Arsenal á miðvikudaginn

Gengi Liverpool síðustu vikur og mánuði hefur verið afar óstöðugt og mætti helst líkja því við stirðbusalegan waltz dans. Eitt skref áfram, eitt til hliðar, eitt til baka, eitt til hliðar, eitt áfram og svo framvegis. Liverpool gjörsamlega slátrar Chelsea, Southampton og Manchester City úti, kreistir fram sigra gegn Leicester, Sunderland og Swasea og tapar svo stigum gegn West Ham, Watford, Newcastle og WBA. Þetta er orðið nokkuð þreytandi og getur maður ómögulega undirbúið sig fyrir hvað er í vændum fyrir hvern leik.

Jurgen Klopp er að gera margt mjög jákvætt hjá félaginu þó manni finnist maður enn eiga eftir að sjá aðeins meira hans auðkenni á liðinu og stöðugari framfarir. Það held ég að geti ekki alveg skrifast allt á hann enda virðist þessi leikmannahópur, þó góður sé, einhvern veginn ekki smella saman eins og hann ætti að gera. Manni finnst oft á tíðum eins og margir leikmenn vilji sækja í sömu svæðin, spila sömu stöður og hlutverk og að erfitt sé fyrir þjálfarann – hvort sem hann heitir Jurgen Klopp eða Brendan Rodgers – að finna þetta fullkomna jafnvægi í liðinu og þá sérstaklega í sókninni.

Ég var alveg viss um það að þegar ég myndi gera þessa upphitun þá myndi ég velta því fyrir mér hvort hinn nýji leikmaður Liverpool myndi koma beint í byrjunarliðið eða þá allavega vera í hóp í leiknum þar sem Klopp var búinn að lýsa því yfir að hann og kaupnefnd félagsins myndu reyna að bæta við einum leikmanni eða svo til að geta fyllt upp í lið. Útlitið var nú ekki bjart þegar ALLIR miðverðir Liverpool voru meiddir í einu. Ekki einn. Ekki tveir. Ekki þrír. ALLIR!

Mamadou Sakho, Dejan Lovren, Martin Skrtel, Joe Gomez og Kolo Toure allir meiddir eða tæpir fyrir helgi. Je minn eini. Jordan Williams, Lloyd Jones og Dan Cleary sem hafa spilað þessa stöðu með varaliðinu eru líka meiddir. Meira að segja Tiago Ilori sem var kallaður til baka úr láni frá Aston Villa er nýkominn upp úr meiðslum og ekki í leikhæfingu. Jose Enrique var rifinn upp úr nýja sófasettinu, þvingaður til að setja leikjatölvuna á pásu, þurrka af sér brúnkukremið, skella sér á hoverboard-ið sitt og spila miðvörð gegn Exeter í bikarnum um helgina. Ég held ég geti fullyrt að það verði ekki gert aftur.

Jurgen Klopp, sem virðist hafa gleymt rakvélinni sinni í Þýskalandi þegar hann flutti, kom eins og jólasveinn á blaðamannafund í dag og færði jákvæðar fréttir að gjöf til stuðningsmannana. Við þurfum ekki að reikna með Enrique í miðverðinum því Kolo Toure – sem var frábær gegn Stoke – ætti að vera klár og Sakho vonast til að vera það líka, ef hann verður ekki klár þá gaf hann í skyn að Lucas gæti þurft að leysa af í miðverðinum. Jordan Henderson og Jordon Ibe eru líka klárir í slaginn aftur og munar um það en Lovren, Coutinho og Skrtel eru enn frá – og guð má vita hvað er að frétta af Sturridge.

