Samanburður milli ára

Það er fátt rætt meira þessa dagana á meðal stuðningsmanna, en leikmannahópar liðanna í enska boltanum. Sitt sýnist hverjum, en ljóst er að mikið fjör hefur verið á markaðinum. Hefur Liverpool styrkt sig eða ekki? Mitt álit, JÁ. Ekki bara styrkt sig, heldur styrkt sig umtalsvert. Skoðum mann fyrir mann hverjir hafa komið í stað hverra miðað við hópinn sem hóf síðasta tímabil, og hópinn sem við höfum núna (jafnvel á eftir að bætast í hópinn hjá okkur):

Inn: Scott Carson
Út: Jerzy Dudek

Inn: Álvaro Arbeloa
Út: Jan Kromkamp

Inn: Emiliano Insúa
Út: Stephen Warnock

Inn: Jaiver Mascherano
Út: Salif Diao

Inn: Lucas Leiva
Út: Bolo Zenden

Inn: Sebastian Leto
Út: Darren Potter

Inn: Yossi Benayoun
Út: Luis Garcia

Inn: Ryan Babel
Út: Mark Gonzalez

Inn: Andriy Voronin
Út: Robbie Fowler

Inn: Fernando Torres
Út: Craig Bellamy

Þetta finnst mér vera afar mikil styrking á leikmannahópi liðsins. Ég er líka ánægður að sjá að Rafa Benítez er ekkert hræddur við að viðurkenna mistök á leikmannamarkaðinum. Jan Kromkamp var ekki búinn að vera í heilt ár hjá liðinu og þeir Mark Gonzalez og Craig Bellamy voru bara búnir að klára eitt tímabil hjá okkur. Það sem meira er, við komum út í ágætum gróða af þessum þremur köppum. Það er aðeins í einu tilviki þarna sem ég tel að hægt sé að segja að við höfum ekki styrkt stöðuna. Warnock var vinstri bakvörður númer þrjú hjá okkur og í staðinn kom einn bráðefnilegur frá Argentínu. Yossi mun væntanlega geta gert betur í Úrvalsdeildinni heldur en Luis, en það eru fáir sem slá honum við þegar kemur að Meistaradeildinni. En mikið hrikalega er maður orðinn spenntur fyrir komandi tímabili.

Annars er leikur klukkan 13:00 gegn Auxerre. Ég hreinlega veit ekki hversu margir eiga tök á því að sjá hann. Við munum allavega greina frá honum hérna inni síðar í dag.

25 Comments

  1. Á að vera hægt að fylgjast með leiknum á netinu með sopcast forritinu í gegnum setanta rásina sjá hér:
    http://85.92.128.155/~myp2p/Matches/Match2.htm

    Varðandi hópinn í dag þá lítur hann bærilega út en ekki má þó gleyma því að líkt og Gonzales í fyrra þá eru nokkrir þarna sem koma með miklar væntingar en eru jafn stór spurningarmerki og speedy var á sínum tíma. Og ekki eru þessir æfingaleikir alveg markverðir, man t.d. eftir stórgóðri frammistöðu Bruno Cheyrou í æfingaleikjum á sínum tíma. En þetta lítur þó vel út og nokkur ástæða til þess að vera bjartsýnn.

    En ég er líkt og margir aðrir orðin verulega spenntur fyrir fyrsta leik og það er algert lykilatriði að byrja vel og að Torres finni sig og skori fljótlega.

  2. Sæll Kristinn J, þarf ég að ná mér í þetta sopcast forrit? Eða er nóg fyrir mig að ýta á PLAY takkann á síðunni þegar leikurinn er að byrja?

    Annars líst mér vel á komandi tímabil. Rafa er að fá þá menn sem hann vill, það veit bara á gott. Frábær síða hjá ykkur drengir.

  3. Snilld þetta *SOPCAST…
    verður hægt að horfa á ensku úrvalsdeildina á þessu???

  4. Svona þegar maður er í vinnuni….
    annars ætla ég klárlega að fá mér sýn2

  5. Auðvitað er þetta alltaf stórt spurningamerki. Gonzalez farinn eftir að hafa verið langt frá því sannfærandi, Babel í staðinn og hann þarf nú ekki nema að standa undir helmingnum af væntingunum til að vera tvöfalt betri en hann.

