Góðan daginn og gleðileg jólin.
Liverpool gaf stuðningsmönnum sínum seinbúna jólagjöf og lagði topplið Leicester að velli með einu marki gegn engu en það var Belginn, Christian Benteke sem skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik.
Mignolet snéri aftur á milli stangana í liði Liverpool, Lovren kom inn í stað Skrtel sem er meiddur og Origi kom í liðið fyrir Lucas. Þetta leit svona út:
Mignolet
Clyne – Lovren- Sakho – Moreno
Can – Henderson
Lallana – Firmino – Coutinho
Origi
Bekkurinn: Bogdan, Toure, Benteke, Allen, Lucas, Teixeira, Randall
Leikurinn byrjaði sæmilega af hálfu Liverpool sem var heilt yfir betri aðilinn allan leikinn og stjórnaði hraðanum á leiknum. Þrátt fyrir að liðið hafi verið nokkuð öflugt til baka og að mestu stjórnað miðsvæðinu þá vantaði herslumuninn í sóknarleiknum eins og svo oft áður. Divock Origi var að mínu mati langlíflegasti sóknarmaður Liverpool framan af leiknum og komst hann tvisvar eða þrisvar í ákjósanlegar stöður – jafnvel inn fyrir vörn Leicester – en því miður tókst honum ekki að skora. Leikur liðsins með Origi var töluvert beinskeyttari en undanfarna leiki og var því afar leitt að sjá hann sitjandi á vellinum að ræða við sjúkraþjálfarana. Hann gat ekki haldið leik áfram og kom Benteke inn fyrir hann rétt fyrir hálfleik.
Coutinho og Lallana áttu ágætis hálffæri en náðu ekki að klára með nægilega góðum skotum en Origi átti klárlega skárstu færi Liverpool í fyrri hálfleiknum. Riyad Mahrez, leikmaður Leicester, átti langbesta færi gestana í fyrri hálfleik þegar hann tróð sér í gegnum varnarmenn Liverpool og átti fast skot sem Mignolet sló yfir markið. Vel gert hjá Mignolet sem var vel á verði í dag.
Það var svipað uppi á teningnum í seinni hálfleiknum. Liverpool heilt yfir betri aðilinn en hvorugt liðið átti einhver alvöru dauðafæri framan af en það var Benteke – sem hafði ekki slegið í gegn frá því hann kom inn á í fyrri hálfleiknum – sem skoraði eina mark leiksins á 63.mínútu þegar hann mætti góðri fyrirgjöf Roberto Firmino og skaut boltanum í netið. Frábært mark frá Benteke, sem ég held að hafi svo sannarlega þurft á þessu að halda.
Liverpool var nálægt því að skora aftur skömmu seinna þegar Henderson vann boltann á kantinum og keyrði upp með Benteke og Firmino gegn fámennri vörn Leicester en Henderson, sem hafði svo marga valkosti, reyndi fyrirgjöf sem klúðraðist illilega og fór fyrir aftan allan pakkann. Leikmenn Liverpool lokuðu nær algjörlega á James Vardy og Riyad Mahrez hættulegustu leikmenn Leicester og voru þeir báðir teknir út af sem þýðir að leikplan Liverpool heppnaðist fullkomlega í dag.
Í uppbótartíma fær Leicester hornspyrnu og fara allir leikmenn þeirra í teiginn, þar á meðal markvörður þeirra. Liverpool vinnur boltann og þrír eða fjórir leikmenn Liverpool keyra í skyndisókn með mark mótherjana galopið en klaufagangur Benteke leiddi til þess að skot hans hafnaði í varnarmanni sem henti sér fyrir markið í nauðvörn og skalli Lucas náði ekki að hitta á markið heldur. Þetta var skelfilega nýtt hjá leikmönnum Liverpool og fengu Leicester eina sókn í viðbót en sem betur fer náðu þeir ekki að nýta það – ég hefði verið óviðræðuhefur í marga daga ef Liverpool hefði fengið mark í bakið eftir þetta!
Þetta var afar mikilvægur sigur fyrir Liverpool sem hefur gengið brösulega í síðustu leikjum og tókst með þessu að minnka bilið á lið eins og Man Utd og kemur liðinu skrefi nær baráttunni um Meistaradeildarsæti. Þetta var ekki skemmtilegasti leikur sem maður hefur séð – og töluvert frábrugðinn leikjunum gegn Southampton, City og Chelsea, en úrslitin og frammistaðan afar jákvæð. Liðið gaf ekki mörg færi á sér, stýrði tempóinu og vann leikinn á mjög taktískan hátt.
