Gomez og Ings frá út tímabilið (uppfært)

Í Liverpool Echo og öllum öðrum miðlum í kvöld: Joe Gomez er með slitin liðbönd í hné og verður frá í 6-9 mánuði!

Fokk. Meiðslavesenið hefur elt okkur í upphafi tímabils og lagt meðal annars tvo dýrustu leikmennina sem voru keyptir í sumar (Benteke, Firmino) og fyrirliðann (Henderson), auk fleiri. En þetta eru sérstaklega erfiðar fréttir, bæði fyrir liðið sem á núna bara Alberto Moreno í vinstri bakvörðinn en eiginlega helst fyrir Gomez sjálfan. Hann er ungur, já, en hann var að stimpla sig vel inn í upphafi tímabils og það er ömurlegt að hugsa til að hann missi af þessum mikilvæga tíma í sinni þróun undir handleiðslu Jürgen Klopp.

Djöfull. Þetta er bara alls ekki sanngjarnt.

Uppfært (Maggi):

Maður lifandi. Sky er fyrsta stóra fréttastofan sem segir að Danny Ings hafi líka slitið krossbönd í hné og hans tímabil sé úti áður en hann nær mínútu með Klopp.

Mikið vona ég að fall sé fararheill!!!

47 Comments

  1. Hræðilegar fréttir! Gleymum samt ekki meistara José Enrique… 🙂

  2. Öll lið lenda í meiðslum og ég ætla rétt að vona að Liverpool ráði við meiðsli hjá 18 ára gutta sem var ekki einu sinni hugsaður sem byrjunliðsmaður þegar hann var keyptur.
    Annars ömurlegt fyrir hann sjálfan að lenda í þessu og vonandi kemur hann tvíeldur til baka og verður ekki næsti Flanagan(sem er símeiddur)

  3. Ömurlegar fréttir mjög slæmt að við eigum núna eiginlega bara 2 alvöru bakverði

  4. Það voru einhverjar myndir að ganga af Cafu/Flanno á æfingu nýlega. Tekur hann örruglega hellings tíma að komast í form en það ætti að gerast kringum áramót

  5. 5# hvaða meiðsli var flanno að glíma við það mætti halda að maðurinn hafi stigið á jarðsprengju og misst löppina ? miðað við að beinbrot eru nokkrar vikur að gróa

  6. er ekki að detta í 2 ár hjá honum fljótlega?. Annars hörmulegar fréttir af gomez hvernig er með wisdom og þessa gutta er ekki hægt að kalla þá úr láni ? svo voru city að missa silva,yaya og aguero.

  7. Flanagan þurfti að gangast undir tvær skurðaðgerðir á hné. Það tekur gjarnan meira en nokkrar vikur að ná sér eftir slíkt.

  8. Bíddu! þá er Einrique eini möguleikinn ef Moreno lendir í einhverju hnjaski. Eða hvaða aðrir möguleikar eru í boði ?

    Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur úr þessu.

  9. ömurlegar frettir af þessum meiðslum sérstaklega hjá Ings.

    En er Enrique alveg buin, hann var virkilega flottur þarna i eitt tímabil hjá okkur. fannst hann einn besti bakvörður deildarinnar þarna allavega eitt timabilið. ofboðslega erfitt að komast fram hja honum og einnig var hann flottur a köflum sóknarlega . getur hann ekki hætt að spila Fifa og verið flottur i vetur..

  10. Back to reality. Snögg jarðtenginn hér á ferðinni.

    Ljóst er að Jurgen Klopp fær afar krefjandi byrjun. Sigur í fyrsta leik væri stórafrek.

    Áfram Liverpool

  11. Menn tala um að öll lið lenda í meiðslum og að liverpool ættu að vera tilbúnir að takast á við það en málið er að það eru ekki sama hverjir meiðast og hversu lengi þeir verða frá.

    D.Ings – var búinn að vera einn besti leikmaður liverpool undanfarið og hans leikstíll að hlaupa úr sér lungun og djöflast er eins fullkominn fyrir aðferðir Klopp að hálfa væri nóg. Strákurinn að spila sinn fyrsta A landsleik fyrir England og maður var hann farinn að vera einn upphálalds leikmaður manns hjá Liverpool.

