Hér er þáttur númer 101 af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Einar Matthías stýrði þættinum að þessu sinni og með honum voru Maggi og Óli Haukur.
Í þessum þætti ræddu strákarnir um fyrstu leiki Liverpool undir stjórn Jurgen Klopp, hópinn sem hann hefur í höndunum og hvað hann er að leggja upp með. Eins var aðeins spáð í spilin fyrir leikina gegn Bournemouth og Chelsea ásamt auðvitað stöðu stjóra Chelsea sem er ansi áhugaverð fyrir leik helgarinnar.
YESSSS!! Loksins
Talandi um allt annað en podcastið..þvílíkt HRUN hjá Chelsea. Úr leik í vító gegn Stoke, manni fleiri í 30 mínútur. Nú er bara að tryggja að við þurfum bara 90 mínútur til að klára leikinn á morgun.
Megi þetta portúgalska fífl vera þarna sem lengst ???? ,,æm þe spessial vonn” my ars! Ef hann fer þa vonandi tekur hann Costa með ser strax.
Sælir bræður
Fínasta Podcast, alltaf gaman að hlusta fyrir svefninn.
Ég er búinn að segja það í nokkra mánuði, að mér fyndist skynsamlegt að selja Sturridge, um leið og hann verður heill, og helst heill, þann tíma sem það tekur að selja hann.
Það er svo langur vegur frá því að ég telji að hægt sé að treysta á hann í framlínunni hjá okkur.
Það er hvorki hægt að sætta sig við að borga leikmanni laun, sem er svona mikið meiddur, né heldur gerir það liðinu (og stuðningsmönnunum) gott að vera alltaf að “bíða eftir Sturridge”. það setur einfaldlega plönin úr skorðum.
Selja hann, á meðan það fæst peningur fyrir hann.
Ég held að það hljóti að vera eitthvað í kollinum á honum, sem ekki er að fúnkera eins og í flestum öðrum. Þetta er allavega að verða alveg ótrúlegt mál með drenginn, og ég held að það væri bara best fyrir Liverpool FC að fókusera á aðra kosti þarna frammi. Leikmenn sem gætu spilað á reglulegum basis.
Insjallah…
Carl Berg
Sammála Carl Berg.
Myndi einnig vilja selja Benteke, sem er flottur leikmaður, en virðist vera mikill meiðslapési (eins og margir vöruðu við í sumar).
Svo vill ég bara sjá Klopp fara hamförum á leikmannamarkaðnum, það hlýtur bara að vera alveg haugur af toppleikmönnum sem vilja spila undir stjórn þessa mikla fagmanns!
það er samt alltof mikil áhætta að selja sturridge hvað svo ef hann helst heill og við seldum leikmann sem er með betra markahlutfall en SUAREZ,owen,torres ?
Annars skil ég lítið í þessari drullu sem milner er að fá að lýsa honum við joe cole er langt frá því að vera sanngjarnt. Maður sem er búinn að leggja allt sem hann á og meira en það fyrir liðið hefur átt þátt í meira en helming af mörkum liðsins. overall er hann búinn að vera besti leikmaður liðsins af þeim sem spila framar á vellinum.
Mér finnst reyndar miklu meiri áhætta að vera með Sturridge, heldur en að selja hann.
Bæði hefur hann hreinlega spilað allt of lítið fyrir okkur, og eins og ég sagði áðan, þá held ég að það hafi slæm áhrif á liðið og stuðningsmennina að vera alltaf að “bíða eftir Sturridge”.
Ég hef heldur enga trú á því að þessi leikmaður komi til baka úr meiðslum og haldist heill í einhvern tíma.. bara hef enga trú á því. Ég held að þetta hljóti að vera eitthvað í kollinum á honum líka og það er erfitt að eiga við það, myndi ég halda.
En bottom line-ið er það, að ég hef ekki trú á því að hann haldist neitt heill, og því er ég fylgjandi því að selja hann, þegar hann er loksins heill. það fæst líklega mikill peningur fyrir hann, þegar hann er heill…
insjallah.. .Carl Berg
Flott podcast.Ég hlusta alltaf og hef gaman af.
