Það er óhætt að segja að stutt sé á milli leikja þessa dagana. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef oft verið spenntari fyrir leik, en málið er engu að síður það að ég elska hreinlega að fylgjast með fótbolta þegar mitt lið á í hlut, alveg sama þótt allt virðist hálf vonlaust og lítið gangi upp. Það er ansi langt síðan ástandið var síðast eitthvað svipað og núna þegar kemur að þessu liði okkar. Það er hreinlega allt á suðupunkti, og það af ástæðu. Brendan kallinn Rodgers er kominn með gjörsamlega alla upp á móti sér og hafa hlutirnir snúist ansi hressilega upp í höndunum á honum. Fyrir mitt leiti þá er ég hreinlega farinn að vorkenna kall anganum, vonleysið drýpur hreinlega af honum.
Það var ekki mikill glans yfir síðasta leik sem vannst í vítakeppni gegn liði mörgum deildum neðar en við. Við þurfum ekkert að rifja það neitt frekar upp. En það er alveg ljóst að liðsandinn og sjálfstraustið er ekki upp á mörg sjávardýr. Í þokkabót þá misstum við tvo leikmenn í meiðsli og restin af liðinu spilaði heilar 120 mínútur. En hvað um það, þessir þrautþjálfuðu íþróttamenn eiga alveg að geta höndlað það. Framundan er mikil og erfið leikjatörn og því eins gott að menn fari að hysja upp um sig buxurnar og kannski skeina sig duglega áður en það er gert.
Aston Villa mæta á Anfield á morgun og ætti það að þýða nokkuð auðveld 3 stig til okkar manna svona ef horft er til styrkleika þeirra. Það er svo sannarlega ekki þannig. Það eru ekkert margir mánuðir síðan þeir hentu okkur út úr FA bikarnum í undanúrslitaleik á Wembley þar sem við sýndum álíka andleysi og einkennt hefur liðið síðan þá. Síðan þá hafa þeir misst 2 sína öflugustu leikmenn, þá Benteke og Delph, en þeir hafa eitthvað kroppað sæmilega leikmenn til sín í staðinn. Þetta Villa lið er samt ekki sterkara en á síðasta tímabili og ætti að vinnast á heimavelli ef allt væri eðlilegt (sem það er ekki). Í vörnina þeirra eru komnir tveir enskir leikmenn, þeir Micah Richards og Jolean Lescott. Við þekkjum þá alveg ágætlega og þeir eru langt því frá að vera verstu miðverðir deilarinnar. Miðjan er svona líklegast slakasti parturinn þeirra og ættum við vel að geta herjað á hana.
Villa situr í 17 sæti í deildinni með heil 4 stig eftir fyrstu 6 leikina. Þeir unnu nýliða Bournemouth í opnunarleik mótsins og gerðu svo jafntefli við Sunderland á heimvelli. Þeir hafa svo tapað 4 leikjum, gegn Manchester United, C. Palace, Leicester og WBA. Þeir eru sem sagt í nákvæmlega þeim skítamálum sem margir höfðu spáð þeim í. Það er því ekki eins og að þeir komi kjaftfullir af sjálfstrausti í leikinn, síður en svo. Þeir náðu reyndar að vinna granna sína í Birmingham í venjulegum leiktíma á þriðjudaginn í deildarbikarnum, en það var víst lítill glæsibragur á því. Ekki ætla ég að fara mikið meira yfir þetta Villa lið, því það eina sem skiptir máli í þessum leik er hvernig okkar menn mæta til leiks. Getumunurinn á leikmönnum á að vera það mikill. Þó ber að varast Scott Sinclair sem hefur verið þeirra heitasti maður þetta tímabilið.
En að okkar mönnum. Hvað ætlar Brendan blessaður að gera núna, veit hann hvaða leikkerfi hann ætlar að nota og veit hann hvaða leikmenn henta því best? Ég á nú ekki von á því að mikið verði um breytingar þegar kemur að sjálfu leikkerfinu. Hann reyndi reyndar gegn Norwich að spila með 2 framherja (í framherjastöðum) og spurning hvort hann geri það áfram eða hvort Ings verði afturliggjandi framherji í bakvarðarstöðu. Ekki er meiðslalistinn heldur að hjálpa til og verðum við án þeirra Lovren, Firmino, Henderson, Benteke, Toure og Flanno. Ég vona svo innilega að Ings fái að spreyta sig MEÐ Sturridge frá byrjun og reynt verði að keyra yfir þetta Aston Villa lið. Ég held ekkert niðri í mér andanum, en maður má samt vona. Ég ætla að spá liðinu svona:
Mignolet
Can – Skrtel – Sakho
Clyne – Lucas – Milner – Moreno
Coutinho
Sturridge – Ings
Eins og ég kom inná í síðasta Podcasti, þá er ég langt frá því að vera hrifinn af því að vera með 3 miðverði á heimavelli gegn liðum eins og Aston Villa. Ég sé samt Rodgers ekki breyta um kerfi. Ég væri líka til í að sjá Milner í kantstöðu eða meira úti á væng í tígulmiðju, en ég sé ekki fyrir mér að hann verði færður til. Allen er kominn tilbaka úr meiðslum, en hann er ekki klár strax aftur eftir leikinn gegn Carlisle.
