Kop.is Podcast #100

SALA Í GANGI Í HÓPFERÐ KOP.is Á LEIK LIVERPOOL OG Man Utd Í JANÚAR!


Hér er þáttur númer 100 (hundrað!!) af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 100. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Kristján Atli stýrði þættinum að þessu sinni og með honum voru Babú, Maggi og SSteinn.

Í þessum þætti ræddu strákarnir um ráðningu Jürgen Klopp, stöðu Jürgen Klopp sem stjóra Liverpool, framtíð Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp og mögulegar ákvarðanir Jürgen Klopp fyrir leikinn gegn Tottenham um helgina. Einnig, Jürgen Klopp.

43 Comments

  1. Flott cast 🙂 Í leiðinni vil ég hvetja ALLA…. eða sem langflesta að fjölmenna á Spot í hádeginu á laugardaginn og mynda alvöru stemningu !!

  2. Var að bóka mig í ferðina, best að fara æfa Bítlalögin 🙂

  3. Ég var að fatta hvað vantar í þessi podköst hjá ykkur. Það eru upphafs- og endalög, svona eins og á þáttunum á Rás 1.

    En annars, bara takk fyrir mig. 100 podköst, sjálfsagt ekki undir klukkutíma að lengd að meðaltali (líklega meira), og maður er búinn að hlusta á held ég hvert einasta. Það þýðir rúmlega hálfur mánuður í vinnutíma sem er búinn að fara í það. Þessum tíma var vel varið.

  4. Það gleymist alltaf í umræðunni um Klopp, hverjar er eftirvæntingarnar?? Klopp sagði á blaðamannafundinum að við þurfum að ræða það, við þurfum að að ákveða hverjar eftirvæntingarnar eru, er það 1.2.3. eða 4ja sætið???. Svo sagði hann að við getum gert þennann dag að virkilega sérstökum degi ef við vinnum saman sem heild, stuðningsmenn og allir tengdir LFC, og að við eigum að gefa honum og hanns þálfaraliði tíma til að vinna sína vinnu.

  5. Var að koma heim. Hlakka mjög til að hlusta á podcast #100. Giska á að orðið “giddy” muni lýsa þessu vel. 🙂

  6. Jæja, ég þakka fyrir mig – æðislegt að hafa þessi podcöst, og til hamingju með númer 100.

    Þið talið um Lallana, og hvort að hann eigi eftir að passa inn í skipulag Klopps, en við skulum muna að hann var að nota Shinji Kagawa og Nuri Sahin og það gekk bara mjög vel. Þetta eru báðir frekar hægir miðjumenn miðað við þessar týpur sem við viljum oft í liðin okkar. Ég held nefnilega að Lallana gæti loksins alveg farið að skína almennilega undir Klopp.

    En mér finnst samt líklegra að hann muni nota Firmino, þetta er alvöru Klopp gæji. Fljótur, kann að skora mörk, en kann líka að verja og pressa.

    Þessvegna gæti ég séð aðra þessara af þessum uppstillingum á móti Tottenham:

    …………….Migs…………………………………………………Migs
    Clyne Skrtel Sakho Moreno………………Clyne Skrtel Sakho Moreno
    ……….Lucas Can………………………………………..Lucas Can
    Studge Firmino Coutinho………………..Firmino Coutinho Lallana
    ………….Benteke…………………………………………….Studge

  7. Trúi því ekki ég hafi í alvöru hlustað á 100 podcöst. Til hamingju með áfangann kop.is strákar. Hef áður nefnt þetta með upphafsstef. Það má bara ekki vera lengra en 5-7 sek að mínu mati en mundi gera rosa mikið fyrir podcastið.

    Get ekki beðið eftir Tottenham leiknum. Aðallega hvernig Klopp stillir upp liðinu. Það mun segja mikið um framhaldið.

  8. Ég þakka ábendingarnar, er hrifnastur af Duke Ellington-stefinu sem Snæþór (#13) leggur til.

    Vandamálið við stef í upphafi/lok þáttar er tvíþætt: 1) Ég er hrifinn af hinni svokölluðu “cold opening”, þar sem við erum spjallþáttur og röddin markar upphaf og endi þáttar, og 2) að ég nenni óóóóóóómöööööööögulega að þurfa að klippa til þætti. 🙂

    Kannski breytum við þessu einhvern tímann … eftir aðra hundrað þætti eða svo.

