Liðið gegn Norwich

Sama lið og gegn United fyrir utan að Ibe kemur inn fyrir Lallana.

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Lucas

Ibe – Firmino – Milner

Bekkur: Ward, Caulker, Flanagan, Allen, Teixeira, Lallana, Benteke

Punktar:
– Kolo Toure er bara orðinn fastamaður í vörn Liverpool.
– Enn eina ferðina er ekki pláss í byrjunarliði fyrir eina sóknarmanninn okkar sem er heill heilsu. Þennan sem kostaði 32,5m í sumar.
– Það er kannski ekki það rosalega skrítið að þessi miðja sé ekki að skora mikið af mörkum. Það er ekki heldur tilviljun að lið með sex miðjumenn inná í einu gegn Norwich eigi í vandræðum með að skora.
– Gaman að sjá Flanagan á bekknum, hann gefur smá cover fyrir báða bakverðina.
– Spennandi að sjá Teixeira á bekknum í dag, verst að þetta er bara hann Joao okkar en samt.

Spá: Sama spá og KAR, 0-1 með marki frá Firmino.

155 Comments

  1. spáði 4-0 fyrir okkur hérna fyrr i dag sá svo að norwich hefur einungis tapað einum leik á heimavelli og það var 6-2 slysið á móti newcastle þessi leikur verður að vinnast annars er þetta búið spil i deildinni !

  2. Ég er komin með Klopp á heilann. Skrifa alltaf klopp.is í stað kop.is. Er einhver séns á að breyta þessu ?

  3. Er ekki Ojo orðinn tilbúinn í svona leik…? Hefði viljað sjá hann í hóp….

  4. Vandað að King Kolo sé orðin fastamaður. Nú er komið að því að hann skorar – sáuð það fyrst hér!

  5. Ég vil sjá reiða og einbeitta 11 leikmenn á vellinum á eftir. Þessir drengir hljóta að átta sig á því að þeir eru spila fyrir lífi sínu hjá Liverpool. Make no mistake, Klopp getur verið mjög ruthless og hann mun ekki hika sig við að losa sig við leikmenn í lok tímabilsins, þ.m.t. leikmenn sem margir okkar halda að séu einhverjar kanónur í liðinu.

    Klopp er samt mjög klókur og skynsamur og passar sig á því að verja sína leikmenn, enda ekkert annað hægt í stöðunni fyrir hann núna. En undir niðri kraumar reiðin og gremjan hjá honum. Gengi liðsins er búið að vera hrein hörmung undanfarið.

    Vil að leikmenn eins og Henderson og Milner rísi upp og leiði liðið. Tapi liðið í dag er ég þeirrar skoðunar að annar leikmaður eigi að fá fyrirliðabandið. Hef samt ekki hugmynd um hver það ætti að vera. Það þarf engu að síður að senda sterk skilaboð.

    Löngu búinn að missa trú á að þetta tímabil muni skila okkur upp í topp 4. Það sem ég vil hins vegar sjá hjá Liverpool í þessum síðustu 16 deildarleikjum eru framfarir og meiri stöðugleiki. Fer ekki fram á meira. Svo væri fínt að hirða einn bikar í hinum keppnunum sem við erum enn í.

  6. Helvítis Flanagan! Hirti sæti á varamannabekknum af Brad Smith, annars hefði ég nefnilega hitt rétt á byrjunarliðið og varamannabekkinn.

    Nei annars gott að sjá Flanno aftur.

    Mér líst alveg ágætlega á þetta byrjunarlið, svona á pappír. Þétt miðja, eigum að geta stjórnað leiknum og ættum ekki að lenda í að miðja andstæðinganna flæði yfir okkur (eins og gerðist gegn Watford og West Ham sérstaklega).

    Lykilspurningin í dag er þessi: hvaða hugarfar hafa menn í leikinn? Hvað er hungrið og hver verður baráttan? Svarið við þessu öllu var prumphljóð í síðustu útileikjum, vonandi hafa menn eitthvað gáfulegra svar í dag.

    YNWA

  7. Vill sjá Firmino sýna afhverju fólk er farið að líkja hann við Suarez. Þrennu takk.
    Þetta er síðasta bjartsýnis spáin mín ef þetta gengur ekki upp.
    0-6, Firminho með þrennu, Hendo setur 2, og Kolo skorar með brosinu í blálok.