Miðað við fréttaflutning undanfarið og Twitter orðróm, þá er þetta síðasti séns hjá Rodgers til að bjarga starfinu. Ég held reyndar að það verði erfitt fyrir hann að bjarga einhverju úr þessu, en það er algjört lykilatriði að liðið starti sér í gang í þessum leik. Þetta er leikurinn sem þarf hreinlega að tákna viðsnúning. Vonandi, já vonandi, mætir liðið loksins inn á Anfield og gefur Kristjáni Atla og hinum stuðningsmönnunum eitthvað til að gleðjast yfir. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Ég er spenntur fyrir leiknum, ég er vongóður og ég ætla að setjast límdur fyrir framan skjáinn á morgun. Strákar mínir, gerið þið það nú fyrir mig að byrja þetta mót, Plííííís. Þið röltið ekki einir, við röltum ekki ein, gerum eitthvað úr þessu og mætum núna loksins til leiks.
Það er kristaltært að ekkert annað en sigur er ásættanlegt í þessum leik. Við getum þakkað fyrir að vera að mæta Villa, án efa eitt af 3 slökustu liðum PL so far.
Rodgers greyið var vandræðalegur á fundi sínum í morgun, það sést langar leiðir að þetta er tapað tafl hjá honum. Þrátt fyrir sigur á morgun þá verður þessu ekki bjargað.
Ætla að spá okkur sigri 2-0 Ings með bæði. Það eina bjarta yfir Anfield þessa dagana
Þótt Aston Villa sé alltaf eitt af slökustu liðum PL þegar við mætum þeim á Anfield þá erum við að tala um það að síðast þegar Liverpool vann Aston Villa á Anfield þá var Roy Hodgson stjórinn!
Verður alltaf erfiður leikur sama hversu slakir Aston Villa er því held að Rogders kann ekki ennþá að svara liðum sem liggja til baka því miður.
Eftir að hafa spáð 1-1 fyrir síðustu 3 leiki þá er ég bara komin með nóg af því og spái þessum leik 2-1 fyrir LFC. Þrátt fyrir að Aston Villa hafi alltof oft reynst okkur erfiðir heima.
Vonandi verður Anchelotti komin til okkar fyrir baráttuna um Liverpool borg, já eða Klopp.
Enn held ég í vonina um að BR noti Milner út á væng, og Can á miðjuna.
Ef það á eitthvað að virka í sóknarleiknum, þá þurfa okkar sókndjörfustu leikmenn að spila og eiga góðan dag. Manni sýnist að í dag sé staðan sú að þetta séu Sturridge, Ings, Coutinho og Moreno. Ef þeir hitta allir á góðan dag og ná að spila saman, þá vinnst þessi leikur.
Maður missir aldrei áhugann á Liverpool – við erum með hörkulið – en því miður þá er mojo-ið núna ofaní klósettinu. Tippa á 1-2 tap.
Borðleggjandi 1-1 tap
Sælir félagar,
Nú er mig farið að gruna ýmislegt. Nú hef ég lesið ansi mikið af gömlum rannsóknum er snúast að félagssálfræði, en bakk í denn sáu menn ekkert að því að manipúlera fólk í nafni vísindanna. Nú stöndum við andspænis vægast sagt furðulegri stöðu hjá okkar mönnum. Við eigum leikmennina, eigum stjóra sem tókst að koma okkur í 2. sæti með blússandi sóknarbolta, við eigum kyntröllið Emre Can til að hvetja okkar menn áfram í að hugsa vel um sig (þessi skeggrót er ein og sér 20m punda virði). Hvað gengur á?
Nú er það fyrir mér morgunljóst að við, aðdáendur Liverpool FC á Íslandi og víðar úti í heimi erum partur af sálfræðitilraun. Það útskýrir hvers vegna okkar menn standa sig svo illa, af hverju Brendan okkar skallar í vegg leik eftir leik, misstígur sig svo í leiðinni, en fær aldrei reisupassann. Það útskýrir hvers vegna Boring James hefur verið boring en ekki exciting í undanförnum leikjum. Fjandakornið, það útskýrir hvers vegna franska nautið Sakho fær ekki spilatíma.
