Bellamy farinn til West Ham / Cisse til Marseille (staðfest af Rafa)

BBC segja okkur núna frá því að Rafael Benitez hafi staðfest það að [Craig Bellamy sé búinn að skrifa undir hjá West Ham](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/6270944.stm). BBC telja að kaupverðið sé 8 milljónir punda.

Rafa staðfesti einnig við BBC að [Djibril Cisse sé búinn að skrifa undir hjá Marseille](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/6254338.stm). BBC telur að kaupverðið á honum sé um 6 milljónir punda. Semsagt, Liverpool tapar 8 milljónum á Cisse, en græðir tvær á Craig Bellamy.

Rafa staðfestir einnig að West Ham hafi hafnað [tilboði Liverpool](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/6270944.stm) í Yossi Benayoun og því verði hugsanleg kaup á honum ekki tengd kaupum á Bellamy. Samkvæmt Echo í gær vill West Ham fá 8 milljónir punda fyrir Yossi. Það verður þó að teljast líklegt að Yossi setji pressu á Eggert og félaga þar sem hann vill koma til Liverpool.

En Bellamy og Cisse þökkum við allavegana fyrir allar góðu stundirnar. Bellamy kom okkur m.a. annars áfram gegn Barca í Meistaradeildinni og Cisse skoraði úr víti í Istanbúl. Báðir hafa valdið vissum vonbrigðum og þá sérstaklega Cisse, en svona er þetta bara.

19 Comments

  1. Varðandi Yossi Benayoun, þá er ég alveg á því að við þurfum betri kantara en hann. Drengurinn er ágætur leikmaður, en í liði eins stóru og Liverpool fittar hann ekki í. Við þurfum massívari leikmann en hann, mann með snerpu, tækni, skot og creativity. Lausnin er að mínu mati: Quaresma, kantmann Porto.
    Ok, nú hugsa margir sem vita eitthvað um þennan leikmann að hann sé of latur og ego-centric leikmaður. En mitt álit er það að við þurfum e.t.v. leikmann sem getur skapað og þar sem Garcia er farinn á brott þá býður Quaresma upp á þetta frumkvæði og þetta óvænta sem vantar stundum hjá okkar mönnum, mann sem getur búið til eitthvað úr engu og skapað!

    Ég hef fulla trú á því að ef Benitez reynir að fá kappann (sem sögusagnir eru um, þó Parry hafi slegið á þær), þá nái hann að skóla drenginn til og fá hann til að aðlagast lífinu í Liverpool. Einnig eru fréttir um að Quaresma sé búinn að þroskast mikið undir stjórn stjóra Porto, sé ekki lengur þessi leikmaður sem Barcelona létu fara á sínum tíma. Vona svo sannarlega að Rafa kýli á þennan leikmann, í stað leikmanns eins og Yossi.
    Og ef hann ætlar að fjárfesta í tveimur könturum, þá væri Simao líka frábær kostur.

  2. Ég hef aldrei verið neinn Cisse fan, en ég man þá tíð þegar það var talað um 23 eða 24 mörk Cisse á einu tímabili, sem var hans eina heila tímabil með Liverpool. Yrði það ekki að teljast ágætur árangur?

  3. Halldór: Það er að mínu mati þokkalegt, en þetta er í öllum keppnum… Annars held ég að það hafi verið hausinn á Cisse sem sá til þess að hann hefur ekki orðið sú stjarna sem menn gerðu sér vonir um. Því miður.

  4. Ég er svona pínu skúffaður að fá bara 6 milljónir fyrir Cissé, hefði viljað 7,5-8. En, enn skúffaðri varð ég þegar ég las að LFC fengu 2 milljónir núna strax og 4 milljónir næsta vor!

    Hvað varðar Bellamy þá er frábært að koma út í hagnaði með þessi kaup á honum í fyrra. Hann á eftir að vera drjúgur hjá West Ham, þeim vantar akkúrat fljótan og duglegan striker.