Ef ég ætti að gefa einhverjum leikmanni mann leiksins þá held ég að Dejan Lovren fengi þann heiður. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og var mjög góður í dag – og hefur í raun verið mjög góður bróðurpartinn af árinu. Hann spilaði eins og leiðtoginn sem Rodgers hélt hann hefði verið að kaupa og er mjög jákvætt að sjá framfarir hans síðustu mánuði. Hann er ekki eins lélegur og hann virtist stundum á síðustu leiktíð og hefur unnið vel í að koma sér aftur upp af botninum. Sakho og Lovren er varnarpar sem ég vona að við höldum okkur við ef það verður ekki keyptur miðvörður í janúar.
Emre Can og Jordan Henderson voru góðir á miðjunni og þá sérstaklega sá fyrrnefndi. Coutinho, Firmino og Lallana áttu sín augnablik en voru ekkert stórkostlegir heilt yfir. Origi var líflegur í byrjun og Benteke skoraði frábært mark en var frekar klunnalegur á köflum. Bakverðirnir flottir og Mignolet gerði sitt. Þetta var flott frammistaða hjá Liverpool en langt frá því að vera fullkomin og vonandi eitthvað sem liðið fer nú að byggja á og þetta sé ekki enn eina falska vonin sem við fáum eftir sigur gegn góðu liði.
Næsti leikur er á miðvikudaginn gegn Sunderland og sigur þar gæti vonandi komið okkur enn frekar í þessa baráttu við toppinn. Annars þá óska ég ykkur aftur gleðilegra jóla og vona að þið hafið haft það sem allra best um jólin.
Algjörlega frábær spilamennska og vonandi verður Origi ekki lengi frá enda var hann flottur í þessum leik !
Gleðilega hátíð félagar!
YNWA
Shit hvað þetta leicester lið er leiðinlegt. Oft með alla sína 11 leikmenn á bakvið boltann í sínum fjórðungi vallarins.
Flott lið í dag sem barðist um alla bolta og voru með yfirburði á öllum sviðum.
Maherz og Vardy sáust ekki á vellinum og planið gekk fullkomnlega upp í dag.
Benteke gerði vel í markinu en klúðraði rosalega í lokin.
En við nálgumst United og þeir eiga Chelsea í næsta leik.
Góður sigur og nauðsynlegir 3 punktar. Mikið vona ég að Origi verði ekki lengi frá og Benteke spili sem minnst framvegis. Þó svo hann hafi skorað sigurmarkið að þá er hann ekki það sem við þurfum eins og sást greinilega í lokin.
Flottur sigur hjá okkar mönnum sem áttu þetta skilið.
Liðið var miklu grimmari í fyrirhálfleik og stjórnaði leiknum og fékk nokkur ágæt færi til að skora. Liðið náði sér ekki alveg á strík í byrjun síðari háfleiks en náði svo aftur að sinni pressu og sú pressa andaði með marki frá Benteke. Eftir það fékk Liverpool færi til þess að auka við forskotið en gestirnir fengu líka tvö færi undir lokinn.
Ánægður með strákana í dag. Lallana, Henderson, Can, Coutinho og Origi áður en hann meiddist voru allir að spila mjög vel.
Sæl og blessuð.
Ég segi bara takk og gleðileg jól. Benteke er mikill prakkari að gera okkur þetta í lokin. Hefði sóknarlína Leistanna verið beittrari og þeir skorað, eftir hið magnaða klúður hans fyrir framan næstum opið mark, er ég hræddur um að við værum orðin viðskotaill. Firminó er að sama skapi eins og litli ljóti andarunginn í ævintýrinu. Maður bííííður og bíður.
Nema, hvað, þetta eru þrjú mikilvæg stig og deildir er að galopin. Ekki má draga of miklar ályktanir af þessari frammistöðu aðra en þá að nú fer vonandi að sjá til sólar.
Núna lögðu menn eitthvað á sig og uppserkan var mjög góð. Menn börðust allan leikinn, þess vegna vinna menn leiki. Lykilmenn sýndu góðan leik og mikla baráttu. Samt alveg óskilanlegt hvers vegna leikurinn endaði ekki 2-0. Hvernig er ekki hægt að skora þegar enginn er í markinu.
Flottur leikur, mikil barátta. Sanngjarn sigur
Áfram Liverpool
Hvernig getur aðstoðardómari í efstu deild á Englandi klikkað svona svakalega, verður örugglega settur í skammakrókinn. Benteke kolrangstæður í færinu í lokin, þannig að réttlætinu var fullnægt. Góður sigur 🙂
Gleðileg jól kæru þjáningabræður systur.
Var svo brjálaður eftir Watford leikinn að ég ákvað að sleppa því alveg að kommentera á þann hrylling.
Margt jákvætt úr þessum leik.
