Liverpool bjóða í Benayoun!

Tvær fréttir:

  • Guardian: Liverpool móðga West Ham með 1m punda tilboð í Yossi Benayoun. West Ham hafna, Eggert bálreiður.
  • Liverpool Echo: Rick Parry staðfestir tilboð Liverpool í Benayoun en segir 1m punda töluna vera kolranga.

Ókei, hér er komin fyrsta örugga heimildin um leikmannakaup í sumar. Við höfum boðið í Benayoun, meira en þessa 1m punda sem slúðrið sagði til um, og miðað við það sem maður les úr þessum tveimur fréttum gætu möguleg kaup á Benayoun ráðist á tveimur atriðum; hvað vill Benayoun sjálfur, og munu West Ham reyna að fá of mikinn pening eða jafnvel Craig Bellamy í staðinn?

Mér persónulega líst ekki illa á að fá Yossi Benayoun til okkar. Hann spilaði feykivel með Racing Santander á Spáni á sínum tíma og hefur átt tvö góð tímabil með West Ham á Englandi. Þetta er fjölhæfur og lunkinn leikmaður sem myndi bæta breiddina hjá okkur talsvert. Ef við hugsum þetta t.d. sem svo að Bolo Zenden fari í sumar og Yossi Benayoun komi í staðinn, þá er ég sáttur.

Yossi Benayoun er hins vegar EKKI ásættanlegur kostur ef hann kemur á kostnað manna á borð við Simao, Malouda eða David Silva!

Bara svo að það sé á hreinu. Ég vona að við fáum þennan strák … og svo einhvern eins og Simao líka. Og góðan framherja (væntanlega) í staðinn fyrir Bellamy. Þá er ég sáttur. Ef Benayoun er hins vegar allt og sumt í sóknarlínuna okkar í sumar verða menn fúlir. Sjáiði til.

30 Comments

  1. Bíddu, tvö góð tímabil á Englandi?

    Hvað sástu frá þessum leikmanni á síðustu leiktíð? Hann var vægast sagt hörmulegur og stuðningsmenn West Ham voru farnir að púa á hann. Ade Akinbyi er vænlegri kostur að mínu mati. West Ham mættu vera sáttir við 1 milljón punda miðað við spilamennsku hans á síðasta tímabili.
    Hann var þó góður á þarseinasta tímabili en ég sé ekki tilganginn að bæta enn einu meðalljóninu á launaskrá hjá okkur. (læt það hljóma eins og að ég sé að borga launinn hans 🙂

  2. Fínn squad player sem væri 15-16 maður inn í hóp. Myndi ekkert slá á hendinni á móti honum, getur verið back up fyrir báða kantana. 4-6 milljónir punda MAX

    Koma svo LFC, fara að staðfesta einn stórlax.

  3. Damn it,,,,enn einn miðlungsleikmaðurinn. Hvernig væri bara að kaupa 1-2 dýra hágæðaleikmenn á hverju ári líkt og united gerir, í stað þess að vera kaupa 4-5 miðlungsleikmenn hvert einasta tímabil. Myndi frekar vilja sjá einhverja stráka koma upp úr þessari blessaðri akademíu sem liverpool er svo stolt af til þess að gegna hlutverki squad players. Þessi kaup styrkja ekki liðið heldur viðhalda einungis sama ástandi.

  4. Mér er illt. Ég held að ég þurfi að fara á klósettið til þess að æla. Ef þetta er enn eitt slúðrið sem stjórn Liverpool sáir, þá má segja eitt. Liverpool bíður alltaf upp á spennandi leiki og maður nagar neglurnar í hverjum leik, hvort sem það er á móti Sunderland eða CSKA London. Ef þessi leikmaður kemur þá er það bara til þess að viðhalda naglabitinu.

  5. Þegar Zenden kom til okkar á síðustu leiktíð þá voru fyrir á miðjunni þeir Sissoko, Alonso og Gerrard. Síðan þá hefur bæst við hópinn. Masch kom í janúar og nú er Lucas kominn líka. Næst er bara að tryggja sér Reo Coker, Jenas og Arteta. Allt fanta fínir leikmenn sem munu gera miðjuna okkar ósigrandi. Reyndar held ég að honum verði ætlað vænghlutverk í liði okkar en ég var nú að vonast eftir einhverju öðru en ágætis leikmanni frá West Ham.