    Afhverju fær Ojo ekki að vera á bekknum?

  8. Gleðilegan leika

    Held að okkar menn komi ferskir í þennan leik og vinna 0-2 Ibe og svo vona ég innilega að Benteke smelli 1 líka

  9. Ég trúi ekki að ég sé að segja þetta, en er kominn tími á að prófa Joe Allen í stöðunni hans Milner?

  10. Ekkert bull ekkert væl vinnum bara þennan fokking leik. Höfum ekki unnið deildarleik á nýju ári og það er aldeilis komin tími til þess. Lee Mason dæmir leikinn en það er fyrsti leikur sem hann dæmir hjá Liverpool á þessari leiktíð. En Liverpool gagnrýndi hann harðlega á sínum tíma þegar við vorum í titil baráttu. Síðustu 3 leikir sem hann hefur dæmt vann Liverpool alla leikina og markatalan 7-1. Eigum við ekki að segja að liðið heldur áfram að skora mörk þegar Mason dæmir hjá okkur 🙂
    Upplýsingar fengar af LFChistory.net 🙂

  11. Hefði mátt vera rautt þess vegna, dómarinn sá allan daginn að hann fór með takkana í Lucas.

  12. Norðvík miklu öflugri í upphafi leiks. Er einhver leiðtogi þarna hjá okkur sem getur snúið taflinu við?

  13. Frábært spil og vel gert, koma svo Liverpool halda áfram og bæta við.

  14. Þessir þulir í Bretlandi kunna ekki að segja neitt annað en : ” Benteke should be on the pitch! They should be lashing crosses into the box, Liverpool without a recognized striker have no threat.” Síðan kemur markið hjá Firmino en þeir hætta samt ekki, eru eins og rispaðar plötur, Danny Murphy sagði meira að segja um daginn að við ættum að spila meira eins og Tony Pulis.

  15. Við erum svo lélegir í vörn í föstum leikatriðium. Jesús kristur hvað þetta er slakt.

  16. Nei getur það verið að liðið fá á sig mark eftir hornspyrnu… SHOCKED

  17. Sama hversu mikið Klopp reynir að fikta í dekkuninni okkar þá kemur þetta allt niður á leikmönnunum. Það er engin árásargirni, eru nánast undirgefnir í teignum.

  18. Liverpool i hnotskurk, fyrsta skotið á markið eftir hornspyrnu = mark

    Lið ættu að setja upp með að skjóta ekki á markið á móti liverpool nema það sé eftir horn.

  19. Sælir herrar og frúr, þetta stream hérna fyrir ofan virkar ekki hjá mér. Einhver með ábendingu?

  20. Einhver sagði mer að Norwich væri næstlelegasta liðið i deildinni i hornspyrnum.

    Eg held að vandamalið se að við erum með 2 miðverði Sakho og Toure til að verjast og kannski Can lika og allir hinir eru bara að standa og horfa a. Inna með Flanagann nuna…fa einhvern brjalaðing inna til að sparka menn niður.

  21. Hvað er Moreno að gera í vörninni núna? Jahérna, og auðvitað skorar Naismith

  22. Hvaða gleðipillur voru Kristján Atli, Einar Matthías og fleiri hérna, að borða þegar þeir spáðu bara að við fengjum ekki á okkur mark í leiknum??

    Héldu þeir bara að í alvörunni að við myndum ekki fá á okkur eitt einasta horn???

  23. Djöfull væri það toppnæs ef að það væri leikmenn í þessu liði með vott af baráttu í sér…skelfilegt að sjá þetta áhugaleysi og menn séu svona rosalega fastir í fæturna

  24. vá hvað þetta lið okkar er lélegt, þetta er hætt að vera fyndið.

  25. Lucas gjörsamlega úti á túni.

    Gæði liðsins er því miður á pari við frammistöðuna. Sorglegt að horfa á þetta.

  26. Hvaða mental block er alltaf í þessum leikmönnum? Þeir eru bara skokkandi út um allan völlinn hálfsofandi. Hvaða rugl er þetta?

  27. Emre Can á nú stóra sök. Stendur ballwatching meðan Naismith skokkar framhjá honum. Ömurleg varnarvinna hjá honum.

  28. Virkilega vel gert hjá Norwich. Maður er eiginlega hættur að nenna þessu. Ætli maður tékki bara ekki á þessu í haust aftur.