1) Menn börðust og létu ekki “kjöta” sig um allan völl eins og undanfarið. Gaman að sjá grimmdina og baráttuna. Eitthvað sem við höfum ekki séð mjööööög lengi. Klopp búinn að vinna heimavinnuna við að kortleggja þetta Leicester-lið. Er nokkuð viss um að þessi Leicester-blaða sé við það að springa.
2) “Skúrkarnir” tveir undanfarnar vikur, þ.e. Firmino og Benteke, sáu um að tryggja okkur sigurinn. Þeir áttu samt ekkert frábæran leik í dag, en vá hvað þetta mark hans Benteke var mikilvægt. Benteke hefði samt verið skúrkur dagsins hefði hann klúðrað þessu dauða-dauðafæri í lokin í stöðunni 0 – 0!
3) Vörnin og markvarslan til fyrirmyndar í þessum leik. Lovren maður leiksins að mínu mati (hefði kosið Henderson hefði hann ekki farið svona hrikalega illa með dauðafærið sem við fengum seint í leiknum).
Nú er bara að sýna okkur stuðningsmönnum að við getum líka unnið liðin i neðri hlutanum en ekki bara topp-liðin. Mjög erfiðir tveir útileikir framundan með stuttu millibili, þ.e. Sunderland og West Ham.
GOTTI ertu ekki bara með síðbúið jólagrín? Aftasti varnamaður er ca. 5-6 metrum innan við Benteke þegar hann fékk sendinguna. Kíktu á þetta í kvöld 😉
Munurinn á sóknarleiknum hjá Liveroop með Origi og svo Benteke. Liðið var í bullandi sókn með Origi en svo þegar hann för útaf var sóknarleikurinn steindauður. 30 milljóna maðurinn lítur meira út sem 3 milljóna maður miðað við Origi. Enginn furða að allt hafi klikkað hjá Rogders þegar það átti að treysta á þennan mann til að leiða sóknina.
Kynna sér reglurnar. Það verða að vera tveir leikmenn andstæðinganna nær endalínu til að ekki sé rangstæða. Það var aðeins einn varnarmaður/andstæðingur, markvörðurinn var á okkar vallarhelmingi. Klár rangstaða.
Hárrétt hjá Gotta. Ég átti ekki orð þegar flaggið fór ekki á loft.
*Hendir hvíta handklæðinu inn í hringinn*
Kudos GOTTI.
En helgi framherjar eru dæmdir af mörkum og við unnum þennan leik á einu marki frá Benteke þannig að það er erfitt að segja að þessi skipting hafi reynst okkur illa
Bara ef okkar menn gætu mætt í alla leiki eins og leikina gegn toppliðunum. Flottir í dag, grimmir og til í baráttuna.
Góð jólagjof að vinna þennan leik og sja Unitwd og Chelsea tapa stigum. Núna verða bara að koma nokkrir sigrar í röð og koma okkur rækilega inni baráttuna um meistaradeildarsætið. tveir útileikir i röð núna og þa þarf að vinna.
Er annars glaður í dag með flott 3 stig 🙂
Tölfræðimoli dagsins:
Sakho og Lovren hafa byrjað 6 leiki saman, 4 af þeim endað með hreinu laki.
Eftir þennan leik vil ég ekki sjá Skrtel starta aftur í miðverði. Hann er alltaf í liðinu þegar liðið míglekur mörkum inn. Sakho og Lovren gætu verið flott miðvarðarpar næstu árin ef þeir haldast heilir!
Menn eru mikið að tala um færið hjá Benteke í lokin en ég held að hann hafi verið rangstæður þegar hann fékk boltann. En ég er ekki búinn að sjá endursýningu af þessu.
Siggi: allt svona kemur inn á https://www.reddit.com/r/soccer nokkrum sekúndum eftir að hlutirnir gerast. Hér er t.d. umrædd sókn: https://streamable.com/smw1
Ekki algjörlega frábær leikur #1, en dugði til sigurs. Færin voru nokkur en við hefðum svosem alveg geta fengið mörk á okkur líka. Eftir rassskellinn við Watford var aldrei annað í stöðunni en að takast á við Leicester með krafti og baráttu.
Sakho og Lovren voru óstyrkir en náðu þó að halda markinu hreinu. Sendingarnar frá þeim voru á köflum ansi tæpar. Með þá tvo og Mignolet nýstigna upp úr meiðslum er ansi magnað að halda hreinu, sérstaklega gegn liði sem hefur skorað og skorað í vetur.
MIðjan var ágæt, lét amk. ekki vaða yfir sig og þar fannst mér Can fara fremstur í flokki. Meiri yfirferð virtist á honum heldur en Henderson. Moreno og Clyne voru sterkir að vanda.