    Og hvaða grín er það að Egghead Magnús vilji fá 8 milljónir fyrir Youssi? 4,5-6 algjört MAX.

    Klárum svo Youssi og einn vinstri “cunt”, þá förum við algóðir inn í nýtt season og fullir bjartsýni.

  5. Frábært að losna við krabbamein eins og Bellamy, svoleiðis menn gera ekkert nema að skemma út frá sér. Verði Egghead innilega að góðu, hef enga trú á öðru en að hann muni gera það hjá West Ham sem hann er lang bestur í, það er að vera með vandræði.
    Þessi Youssi er náttúrulega bara djók og 8 milljónir sennilega það fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma. Myndi kannski borga milljón fyrir hann. Þetta er það sem ég vil alls ekki fá – enn einn meðalmaðurinn, enn einn Zenden og ef við ætlum að vinna Premíuna þá skiljum við baggana eftir á leiðinni.
    Vonandi fáum við að heyra fréttir af alvöru kantmönnum á leið til LFC. Alla vega er greinilega orðinn til peningur fyrir þeim, alvöru mann takk!

    Kv.

  6. Sammála því að verðið á Cisse er djók. 2 millj núna og 4 millj eftir ár! Komon, sama hvað menn segja þá er hann miklu meira virði. Skín svo greinilega í gegn að það átti bara að losna við hann. Fyrir mitt leyti hefði ég frekar vilja halda honum en nánast ,,gefa” hann. Við fengum Torres – sem er frábært og sýnir metnað – við skulum ekki skemma það með því að eltast við Benayoun! Halda menn í alvöru talað að hann bæti liðið? Hættum svona rugli. Kaupa Simao eða sambærilegan leikmann. Menn hljóta að vera hættir að eltast við miðlungs mennina. Við keyptum Torres á 20 millj. (allt að 27) og erum ánægðir. Man U er búið að eyða 50 mills og Teves einnig væntanlegur. Menn geta gert grína að lúkkinu á honum og Rooney (vissulega ekki falleg sjón…) en allavega verða þeir með scary lið eftir þetta allt. Við þurfum 2 alvöru kantara (20-30 mills). Það er bara staðreynd. Annars getum við gleymt allri titilbaráttu. Auk þess erum við að selja menn fyrir allt að 20 mills (Bellamy, Cisse, Gonzales ofl. jafnvel). Hættum ruglinu og höldum okkur við menn sem bæta liðið.

  7. Nokkuð skondið en með sölunni á Cisse-Bellamy-Garcia erum við að standa nokkurn veginn á sléttu eftir kaupin á Torres. þannig að í raun erum við að hreinsa út 3 og fá einn til baka sem hefur há laun en samt ekki eins há laun og þessir þrír að ofan voru með. Góð hreinsun fyrst Bellamy var ekki inn í myndinni en Garcia fór vegna persónulegra ástæðna. Nú vil ég sjá Vincent Kompany koma inn (las um það einhversstaðar rétt áðan…) og síðan sitt hvorn kantmanninn til að fullkomna þetta sumar.

  8. Ég er aðallega ánægður með að Cisse fór ekki í lið á Englandi því ef hann heldur haus og heldur sér frá meiðslum þá mun hann skora búnka af mörkum. Hvað varða Bellamy þá mun hann pottþétt styrkja West Ham og jafnvel gera meira fyrir þá heldur en “stórstjarna” líkt og Carlos Tevez. Hins vegar er ljóst í mínum huga að Bellamy var og verður aldrei nógu góður til að lyfta Liverpool á hærra plan.

    Ég kveð þá með virtum og gangi þeim vel. Áfram Liverpool.

  9. Garcia 4 mills- Bellamy 8 mills- cissé 2+4 mills =18 miljónir punda selt
    FERNANDO TORRES 22+4 miljónir =26 miljónir keypt
    getur verið að hann sé of dýr??????