    Já, Salif blessaður var óheppinn að vera hluti af leikmannahópnum við upphaf síðasta tímabils og lenda í þessum hnífjafna samanburði við Javier 🙂

  6. Heinze gæti komið eftir allt saman og orðið síðasta púslið í vörnina þetta tímabil
    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2007/07/20/gabriel-heinze-see-you-in-court-fergie-100252-19485278/

    Góður strákur sem lenti í slæmum félagsskap en vill vinna sig út úr því 😉

    Burtséð fá því hvort ég sé einhvað ólmur í að fá hann til Liverpool, þá má hann alveg koma undir þessum kringumstæðum 😉
    sama hvað gerist, ef þessi frétt hefur einhvað sannleikskorn þá þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að verða vinsæll á Anfield 😉
    p.s. kann ekki að setja inn link??

    Varðandi hópinn:
    Inn: Scott Carson Út: Jerzy Dudek – svipað
    Inn: Álvaro Arbeloa Út: Jan Kromkamp – AA virkar öllu sterkari
    Inn: Emiliano Insúa Út: Stephen Warnock – of snemmt að dæma
    Inn: Jaiver Mascherano Út: Salif Diao – hahahahaha
    Inn: Lucas Leiva Út: Bolo Zenden – of snemmt að dæma
    Inn: Sebastian Leto Út: Darren Potter – of snemmt að dæma, kemur samt ekki mikið við hópinn hjá aðalliðinu enda Potter ekki oft þar
    Inn: Yossi Benayoun Út: Luis Garcia – sammála SStein, líklega betri í deildinni
    Inn: Ryan Babel Út: Mark Gonzalez – ég ét hattinn hans SSteins ef Babel verður ekki aðeins betri (ekki segja mér að þú gangir með hatt)
    Inn: Andriy Voronin Út: Robbie Fowler – mjög mjög mjög leiðinlegt að segja það en þetta virðist styrkja hópinn og framlínuna töluvert.
    Inn: Fernando Torres Út: Craig Bellamy – Aðeins meiðsli geta gert það að verkum að Torres verði ekki betri en Bellamy, gæti þó þurft eitt tímabil til að aðlagast.
    En með þennan hóp tel ég nokkuð ljóst að það verður ennþá meira róterað milli leikja heldur en í fyrra

  7. Ég verð að spyrja, er ég sá eini sem fæ Sopcast ekki til að virka? Ég svoleiðis lá yfir þessu forriti fyrir Bremen-leikinn til að geta horft á hann úr vinnunni, en þetta bara vildi ekki virka. Spilarinn situr bara kyrr og “bufferar” leikinn endalaust án þess að sýna nokkuð. Og já, ég prófaði allt mögulegt troubleshoot.

    Ætlaði Andri Fannar kannski að redda einhverju betra? Geta menn séð þetta í Sopcast? Af hverju virkar þetta bara hjá sumum?