Sóknarmennirnir voru síðan upp og ofan og það er einföld staðreynd að þeir skora of lítið fyrir almennilegt lið. Þá er ég að meina Coutinho, Lallana og Firmino í dag. Slúttin hjá þeim eru bara frekar slök. Hver og einn sóknarmiðjumaður þarf að skora einhver 10 mörk á tímabili + að leggja upp slatta til að maður geti verið ánægður með þá. Ekki einu sinni Coutinho nær því. Enginn þessara leikmanna hefur stöðugleikann sem þarf til að skila liðinu eitthvað uppeftir töflunni og það er pottþétt að við fáum skitu gegn West Ham eða Sunderland. Ekki láta ykkur dreyma um 6 stig úr þeim leikjum.
Að því sögðu þá er það stöðugleikinn sem vantar í liðið og ef hægt verður að berja saman varnarleikinn og hætta að leka stöðugt mörkum þá verður hægt að setja saman seríu af góðri taplausri hrinu. En hvernig hægt er að ná upp stöðugleika í stöðugleikalausa leikmenn veit ég ekki. Vona að Jurgen Klopp viti það.
Smá off topic
http://www.fotbolti.net/news/26-12-2015/asgeir-sigurvins-ein-af-hetjum-jurgen-klopp
Jurgen Klopp’s Journey To The Kop
Í dag sáum við baráttu og kraft, liðið var á tánum og tapaði ekki “öllum” 50/50 einvígum. Pressuðu oftast vel og unnu yfirleitt fyrsta bolta þegar þeir voru að verjast föstum leikatriðum. Því miður klikkuðu úrslitasendingar of oft en holningin á liðinu var fín. Origi var flottur þangað til hann meiddist og Lovren og Henderson bestir að mínu mati.
Liðið er ekki eins lélegt og 2 síðustu leikir gefa til kynna en Lpool eru heldur ekki að fara að vinna deildina. 4 sætið er takmarkið og að mínu mati er það raunhæfur möguleiki ef liðið heldur þeirri baráttu sem við sáum í dag. Sú barátta er að minnsta kosti spennandi eins og staðan er í dag. Fyrir Klopp hafði ég ekki trú á því!
Man þegar miðjumenn vor að setja hátt í 20 stykki á tímabili! Hvað varð um það?
Benteke er algerlega hörmulegur í samanburði við alvöru strikera, hvernig var hægt að klúðra þessu þarna í restina. Mignole var bara heppinn að fá ekki á sig klaufa mark. Samt gott að sjá Liverpool í dag . Sturridge í formi , nýr markmaður og kannski miðvörður í janúar þá getum við farið að keppa um 4 sætið.
Þetta komment er til heiðurs Lallana. Hann var frábær að taka við boltanum og koma honum yfir miðju.
Það stefndi allt í 4-0 sigur þangað til að Benteke kom inná, hann er með alltof stóra tá.
Það stefndi allt í að Lukas skoraði, hann er sá horaði.
Það stefndi allt í að Lallana hitti markið, hann lifir fyrir harkið.
Það stefndi allt í að Origi skoraði hat trick, hann er nú sick.
Það stefndi allt í að Can skoraði í haust, hann skýtur of laust.
Það stefndi allt í að Henderson gæfi fyrir, hann var bara fyrir.
Það stefndi allt í að Benteke hitti í markið autt, hann á að fá rautt.
Sæl öll.
Þetta er hárrétt hjá GOTTA, Benteke var fyrir innan NÆSTsíðasta varnarmann þegar sendingin lagði af stað og því rangstæður. Undirstrikar það sem maður heldur fram um dómara á Englandi, þeir eru mjög daprir. Ágætur leikur í sjálfu sér en hann bretti engu um álit mitt á nokkrum leikmönnum og þá helst Mignolet og Lallana. Liverpool verður að fara æfa betur föst atriði bæði í sókn og vörn.
Voru ekki tveir innan við Benteke þegar hann fékk boltann , varnarmaður og markmaður. Það skiftir samt engu máli algert andskotanns klúður.
Úfff…. mikið nauðsynleg þrjú stig!! Mikið rosalega er nú samt reynslan af brokkgenginu farin að bíta í, því áhangandi gæti ekki verið meira eitthvað rólegur yfir þessum úrslitum! -_- Benteke er ágætur ef hann fær boltann í lappirnar í boxinu… í dag gerði hann það sem hann er bestur í. Það þarf bara að mata hann með þessum hætti og krefjast ekki meira! En stóra hrósið fær liðið allt saman .. það var vilji og kraftur í mönnum og frábært að sjá okkar menn vinna hvert einvígið á fætur öðru á miðsvæðinu. Mikið skelfing þarf þessi barátta að vera til staðar í hverjum einasta fxxxing leik…. !! Koma svo … áfram með smjerið… spila hvern leik eins og hann sé úrslitaleikur.