  29. Þeir eru allir gjörsamlega steinsofandi í aðdraganda beggja markanna, þetta er algjörlega ólíðandi og óþolandi að horfa á, ef maður svæfi svona í vinnunni væri löngu búið að reka mann!!!

  30. af hverju joggaði Firminó bara að markinu þegar varnarmaðurinn sendi þessa feilsendingu???

  31. Ömurleg vörn og slakur markvörður og enginn framherjar. Þetta er ávisun á tapleik. Breyta taktík Herr Klopp.

  32. Rosalega hægt og augljóst spilið hjá okkur. Eina sem andstæðingar okkar þurfa að gera erð að vera vakandi.

  33. Þegar leikmenn Liverpool bera sig um völlinn eins og algjörir aumingjar gefum við mönnum eins og Naismith færi á því að hegða sér eins og einhverjir helvítis winnerar þarna á vellinum. Maður sér bara á Naismith að hann er að hugsa: “Ég er betri en allir hérna”, sem er náttúrulega út í hött en svona er þetta þegar Liverpool jokka út um allan völlinn með engri áræðni.

  34. Það eru allavegana 4 menn þarna inná sem eiga enga framtíð hjá LFC….

  35. Henda Allen inná fyrir Can strax.
    Can mætti ekki, þungur og sofandi og missir boltann trekk í trekk.

    En slappt er það heilt yfir í dag mar.
    YNWA

  36. Enn ein skitan…..ekki að sjá að Klopp berji mönnum mikinn baráttu anda í brjóst. Mjög svo andlaust en vonandi öskra menn sig í gang í hálfleik og bjarga í það minnsta stiginu.
    YNWA

  37. Var ekki búið að banna þennan kick and run bolta hjá Liverpool?

  38. Byrjaði ekki að horfa á leikinn fyrr enn eftir 1-1. Can á annað markið frá byrjun. Léleg pressa og eltir svo ekki Naismith. Sammála #58 Firmino á að ná þessum bolta ef hann hefði verið með “balls”.

  39. Fyrsta sinn í mörg ár sem ég finn fyrir miklum leiða í garð leikmanna LFC. ÞETTA ER EKKI BOÐLEGT LENGUR!!!!!!!! Nú verður Klopp að fara að geta eitthvað róttækt og láta þessa ungu leikmenn sem spiluðu síðast með okkur bara spila þessa leiki!!!!!!!!!!!!

  40. jesus hvað þetta hornspyrnu helvitis kjaftæði er orðið þreytandi og afhverju eru moreno,hendo og milner að rífast um að taka aukaspyrnu. Firmino á að taka þessar spyrnur enda ekki furða að það eru liklegast komin 2 ár síðan við skoruðum úr aukaspyrnu og milner átti að nýta þetta dauðafæri. nú er bara að setja texeira og benteke inn og klára þennan leik.

  41. hvaða fokking andleysi er í gangi !! Milner , Henderson,ibe og fl. Allt svo hægt og vandræðalegt. Þeir verða allir látnir fara í sumar, klopp búinn að sjá nóg. Saman safn af miðlungsleikmönnum. Er enginn í marki ???? jú gaurinn með 5 ára samninginn,,,,,,,,,

  42. Hví ver þessi blessaði markmaður aldrei neitt með fótunum???…Það lenda öll skot í netinu…Ótrúlegt!!

  43. Ef við förum yfir mörkinn þá er Sakho að drulla á sig í fyrsta markinu.
    E.Can eltir ekki manninn sem tekur hlaup, Lucas á að sjá þetta og elta hann líka en báðir drulla á sig en þetta er svo sem ekkert færi svo að ……..
    Æi já Mignolet drullar svo líka á sig því að menn eiga að verja svona bolta og góður markvörður(sjá DeGea eða Loris) hefðu bara varið þetta með fótunum.

    Þetta er ömurlegur liverpool leikur það sem af er, liðið er ekki að stjórna leiknum og liðið er ekki að vinna baráttuna. Svona leiki höfum við séð of mikið af því miður í vetur og verður Klopp að fara að læra aðeins inná deildinna og finna betri lausnir.
    Ég dýrka samt Klopp og tel að hann muni rífa þetta lið upp á endanum en hann ásamt leikmönum liðsins verður að gera betur. Menn benda á að meiðslinn og að hann hafi ekki keypt sína menn til liðsins en ég skal lofa ykkur því að stjóri Norwitch væri alveg til í að skipta um leikmanna hóp og vinna með hópinn sem Klopp er með.

