en Ibe þarna uppi með Benteke og Firmino. Kannski er kominn tími til að Origi eða Ings fái sénsinn. Miðjan og vörnin verða eflaust svona og það er það sterkasta sem er í boði nema ef vera skyldi Lovren/Sakho dæmið.

    Ég skil svosem alveg að Rodgers vilji fara hægt í breytingar á liðinu en stór töp kalla oft á stórar breytingar. Það þýðir að hann er í vanda með uppstillinguna og leikurinn verður þeim mun mikilvægari upp á að hann sýnir fram á hvers Rodgers er megnugur, já eða ekki.

  8. Voðalega er líðið okkar óspennandi á blaði í auknablikinu. Ætlum við verðum ekki að spila uppá 0-0, og svo vona að Benteke nái að pota einu inn.

  9. Og De Gea að semja við MU, byrjar svo kannski leikinn á morgunn og ver eins og berserkur.

    Það væri týpískt………

  10. Góð upphitun.
    Ég er sammála flestu nema kannski því sem snýr að Benteke. Ég myndi tippa á að Fellaini verði límdur á hann meira og minna í leiknum til að vernda vörnina, þeas Blind.
    Ef þetta er rétt gisk hja mer þá þýðir það væntanlega að hann getur ekki tekið jafn mikið þátt í sóknarleiknum og á síðustu leiktíð. Það gefur líka vonandi mönnum eins og Firmino meira pláss.

  11. Ég er gjörsamlega á því að þessi leikur mun forma tímabilið okkar. Vinnum við þennan, förum við á run, töpum við, þá er ég bara ansi svartsýnn. Ég mundi taka jafntefli bara af því að þessir leikir eru ómögulegir að calla.

    Ég ætla samt að henda inn smá spá hérna: 0-1, Firminho í blálok.

  12. Hrikalega erfiðurleikur framundan og ég vona að Rodgers hafi pung að sækja á þetta United lið og koma þeim smá á óvart,

    ——–Benteke—–Ings
    —————-Firmino
    ——-Can—–Lucas—–Milner
    Gomez–Sakho–Skrtel–Clyne
    —————-Mignolet

    Jafntefli væri virkilega sterkt hjá okkur.

  13. De Gea er væntanlega bara að stimpla sig inn sem money-grabber. Það meikar fjárhagslegt sense fyrir manure og De Gea að semja upp á nýtt þar sem De Gea fær þá hærri laun og manure fær á eitthvað fyrir hann næsta sumar. Líklega er Release Clause í samningnum upp á hærri fjárhæð en Real Madrid fékk samþykkta núna um daginn.

    Í ljósi þess og fregna af upplausn á æfingasvæði manure er alveg umdeilanlegt hversu vel stefndir þeir koma til leiks blessaðir andstæðingar okkar á morgun.

    Ekki þar fyrir, maður er ekkert sérstaklega bjartsýnn fyrir þennan leik.

  14. Ég hef sjaldan verið jafn bjartsýnn fyrir leik á Old Trafford.

    Þeirra lið er hreinilega lakara en það var í fyrra. Út hafa farið menn á borð við RvP, Falcao, Di Maria og De Gea í kuldanum.

    Þeim til varnaðar er nettó eyðslan ekki “nema” í kringum 20m (þeas ef Scheinsteiger kostaði bara 8m). Sem verður að teljast smámunir í samanburði við eyðslu City og Chelsea, en ég tek því fagnandi.

    LVG er til allra lukku að virðast takast að eyðileggja kjarnann, ótrúlegar sölur og enn óskiljanlegri kaup. Fréttir af óánægju Carrick og Rooney með æfingar og svo framvegis.

    Til að gera langa sögu stutta: þetta er frábær tími til að hitta á leik við þá.

    1-2 sigur. Benteke og Firmino með mörkin.

