KOMDU MEÐ KOP.is Á STÓRLEIK LIVERPOOL OG MANCHESTER UNITED Á ANFIELD Í JANÚAR!
Það er stundum sagt að það sé ekkert betra fyrir lið sem er að ströggla en nákvæmlega það að spila bara fullt af leikjum, ekki líði of langt á milli þeirra svo menn geti ekki velt sér lengi upp úr volæðinu sem því fylgir.
Ég veit svo sem ekkert hvort það er eitthvað tölfræðilega rétt, en mér líður samt einhvern veginn þannig núna að það sé besta meðferðin við þessum pirringi manns að fá bara næsta leik í gang í þeirri von að þar verði eitthvað það að finna sem veldur manni huggun og veki manni baráttuanda í brjósti og kveiki bros í sálinni.
Á miðvikudagskvöldið kl. 19:00 taka okkar drengir á móti Carlisle United úr D-deildinni í Deildarbikarnum, ég ætla að renna í upphitun núna þar sem podcast verður sett í loftið annað kvöld auk þess sem það er fínt að skipta um fyrstu frétt á síðunni.
Mótherjinn
Mótherjar okkar í þessari 3.umferð keppninnar koma frá samnefndri borg, Carlisle, sem liggur í nærri beinni línu í norður frá hinni ástkæru Liverpoolborg, um 180 kílómetra svo rétt sé farið með fjarlægðina svo að búist er við töluverðum stuðningsmannahópi í útivallarendann á Anfield í þessari viðureign.
Borgin er sú stærsta í Cumbria-héraðinu þar sem þekktasta atriðið er “Vatnasvæðið” eða Lake District upp á enskuna.
Liðið situr í dag í 10.sæti League Two (D-deild) með 13 stig eftir 8 leiki, 3 sigrar, 4 jafntefli og 1 tap. Heimavöllurinn er nefndur Burnden Park en eftir að nýir hluthafar komu að félaginu er á stefnuskránni að byggja nýjan völl miðsvæðis í borginni. Liðið rétt bjargaði sér frá falli út úr deildarkeppninni í fyrra en hafa byrjað tímabilið töluvert betur en spáð var.
Ég einfaldlega þekki ekki einn leikmann hjá liðinu en þeir fengu tvo leikmenn að láni frá Newcastle nú nýlega sem vert væri að skoða, Macaulay Gillesphey og Alex Gilliead. Það að rýna í tölfræðina sýnir hins vegar hvaða leikmaður hefur verið liðinu mikilvægastur, framherjinn Jabo Ibhere er búinn að skora 10 mörk í 11 leikjum og leikur í treyju númer 14. Sá virðist ekkert skjálfa á beinunum að mæta til leiks í Liverpoolborg.
Eina nafnið sem maður kannast eitthvað við er stjórinn. Sá heitir Keith Curle og lék með Manchester City og Wimbledon á síðustu öld, hörkuhafsent þar á ferð sem hefur átt býsna sveiflukenndan feril sem stjóri. Þekktasti fyrrum leikmaður Carlisle er án vafa Peter nokkur Beardsley sem lék 104 leiki og skoraði í þeim 22 mörk á milli áranna 1979 og 1982. Liðin hafa leikið þrjá leiki sín á milli í sögunni, sem er býsna lítið, en við höfum unnið þá alla, síðast í FA bikarnum í janúar 1989, 0-3 sigur á Burnden Park, á leið okkar til titils. Þeir sem vilja læra meira um liðið geta litið á heimasíðuna þeirra sem er býsna fín.
Andrúmsloftið
Ég held að það verði ekki litið framhjá því að velta fyrir sér andrúmsloftinu í kringum þennan leik áður en við förum að stilla upp byrjunarliði og spá.
Í dag eru 35 dagar síðan Liverpool FC vann síðast fótboltaleik. Í kjölfar ofboðslega svekkjandi jafnteflis um helgina glumdi baul frá áhangendum sem er ekki oft uppi á teningnum. Sérstaklega var til þess tekið að The Kop stúkan tók þátt í því bauli, en það er ekki algengt.
Tölfræðin bendir líka á það að liðið skorar yfirleitt ekki nema eitt mark í leik þessa dagana og hefur átt erfitt varnarlega eftir 0-0 jafnteflið á Emirates.