    J.Gomez 18 ára miðvörður sem getur leyst vinstri bakvarðarstöðuna. Spilaði vel í æfingarleikjum og Rodgers henti honum í djúpulaugina en eins og aðrir ungir leikmenn þá vantaði honum stöðuleika en samt sem áður þvílíkt efni og alltaf gaman að sjá svona ungamenn að fá tækifæri hjá liverpool.

    Báðir þessari leikmenn spila ekki meira með liverpool á þessari leiktíð og óvíst hvort að þeir ná sér 100% aftur.

    Að missa svo fyrirliðan okkar í langan tíma var ekki eitthvað sem liðið þurfti en hann hefur oftar en ekki verið drifkrafturinn í liðinu(Henderson).

    Svo koma tveir nýjir leikmenn inn í liðið og það tveir mjög dýrir leikmenn og þeir meiðast báðir strax og hafa verið frá í nokkrar vikur(Benteke og Firminho)

    Já Lovren er ekki vinsælastur en það hefði verið fróðlegt að sjá hvað Klopp gæti gert við hann en núna er hann líka frá í nokkrar vikur.

    Nú fer alltí einu framlínan okkar að vera annsi þunnskipuð og ætlum við að fara að treysta því að D.Sturridge geti haldið sér heilum? Ég myndi ekki veðja á það og verð ég að segja að maður er fljótt kippt niður á jörðina eftir gleðitíðindinn með Klopp að tveir leikmenn spila ekki meira með liðinu á leiktíðinni.

  12. það er óhætt að segja að nýji kallinn í brúnni fái eldskírn… með allt í skrúfunni og kominn leki í bátinn…

    origi á að stíga upp og fá sénsinn með sturridge uppi… því það er bara tímaspurmál hvenær meistari studge meiðist og þá verður klopparinn að draga kanínu uppúr hattinum

    einsog maggi segir fall er faraheill

  13. Vá hvað þetta eru ömurlegar fréttir, 2 spennandi leikmenn sem verða frá allan þennan tíma.

    Dýrt fyrir liðið og verst fyrir þá sjálfa að ná ekki þessum dýrmæta tíma undir handleiðslu Klopp. Núna reynir á Klopparann og hans hæfileika.

  14. Nú er bara að vona að Klopp meiðist ekki líka, þvílíkt og annað eins. Ætli menn séu svona óvanir að taka almennilega á því á æfingum, hrynja bara niður í meiðsli.

    Næst meiðist Sturridge, þá höfum við bara Origi eftir. Hvaða seiðkarl setti þessi álög á Liverpool ?

  15. Þetta er ömurlegt Inga og Gomez frá út tímabilið Ings out all season…Bentake og Sturridge eru meiðslapésar, enginn vængmenn nema Ibe….farið það í sjóðandi helvíti hvernig þetta tímabil fer með leikmenn Liverpool.

    Erum við að fá týnda soninn Balotelli aftur á Anfield?

  16. Held að Klopp kalli Balo seint til baka… En hvernig er með þessa ungu sem eru á láni? Alberto(spánverjinn þarna sem átti að vera voða efni?), Llori? Yesil? Er hægt að kalla þessa menn til baka úr láni? Er það bara misjafnt eftir samningum?

    Þekkir það einhver?

  17. Já eða jafnvel að kall Marcovich til baka er sannfærður um að Klopparinn gæti náð meiru út úr honum.

  18. Miðað við 4-3-3 þá getum við stillt upp þessum mönnum gegn Spurs: Mignolet/Bogdan; Moreno/Enrique, Sakho/Skrtel/Toure//Lovren, Clyne; Lucas/Can/Milner/Allen/Lallana/Coutinho/Texeira/Ibe; Sturridge/Origi/Sinclair. Þetta er svo sem nóg af leikmönnum sem til eru á móti Tottenham en kannski ekki nægjanlega sterkt. Eigum þá inni á næstunni Benteke, Flanno, Lovren.

  19. Af hverju í djúpfrystum djöflinum þurfti Ings að fara að meiðast núna. Ég var farinn að sjá hann smellpassa í liðið hjá Klopp.

