Þetta flokkast undir leikmannakaup en ekki slúður af því að þetta er, í mínum huga, eins endanlegt svar og ég get hugsað mér. Á opinberri heimasíðu Man Utd segir Sir Alex Ferguson eftirfarandi setningu:
“I can assure you, Liverpool will not be getting Gabriel Heinze. [..] We can put that to bed right now and we have done so. We have had a couple offers for him and we have turned them down.”
Þar með er þessari umræðu lokið, og niðurstaðan er nákvæmlega sú sem ég fullyrði að allir nema bjartsýnustu menn hafi búist við. Það er ekki séns í helvíti að Manchester United selji stórgóðan varnarmann til Liverpool FC. Heinze er góður leikmaður en það er ljóst að Rafa Benítez þarf að róa á önnur mið ef hann ætlar að styrkja vinstri hlið varnarlínu sinnar.
Ég verð að játa, persónulega, að mér er hálf létt. Jú, Heinze er góður varnarmaður og mikill baráttujaxl og kannski hefði hann getað orðið góð viðbót við varnarhóp okkar, en bagginn sem hann hefði komið með með sér hefði einfaldlega verið of stór að mínu mati. Við erum að tala um Gabriel Heinze, leikmann Manchester United. Ekki einhvern gæja frá Belgíu eða Spáni, heldur frá hinum enda hraðbrautarinnar. Einn erkifjendanna.
Það verður spennandi að sjá í hvaða átt Benítez snýr sér úr þessu. 😉
Ég held reyndar að Ferguson ráði þessu ekki alveg. Heinze getur að ég held keypt upp samninginn sinn við Man U (þar sem hann er kominn á þann aldur) og farið þannig til Liverpool.
Ég hef hins vegar aldrei sett mig almennilega inní þær reglur, þannig að ég er ekki viss.
Var ekki verið að segja að að Heinze væri með klásu í samningnum sínum uppá 6 milljónir sem gerði honum kleift að fara. Síðan sagt í morgun var sagt að Bene hafði boðið sex millur og United neita því. Þeir geta ekki neitað því tilboði ef þessi 6 milljón klása er í samningnum hans.
Mig minnir að til þess að geta gert það, þá þurfir þú að tilkynna það liðinu þínu á ákveðnum tímapunkti (held að það sé fyrir lok tímabilsins).
Loksins hægt að fagna einhverju af þvaðrinu sem kemur frá Ferguson!
Óháð því að Heinze er Manc-dr**** þá skil ég ekki hvers vegna allir eru svona hrifnir af honum. Hann er endalaust grófur, spilar meira með olnbogunum en fótunum og hann virkar ekkert sérstaklega traustur sbr. HM og Copa América.
Svo ég setji endapunkt á þetta
“Had the full-back stated his intent to pay up the remainder of his two-year United contract within two weeks of the season ending, Ferguson could not have stopped a move to Liverpool.” – http://football365.com Mikið er ég feginn að þurfa ekki að missa hann til ykkar. Mér sýnist sem liðið ykkar sé líka tilbúið. Ættuð að geta gert atlögu í ár sýnist mér.
THANK GOD að hann kom ekki !! sívælandi og er reglulega tekinn í kennslustund af mönnum sem hann mætir af hægri kanti andstæðinganna !
Einhverjir netmiðlar hafa eftir umboðsmanni Giorgio Chiellini, vinstri bakverði Juventus, að Liverpool hafi boðið 5M P í hann en að Juve vilji fá nær 7 milljónum. Það verður spennandi að sjá framvindu mála þarna.
Vona samt að okkur takist að ná Heinze – hörkunagli sem færi beint inn í vinstri bakvörðinn okkar, enda er Riise veikasti hlekkurinn í liðinu.
Úff, sammála því. Hef aldrei verið jafn ánægður að heyra einhver orð koma úr skolti Ferguson. Heinze finnst mér ekki vera nein bæting á því sem fyrir er hjá okkur og fyrir utan það þá gúddera ég hreinlega ekki að fá leikmann frá Man U. Margir fleiri fiskar í sjónum og ég get vel hugsað mér þennann Chiellini sem backup fyrir þessar stöður sem við erum að leita eftir. Hann er ungur, getur coverað bæði vinstri bakk og miðvörðinn og er ítalskur landsliðsmaður. Já takk.
Chiellini er frábær. Held samt að hann geti bara coverað vinstri bakvörðinn frekar en miðvörðinn en ég held að það sé ekki langt í að Chiellini verði kominn með fast sæti í ítalska landsliðinu sem vinstri bakvörður þar.
Kemur fram á Liverpool.is.Að leikmenn verði að tilkynna félagi sínu að þeir kaupi upp samnig sinn halfum mánuði eftir að timabilinu líkur.
Strákar, Rafa ætlaði aldrei að kaupa Heinze….
Þetta var bara wind-up og stríðni útí okkar hataðasta andstæðing.
Klárt merki um að Liverpool sem klúbbur sé núna kominn með sjálfstraust til að stunda svona sálfræðitrikk og minna önnur lið á sama tíma á söguna.
Það fer nefnilega helst enginn leikmaður á milli þessara liða og þetta gerði Ferguson alveg brjálaðan.
Ég er mjög ánægður með Rafa að þessu leyti, hann sýnir af sér pínu og hroka stundum og ber ekki alltaf virðingu fyrir hefðum. Kommentin um Everton í fyrra voru t.d. algerlega priceless! 😉
Til að vinna ensku deildina þarftu að bera yfir þér hæfilegt magn af hroka og gera önnur lið hrædd við þig. Þetta hefur vantað pínu hjá Liverpool undanfarna áratugi.
Leitin að betri vinstri bakverði en Riise heldur samt áfram. Veit nú ekki með Chiellini. Rafa er annars ekkert að fara kaupa gamlan leikmann eins og Heinze í stað Riise nema hann bæti stöðuna töluvert. Það gerir Heinze einfaldlega ekki og því varð þetta alltaf stormur í vatnsglasi.
ágætt finnst mér, hef oft rifist við vin minn um þennann leikmann og mín skoðun er sú að hann er týpískur man u maður, svona keane hugarfar, “ef hann fer framhjá mér þá meiði ég hann” og finnst það ekki passa inní hið stóra hjarta Bítlaborgarliðsins. finnst hann ekkert svo hæfileikaríkur leikmaður, meira svona ofvirkur brjálæðingur sem afarsjaldann tekur boltann af andstæðingnum án þess að meiða hann, afar geldur framávið, svo bara sú staðreynd að hann spilar með The scums of Ferguson.
Hérna er smá samantekt með Giorgio Chiellini.
http://www.youtube.com/watch?v=hky9y0WQxNg
Heinze, nei takk!
Ekkert merkilegur leikmaður, Riise er betri en hann þó Riise sé ekki world-class. Vil láta Riise, Aurelio og Insua berjast um leftback hjá okkur.
Ef einhver gæti látið hér inn link þar sem að maður getur séð Auxerre-Liverpool að þá væri hann algjör lifesaver.
Get kannski náð því, er að fara suður kl. 12.00. Geri mitt besta.
http://85.92.128.155/~myp2p/Matches/Match2.htm
http://sopcast.com/ <- til að horfa.
Ætti að virka. Leikurinn byrjar 13.
Takk
Hringdi Rafa í þig í morgun Arnór?