Veðbankarnir eru stöðugt að lækka stuðlana á því að Brendan Rodgers kveðji svæðið fljótlega og umræðan um leikinn bendir algerlega á það að það eru býsna alltof margir sem eru sammála þessum ágæta Ibhere um það að Liverpool geti alveg tekið upp á því að tapa þessum leik. Fyrsta fróðlega verður að sjá hvernig verður mætt á völlinn, það virðast margir reikna með því að þarna verði lægsta áhorfendatalan á svæðinu síðan…jább…gegn Northampton haustið 2010 þegar rúmlega 22 þúsund horfðu upp á þá sorg alla.
Svo við skulum átta okkur á því að það svífur dökkt ský yfir okkar klúbbi þessa dagana og það mun auðvitað auka á pressuna fyrir þennan leik. Stjórinn, eigendurnir og félagið í heild má bara ekkert við nýju bananahýði til að renna á. Það er svo einfalt og það vita allir.
Liverpool FC
Með andrúmsloftið í huga held ég að við munum sjá Brendan stilla upp sterkara liði en hann reiknaði með að gera þegar þessi lið voru dregin saman upp úr hattinum í ágústmánuði. Það er bara einfaldlega þannig að það verður að fara að vinna fótboltaleik og þannig byggja á einhverju jákvæðu til framtíðar.
Það vita líka allir mína skoðun um það að stilla upp liði í bikarkeppnunum. Liðið okkar á enga sigurhefð á meðal leikmannanna sem nú eru að spila saman og ef að menn ætlast til þess að vinna eitthvað þá þurfum við að byrja á einhverju og ég held að Deildarbikarinn sé sá titill sem við helst eigum möguleika á þessa dagana. Ég held að stjórinn og þjálfarateymið hugsi þannig líka.
En að uppstillingunni og spá um leikmenn sem hefja þennan leik út frá þessari pælingu minni.
Undanfarin ár hefur Rodgers búið til blöndu yngri manna og þeirra sem ekki eiga fast sæti í liðinu okkar í þessum leikjum og þá í þeirri uppstillingu sem verið er að leika hverju sinni. Því held ég að við sjáum 3-4-1-2 eða 3-4-2-1 sem leikkerfið frá byrjun. Við erum að ströggla í meiðslum hjá hafsentunum okkar sem gæti leitt til þess að farið verði í fjögurra manna vörn en ég held þó ekki.
Við sáum í Bordeaux leiknum að Brendan hikar ekki við að setja unga menn í þetta lið okkar og við munum sjá það gerast í þessum leik í bland við leikmenn sem þurfa að spila sig í gang af einhverjum ástæðum. Ég held því að liðið sem við sjáum á miðvikudag verði svonaÞ
Bogdan
Gomez – Skrtel – Lovren
Ibe – Milner – Rossiter – Moreno
Firmino
Origi – Ings
Stærsta spurningin í mínum haus er hvort að Lallana verður látinn byrja þennan leik, þá mögulega yrði Origi settur á bekkinn og Firmino og Lallana verði þá undir Ings. Á sama hátt má vel vera að Milner fái hvíld og við sjáum Pedro eða Brannagan fá mínútur – auk þess veit ég ekki stöðuna á Kolo. Ef hann er heill verður Skrtel hvíldur.
Samantekt
Ég er alveg að viðurkenna það að ég er eilítið nervös fyrir þessum leik. Það er bara þannig.
Hins vegar voru klárlega ákveðin batamerki á upplegginu okkar gegn Norwich og Bordeauxleikurinn átti líka kafla sem mér fannst vera hægt að byggja eitthvað á. Ekki endilega til að vinna stóra titla eða örugga sigra í deildinni.
En nóg til að vinna fótboltaleik eftir 37 daga hvíld frá því og koma liðinu áfram í næstu umferð.
Við vinnum þennan leik 2-1 og Ings setur bæði
KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOOO!!!
Gott að þú ert bjartsýnn Maggi minn. Eins og fyrri daginn þá óttast ég það versta en vona það besta. Það er alveg átakanlegt hvað það vantar leiðtoga í þetta lið okkar. Milner blessaður virðist ekki geta höndlað það að vera fyrirliði, og maður sér hann ekki öskra liðið áfram eins og t.d. Carra og Gerrard gerðu áður.
Við bara verðum að vinna þennan leik, ef ekki þá held ég að sætið hjá Brendan sé komið að suðumarki.
Hvernig er það, er framlengt ef það er jafntefli eftir 90 mín ?
Ég held að leikurinn vinnist, en að það muni ekkert gera til að þagga niður í röddunum sem vilja Rodgers út.
