Liverpool Echo og flestir áreiðanlegustu pennarnir sem tengjast Liverpool eru farnir að greina frá því að Liverpool sé líklega komið langt á leið með að tryggja fyrstu kaup Jurgen Klopp sem stjóra Liverpool.
Um er að ræða nítján ára gamlan miðjumann sem leikur með Red Star í Serbíu og heitir Marko Grujic. Samkvæmt fréttum þá hefur Zeljko Buvac, aðstoðarmaður Klopp, fylgst náið með samlanda sínum og mælt með honum til Klopp sem þykir mikið til hans koma og hefur sjálfur verið mjög virkur í því að sannfæra hann um að koma til Anfield. Liverpool á að hafa lagt fram fimm milljóna punda tilboð í leikmanninn, teymi frá Liverpool og Klopp eiga að hafa rætt við hann og Ian Ayre á nú að hafa farið yfir til Serbíu til að klára kaupin. Hann myndi þó klára leiktíðina með Red Star og koma til Liverpool í sumar.
Þetta eru jákvæðar fréttir ef satt er og allt gengur eftir. Þekki ekki til hans sjálfur en miðað við myndbönd sem maður hefur séð og greinar sem maður hefur lesið þá virðist þetta vera eitt mesta efni Serba – sem eru by the way með afar efnileg unglingalandslið og var hann til að mynda í u-20 ára liði Serba sem eru ríkjandi heimsmeistarar. Hann yrði þá annar Serbinn í röðum Liverpool.
Hér er fréttin frá Echo og hér má lesa eitthvað um kauða.
Sömuleiðis hafa flestir þessara penna greint frá því að Liverpool ætli að reyna að klófesta Joel Matip miðvörð Schalke sem verður samningslaus næsta sumar og að félagið muni reyna að opna samningaviðræður við hann þegar glugginn opnar í janúar og hann má ræða við önnur félög.
Við sjáum hvað setur en þetta virðist vera fyrstu “alvöru” orðrómarnir sem maður heyrir fyrir næsta glugga og verður forvitnilegt að sjá hvað eða hvort félagið gerir eftir áramót.
Tek alltaf á móti ungum efnilegum leikmönnum með opna arma, en ég vona að Klopp fari aðra leið en Rodgers og kaupir inn þekkt nöfn og tilbúna leikmenn.
Finnst yndislegt að Klopp sé að kaupa menn eins og þennan, finnst vera svipaður bragur yfir þessu og mörgum kaupunum hans frá Dortmund, 5 milljónir fyrir “óþekktan” gutta; sbr. Lewandowski á 4,1mills eða Gundogan 4,8mills.
Báðir flott kaup ef af verður. Grujic er með sigur tilfinninguna eftir HM U20 og leiðtogi á velli. Loreoy Shanè (19) er þó minn stóri draumur en gæti kostað samkeppni frá öllum stóru liðum Evrópu, mikið efni með frábæra tækni og hraða. Allt sem Klopp gerir í þessum efnum hef ég trú á.