  6. Eru menn ekki að gera grín!
    Þetta er bara meðalmaður, við þurfum ekki svoleiðis, erum með nóg af þeim fyrir!

  7. Ég er sammála fyrri ræðumönnum um að Benayoun er bara meðalmaður og ég vill ekki sjá hann í liverpool… þetta eru skelfilegar fréttir…. Hvað var um það að við eigum bara að kaupa fáa en MJÖG góða leikmenn enn ekki marga meðallúða !

  8. Hvað eru allir að tapasér yfir að þetta sé meðalmaður, þetta er að mínumati langbesti miðjumaður Hamrana og er pottþétt ekki hugsaður sem stóri biti Liverpool í sumar, verið að fá mann til að covera það hlutverk sem Zenden hafði hugsa ég og tel ég þennan leikmann talsvert betri en Zenden.

  9. Ari, þú gerir þér grein fyrir að Liverpool á eingöngu að hafa 25 stórstjörnur í hópnum. 🙂

    En annars segi ég bara einsog Kristján Atli

    Yossi Benayoun er hins vegar EKKI ásættanlegur kostur ef hann kemur á kostnað manna á borð við Simao, Malouda eða David Silva!

    Ég er 100% sammála þessu.

  10. Ég skil ekki afhverju sumum finnst skrítið að flestum þyki þetta undarleg kaup. Auðvitað er Benayoun góður leikmaður en ég sé ekki hvað hann hefur uppá að bjóða sem, Gerrard, Alonso, Sissoko, Garcia, Pennant, Riise, Aurelio og Kewell hafa ekki. Það er líka vert að hafa í huga að við höfum nýlega tryggt okkur tvo efnilega leikmenn, Lucas og Leto sem má segja að geti vegið uppá móti framlagi Zendens, vinstri kanntari og mjög efnilegur miðjumaður. Adam Hammill fær svo vonandi einhver tækifæri til að sýna sig á leiktíðinni. Ég tel að hópurinn sé nú þegar ansi þéttur og þarfnist ekki sérstaklega einhverja squad leikmanna, hvað þá inná miðsvæðið. Nei okkur vantar sterka kanntmenn sem Pennant og Kewell koma til með að berjast við. Þarna held ég að við höfum séð aðra kanntstöðuna leysta en ekki arftaka Zendens. Hvort það sé gott eða slæmt verður tíminn að leyða í ljós.

  11. Ég held að Rafa hugsi Benayoun sem fyrst og fremst til að hvíla miðjumenn (hann getur spilað sem kanntmaður eða framliggjandi miðjumaður) á móti minni liðum og í bikar…
    Fá inn mann sem hefur reynslu af ensku deildinni og hefur sýnt að hann getur gert þetta litla extra sem oft vantar á móti minni liðunum þegar stærri nöfnin eru hvíld…

  12. Benayoun er akkúrat sú týpa af leikmanni sem Liverpool hefur vantað. Skapandi miðjumaður sem hefur mun meira “urgency” þegar hann fer fram heldur en nokkur annars miðjumaður sem við höfum fyrir utan Gerrard. Að fá þennan mann fyrir innan við 5 m væru að mínu mati coup ársins!

  13. Zenden, Pennant, Mascherano eða Alonso eru ekki að fara að gera þetta!

  14. Hann getur varla talist mikið meira en meðalmaður. Skil þetta ekki. Á enn og aftur að fara að safna miðlungs leikmönnum? Get engan veginn skilið það að fá Voronin og svo núna verið að eltast við Benayoun! Ótrúlegt!! Við verðum að fá ALVÖRU leikmenn og þeir kosta slatta af peningum. Annars getum við prísað okkur sæla með 4. sætið. Maður vill núna fara að sjá einhverja alvöru í þessum málum.