Mér sýnist Barcelona vera tilbúnir að kaupa Coutinho þegar að Neymar segir að Coutinho sé nógu góður til að spila fyrir Barcelona og spilastílinn hans henti liðinu fullkomnlega. (http://433.moi.is/enski-boltinn/neymar-coutinho-er-nogu-godur-fyrir-barcelona/)
Af hverju getum við ekki spilað vel með flotta einstaklinga í liðinu?
Annars vona ég að við vinnum alla okkar leiki en ég nenni alls ekki fleiri jafnteflum ef það lengir tíma BR hjá Liverpool.
Ég yrði mjög sáttur ef að BR myndi ná að láta liðið smella bráðlega og við myndum detta á sigurhrinu en ég sé það ekki gerast og ég nenni ekki að vinna 2 leiki, tapa 3 og vinna 1 o.s.frv. þannig að helst sigur en alls ekki jafntefli í næstu leikjum.
Áfram Liverpool!
Getur alveg verið rólegur enþá Jón Bragi Neymar hefur ekkert að gera með innkaupastefnu Barcelona
Barcelona hafa nú verið duglegir að biðja sína eigin leikmenn um að hjálpa til þess að ná í leikmenn annara liða, það sem gerir mig smeykan við þessi ummæli er að Neymar segir að Coutinho henti Barcelona, ég gæti alveg trúað því að Barcelona séu að fylgjast með Coutinho.
Æji andskotinn hafi það Liverpool fer ekki að tapa fyrir Carlisele en við förum ekki auðveldu leiðina. Vinnum þetta í vító, þurfum 120+ til að klára þetta. Fer 1-1 eftir venjulega leiktíma, vinnum 9-8 eftir vítaspyrnukeppni.
Gott að fá slakt lið í næsta leik.
Vonandi verður blásið til sóknar
Bojan – Moreno – Sakho – Lovren – Gomez – Lallana – Milner – Coutinho – E.Can – Firmino – Ings
Skítt með það ef Carlisle skorar – Liverpool skorar fleiri. Spá 4-1
ég vona að við vinnum þennan leik, en málið er að sigur er ekki nóg, það þarf að vera verulega stór sigur, ekkert annað dugir.
ég myndi frekar villja tapa þessum leik en jafntefli eða sigur með bara einu eða tveim mörkum, munurinn á þessum liðum kallar á stórsigur og ef henn vinnst ekki þá myndi ég frekar villja úrslit sem hita vel undir rassinum á Rogers.
svo þetta með kóngafjölskylduna í dubai, ég vill ekki sjá þessa fjölskyldu sem traðkar á mannréttindum helmings þegna sinna auk þess að viðhalda þrælavinnu meðal innfytjenda og hrikalega mikið kynþáttahatur innan trúar sem… ég er farin að hjóma einsog ég veit ekki hvað en samt, þetta er hræðilegt fólk og ég myndi frekar villja styðja Liverpool í annari deild í baráttu sinni á að komast aftur í úrvaldsdeild en þessi úrhrakar knaungafólk.
ég vill taka fram að þettta er byggt á innræti konunga og samfélags réttlæti innan araparíkja og hefur ekkert með ýmindaða vini að gera.
#1 í League cup er spilað til þrautar.
Takk fyrir flotta og allt að því jákvæða upphitun Maggi 🙂 Ég geng skrefinu lengra og spái 0-3 sigri okkar manna í næstum-því-Skotlandi
Af hverju í ands.. er ekki hægt að spila bara 4-4-2? Hvað er að því kerfi? Það er eins og mannands.. viti ekki að það er fyrir löngu búið að finna upp hjólið.
Það kæmi mér ekki á óvart að næsta sumar verði Coutinho seldur fyrir væna upphæð til Barcelona og Brendan Rodgers muni kaupa í staðin 12 nýja meðalmenn… til viðbótar við þá 20 sem hann hefur keypt síðustu 2 sumur…
BR má eiga það að hann er nokkuð góður í að kaupa þokkalega leikmenn en virðist lífsins ómögulegt að búa (aftur) til gott lið sem spilar saman sem heild; enda kannski ekki skrítið þegar svo mörgum nýjum leikmönnum er hrúgað inn í hópinn hvert haust. Það hefur bara aldrei reynst mjög vel að kaupa svona marga í einu.
