Kop.is Podcast #99

Hér er þáttur númer níutíu og níu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 99. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Kristján Atli stýrði þættinum að þessu sinni og með honum voru Arngrímur Baldursson, Guðmundur Þór Magnússon og Grétar Magnússon.

Í þessum þætti ræddu strákarnir um hugarfóstur Arngríms og Mumma LFC History, störf Liverpoolklúbbsins á Íslandi, brottrekstur Brendan Rodgers og yfirvofandi ráðningu Jürgen Klopp í starfið.

47 Comments

  1. Ég held að Klopp is made for Liverpool and Liverpool is made for Klopp 🙂

  2. Þjóðverji hlýtur að koma reglu á varnarleik liðs sem hann tekur við, annað meikar bara ekki sens.
    Ég hlakka bara til að sjá hann taka til í hausnum á öllum þarna á Anfield. Vekja upp drauga, og zombies, gera Anfield að virki ! !

  3. Allt annað að hlusta á svona þætti þegar upptakan heppnast og fínasti þáttur.

    Grétar annars allt of dipló sem fulltrúi okkar Þjóðverja í umræðum um Klopp (vs Ancelotti). Við skálum líklega einum köldum fyrir því yfir Tottenham leiknum að hann verði undir stjórn Þjóðverja hjá Liverpool. Fáum okkur svo annan í tilefni af því að sá maður er Jurgen Klopp.

    Þessi nær að lýsa þessu best

  4. Það sem ég á erfiðast með að skilja er hvernig fólk getur hrópað “FSG out!!1” þegar verið er að ganga frá ráðningu Jürgen Klopp. En maður getur nú aldrei skilið allt, þrátt fyrir góðan vilja… 🙂

    Sjáið t.d. þetta: http://i.imgur.com/5iTc7Qd.jpg

  5. Fínt podcast en ég held að menn verði reyna vera raunsæir á fyrsta tímabili Klopp. Houllier, Benitez, Rodgers, Dalglish eiga allir sameininglegt að eiga lélegt fyrsta tímabil í deildinni.

  6. Samála því.
    Daglish átti skelfilegt fyrsta tímabil sem stjóri Liverpool. Gerði þá að Englandsmeisturum þar sem hann skoraði sigurmarkið í síðasta leiknum sem tryggði titilinn og vann svo Everton í Bikarnum 😉

  7. Takk fyrir góðan þátt strákar. Ekki var slæmt að fá innsýn í hugarheim þeirra LFChistory bræðra, einnig var fínt að fá upplýsingar um klúbbinn og vafalítið væri ég meðlimur ef ég byggi á Íslandi. Er reyndar meðlimur í góðum klúbbi hér í Dk, það er gangur á mönnum á leikdögum, það er fyrir víst.

    Annars skellti ég vel uppúr yfir nokkrum punktum í þættinum annars vegar um stöðu Jose Enrique, alveg brilljant ,,hann slapp!”, og svo samlíking KAR á Mignolet og Baros, alveg spot on 🙂

    Er sammála með þjálfararáðningar sumarsins að þær eru á skjön við Klopp plottið frá vori, nema að þær voru partur af leynimakki til að slá ryki í augun á Brendan, og þess vegna voru minni spámenn (fyrir utan Gary Mac kanski) ráðnir og þar af leiðandi með minni launapakka. Hver veit.

    Þó svo ég sé í heildina ánægður með að Brendan sé farinn þar sem ég var komminn á það að hann hefði ekki lengur neitt til brunns að bera í þessu starfi, þá var ég alltaf á báðum áttum með það. Ástæðan er einfaldlega sú að mér hefur alltaf fundist það vera ,,the Liverpool way” að gera það ekki. En eftir að hafa hlustað á þá LFChistory bræður þá gerðist það síðast þegar ekki ómerkari maður en Shankly sjálfur kom inn í desember ’59, allir vita hvað gerðist eftir það. Þess vegna vona ég að Klopp komi inn og vekji félagið af þessum dvala sem það virðist vera að sökkva í meir og meir.

    Góðar stundir félagar, YNWA!

  8. Þetta eru stórfenglegar fréttir. Það er oft ótrúlega mikill munur á hvað fæst mikið útúr mönnum eftir því hver er stjóri liðsins. Maður hefur séð menn vera stórstjörnur og detta niður í meðalmennsku og rísa aftur upp sem stórstjörnur allt eftir þjálfaranum. Það eru nokkrir leikmenn sem hafa verið stórstjörnur undir Klopp sem hafa svo farið annað og orðið meðalmenn, t.d. Nuri Sahin sem náði ekki einu sinni að vera meðalmaður undir Brendan. Það sem Nuri sagði eftir hann fór frá Liverpool “Thank God I have left Brendan Rodgers”. Punkturinn er sá að við erum með mjög breiðan hóp af mörgum mjög góðum fótboltamönnum, það mun hluti af þessum hópa stíga upp og verða mun betri undir Klopp en hann var undir Brendan. Það eru góðir tímar framundan.

  9. Gleðilegan Klopp-dag! Hann mun víst skrifa undir í dag skv. heimildum Echo.

    Hlakka til að hlusta á pod-castið!

  10. @# 12
    Já þetta lítur ekki svo illa út. Ég held reyndar að Can detti út úr byrjunarliðinu, Hendeson verði gerður að holding midfieldar og Milner verði ofar þar sem þú setur Henderson. Jafnvel að milner verði færður út á kantinn og Coutinho verði í holunni.