  15. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð nógu mikið til Benayoun til að dæma um hvort það yrði góð kaup eða slæm en ég vill bara minna á að síðast þegar við fengum Ísraelsmann þá urðum við enskir meistarar og maðurinn hét Ronny Rosenthal, munuði eftir honum en reyndar var hann bara lánsmaður þegar við urðum meistarar og þá brilleraði hann í síðustu leikjum tímabilsins, gott ef hann skoraði ekki þrennu í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu og við keyptum hann svo um sumarið en svo varð eitthvað minna úr honum en efni stóðu til og hann var leikmaður liverpool í nokkur ár og var svo seldur til Tottenham ef ég man rétt en allavega þá gæti það boðað gott að fá Ísraelsmann í liðið 🙂

  16. já sammála nokkrum hér að hann gæti verið back up fyrir miðju eða kantmenn. En skrýtið að byrja sumarið á þannig kaupum í staðin fyrir að fara beint í hákalana. Svona kallar eins og Benayoun eru út um allt eða hvað Kjartan er þetta hörku spilari?

  17. Stundum þegar maður les svona þræði efast maður um Liverpool-aðdáendur.
    Benayoun er GÓÐUR leikmaður og hefur eiginleika sem sárafáir leikmenn Liverpool í dag hafa : Tækni, góður dripplari, mikið jafnvægi og snjall í að opna varnir. Hann er ekki endanleg lausn við vanda liðsins frekar en Luis Garcia en hann myndi gefa Liverpool aukna breidd, fleiri valmöguleika og jafnvægi í hópinn. Við eigum það mikið af varnarsinnuðum miðjumönnum að okkur skortir leikmenn eins Benayoun sem hugsar aðallega um sóknina. Benny yrði hreint frábær kaup uppá liðsheildina á 2-3m punda. Benny yrði gríðar notadrjúgur t.d. í jólatörninni og eftir evrópuleiki þegar Rafa hvílir stóru kanónurnar(fengi örugglega að spila töluvert á Anfield).

    Sumir Liverpool aðdáendur hafa líka skilgreint Voronin útí loftið sem meðalleikmann án þess að hann hafi spilað svo mikið sem 1mín með liðinu eða þeir séð hann spila. Menn bara jarma útí loftið pikkandi upp það fyrsta sem þeir lesa á fótboltasíðum.
    Núna eru líka allir leikmenn undir 15m pundum strax skilgreindir sem meðalskussar, menn er gjörsamlega að farast úr óþolinmæði grátbiðjandi um stórstjörnur á færibandi, helst 4-5, strax í dag.

    Strákar við höldum ekki með Chelsea eða Real Madrid. Við höldum með Liverpool þar sem hlutirnir snúast um liðsheild en ekki stórstjörnur og peningamokstur. Slökum aðeins á og leyfum stjórninni að klára sumarkaupin og dæmum svo. Kaup á 1-2 afburðaleikmönnum er það sem þarf ásamt því að hreinsa út Zenden-týpurnar fyrir leikmenn eins og Benayoun.
    BÆTA GETU LIÐSINS Í STÓRLEIKJUM SEM OG GEGN MIÐLUNGSLIÐUM.
    Ef gott jafnvægi er í liðinu með getu, aldur og stöður eru mikið meiri líkir á að squad-rotation kerfi Rafa virki eðlilega. Það skiptir ofboðslega miklu máli að leikmenn þekki sín hlutverk í liðinu og mórallinn haldist góður.

    Ég legg til að menn andi bara rólega og njóti góða veðursins þessa dagana. Til hvers í ósköpunum að æsa sig yfir fótbolta….

  18. Ég er varla að trúa þessu, ætli Oyvind Leonardsen sé svo næstur?????