Ég var ekkert allt of hlintur þessari byrjunarliðsuppstillingu til að byrja með. Eftir nánari skoðun á hópnum varð ég næstum því hjartanlega sammála. Einu leikmennirnir sem ég set spurningamerki við eru Milner og Skrtel og Moreno. Rökin fyrir að hafa þá í byrjunarliðinu eru aftur á móti mjög sterk. Liverpool verður að fara að vinna leiki ef Rodgers ætlar að halda starfinu sínu eitthvað út mánuðinn.
Það breytir því ekki að það þarf að sýna skynsemi, sér í lagi núna þar sem liðið virðist vera á leiðinni úr eyðimerkurgöngu inn á vosgrænar lendur. Við megum ekki við því að missa lykilmenn í meiðsli.
Annars held ég að svona bikarleikir verði alltaf erfiðir. Jafnvel þó byrjunarliðinu yrði stillt upp gegn því, því byrjunarliðið er með hausinn meira við Aston Villa leikinn og leikmenn Carlisle Und eru margir hverjir að fá sitt eina tækifæri til að spila gegn stórliði og mæta því dýrvitlausir til leiks.
Ég myndi vilja fylla varamannabekkinn af byrjunarliðsmönnum sem gætu haft úrslitaráhrif. T.d Sturridge og Coutinho og Milner og síðan Skrtel og Clyne ef við þurfum að bæta í vörnina í lok leiks.
Annars spái ég stórsigri, 7-0 og Liverpool fer á siglingu í kjölfarið. Ings vinnur sér sæti í byrjunarliðið eftir verðskuldaða þrennu og í þessum leik sannar Rossister sem afbragðs arftaki Lukas sem varnartengiður.
YNWA
🙂
Ef ég mætti stilla þessu upp þá væri þetta einhvern veginn svona.
—————–Bogdan—————-
Gomez—Toure—Lovren—Enrique
——-Chirivella—-Lallana————
——-J.Ibe—————–Firmino—–
————-Ings—–Origi
Þ.e.a.s ef að Enrique er heill á heilsu, annars myndi ég henda Moreno þangað.
Hörkulið sem ég væri spenntur að sjá.
Spái 5-0
Það hefur alveg farið framhjá mér hvað varð um Texeira. Ef hann er heill þá myndi maður halda að þetta væri góður leikur fyrir hann að sanna sig í.
Svo ég spyr hvað er að frétta af honum, er hann útúr myndinni?
Er að velta fyrir mér orðum Rodgers frá blaðamannafundi fyrir seinasta leik. Þar talaði hann um að það þyrfti að taka áhættu til að skora mörk. Viti menn Sturridge byrjaði inná og allir hlupu frammávið. Vissulega var þetta Norwitch, en liðið var að spila sóknarbolta og andstæðingurinn átti sína fyrstu sókn í seinni hálfleik. Í ljósi pælinga í pistlinum um að spila sama kerfi og “aðalliðið”, verður jafnframt athyglivert að sjá mentalitiið á vellinum. Hvort menn mæti í leikinn eins og Suarez sé frammi, eða hvort varkárnin verði í forgangi og treyst á þolinmæði til að vinna leikinn.
Sælir félagar
Ég spái eðlilega 5 – 0 sem er sanngjarnt miðið við bilið sem er á milli þessara liða. Var að frétta að BR ætli að lána Origi út leiktíðina. Af hverju ekki Benteke, Sturidge og Ings líka ásamt Coutinho og Firmino of ef til vill fleiri. Nei ég bara spyr.
Það er nú þannig
YNWA
Það virðist vera orðið ákveðið trend að selja okkar bestu leikmenn, einn á hverju ári. Árið 2012 var það F. Torres, sluppum að mig minnir 2013, 2014 var það Luis Suarez og 2015 Raheem Sterling. Það myndi ekki líða yfir mig ef að P. Couthinho myndi verða söluvaran 2016.
Þurfum við bara ekki að vona að konungsfjölskyldan í Dubai kaupi klúbbinn? Er það ekki okkar eina von?
Á að lesa e-ð úr því að BR tók ekki blaðamannafundinn i morgun ? Voru kannski komnar fram ástæður fjarveru hans ?
Veit einhver hvort Stöð2 sýnir Liverpool – Carlisle á morgunn? Sé að þeir ætla að sýna Tottenham – Arsenal.