  10. Svona til að liverpool séu samkeppnishæfir við man utd þá þarf að styrkja lið mikið og ég segji Simao,Quaresma,kompany og Torres þá er liðið samkeppnishæft við þá
    Man utd: Owen H, Anderson, nani og Teves.
    Liverpool: Simao,Quarsma, kompany og Torres. Þetta eru allt heimsklassa leikmenn og það er eitthvað sem liverpool þarf

  11. Snilld, þá er bara að selja Riise og liðið verður gott og tekur allan pakkan í vetur!(Úrvalsdeildina, Meistaradeildina, FA og Bikarinn)

  12. [quote]ég segji [b]Simao[/b],Quaresma,kompany og Torres þá er liðið samkeppnishæft við þá[/quote]

    Afhverju simao ?
    erum með einn vinstri kannt og einn hægri kannt svo bara Queresma sem er báðir kanntar ?

    nota Kewell á vinstri og queresma á hægri og pennant verður á hægri ekki ef að kewell meiðist heldur þegar hann meiðist 😛 hehe

  13. við erum nú með 5 mjög góða miðjumenn og einn góðan kanntmann en mér finnst pennant ekki í liverpool classa en vonandi bætir hann sig og ég er ekki að sjá kewell spila nema einhverja fáa mánuði án þess að meiðast…. þannig ef við ætlum að vera í öllum keppnum, þá þarf breidd og með þessum kaupum þá erum við kominn með sterka og góða breidd. Kaupa simao, hann er frábær aukaspyrnu sérfræingur eitthvað sem liverpool vantar mikið, hann er góður að taka menn á og er með góðar sendingar.

  14. Ég skil ekki af hverju svona margir eru á móti Pennant.
    Hann er fljótur, teknískur, með góða sendingagetu og góður skotmaður.
    Óli, Liverpool vantar ekki aukaspyrnusérfræðing, við erum með STEVEN GERRARD!

  15. Eitt sem er óþolandi, þegar LFC fær aukaspyrnu í skotfæri þarf alltaf einhver að rúlla á skotmanninn, af hverju er ekki hægt að skjóta beint á markið

  16. sammála þér Ásgrímur, þetta eyðileggur bara aukaspyrnurnar!

    Pennant er ekki lélegur hann er mjög góður og Queresma er aukaspyrnu sérfræðingur og svo er steven gerrard bara helvíti fínn líka.

    eina sem vantar í liðið er Queresma og vinstri bakvörð og selja Riise þá er þetta fullkomið.

  17. Hvaða segja menn um þetta? Þið reddið slóðinni, man ekki hvernig þetta er gert.

    http://sport.independent.co.uk/football/premiership/article2747775.ece

    Liverpool made their second major move in the summer transfer market yesterday with a bid for the highly rated Dutch winger Ryan Babel. The club were understood to have offered around €10m (£6.75m) for the Ajax attacker, who was also a target for Arsenal and Newcastle.

    Babel, 20, has attracted interest from all over Europe but it seems Rafa Benitez, the Liverpool manager, wants to make him the club’s second significant signing of the close season after Fernando Torres. The player impressed in the Netherlands Under-21 team who won the European Championship on home soil last month and is regarded as the best of a crop of outstanding young Dutch talent.

    He has already been capped by the full Netherlands side, scoring on his debut against Romania in March 2005, while the national team manager Marco van Basten has said Babel has the potential to be the next Thierry Henry.

    Liverpool already have four first-team strikers in Torres, Peter Crouch, Dirk Kuyt and Andrei Voronin, but Babel is more adaptable and can be used as a winger. Benitez has said before that wide players are his priority this summer and he seems to have lost out on Florent Malouda, who will join Chelsea this week.

    Ajax have not yet accepted Liverpool’s bid for Babel, but it is close to their valuation of the striker.

Wrexham 2 – Liverpool 3

Mánudagsmolar: Babel og Carragher (uppfært)