Sýn er núna byrjað að auglýsa nýju stöðina sína fyrir enska boltann. Ein af línunum er “MEIRI GÆÐI”. Nú spyr ég, veit einhver hvað þetta þýðir? Er Sýn að fara að senda út í HD eða er þetta eitthvað annað?
Auðvitað er það náttúrulega skandall að ekki sé boðið uppá fótbolta í almennilegum gæðum hérna á Íslandi. Fyrir okkur, sem ekki býðst að setja upp gervinhattardisk, þá er það hálf slappt að geta ekki nálgast fótbolta í almennilegum gæðum. Það vita það allir sem hafa reynt hversu gríðarlegur munur er á því að horfa á fótbolta í HD gæðum eða gömlu gæðunum.
Núna ætlar Sýn eflaust að rukka slatta fyrir þjónustuna þar sem þeir borguðu meira fyrir réttinn. Og þá er spurningin hvort þeir ætli að senda þetta út í almennilegum gæðum, eða hvort við eigum að verða mörgum árum á eftir þróuninni í Bretlandi og fleiri löndum?
Ég treysti ykkur til að fylgjast með þessu öllu saman. Hverju eigum við von á? Öllum áhugaverðum fótbolta + meira undir sama hatti. Sýn-hattinum? Og hvað mun þetta kosta? Er eitthvað að skýrast? Eða eru þetta bara “meiri gæði”?
Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að það gleymist stundum hversu gott fótboltaáhugamenn hafa það á Íslandi. Það getur vel verið að það sé dýrt að vera áskrifandi heima, en t.d. í Bretlandi eru menn einnig að borga morðfjár fyrir boltann en geta ekki einu sinni séð þá laugardagsleiki sem eru kl. 3 og þurfa að borga extra fyrir laugardagsleikina kl. 1 og 5. Menn geta einnig gleymt því að ætal að flakka á milli leikja eins og hægt er á klakanum. Ekki það að ég sé að verja verðlagninuna eða neitt í þá áttina, vildi bara benda á að þetta gleymist stundum.
Bara að fá sér sky ef þessi pakki á að vera eitthvað dýr.. Sky er ekki svo dýrt og alltaf ótrúlega góð umfjöllun…
Slæm tíðindi frá sky sport news, man utd að fá Nani frá sporting og Anderson frá porto…
Sky var með ömurlega þjónustu fyrir Liverpool aðdáendur á síðustu 7 leikjunum í deildinni..enginn af þeim sýndur beint og enginn laugardagsleikur kl 15 var sýndur beint svo ég held að SKY sé ekki lausnin á beinum útsendingum fyrir okkur Liverpool menn.
Það er alveg öruggt að þeir verða ekki með HD útsendingu – þeir eiga langt í land með að uppfæra sinn tækjkost í það. Og svo ráða þessir afruglarar sem þeir eru með ekki við HD.
Væntanlega á þetta við að þeir ætli að senda út Wide Screen mynd þannig að þetta ætti líklega að vera “víðari mynd” í stað “meiri gæði”.
En það er svosem ekki við öðru að búast af fyrirtæki sem auglýsti digital ísland um örbylgju sem “fullkomin gæði”.
Það er rétt hjá Arnari Ó. Meiri gæði er mjög líklega widescreen. Þó það sé ekki HD þá er það stórt stökk frá 4:3 útsendingunum frá “enska boltanum” rásinni. Mér skilst þó að þeir hafi bætt þetta undir lokin, en það var full seint í rass gripið.
Það er vonandi að Sýn verði ekki með það mikinn metnað að hafa alla leiki með íslenskri lýsingu (ef þeir verða með hliðarleiki) því stundum geta verið afleitar lýsingar og þá getur verið gott að fá að heyra (útl)enskuna.
Gæti líka verið að tala um að meiri gæði séu í kringum efnið, fleiri og betri þættir, betri lýsendur og svo framvegis…
Efast stórlega um að gæðin verði eitthvað betri, líklega bara eins og Sýn er núna. Ekki finnst mér ástæða til að kvarta yfir því og og kvarta svo sannarlega ekki yfir því að borga vel fyrir þessa frábæru þjónustu sem við erum að fá hérna á Íslandi. Get ekki beðið eftir því að fá enska boltann á Sýn…
Ef satt reynist með manchester united, þá er það eitthvað sem Liverpool ætti að taka sér til fyrirmyndar, alltof mikið hype/talk í kringum þetta hjá Liverpool. Enda Rafa búinn að fá leið á því, tími til kominn að láta verkin tala!