  15. Sælir félagar.
    ég verð á að byrja spyrja pistlahöfund hvað hann meinar með því að hann myndi ekki vilja sjá marga i manutd liðinu í liverpool liðinnu í dag? ef við horfum raunsætt á þetta þá að mínu mati kæmist skrtel og Coutinho kannski í þeirra lið og efast stórlega um það að þeir vildu skrtel en myndu glaðir taka Coutinho myndi ég halda en annars eru þeir sterkari nánast í öllum stöðum og ef við tækijum (liverpool) gleraugun af okkur gætum við valið annsi marga leikmenn úr þeirra hópi í okkar lið td alla miðjuna báða bakverðinna, smalling og de gea svo eitthvað sé nefnt því miður;/ en að leiknum þá er ég nokkuð bjartsýnn með að ná í úrstlit en miðað við hvernig þeir koma í stóruleikinna t.d. í fyrra það er maður smeikur líka en spái 0-0 baráttu leik

  16. Vil sjá Brendan taka smá áhættu og fara aftur í demantinn, liðið hefur verið of fyrirsjáanlegt í upphafi móts og væri gaman að sjá hann koma utd aðeins á óvart !

    Mignolet
    Clyne Lovren Sakho Moreno
    Rossiter
    Milner Can
    Firmino
    Origi Benteke

    Vil ekki sjá Lucas í liðinu eftir síðasta leik, það þarf klárlega að stokka upp i þessu og breyta áherslunum, en er hræddur um að Rodgers verði samur við sig og stilli upp í 4-2-3-1 með benteke einangraðan frammi og ibe og firmino í ruglinu á vængjunum!

  17. Ekkert hanga á jafnteflinu rugl keyrum þetta í gang. Tökum bara Win or lose aðferð og pressum þetta lið.
    Benteke og Ings frami.
    Firmono og Ibe framarlega á könntunum
    Can/Millner sjá svo um að passa varnarlínuna okkar.

    Við vinnum eða töpum það er bara þannig en maður vill sjá leikmenn með liverpool hjartað djöflast og berjast til síðasta mans.

  18. Síðast þegar allir voru svartsýnir fór liðið á Emirates og yfirspilaði Arsenal. Það er algjörlega ómögulegt að spá fyrir hvaða Liverpoollið mætir til leiks. Liðið getur tapað fyrir hverjum sem er og unnið hvern sem er. Spái 3-0 tapi því ég hef aldrei rétt fyrir mér.

  19. Ekki alvitlaus pistill þessi. http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/liverpool-showing-few-signs-progress-6424447?

    Maður spyr sig alveg þegar sóknin er jafn grútmáttlaus og hún hefur verið í byrjun tímabils af hverju Robbie Fowler sé vannýttur í einhverju tilgangslausu ambassador hlutverki þegar hann gæti verið á Melwood að kenna sóknarmönnunum okkar að skjóta almennilega á mark?
    Gerrard sagði í vikunni að hann hefði sleppt LA Galaxy ef Liverpool hefði boðið honum eitthvað þjálfarahlutverk. Á meðan eru Man Utd að þjálfa Ryan Giggs uppí að taka næst við af Luis Van Gaal.
    Þegar FSG rak Kenny Dalglish með þvílíkum kúrekastælum þá ofbauð hinum frábæra varnarþjálfara Steve Clarke það svo að hann sagði upp um leið. Það væri mikill munur að hafa þann mann í dag til að koma skikki á þessa blessuðu miðverði okkar. Einnig var stórundarlegt þegar Rafa Benitez niðurlægði Sami Hyppia svo með að skilja hann fyrir utan CL-hópinn að hann strauk frá Liverpool árið eftir og hefur ekki sést síðan. Hann hefði verið frábær varnarþjálfari tel ég.
    Rodgers er síðan svo hrokafullur af sjálfsrembingi að hann hefur margneitað því að fá aðstoð við hitt og þetta og talið sig fullfæran um að sjá sjálfur um nær alla þjálfun hjá Liverpool. Honum var líka eins og frægt var boðið að fá núverandi þjálfara Man Utd sem aðstoðarmann sinn en harðneitaði því (reyndar fínt að hann endaði þar enda virðist hann vera að eyðileggja algjörlega móralinn hjá liðinu – mun ólíklegra að hann hefði gert slíkt hjá Liverpool í afmörkuðu Director Of Football hlutverki )