  20. Helvíti er það eitthvað komískt fyrir kallinn hann Rodgers, ef hann er að fara til Aston Villa og ný búinn að selja besta manninn þeirra yfir til Liverpool:)

  21. Ég átti við að rodgers væri nýbúinn að kaupa besta mann Aston Villa yfir til Liverpool og er síðan að taka við Aston Villa. Frekar kómískt.

  22. Gomez er mjög ungur og efnilegur en hefur samt veri? a? byrja leiki þetta er verst fyrir hann. Èg tel a? klopp muni kaupa left back ì Janùar og burt sè frà þessum mei?slum. Gomez kemur svo til baka næsta tìmabil klár sem backup í mi?var?astö?una hann er svolitill dagger typa sterkur og gó?ur à bolta.

    D.ings þessi mei?sli koma á ömurlegum tíma stór fiskur í lìtili tjörn og fer svo ì djùpulaugina og kemur skemmtilega á óvart.
    nù gæti þessi fer? hans fari? ì allar àttir hjá lfc. þar sem hann fær ekki tækifæri à a? sanna sig à fyrstu mànu?um nýsstjòra.

    ef klopp spilar me? einn frammi eiga studge og benteke a? gera skipt þvì à milli sìn svo frammarlega a? þa? sè stutt ì þann sì?arnefda og þeir haldist svo heilir ì framhaldinu(of stór draumur?)

    vinstri bakvar?arsta?an var algjört klù?ur hjà BR í sumar og vi? erum a? gjalda fyrir þa? nùna. þa? er líti? anna? en a? vona a? morena læri a? verjast betur og ver?i heill.

    svo er þa? midjan ánn Hendo. èg geri rà? fyrir a? klopp reyni vi? mi?jumann í janùar ma?ur sér þa? a? hùn er bara ekki nægjanlegasterk ef þa? vantar hann.

  23. Fjórir af sex útileikmönnum sem keyptir voru í sumar búnir að meiðast nú þegar. Ótrúlega svekkjandi og hvað þá ef þetta er krossband hjá báðum enda alls ekki alltaf sem menn koma eins góðir frá slíku og þeir voru. Óttast mikið að þeir tapi báðir einhverju af hraða og krafti. Lucas Leiva besta dæmið sem við eigum í dag um mann sem hefur lent í þessum meiðslum og aldrei orðið samur aftur.


    Annað.

    Eins og sjá má skrifa ég undir nafni núna og mun gera það hér eftir. Ætla ekki að ræða afhverju hér en frá og með gærdeginum kæri ég ekki um að nota áfram það notendanafn sem ég hef jafnan haft á netinu undanfarin ár. Vinsamlega nota Einar, Einar Matthías, EMK eða álíka hér eftir takk.

    Svipað með twitter er þar má leita mig uppi undir @einarmatt

    #BabuOut

  24. Slæmt að missa Ings og Gomez en gledifrettirnar eru ad eg helt að Henderson væri fra ut timabilid en hann er vist ad koma tilbaka eftir nokkra leiki. Svo er lika agætt að Klopp er orðinn þjalfari Liverpool…skitsæmilegt myndi eg segja.

  25. Ég hélt að Babuout# umræðan hefði væri grín en svo virðist ekki vera:)

    Einarin#

  26. Coutinho verður klár í næstaleik og það er mjög stutt í Lovren og Firminho og líka Benteke. Henderson verður kominn til baka í kringum 21 november og svo er búist við Flanagan í desember.

    þannig að virkilega slæmu fréttinar eru Ings og Gomez. Sem betur fer erum við með breiðan hóp.

    Ef Liverpool nær að fylla upp í hverja stöðu með miklum gæðum, þá gæti t.d gæti Liverpool verið mjög vel mannað í næsta leik eftir Tottenham og á næstu misserum bætist stöðugt í hópinn.

    Mér finnst sérstaklega bölvanlegt að missa Danny Ings, því hann var þegar búinn að sanna sig sem leikmaður sem gæti meikað það hjá Liverpool. Rosalega duglegur og atorkusamur og mjög fínn slúttari líka.

Kop.is Podcast #100

Fyrsti leikur Klopp – Spurs á morgun