Torres stenst læknisskoðun

Opinber heimasíða Liverpool FC hefur staðfest það að Fernando Torres hefur gengist undir læknisskoðun hjá liðinu og staðist hana. Búast má við því að formlega verði tilkynnt um kaupin á morgun og að hann skrifi undir 6 ára samning við liðið. Talsmaður Liverpool FC staðfesti þetta nú rétt í þessu:

“The player has passed a medical. All the agreements are now in place and he will put pen to paper on the deal on Wednesday.”

Atletico Madrid hafa einnig staðfest söluna á honum og munu halda fréttamannafund á morgun þar sem hann verður formlega kvaddur:

Heimasíða Atletico Madrid

Kaupverðið á kappanum er sagt vera 20 milljónir punda í heild sinni. Ég fullyrði það að þetta eru ein stærstu kaup sem Liverpool hefur gert í seinni tíð (þá er ég ekki bara að tala um kaupverðið sem slíkt). Þessi framherji hefur verið afar eftirsóttur af öllum stærstu liðum Evrópu í nokkur ár og hefur verið fyrirliði liðs síns frá 19 ára aldri. Ég verð að segja fyrir sjálfan mig að ég er ákaflega spenntur fyrir þessum kaupum og þau bera klárlega vott um það að metnaður nýju eigendanna er mikill. Nú er hægt að snúa sér að því að ná inn næsta manni. Til lukku með þetta Liverpool menn nær og fjær.

37 Comments

  1. þokkalega sáttur! og ótrúlega glaður að heyra að hann hafi sætt sig við launalækkun til að spila fyrir okkur, það sýnir metnað!! og líka glaður að sjá að verðið sé “aðeins” 20 millur svo fólk fari nú ekki að líkja okkur við chelsea og man u.

  2. Frábærar fréttir. Loksins kominn alvöru striker að því er virðist. Gaman að sjá að nýju eigendurnir eiga þá e-n pening til að eyða og vonandi að framhald verði á. Núna þarf að kaupa 2-3 klassa leikmenn í viðbót og þá getum við farið að keppa við þá bestu á Englandi. Það vantar sárlega tvo kantmenn og hlýtur það að vera næsta forgangsatriði.

  3. Það ku nú samt vera 20 millur punda. Það mun vera mjög í hag Atletico að reyna að láta verðið koma fram sem hærra en það í rauninni var, til þess að friða sína stuðningsmenn aðeins (enda eru þeir í sárum núna). Ballague, sem er btw. einn sá virtasti í blaðamannabransanum þegar kemur að boltanum á Spáni og er persónulegur vinur Rafa, sagði í dag og staðfesti það sem menn hafa mikið rætt sína á milli, að kaupverðið sé 20 millur punda. Alveg klárt að hann er mun nær þessari atburðarrás heldur en einhver blaðamaður SSN eða Moggans. 🙂

  4. Og btw Arnór, hvort tekur þú meira mark á SkySports eða Liverpool blogginu? 🙂

  5. Algjörlega frábært að fá kappann. Tók sinn tíma að ganga í gegn en góðir hlutir taka tíma:-)

    SSteinn hafði sem sagt rétt fyrir sér þegar hann hélt því fram um daginn að hann hefði heimildir fyrir því að Torres myndi koma.

    Nú vantar bara að einhver snillingurinn setji saman syrpu með mörkum og góðum tilþrifum svo við getum séð hverju við getum á von á frá kappanum í vetur.

  6. Já, Jónas, stundum hittir maður naglann á höfuðið 🙂

    Ég er nú líka á því að ég hafi haft annann hlut rétt fyrir mér og það með Malouda. Hann hefur nú sagt frá því að hann hafi fyrir einhverju síðan átt í formlegum viðræðum við Rafa Benítez, og þar af leiðandi hafa menn allavega verið komnir langt með að tilboð í hann hafi verið samþykkt:

    “I had the permission of Lyon to talk with him and there were also talks with Rafa Benitez at Liverpool, but no agreement”

    Þetta allavega rennir stoðum undir það sem mér var tjáð á sínum tíma, liðin voru búin að komast að samkomulagi, en þetta stóð eitthvað í Malouda. Ef hann er svona hungraður í að fara í Chelsea, þá má hann fara þangað mín vegna. Mjög góður leikmaður, en ég vil bara leikmenn sem vilja koma og þar sem við erum ekki 2-5 kostur í stöðunni fyrir þá ef eitthvað annað bregst.