Jurgen Klopp talaði um það fljótlega eftir að hann kom til félagsins að hann væri ekki sérstaklega hrifinn af því hve margir af efnilegustu leikmönnum liðsins væru á láni út um allar trissur og vildi helst halda sem flestum nálægt sér. Hann var ekkert að grínast. Á síðustu dögum hafa þeir Kevin Stewart, Ryan Kent, Seyi Ojo og nú síðast markvörðurinn Danny Ward verið kallaðir til baka frá lánsfélögum sínum. Allir voru þeir að gera gott mót – þá sérstaklega Ward sem var af mörgum talinn hafa verið besti markvörðurinn í skosku deildinni og átti hann stóran þátt í að liðið er í toppbaráttunni þar í landi. Þessir strákar, fyrir utan Danny Ward, léku gegn Exeter ásamt leikmönnum eins og Cameron Brannagan, Connor Randall og markaskorurunum Jerome Sinclair og Brad Smith. Hugsanlega gætu einhverjir þessara leikmanna fengið tækifæri á næstu vikum og líklega verða einhverjir þeirra í hóp gegn Arsenal.

Mignolet

Clyne – Kolo – Sakho – Moreno

Milner – Lucas – Can

Ibe – Firmino – Lallana

Bekkur: Ward, Henderson, Benteke, Smith, Allen, Ojo, Brannagan

Ég ætla að giska á að þetta verði liðið. Sé Sakho ekki heill þá held ég að Lucas detti í miðvörðinn og Henderson eða Allen á miðjuna – það fer eftir því í hvaða standi Henderson er í. Benteke hefur ekki beint verið að heilla menn upp úr skónum þó hann hafi skorað mikilvæg mörk og finnst mér erfitt að sjá fram á að hann byrji uppi á topp á miðvikudaginn og Klopp muni reyna að ná svipuðu út úr Firmino og úr leikjunum gegn Chelsea og City. Ég hugsa að Ibe komi aftur í liðið og taki þá skarð Coutinho við hlið Adam Lallana. Clyne, Moreno, Lucas, Lallana, Firmino, Milner og félagar fengu dýrmæta hvíld gegn Exeter og verða líklega ferskir fyrir vikið.

Varaliðið var að spila í kvöld og tóku þeir Ryan Kent, Chirivella, Jerome Sinclair og fleiri spiluðu í þeim leik svo ólíklegt er að þeir verði á bekknum. Hins vegar voru þeir Brannagan, Ojo, Smith og Stewart ekki með og gæti það gefið smá merki um að þeir gætu verið í leikmannahópnum gegn Arsenal. Ward held ég að komi beint inn í hóp á kostnað Bogdan sem hefur heldur betur gripið í tómt þegar hann hefur fengið tækifæri upp á síðkastið og held ég að Ward komi inn sem maðurinn til að anda í hálsmálið hans Mignolet. Er mjög hrifinn af þeim strák by the way, hann er flottur markvörður.

Af Arsenal er annars bara allt gott að frétta held ég. Þeir eru á toppi deildarinnar og líta bara virkilega vel út – jafnvel þegar þeir eru ekki einu sinni góðir. Þeir eru að breyta töpum í jafntefli og jafnteflum í sigrum. Þeir eru með góða vörn, vel spilandi miðju og öfluga sókn svo þetta verður erfiður leikur fyrir Liverpool – sérstaklega með svona vængbrotið lið. Leikur liðsins í leikjum gegn öðrum ‘stórliðum’ undir stjórn KLopp hefur verið mjög góður og vonandi verður svipað upp á teningnum á miðvikudaginn. Klopp hefur held ég ágætis record gegn Wenger þegar þeir hafa mæst – maður þarf alltaf að koma þessu að því hann hafði víst ágætt record gegn Mourinho og Pellegrini líka 🙂

Ég held að Coquelin, Cazorla, Welbeck, Wilshere og Rosicky séu allir meiddir hjá Arsenal og Wenger gaf í skyn að Alexis Sanchez… mér verður óglatt að hugsa um Sanchez eftir sumarið örlagaríka árið 2014. Suarez, Sanchez, Balotelli… Nei, ég er ekki kominn yfir þetta enn þá. Allavega, hann ætti ekki að vera með gegn Liverpool svo við fögnum því.

Í hvert skipti sem ég reyni að spá í stóran leik sem ég hita upp fyrir þá tekur bjartsýnin völdin, enda er glasið mitt yfirleitt frekar hálf fullt en hálf tómt, og sú spá rætist aldrei svo ég hugsa að ég reyni að jinxa þetta ekki. Áfram Liverpool, náum góðum leik á Anfield, sigur og vonandi fáum við að sjá tómatsósuflösku effect í kjölfarið!