Ég nenni ekki einu sinni að skrifa um þetta United-dót, en þið ykkar sem eruð að fyllast öfund þurfið að fá spark í rassinn. Við kaupum Sebastian Leto sem er 21s árs, efnilegur, argentínskur kantmaður og Lucas Lleiva sem er tvítugur Brassi og var valinn bestur þar í landi á síðasta tímabili. Nokkrum vikum síðar kaupa United Nani, tvítugan Portúgala frá heimalandi sínu og Anderson, nítján ára Brassa sem er líka frá Portúgal, og fólk flippar.
Þetta eru fjórir stórefnilegir, ungir, óreyndir leikmenn. Kannski verður Leto sá eini af þeim sem meikar það í Úrvalsdeildinni, kannski gerir það enginn og kannski gera það allir. Og já, kannski verða okkar pjakkar ömurlegir á meðan þeirra pjakkar verða heimsfrægir. Gæti gerst, en hefur ekki enn gerst. Ég ætla ekki að örvænta fyrirfram, né hafa áhyggjur af öðrum liðum í sumar. Eins lengi og okkar menn stíga rétt spor á markaðnum í sumar hef ég ekki áhyggjur af neinum öðrum. Anderson og Nani munu ekki sjá um að Liverpool tapi fyrir liðum eins og Fulham, Charlton og Birmingham á næsta ári.
Slökum á.
Hjalti, ef þú ættir gott HD tæki og hefðir séð fótbolta með útsendingarmerki Sýnar og fótbolta með HD útsendingarmerki frá Sky, þá myndirðu kvarta. Trúðu mér!
Annars datt mér líka þetta í hug að þetta væri widescreen dæmið. Það er auðvitað framför, en samt ekki nógu gott. Núna eru gríðarlega margir ÍSlendingar komnir með HD tæki og ansi skítt að stöðvarnar séu ekki að standa sig í þessu. Oft eru það nefnilega íþróttastöðvarnar sem ryðja brautina. Oh well…
Já, og nota bene – ég var ekki að stofna þetta til að gagnrýna Sýn. Ég veit að við fáum marga leiki og yada yada yada. Ég vil bara fá þessa leiki í HD. Heldur vildi ég fá færri leiki og þá í betri gæðum. Einnig væri frábært að fá Meistaradeildina í HD.
Þetta eru svona lúxusvandamál sem maður hugsar um í kjölfar sjónvarpskaupa. 🙂
Ég get tekið undir HD-löngunina hjá þér Einar. Hins vegar segi ég eins og aðrir að mér finnst erfitt að kvarta yfir því að missa aldrei úr leik. En auðvitað er það þannig að maður á ekki að þurfa að vera í stöðu til að velja og hafna. Ef tæknin er til eiga menn að koma henni til viðskiptavina sinna.
Annars skulum við sjá hvað setur þegar nær dregur fyrstu útsendingum á Sýn. Ég ætla ekki að dæma þá fyrirfram, þetta verður áhugavert.
en vita einhverjir hvort sýn verði með svona hliðarrásar eins og á skjá-sporti?.?.? ég vill sjá hvern og einn einasta leik með Liverpool en ekki að þurfa að horfa á hann endursýndann á meðan United, Arsenal eða Chelsea leikur er tekinn fram fyrir Liverpool leiki… jafnvel þótt við séum að spila við birmingham??
Kristján, það er nú ágætis munur á því að fá tvo leikmenn, Lucas og Leto á tæpar 10 milljónir samtals, og Man Utd að kaupa þessa tvo leikmenn á 35 milljónir. Eflaust gerðar meiri kröfur til þessara sem Man Utd er að kaupa. Svona svipað eins og að líkja kaupunum á Denilson hjá Arsenal við kaup Chelsea á John Obi Mikel. Allir bjuggust við miklu, miklu meiru af Obi Mikel.
Grunnverð á Sýn núna er 4.500, og að því er ég best veit þá rukka þeir aukalega fyrir SýnExtra og SýnExtra2 þannig að það má búast við því að þeir taki áskrifendur í boruna á næsta ári. Svo má aldrei vanmeta óheiðarleika 365 þannig að þeir gætu allt eins haft einn laugardagsleik á Stöð2, þótt það sé reyndar mjög ólíklegt eins og málin hafa þróast síðustu ár.