En að okkar ástkæra liði, ég horfi kannski á glasið tóm í staðinn fyrir hálf fullt. Mér finnst persónulega ekki mikið varið í þennan leikmannahóp sem Rodgers og transfer nefndin skilur eftir fyrir Klopp og ég er sammála að ykkur að leikmannakaup hafa vægast sagt verið skrítin. Ef við horfum á hvaða leikmenn maður vill að liðið sé byggt í kringum, þá eru ekki mörg nöfn sem koma greina. Ég fæ út 3 nöfn Clyne- Sakho- Henderson. Það er að sjálfssögðu mikið af spurningamerkjum Lucas, Can, Milner, Coutinho, Benteke, Sturrigde, Monreo, Firmino, Lallana og Lovren. Það eru margir af þessum leikmönnum fínir en það vanntar að taka þetta auka skref til að fara úr að vera nothæfur fótboltamaður í að vera góður fótboltamaður. Ég verð að vísu að taka Lucas út, hann er að vísu búinn að vera frábær síðan Klopp tók við. En það er enginn af þessum mönnum ómissandi og þeir þurfa að bæta sig til að titlað sig sem það.
Ég hef miklar mætur á Klopp og ég hef trú að hann geti breytt liðinu. Verkefnið virðist samt miklu stærra og erfiðara en ég bjóst við. Þannig eina sem ég vill er hugafarsbreytingu hjá stuðningsmönnum Liverpool. Ég get ekki betur séð að þetta taki tíma og Klopp verður á fá hann og góðan stuðnig á meðan.
Ég ætla persónulega að byrja að dæma Liverpool liðið eftir ár, þá hefur Klopp fengið tvo glugga til að bæta liðið og koma sínum hugmyndum skýrar til leikmanna. Vonandi mun þetta taka styttri tíma en þetta er mín skoðun í dag. Það getur vel verið að Klopp og leikmennirnir troði sokk upp í mig en ég skal glaður borða þann sokk.
YWNA
Alltaf gaman að hlusta á pælingar ykkar meistara.
Ég er ekki jafn neðarlega og Maggi en deili hinsvegar svipaðir skoðun á því að hlutirnir eru ekki að snúast í 180° bara við komu Klopp og hans manna.
Ég er svakalega spenntur fyrir komandi tímabilum með þennan meistara við stjórn en þessi leiktíð er ekki að fara að taka stefnu beint á toppinn eins og margir halda.
Auðvitað er það motivation fyrir einhverja leikmenn að nýr þjálfari er kominn og að þeir hafi áhuga á því að halda liðinnu á hærra plani en sumir leikmannanna eru ekki að sýna það strax. Coutinho og Can eru t.d menn sem eiga helling inni (mín skoðun) en Lallana og fleiri hafa náð að blómstra og eru að koma sterkir inn.
Studge greyið á erfitt uppdráttar með meiðsli en ég set samt spurningamerki við hnjámeiðsli tveggja aðal framherjanna með nokkurra vikna millibili. Er ég einn um að hafa áhyggjur af því? Það getur ekki verið.
En, flott podcast og hlakka til að heyra í ykkur félögum aftur sem fyrst.
YNWA – King Klopp á minn disk!
Kaiser Klopp!
Þegar menn eru að tala um að selja Sturridge útaf meiðslum þá ættu þeir sömu að sjá að við keyptum annan eins á aðeins 30 millur í sumar ! ! !
Það er enn eitt ruglið í leikmannakaupum BR. Þessir menn mega ekki hnerra þá meiðast þeir. Hann var eins hjá Villa, og menn vissu alveg að hverju þeir gengu. Þó svo að Remy kallinn hafi verið með eitthvað í blóðinu sem átti ekki að vera þarna þá virðist hann allavega haldast heill, og skora. Er læknisskoðunin hjá Liverpool kannski bara lyfjapróf og svo búið ?
Það vantar allt malt og lýsi í þessa kókópuffs drengi.
Flottur Höddi B!
velkominn aftur ibe ! texeira buinn að vera frábær