    Í stað þess að þjálfa menn almennilega á æfingasvæðinu á ódýrari hátt er dottið í skyndireddingar nær hvert ár eins og að kaupa Dejan Lovren á 20m punda. Ótrúlegt hvað hæfileikum hefur verið kastað á glæ hjá Liverpool síðastliðinn áratug. Þvert á móti erum við með gamlar hetjur eins og Mark Lawrenson, John Aldridge o.fl. sem eru tuðandi stöðugt í fjölmiðlum hvað allt sé glatað hjá Liverpool og hvað þetta hafi allt verið miklu betra í gamla daga. Sem er einmitt það versta fyrir lið sem má ekki við því að festast enn meira í fortíðinni.

    Í fyrra pakkaði Van Gaal svo hinum reynslulausa Brendan Rodgers saman í báðum leikjum á milli þessara liða og skúraði hreinlega gólfið á Anfield með honum. Rodgers var bara niðurlægður af gömlum over the hill karlfúski. Ef þetta gerist í 3 sinn á morgun og við fáum 3 eða fleiri mörk á okkur þá er þessu samstarf við sjálfumglaða norður-írska spjátrunginn BR bara lokið í mínum huga.

    Veit ekki hvort þetta sé leikurinn til að setja Danny Ings eða Origi beint í byrjunarliðið. Sá leikur var fyrir 2 vikum. Er viss um að Wayne Rooney sem hefur ekki geta d*** allt tímabilið mun stíga upp gegn Liverpool og skora 1 mark.
    Er eiginlega viss um að Brendan mun þrjóskast við að halda sama byrjunarliði og gegn Arsenal. Ef Liverpool heldur út markalaust í fyrri hálfleik þá held ég að Danny Ings komi inná á 60. mín og breyti leiknum í átt til sigurs. Benteke verði þá með 2 mörk í 1-2 sigri. Ef við verðum undir í hálfleik þá fer þetta sennilega illa. 3 eða 4-1.

    Áfram Liverpool.

  20. Það er eins og bera í bakkafullan lækinn að ræða um Brendan Rodgers. Sjálfur er ég búinn að fá jafn mikið ógeð á þessari Brendan in/out umræðu og íslensku haustlægðunum. Ekki verður samt fram hjá því horft að ef Liverpool tapar illa á morgun er það enn ein staðfesting þess að hann veldur ekki verkefninu.

    Liverpool á að ráða við ManU í því ástandi sem sá klúbbur er. Annað er gargandi vanhæfni eins og málið horfir við mér.

  21. Í fyrsta skipti í langan tíma sem ég hefði viljað lengra landsleikjahlé, fleiri leiki með íslenska karlalandsliðinu og lengra í næsta leik Liverpool. Engin sérstök spenna eða trú á verkefninu því miður. Tap og draumaframmistaða De Gea skrifuð í skýin.

  22. Hehehhe. De Gea fær 10.000.000.000 krónur fyrir 5 ára samning. What the fuck?? Hvert er þessi fótbolti kominn eiginlega??? Liverpool búið að klaupa leikmenn fyrir um 35 milljarða síðustu 15 mánuðina og þar af er enginn leikmaður í heimsklassa um þessar mundir. Jemundur. Lucas Leiva er enn í liðinu.
    Jæja hvað um það.
    Ég vil fá 3 stig á morgun og þokkalega spilamennsku. Benteke og Firmino. 0-2. Drullufínt yrði það. Væri líka voða fint ef Rodgers syndi smá pung á morgun og notaði Firmino í þá stöðu sem hann er bestur í.