  19. Ég man sko eftir Ronnie Rosenthal. Átti þokkalegar rispur með rauða hernum, Skoraði 7 mörk i 8 leikjum með Liverpool og átti stóran þátt síðasta meistaratitli Liverpool,,,sem var fyrir 17 ÁRUM síðan!! Reyndar var þetta besta framistaða hans hjá Liverpool þar sem hann gat lítið eftir það og fór fjórum árum síðar til Tottenham.
    http://www.youtube.com/watch?v=vXVEO0xnYoA
    varð að skella þessu með 😉

  20. Þið sem eruð eitthvað að “afsaka” þetta hérna, viðurkennið bara að það vildi enginn heyra þessar fréttir. Okkur vantar 2-3 frábæra leikmenn í liðið, menn sem geta verið burðarásar. Við höfum nóg af öllu hinu! Segjum að það fari 4 milljónir í þennan mann, ég vil frekar setja þær í einn dýrari mann, hægt að fá talsvert betri menn fyrir 17 millur en 13 til dæmis.

  21. Kaupa bara þennan franska gæðing frá Lyon ! Þó svo að hann sé dýr þá er þetta bara það sem koma skal í boltanum í dag…. Andskotinn hafa það að fara sjá Yossi Possi í Liverpool treyju !
    YNWA

  22. Ætla biðja menn um að minnast t.d. kaupana á Peter Crouch. Vissulega ekki draumakaupin en maður veit aldrei…

  23. Ég er nú enginn aðdáandi Benayoun og ekkert fylgst með honum sérstaklega í gegnum tíðina en af þessum best of videoi hjá honum og fleirum á netinu þá sér maður fullt af möguleikum sem liverpool gæti nýtt sér við hann. Mér líst vel á að hann komi ef það er fyrir skikkanlegt verð.

  24. Veit ekki með ykkur en ég er að verða minna og minna spenntur fyrir leikmannakaupum sumarsins eftir sem líður á. Höfum náttúrulega ekkert að gera með þennan yossi, eigum fullt að miðlungsleikmönnum það er ekki vandamálið. Ég bið nýja eigendur að rífa upp veskið núna strax og gera Liverpool samkeppnishæft um þá alvörumenn sem eru í boði þetta sumarið. Búin að fá mig fullsaddan af kaupum á miðlungsmönnum eða “efnilegum” leikmönnum sen nánast alltaf geta ekki baun þegar á reynir. Ég meina kommon strákar við eigum náttúrulega ekki að vera sáttir með sl tímabil og þurfum að styrkja okkur verulega, það er staðreynd. Þó jákvætt svo maður sé ekki bara neikvæður að það er þó búið að festa samninga við marga af okkar lykilmönnum svo sem Carra, Reina, Gerrard.

  25. Arnór þú fagri fákur, þú hefur lög að mæla þessi umræddi leikmaður er sjálfsagt til margs brúklegur og kvenpeningurinn á eftir að líta hann hýruauga. En það sem okkar ástkæra liði vantar (mér líkar ekki að þú efist um ást mína á liverpool) er einhver annar til að draga vagninn með Gerrard, einhver sem er vanur því hlutverki. Því þótt Gerrard sé dráttarklár mikil þá kemur fyrir að hann missir skeifu. Þá þurfa að vera til leikamenn sem geta hlupið í skarðið, leikmenn sem eru vanir því hjá sínum liðum.
    Mér finnst eitt helsta vandamál þessa liðs vera hversu langt bil er milli okkar besta manns ( þá á ég við aðalega í sóknarleiknum) og næstbesta. Þessi munur verður oft til þess að leikmenn liðsins bíða oft eftir að Gerrard taki á skarið og bjargi málunum. Því þarf að finna einhvern eða einhverra leikmenn sem brú það bil.

  26. Maður fær það á tilfinninguna að menn hérna hafi annað hvort a)ekkert fylgst með deildinni í vetur eða b)ofmetnast svakalega í leikmannakaupum þar sem allt minna en Ronaldinho er meðalmaður. Man eftir Yossi þegar hann var hjá Racing Santander þegar ég fylgdist sem mest með spænska og man að hann var viku eftir viku besti maður Racing. Var mjög sprækur fyrir W.Ham í fyrra og átt fína spretti í vetur líka. Það að lesa að Liverpool ætlaði að kaupa hann og fyrir ekki meiri pening en þetta er sennilega það mest spennandi sem Liverpool hefur gert finnst mér síðan Alonso var keyptur.

Leikjaprógram EPL 2007-08 komið! (uppfært)

Er Rafa að hætta hjá Liverpool?