Á sunnudaginn heimsækir Liverpool nýliða Watford á Vicarage Road í sautjándu umferð Úrvalsdeildarinnar og er svona nokkurn veginn upphafið á jólatörninni sem framundan er í boltanum.
Lið Watford hefur komið svolítið á óvart í vetur og sitja fyrir leikinn fyrir ofan Liverpool með stigi meira, eitthvað sem maður reiknaði ekki endilega með þegar leiktíðin byrjaði. Lærisveinar Quique Flores, sem er búinn að endast furðulega lengi í starfi hjá Watford sem hata ekki að skipta um þjálfara, eru ekki búnir að eiga einhver “upset” í deildinni hingað til. Tap gegn Arsenal, City, Leicester, Palace og Utd, jafntefli við Southampton og Everton. Það er ekki hægt að sjá eitthvað mynstur í úrslitum sem gefur til kynna að þetta sé eitt af þessum útivallar eða heimavallar liðum svo það er kannski ekki auðvelt að lesa í bollann og sjá hvað Liverpool á í vændum fyrir leikinn.
Watford eru, frá þeim leikjum sem ég hef séð – sem eru þó ekki sérstaklega margir, með nokkuð líflega framlínu sem er líklega þeirra stærsta vopn. Þeir spila oft að ég held með tvo uppi á topp og hafa þeir Odion Ighalo, með tíu mörk, og Troy Deeney, með fimm mörk, borið sóknarleik liðsins uppi í vetur. Miðjan hjá þeim er kannski ekkert frábær en þeir geta myndað nokkuð þétta heild á milli miðju og varnar ef þeir eru í þeim gírnum.
Nóg um Watford, heimaleikur eða útileikur þá á þetta að vera þannig að þeir eiga að spá í Liverpool en Liverpool ekki eins mikið í þeim. Þeir eiga að hafa áhyggjur af okkur en Liverpool ekki að þeim, ekki satt? Í fullkomnum heimi væri það þannig en enska deildin er svo langt frá því að vera fullkominn heimur svo vonandi hugsar Klopp og félagar ekki þannig.
Síðustu vikur hafa verið afar furðulegar hjá Liverpool. Liðið fer á útivelli gegn afar sterkum liðum eins og City, Chelsea og Southampton og vinna alla leikina samanlagt 13-3. Þrjú mörk á Stamford Bridge, fjögur mörk á Etihad og sex mörk á St.Marie’s! HALLÓ! Þetta átti að gefa liðinu byr undir báða vængi og koma því á flug ekki satt?
Nei greinilega ekki!
Þess á milli tapar liðið á heimavelli gegn Crystal Palace og gera jafntefli við WBA. Southampton var reyndar bikarleikur svo maður telur hann kannski ekki með í þessu öllu en þessir þrír leikir voru afar fljótir að núlla sig út. Hverjar ástæðurnar voru fyrir því að Liverpool vann ekki hina tvo leikina eru eflaust nokkrar og hefur alveg verið farið út í þær hér áður. Þetta voru drullufúl úrslit úr báðum leikjum en lífsmörkin sem Liverpool og stuðningsmenn sýndu á lokamínútunum gegn WBA í síðasta leik voru mjög jákvæð og vonandi eitthvað sem rífur alla upp úr þessu.
Það kannski hentar Liverpool ágætlega að fara á útivöll um helgina því það virðist sem liðinu gangi betur úti en heima svo vonandi breytist útivallarformið ekki á morgun – þó svo að heimavöllurinn mætti fara að skila meira.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Klopp kemur til með að stilla liðinu upp gegn Watford því það hefur verið töluverð rótering á liðinu í síðustu leikjum og við höfum séð all nokkrar útfærslur á byrjunarliðinu, uppstillingunni og nálgun á leikinn. Bestu leikir liðsins í deildinni undanfarið hafa komið með Firmino sem fremsta mann og Lallana og Coutinho honum til aðstoðar en Sturridge og Origi áttu líka báðir frábæran leik gegn Southampton í bikarnum þegar þeir voru saman uppi á topp og nokkurs konar tígulmiðja fyrir aftan þá. Þess á milli hefur Benteke byrjað fremstur og ekki átt eins áberandi góðan leik í framlínunni og hinir þrír hafa átt. Það verður því fróðlegt að sjá hvað hann hyggst gera hvað það varðar.
Henderson er kominn til baka úr meiðslum og stimplaði sig rækilega inn í síðasta leik og skoraði gott mark. Coutinho er aftur kominn á ról eftir meiðsli. Sturridge er enn meiddur og Lovren bættist á meiðslalistann – ásamt að ég held Rossiter. Can er búinn með leikbann sitt, Sakho gæti komið aftur inn í liðið en Milner er meiddur. Held að þetta sé nokkuð fín samantekt á stöðunni eins og hún er fyrir leikinn. Það virðast vera vangaveltur um heilsu Mignolet og verður hans staða skoðuð þegar nær dregur, ef hann er ekki heill þá kemur Bogdan í ramman.
Hvernig púslast þetta þá saman?