  23. Þarf virkilega að skrifa ManU? Hélt að þetta væri flottari síða en að vera með svona ljótan orðaleik…

  24. Jæja nú eru allir fjölmiðlar að skrifa í kvöld að Wayne Rooney verði ekki með gegn okkur á morgun, og James Wilson á líka að vera frá. Þá er bara spurning hvort að þessi nýji Martial eða Fellaini muni byrja frammi á morgun.

    Ég allavega fylltist bjartsýni við þessar fréttir.

  25. Ruglaði stjórinn hjá djöflunum er allan daginn að fara að pakka saman ráðlausum BR hjá okkur. Þegar kemur að taktík þá virðist BR bara vera alveg út á þekju. Það segir okkur ekki að LVG sé einhver snillingur, þvert á móti, stjóri LFC er bara ekki verðugur þess að stjórna þessu stóra fótboltafélagi.

    Ég segji það enn og aftur. KING KENNY þurfti eitt tímabil til þess að skila okkur titli, BR getur ALDREI skilað okkut titli. Hann er taktískt getulaus !

    FOWLER hvað að væri gott að hafa GERRARD í þjálfaraliði okkar núna.

    Skítlélegt man utd lið vinnur enn lélegra lið Liverpool 2-0 á morgun. Því miður.

    Sigursteinn, ég held að BR leggi upp enn og aftur með Benteke einn frammi, ekki 4-3-3 eins og þú ert með á mynd. Ef hann hefur ekki pung í að spila með 3 frammi á móti west ham heima þá er hann sko ekki að fara að gera það á gamla trafford. Getulaus og hugmyndalaus !

  26. Er eitthvað hæft í því að Rooney sé meiddur, eða er þetta gamalt bragð sem Galinn hefur lært.

  27. Guðbjartur #15, þá verðum við bara að vera ósammála um það. Mata er frábær leikmaður og í vinstri bakvarðar hallærinu okkar myndi ég alltaf taka Shaw. En annað væri nú alls ekki neitt straight swap, nema síður sé. Jú, De Gea með hausinn á sér eins og í fyrra. Þú hlýtur hreinlega að vera að djóka með Skrtel vs. Smalling og með smávaxinn miðjumann í hinni miðvarðarstöðunni. Eða ítala í hægri bakverði sem er búinn að spila nokkra leiki, vs. einhvern sem varla hefur slegið feilpúst í þessari deild í nokkur ár. Eða þjóðverjann sem varla hefur náð að klára leik í nokkur ár vs. fyrirliðann okkar. Nei, ég held ég þurfi ekkert frekar að útskýra mál mitt, ef menn vilja missa legvatnið yfir þessum leikmönnum andstæðinganna, þá bara go ahead.

    Halldór #25, hvaða orðaleik? Man.Utd, ManU, Manchester United, M.U. Eru þetta ekki allt nöfn og styttingar sem notaðar eru yfir þetta lið? Svo eru til alveg fullt af orðum sem notuð eru yfir liðið af stuðningsmönnum andstæðinganna, en þau höfum við ekki notað að ég muni eftir. Enginn orðaleikur hér á ferð.

  28. Ég nennti ekki að lesa öll commenntinn hérna. Vá mér finnst eins og við séum búinn að leggja árar í bát og það er bara 12 september.
    Hr. Síðu haldari. Lets stað p. Not negative. Erum alltaf að fara að rústa miðlungs liði frá manchester.

  29. Hættið þessu væli og neikvæðbi og hafið fu&@$£ trú á he€*#*s verkefninu Liverpool er allan tíman að fara að sækja 3 stig í 0-3 sigri takk fyrir og bless

    YNWA

  30. SSteinn , ManU er móðgandi orð fyrir Utd fans þetta veistu vel , flottur pistill en synd að skemma hann svona. Erfitt að taka mark á því að andstæðingurinn sé hrokafullur ef við erum það sjálfir líka.