YNWA
Benteke var rangstæður enda bara einn varnarmaður fyrir innan. Hefði sloppið ef sendingin hefði komið áður en hann fór af eigin vallarhelmingi ef ég skil reglurnar rétt.
En massaflottur og mikilvægur sigur. Það þarf að fylgja þessu eftir með sigri á fokking Big Sam og Sunderland.
Eftir að hafa dregið andann djúpt þrisvar sést náttúrulega að Benteke var kol rangstæður enda er hann það ca 45 sinnum í hverjum leik . Frábær 3 stig og flott hjá okkur að stöðva Lester.
Benteke er einsog með dirk kuyt forðum daga maður blótar honum nógu mikið þá loksins skorar hann…
En þessi leikur var mjög vel spilaður hjá okkur og loksins er klopparinn að fatta hvernig á að leggja upp gegn litlu liðunum sem spila fantabolta dekkunin á Marhez og vardy var til fyrirmyndar í dag
Liverpool aðdáendur. Nú er um að gera að halda sig á jörðinni og anda með nefinu. Góður sigur gegn góðu liði sem sýnir enn og aftur að liðið getur staðið sig gegn bestu liðunum og vel það. En stöðugleikinn er það sem hefur vantað í allan vetur. Stóru nöfnin verða þar að axla ábyrgð og spila eins og starf þeirra sé í hættu í hverjum leik. Benteke og Lallana hafa verið eins og drulluhaugar í vetur og Couthino ekki líkur sjálfum sér nema kannski í örfáum leikjum. Nú þarf liðið að bretta upp ermar og spila fleiri leiki eins og þennan síðasta leik og gegn Man City um daginn.
Þessi Leicester blaðra er við það að springa. Tapa fyrir Man.City næst. Bara eitt lið á vellinum í dag. Ég var búinn að spá þessu 3-0 fyrir okkar menn. Hefði getað ræst ef Henderson hefði nýtt sitt dauðafæri og Benteke hefði skorað úr rangstöðufærinu sínu. 🙂
En vondu fréttirnar eru að þegar ég spáði 3-0 á móti Leicester þá spáði ég líka 2-0 fyrir Sunderland. Ætla að breyta því í 1-0 og enginn annar en Borini skorar markið.
Heyrðuð það fyrst hér.
Sælir félagar
Sá ekki leikinn en er í sjöunda himni með niðurstöðuna. Vonandi er þetta upphafið að betri úrslitum í framtíð en verið hefur í náinni fortíð.
Það er nú þannig.
YNWA
Ég held að við höfum verið að sjá hinn rétta Lovren í dag. Það sást greinilega að hann á að vera hægra meginn í hjarta varnarinar. Þó ég hafi horft á þetta með öðru auganum sá ég mjög vel hvað það fer honum miklu betur að nota hægri löppina, hvernig hann stendur og beitir sér. Velkominn aftur Lovren.
Sahko þarf svo sitt run, smá ryð í honum en ef hann ætlar að meiðast á næstunni vill ég sá vinstri fótar hafsent strax í janúar. Get alveg séð Lovren fyrir mér hægra meginn með almennilegan hafsent með sér.
Bakverðirnir enn og aftur bara ótrúlega fínir. Can öflugur og þarf að ná þessum stöðuleika, algjört tröll og ég var ánægður að sjá hann taka Vardy og strauja hann. Henderson er að koma hægt og rólega til baka og ótrúlegt en satt voru þessir þrír léttleikandi fyrir aftan senterinn bara allir ágætir í dag.
En það þarf samt að koma miklu meira út úr þeim. Fengum assist úr Firminho en ég (og pottétt fleirri) gerum kröfur á LÁGMARK 1 assist í hverjum leik frá einhverjum af þessum þrem. Það er þeirra hlutverk að opna varnir og búa til mörk fyrir sentera sem gerðist í dag og vonandi heldur það áfram. Benteke með frábært mark og guð hvað ég held að hann hefði stokkið í gang hefði hann getað drullast til að skora í lokinn. Vildi komast eins nálægt og hægt var til að gera þetta safe en opið mark rétt fyrir utan teig og auðvelt að skora. Bjáni þarna.
En 3 stig í dag, 5 í meistaradeildarsæti, 11 (kannski 12 eftir þessa umferð) í toppliðið og við ekki farnir að sýna okkar besta. Ég ætla ekki að jinxa neitt en 3 örugg stig í næstu umferð, City – Leicsester og Man Utd – Chelsea og þetta ætti að fara líta ansi vel út.