  8. Jæja þá er farið að styttast í fjörið og bjartsýni stuðningsmanna Liverpool álíka mikil og fyrir ári síðan. Man að á síðasta ári voru menn nánast vissir um að við yrðum meistarar eða allavega í harðri baráttu um titilinn. Þá voru menn svo rosalega vissir um að nýju mennirnir myndu styrkja liðið alveg gríðarlega. Það sem gerðist var að liðið spilaði mun verr en tímabilið 05-06. Nú er aftur búið að versla slatta af mönnum. En þarf Liverpool að kaupa slatta af mönnum?? Ég segi NEI.
    Ég hef lengi verið talsmaður þess að kaupa færri leikmenn en dýrari og þá væntanlega betri. Ég geri mér fulla grein fyrir því að engin trygging er fyrir því að dýrir leikmenn standi sig. En ef keypt eru meiri gæði fyrir meiri pening þá eru líkurnar allavega meiri á því að þetta séu leikmenn sem styrkja liðið. Ef við ættum alltaf að óttast það að dýrir menn floppi þá væri eins gott að sleppa því að borga einhverjar upphæðir fyrir menn eins og Torres. Ég er nokkuð viss um það að ef við hefðum sleppt því að fá alla þessa meðalmenn sem við keyptum fyrir síðasta tímabil og keypt þess í stað 2 gæða-leikmenn þá hefði liðið fengið fleiri stig í PL og við værum líka að njóta góðs af því fyrir komandi tímabil.
    Tímabilið 05-06 vorum við oft á tíðum að spila mjög skemmtilegan og árangursríkan bolta. Þá fannst mér lítið vanta upp á að við gætum farið að berjast um titilinn. Það sem vantaði upp á var ekki meira af meðalmönnum sem myndu auka breiddina, heldur meiri gæði í 2-3 stöðum á vellinum.
    En okkur fór aftur milli leiktíða. Á síðasta tímabili vorum við 2-3 klössum neðar en Chelsea og Man.Utd. Það var og er ljóst að við eigum langt í land með að jafnast á við þessi lið. Enn og aftur þarf að auka gæði liðsins en ekki breiddina, við þurfum ekki betri varamenn, við þurfum betri (fleiri) burðarstólpa í liðið.
    Ég er mjög ánægður með kaupin á Torres og einnig líst mér vel á Babel en fyrir mér er hann stórt spurningarmerki en væntanlega góður fyrir framtíðina. Liverpool er bara ekki í sömu stöðu og Man.Utd, þeir geta leift sér að kaupa unga stráka s.br. Nani og Anderson án þess að þurfa stóla á að þeir brilleri á fyrsta tímabili, einfaldlega vegna þess að þeir eru með það mikil gæði í sínu liði án þeirra.
    Fyrir mér er Liverpool bara búið að gera 1 alvöru gæðakaup sem styrkja byrjunarliðið okkar í sumar og það eru kaupin á Torres. Önnur kaup eru stór ??? eða aðeins betri varamenn. Það tel ég ekki vera nóg til að gera atlögu að titlinum.
    Tel alveg ljóst að við höfum bætt hópinn milli tímabila en bara ekki nógu mikið.
    Ef ALLT gengur upp og öll kaup munu reynast vel þá mun ég svo sannarlega hafa rangt fyrir mér, en þetta er bara svo stórt “EF”.
    Áfram Liverpool og vonandi munu kaup sumarsins vera nóg til að berjast um stóru dolluna.

  9. Sæll Haraldur Axel, Sopcast er forrit sem notað er til að horfa á sjónvarp með p2ptv tækni (peer to peer tv). Það eru nokkur forrit sem hægt er að nýta sér og mætti t.d nefna TVants, PPstream og PPlive sem dæmi. Held þetta sé mest allt upprunnið frá Asíu og eru yfirleitt þulir sem lýsa atburðarrás á “asískum ” tungum. Gæði eru misjöfn og streamið tekur sjálfsagt mið af nettengingu og tölvubúnaði. Síðasta vetur var ég ekki með sýn og notaði Sopcast og TVants til að fylgjast með meistaradeildinni þegar ég komst ekki til að horfa á í betri gæðum annarsstaðar. Þú getur náð öllum leikjum í PL og öllum helstu deildum veraldar með þessari aðferð en eins og áður segir eru gæðin misjöfn og lýsing á tungu sem við fæstir skiljum. En þetta er mikil snilld og algerlega frábært að hafa þennan möguleika til að horfa á fótbolta þegar ekkert annað býðst.

    Hérna er smá grein á wikipedia um p2ptv

    http://en.wikipedia.org/wiki/P2PTV

  10. Ég lenti sjálfur í vandræðum með p2ptv í vinnunni hjá mér. Fyrst stoppaði eldveggurinn á local netkerfinu allt saman og þá reyndi ég að notast við þráðlaust net (hot spot) sem er til staðar. Það keyrði á því en var eins og flettiskilti líklegast vegna lélegrar bandvíddar. En þetta keyrir fínt hér heima.