HD er fjarlægur möguleiki. Svo dæmi sé tekið þá byrjuðu Bandaríkin að senda út í stereo 1984, en stereo útsendingar hófust í kringum 1992-1993 hérna á Íslandi. HD kemur væntanlega eftir svona 3-5 ár ef maður þekkir Íslendingana rétt. Þeir eru kannski aðeins byrjaðir að pæla í því núna að senda út í HD, en ekki mikið meira en það.
Þetta eru bara einhverjar djöfulsins súkkulaðidýfur þarna hjá ManU og munu brotna á brimbrjótnum Carra líkt og aðrar tískubylgjur!
Hvað erum við annars að fara að tala um hjá Sýn, 9995 kr/mán? Það er nú það sem ég er forvitnastur um. Maður horfði nú á þónokkra leiki á Sopcast í vetur (þegar maður átti að vera að skrifa lokaritgerð) þannig að persónulega vil ég bara sjá sem flesta leiki, er orðinn slæmu vanur.
Canal + á norðurlöndunum er byrjað að senda út leiki í HD. Fór í gang síðasta vetur.Það var einungis í boði fyrir þá sem voru með gervihnattardiska.
Man U eru að kaupa þarna 3 leikmenn að meðaltali á 17 milljónir punda. Mynduð þið vilja að Liverpool myndu eyða 17 milljónum punda í einhvern af þeim?
Og takk fyrir upplýsingarnar, Mummi.
Stutt svar: nei. Ef Alonso er 10m punda virði er Hargreaves sennilega svona 8-11m punda virði. Allavega ekki næstum því tvöfalt dýrari en Alonso var, það er allt of hátt verð í samanburði. Og þeir eru að borga 17m punda fyrir hvorn unglinginn um sig. Það er allt, allt, allt of hátt verð fyrir menn sem hafa engan veginn sannað sig og gætu allt eins floppað. Þannig að nei, ég ætla ekki að örvænta þó að þeir hafi borgað talsvert yfir skynsemisverði fyrir þessa þrjá. Liverpool vilja geta eytt þeim peningum sem þarf í þá leikmenn sem þörf er á en það er ekki þar með sagt að menn bara verði að kosta 15m+ til að vera einhvers virði. Ef þú gætir t.d. keypt Malouda á 8m punda myndirðu aldrei samþykkja að borga 18m fyrir hann, er það?
Við verðum samt að hafa í huga að united hefur nú ágætis “track record” þegar þeir versla þessa unglinga sína. Ronaldo og Rooney hafa nú heldur betur staðið sig ágætlega. Á meðan höfum við ekki enn keypt ungling sem hefur brillerað með klúbbnum svo óumdeilt sé. Helst að hægt sé að nefna menn eins og Sissoko, Agger eða Riise en þeir voru báðir komnir yfir tvítugt þegar þeir komu til Liverpool og ég get ómögulega sett þá í sma klassa og áðurnefnda United-menn. Menn eins og Le Tallec, Sinama-Pongolle, Baros, Traore, Vignal, Gonzalez, Paletta hafa í besta falli orðið að meðalmönnum sem hafa skilað nokkrum krónum í kassann. Það er því spurning hvort það borgi sig að kaupa einn Ronaldo á 12 milljónir punda eða alla mennina sem ég nefndi hérna á svipaða upphæð samanlagt.
Vissulega eru þetta ekki mínir peningar en núna þegar mér finnst Liverpool vera komna með ágætis breidd vil ég fara að sjá okkur frekar kaupa sterkari leikmenn á aðeins meiri pening EF það er það sem þarf. Hins vegar vona ég að sjálfsögðu að þeir sem hafa verið keyptir eins og Lucas, Leto, Paul Anderson, Jack Hobbs, Astrit Ajdarevic, Alexander Kacaniklic og Ungverjarnir tveir komi til með að brillera fyrir klúbbinn, það yrði að sjálfsögðu “best case scenario”.
Ég er búinn að vera með stöð2 og sýn í rúmt ár og skoðaði til gamans hvernig þróunin er búin að vera. Á síðasta ári hefur SÝN hækkað um 53% á meðan stöð2 hefur verið á svipuðu róli. Menn ætla greinilega að ýta þessu rólega upp.
Skv. einni fréttinni í morgun kosta Anderson og Nani samtals 15m út í hönd, restin (upp í 35m samtals?) er tengt árangri og leikjum. Verð að viðurkenna að mér létti aðeins við að heyra þetta. Samt þó nokkuð veðmál, þó vissulega séu youtube-in af piltunum flott.