21 Comments

  1. ég hef trú á því að Ojo eigi eftir að taka mikinn þátt í leiknum… Kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi leiða sóknaleikinn á einhverjum tímamótum leiksins með þá Firmino og Lallana fyrir afta sig.. Hann gæti nefnilega notað sinn ótrúlega hraða í að slátra Mertesacker og Koscielny, þeir tveir eru þokkalegir sleðar…. væri alveg til í að sjá þessa uppstillingu

    Mignolet
    Clyne Toure Sakho Moreno
    Henderson Emre Can Milner
    Firmino Lallana
    Ojo

  2. næstu 2 leikir eru 6 stig til okkar. vinnum stóru leikina og skítum svo gegn smærri liðum. .

  3. Spot on með liðið held ég.

    Mikið vona ég að Ward hirði þessa stöðu. Óþolandi markmenn sem eru núna hjá liðinu.

    Ef við ætlum að eiga séns á topp4 þarf að vinna þennan leik og líka þann næsta og sennilega dugar það ekki nema eitthvað end product verði keypt í janúar. Í dag höfum við Lallana sem með 5 mörk og 6 stoðsendingar í 43 deildarleikjum fyrir Liverpool sem er slæmt í fallbaráttuliði. Mikið sakna ég Kuyt eftir að hafa horft á Lallana snúa sér í hringi í 1.5 ár og gera ekkert.

    Ef Henderson er klár og getur byrjað á hann að koma inn fyrir Milner en mér finnst nú ólíklegt að hann geti byrjað. Vill samt helst ekki sjá Milner spila meira. Hann er með 160 þús á mánuði eða eitthvað álíka sem er eiginlega verra en Rooney á 300. Blindfullur gaurinn sem sér um fjármálin hjá klúbbnum.

    Benteke vil ég ekki einu sinni hafa í hóp. Selja hann bara strax eins og Keane. Glórulaus kaup og það munu öll svona kaup verða, til eilífðar. Bony var hugmyndin á undan. Hversu clueless er þessi Rodgers eiginlega.

    Finnst mjög ólíklegt að þessi leikur endir vel en við höfum reyndar stígið upp gegn erfiðustu andstæðingunum. Þetta fer 1-0 fyrir okkur eða 0-4 fyrir þeim.

  4. Fréttir um það núna að Liverpool ætli að fá Steven Caulker að láni í vörnina. Vitið þið eitthvað um þennan strák?

  5. #5 Lovren Sktrel og Sakho hafa ekki átt slæma leiki? Þetta er lánsdíll sem er fínt, þá er hægt að stoppa það að fara í panic kaup og kaupa almennilega í sumar.

  6. Hvernig er með félaga Andre Wisdom? Er hann á einhverjum perma lánsdíl?

  7. Þetta með Caulker hlýtur að vera grín, ef ekki hjálpi okkur einhver æðri máttur.

  8. Annars er þetta gott dæmi um hvað maður veit ekki rassgat hvað er að gerast á bakvið tjöldin hjá Liverpool, þetta endalausa slúður á sér aldrei neina staðfestu.

  9. Steven Caulker er bara hugsaður sem redding í 2 vikur eða svo á meðan miðverðir okkar eru að komast í lag. við skulum alveg anda rólega. Hefði orðið nett pirraður ef við hefðum keypt miðvörð fyrir 10-12 m. á þessum tímapunkti á meðan sóknin er vandamálið.

    Fögnum þessu, þetta segir mér að peningarnir fari í eitthvað annað sem er mikilvægara 🙂

  10. Ég skil ekki alveg reiðina yfir þessu Caulker láni. Við fáum reyndan miðvörð úr Úrvalsdeildinni, mann með landsliðsreynslu á besta aldri inn frítt (fyrir utan launakostnað) til að redda okkur í mjög erfiðri stöðu.