    Þetta er samt ekki búið og getur liðið klárlega unnið þennan leik en þeir verða að gera betur en það sem þeir hafa verið að sýna og einfaldlega fara að stjórna leiknum aðeins betur.

  44. “Naismith nearly snaps Lucas’s ankle and he doesn’t even have a go at the ref?”

    Þetta finnst mér súmmera liðið okkar. Engin grimmd, engin barátta. Hvurslags aumingjaháttur er það að sætta sig bara við það að Naismith hafi tæklað mann með tökkunum án þess að fá spjald?

  45. Þessir BT þular eru að drepa mig . Er ekki hægt að hafa mentaðan dómar í stúdíóinu til að reka svona þuli í sturtu og údskýra hvort þetta var rétt áhvörun hjá dómurum leiksins .

  46. Þetta liverpool lið er svo lelegt.stutfullt af meðalmönnum og þaðan af verra.af þeim leikmönnum sem hófu þennan leik eru 1-2 sem geta orðið eh,ibe og firmino.hinir mega allir missa sig og hvað heldur hendorson að hann se?stöðugt að biðja um boltann og heldur hann se allt í öllu.ofmetnasti leikmaður LFC að mínu mati

  47. Það eru fjóri leikmenn sem ég vil halda í þessu Liverpool-liði. Það eru Firminio, Lovren, Can (sem er reyndar búinn að vera ömurlegur í dag), Clyne og Moreno. ALLIR hinir eiga á hættu að vera seldir. Auðvitað verða þeir ekki allir seldir en hver og einn þeirra ætti að geta átt von á því.

    Stend við það sem ég sagði hér fyrir leikinn að ef við töpum fyrir fucking Norwich í dag þá eigi að rífa fyrirliðabandið af Henderson.

  48. Flestu hreinu lökin í deildinni, Migs hlítur að vera góður hahahaha. Með lélegri markvörðum í deildinni. Þetta lið er hrillingur algjör hrillingur

  49. Ósköp leiðinlegt að þurfa að viðurkenna það en það eru alltof margir leikmenn í Liverpool liðinu sem eru “average”. Þ.á.m. Lucas, Can, Lallana, Firminho, Benteke, Sakho, Toure, Ibe, Millner, Allen og fleirri.

    Fáir af leikmönnum Liverpool kæmust í byrjunarlið hjá þessum top liðum, Man.City, Man.Utd, Chelsea, Tottenham og Arsenal.

    Það eru ekki mörg ár síðan maður gat rifist við united stuðningsmenn að ákveðnir leikmenn í Liverpool væru betri en ákveðnir leikmenn í united. T.d. Alonso, Gerrard, Hyypia, Reina, Mascherano, Torres, Suarez o.fl.

    Í dag á ég erfitt með að nefna einn leikmann úr leikmannahóp Liverpool sem ég get sagt að sé betri en ákveðnir leikmenn united eða annarra fyrrnefndra top liða í ensku.

    Í gegnum árin höfum við safnað að okkur “average” leikmönnum og nú er staðan sú að við stöndum uppi með fullt lið af “average” leikmönnum.

    Klopp hefur svo sannarlega mikið verk að vinna og ég hef trú á því að við séum komin með stjóra sem getur breytt þessu en það er óþolandi að þurfa að bíða eftir þessari hreinsun sem verður að eiga sér stað.

    Áfram Liverpool!

  50. Hálf leikur og dómari að fara yfir atvikinn í leiknum eitt raut átti það að vera víti plús annað víti á hinum vallar helming

  51. #79 ætlaru þa bara að sætta þig við sölu á henderson, coutinho,ibe,ings,origi og ég gæti nefnt 8 í viðbót ekki vera svona fáfróður

  52. #76 mjög góður punktur.

    Hvernig haldið þið t.d. að John Terry eða Rooney hefðu bruðgist við brotinu á Lucas í byrjun leiks ef þetta hefði verið maður í þeirra liði sem brotið var á?? Þeir höfðu svoleiðis hlaupið að dómaranum og látið hann heyra það. Hvar var Henderson?? Tók líka eftir þessu í United leiknum þar sem Rooney var miklu aggressívari gagnvart dómaranum. Er farinn að efast um leiðtogahæfileika Henderson.