Yep Henderson fótbrotinn, Benteke núna í myndatökum útaf tognun í læri og Barca á eftir Coutinho , og núna ætla stuðningsmenn að klæðast eins og klopp á næsta leik þetta hljómar eins og eitthver súr komedía en þetta er staðreyndin í dag.
Yep framtíðin er mjög björt glasið mitt er því miður hálftómt í dag ég get ekki meir.
Liverpool tekur þetta frekar létt á varaliðinu 3-1. Of mikill getumunur á þessum liðum til að svona Northampton slys gerist aftur.
Annars er þetta er ótrúleg lesning ef satt er. Enn ein ástæða fyrir hversu mikið must það að koma algerlega vanhæfu mannvitsbrekkunni honum Ian Ayre sem lengst frá Liverpool FC. Ótrúlegt hvað þessi maður sem hefur ekki hundsvit á fótbolta og mannlegum samskiptum ræður miklu þarna enn. http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/brendan-rodgers-under-pressure-liverpool-manager-has-to-prove-himself-again-10509376.html
Auðvitað átti Rodgers að vera rekinn síðasta sumar eftir 6-1 tapið gegn Stoke og Jurgen Klopp allavega boðið starfið. Klopp er með ástríðufullur taktískur þjálfari með sambönd og orðspor útum alla Evrópu ásamt því að vera sigurvegari sem sættir sig ekki við meðalmennsku. Einnig er hann vanur því að vera með mjög ákveðna áhangendur á bakinu og þolir vel pressu. Fullkomlega það sem Liverpool þarf akkúrat núna. Hann er að mínu mati perfect fyrir Liverpool núna.
Auðvitað átti Gerrard líka að vera settur í þjálfaraliðið og látinn læra af aðalþjálfaranum. Eins og Man Utd eru að gera núna með Giggs. Alex Ferguson einmitt að segja í dag úr nýjustu bókinni að stærstu mistök Moyes hafi verið að reka aðstoðarþjálfarann og missa þetta “continuity” sem öll lið með sigurhefð þurfa að hafa.
En FSG eru náttúrulega ekki á staðnum og stjórnandi Liverpool í gegnum Skype-símafundi svo það gleymdist greinilega að skynja stöðuna og láta Gerrard vita. Að treysta Ian Ayre til að klára svona mál er eins og að treysta Sigmundi Davíð til að halda barnaafmæli. Hvað eru menn eiginlega að reykja þarna útí Boston?
Sælir félagar.
Þessi leikur sem er framundan er, að ég held, það mikilvægur í augum BR að hann er ekki að fara að setja hann upp með 100% varaliði. Ég held að Rossiter byrju þennan leik, ásamt Bogdan en ég er eiginlega alveg viss um að Coutinho, Firmino, Milner / Can og Skrtel taki hann.
Ég persónulega vill einfaldlega sjá sterkt lið sem á að rúlla yfir þetta Carlisle lið í fyrrhálfleik.
Bogdan; Gomez, Skrtel, Lovren, Moreno; Rossiter, Milner/Can; Ibe, Coutinho, Firmono; Ings.
Hafa Firmino eiginlega inná sem framherja með Ings, Ibe á hægri kannti og Coutinho eiginlega fyrir aftan sóknarmennina. Moreno verður svo eins og eldibrandur upp vinstri kantinn með Milner eða Can í eftirdragi til þess að covera fyrir sig þegar að hann fer upp.
Ég vill sjá stöðuna 3-0 í hálfleik þar sem að Ings hefur sett tvö og Coutinho eitt. Leikurinn endar svo 5-0 eftir mark frá Rossiter og Lovren.
Mikið ætla ég að vona að ég sé sannspár en maður má nú aðeins reyna að rífa sig uppúr svartnættinu, er það ekki?
YNWA – In Rodgers we trust!
Vill hafa þetta bland.
Ungir gaurar: Gomez, Rossiter, Origi, Texeria
Nálagt því að komast í aðaliðið: Firminho, Bodan, Ibe, Lallana, Lovren, (þótt að þeir séu allir ungir)
+ t.d E.Can á miðjuni og Lucas á miðjuni.
Umhugsunarvert að í framherjakreppunni í fyrra þá var fundið upp 3-4-3 kerfi fyrir liðið og það virkaði í smá tíma. Maður veltir fyrir sér afhverju slíkt kerfi er sett upp aftur í upphafi móts á heimavelli á móti Norwich. Fer þar maður og lið með sjálfstraust í botni? Er einhver ástæða fyrir lélegu sjálfstrausti? Það var keypt fullt af leikmönnum og eytt milljónum. Nýir þjálfarar og menn og konur hress og endurnærð eftir sumarið.