  31. Bjartsýnn. Vongóður. Spenntur. Tilhlökkun, og allt þetta býr innra með mér skal ég segja ykkur. Mætum við ekki alltaf frekar sprækir á móti svokölluðum sterkari andstæðingum sbr Arsenal leikinn. Menn eflaust betur gíraðir og einhverjar taktíks vitleysur ekki að trufla þá. ManU hafa nokkra einstaklinga sem ég hræðist en þeir eru líka allnokkrir sem ég get ekki beðið eftir að sjá okkar menn takast á við. Það nýjasta er að stórstjarnan þeirra Rooney sé að glíma við meiðsli, sem er ágætt fyrir okkur. Maður sem getur allt í einu stigið upp úr öskunni og unnið svona leiki einn síns liðs. Mata er alltaf að fara valda okkur usla og tel ég að númer 1, 2 og 3 sé að stöðva þann frábæra fótboltamann. Mestu gæðin í sóknarleik þeirra eru þegar hann er að leika sér.

    Annars ætti Benteke ekki að eiga í erfiðleikum með Blind. Sáum það hvað hann átti erfitt með Kolla og Benteke er náttúrulega aðeins meira beast en hann. Væri frábært að hafa Ings með honum frammi svo Smalling geti aðstoðað Blind sem minnst.

    Þétt miðja með Can, Lucas og Milner í meira varnarhlutverki, Firmino að töffra eitthvað fyrir framan þá og Ings og Benteke frammi er uppskrift að sigri.

    0-4.

    koma svo!

  32. Nr 33. Móðgandi fyrir utd fans????? Who gives a flying fu**????

  33. Veit ekki betur en að ManU aðdáandi sé með þetta einkanúmer á bílnum sínum….

    Sé ekki hvað er móðgandi við þetta.

    Væri hinsvegar móðgandi að tapa í dag….

    YNWA !ÞENÞ!

  34. Hollensku leikmenn manu eru hungraðir eftir betri úrslitum en í landsleikjunum en fljótir að missa trúnna ef við komums yfir eða bara sýnum þeim enga miskun. Held að einmitt þetta sé lýsandi fyrir bæði lið í dag ….brothætt í trúnni á eigin getu.
    Alltaf spurning hvaða töffari stígur fram og sýnir sjálfstraust og sigurvilja í svona leikjum og þar var það Mata í fyrra. Í sigurvilja-hlutverkinu tel ég okkar helsta vopn vera t.d Ings, Can, Milner og e.t.v Friminio. Hjá andstæðingunum verðum við að passa okkur á Mata og deGea að þeir nái ekki toppleik. Ef Fellaini verður einn frammi eins og blöðin eru að spá þá eru eflaust margir Und menn með þungar augabrýr fyrir leik.

    Spái 4-4-2 með tígulmiðju og Ings byrjar með Benteke frammi og veitir bakvörðum Und fullt af verkefnum þannig að þeir verða bundnir í báða skó að sinna varnar hlutverkum. Spáin 1-2 fyrir okkur og áfram Liverpool.

  35. Ég hef amk. aldrei heyrt neitt athugavert við að nota ManU en manure er óviðeigandi vegna flugslyssins í Munchen og sögu í kringum það. Endilega fræðið okkur almúgann um hvað er svona ljótt við að nota ManU.

  36. Já, furðuleg umræða og margir félagar mínir sem styðja þetta lið nota þetta einmitt sjálfir og eins og kom fram hér að ofan þá er stuðningsmaður þessa liðs með einkanúmerið ManU. Manure aftur á móti veit ég að er afar móðgandi og þá fyrst og fremst vegna þess að það orð þýðir mykja. En það er kannski ekki að marka, ég hef lítið gert af því að fræðast um Manchester United og er ekkert á leiðinni í það verkefni. En hvort einhver hópur þeirra þoli ekki orðið ManU eða ekki, er það í alvöru stóra málið hérna?