YNWA
Mikið er gott að sjá Southamptom rústa Arsenal.
Þessi deild er galopin
Sindri #37: leikurinn við Sunderland er svoleiðis allt annað en 3 örugg stig. Held við höfum sagt nákvæmlega það sama um leikinn við Newcastle svona sem dæmi. Menn verða a.m.k. að mæta í leikinn, eins og þeir reyndar gerðu í dag.
Er einhver með link á MOTD ?
39# auk þess er hann síðasti leikur umferðarinnar og okkar menn eru þekktir fyrir það að standast ekki pressuna þegar þeir geta saxað á top4
Lovren frábær í dag. Vorum miklu betra liðið en eins og oft áður ekki nógu beittir þegar átti að klára. Frábær sigur enda lögðu menn sig fram.
Siglfirska vizkan…GOTTI er maðurinn. Ótrúlega léleg dómgæsla hjá AD1 í uppbótartímanum felur ekki klúðrið hjá Benteke svosem, leit illa út…en dómarinn fær ekki starf í bráð held ég.
Annars vill ég nú aðeins leiðrétta skýrsluna hjá honum Óla okkar. Þetta upplegg í dag er alveg klárt 4-4-2 með Firmino og Origi uppi á topp, hátt pressað og öflugt slútt á sóknunum, Leicester pínu teknir á eigin bragði og bara frábær sigur!
Sammála vali á manni leiksins, Lovren beinlínis frábær og þrátt fyrir að Sakho mínum væru stundum mislagðir sendinga- og hlaupafætur þá er þetta klárt mál besta hafsentaparið okkar og þannig á að vinna val á þeim leikstöðum ef þið spyrjið mig.
Can og Hendo bara fínir á miðjunni og þó við höfum verið kantmannslausir eins og vanalega…vissulega vantaði Ibe útaf veikindum sem ég held að hefði annars verið á kantinum. Firmino enn mjög mistækur en hann var nokkuð sprækur svona inn á milli og Benteke gerði það sem þarf.
Annars var ég eiginlega bara glaðastur með hann Mignolet í dag. Hann var frábær, fyrir utan tvær magnaðar vörslur fór hann út í teig af krafti og var fljótur að koma boltanum í leik. Vonandi bara það sem koma skal.
Eins og áður þá heldur maður sig á jörðinni…en þetta var sennilega besta frammistaðan á Anfield í vetur held ég.
Það stóðu sig margir vel hjá Liverpool. En sá sem á heiðurinn af þessum sigri er KLOPP, hann las andstæðingana svo vel að þeir sem hafa verið að skora mörkin hjá Leste rvoru teknir í kennslustund og síðan af velli í seinni hálfleik!! Hahahahaha!!!!!!! KLOBB kanna að lesa andstæðingana og liðið að fara eftir því og það gerðu Liverpool-menn í kvöld!!!!!!!!
Áfram Liverpool!!!!!!!!!!
á gif-inu sem Daníel setur link á sýnist mér dómarin vera að dæma rangstöðu á Liverpool… en annars góður leikur sem hefði getað unnist stærra… En það er alvega makalaust hvað hann Benteke á erfitt með að læra rangstöðuna… En hann er góður leikmaður sem þurfti á þessu marki að halda, vonadi mun það henda honum í gang..
Heilt yfir fannst mér Liverpool miklu betra liðið inn á vellinum. Raunar var liðið svo gott að fyrir mér var það aldrei spurning um hvort liðið var að fara að vinna leikinn og í raun furðaði ég mig yfir því að Leicester væri á toppi deildarinnar. Klopp brást fullkomnlega við andstæðingum og það sást best á því að andstæðingurinn var mjög lítið með boltann og framherjanir þeirra sáust ekki í leiknum.
það sem ég er ánægður með hjá Klopp er að hann virðist bregðast vel við aðstæðum. Núna er hann farin að láta liðið liggja aðeins aftar en nær samt að viðhalda pressu og stjórna leiknum eins og tölfræðin sýnir í þessum leik. Hann virðist bregðast við tapi með því að þróa leikstílinn áfram og ég held að þetta ár fari í að þróa spilamennsku liðsins og miðað við hvað stóru klúbbarnir eru stöðugt að misstíga sig núorðið held ég að þetta snúist fyrst og fremst um stöðugleika. T.d ef Liverpool kemst á sigurgöngu, þá er liðið komið í baráttu um meistaradeildarsæti.
Hvað Benteke varðar, væri ekki ráð að sýna örlitla sanngirni?