Svo hitt, sem er auðvitað mál sem við getum öll verið sammála um, það er ekki vafamál að Sýn reynir að hafa hátt verð, það er hins vegar spurning hvað þeir komast upp með mikið enda eru jú ýmsar leiðir aðrar til að sjá leiki, misauðveldar, mislöglegar og misdýrar, en flestar ódýrari en Sýn virðist ætla að verða. Þannig að þeir verða aðeins að passa sig.
Drengir, sýnið nú smá manndóm. Þið væruð allir froðufellandi af gleði ef Liverpool hefði keypt þessa tvo gaura en ekki Man.Utd.
“Ef Alonso er 10m punda virði er Hargreaves sennilega svona 8-11m punda virði.”
Sjálfur held ég nú að Alonso sé skárri kostur en Hargreaves, en það er ekki hægt að fullyrða að Hargreaves sé svona lítils virði miðað við Alonso. Sjáum bara síðustu kaup Ferguson sem allir furðuðu sig á. Michael Carrick á 18 milljónir, og maðurinn átti svo stóran þátt í því að liðið varð meistari á tímabilinu. Ég væri a.m.k. til í að skipta á Carrick og Alonso eins og staðan er í dag.
Guðlast! 🙂 nei nei, segi svona, en ég myndi aldrei vilja skipta á Carrick og Alonso … aldrei!
Halldór. Það er líka munur á að kaupa menn frá S-Ameríku, þar sem klúbbarnir eru margir hverjir á vonarvöl peningalega og frá stórklúbbum í Portúgal. Porto og Sporting þurftu ekki að selja Nani og Anderson frekar en þeir vildu, en Lanus og Gremio eru bæði frekar illa stödd peningalega og þurfa því eins og mörg lið í S-Ameríku að selja sína bestu menn.
Ég ætla nú bara rétt að vona að það verði sýndir hliðarleikir því annars finnst mér þetta vera stórt skref afturábak. Ég veit að við hérna heima höfum nokkur forréttindi þegar að kemur að enska boltanum en ég mun ekki fyrir gefa Sýn ef að þeir draga okkur aftur í myrkvaöld með því að sýna bara 1-2 leiki. Fyrir minn smekk þá vill ég auðvita sjá alla Liverpool leiki, það eru leikirnir sem ég lifi mig inní og það er sennilega það sem flestir aðdáendur liða myndu segja. Kannski ætti maður að geta keypt áskrift af leikjum liðsins frekar.
Í guðanna bænum Liverpool menn reynið að slaka á og hættið þessum barnaskap varðandi hvort Sýn ætlar að fara sýna 1 eða 2 leiki eða að vera með leik á Stöð 2. Þið komið til með að sjá alla 38 leikina beint í betri gæðum og fáið markapakka úr öllum leikjum á laugardegi eftir síðasta leikinn. Það kalla ég betri þjónustu en áður. Þá verða nánast allir leikirnir í PL sýndir beint.
Ég hef aldrei skilið það þegar menn eru að dissa sjónvarpstöðina Sýn því hvar annars staðar hefur fólk fengið eins mikið magn af fjölbreyttum íþróttum(vissulega fer mest fyrir fótboltanum) fyrir jafn lítinn pening því mér finnst ekki hægt að bera saman skjásport sem kostaði einhvern 2500 kall og sýndi eingöngu ensku úrvalsdeildina og nokkra ítalska leiki og Sýn á einhvern 4500 kall(2000 fyrir og1 viðskiptavini vodafone eins og ég er) og núna undanfarið ár hefur Sýn sýnt okkur HM, meistaradeildina, UEFA Cup, Super Cup, HM félagsliða í Japan, Ensku bikarkeppnina, enska deildarbikarinn, útileiki íslenska landsliðsns, valda leiki úr ensku fyrstu deildinni plús playoffs leikina, leiki enska landsliðsins plús vel valda leiki úr undankeppni EM, Box, Póker, Mótorkross, Golf, NBA, NFL og ég veit ekki hvað og hvað(ég er örugglega að gleyma helling) og svo íslenska boltann í sumar, Copa America og svo ensku úrvalsdeildina í haust og ætlast fólk virkilega til þess að fá allt þetta á sama verði og skjársport kostaði, ég bara spyr?