Svo, á meðan hinn almenni Liverpool aðdáandi grætur sig í svefn og sparkar í ruslatunnur daginn eftir leiki, skrá þeir í Liverpool niðurstöðurnar (andlega líðan Liverpool aðdáenda) niður eins og sönnum vísindamönnum sæmir. Nú þurfum við bara að bíða eftir að við kjöldrögum eitthvert liðið og Brendan horfir í myndavélina eftir leik og segir glottandi “gotcha”. Kannski gerist það á morgun?
Þetta verður ekki góður leikur spái 3-1 fyrir Villa, og Rodgers verður svo rekinn á mánudagsmorgunin.
Þetta verður snilldardagur á morgun… 😀
Liverpool malar Aston Villa 4-1 og Leiknir tekur KR 3-2 þar sem sigurmarkið er skorað í uppbótartíma (Það er bara skrifað í skýin!!)
YNWA
Þetta er algjör catch 22 leikur fyrir mig. Ég vill vinna AV any day of the week, en samt vona ég að við skíttöpum þessum leik til þess eins að losna við BR.
Ég ætla að spá að LFC vinni þennan leik en á afar ósannfærandi hátt. Ég sé ekki nokkur teikn á lofti sem gefa til kynna að liðið muni hrökkva í einhvern gír og fara að valta yfir AV né nokkuð annað lið.
BR heldur því djobbinu og fær að skrölta áfram með liðið í næsta leik þar sem hann mun aftur á móti skíttapa gegn Everton með Sakho á kantinum og Can í senternum.
Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum mun Duncan Ferguson skora þrennu í þeim leik og Tim Cahill vera með allar stoðsendingarnar.
nr8
Hljómar vel. Nema tel Leikni ekki eiga séns í KR, því miður. Þeir sýndu það og sönnuðu í síðustu umferð að þetta er ekkert annað en 1.deildar lið. Það var leikurinn sem hefði þurft að vinna
Já það væri nú óskandi að maður geti verið bjartsýnn. En ég er ekki að sjá þetta lið koma dauðþreytt í þennan leik fara að gera einhverjar meiri hluti en þeir hafa verið að gera. Er sjálfur kominn með nóg af því að horfa á þetta og ætla ekki að gera fjölskyldunni það að vera pirraður enn einn daginn útaf þessu liði. Mögulega nær liðið að merja jafntefli 1-1 eða 0-0.
Nú er talið af Firminho hafi brákað hryggjarlið og verði frá í einhvern tíma. Ekki batnar það!
http://www.90min.com/posts/2587114-brendan-rodgers-admits-he-needs-results-and-says-firmino-may-have-cracked-a-bone-in-his-back?a_aid=35322
Sælir félagar
Það er ekki mikið um þetta að segja. Ég er sammála SSteini um uppstillingu liðsins en er ekki viss um að BR sé það. Hann er orðinn svo hræddur við að tapa að hann þorir ekki að reyna að vinna. Því mun Sturridge verða einn uppi á topp og Ings verður vængframherji ásamt Coutinho. Einnig verða Clyne og Moreno bakverðir í fjögurra manna vörn og Can frammi á miðjunni með MiIner í skapandi snilldar leik þeirra beggja
Annað verður samkvæmt teikningu SSteins þó að í reynd sé ekkert eftir af henni nema það að við erum með sama mannskap á vellinum. Spái samt 3 – 1 þar sem vörnin mun skora öll mörkin úr föstum leikatriði á báðum endum vallarins.
Það er nú þannig
YNWA
Góðan daginn
Mikið væri nú gott ef að okkar menn myndu hrökkva ì gang og skora kannski 2 mörk í sama leiknum vinna 2-0 væri æðislegt.
Held að Brendan greyið sé búinn að vera en mikið væri gott ef hann myndi detta í sama gír og sóknarbolta og var 2013/2014 tímabilið þá væri nú gaman ????
Gleðilega fótbolta helgi
Ef Aston Villa skorar mark á laugardaginn, eru okkar vonir um sigur mjög litlar. Tim Sherwood er búinn að sýna það að hann kann alveg að vinna Liverpool, og hann gerir það aftur á laugardaginn. Ings er heitur og setur eitt, og við töpum 1-2.
YNWA
Athyglisverð grein um FSG og þá mögulegan “líftíma” Brendan Rodgers hjá Liverpool.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/fsg-stick-brendan-rodgers-10136290
Og niðurlagið þar er……..
“It’s a massive call, but their past record in Boston suggests they certainly won’t be afraid to make it.”