Benteke er búinn að skora 5 mörk í 15 leikjum og í mörgum af þessum leikum kom hann inn á sem varamaður og þó hlutfallið mætti vera betra, þá er þetta nú samt mark í þriðja hverjum leik sem þykir nú ekki alslæmt. Hann hefði kannski átt að senda hann á samherja í enda leiksins – en miðað við hvað færið var opið var kannski besti kosturinn að skjóta sjálfur.Hann hefði getað sent hann á Lukas en því fylgir alltaf áhætta. Þetta var einfaldlega óheppni og ekkert annað. Ekki gleyma því að hann skoraði sigurmarkið og sú afgfreiðsla var algjört fyrirtak.
Miðað við færin sem hann hefur fengið, þá er þetta bara spursmál hvenær hann fer að nýtast okkur enn þá betur.
Annars er ég sammála því að Lovren hafi verið besti maður leiksins.Hann hefur reyndar verið það í ansi mörgum leikjum í röð. Miklu minna mistækari undir stjórn Klopp.
Ég var rosa brjálaður í fólkið sem segja Benteki rangstaður, so bara allir seja mer regluna að hann verða að hafa 2 manns fyrir aftan sig úr óvinaliðinu. Það gerir mér smá hissa, vissikki það. En sem betur fer er ekki bara ég sem ekki kann allt i fótboltareglunni, líka hliðarfánadómarinn, en skiftir ekki neinu í heimi, Benteki var eins og Belja með Smelli, hitti bara beint í gaurinn í vonda liðinu. Áfram Liverpol! Við erum betren Chelsee
Enski boltinn er frábær. Allt galopið og allir geta unnið alla. Deildin hefur ekki verið jafn skemmtileg í háa herrans tíð.
Og Liverpool var að vinna góðan, verðskuldaðan sigur á efsta liði deildarinnar á meðan ars og manu skíttöpuðu. Er hægt að biðja um meira?
Yndislegt … bara yndislegt.
Gleðileg Jól og áfram Liverpool!
Darth Wader liklega að fara taka við United….eiginlega anægður með það. Þeir hæfa hvor öðrum. Ofdekraðir og veruleikafirrtir, verður drama þar a hverjum degi hver tekur rista brauðið af hvor öðrum við morgunverðarborðið.
Clyne er klárlega maður leiksins. Þvílík kaup. Benteke er svo bara grín, en rak sig í boltann í af og hann fór inn. Klúðrið í lokin er svo bara á pari við hans getu. Vonandi verður sturge heill fljótlega og líka origi. Sigur er samt sigur, grátum það ekki,heldur fögnum vel 🙂
[img]file:///Users/Siddi/Desktop/IMG_2056.jpg[/img]
Þessi var allavega ekkert rosalega sáttur eftir leikinn.
Skrítin deild samt, Arsenal tapar 4-0 fyrir Southampton. Vonum að Leicester tapi síðan í næstu umferð fyrir City og þá byrja þeir að hrynja niður töfluna. Vonum síðan að Van Gaal fái séns út tímabilið og að við förum að safna nokkrum stigum og þá ættum við að vera komnir í meistaradeildarsæti áður en of langt um líður því ekki sé ég Crystal Palace eða Watford halda þetta út. Arsenal verða meistarar, City í öðru og Tottenham í þriðja. Vonum síðan að við getum hirt þetta fjórða sæti. Veit samt ekki hversu oft maður hefur sagt þetta og verið síðan sleginn fast niður í næstu umferð en vonum það besta eins og alltaf 🙂
Annars var stemningin á Anfield mjög fín í dag!
file:///Users/Siddi/Pictures/iPhoto%20Library/Masters/2015/12/27/20151227-005229/IMG_2054.JPG
[img]http://postimg.org/image/tmrs9etax/[/img]
[img]http://postimg.org/image/br8xhjr6n/[/img]
Þessar tvær myndir áttu að koma með síðasta commenti
http://postimg.org/image/4lulc8zbt/
http://postimg.org/image/br8xhjr6n/
Virkar greinilega ekki að setja myndirnar inn en hérna ættu þær að vera
Frabær sigur og gefur manni von á nyjan leik varðandi CL-sætið.
Mikið rosalega er ég sáttur við að Firmino og Benteke kláruðu þetta því þá þarf ég ekki að pirrast út í þá meira í billi 🙂
Daníel :20
Sjáið leikmann númer 19 hjá Leicester, þvílíkur sprettur, kemur í veg fyrir að Lucas nái að skalla í markið. Þetta er hugarfarið sem hefur komið Leicester á þennan stað sem þeir eru verðskuldað á.
Þetta var tekið með skóhorni.
Smá hvíld fram að Sunderland, gott að þurfa ekki að spila á morgun.
Menn þurfa að vera klárir.
Janúar verður svo hressilegur WH úti og Ars og scums heima.