Hörður, mér finnst algjör óþarfi að vera að segja mér eða þeim sem kommenta hérna að slaka á eða væna okkur um barnaskap. Í fyrsta lagi var í raun enginn að gefa það í skyn að leikirnir yrðu á Stöð 2. Eina sem ég finn um Stöð 2 er þetta:
(feitletrun mín).
Þú verður að athuga það að fólk einsog ég er að borga yfir 50.000 krónur á ári til Sýnar. Fyrir það eignumst við rétt til þess að fá að gagnrýna stöðina og spyrja útí hluti sem við erum ósátt við.
Sýnarfólk gæti komist hjá þessum vangaveltum um fyrirkomulagið með því að svara einfaldlega þessum spurningum:
Þetta eru allt fullkomlega eðlilegar spurningar.
Annars er ég ánægður með að það verði markapakki eftir leikina á laugardögum. Það eitt nægir þó ekki til að réttlæta mikla verðhækkun.
Hvað er barnalegt við það að velta fyrir sér væntanlegum útsendingarpakka hjá Sýn? Menn hafa ekki verið að fara á taugum yfir þessu né gagnrýna Sýn fyrirfram, heldur er bara verið að spá í hvað “meiri gæði” gæti þýtt. Þetta er fullkomlega saklaust athæfi, og það kemur því heldur ekkert við að við séum Liverpool-menn. Ég ber mikla virðingu fyrir þér og kollegum þínum hjá Sýn og ég hlakka til að sjá hvers konar “pakka” þið ætlið að bjóða uppá, en mér gremst að þú skulir finna þörf fyrir að koma hér inn og saka okkur um barnaskap. Hefði verið nær að þú svaraðir bara málefnalega, hitt er þér varla til framdráttar á opinberum vettvangi.
Annars bara hlakka ég til að sjá hvað Sýn ætla að bjóða okkur uppá í vetur. Í fyrra borgaði maður fyrir Sýn til að sjá spænska og Meistaradeildina og svo SkjáSport til að sá enska boltann. Mér finnst ekkert óeðlilegt að Sýn hækki gjöld sín fyrst þeir eru komnir með enska líka, í raun má líta á það sem svo að maður yfirfæri SkjáSport-afborgunina bara yfir á Sýn. Ekkert óeðlilegt við það. En við sjáum hvað setur þegar þetta er allt komið í ljós.
Heyr heyr
Það er búið að segja svo margt barnalegt eftir að Sýn fékk sýningarréttinn aftur á PL. Ég var ekki að saka Einar Örn eða Kristján Atla um barnaskap. Upphaflegi þráðurinn á alveg rétt á sér en nokkrar athugasemdirnir eru skrýtnar. Mér finnst oft á tíðum ótrúlega óvægin gagnrýni á það sem Sýn gerir miðað við efnið sem boðið er uppá. Þess vegna kem ég inn á þessa síðu sem mér þykir ágæt. Enska úrvalsdeildin og 1.deildin verða á Sýn 2 og hliðarrásum hennar. Sýn verður óbreytt. Og það verður meira lýst á Íslensku en á Skjásporti. Ég hef ekki hugmynd um verðið vonandi verður það sanngjarnt. Það verður mér vitanlega ekki rukkað sérstaklega fyrir hliðarrásir. Gæði útsendinga verða betri það er ljóst. Svo mega menn ekki gleyma einu sem eru að velta fyrir sér að fá sér Sky þá hafa þeir ekki lengur allann réttinn. Setanta sports er komið með hluta af beinum útsendingum
Smá viðbót varðandi gæði útsendinga. 90-100 leikir verða sendir út í HD (High Definition)
í allri upptalningu minni áðan gleymdi ég spænska boltanum en það var einhver að segja að það sé rukkað sérstaklega fyrir hliðarrásirnar en það eru held ég eingöngu þeir sem hafa verið áskrifendur í skamman tíma, tryggir áskrifendur(Liverbird er einn af þeim) sem eru í þessu M12 eða hvað það heitir fá Sýn Extra 1 og 2 og Sýn plús aukalega sér að kostnaðarlausu og ég er sammála Kristjáni Atla að maður yrði bara nokkuð sáttur ef maður myndi borga svipað fyrir allan Sýnar pakkann næsta vetur og maður borgaði fyrir Sýn og Skjásport samanlagt núna síðasta vetur en Höddi þú kannski hlerar fyrir okkur hvað þettta muni kosta og lætur Einar Örn og félaga birta frétt um það á Liverpool blogginu svo allir séu með þetta á hreinu 🙂
kv. Davíð “Liverbird” Aðalsteinsson
Enn og aftur smá viðbót svo hef ég lokið máli mínu. Varðandi verðið þá verður það held ég svipað ef þú varst með Sýn og Skjásport samanlagt. Það verður hugsanlega örlítil hækkun en óveruleg .