  9. Gaman að því hvernig þetta hefur þróast undanfarin ár. Þegar við byrjuðum hafði ég verið með sambærilega þætti á Selfoss síðu sem ég var með ásamt öðrum og úti var Football Weekly fyrirmyndin ásamt fleiri fjölmiðla podcast þáttum. Gott ef sameiginlegt óþol okkar á Barry Glendenning í byrjun árs 2011 hafi ekki hjálpað til við að við fórum út í þetta sjálfir. Fyrsti þáttur fór í loftið á hátíðardeginum 25.maí (2011).

    Kop.is var að ég held vel á undan Anfield Wrap sem nú drottnar á Liverpool tengdum podcast markaði. Sama má að ég held segja um Anfield Index og LFCDaytrippers sem bæði eru með góða þætti. Eins vorum við nokkrum árum á undan Tomkins Times.

    Ef heldur áfram sem horfir verðum við töluvert fljótari upp í 200 þætti heldur verið við vorum upp í 100 þætti.

  10. Held að upphafstefið verði bara live upptaka af The Kop að syngja YNWA. Jafnvel bara tekið upp í næstu kop.is ferð.

    Annars bara takk kærlega fyrir þessa 100 þætti. Held ég hafi náð svona 95% af þeim.

  11. “það vantar betri leikmen…það vantar betri leikmenn”
    Maggi er meðedda. Sammála

  12. Snillingar þið sem standið að kop.is. Takk fyrir 100 podcöst og urmulinn allan af greinum í gegnum tíðina.

    Var annars að spá í þessu með work permit og erlenda leikmenn og þjálfara í EPL – var að lesa þetta: http://www.thisisanfield.com/2015/10/jurgen-klopp-likely-without-assistant-zeljko-buvac-at-spurs-after-work-permit-issues/

    Hvernig virkar þetta helvítis batterí? Finnst ég alltaf vera að lesa um eitthvað svona vesen. Það er greinilega eitthvað sem ég skil ekki, því ég myndi halda að þetta ætti ekki að vera neitt vandmál þegar um er að ræða Evrópubúa.
    Og svo skil ég ekki af hverju Buvac getur ekki hjálpað Klopp að undirbúa þennan leik. Hann hlýtur að geta það að einhverju leyti. Honum er varla bannað að koma til Englands og kíkja í kaffi til klopp og fara yfir málin.

  13. Sælir félagar

    Þakka þessa 100 þætti þó ég eigi eftir að hlusta á þann 100-asta. Ég tel að þið eigið skilið orðu frá LFC fyrir frábæra frammistöðu í umfjöllun á LFC tengdum málefnum. Vil ekki óska eftir orðu frá Grísnum fyrir svo frábæra drengi. Takk fyrir mig og bara tilhlökkun að hlusta á þann hundraðasta og leiknum á laugardaginn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. Ég þakka kærlega fyrir þessa nennu ykkar að taka upp öll þessi podköst okkur til skemmtunar (oftast). Það er ekkert sjálfsagt við þetta og þó að það séu til önnur pödcöst út í heimi tengd Liverpool þá er þetta það eins sem er á Íslensku (sem ég veit af), og eigið þið mikið hrós skilið fyrir að gera þetta fyrir okkur “venjulegu” aðdáendurna. Hef hlustað á vel yfir helming þessar podcasta og hlakka ég til að hlusta á hvert og eitt einasta af næstu 100 🙂

    Varðandi mögulegt upphafsstef, mögulega lag sem passar við sumar umræðurnar sem skapast hjá ykkur:
    https://www.youtube.com/watch?v=b1z4JfxFb6c

    Ein smásmuguleg ábending hugsanlega, en það er erfitt að hlusta á ykkur stundum án þess að vera sífellt að rúlla volume takkanum upp og niður. Eina stundina hækkar maður þegar Kristján talar og hina þarf maður að lækka þar sem Babú eða Steini er fanir að “hrópa” í eyrun á manni. Mögulega eru menn með mic’inn aðeins of nálægt munninum á sér? 🙂

  15. Það væri frábært ef podcastið væri sett á Spotify líka.

    Og Daníel Brandur það er alveg hægt að vinna og hlusta um leið… er þakki ?

  16. Bestu þakkir fyrir þessa síðu og hlaðvörpin og ALLT!

    Ég vona innilega að Klopp fari í full throttle-bolta strax… Erum með flottan hóp og deildin er opin, hef mikla trú á þessu, þó svo að fyrsti leikurinn eða leikirnir fara illa.