Og síðar þetta……
“And given FSG’s record hiring and firing, it could very well be the same case at Anfield too – sooner than you might think”
Í fyrsta lagi þá skil ég ekki alveg afhverju t.d sigur gegn Aston Villa eigi að vera sjálfsagður og við eigum að vinna þá samkvæmt öllu eðlilegu. Jú Liverpool er með sterkara lið en Aston Villa en þeir eru nú samt ágætlega mannaðir og áttu oft ágæta spretti í fyrra. Munurinn á milli liða er svo lítill í úrvalsdeildinni að það er hreinilega hroki að halda að við eigum sigur gegn liðum vísan. Jafnvel þó allt væri í blóma hjá Rodges þessa dagana.
Ég veit ekki við hverju ég býst. Mín tilfinning er sú að byrjunarliðið gegn Charlise hafi verið með hausinn meira við þennan leik og því ekki alveg verið hundrað prósent á tánum. Í stannleika sagt á ég von á öllu: Annað hvort að Aston Villa verði flengt og liverpool kemst í gang eða jarðaför í beinni, þar sem rodgers verður grafinn lifandi.
Ég held að ef Liverpool sýni burði til að berjast um 4 sætið og fer að sigra leiki í takt við það, þá munu gagnrínisraddirnar steinþagna. T.d ef Liverpool hefði bara náð að skora úr einu af þessum dauðafærum gegn Norwich, þá væri mórallinn allt öðruvísi. Allt annað lið hefði spilað gegn Charlise og liðið ekki eins þreytt fyrir komandi leiki.
Mín von er nátturulega að Liverpool vinni og spái 3-0 sigri.
Úr þessu hefur Rodgers nákvæmlega engu að tapa, pressan á honum er slík. Fótbolti er stormasöm íþrótt og sigri hann næstu þrjá leiki og liðið fer að spila sómasamlega á hann alveg von en svona fyrir leik er sú von vægast sagt veik. Verri menn hafa þó risið upp frá “dauðum”.
Liðið held ég að verði eins og Steini setur upp og er svosem hægt að skilja það, sóknarþungi liðsins hefur verið öllu skárri í síðustu leikjum heldur en gegn West Ham og United en það var líka gegn Norwich og Stokkseyri. Persónulega bara næ ég ekki að fá trú á þessu kerfi til langframa og finnst þetta ennþá vera meira svona 90´s dæmi. Þetta var merki um örvæntingu í fyrra og er það aftur núna, þetta er klárlega ekki það kerfi sem lagt var upp með í sumar þegar verslað var inn nýja leikmenn og það er ekki gott.
Hvaða leikmenn hafa verið að spila sína stöðu í vetur? Milner kom til Liverpool út á loforð um að spila sína stöðu og gerði það vel til að byrja með en hefur saknað Henderson manna mest eftir að hann meiddist. Mignolet og Skrtel eru að spila sína stöðu alla leiki og núna síðustu tvo leiki hefur Ings spilað sína stöðu og viti menn hann er okkar sprækasti leikmaður.
3-4-1-2 kerfið hentar svosem mörgum upp á að spila sína bestu stöðu (hvítur kassi) eða nánast sýna bestu stöðu (blár kassi).
Þarna erum við samt að leggja upp með þrjá miðverði og tvo bakverði gegn Villa á heimavelli. Varnarlega eru augljósir veikleikar á þessu kerfi þrátt fyrir fjölda varnarmanna og sóknarlega er þetta heldur óspennandi þó vissulega gæti þetta virkað með réttum leikmönnum.
Miðjan finnst mér steingeld enda hvorki Milner eða Lucas eitthvað sem ég myndi leggja upp með í tveggja manna miðju hjá liði sem ætlar að komast í topp 4. Þetta voru Milner og Allen um helgina og Carlisle náði að nýta sér plássið milli miðvarða og miðju. Skrtel og Lovren fengu óhindrað hlaup á sig frá miðjunni sem setur þá í slæma stöðu og varnarleikurinn kemur eins og vanalega hræðilega illa út….og Liverpool fær mark á sig.
Moreno finnst mér vissulega fá betra cover með Sakho og Lucas frekar en Lovren og ryðguðum Joe Allen en að hafa hann einan með vinstri vænginn skilur eftir sig gríðarlega mikið pláss sem andstæðingar Liverpool lögðu upp með að herja á í fyrra og endurtaka það aftur núna. Carlisle komst þarna upp rétt áður en þeir skoruðu í síðasta leik. Clyne er svo að gera það sama hinumegin, hann skilur líka eftir sig pláss en er bara ekki eins ógnandi sóknarlega.