Mignolet
Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno
Can – Lucas – Henderson
Firmino – Origi – Coutinho
Ég ætla að giska að þetta verði byrjunarliðið. Held að þetta sé meira það sem hjartað segir heldur en hugurinn. Ætli Lallana og/eða Benteke byrji þennan leik, jafnvel Ibe og finnst mér þá Firmino og Origi líklegastir til að detta út. Miðað við frammistöður og afköst í síðustu leikjum þá finnst mér sanngjarnt að Origi fái sénsinn enda búinn að skora fjögur mjög góð mörk í síðustu leikjum og er strákurinn loksins farinn að sýna af hverju Liverpool voru svo ólmir í að fá hann í sínar raðir.
Liverpool þarf að byrja jólatörnina á sigri og vonandi koma boltanum af stað aftur. Ég held að Liverpool eigi að hafa betur gegn Watford og held ég að þetta gæti alveg orðið sannfærandi sigur, ætla að tippa á 4-1 sigur. Origi kemur boltanum í netið ásamt þeim Firmino, Can og Benteke.
Væri sáttur við þetta lið. Klopp þarf að finna lausn á Anfield þar sem lið pakka saman. Það er svo sem ekkert nýtt.
Nú var Lukaku að skora í 7unda leiknum í röð. Hann er samt ekki búinn að ná meiðslapésanum okkar, sem hefur ekki náð að spila 8 leiki í röð síðan ég man ekki hvenær en hefur það samt á afrekalistanum að hafa skorað í 8 leiki í röð. Magnað alveg hreint.
Man Utd voru að tapa. Þýðir einfaldlega að við munum ekki saxa það forskot. Þetta er þriðja tækifærið hjá okkur í röð til að saxa forskotið á þá, en það er eins og liðið geti ómögulega höndlað þessa pressu.
Þetta verður drulluferfiður leikur og Watford mun parka rútunni í eigin teig þó séu á heimavelli og treysta á skyndisóknir og að sjölfsögðu föst leikatriði. Það eru öll lið löngu búin að lesa okkur og vita nákvæmlega hverjir okkar veikleikar eru.
Ef við ætlum að ná einhverjum árangri á þessu tímabili þá verður þessi leikur að vinnast, það er ekkert flóknara. Er líkt og áður hóflega bjartsýnn. Ef við skoðum snemma þá vinnum við þetta 0 – 4. Annars mun þetta enda 0 – 0 í gríðarlega pirrandi leik þar sem við verðum með c.a. 80% possession.
Maður getur allavega glaðst yfir falli United. Spáið samt í það, þeir eru 5 stigum fyrir ofan okkur og þeirra stuðningsmenn eru gersamlega brjálaðir. Hvað um okkur?
Annars hef ég mikli meiri áhyggjur af Leicester og Spurs heldur en United.
Höldum vonandi hreinu og vinnum leikinn. Mikilvægt sem aldrei að fá 3 stig og halda í við 3-6 sætið. Hef trú á Lallana,Coutinho og Firminio frammi en annars flott byrjunarlið.
það verða bara 2 stig í 4. sætið ef við vinnum á morgun ..koma svo !:)
Eins og flestir, er ég farinn að hlakka til LFC leikja (sem ég gerði síðast þegar Suarez spilaði með liðinu, þar á undan Torres) og finnst lífið ansi fínt undir nýjum stjóra. Það breytir því ekki að þessi leikmannahópur er svo mikið rusl að tap gegn Watford kæmi mér ekkert á óvart.
Ekki nóg með að forveri Klopp hafi verið algjörlega vanhæfur innan vallar, þá á hann heiðurinn á næstum öllum þessum rusl leikmönnum (miðað við hvað manni skilst að hafi verið Rodgers-kaup og nefndar-kaup). Skaðinn af hans ráðningu mun vara áfram í svona minnst 2 ár og það heldur minni tala útaf núverandi stjóra en öllu jafna.
Hvaða leikur er auðveld viðureign fyrir Liverpool í dag? Ég get held ég bara ekki nefnt neinn leik. Ekki einu sinni vinir okkar í Norwich bjóða okkur auðfengin 3 stig. Það er nú líka ekki skrítið þegar hópurinn inniheldur Mignolet, Lovren, Skrtel, Allen, Milner, Lallana, og Benteke, sem allir spila helling.
Hugsunarhátturinn virðist vera: Klopp er snillingur, allir leikmenn liðsins eru snillingar og þvílíkt góðir og stórt LOL á manu, sem geta ekkert, í forminu LWDDDDWWWDDDLLL.
Hvernig stendur eiginlega á því að við erum 5 stigum á eftir þeim? Staðreyndin er sú að LFC aðdáendur hafa svo lágan standard á leikmenn að þeir eru gjörsamlega blindir á eigin hóp.
Lallana er actually talinn góður leikmaður. Hann þvælir sjálfan sig í 2 hringi og dettur svo og nær ekki einu sinni að taka ákvörðun um að gera eitthvað en sú hefði að öllum líkindum verið slæm, enda sennilega vandfundnar verri ákvörðunartökur í gjörvalli Evrópu. Skrtel sem spilar vörn með peysutogi er jafnframt álitin góður. Verstur er svo James Milner sem hleypur (upptalningu lokið).