  53. Oki nú er komið nóg af drulli yfir Mignolet. Af hverju drulla alltaf allir yfir hann? Þetta er að verða svipað hatur og þegar Lucas varð fyrir sínu hatri. Ef Mignolet hefði varið bolta numer 2 þá hefði boltinn farið beint út í teig og þar hefði fyrsti maður verið á boltan leikmaður Norwich. Hvað ætli sé að vörn Liverpool.
    Ég er farinn að skilja þennan samning við Mignolet betur og betur, ég held að hann sé minnsta vandamál liðsins. Mesta vandamál liðsins er hve arfaslakur Can og Lucas virðast vera leik eftir leik og Kolo og Sakho geta ekki varist föstum leikatriðum.
    En af því sögðu skorum við 3 í seinni hálfleik og vinnum þennan leik.

  54. #84 þú verður nú að lesa það sem ég skrifa.

    Þessir menn verða auðvitað EKKI allir seldir (eins og ég sagði í fyrri pósti sínum), en enginn þessara leikmanna sem þú nefnir eru að mínu mati ómissandi.

  55. Það væri áhugavert að skoða leikina sem Mignolet hélt hreinu í á síðasta ári. Skoða í því samhengi hvað hann átti margar vörslur sem urðu til þess að við héldum hreinu. Var þetta kannski bara vörnin að mestu leyti að halda hreinu?

  56. Má ekki bara flauta þetta af… enginn í þessi liði er að fara rífa þetta í gang í dag…. næsta tímabil helst á morgun….

  57. Hendo Já já sokka fyrir suma takk áfram mínir Men p.s var moreno að fara fram á sölu

  58. Öndum bara með nefinu boys, við erum vissulega slakir en við verðum að standa með liðinu í gegnum þessar öldur

  59. Það fer alltaf að verða erfiðara og erfiðara að reyna að tileinka sér þetta “í gegnum súrt og sætt” dæmi. Þvílíkt og annað eins rusl sem þessi mannskapur er. hundruðir milljóna punda. Þetta er eins og maður fer í Bónus og verslar fyrir 50 þús og labbar út með enga poka og er svangur allan mánuðinn.

  60. Þetta fer annaðhvort 3-4 fyrir LFC eða 4-4 thriller jafntefli.

  61. Vel gert hjá Milner og Lalllana ég spáði 3 mörkum frá okkur í seinni, stend við það, eitt á eftir að koma

  62. Sannarlega bjóst ekki við þessu, en menn vilja greinilega fá launin sín

  63. Vona að ég hljómi ekki eins og Brendan – en þetta sýnir nú karakter…

  64. Jæja þá er að reyna klára leikinn án þess að Norwich nái skoti á rammann :)..
    En þetta var glæsilega spilað hjá Lallana og Firmino..

  65. Ekki komið hérna inná kop.is lengi og það er ótrúlegur bölmóðurinn í sumum hérna. Þið vitið að leikurinn er ekki búinn er það ekki?

    Held menn ættu líka að slaka aðeins á og sjá til loka tímabilsins hvernig allt fer. Augljóst að Klopp er yfirburðarmaður í þjálfun og langt í frá ánægður með marga leikmenn Liverpool og veit hvaða rusl hann þarf að hreinsa út. Klopp mun ná árangri með okkar lið.

    Að því sögðu þá er enn magnað hvað Liverpool getur eytt peningum í heimskuleg skammtímakaup. Bara ótrúlegt að kaupa leikmann á 32.5m punda (Benteke) og hafa hann svo á bekknum leik eftir leik. Við keyptum Balotelli og Markovic á önnur 35m punda og þeir sendir á lán ári seinna. Svo var framtíðarstjarna eins og Delle Alli kominn til okkar á 3m punda en leikmannanefndin dró sig út dílnum á síðustu stundu. Hvernig fara þessir hálfvitar sem stjórna klúbbnum okkar í dag að þessu að taka nánast bara rangar ákverðanir í nær öllum aðstæðum?