Miðja Liverpool er Moreno – Lucas – Milner – Clyne. Ég veit ekki í hvaða sólkerfi það á að vera spennandi og það fyrir heimaleik gegn Norwich/Carlisle/Villa. Hjálpar EKKERT að taka Lucas út og setja Allen inn í staðin.
Ef þú ert með bakið upp við vegg og þarft að taka áhættu get ég ekki séð þessa varnarmannasúpu vera málið. Færi mikið frekar svona inn í leikinn.
Moreno skilur áfram eftir sig pláss er hann sækir eins og allir bakverðir gera en Sakho er mun betra cover en Lovren. Hann fær auk þess meiri hjálp frá miðjunni með þessu uppleggi. Sama á við um Clyne sem þó er líklega uppálagt að bíða oftar en Moreno.
Can vill ég sjá fyrir framan miðverðina ekki við hliðina á þeim þar sem þeir flækjast fyrir hverjum öðrum og hleypa sóknarlotum andstæðinganna alveg að sér líkt og gerðist gegn Carlisle. Sá einhverja afskrifa Can sem miðjumann í framtíðinni eftir síðasta leik (þar sem hann var miðvörður) og næ þeim sleggjudómi ekki ennþá.
Milner held ég að verði að hafa tvo með sér á miðjunni. Hann hefur spilað 7 leiki fyrir liðið og nánast alltaf með nýjan mann með sér á miðjunni, hvað þá fyrir aftan sig og framan. Fyrstu tvo leikina var það 4-2-3-1 með Henderson sér við hlið og Coutinho/Lallana fyrir framan (1). Gegn Arsenal West Ham og Man Utd var það 4-3-3 og hann í blússandi sóknartríói með Lucas og Can með sér á miðjunni (2). Hann fékk frí gegn Bordeaux en var með Lucas með sér í 3-4-1-2 gegn Norwich (3) og Allen með sér í sama kerfi gegn Carlisle (4). Magnað að hann skuli svo vera óstöðugur!
Áfram held ég að kalla eftir því að sjá Coutinho á miðjunni að skapa færi fyrir aðra, hann er að mínu mati margbúinn að sýna að hann er mun betri í því heldur en að klára þau sjálfur þó hann geti það vissulega líka. Hann gæti þó vel róterað stöðum með Lallana.
Lallana er að komast í ágætis leikform og eins og með aðra langar mig að sjá hann spila þá stöðu sem varð til þess að Liverpool keypti hann. Sú staða er þarna.
Sturridge bara verður að vera klár í slaginn, hann er gríðarleg ógn en tekur líka mikið til sín og skapar pláss fyrir aðra. Ings er búinn að vinna sér inn sæti í liðinu og verður að fá að spila sína stöðu áfram.
Ég er ekki alveg að skilja þessi læti.
Jújú spilamennskan hefur ekki verið góð og við höfum ekki skorað nema 4 mörk og erum með 8 stig.
En t.d Arsenal er með 10 stig og hefur skorað 5 mörk.
Semsagt Arsenal er með 2 stigum meira og skorað 1 marki meira og við erum froðufellandi yfir herfilegu gengi LFC.
BR býr við það að langbestu leikmenn liðsins eru keyptir frá honum, kallarnir sem báru stoltið og hjartað í liðinu voru komnir á lokastig ferilsins (Carragher, Gerrard)hann missir þar að auki einn albesta framherja ensku deildarinnar í langvarandi meiðsli, hann byrjar tímabilin með marga nýja leikmenn í lykilstöðum.
það tekur tíma að finna út sitt besta byrjunarlið og láta nýja leikmenn aðlagast.
Ekki bætir það ástandið nú er Henderson, Bentake, Firmino, Lovren sem falla undir þann flokk sem kalli mætti hans byrjunarlið eru allir meiddir.
Ég hef enga trú á því að lausnin sé að skipta um stjóra eftir nokkrar umferðir.
Því það er aldrei að vita hvað gerist ef BR nær liðinu á flug t.d ef það koma 2 sigrar í röð.
Ég held því fram að ef Liverpool endar þetta tímabil 5 sæti þá er það frábær árangur. ManC, ManU, Chelsea eru í sérflokki hvað varðar fjárhagslegan styrk, Arsenal er þarna örlítið á eftir.
Það er engin tilviljun að Arsenal hefur ekki unnið deildina síðan Roman keypti Chelsea og ekki varð deildin léttari þegar City datt í lukkupottinn með nýja eigendur.
Finnst oft vanta raunsæi því Liverpool hefur eftir að Benitez var rekinn og klúbburinn nánast lóðrétt í gjaldþrot, ekki verið betra til að keppa annað en í besta falli til að ná 4 sæti fyrir utan „Don’t let this slip” tímabilið.
