Misvísandi fréttir um Torres

Maður sleppir netinu í einn dag og missir af stærstu slúðurfrétt mánaðarins. Mér finnst ég alltaf lenda í þessu og gærdagurinn var engin undantekning. Eins og Einar Örn fjallaði um hefur breska pressan stillt miðið tryggilega á Fernando Torres og segja hann vera næsta leikmann Liverpool.

Blöðin sögðu það allavega í gær. Í dag? Ekki beint. The Guardian segir frá því að forseti Atletico Madrid hafi útilokað sölu á Torres og vitna í hann:

“This happens every year. Everyone talks about rumours and throws figures about but Atletico are clear. Anyway, even if we put him up for sale, would he really want to leave?”

Virðist einfalt: hann er ekki á förum. Ekki satt? Tja … næsta dagblað í Englandi, The Mirror, gerir málið bara enn flóknara því á sama tíma og The Guardian leiða með þann pól í hæðina að við fáum Torres ekki lýsa Mirror-menn því yfir að við séum við það að ganga frá kaupunum:

“LIVERPOOL are poised to sign Spanish super striker Fernando Torres in a sensational £24million deal that will help make the peace with boss Rafa Benitez.

The new American owners of Anfield have made the Atletico Madrid hitman a priority in an attempt to show their manager they mean business and hope to seal the deal by the end of the week.”

Það eina sem við vitum um Torres, án nokkurs vafa, er að hann er með svokallaða ‘buy out’-klausu í samningnum sínum. Þannig að eini möguleikinn á því að báðar fréttirnar séu réttar er ef forseti Atletico hafi sagst ekki ætla sér að selja Torres, vitandi það þó að ef eitthvað lið bjóði það fé sem þarf til að virkja klausuna geti hann ekki hindrað Torres í að fara. Þá gæti Liverpool, skv. Mirror-fréttinni, verið að virkja klausuna með 24m punda boði (skv. fréttinni) og því sé þetta undir Torres sjálfum komið.

Hinn möguleikinn er sá að enginn hinna ensku blaðamanna sem hafa verið duglegir að slúðra um Liverpool í sumar viti neitt um það hvað klúbburinn aðhefst á markaðnum um þessar mundir. Það gæti verið útskýring á misvísandi fréttum af Torres, allavega.

Ég ætla samt að leyfa mér að vona að hið fyrra sé satt. Menn geta rökrætt um Torres gegn Eto’o gegn Bent gegn Villa o.sv.frv. endalaust en fyrir mér myndu kaup á manni eins og “El Nino” hafa einn stóran kost í för með sér: the feel-good factor. Eins og staðan er núna hangir dökkt ský yfir klúbbnum því menn eru að farast úr óvissu; getur Rafa styrkt leikmannahópinn eða ekki? Ef Torres kæmi fyrir meira en 20m punda gætu menn hrópað svarið: “JÁ!”

Ég vona að af þessu verði. Ef Rafa missir af þremur eða fjórum fyrstu valkostum sínum í framherjastöðuna og þarf að lokum að “sætta sig við” að borga 14m fyrir Darren Bent verða einhverjir frekar þunglyndir í haust.

9 Comments

  1. Ekki til framherji í heiminum sem ég þrái meira að sjá í Liverpool treyju, hef aldrei haft trú á því að þetta væri raunhæft svo að ef þetta gengur í gegn mun ég tárast af gleði ^^

  2. Það eru allir leikmenn með buy-out klausu á Spáni og bara spurning hversu há hún er hjá Torres. Ég leyfi mér að fullyrða það að ef Liverpool er tilbúið að borga þá klausu, þá vill Torres koma. Hann nennir ekki að hanga endalaust utan Evrópukeppna.

  3. “Misvísandi fréttir um Torres”…það þýðir þá væntanlega að forráðamenn Liverpool, aka. Parry of félagar, séu ekki í Madrid í samningaviðræðum um kauða!!?? 🙁 Þetta endalausa slúður í pressunni er að fara með mann. Það er ljóst að flestir miðlar í dag bulla endalaust bara til að fá einhverja athygli.