    Ég veit ekki hvort menn vissu það en fkn Jose Enrique spilaði miðvörð í síðasta leik, ekki til þess að hvíla einhvern – vegna það að það var enginn annar til taks! Með honum var svo ungur maður með 3 leikja reynslu úr EPL og engan þeirra fyrir Liverpool.

    Mér finnst þetta mjög rökrétt skitaredding og það gæti vel verið að Caulker komi okkur á óvart, gefi sig allan í verkefnið og spili sig inn í langtímaplön. Ekki gleyma að hann er bara 24 ara, langt frá því að vera aldur sem miðverðir toppa á. Hann var að spila sem miðvörður í liði Spurs sem fór í meistaradeildina þegar hann var tvítugur. Árið á undan því var hann 19 ára að spila sem miðvörður hjá BR í Swansea. Það er því eitthvað í þennan dreng spunnið.

    Ég skil því ekki alveg áköll Gústa Th um æðri mátt hér að ofan. Ég myndi frekar telja það ákall eðlilegt ef við hefðum EKKI fengið inn nýjan miðvörð til að covera þennan mikla meiðslatíma. Frábært að við duttum niður á þessa lausn segi ég.

  11. Það er eitthvað svo fáránlega skrýtið með þennan steve caulker…..

    Þetta er varnarmaður sem er í eigu qpr sem spilar í champion deildinni, er í láni hjá liði í neðri hluta úrvalsdeildarinnar, fær samningi sínum rift bið það félag til að gera annan lánssamning við lið í efri hluta úrvalsdeildarinnar!!!!!
    Þetta er svo furðulegt að það væri ekki einu sinni hægt að ljúga þessu…..

    Nota bene þá er qpr í 16 sæti…..

  12. Miðað við skrif sumra hérna í þessari umræðu og svo um Caulker þennan hér fyrir ofan er alveg ljós að það er alveg glórulaust að hafa allan þennan mannskap á launum hjá LFC (og kannski hjá fleiri klúbbum) – en ekki ráða suma af ykkur. Hvað eruð þið eiginlega að hokra á Íslandi…?

  13. Ég, eins og fleirri hér, er með fótboltaæði. Ég reyni að horfa á sem flesta leiki og ég hef örugglega séð nokkra leiki með Caulker. Einn er minnisstæður og það var gegn Southampton nú ekki fyrir löngu síðan þar sem ég dáðist af spilamennsku Liverpool. Ég var ekkert sérstaklega að taka það úr leiknum hvað Caulker hafi verið slæmur, og ég bara veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann pælt í því hvorki á meðan leik stóð né eftir hann. Að sama skapi held ég að ég hafi aldrei horft á leik með Caulker og hugsað hversu óttalega slakur miðvörður hann sé. Eigum við ekki að slaka á með dómana, ég er nokkuð viss um að myndin af Caulker í hausnum ykkar er einunigs unnin út frá 6-1 tapinu þar sem, eins og ég, þið flestir hafið örugglega ekki pælt í hversu slakur hann er (Hversu marga slaka leiki eiga okkar núverandi miðverðir í vetur?)

    Að öðru skiptir engu hvaða núverandi liði hann er samningsbundin. Stundum er nóg af breyta um umhverfi og spilamennskan þín breytist.

    Ég vona innilega að hann standi sig þannig að hann vinni sér inn byrjunarliðssæti. Ég ætla allavegana að sleppa sleggjudómum þangað til annað kemur í ljós.

    Velkominn Caulker

  14. Recordið hjá Klopp gegen Wenger: W2 D1 L3 (D L 11/12 – W L 13/14 – W L 14/15)

    Virtist alltaf vera 50/50 gegn þessu Dortmund liði.

  15. Sælir félagar

    Þetta verður erfiður leikur og ekkert sem bendir til góðrar niðurstöðu. Vonum hið besta og hvað nýja miðvörðin varðar þá var nú ekki margt annað í stöðunni held ég.

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Gefið að menn séu heilir og tilbúnir í átök, þá er þetta byrjunarliðið sem ég vill sjá í kvöld:

    [img]http://i.imgur.com/KIKzqwg.png[/img]

Dregið í bikarnum

Caulker til vors! (Staðfest)