Það er ótrúlegt leiðinlegt að sá hvernig staðan er hjá okkar ástkæra félagi. Enn aftur þá er þjálfari Liverpool valtur i sessi og enn aftur er stórt spurning merki um eigendur Liverpool. Stefna þeirra gekk útá FFP regluna og Moneyball aðferðina sem hefur beðið skipbrot. Aldrei treysta FIFA og aldrei rugla saman Amerískan hafnarbolta við fótbolta. Þótt Moneyball dæmið virkaði eitthvað í Ameríku þá er evróskur fótbolti allt annað og miklu stærri.
Auk þess fóru þeir í ódýru leiðina varðandi Anfield. Stækkun eða nýjan völl. Ég taldi seinni kostinn betri til framtíðar.
Jæja varðandi leikinn gegn Aston Villa þá er þetta mögulega leikurinn sem mun skera framtið Rodgers. Ég hef nokkuð samúð með Rodgers sem hefur verið vinna eftir stefnu FSG.
Núna þarf Rodgers sýna hvað hann getur og landa sannfærandi sigur.
Ég vill sá áfram þessa 3-5-2 eða 3-4-1-2 kerfið. Þetta kerfi hefur virkað betur enn hinn og Liverpool skapar fleiri sóknartækifæri og fleiri skot á mark. Núna þarf fara nýta þessi færi og skora mörk. Jákvæðist við þetta kerfi er að við spillum með tvö framherja.
Ég er nokkuð sáttur við liðin sem Steini setur upp. Sérstaklega vörnina. Ég set þó spurningu með Milner og Lucas á miðjuna. Alltof varnarsinnað þegar við erum með þrjá miðverði og vængbakverði. Ég myndi villja setja sókndjarfan og skapandi miðjumann(Coutinho) með Luccas eða Milner. Hann á taka virkan þátt í sóknarleiknum og linka við Lallana og sóknar tvíeykið þegar við eru i sókn. Lucas eða Milner verður sópurinn við framan miðverðina. Ég myndi frekar velja Lucas og jafnvel færa Milner i hægri vængbakverðastöðuna i staðinn fyrir Clyne.
Vonandi sé ég sókndjarfari miðju og að liðið nýti betur færin og fara breyta skotfærum i mörk.
YNWA.
spái að við náum að merja jafntefli.. ég ætla ekki að horfa á leikinn þar sem ég er búinn að missa allann áhuga á að horfa á liðið spila undir stjórn rodgers.. ætli ég taki ekki bara pásu frá því að glápa á liðið þar til nýr stjóri er kominn.
#21 Johny “Ég held því fram að ef Liverpool endar þetta tímabil 5 sæti þá er það frábær árangur”
…ertu skyldur Rodgers nokkuð?
#24 helginn” Er ekki skyldur Rodgers.
En fyrir alla muni endilega settu fram pistill sem rökstyður það að núverandi leikmannahópur geti skilið liðinu hærra en 5 sætið, get ekki beðið eftir að lesa þann pistill frá þér.
þegar maður hefur tekið ákvorðun um að Rogers er ekki rétti maðurinn og álitur að liðið á enga framtíð með honum en eigendurnir þjóskast við og “gefa honum næstu leiki” hvað hugsar maður þá.
auðvitað eir tap einsog að rífa úr manni hjartað og í þessum leik er jafntefli sama og tap, en samt, sigur þýðir lengri dánarlegu.
það verður erfitt að horfa á þennan leik styðjandi Liverpool, einsog maður verður, en á sama tíma vita að sigur gæti þýtt aukið tækifæri fyrir þjálfara sem manni finnst vera að skaða klubbin, og þar með lengri þjáninga tíma.
á að rífa plásturinn af eða draga rólega.
ég er þunglindur við tilhugsunina.
Ég er sérlega ánægður með að sumir séu farnir að ræða taktík aftur, það eru komnar 3 vikur það sem ekki hefur verið komandi inn á kommentakerfi síðunnar. Ekkert nema þjálfararöfl og tilheyrandi væl.
Nú eru menn meira að segja að debatera hvort þeir vilji að liðið vinni leiki, þvílíkt bull.
Vonandi byrjum við þennan leik eins og Babu setur upp hérna að ofan, við einfaldlega þörfnust sköpunnar á miðjunni og ef það þýðir að Coutinho þarf að spila aðeins aftar þá verður bara að hafa það. Hann og Lallana geta vel róterað enda Lallana með mikla yfirverð.
Ég sjálfur get ekki beðið eftir því að við eigum 2 nógu góða miðverði til þess að Skrtel þurfi ekki að vera alltaf í byrjunarliðinu, gæfi mikið fyrir það.
Ætlaði að segja að Lallana sé með mikla yfirferð.