  11. Sælir félagar

    Tek undir með Svari Station hér fyrir ofan; FIFA mafían í bann og Klopp á Anfield. Er hægt að hugsa sér betri dag.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  12. Þetta var svo gott podcast að ég skráði mig í Liverpool-klúbbinn á meðan ég var að hlusta!

    Ég spái Benteke sem markhæsta leikmanni Liverpool þetta árið, eitthvað segir mér að hann og Klopp eigi eftir að gera góða hluti saman.

    Klopp to be announced this evening with a full press conference tomorrow.— The Anfield Chat (@TheAnfieldChat) October 8, 2015

  13. BREAKING: KLOPP NEW LIVERPOOL BOSS

    Jurgen Klopp has agreed to become Liverpool manager, according to Sky sources.

  14. Er að horfa á þýska Sky Sport, þeir voru að staðfesta þetta, Klopp fær 3ja ára samning, blaðamannafundurinn verður á morgunn! There is a golden sky….

  15. Jæja eins og við mátti búast er þetta að verða opinbert..En WOW þvílikt fjölmiðlafár í kringum eina þjálfararáðningu…Það verður aldeilis pressa á manninum :)…En eins og ágætur maður sagði. ,,Þetta verður ATHYGLISVERT´´

  16. Búið að boða til blaðamannafundar kl. 10 í fyrramálið (kl. 9 á Íslandi) samkvæmt liverpoolfc.com. Þetta verður góður föstudagur!

  17. # 25 Babu

    Já einmitt, …….. um hvað skyldi þessi fréttamannafundur verða !

    Ég er alveg glórulaus ……. Jíííííííííhaaaaaaaa

    En þvílík pressa á kallinn.
    Erfiðir næstu fimm leikir framundan í deildinni. Allir á móti liðum sem eru fyrir ofan Liverpool á stigatöflunni, nema eitt smálið …. Chelsea.!

    Ekki verið jafn spenntur og ánægður í háa herrans tíð.

  18. Er orðinn svo spenntur yfir þessu að í stað þess að pikka kop.is þegar ég ætlaði hingað inn áðan skrifaði ég klopp.is!

    btw að þá er lénið klopp.is frátekið 🙁

  19. Ég hef það eftir öruggum heimildum að Guðjón Þórðar verði kynntur sem nýr manager á morgun. Heyrðuð það fyrst hjá Hlyni Snorrasyni, eini Hlynur Snorrason á Íslandi.

  20. usss Klopp inn à morgun og næsti podcast þàttur ver?ur nr 100… ef draugaþàtturinn sé ekki talin me?!

    þetta ver?ur party… opna?ur bjôr og me? því yfir næsta podcasti!!!

  21. Annars staðfesti Klopp þetta í raun í morgun þegar eitthvað hrímþursacrew frá SKY var að ónáða hann í gegnum dyrasímann á heimilinu. Sagði “Yes, from tomorrow I’m 24/7 Liverpool man…” og bað svo um grið til morguns.

    Jürgen Klopp verður næsti stjóri Liverpool FC, það er alveg á hreinu.

  22. Liverpool búið að staðfest brottför þessara manna

    Sean O’Driscoll, Gary McAllister, Glen Driscoll og Chris Davies
    Nema að Gary Mac verður áfram sem sendiherra Liverpoool FC

    Hvað gerðu þessir 2 seinastu ?

  23. Hurra!!!

    Liverpool getur ennþa krækt i bestu þjalfarana – nuna koma betri leikmenn inn i kjölfarid.

  24. “Hvað gerðu þessir 2 seinastu ?”
    Svar: Ekki neitt. Þess vegna eru þeir reknir.

  25. NR 38

    Þeir unnu við analyse-era leik Liverpool og andstæðingana.

  26. Flott að fá Klopp. Spilamennskan mun vonandi batna fyrir vikið þó ég ætli ekki að búast við miklu fyrr en hann fær að kaupa sína eigin leikmenn í janúar.
    Ein pæling samt, gengi Klopps hjá Dortmund var frábært en svo missti hann Lewandowski og Götze til Bayern og Reus og jafnvel Hummels í meiðsli. Þá var allt downhill. Hentar það þessu selling club mentality sem við höfum sýnt undanfarið? Ef við eigum draumaseason núna og við missum tvo bestu leikmennina okkar til Barca og Real, ættum við að treysta honum?
    Annars hörkuþjálfari og klárlega bæting frá Rodgers 🙂

  27. Eg er enn að bíða eftir STAÐFEST. 99.9 Prósent dugar mer ekki þegar Liverpool er annars vegar..

    er samt agalega spennntur..

  28. Þvílík gleði… Veit að stuðningsmenn manu, arsenal og hinir eru drullufulir með þetta og það er ennþá skemmtilegra. Klopp hefur gríðarlegt aðdráttarafl og er mikill personuleiki. Get ekki beðið eftir fyrramalinu.

  29. Ég er nú bara orðin svo rosalega skeptískur sem stuðningsmaður Liverpool að ég trúi bara aldrei neinu fyrr en það er staðfest á official síðunni þangað til er alltaf eitthvað sem getur klikkað í mínum huga.

  30. Var loksins að klára að hlusta á þetta podcast !
    Finnst eins og það sé einhver pressa á mér !

Viðræður við Klopp ganga vel

Uppfært: Jurgen Klopp nýr stjóri Liverpool (Staðfest)