    Vörnin/markvarslan hjá okkur í dag er auðvitað visst djók. Það skortir algjörlega leiðtoga þar eins og á miðjunni. (Verðum að losna sem fyrst við Skrtel) Endurkoma Henderson hefur verið ekkert spes og Milner verið mér mikil vonbrigði.

    Jæja, 3-3 er staðan og okkar leikmenn komnir með blod på tannen. Persónulega er ég búinn að afskrifa deildina í ár og vona bara að Liverpool skemmti mér í deildinni og Klopp noti hana til að gefa ungum sprækum mönnum séns og sjá hverjir eru karlmenn þarna. Svo er aldrei að vita hversu langt við förum í bikarkeppnunum ásamt Europa League.

    Það verða alvöru leikmannakaup næsta sumar og mig er strax farið að hlakka til.

  66. Hvað sagði ég, aldrei að missa trúna að mínu mönnum, styð þá alltaf og missi aldrei trúna 🙂

  67. Vá, líklega versta backpass sem ég hef séð! Ótrúlegt rugl þessi leikur 🙂

  68. Norwich eru hreinlega að fremja varnarlegt sjálfsmorð í þessum leik!!!

  69. Vel lesið hjá Milner.

    Þvílíkur leikur. Gaman að sjá svona comeback baráttu í mönnum. Where have you been?!?!

  70. bara að minna á þetta:

    Magnús Ólafsson leikari 23.01.2016 kl. 13:57
    Nú er ég hættur að horfa!!!!!!!!!!!!!

    Magnús Ólafsson leikari 23.01.2016 kl. 13:57
    Nú er ég hættur að horfa!!!!!!!!!!!!!

  71. Er ég einn um að vera orðinn dauðleiður á vitringunum sem uppi á sínum háu hestum hrauna yfir alla sem gagnrýna liðið…?

    Afhverju í andskotanum má maður ekki leyfa tilfinningunum að fljóta? Það er jú það sem gerir fótboltann skemmtilegan!!

    Maður er drullusáttur þegar liðinu gengur vel og drullufokking pirraður þegar illa gengur! Má bara hafa gaman? Hinn tilfinningalegi rússíbani er það sem dregur fólk að fótboltanum.

  72. Þvílíkur leikur!
    Ég sagði í stöðunni 3-2 í kommenti #101 að leikurinn myndi fara 3-4 fyrir LFC eða 4-4.
    Ég missti aldrei trúna á mínum mönnum en núna er eins gott að þeir klári leikinn og taki þessi 3 stig með sér heim.

    YNWA!

  73. Miðað við fyrri reynslu af þessu liði okkar..þá endar þessi leikur 4-4….

  74. Þráður á meðan leik stendur er þráður tilfinningana.
    Menn mega biðja um yfirvegun og rök á öðrum tímum.
    YNWA

  75. #126
    Mikið rétt Smjörþefur.

    Sumir hafa sjúka þörf á að vera “betri” stuðningsmenn en aðrir og ávallt duglegir til að opinbera sinn geislabaug.

  76. Freðið harðfisksflak myndi gera jafn mikið gagn í sókninni og Benteke…

    Maðurinn verður að fara að rífa sig í gang!!!

  77. unglinginn, son minn, vantar vinnu í sumar. Ætli það sé ekki laust í vörninni í Liverpool? Betra en unglingavinnan og svipuð afköst.

  78. Eins vel og menn gerðu til að komast yfir að klúðra því svona niður í uppbótartíma…þurfum alveg nýjavarnarlínu.

  79. Of gott til að vera satt að halda þessu.

    Jesús minn…varnarleikur þessa liðs er svo ömurlegur að það þarf spænska rannsóknarréttinn til að fara yfir þetta – allir skora bara alltaf þarna.

    Helvítis bara.

  80. Vá…

    þvílíkur rússíbani! En þetta er allt of auðvelt fyrir Norwich. Djöfull er þetta pirrandi alltaf

  81. Vávává

    Klopp hefði mátt væla meira yfir viðbótartímanum!!!

  82. benteke má eiga það að boltinn endurkastast stundum af honum í rétta átt…

  83. Migs hefði átt að skammast sín og labba beint inn í klefa…

    Kalt mat…

  84. Úff… það er bara gin flaskan sem getur komið manni niður eftir þetta.

  85. haha gleði þunglyndi svartsyni von otrulegt svakalegt hörmulegt jaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa

Norwich á morgun

Norwich – Liverpool 4-5