Fowler til Cardiff.

Skv. BBC Sport hefur Robbie Fowler samið við Cardiff til næstu 2ja ára. Þar með er ég kominn með uppáhaldslið í næst efstu deild Englands, Cardiff City. Þar hittir Fowler fyrir Peter Ridsdale en hann er stjórnarformaður félagsins. Ridsdale var einmitt stjórnarformaður Leeds þegar Fowler var keyptur þangað frá Liverpool á “litlar” 11 kúlur árið 2001. Ég vona bara að Le God nái að sýna sitt rétt andlit og fái að spila reglulega. Cardiff gerði nýverið samning við annan fyrrum landsliðsmann *Englands, Tevor Sinclair.

Fyrir utan Cardiff voru lið eins og Sidney FC, Leicester og Port Vale að gera hosur sínar grænar fyrir markaskoraranum snjalla en á endum varð Cardiff fyrir valinu.

Cardiff City varð í 13 sæti á síðasta ári og árið þar á undan í 16. sæti. Liðið var um tíma í fyrra á toppnum og nýtur félagið mikillar velvildar almennings. Það hafa verið miklar umbreytingar undanfarin 7 ár eða eftir að Sam Hamman keypti félagið. Hann seldi sinn hlut í félaginu á endanum þar sem hann gat ekki sýnt fram á tryggingar fyrir nýjum leikvangi, það gat hins vegar Ridsdale og félagar. Félagið er nú komið á gott ról eftir sölu góðra leikmann s.s. Robert Earnshaw, Jason Koumas, Michael Chopra, Danny Gabbidon og James Collins.

Liðið er svolítið sérstakt fyrir þær sakir að það er staðsett í Wales en spilar í ensku deildarkeppninni. Heimavöllur þess heitir Ninian Park og rúmar 22.000 manns. Þjálfari þeirra er hinn geðþekki Dave Jones.

6 Comments

  1. Já það er hreint ótrúlegt að enginn tjái sig hér þegar það er orðið ljóst hvert einn besti markaskorari LFC frá upphafi fari! Frábær leikmaður sem mun aldrei gleymast. Klárt mál er að Cardiff eru að fá þarna bita sem er ansi stór og veðja ég á 25+ mörk hjá God á næsta ári og er viss um að Cardiff fari upp.

    Fowler þakka þér fyrir þitt framlag til Liverpool, því mun ég aldrei gleyma. Þú verður alltaf Guð í mínum augum.
    YNWA

  2. Cardiff þurfa nú meira en bara Fowler til að komast upp en ef kallinn mun halda sér þokkalega heilum út tímabilið þá á hann eftir að setja nokkur mörk fyrir þá en ég tel það hæpið að þeir fari upp og nú geta menn fylgst með gamla góða Fowler á Sýn 2, það er nú nokkurra krónu virði að sjá Fowler reglulega í takkaskónum og með plásturinn á nefinu 🙂

  3. Þá er maður kominn með uppáhaldslið í Champions deildinni og uppáhalds knattspyrnulið í Wales.

    Vonandi komast þeir upp núna og Fowlerinn verður toppskorarinn.

    YNWA Fowler!

  4. Já, ég vona að honum gangi vel og hjálpi þeim hreinlega að komast upp í úrvalsdeildina. Hann á allt það besta skilið!

  5. Guð mun að sjálfsögðu hjálpa þeim ofar !
    Mér fannst sérlega gott að hann tók þeirra tilboði í stað þess að fara hinum megin á hnöttinn þar sem að maður myndi aldrei heyra neitt frá honum. Komum til með að heyra mikið frá honum úr fyrstu deildinni 😉 enda er maðurinn snillingur… og þá er lítið sagt

One Ping

  1. Pingback:

Liverpool – Auxerre 2-0

Verðlagning Sýnar