Kop.is Podcast #105

Hér er þáttur númer 105 af podcasti Kop.is!

Kristján Atli stýrði þættinum og með honum að þessu sinni voru þeir Maggi og Sigursteinn.

Umræðurnar í kvöld voru bland í poka; Evrópudeildin, lélegt deildargengi, liðsval Klopp í Evrópu, stakir leikmenn, Leicester og Chelsea, jólatörnin. Af nógu að taka.

MP3: Þáttur 105

16 Comments

  1. Ég hváði þegar talað var um að vinna manutd 4-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, halda menn virkilega að manutd fari í úrslitaleikinn?

  2. Rosalega eru menn háðir þessum þumli. Sakna hans ekkert og hef á tilfinningunni að sumir skrifi til þess að fá þumal. Athyglisvert á hæsta level í.
    Takk fyrir frábæra síðu

  3. United eru sýnd veiði, en ekki gefin. Vonandi ofmeta dönsku meistarnir sig ekki í Mitdjylland gegn þeim. Þessu litlu lið geta komið á óvart.

  4. Ég gef því stuðulinn 1/1 að Klopp sé einungis með þessar ‘leikmannayfirlýsingar’ um að ekkert verði keypt í janúar til þess að vera ekki að valda stressi í leikmannahópnum. Hvernig haldið þið að Mignolet væri á tauginni ef það væri yfirlýsing staðfest og undirrituð með hashtaggi frá Klopp um að það yrði keyptur nýr markmaður í janúar?

    Mark my word, um leið og glugginn opnar þá verður skrifað undir framlengingu við Mignolet sem verður ekki upp á marga fiska, kappinn settur á bekkinn og nýr aðalmarkmaður verður kynntur til leiks. Eins og það kom vel fram í podcast-inu þá er Mignolet góður varamarkmaður en that’s it. Við þurfum einhverja svona snarklikkaða Schmeichel-týpu sem er nánast vopnaður lásboga og jarðsprengjum við að vernda teiginn sinn.

    Þeir sem eru að spila á móti okkur eiga að vera skíthræddir við að fara inn í teig hjá okkur og á meðan á Mignolet er þarna til staðar þá er það ekki að gerast. Eins og Schwarzenegger orðaði það þá er Mignolet ekkert annað en ‘choirboy!’

  5. Þessi ‘choirboy’ sem þú talar um hefur haldið oftast hreinu á árinu 2015 í ensku úrvalsdeildinni

  6. Enda er það vel gert hjá honum en á meðan hann er svona máttlaus í úthlaupunum og getur ekki skilað af sér boltanum án þess að láta dæma á sig óbeina aukaspyrnu þá náðarsamlegast óska ég eftir einhverjum öðrum í að verja markið.

    Okkur vantar markmann sem öskrar á vörnina okkar og er með hlutina ‘in check’. Frekar myndi ég vilja að við dustum rykið af Bruce Grobbelar heldur en að hafa Mignolet áfram.

  7. Væri gaman að fa opinn þráð. Mouronho rekinn, Guardiola a koma til Englands, Benitez verður rekinn fljótlega sem og Pelagrini. hver tekur við hvaða liði osfr

    ManU eru aular ef þeir reyna ekki við Guardiola !

  8. Það var (eftirá?) viðbúið að Benteke karlinn myndi ekki skína gegn WBA.
    Benteke skorar nánast öll mörk sín úr föstum leikatriðum (skalli e. horn / víti) annars vegar, og hinsvegar úr sóknum í fyrstu og annarri bylgju, ef svo mætti segja. Í seinna atriðinu, þá á ég við að það er t.d. í skyndisókn með stungu inn fyrir, langur bolti yfir vörnina, og seinni bylgjuna þar sem vörnin er að bakka. Í flest öllum tilfellum er vörn andstæðinganna að skipta úr sókn í vörn, og menn eru að fá Benteke í Bakið. Hann á þó til að skora úr langskotum ef pláss hefur myndast fyrir framan vörnina.
    Maður sér yfirleitt aldrei skæri (sem betur fer), fintur eða þríhyrningsspil.
    En á móti Tony Pulis, þar sem liðið spilar með 5 hreinræktaða varnarmenn sem, aldrei fara úr stöðu, sem snúa alltaf baki í markið, þar sem Benteke er með einhver tröll* á sér í hverju einasta horni og það er önnur fjögurra manna varnarlína við, eða fyrir framan vítateiginn, þá á Ben bara ekki séns.
    Þá held ég að það það sé vænlegra að nota færari og sneggri menn í byrjun, alla vega þar til við komumst yfir og andstæðingurinn verður að taka sénsa í sókninni.
    Ég held að Klopp geri þessi mistök ekki aftur.

    *
    -“Bakverðir” WBA 185 og 188cm, (LFC = 171 og 175cm)
    -Það er aðeins einn leikmaður WBA undir 180cm, og hann vinnur það upp með hrottaskap (Gardner).
    -Benteke er 191cm og þurfti að slást við fimm svipaða útileikmenn (191 +/- 5cm).

  9. “Guardiola er auli ef hann horfir á áttina til man u” lol. Ekki nema annar ríkasti klúbbur í heimi og eitt stærsta vörumerki í heiminum. Þvílíkur auli já

Dregið í 32-liða úrslit Europa League

Getraun: Vinnið eintak af Steven Gerrard!