  7. Eintóm hamingja að fá Torres, smá söknuður af Garcia enda stórskemmtilegur leikmaður þó hann hafi stundum fengið mann til að tæta af sér hárið í pirringi gaf hann manni oftast ástæðu til að elska sig á ný.

    En Malouda má bara fara til Chelsea þá, Fá Simao frekar!

  8. Einar,
    Hvað varð um textana sem maður gat lesið um höfunda síðunnar?

  9. Verð að viðurkenna að ég þekki ekki nægilega vel til Torres og spænska boltans en miðað við það sem maður les og hefur heyrt þá eru þetta mögnuð kaup! Loksins kaupum við RISA leikmann! (jú kaupin á Crouch) gætu líklegast flokkast sem slík. Reyni þó aðeins að dempa væntingarnar með að hann skili 20 mörkum á season, amk ekki fyrsta season. Undanfarin fjögur ár hefur Torres skorað:
    06-07 Deild 14 í 36 leikjum. Alls 15 í 40 leikjum.
    05-06 Deild 13 í 36 leikjum. Alls 13 í 40 leikjum.
    04-05 Deild 16 í 38 leikjum. Alls 20 í 49 leikjum.
    03-04 Deild 19 í 35 leikjum. Alls 21 í 40 leikjum.

    Þetta er ekkert mega scoring record, sérstaklega ekki síðustu tvö árin en hann gerir víst meira en að skora og svo þarf hann líka góða þjónustu! Sem leiðir að næsta punkti…okkur vantar afburða creative kantmann!!!

  10. Sindri, ég og Kristján höfum bara verið of latir til að setja það inn. Aðallega samt Kristján, hann er á einhverju fylleríi á Vestfjörðum sem honum finnst mikilvægara en að uppfæra þessa síðu.

    En ef þú vilt lesa um okkur, þá geturðu farið t.d. hingað og smellt á nöfnin okkar.

  11. Þessi syrpa á youtupe með kauða er mögnuð. Þvílíkur slúttari og boltamóttakan til fyrirmyndar. Virðist geta notað báða fætur, er sterkur og snöggur. Þetta lítur vægast sagt vel út. Glæsileg kaup

  12. jamm þetta er svo sannarlega frábært, mér lýst svakalega vel á þetta og bara vonandi að drengurinn sýni það hjá Liverpool hversu frábær leikmaður hann er.

    Svo er bara að kaupa núna ja allaveganna 1 alvöru kantmann og jafnvel bakvörð þá er maður mjög sáttur með sumarið.

    En til hamingju með þetta allir púllarar.

    Kv Viddinn

  13. ef ég má blóta þá vill ég segja að ég er djöfulli sáttur í dag 🙂

    Gaman þegar eitthvað sem maður óskar virkilega gengur eftir.
    Ég held að þetta sé upphafið að einhverju stórkostlegu !!!

  14. Já, svo sannarlega spennandi kaup.

    En eitt, ég hef séð víða að menn hafa verið að óska eftir nýjum bakverði, sbr. hjá Vidda hér að ofan. Er ekki alveg að ná þeim punkti. Ef kaupa á 2 nýja leikmenn til viðbótar, þá myndi ég allavega vilja sjá vinstri og hægri kantmenn. Við erum með Finnan og Arbeloa hægra megin, og þá Aurelio, Riise og Insua vinstra megin. Kæmi mér ekkert á óvart að Insua myndi spila talsvert af leikjum þar á þessu tímabili. Þannig að ég sé hreinlega ekki þörfina á að setja einhvern pening í bakvörð.

  15. Ef Hyypia verður áfram þá sé ég bara enga þörf fyrir kaup á varnarmönnum. Það þarf að styrkja kantspil með kaupum á klassamönnum á báða vængi og leggja alla áherslu á að ná í réttu mennina þar.

    Varðandi Torres þá er ég með smá efasemdir en mjög spenntur. Vonandi mun hann verða fljótur að eyða þessum efasemdum sem ég er með og slá í gegn. Til þess að svo megi verða þarf hann góðan stuðning og þá komum við aftur að punktinum með kantmennina.