Ef einhverjum finnst liðið vera á réttri leið þá má hann endilega henda í einn póst.
Ég er nokkuð sáttur við færin sem Liverpool skapaði gegn Norwich og vill sá aftur sömu leikaðferð. Þrjá varnarmenn, fimm miðjumenn og tvö framherja.
Ég las eina grein um þessa nýju leikaðferð en hún heldur fram að ef spillað er með þrjá miðverð þá er enginn þörf fyrir varnarmiðjumann per say og helst þarf einn midjumaðurinn vera ,,creative,, miðjumaður sem getur sótt fram, skapað sóknarfæri og helst verið markheppinn. Leikurinn gegn Norwich vorum við með Milner og Lucas sem eru frekar takmarkaðir i þeirri deild. Hafa þá báða i miðjunni á ekki vera i boði. Vonandi sér Rodgers það.
Svo ég vill sá hugmyndaríkari miðju gegn Carliste og láta Rossiter og Firmini byrja leik og að lokum má Migno hvíla sig og láta Bogdan byrja marki.
Nýjasta slúðrið er að Rodgers hafi fengið meldingu frá USA að hann mætti aldrei spila sama leikkerfið þrisvar í röð. Talið er að þetta sé gert til að draga athygli veðbanka í meiri mæli en áður að Liverpool.
Þennan leikmann gat BR ekki nýtt ( einsog marga)aðra, þvílík mark sem hann var að setja inn áðan.
https://m.youtube.com/watch?v=15D7uMPX3HA
Jæja, hefst þá enn eitt ævintýrið. Aldrei að vita hvað gerist þegar hið ástkæra lið okkar er annars vegar.
Í einhverri af greinunum sem hefur verið birt undanfarið og hafa reynt að varpa ljósi á vesenið hefur verið bent á að Rodgers stjórnist nú um stundir mest af ótta. Það veldur því að hann lætur liðið spila varfærinn sóknarleik, jafnvel gegn liðum eins og Norwich, sem á undir öllum kringumstæðum að vera fallbyssufóður fyrir Liverpool á Anfield. Og hvað þá Carlisle.
Ég veit alveg að ég fæ ekki óskir mínar uppfylltar hvað varðar liðsuppstillingu, en ég myndi vilja sjá einhvers konar 3-3-2-2 kerfi á morgun. Þrír miðverðir, kantbakverðir og einn djúpur miðjumaður, Firmino/Lallana með Coutinho og svo tveir strikerar, t.d. Ings og Origi/Sturridge.
Rodgers þarf að losna við þennan ótta og fara bara all out attack eins og hann gerði hérna áður fyrr. Taka sénsa, spila hraðan og flottan fótbolta og vinna 5-3 og tapa 3-4. Reyndu allavega að skemmta áhorfendum og go out with a bang fyrst þú ert hvorteðer að missa starfið að því að virðist.
Carlo Angelotti – breskir og bandarískir fjölmiðlar fullir af þessum fréttum í morgun. Hvað segja menn um það?
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-3245888/Liverpool-make-contact-Carlo-Ancelotti-pressure-mounts-Brendan-Rodgers.html
http://bleacherreport.com/articles/2570659-carlo-ancelotti-reportedly-a-liverpool-target-amid-brendan-rodgers-exit-rumours
http://www.thisisanfield.com/2015/09/reports-liverpool-contact-carlo-ancelotti/
o.s.frv.
Ancelotti! Segðu annan betri maður, dagurinn sem að hann kemur í meðalmennskuna í Englandi er ekki kominn sko, hann fer bara til alvöru stórliðs
Vitiði um einhvern pöbb sem sýnir leikinn í kvöld?
Ætli þetta verði ekki bara í fyrsta skipti í “ever” sem ég vel að horfa á annann leik þegar liverpool spilar.. Er að spá í að horfa á Arsenal – Tottenham frekar. líka af því að það eru betri útsendingar í boði en aðallega af því að ég er í mikilli fýlu úti Brendan.
Er þessi leikur ekki sýndur á stöð2 sport rásunum ?
held að þessi leikur se bara hvergi sýndur….
Hérna er hægt að sjá allavega, ekki mikil gæði þó:
http://www.thefeed2all.eu/watch/373333/1/watch-liverpool-fc-vs-carlisle-united-fc.html