Ef ykkur væri boðið að selja leikmenn til baka fyrir sömu upphæð… haldiði að Barce myndi vilja “skila” suarez? Er einhver af þessum leikmönnum sem þið mynduð ekki skila? Lallana, Lovren og Benteke kostuðu það sama og Suarez. Ég myndi selja alla þessa leikmenn fyrir minna en það sem Benteke kostuðu, svo slæmir eru þeir og það sjá allir nema blindustu stuðningsmenn Liverpool.
Allir þessir leikmenn hafa komið frá Englandi (nema Skrtel). Guð hvað ég vona að Klopp kaupi engan leikmann frá Englandi. Bara afneiti tilvist þeirra hreinlega.
Ranti lokið…
Mjög hrifinn af þessu liði sem Ólafur stillir upp.
Það eru leikmenn að detta vel í gang undir stjórn Klopp þannig ég er ekki alveg sammála þessu með að allir þessir leikmenn geti ekkert núna. Vill allavega gefa þeim tíma undir Klopp hann verður besti maðurinn til að sjá hver henta og hver ekki.
Td algjör snilld að sjá breytinguna á Origi og Firmino lítur mun betur út en fjandin hafi það að maður gefi ekki þessum strákum smá séns það er ekki langt síðan að Klopp tók við.
Ég vill sjá Lallana, Coutinho, Firminho sóknarlínuna aftur sem fór svo illa með Man City.
Höfum svo Can, Lucas, Henderson á miðjuni og varnarlínan velur sig sjálf.
Þetta verður erfiður leikur eins og aðrir í þessari deild en það væri gaman að taka 3 stig með sér í viðureignina gegn toppliðinu á Anfield og eiga möguleika að fara uppfyrir Snarvangal og félaga.
Mignolet meiddur, Bogdan byrjar.
Ágætur fílingur fyrir leiknum.
Lengsta hvíld í margar vikur fyrir þennan leik sem er gott.
Watford hafa staðið sig virkilega vel á tíðinni en nú fá þeir að finna fyrir tevatninu.
Treysti Klopp til að spila hárréttu liði gegnum leikinn 1-3 og hananú.
YNWA
Sá einhversstaðar að Mignolet væri meiddur og Bogdan myndi byrja – eða kannski dreymdi mig þetta bara…
Sælir félagar
Þetta verður erfiður leikur eins og allir leikir eru í ensku deildinni. Það er einfaldlega þannig að bilið milli liða í 1. og 10. sæti er ótrúlega lítið. Aðeins 15 stig skilja að þessi lið og allir virðast geta unnið alla nema Leicester. Þeir eru bara óvinnandi vegur. Jafnvel lið eins og vinir okkar í Everton sem hafa verið í góðum gír og eru ekki auðunnir á heimavelli urðu að lúta í gras fyrir Leicester.
En nú er komið að því að Liverpool verður að fara að vinna lið eins og Watford. Leicester kemur svo á eftir og tapar á Anfield. Það er ekki boðlegt lengur að fara ekki ekki með 3 stig frá viðureignum eins og þessari. Hveitibrauðsdagar Jurgen Klopp eru liðnir og nú þarf hann að fara að vinna svona leiki og gíra liðið upp eins og gert var á móti Southamton, M. City og Chelsea. Þannig gír vill ég fá hjá liðinu vel hvíldu og í góðu formi.
Þar af leiðir geri ég kröfu algerlega skýlausa um sigur í þessum leik. Ég vil sjá leikmenn sem eru hreyfanlegir og snöggir, áræðnir og kraftmiklir. Leikmenn sem leggja sig fram í fjallgrimmri vissu um sigur og ekkert nema sigur hvað sem gerist í leiknum að öðru leyti. Það er því 1 – 3 sem ætti að vera lágmarkskrafa í þessum leik en stærri tala vel þegin.
Það er nú þannig
YNWA
Svakalegt að þó júnæted sé ekki búið að vinna leik af síðustu 6 þá eru þeir samt sem áður 5 stigum fyrir ofan okkur, sorglegt ?
Takk fyrir góða upphitun.
Þessi leikur væri hreinn skyldusigur þó að hann væri á heimavelli á sunnudegi eftir evrópuleik á fimmtudegi. Sammála Sigkarli, eins og yfirleitt, vill sjá okkar menn eins og hungruð ljón í þessum leik, allt minna en 3 stig í þessum leik er fall.
Lýst vel á uppstillinguna í upphituninni, Origi mun örugglega gera sitt allra allra besta til að nýta þetta tækifæri og vinna sig inn í byrjunarliðshóp, þarf ekk nema eitt mark í þessum leik svo ég mundi velja hann framyfir Benteke í næsta leik sem er gegn óstöðvandi her Ranieri.
Koma svo, upp á tær og girða í brók!
fer 0:0 mignolet heldur á boltanum í 90 min 😀
vona að Origi byrji þennan leik á kostnað Benteke,,held að við vinnum þetta 1-2 með mörkum frá lallana og origi…
Vonandi verður 30 milljóna battinn ekki í byrjunarliðinu.