Menn þurfa að stimpla sig rækilega inn með næðinginn frá galopnum glugga niður hálsmálið.
YNWA
Jólabrandarann þetta árið á enginn annar en Daniel Plástrann
http://www.teamtalk.com/news/im-ready-to-return-says-liverpool-star-sturridge
Ég elska Klopp…. 😀 Tilsvörin hjá honum eru bara rjómi…
When asked about the chase for Champions League football, he said: “You cannot believe how uninteresting this is for me at this moment.
“We don’t have to dream, there is no time, we cannot even celebrate a win.
“We cannot really feel bad after a defeat, because we don’t have time, we always have to stay up and be concentrated on the next game.
“Talk about it all you want, I’m not interested in this moment.”
Já, Benteke var alveg kolrangstæður. Ég tók ekki eftir því þegar ég horfði á leikinn. Línuvörðurinn ekki að elta næst aftasta mann Leicester greinilega.
Þessi endir á leiknum fær mann til að spá í hvað svona lítil atriði geta skipt sköpum varðandi úrslit leiksins, og síðan á upplifun okkar á frammistöðu leikmanna. Nú voru einkunnir leikmanna eftir Leicester leikinn gjarnan í 7-8 að jafnaði (auðvitað misjafnt eftir álitsgjöfum, hér er ein slík einkunnagjöf: https://i.imgur.com/sR26cY6.png). En gefum okkur t.d. eftirfarandi tvær mögulegar útkomur, og ímyndum okkur að Benteke hefði ekki verið búinn að skora markið sem hann þó skoraði á sextugustu og eitthvað mínútu:
a) Benteke (eða Lucas) hefðu skorað úr sókninni í lokin
b) Sóknin hefði farið eins og hún fór, nema að Leicester hefðu síðan skorað í næstu sókn á eftir.
Það væri hreinlega gaman að gera samanburðarrannsókn á þessu einhverntímann: fá tvo hópa af aðdáendum til að horfa á leik, nema að það væri leikur þar sem væri búið að taka upp endinn fyrirfram, og þá tvo mismunandi endi. Annar hópurinn sæi leikinn þar sem Benteke skorar í síðustu sókninni, en hinn þar sem Leicester skorar í gagnsókninni. Sjá svo hvort einkunnagjöfin væri misjöfn. Eitthvað segir mér að hún hefði orðið öðruvísi í seinna tilfellinu, hefði e.t.v. endað á bilinu 5-7 eða svo. Í þessu tilfelli væri samt eini munurinn samt sá hvernig síðasta mínútan hefði spilast, og hugsanlega lægi munurinn bara í því hvort dómarinn hefði flaggað rangstöðu eða ekki.
Bara pæling, hef svosem ekki mikla trú á að þetta verði prófað, en gaman að velta þessu fyrir sér…
Jæja enn og aftur eigum við seinasta leikinn í umferðini, núna verðum við að taka 3 stig á miðvikudaginn og henda okkur í 7 sætið og jafna Scum á stigum!
Öll lið spila tvo leiki á þremur dögum í þessari törn.
En ég skil ekki afhverju liverpool þarf að spila á miðvikudaginn mjög seint 19:45 og svo snemma á föstudegi 12:45 – afhverju ekki bara 15 eða 17:30 fyrst að þeir voru að spila svona seint ?
En ég vona að Klopp átti sig á álaginu(ekki vanur að stýra liði í gegnum svona) og að hann viti að hann þarf að rótera liðinu mikið í gegnum þessa tvo leiki. Leikmenn eins og Joe Allen, Lucas og Ibe þurfa að byrja einn af þessum tveimur leikjum. Ég reikna svo ekki með hápressu á miðvikudaginn til að byrja með og mun liverpool keyra upp hraðan frekar í síðarihálfleik.
#63 Það er umferð 2 jan sem er laugardagur
Jebb, gleymdi einum degi svona í lok árs 🙂
Sammi sopi hja Sunderland er örugglega buinn með einn koniak eða tvo i jolafriinu. Vonandi verður hann þunnur og stillir upp tveim markmönnum.
Virðist eitthvað vera að frétta af lánsmönnunum… væri alveg til í að sjá svona tilþrif hjá okkur af og til 🙂
https://vine.co/v/iqqmE3mlQ3u
Netið hja mer er hægt er einhver með link a MOTD
sæilir piltar ég er mikill lallana maður en ég rakst á áhugaverða tölfræði um kauða á netinu í gær og hún hljómaði svona Adam lallana hefur skorað 1 mark í síðustu 27 deildarleikjum fyrir lfc er þetta rétt ? ef svo er þá er þetta Hörmuleg tölfræði fyrir sóknarmiðjumann liðsins
Dásamlegt lið 🙂