  17. #22

    Til að einfalda útskýringuna á þessu work permit að þá virkar það þannig að allir þeir sem eru fæddir eða hafa búið í evrópusambandsríki og þar af leiðandi með vegabréf frá ríkjum ESB eða landa með aðild að EES samningnum sjálfkrafa með atvinnuleyfi á Englandi.

    Buvac er frá Bosníu svo að hann fellur ekki undir þessar reglur og þarf því að fá undanþágu til að starfa á Englandi. Hverja undanþágurnar eru kann ég ekki alveg nægilegar góðar skýringar á en það dæmi getur verið rosalega flókið ferli og fer í raun eftir starfinu sem viðkomandi kemur til með að starfa við.

    En eitt sem ég veit er að þjálfarar og Knattpyrnustjórar hafa átt rosalega auðvelt með að fá undanþágur frá þessari reglu.

  18. #22 og #27

    Hann er kominn með undanþáguna þannig að þetta er allt í góðum gír bara 🙂

  19. best að fara hlusta, þessi þáttur verður alvöru..

    held eg se að fara hlusta á þátt nr 98 eða 99. man eftir að hafa misst af einum eða mesta lagi tveimur…

  20. Ég legg til upphafsstef ensku knattspyrnunnar þegar það var sýnt á Rúv á laugardögum í gamla daga…a.k.a. Bjarna Fel stefið

  21. Ég myndi velja eitthvað sniðugt stef úr Mike Myers mynd eða stef úr lagi eftir Elvis Costello því báðir eru stuðningmenn Liverpool.

  22. 100 þættir. Til hamingju KOP menn. Ég hlusta nú oftast á þessa þætti. Hef kannski misst af 1/4 af þessum þáttum sem þýðir að ég hef hlustað á 75 þætti. Það eru alltof margar mínútur í mínu lífi til að hlusta á hrjúfa og loðna en jafnframt skrækja og slepjulega rödd Babus 🙂

  23. #35 Úr því við erum að ræða um upphafsstef með Liverpool fan, þá má ekki gleyma Chris De Burgh. Hversu viðeigandi væri að hafa með “Lady in Red” sem upphafsstefið.

    Opna þáttinn með mjög rómantískum og kynæsandi nótum!

  24. Kannski er eina leiðin til að sponsora svona snillinga að fara í KOP ferð og splæsa í round.

    Vondar fréttir af Gomes.

    En bara góðar fréttir aðrar af Melwood og menn eru að gíra sig upp undir ræðum Klopp.

    YNWA

  25. Þessar Gomes fréttir eru skelfilegar.

    1. Ungur efnilegur leikmaður með skelfilega meiðsli og aldrei 100% að menn jafni sig 100% á þeim.

    2. Liverpool liðið eiga ekki margar vinstri bakverði Moreno og Gomez voru eiginlega einu alvöru(Enrique löngu búinn því miður).

    3. Gomez er að upplagi miðvörður og núna með Lovren lengi frá þá erum við bara dottnir í Skrtel/Sakho/Toure og ekki nóg með það þá eru fullt af leikjum framundan og spurning með leikjaálag og vona að engin af þeim meiðist.

  26. Til hamingju með 100 þætti. Virkilega vel gert!

    Hafið þið velt því fyrir ykkur hvort slakt gengi Chelsea á tímabilinu hafi ráðið einhverju um tímasetninguna á ráðningu Klopp?

  27. Ég fíla alveg rosalega hvað Maggi er alltaf raunsær. Allir hinir að missa sig í bjartsýniskasti og smita mig meira að segja en svo kemur Maggi og togar mann niður á jörðina.
    Hann hefur líka langoftast rétt fyrir sér.

  28. Takk fyrir góð svör varðandi þessar vangaveltur mínar um atvinnuleyfi fyrir Buvac.

    Frábært að heyra að það sé klárt, því miðað við það sem ég hef lesið, þá held ég að hann sé algjör lykilmaður fyrir Klopp og hans aðferðafræði.

    Langt síðan maður hefur verið jafn spenntur fyrir leik, þó maður reyndi að stilla væntingum í hóf.

    Laugardagurinn má koma núna!

Rauði Herinn loksins sameinaður?

Gomez og Ings frá út tímabilið (uppfært)