    Og Haraldur já þú þarft að hala niður socpcast forritinu og setja það upp á tölvunni þinni. 😉

    http://www.sopcast.com/

  11. Ég vil samt benda þeim sem ætla að nota Sopcast til að spara eitthvað að nema þú sért með frítt erlend niðurhal er þetta töluvert dýrara en að kaupa bara Sýn. Þ.e. ef þú ætlar að sjá alla leikina í gegnum þetta. Annars fínt svona yfir pre-season og fleiri. Líka að benda mönnum á að það er best að setja þetta allt saman í gang svona 15-20 mínútum áður en leikurinn hefst til að fá sem best stream.

    Annars er ég alveg á því að búið er að styrkja hópinn töluvert. Er samt sammála Gústa að ég hefði sjálfur valið að kaupa meira af “öruggum” gæðum sem styrkja byrjunarliðið strax í ágúst, ekki í janúar. En félagskipta glugginn er ekki einu sinni hálfnaður svo við skulum ekki dæma þetta strax.

    Annars held að ég það sem mun ráða úrslitum þetta tímabilið verði einfaldlega hvort Rafa haldi áfram í þessu rugli á útivöllum gegn “minni” liðum deildarinnar og hvort Gerrard fái að spila í einni stöðu allt tímabilið. Mér er sama þótt hann verði í vinstri bakverði allt tímabilið, svo lengi sem hann spilar ALLTAF þar. Hann mun spila frábærlega hvar sem er á vellinum ef hann fær bara að vera alltaf þar. Einfaldlega of góður leikmaður til að vera sóa í uppfyllingarefni.

  12. Ég hef lent í því að sopcast-ið hjá mér virkar bara í explorer, ekki í firefox (þeas síðan sem leikirnir eru, ekki sjálf forritið). Vona að þetta geti hjálpað Kristjáni Atla.

  13. Nei reyndar ekki. Ég þakka ykkur hjálpina en ég er að hlusta á lýsinguna á e-Season á .tv. Það er bara audio þar, ekkert video, en það er betra en að skalla gat á vegginn í einhverjum pirringi yfir þessu Sopcast-kjaftæði. Þetta bara vill ekki virka hjá mér. :/

  14. En veit einhver um forrit sem ég get notað til að horfa á leiki á netinu sem virkar í Mac ?

    Hvorki Sopcast né TVants virkar í Mac svo að mér skiljist og ég nenni ómögulega að setja upp Paralells bara til að geta notað þetta eina forrit.

  15. hvar er hægt að sjá lýsingu á leiknum eða bara eikka..ég þarf eikka..þetta er ekki að virka hjá mér þetta sopcast og tvants

  16. Fyrri hálfleik lokið staðan 1-0. Gerrard setti hann með vinstri.

    Frekar slappur leikur í heildina. Lítið að gerast. Kuyt og Voronin hafa hlaupið mikið en fengið fá færi. Benayoun verið mikið í boltanum. Babel verið dapur og alls ekki fundið sig. Þó nokkuð af mistökum eins og við má búast. Búlgarski peyinn í markinu og lítið reynt á hann. Kannski dæmigerður preseason leikur. Fáum svo nánast nýtt lið í seinni hálfleik.

    Torres og Crouch í seinni hálfleik. Verður spennandi að sjá.

  17. 2-0 Agger bætti við marki með skalla eftir sendingu frá vinstri kanti (sá ekki hver átti fyrirgjöfina).

    Ef lýsa ætti þessum leik í einni setningu þá væri það : Zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz.
    Babel var alveg úti á túni og kom meira út úr El Zhar í síðari hálfleik. Torres er enn að venjast samherjum sínum en þar sem hann er í boltanum þá er hann alltaf líklegur. Torres átti fína fyrirgjöf á Crouch sem var fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að skalla yfir. Pennant ágætur, Agger góður, Riise allt í lagi og Palletta spilaði heilan leik án þess að gera neinn skandal.

    Ekta preseason leikur þar sem menn eru í misjöfnu formi og verið að prófa eitt og annað.

Ferguson: Sel Heinze ALDREI til Liverpool!

Heinze (uppfært)