  16. Nokkuð sammála við þurfum fyrst og fremst að fjárfesta í kantmönnum. Bakvarðar staðan má bíða mín vegna

  17. Að mínu mati ætti kantmaður og miðvörður að vera ofar í forgangsröðinni en bakvörður. Jafnvel 2 kantmenn. Nú eru Speedy, Garcia og Zenden farnir og mér er nú illa við bynda trú mína einungis á Kewell og svo einhverjar róteringar með Riise eða Aurelio fram og aftur vænginn til að bjarga stöðunni. Í raun má færa rök fyrir því að við þurfum einnig kantmann hægra meginn á vellinum. Pennant er auðvitað til staðar og var að vaxa með hverjum leiknum undir lok tímabilsins but thats it. Gerrard getur auðvitað leyst stöðuna en ég held að kantmaður hægra meginn á vellinum myndi hjálpa okkur mikið.

    Það er alveg ljóst að mínu mati að það kemur miðvörður til okkar í sumar, hver sem það nú verður. Við höfum Carra, Agger og Hyypia en LFC hefur gefið öðrum klúbbum kost á því að næla í Palleta sem virðist líka ekki alveg tilbúinn í EPL. Mikið hefur verið rætt um G. Milito í þessu samhengi og myndi ég fagna því mjög. Einnig hefur Heinze verið orðaður við okkur og hann myndi einnig taka mesta kvíða-hrollinn úr manni við tilhugsunina um meiddan Carra.

  18. Hvenær í dag skrifar hann svo undir?
    Er er orðinn helvíti spenntur að sjá hann í treyjunni, haldandi á trefli með Benitéz 🙂

  19. Torres verður nr. 9 og það er blaðamannafundur kl:15:00 (staðartíma) á Anfield.

    Þetta eru stærstu kaup Liverpool (og klárlega dýrustu) frá upphafi.

  20. s.s um 14:00 hér á íslandi … eða 13:00 ?

    er bein útsending af liverpoolfc.tv ?

  21. klukkan 14:00 á Íslandi. 1 klst. munur á sumrin, sami tími á veturnar.

  22. Sýnist á öllu að það verði ekki bein útsending á official vefnum, þeir hinsvegar tilkynna um birtingu á viðtali við kappann seinni partinn í dag.

  23. Sælir félagar, fyrsta skipti sem ég “kommenta” á þessa síðu en ég er búinn að vera fastur gestur í þónokkurn tíma. Frábært að fá Torres og ég efast ekki um að hann eigi eftir að færa treyju númer 9 þá velgengni sem hún er þekktust fyrir (að Cissé undanskyldum 🙂 ). Rakst á ansi skemmtilega grein á Chel$ki heimasíðu sem sýnir svart á hvítu hversu ótrúlega heimskir þeir geta verið. Tékki á þessu.
    http://www.chelsea.vitalfootball.co.uk/article.asp?a=71878

  24. SSteinn, ég hélt að það væri áberandi að vinstri bakvarðarstaðan hjá Liverpool er ekki nægilega sterk. Það vantar sterkari mann þar ætlum við að ná að sigra þá bestu á Englandi og Riise er einfaldlega of takmarkaður og slakur að mínu mati til að uppfylla þau gæði sem ég vil að leikmenn LFC að hafa. Hins vegar er klárt forgangsatriði að fá sér tvo mjög sterka kantmenn. Það er e-ð sem er lífsnauðsynlegt fyrir klúbbinn enda ekki verið þarna kantmaður síðan John Barnes var og hét.

  25. Mér finnst reyndar sumt til í þessari chelsea-grein.
    Það verður allavega rosalega spennandi að sjá hvernig hann spjarar sig.

  26. Maður þorir nú ekki að seta Torres aftan á búninginn sinnn, mar hefur ekki hugmynd hvernig hann mun skrifa nafnið sitt þó að það sé staðfest að hann sé nr. 9. S.s. F. Torres eða Torres.

  27. Það er spurning hvort að Rafa sjái fyrir sér að Riise og Aurelio geti leyst vinstri kantmansstöðuna á móti Kewell, ef hann kaupir Heinze? Svo höfum við Leto líka. Spurning hvort Rafa treysti Kewell… Ekki má gleyma því að Heinze er líka góður miðvörður, mig minnir að hann sé upphaflega hafsent…

    Þá gæti Rafa keypt Heinze og svo hægri kantmann, og þá er sumarkaupunum lokið, fyrir utan öll ógrynnin af ungu strákunum sem við höfum fengið 🙂

One Ping

  1. Pingback:

Er Gabriel Heinze svarið?

Torres kominn!!!