  37. Sælir, afsakið mig en ég er að þvælast á Stykkishólmi og er að velta fyrir mér hvar sé best að horfa á leikinn í plássinu. Ef einhver veit um góðan stað endilega látið vita YNWA

    ps skil vel að menn furði sig á þessari umræðu um ManU styttinguna á nafni andstæðingsins ég hef aldrei heyrt talað um nokkkra neikvæðni í henni.

  38. Varðandi vinstri bakvörðinn, væri ekki tilvalið að henda Sakho þangað.
    Sterkur varnarlega og myndi styrkja vörnina gríðarlega. Sækja bara meira á hægri kantinum hjá Clyne.

  39. Afskaplega finnst mér ömurlegt að fáir menn hérna inni þar á meðal okkar pistlahöfundur okkar síðu skulu nota Manu! með því að nota það erum við að nota níð um flugslysið í munich og það var bara það sem maður hér að ofan var að benda á og lesa svo svarið hja ssteinn er einkar lágkúrulegt og þetta finnst mér ekki passa við þessa frábæru síðu sem við eigum kop.is og skora á sstein að taka höfuðið úr afturendanum og nota önnur orð en að gera grín af flugslysinu!

  40. Hvað er í gangi hjá Chel$ki? Everton að rústa þeim 2-0 eftir 22 mín!
    Ekki er ég að kvarta;)

  41. Góði besti Guðbjartur, hoppaðu nú niður af þessum himinháa hesti sem þú hefur einhvern veginn náð að klifra uppá. Ég hef aldrei nokkurn tíman heyrt af tengingu ManU (sem víða er notað sem stytting á nafninu) við flugslysið og hef ég ekki og mun ekki gera grín að þeim atburði. Því síður var ætlunin að særa ykkur stuðningsmenn Manchester United sem villist hingað inn.

  42. Ég er nú ekki vanur að fagna yfir óförum annarra en ég opnaði einn bjórsa snemma þegar ég sá að Everton er að leggja Sárinho.

  43. Sæl og blessuð.

    Sá síðustu mínúturnar í leik Everton og Chelsea. Svakalega er litlasystir vel skipuð. Stones, Naismith, Lukaku, Lennon… Þeir algjörlega átu Móra og strákana hans. ,,Þú verður rekinn á morgun!” sungu áhorfendur.

  44. Hvað kostar þessi Naismith? Næstu Janúar kaup!!! eða kannski bara nýjan stjóra….

  45. Öldungaráð Liverpool-áhangenda þingaði kl. 14:00.

    Í blóti voru var ákveðið samhljóða að RB tæki poka sinn og spúsu ef að Liverpool tapar í dag fyrir litlum sveitabæ skammt frá höfuðborginni LIVERPOOL.

    Eitt lítið tíst frá indjánanum í hópnum sem kvartaði yfir því að engin friðarpípa væri á staðnum var snögglega kveðinn í kútinn og liggur hann nú þar óvígur.

    Megi Óðinn og allar vættir bjarga RB. Ekki voru skaphárin á Frú Hallgerði laung, sagði Gunni.

  46. Er einhver svo menntaður að geta upplýst mig um hvar gott er að sjá leikinn á Selfossi, Hellu eða Hvolfsvelli?

    Annars hef ég enga tilfinningu fyrir þessum leik – getur farið frá 4-0 til 0-3. Fer allt eftir því hvernig hann þróast .

  47. Kanslarinn á Hellu hefur synt leiki.
    Enginn staður a Hvolsvelli:(

  48. Búið að staðfesta liðið, Ings benteke frammi, Lovren heldur sæti sínu…

  49. Verð að koma með eitt SSteinn.
    Okkarmenn töpuðu meira á Andy Carroll en United á Di Maria.

Liverpool jakkafatajakkar

Kop.is tilboð Wilsons Pizza [auglýsing]