  4. Svona tilboð eru nú föxuð (eða send með tölvupósti eða í gegnum síma væntanlega). Get varla ímyndað mér að menn nenni að fljúga til að gera tilboð í menn. Svo er leikmönnum bara flogið til nýja liðsins.

  5. Já, maður hefur einmitt heyrt um að tilboð séu samin í gegnum internetið, en ég las á einhverri síðu í gær að Parry og einhver annar aðili frá Liverpool hefðu farið að semja um kaup og kjör á Torres.

  6. Ég held bara að þessir topp leikmenn sem Liverpool eru á eftir hafi engan áhuga á Liverpool..

  7. Og þá aðeins út fyrir efnið, Valli kemur hér með pælingu um að topp leikmenn sem Liverpool eru á eftir hafi engan áhuga á Liverpool.
    Ég spyr er þetta staðreynd og þá hver er ástæðan fyrir því að menn freistast ekki til að fara til sögufrægs klúbbs sem hefur verið í 2. af síðustu 3. úrslitaleikjum C.L. og er auk þess með mögnuðustu stuðningsmenn veraldar sem heillað hafa alla leikmenn andstæðinga okkar.
    Vissulega höfum “við” ekki verið að pressa á deildarsigur í alltof mörg ár, en er það ekki einmitt Evrópudeildin sem togar mest orðið í metnaðarfulla leikmenn ?
    Ef svo er virðist besta bettið vera L.F.C.
    Gleymum svo ekki uppbyggingu nýs leikvangs sem kemur til með að verða gríðar mannvirki sem hverjum leikmanni ætti að verða sómi í að kalla sinn heimavöll.
    Ég hef ekki enn orðið svo frægur að koma til Liverpool borgar (breitist á næsta sísoni) en maður hefur á tilfinningunni að borgin sé bæði ljót og leiðinleg.

  8. Ég er nú nokkuð klár á því að þau leikmannakaup sem hafa ekki tekist undanfarin ár séu ekki tilkomin vegna þess að leikmennirnir hafa ekki viljað koma. Þetta hefur verið á þá leið að liðin hafa ekki viljað selja og Liverpool ekki viljað hækka sín boð upp úr öllu valdi. Getum nefnt dæmi um Simao, Alves, Morientes (í fyrra skiptið sem við reyndum að fá hann) og eflaust mörg fleiri dæmi. Þannig að ég sé ekki alveg að þetta sé vandamálið.

  9. Bæti þessu bara við í kommenti, en Guillem Balague tjáir sig um Torres í pistli sínum (feitletranir mínar)

    Atletico will keep hold of Aguero and Maxi, plus they are after Reyes. They are also interested in Diego Forlan as they need a striker because they feel that Fernando Torres wants to move on. Inter Milan are interested in him and in England only Liverpool are interested. We have mentioned here previously that Fernando Torres is the bargain of the summer. The player, only 23, is very willing to abandon Atletico Madrid, which for the 8th consecutive year out of Europe. It is only fair that he is given a chance with a potentially more successful club as he is probably one of the most talented players (if not the most) never to have played in European competition. Torres loves the idea of going to Liverpool. Rafa Benítez is seriously considering it. Does that mean that the transfer will take place? Of course not, but this is what Liverpool would get: someone that will complement well with Kuyt, someone that will please media, fans and Liverpool players as he is quality, someone who works hard in training, who almost never misses a game even half injured, someone that keeps pointing out Liverpool as his preferred choice (and not Man U or Chelsea). But probably the doubts of Benitez go on this direction: why has he not progressed in the last couple of seasons? Has he reached some kind of top and will he not get better? What seems clear is that Torres will probably not be an immediate success, he will need a full season to adapt his style and his ways to the new league, but if people are patient with him, he could become one of the top strikers in Europe. His price is very high (his buy out clause could be reduced to 30 odd or even less if a player is included in the deal) and that is surely holding Benitez back. But I am convinced it will not be money badly spent if the deal goes through.

Torres er markmið númer 1 (uppfært)

Guthrie lánaður til Bolton