Freudian slip ? 🙂
Sæl öll,
ég er, eins og svo oft áður, mest sammála Babu. Liðsuppstillingin hjá honum er sú sem ég vil sjá þó með örlítilli breytingu. Moreno, sem bakvörður í fjögura manna línu, skilur oft eftir sig stórt pláss fyrir aftan sig sem miðvörðurinn hans verður að ná að covera. Því verður Skertl og Clyne að vera tilbúnir í færslu til vinstri. Að mínu viti verður Clyne því að “bíða” þegar Moreno sækir og svo öfugt þegar Clyne sækir en á því hefur mér fundist Moreno klikkað og lendir hann of oft í eltingarleik og er því oft ekki búinn að “stilla sig af” varnarlega þegar Liverpool missir boltann hægra meginn á vellinum. Til að bregðast við þessu tel ég besta kostinn, í augnablikinu og Liverpool hefur ekki tíma til að þróa leikmann í stöðuna, sem djúpur miðjumaður í tígulmiðju, Henderson næstur Lucas og síðan væri Rossiter. Can mundi ég vilja nota hægra megin í tíglinum því mér finnst hann meira spennandi sem sóknar miðjumaður heldur en stöðuvilltur varnarmaður og vegna fyrrnefnda vandræða sem Moreno lendir í mundi ég vilja sjá Milner vinstra megin í tíglinum þar sem hann hefur góða yfirferð. Í fjarveru Henderson er Lucas fínn kostur, hann kann stöðuna og hefur bæði Milner og Can til þess að senda stutt á í þessu kerfi. Það sem Liverpool þarf svo að gera, þegar Moreno er bakvörður, er að beina andstæðingnum upp vinstri kantinn, frá marki Liverpool séð, því Moreno lendir í vandræðum þegar langur hár bolti kemur frá hægri til vinstri og tapar oftar en ekki skallaeinvíginu, Liverpool vörnin í færslu og miðvörðurinn kominn í vandræði. Með því að beina andstæðingnum upp vinstra megin er færslan komin fram á vörninni og miðvörðurinn á betra með að aðstoða við háa sendingu. Livetpool á svo feiki nóg af leikmönnum í fremstu þrjá í þessu kerfi og það finnst mér við eiga að nýta okkur betur. Fremstu þrír eiga, líkt og tímabilið góða 13/14, að hlaupa úr sér lungun í að pressa andstæðinginn og djöflast í varnarlínunni og stjórinn á að nýta sér það fyrr að hafa 3 varamenn. Mér er alveg fyrirmunað að skilja af hverju þetta kerfi og áherslur voru lagðar til hliðar þótt mannabreytingar yrðu. Það er óumflýjanlegt að leikmenn komi og fari. Þá er sterkasti mótleikur liða og þjálfara að skilgreina hvernig fótbolta liðið stendur fyrir og geirnegla rauða þráðinn í spilamennskunni. Þar hefur BR illilega misstigið sig og er svo komið að leikmenn vita vart í hvern fótinn þeir eiga að stíga í. Ég vona svo sannarlega að BR byrji aftur að spila 4-4-2 með tígul miðju því þetta var einhver skemmtilegasti fótbolti á að horfa sem ég hef séð. Það virðist hins vegar vera einungis óskhyggja því BR þrjóskast enn við einhverja útfærslu af 3ja miðvarða línu og leikkerfi sem ég skil engan veginn og það sem verra er, leikmenn Liverpool skilja ekki heldur. Því óttast ég að Liverpool sé að leggja af stað í enn eina uppbygginguna á allt of fáum árum með nýjan þjálfara.
Liverpool 2-1 Aston Villa (Ings, Can – Lescott)
Þetta verður erfitt í dag, en endar 3-1 fyrir Liverpool.
Áfram Liverpool
Get alveg deilt mjög mörgu sem félagar mínir þeir Steini og Babú skrifa hér bæði í upphafspóstinum og í kommenti við hann.
Liðsuppstillingin tel ég að verði að innihalda þrjá hafsenta einfaldlega af því að við ráðum ekki við 4ra manna vörn. Ekkert hafsentapar hefur virkað af þeim hafsentum sem við eigum og það finnst mér fyrst og fremst vera af því að við eigum ekki solid DM-C sem ver þá…og svo það að bakvörðurinn vinstra megin er ekki góður varnarlega.
Þetta fannst mér sannast endanlega gegn Carlisle…og var reyndar diskúterað töluvert í þeirri lýsingu sem ég hlustaði á…og hefur verið rætt áður.