Ræður digital ísland kerfið við það? ss afruglararnir og kerfið?
Ef svo er þá, sweeet, en vonandi er að þið getið gert þetta sómasamlega, hef fulla trú á því.
vonandi þá að þessi óverulega hækkun(ef hún verður) komi þá strax fram en ekki í september eins og hjá skjásporti síðasta haust þegar allir voru búnir að skuldbinda sig út tímabilið þá allt í einu hækkaði verðið eftir fyrsta mánuðinn, semsagt ef 365 auglýsir eitthvað verð á Sýn 2 þar sem enski boltinn verður þá vill ég treysta því að það verð haldist fram á næsta vor eða eru menn ekki sammála um það?
Digitalið á að ráða við það og ég trúi ekki öðru en að verðið haldist það sama yfir heilt tímabil.
Takk fyrir þetta, Hörður. Þetta hljómar verulega vel. Sérstaklega ánægjulegt að heyra með HD útsendingarnar. Það eru frábærar fréttir. 🙂
Schnilld, fínt að fá svona upplýsingar frá þér Höddi. Verða einhverjir þættir svipað og á vellinum með snorra má, td. fyrir leiki og eftir leiki.
vonandi kemur ekki einhver svona þáttur í líkingu við það á skjásport þegar dauðyflin Gummi Torfa og Willum voru að greina leikina eftir á, man ekki hvað þátturinn hét en væri fínt að fá einhvern sérfræðing í enska boltanum til að fara lauslega yfir hvern leik eins og þið hafið gert með Heimi Guðjóns í spænska boltanum, Guðni Bergs væri til dæmis flottur kostur 🙂
Takk fyrir svörin Hörður. Það eru vissulega góðar fréttir ef verðið helst, eins og þú segir, í svipuðu nágrenni og samanlagt verð Sýnar og SkjáSports sl. vetur. Ef hækkun er einhver finnst mér það sanngjarnt ef það á að taka upp á að sýna leiki í HD, sem eru stórgóðar fréttir fyrir okkur hér á Fróni.
Hlakka til að sjá pakkann sem verður vonandi birtur fljótlega. 😉
Svo ég loki þessu þá verður blaðamannafundur að ég held 14.júní og þá verður allt tilkynnt.
Hörður, nú er ég búin að búa í Noregi í þó nokkur ár og var með enska boltann í Canal+ þar. Og ég verð einfaldlega að segja að þessir ensku þulir sem eru þar eru oft á tíðum ótrúlega góðir, þetta eru nánast undantekningarlaust 2 manna team með þá gömul jaxli sem hafði leikið með öðru eða báðum liðum. Ef ég mætta ráða þá myndi ég velja þessa kalla fram yfir íslensku þulina í hverjum einasta leik. Einfaldlega vegna þess að þeir eru Á leiknum. Það hefur svo mikið að segja.
Reyndar gerir Canal+ þetta þannig að aðalleikurinn hjá þeim á hverjum laugardegi er með norskum þuli sem er Á vellinum en aðrir leikir sama dag (og starta á sama tíma) eru með enskum þulum. Seinni laugardagsleikurinn og kvöldleikir eru yfirleitt með norskum þuli í studio.
Þess vegna hvet ég ykkur Hörður til þess að fara út á þessa leiki, veriði á staðnum á laugardagsleikjum og lýsið þeim þaðan. Ekki grafa ykkur inn í studio á hverjum einasta laugardegi. Og jafnvel vera á svæðinu á stóru sunnudagsleikjunum líka. Nýta ferðina!
Sælir aftur
Til að svara þér Mummi þá höfum við í ríkari mæli verið að lýsa af staðnum. HM í í fótbolta, meistaradeild og FA Cup. Það er hinsvegar gríðarlega dýrt fyrir jafn lítinn markað og hér er en við munum lýsa án efa beint frá vettvangi í PL en einungis risaleiki. Það hleypur á nokkur hundruðum þúsunda króna að lýsa einum leik. Ekkert er gefins í þessum heimi.