Emre Can er ekki sá maður ennþá. Ég sé að Babú talar um að ég hafi afskrifað hann gegn Carlisle þar sem hann var varnarmaður. Það er ekki rétt. Ég auglýsi eftir leik þar sem hann hefur náð að standa sig sem miðjumaður. Fyrri hálfleikurinn móti Carlisle meðtalinn. Þeir hafa vissulega ekki verið margir, en það finnst mér af því að hann hefur átt mjög erfitt. Sennilega væri hann box-to-box miðjumaður líklegastur miðað við að hann er fínn að bera upp boltann, en skotin hans eru döpur finnst mér og hann hefur ekki náð heldur að setja í margar stoðsendingar. Á móti er farið of auðveldlega framhjá honum varnarlega þegar hann leikur á miðjunni, en nokkuð sem hefur verið ágætt þegar hann er í vörninni. Hann átti fínan leik gegn Chelsea fyrir ári síðan á miðjunni en mér hefur einfaldlega fundist alltof lítið koma út úr þessum strák á miðjunni og hef af því miklar áhyggjur. Því mér finnst hann alveg spennandi leikmaður.
Ég myndi vilja sjá þetta lið spila tígulinn sem Babú lýsir. Að sjálfsögðu, hef talað um það i meira en ár. En vandinn er að við eigum ekki í leikmannahópnum DM-C sem getur varið hjarta varnarinnar, þar liggur mesti hausverkurinn. Hann er lykilmaður í tíglinum og sá sem í raun verður til þess að maður getur spilað þetta kerfi.
Það að ekki sé enn búið að kaupa mann sem getur leikið þessa stöðu segir auðvitað að þjálfarateyminu líði ekki vel að spila þetta kerfi….sem er auðvitað ótrúlegt miðað við hvernig við lékum það á sínum tíma, með t.d. fermingarbróðir okkar Babý, hann Prins Aly m.a. í hlutverki.
Svo ég held að Steini hafi rétt fyrir sér í uppstillingu. Við erum það slakir varnarlega að við þurfum þrjá bakverði og tvo vængbakverði. Þannig er bara staðan í dag.
Sé enn ekkert frá West Ham leiknum sem bendir til breytinga og held því miður að framundan sé afskaplega erfiður leikur.
http://433.moi.is/enski-boltinn/liverpool-lokar-loks-aefingasvaedinu-fyrir-almenning/
Lausnin er fundin
Johny
Þið frændur, Rodgers eruð þeir einu sem trú hafið á þessu. En sammála þér að 5.sæti væri ágætt miðað við þann hóp sem við höfum. En er alls ekki að sjá frænda þinn ná okkur ofar en 9-10 sæti miðað við spilamennskuna sem boðið er uppá. Sést langar leiðir að stuðningsmenn og leikmenn hafa enga trú á stjóranum. Dead man walking.
En þið frændur trúið og það er vel 🙂
Ég trúði á Rodgers þangað til hann klúðraði titlinum með fáránlegu uppleggi gegn Chelsea
maður þarf nú að vera rétt skóaður í skítverkinn. Brendan er það ekki, hefur ekki hugmynd hvernig liðið á að vera og líðið er eins og hauslausar hænur ráfandi um. Allir hlaupa bara eitthvað og enginn veit neitt. Miðjan opinn, enginn til að verjast og fl. 4-4-2 á hann þróa og hafa 2 á topp og bakka aðeins með bakverðina…en samt Villa sigur í dag og rekinn fyrir kl4. ..
Einhver sem þekkir streamtvbox.com,skráði mig fyrir mánaðaráskrift í gærkvöldi og allt leit vel út,svo í morgun þegar ég ætlaði að skrá mig inn þá þekkti síðan ekkert af minni skráningu,ekki netfang,ekki notendanafn og ekki lykilorð,þekkir einhver þetta vandamál?
#25 Þetta var nú bara létt grín. En varðandi rökstuðning þá er það yfirlýst markmið klúbbsins að ná lágmark 4.sætinu á þessu tímabili. Leikmannakaup ásamt því að þetta er 4.tímabil stjórans meira en réttlætir þá kröfu – 5. sæti dugar því ekki að halda starfinu.
Jæja…… nú þýðir ekkert annað en að rífa þetta upp og “back to good old times”!
Ég spái að okkar menn fari hamförum í dag þrátt fyrir meiðslalista og tökum þetta 4 – 0!
Sturridge sýnir gamla takta með 2 mörk, Milner kallinn svarar gagnrýnisröddum og setur eitt og til að strá salti í sár Villa manna gera þeir eitt sjálfsmark.
YNWA
11 réttir í liðsuppstillingunni. Vel gert!
# helginn
Er það raunhæft, hef ekki trú á því að 4-5 ára planið gerði ráð fyrir að bestu leikmenn liðsins yrðu seldir frá liðinu.